Voröld


Voröld - 02.04.1918, Síða 1

Voröld - 02.04.1918, Síða 1
! LJOMANDIFALLEGAR SILKIPJOTLUR j t til aS búa til úr rúmábreiöur — í I “Crazy Patchwork.”—Stórt úr- j í val af stórum silki-afklippum, j j hentugar í ábreiður, kodda, sess- i i ur og fl.—Stór “pakki” á 25c, j j fimm fyrir $1. Í PEOPLE’S SPECIALTIES CO. j I Dept. 23. P.O. Box 1836 j i WINNIPEG j Branston Violet-Ray Generators I SkrifiS eftir bæklingi “B” og í verðlista. j Lush-Burke Electric Ltd. j 315 Donald St. Phone Main 5009 j. Winnipeg I. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 2. Apríl, 1918. NOMER 8 Vesturvalla Orustan Heldur Áfram. Sambandsmenn og þjóðverjar berjast uppá líf og dauða. Mannfall ógurlegt hjá báðum hliðum. Enn er barist á Vesturvöllum af hinni mestu grimd. EruÞjóð- verjar búnir að ná þar allmiklu landi, þrátt fyrir frækna vörn Sambandsmanna. Fyrst snéru þjóðverjar sér aöallega þar að, sem Bretar voru fyrir til varnar á vestur-vígstöövunum, en nú upp á síökastið leita þeir þar á sem Frakkar verja og er stefnan til Parísar. Þrátt fyrir þaö, þótt þjóöverj- uin hafi orðið töluvert ágengt, telja þi Sambandsmenn sér sig- urinn vísan, þegar ftl lengdar lætur, og eru vongóðir um úrslit þessa ægilegasta hildarleiks, sem heimurinn hefir þekt. Efnilegur piltur fallinn. óskar Franklín Thorsteinsson. Þann 23. þ. m. kom sú fregn hingað frá hermáladeildinni í Ottawa, að dáinn væri á Frakk- landi af afleiðingum af lofteitri við Lens þann 18. s. m. Oskar Franklin Thorsteinsson. Var þessi harmafregn send til föður hans, sem- býr á Gimli. Var Franklin hinn efnalegasti og bezti drengur, ágætur íþrótta- maður og einkar vinsæll. Fregn- ir voru um það í blöðunum hér afi hann væri hættulega veikur og er sagt frá því tveim dögum áður en andlát hans spurðist. Franklin var fæddur á Gimli, 14. nóv. 1894. Voru foreldrar hans Guðni Þorsteinsson, póst- meistari og verzlunarmaður, ætt- aður úr Rangárvalla sýslu og Vil- borg Árnadflttir kona hans, ætt- uð frá Brunnastöðum á Vatns- leysuströnd í Gullbringusýslu. Fluttust þau hingað vestur árið f annan stað segjast Þjóöverj- ar muni sigra og segjast hafa ennþá margt í fórum sínum, sem Sambandsmönnum muni verða erfitt að yfirstíga. Að aftni föstudagsins langa, hitti sprengikúla, send úr töfra- byssunni ægilegu sem flytur um 76 mílur,—kirkju eina í París og deyddi 54 konur.—75 manns lét- ust alls en 90 særðust. Var fólk þetta við messugjörð, sem hald- in var í kirkjunni. Hefir atvik þetta ollað og vakið óhug og hat- ur í hjörtum Frakka til Þjóð- verja,—ef þar er hægt nokkru við að bæta. 1885. Eins og kunnugt er hefir faðir hans komið mjög við sveita mál þar neðra, var einn af þeim sem mest gekk fyrir því aö fá sveitina löggilta, var lengi í sveitarstjórn, og skólastjórn á Gimli og einn af fyrstu kennur- um þar neðra. Á Gimli ólzt Franklin upp, en fluttist þaðan með móður sinni til Selkirk, er þar hefir búiö um nokkur ár. Útskrifaðist hann þaðan af “High School”, en vist- iðist þar næst hjá Northern Crown bankann hér í bænum. Meðan hann átti hér heima var hann í leikfimisfél. Félkanurn, og þotti með þeim beztu að leik- fimi cg íþróttum. Fyrir fáeinum 'irum síðan var hann .sendur til Sw ift Current, Sask. að útibú tr oankinn stofnaði þar. Og þar átti hann heima unz hann h>r- ritað-'st í herinn. Snemma í febr. mánuöi 1016 innritaðist hann við 209. her- deildira frá Sask. og með henni fór hann til Englands í okr. það haust. Er til Frakklands kom var hann fluttur úr þeirri her- deild í þá 10. og með henni var Iiann cr hann féll. Bróðir á hann í hernum, Vilberg Thorsteinsson er fór með 223. herdeildinni t 1 Frakhlands. Eina alsystir 4 hann á lifi Fanny Thorsteinsson er lengi hefir verið til heimilis hjá Mr. og Mrs. Þorsteini Borg- fjörð hér í bæ. Allir ættingjar og vinir finna sárt til þess missis, er þeir hafa beðið við fráfall hans, og eigi sízt hin aldna móðir. Er þetta annar sonurinn er hún missir nú á rúmu hálfu öðru ári. Hinn, er var eldri og búsettur á fslandi drukknaði fyrir eitthvað 3 miss- irum síðan. Þau sárin svíða og veröa sein aö gróa. Franklin var ástríkur sonur og góður bróðir, er því missinn aö meiri, sem hann var hinn gjörfilegasti og á unga aldri. En þó fallinn og far- inn er hann ætingjunum eigi tap- aður, þeir eiga hann lifandi og dáinn. Og þær minningar flétta sig ávalt um leiöið hans á landi sorgarinnar fyrir handan, að hann reyndist trúr fram í dauða. Og meira fær enginn gjört. Hann vann þann stóra sigur, sem æ verðúr mestur í mannheimi, að hafa svo öll sporin stígið, æfina ent “aö hafa ekki brugðist nein- unV’ R. P. Uppþot í Quebec. Á föstudaginn barst sú frétt út um alt aö um 5,000 manns hefðu gjört aösúg mikinn á fim- tudagskveldið að leynilögreglu- þjónum stjórnarinnar í Quebec- borg. Var sú ástæða nefnd til þessara óspekta, að stjórnar- þjónarnir heföu tekið höndum mann nokkurn fyrir þá sök að hann væri liðhlaupi herskyldu- laganna. Þetta reyndist þó ekki rétt því skjöl geymdi hann heima hjá sér, sem sýndu það og sönnuðu, að honum hafði verið veitt lögleg undanþága frá her- starfi. Var hann þá laus látinn eftir litla stund. Þessum misgripum stjórnar- þjónanna kunnu sumir illa, og þegar þeir hinir sömu, sem sagt er að verið hafi þrír að tölu, komu nokkru seinna til skauta- hrings eins, sem var á námunda við þann stað sem þeir höfðu tekið manninn fastann, og ætl- uðu að taka þá til fanga, ef nokkrir væru sem reyndu að komast undan herskyldunni, réð- ist fólkið að þeim í þúsundatali meö gauragangi miklum. Eltu þá til lögreglustöðvanna, braut þær upp og brömluðu allar, en misþyrmdu mönnum þessum á ýmsan hátt, og er einn þeirra sérstaklega þungt haldinn. Nokkrir af fólkinu slösuðust líka, en ekki stórkostlega. Á laugardaginn kom frétt um áframhaldandi óróa og spellvirki í Quebec. Höfðu upphlaupsmenn á föstudagskveldiö reynt að eyöi- leggja undanþáguskjöl skrásetj- arans í Quebec hermálaumdæm- inu. Uppþotið, segja blöðin. að eigi að þýða mótmæli gegn handtöku þeirra manna sem reyna að koma sér undan herskyldulögunum. Uppþotsmenn eyddu skrif- stofum blaðanna L’Evenement og Cronicle og aðsétustað skrá- setjarans Goebiel, ásamt “Audi- torium” byggingunni. Skaði metinn 30,000 dalir. Oaldarseggirnir sungu þjóð- sönginn “O, Canada” meðan þeir horfðu á byggingarnar brenna. Herlið frá Ontario, sem dvaldi í Quebec, ásamt Quebec her- mönnum, var kallað til hjálpar, og héldu hermenn vörð um stræti borgarinnar meginpart nætur. Mikið af liðs- og stjórnarskjöl- um var eyðilagt og fögnuðu upp- þotsmenn því með gleðiópi. Þungar sakir hafa verið born- ar á lögregluna i Quebec. Er hún grunuð um vöntun á drottinholl- ustu, að reyna eigi meir að halda fólkinu í skefjum. Borgarstjór- inn er byrjaður á rekstri þess máls. Sá heitir H. E. Lavigneur og er þingmaður, og 20 barna faðir. Laugardagsfréttir segja að enginn hafi verið tekinn fast- ur í sambandi við upphlaup þetta Á laugardag hefir ekki heragi verið lögskipaður enn í borginni, þótt hermenn séu þar til varnar. Vonandi fellur þetta í duna logn, svo vandræði hljótast ekki meiri af. Er nóg komið nú þegar, á þessum alvarlegustu tímum Can- ada þjóðarinnar. Getur enginn mælt þessum óspektum bót. En þess ættu stjórnarþjónarnir að gæta að láta aldrei þesskonar misgrip henda sig; sízt þar sem virðist vera jafn vandfariö með eldinn og í Quebec. Mánudagsblöðin flytja þá fregn, að herlög ráði nú yfir Quebec. Er æðsta stjórnin nú í höndum hershöfðingja þess er heitir F. L. Lessard, majór. Eru fundarhöld bönnuð með öllu. Á sunnudagskveldið gusu óeirðirnar upp að nýju, og urðu þrír menn fyrir byssuskotum, og þá voru herlögin sett á. Nú virðist alt orðið nokkurn veginn spakt, að minsta kosti um stundarsakir. En skaðinn, sem uppþotið hefir ollað, er mælt að nemi 150,000 dölum, frá byrj- un þess og fram á mánudags- kveld. Islendingar í Winnipeg. Jóns Bjarnasonar skóli hefir nú senn lokið fimta starfsári sinu. Allan þann tíma hefur fólk 1 Winnipeg lítið verið beðið um peningalegan styrk. Orfáar samkomur hafa veriö haldnar þar sem fóik hefir verið öeðið að borga, en mikiu fleiri sr.m komur hefir skólinn haldið, þar sem ekki einu sinni hafa verið tekin samskot. Með þökkum skal þess getið að frá Winnipeg íslendingum kom, að mestu leyti það fé sem þurfti til þess að kaupa píanó fyrir skólann, og þegar skólinn hefir haft arðber- andi samkomur, hefir aðsókn fólks verið ágæt. Þess skal enn- fremur getið, með þakklæti, að til eru íslendingar í Winnipeg, sem stutt hafa skólann með frá- bæru höfðinglyndi, en þegar alt er talið verður það ofaná, að skólinn hefir ekki, það sem af er, beðið um mikinn peningalegan styrk frá íslenzkum almenningi í Winnipeg. Skólinn vill ekki safna skuld- um, skuldabasl var talinn slæm- ur búskapur á íslandi. Hér í landi héldu sumir að slíkt væri úrelt kenning; en skuldabasl hef- ir komið mörgum fslending á kaldan klakann í Ameríku ekkert síður en á fslandi. Skólinn vill ekki brenna sig á því soði. Hann vill koma fjármálum sínum í gott horf. Og þetta má gjöra með svo léttu móti að undrum sætir, að öllum skyldi ekki sýnast það frá byrjun. Það eru svo margir fslending- ar í Ameríku að ef hver einasti vinnandi maður og kona í hópi þeirra gæfi aöeins einn $1. á ári til skólans væri mikill tekjuaf- gangur á hverju vori. Þetta sýnir hvað má gera með góðum samtökum og hvað undur það er auðvelt. Þannig er ástatt fyrir skólan- um nú að $800 vantar enn sem komið er, til að mæta útgjöldun- um fyrir þetta ár. Ánægjulegra væri fyrir skól- ann og alla Vestur íslendinga að það væri, í skólaárs-lok, $800 í sjóði, heldur en að það væri $800 tekjuhalli. Nú eru fslendingar í Winnipeg beðnir drengilega að hlaupa undir bagga. Ráðgjört er að hópur manna fari um bæinn í þessari viku til\ að taka á móti því sem menn vilja leggja af mörkum til skól- ans. Og, vinir, aðalatriðið er það, að hver einasti maður styðji fyr- irtækið. Enginn má skerast úr leik. Það er meira virði að allir séu með, þó, upphæðirnar frá ein- staklingunum séu litlar en að fáeinir menn gefi stórar upphæð- ir. Allir, sem vinna, ættu að gefa, ekki aðeins bændur heldur allir, yngri og eldri, sem atvinnu hafa. Ungt fólk, sem vinnur og þarf ekki að sjá um neinn nema sjálfan sig, stendur hvað bezt að vigi með að gefa. í Nýja Islandi síðastliðið sum- ar gófu menn frá fáeinum cent- um upp að $20. Á mörgum heimilum gáfu margir, svo að frá sumum þeirra kom ekki minna en $30. Sumstaðar gáfu jafnvel öll ’ börnin. Af góðum hug var gefið og drengilega fórst því fólki. W innipeg-íslendingar g j öra vel í þessu efni, um það efast eg ekki neitt. Eg veit að þarfirnar eru marg- ar “á þessum síðustu og verstu tímum” og því ætlast eg ekki til mikils af hverjum einstökum, en ef allir gjöra sitt bezta, blessast þetta ágætlega. Með fylsta trausti til yðar, Winnipeg-íslendingar, að þér greiðið vel fyrir Jóns Bjarnason- ar skóla í þessari viku, er eg yðar einlægur, Rúnólfur Marteinsson Winnipeg, 2. Ap., 1918. BITAR (Aðsent.) Vor, Vor, VOR! Þótt styrjöldin geysi geyst um heiminn hefir hún þó ekki sigrað vorið ennþá. Jöfnuður og réttlæti friðar- ríkisins tilkomanda, væri líklega fyrir löngu stofnsett á jörð vorri, ef ekki væri sökum þeirrar raun- döpru sannreyndar, að þegar bú- ið er að temja ljónið og það orð- ið meinlaust, þá er lambið orðið að hornóttum hrút, sem stangar alt sem fyrir verður. Vill nokkur kaupa “köttinn”? Vistastjórinn í Canada hlýtur að hafa töfrasprotann forna í hendi sér, sem breytir öllu í gull, sem hann snertir. Eftir því sem ensku blöðin segja, hækkar hver vörutegund í verði, sem hann fjallar um. Nýja viðbitið. Þótt þú eigir enga kú, á né kapal, geit né svín, bezta viðbit býðst þér nú: bræðingur og margarín. Nú, þegar vér eigum að fara að færa klukkur vorar og úr, og nota dagsljósið sem mest og bezt minnumst vér Bakkabræðra meö einlægri aðdáun. Svona gengur það, Adam: “Við skulum ganga út í kvöld, heillin, og heimsækja kunningjana.” Éva: “En, góði minn, eg hefi ekkert til að vera í.” Þessi smellna vísa, eftir J. A. J. L., birtist í síðasta ‘Lögbergi’ um hvíta mannflokkinn á heljar- brautum: “Kænn hann spottar Kínverjinn, kankvis glottir Japi, hæðnis-vott ber Hindúinn, Hottentott og—api.”

x

Voröld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.