Voröld


Voröld - 26.03.1918, Blaðsíða 1

Voröld - 26.03.1918, Blaðsíða 1
Branston Violet-Ray Generators . | Skrifið eftir bæklingi “B” og j verðlista. | Lush-Burke Electric Ltd. j 315 Donald St. Phone Main 5009 I Winnipeg 1 LJOMANDIFALLEGAR SILKIPJOTLUR til a5 búa til úr rúmábreiður — “Crazy Patchwork.”—Stórt úr- val af stórum silki-afklippum, hentugar í ábreiSur, kodda, sess- ur og fl.—Stór “pakki” á 25c, fimm fyrir $1. PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept. 23. P.O. Box 1836 WINNIPEG I. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 26. Marz, 1918 NÚMER 7 f----- ' ======= CANADA STJÖRNIN ===== ______________________________________ SIRTHOMAS WHITE. £fm/snr* or f/NAnce. Hon.JD.Reio- MlWbTEP. opRMt.WAYS AN£> Canals M/WSTfG Of M/l/t/A . SlR Wilfrid Laurier ÍEADSR Of T//e OpROSIÝ/OH. Sir Robfrt Boroen. Pr/md M/n/srcR. Hér birtist mynd af nokkrum leiðtogum í Ottawa þinginu, eins og það er nú. Sinn til hvorrar hlið eru þeir Sir Robert Borden, forsætisráð- herra og Sir Wilfrid Laurier, leiðtogi frjálslynda flokksins. Á milli þeirra er S. C. Newburn, hermálaráðherra, til hægri er J. V. Reid, járnbrautaráðherra, en til vinstri, Sir Thomas Whyte, f j ármálaráðherra. Járnbrautamálin, fjármálin og íermálin eru allrastærstumálsem stjórnin hefir með höndum. Séu þessir menn trúir sem hér eru sýndir, þá er þingið vel sett. Ef forsætisráðherrann er dugandi og einlægur, andstæðinga leiðtoginn sanngjarn og ófeiminn, fjármála- ráðherrann ráðvandur,járnbrauta ráðherrann þjóðhollur oghermála ráðherran stöðu sinni vaxinn, þá þarf þjóðin ekki að kvíðá. Fram- tiðin dæmir um það hvort þetta er svo—af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. MIKLAR FRETTIR OG ILLAR. % f Ovinirnir brjótast gegn um fremstu fylkingar Breta. Tveggja daga mannfall beggja 300,000 og ógrynni fanga, vopna og vista. Stórkostlegar fréttir og í- skyggilegar bárust vestur á laugardaginn, og fengust greini- legri í gær. Þjóðverjar höfðu ráðist á Breta með ofurefli, bæði fótgöngu og riddaraliðs. Er svo áætlað að þeir hafi alls haft í árásinni 97 fylkingar, en Bretar á því svæði ekki nema 27. * Á 45 mílna svæði brutust þjóð- verjar í gegn um fremstu fylk- ingar Breta og komust áfram 3!/2 til 14 mílur. Bretar tóku vel og rösklega á móti, en gátu eðlilega ekki stað- ist það ofurefli sem við var að etja. Eftir afarmikið mannfall á báðar hliðar tókst Bretum að stöðva framgang óvinanna með aðstoð Frakka. Er áætlað mannfall um 100,000 af Bretum en 200,000 þjóðverja; hinir síðarnefndu kváðust hafa tekið 45,000 fanga og 600 byssur og ógrynni vista og vopna; en bandamenn segjast munu hafa tekið enn þá fleiri fanga af hin- um. Það þ<>tti kynlegt að skothríð dundi á Parísarborg á laugar- daginn með vissu millibili—hér um bil 15 mínútna—og varð hvert skot 10 manns að bana og særðust 15 að meðaltali. Ein- kennilegt þótti þetta sökum þess að þjóðverjar voru hvergi nær borginni en 62 mílur; héldu menn fyrst að skothríðin kæmi ofan úr loftinu en síðar vitnaðist að það var ekki. Fullyrða bandamenn að þjóðverjar hafi fundið upp byssu sem flytji yfir 70 mílur, sem er álíka langt og frá Winni- peg til Riverton. Er þetta af- ar ótrúlegt, en talið áreiðanlegt. Keisarinn stjórnar sjálfur liði sínu í þessu áhlaupi, og talar hann nú digurlega um sigur- vinningar sínar. Þegar síðast fréttist hafði tekist að stöðva þjóðverja og vonast bandamenn til að þeim verði ekki frekar ágengt í bráð- ina. Segja ensku blöðin að á- hlaup j>eirra hafi flest veriö þannig að þeir hafi unnið i byrj- un en minna hafi orðið úr jægar til lengdar lét, og svo muni verða nú. Þótt þetta væri óvænt og það sé i fyrsta skifti sem þjóðverjar hafa brotist gegn um vígstöðvar Breta þar sem þeir höföu búið vel uin sig, þá telja bandamenn sér sigur vissan um síðir og láta ekki hugfallast. Lloyd George forsætisráðherra Breta, og Wil- son Bandaríkja forseti, sendi skeyti til hershöfðingja sinna og lýsa yfir fullu trausti sínu á þeim. Þótt þessar fréttir séu nokk- urn veginn staðfestar þá eru þær samt óljósar og ónákvæmar, sér- staklega að því er mannfallið snertir. Auk þess eru þær fréttir að Japanar eru að búast til þess að fara í stríðið á þann hátt að taka einhvern hluta Síberiu til þess að varna því að hún falli í hend- ur þjóðverjum; lítur því út fyrir að Japanar verði komnir í stríð- ið með bandamönnum þegar minst varir. Aftur á móti er út- litið ískyggilegt að því er Hol- lendinga snertir Bandamenn hafa tekið í sínar þarfir allmörg af skipum þeirra, en þeir mót- mæla þeim tilteknum og hafa í heitingum að slíta hlutleysis sambandi við þá. Má vera að svo verði miðlað málum að ekki komj til þess, enda færi það betur. Islendingadagurinn Fundur var haldinn í Good- templarahúsinu á þriðjudags- kveldið 19. þ.m. Reikningar frá fyrra ári lagðir fram og samþykt ir, og hafði sjóðurinn aukist yfir $100. Þessir voru kosnir nýir í nefnd- ina: Ungfrú Steinun Stefánsson Dr. Magnús Halldórsson B. L. Baldwinson Dr. B. J. Brandson Björgvin Stefánsson, og S. B. D. Stephansson. f nefndinni frá fyrra ári eru þessir: Árni Anderson Arngrímur Johnson Einar P. Jónsson Thorður Johnson Hannes Pétursson Friðrik Sveinsson Auk þess skipa nefndina rit- stjórar blaðanna: Jón J. Bíldfell O. T. Johnson, og Sig. Júl. Jóhannesson Endurskoðunarmenn reikninga voru kosnir Ásm. P. Jóhannsson og J. J. Swanson, en heiðursfor-1 seti Vilhjálmur Stefánsson. Lagt var til að breyta degin- um og halda hátíðina 17. júní, en: það var felt. Einnig var lagt til að skora á íslendinga heima að fast ákveða vissan þjóðhátíðardag, en það var sömuleiðis felt. Nefndin sem safna átti gögn- um til stuðnings við samning sögu dagsins hafði lítið gjört og var henni falið að halda áfram. BITAR á fslendingadags fundinum síðasta var efast um það af ein- hverjum að heppilegt væri að halda þjóðminningardag í sumar. Þá sagði Hjálmar Gíslason þessa gullvægu setningu: “Að íslend- ingar efist um hvort þeir eigi að halda þjóðminningardag eða ekki, er alveg það sama og ef kristnir menn væru ekki vissir um hvort jæir ættu að halda helgan jóladaginn.” Heimskringla segir að í einni deild Manitobastjórnarinnar hafi eftirlit með vissu verki kostað $19,000 en verkið sjálft ekki nema $15,000. Þetta minnir mann á gömlu konuna hans Mark Twain’s sem eyddi tíu eldspýtum til Jiess að leyta að einni eld- spýtu. Járnbrautafélögin setja upp vöruflutningsgjöld; ’ stórkaup- menn jafna j>að með þvi að setja upp vöruna til smákaupmanna; smákaupmenn jafna það með því að setja vöruna enn meira upp til fólksins sem í þessu til- felli eins og altaf, borgar allan brúsann. Heimskringla minnir menn á að hægt sé að innheimta með lög- um áskriftargjald, jafnvel þótt blaðið sé aldrei pantað—Þið skiljið “landar” góðir. Lögberg segir a,ð sá sem ekki sé með einhverju, hann sé á móti j>ví. Þetta er bókstaflega satt, og þessvegna veit fólkið að Lög- berg er á móti frjálslynda flokkn- um síðan það hætti að vera með honum. Sir Robert Borden segir að Sir Whyte sé svo veikur að hann geti ekki gætt starfa sinna, og þurfi að faraí burtu og vera lengi í burtu sér til heilsubótar. Whyte segir að þetta sé ekki rétt; hann kveðst vera hinn hressasti og geta gegnt öllum störfum. Telegram er svo ó- sanngjarnt að það álítur að Whyte muni vita eins vel um þetta og Borden. 3Bcíónt Ef þeir af seljendum Jóns Sig- urössonar- og Gullfoss-mynd- anna, í Saskatchewan, sem eigi hafá ennþá endursent þær mynd- ir, sem þeir kynnu að hafa óseld- ar, vildu senda mér þær sem fyrst, þá gjörðu þeir mér greiða. Þar að upplagið var mjög lítið, er önnur þeirra mynda gengin til þuröar hjá mér, og aðeins fáein eintök eftir af hinni. þorsteinn þ. þorsteinsson 732 McGee St., Winnipeg Nýr Prestur. Fyrir skömmu var séra Hall- dór Jónsson vigður til prests í austur hluta Vatnabygðanna í Saskatchewan. Halldór er gáf- aður maður og vel gefinn eins og hann á kyn til, þar sem hann er bræðrungur við E. Benediktsson skáld, og náfrændi Símonar Dala- skálds. Hann er ritfær maður vel og ágætlega skáldmæltur, sjálfstæður i skoðunum og latís við að láta teymastí Séra Halldór hefir barist í gegn um nám þrátt fyrir fátækt og erfiðleika, og unnið fullan sigur. Sagt er að félagslíf á Leslie þar sem hann á heima hafi tekið stórmiklum stakkaskiftum síðan hann settist þar að, og söfnuðir hans séu í uppgangi og blóma. Fyrir rúmri viku kvæntist séra Halldór og gekk að eiga Þóru Jónsdóttur, systur konu Jóns kaupmanns, Olafssonar á Leslie. Má vænta þess að þau eigi fyrir höndum góða framtíð og glæsi- lega þar í bygðinni. Gullfoss. Skeyti frá Árna Eggertssyni segir Gullfoss leggja af stað frá New York 30. þ.m., á laugardag- inn. Farþegar sem með honum vildu fara yrðu aö bregða við tafarlaust, því þeir yrðu að ná til New York áður en hann legg- ur af stað þaöan. Bréf og blöð má senda til Halifax, því hann kemur þar við áður en hann fer alfarinn til íslands. Til Argyle. Sig. Júl. Jóhannesson fer vestur til Argylebygðar á morg- un og verður þar í nokkra daga. Hann heldur ókeypis samkomur á Baldur, Glenboro og Brú, og talar um “Tákn tímanna” Þeg- ar vestur kemur veröur það sím- að um bygðina hvenær samkoma verði á hverjum staðnum fyrir sig. Ur bænum. B. B. Olson frá Gimli var á ferð í bænum í gær. Sagt er að sonur Guðna Thor- steinssonar, póstmeistara á Gim- li sé hættulega veikur; hafði hann orðið fyrir gasi í orustu á Frakklandi. Þorarinn Kjaltdal frá Lang- ruth er kominn til Canada aftur úr stríðinu. Hann misti hægri fótinn um hnéð. Guðmundur Gíslason trésmið- ur, er nýlega kominn utan frá Sinclairbygð. Notaði ferðina í þarfir Voraldar. -

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.