Voröld


Voröld - 02.04.1918, Page 2

Voröld - 02.04.1918, Page 2
Bls. 2 VORÖLD Winnipeg, 2. Apríl, 1918. Ritstjóri: Sig. Jól. Jóhannesson Ráösmaöur: Jón G. Hjaltalín Skrifstofa: 482^ Main St., Rialto Block, Winnipeg J! Tvœr stefnur. Eigum vér að halda áfram að vera íslendingar eSa eigum vér aS leggja árar í bát og hverfa? Þessi spurning er á vörum hvers sannarlegs íslendings hér í landi, en svörin eru misjöfn. Þannig má aS orSi kveSa aS íslendingar skiftist hér í tvo flokka í þjóSernismálinu; annar vill kasta frá sér öllu því sem islenzkt er, “hrysta austræna duftiS af fötum sér,” eins og þar segir. ASrir vilja halda dauSahaldi í alt íslenzkt og einangra sig sem mest; KlaSa umhverfis sig nokkurskonar kínamúr til þess aS ensku eSa vesturheimsk áhrifin snerti þá sem minst. Þetta leiSir til öfga og vandræSa á báSar hliSar; annars vegar mynd- ast flokkur sem fær viSbjóS á öllu íslenzku og vinnur leynt og Ijóst, seint og snemma að því aS koma þjóSerni voru hér fyrir kattarnef. Hins vegar myndast annar flokkur sem andstygS fær á öllu ensku og sér ekkert nýtilegt í neinu nema því sem íslenzkt er; sér þaS jafnvel ekki aS nauSsynlegt sé aS læra enska tungu. Af þessu leiSir þaS aS vér eigum fullorSiS íslenzkt fólk sem ekki skilur íslenzkt orS fremur en Kínverji og af því leiSir þ^S einnig aS vér eigum fólk sem ekki getur bjargaS sér meSal enskutalandi manna, þótt þaS sé jafnvel fætt hér í landi. Þetta er hvorttveggja illa fariS; hér þarf málamiSlun og milliveg. AS temja sig ekki aS siSum hérlendra manna; aS læra ekki enska tungu, er ekki einungis heimskulegt, heldur einnig stórkostlega skaðlegt. Enska tungan er þeim sem þér búa sama sem penninn er skrifaranum, fæturnir göngumanni eða hendurnar ræSaranum. Vér verSum að nema enska tungu vel og trúlega til þess aS geta neytt krafta vorra hér í landi. En að kasta fyrir borð hinu íslenzka máli og hinum íslenzku þjóðareinkennum vorum, það væri bæöi synd og vanvirSa. Samt sem áSur er skoðun vor enn sú sama og áður aS því leyti aS vér teljum mál vort betur komið í ríki dauðans og al- gerSar gleymsku en að þaS lifi eSa hjari við aSra eins misþyrm- ingu og oft á sér stað. Nýlega var haldinn fundur til þess aS kjósa fslendinga- dagsnefnd í Winnipeg. Þar kom fyrir tvent lærdómsríkt meðal annars. Þegar fundurinn hófst var útbýtt meðal fundar- manna reikningi er sýndi tekjur og gjöld hátíðarinnar. Á þessum reikningi var meSal annars: Útborgað til 0. S. Thorgeirssonar fyrir kött (cut). Nú var það á allra vitund að enginn köttur hafði verið keyptur af 0. S. Thorgeirssyni, en samt sem áSur þótti þetta ekkert at- hugavert. Vesturíslenzkt eyra er orSiS svo vanið við þessi orðatiltæki aS þau særa ekki. Sé nú þetta atriði rakiS til mergjar og þýðing þess skýrS, þá er hér um alvarlegt atriði aS ræða. f Islendingadagsnefnd- ina eru kosnir menn sem ant láta sér um íslenzka tungu og íslenzkt þjóðerni—að minsta kosti ætti það svo að vera, þvi hitt væri sama að kjósa þann í slíka nefnd sem léti sér mál vort liggja í léttu rúmi, eins og aS fá mann til þess aS prédika í kristinni kirkju sem væri alþektur afneitandi kristinna kenn- inga. Vér göngum þess vegna út frá því að í íslendingadags- nefndinni séu þeir einir sem innilega láta sér ant um tungu vora . og þjóSerni, og menn sem séu heldur betur að sér í máli voru en í meðallagi. En þegar það kemur svo fram í reikningum þessara manna vandlega yfirförnum og eins vel úr garði gerðum og þeim er unt, að þar er talaS u m“kött” í þeirri merkingu sem á var bent, þá virSist máliö illa komið og því stórhætta búin. Þetta er atriði sem margir gjöra ekkert annað en hlæja að, en það er miklu fremur sorgarefni en aðhláturs fyrir alla sanna íslendinga. Hitt atrisið sem fram kom á fundinum var gagnstæðs eðlis. f síðasta blaði Voraldar var þess getið að Hjálmar Gísla-' son hefði sagt aö það væri sama aS efast um að vér ættum að halda fslendingadag eins og að kristnir menn efuðust um hvort þeir ættu að halda helgan jóladaginn. Þetta er spakmæli, ekki einungis fyrir sakir þess mikla vits sem það lýsir, heldur einnig og um fram alt sökum hins mikla alvöruþunga og hinar djúpu einlægni sem á bak við það er. Hér kemur fram auðsjáanlega fram sannur fslendingur; maöur sem er með lífi og sál starfandi og hugsandi sem ís- lendingur. Þess mætti geta í sambandi við þetta að þegar til kosninga kom nási sá ekki kosningu sem jafn vel og einlæglega kom fram og hér hefir verið skýrt. Þess hefði þó mátt vænta að eftir framkomu Hjálmars á fundinum hefði hver eínasti íslendingur greitt honum atkvæði sitt. Þetta þykja ef til vill smámunir, en því fer fjarri að svo sé; það eru stórvægileg atriöi sem sýna glögglega hversu grunt þjóöræknisræturnar liggja í hinum andlega jarðvegi sumra vor og^hversu djúpar og trúar þær eru hjá öSrum. En hvað sem þessu líður verðum vér aS láta hendur standa fram úr ermum; vér megum ekki láta það spyrjast aS vér höld- um áfram aS vera afskiftalausir um þjóðmál þess fósturlands vors og þeirrar þjóðar sem þaS byggir — þeirrar þjóðar sem vér erum og eigum aS vera partur af. Vér verðum að nema til fullnustu og sem fyrst enska tungu ef vér ætlum oss ekki að verSa framvegis einungis ferða- menn í framandi landi. Vér verðum að vinna að málum þessa lands í sameining við aðra, og helzt reyna að skara þar fram úr. En vér megum ekki skapa oss þá óheillagrýlu að til þess verðum vér að kasta frá oss öllu íslenzku. Nei, þvi fer fjárri. Vér eigum að hafa íslenzku lyndiseinkennin, íslenzka staðfestu og íslenzkt þrek til þess aö ryðja oss brautir hér í samkepninni, og vér eigum aS reyna í lengstu lög og af fremsta megni að halda við þeirri gróSarmold sem framleitt hefir flestar og fegurstar bjarkir í skógi hins íslenzka lífs—þaö er “Ástkæra, ylhýra málið” og “guðsröddin í orðum skáldanna.” ÞaS eru ljóöin sem um fram alt annað halda við sálarlífinu og vekja til hugsunar og framkvæmda. f þessu sambandi leyfum vér oss að taka upp örstuttan kafla úr fyrirlestri eftir Jón Jónsson sagnfræöing: “Þá vofir yfir mestur voðinn þegar ættjarðarástin og þjóöernis tilfinningin eru farnar að kulna út í hjörtunum, og tómlæti og ræktarleysi kemur í þeirra stað. ÞaS eru í sann- leika viösjárverö umskifti. Þegar svo er komið þá leikur í raun og veru öll velferðarvon þjóöarinnar á því einu að ein- hver maður rísi upp á meðal hennar er sé þess megnugur að rífa hana pr tómlætis mókinu og kveykja hjá henni nýjar til- finningar um nýtt líf. Þegar Israelslýður tók að villast forð- um daga út af sinni réttu braut, og reikaöi um í villu og andvaraleysi, þá vöktust jafnan upp hjá honum spámenn sem leiddu þjóðina aftur inn á réttar brautir. Svo hefir oss öllum veriS kent. En það er víöar en hjá IsraelslýS að forsjónin hefir séö aumur á andvaralausri kynslóS og vakiS upp spámenn til þess að framkvæma sinn vilja, eftir hverrar þjóðar eSli og ásigkomulagi. Þessir spámenn eru skáldin—skáldin “af guös náS” Þau eru eins og hrópandans rödd í eyðimörkinni hjá tómlátri og andvaralausri kýnslóð. Þau eru eldstólpinn sem lýsir þjóöinni og vísar henni veg. Þau laða og teygja með blíðmælum, þau vekja og örfa með snjaliróm i sigursöngvum, þau hrópa og hvetja til framsóknar meS karlmannlegum djörf- ungarorðum—og þá er vel ef þjóöin lætur á endanum skipast við orð þeirra, og festir þau sér í minni. Skáldin “af guðs náö” eru því einhver hin mesta happasending, sem þjóöunum getur hlotna,st af forsjónarinnar hendi.” Þeir eru'til vor á meðal sem vilja útiloka IjóS og skáldskap frá blöðum og tímaritum, en slíkt er vanhugsaö. Ef vér ætl- um oss að halda við máli voru og þjóöerni, þá glæðum ljóðalist- ina sem mest. Enginn getur reiknaö þaö meö tölum né lýst því meS orSum hversu mikil áhrif Stephan G. Stephánsson hefir haft á viðhald þjóðernis vors og tungu vorrar meS ljóðum sínum. Hefði hann sagt öll sömu orðin í óbundnu máli, sem hann hefir $agt í ljóöum, þá væru áhrifin margfalt minni. Þær tvær stefnur sem vér mintumst á í upphafi—eyði- leggingarstefnan og einangrunarstefnan eru báSar óhollar— þurfa báðar að kveöast niSur. Vér þurfum helzt aS stofna alsherjar fslendinga félag er taki yfir alla Ameríku, til þess að halda við þjóðerni voru og hvetja jafnframt til þess aS hin mesta yækt sé lögð við aS nema enska tungu. Vér þurfum að hvetja til vandaörar Ijóðagerðar sem yrki íslenzkan yl, íslenzkan kjark og kraft, íslenzkt dreng- lyndi og íslenzka heilbrigði inn í sál og huga sérhvers manns og sérhverrar konu, og vér þurfum að gera útlægan úr málinu “köttinn” sem heiðraði sig í íslendingadags reikningnum og alla óskapnaði sem eru \ ætt við hann. Og vér megum aldrei efast um skyldu vora aS halda þjóSminningardag fremur en kristnir menn mega efast um aS þeir eigi aö halda jól. lj{ {ji ijj Mishermi. Blöðin flytja þá frétt í síðustu viku að verið sé að sam- þykkja atkvæðisrétt kvenna hér í Canada; Bordenstjórnin ætli að veita konum ætkvæðisrétt í sambandsmálum, aö vissu leyti. Þetta er rétt. En sum þeirra bæta því viö aS konur hafi ekki haft atkvæöisrétt áður nema í fylkiskosningum. Þetta er rangt, að því er sum fylkin snertir, og þar á meöal Manitoba. Stjórnarskrá landsins ákveöur aö við sambandskosningar gildi þær sömu kjörskrár sem notaöar séu viS fylkiskosningar, séu þær ekki eldri ^n ársgamlar. Alt fólk sem hér hefir rétt til fylkisatkvæða hefir þaS' því einnig þegar um sambandið er að ræða. Nú vill svo til að hér í Manitoba höfðu konur atkvæSisrétt samkvæmt kjörskránni og samkvæmt stjórftarskránni; atkvæð- isrétt, ekki einungis i fylkiskosningum, heldur einnig til sam- bandskosninga. En Bordenstjórnin svifti þær þessum rétti fyrir síðustu kosningar; tók aftur af þeim atkvæSisréttinn þegar þær höfðu nýlega fengið hann. Og fylkisstjórnin í Manitoba lét þetta askiftalaust; hún leið það mótmælalaust að konurnar væru sviftar þeim rétti sem þær höfðu barist fyrir i tugi ára; sviftar honum í fyrsta skifti sem þær ætluðu aS neyta hans. Manitobastjórnin vanrækti ]>ar þá varnar- og réttlætis- skyldu sem hún ber gagnvart þeim sem trúðu henni fyrir mál- um sínum. Og atkvæðin voru ekki tekin af Manitobakonunum til þess að vinna stríðið. Hefðu aðeins þýzkar konur og austurrískar verið sviftar atkvæSum þá hefði þjóöin trúaS því aö þaö væri í sambandi við stríðiS. En slíkt var ekki; atkvæöin voru blátt áfram tekin af öll- um konum hvaSa þjóðar sem þær voru, og síðan voru sérstakar reglur geröar til þess að veita atkvæði aftur vissum flokki kvenna. t>etta er nauBsynlegt að skýra sökum þess aS þaS er sögu- legur sannleikur sem blöðin virðast vilja raska til þess að þaS gleymist hvernig að var farið. Konur í þeim fylkjum þar sem þær höf ðu ekki fengið atkvæöisrétt áöur verða því að sjálfsögðu glaðar við þau tíðindi að þær séu nú að fá hann, en Manitoba- konurnar hljóta að skoða það sem nokkuS er frá þeim hafi veriö tekið og skilað síðan aftur. 4ji ijJ tjl FÖSTUDAGURINN LANGI, 1914 Eftir Guðmund Friðjónsson Snjór yfir öllu landinu, hvar sem augað lítur!—slétt af gróf- ím og giljum, ávalt ofan af brött- um ásum, djúpfenni stórfenni. harðfenni. Snjónum hafði kingt niður síö- an á bóndadaginn. Þorri tví- dægraði látlaust í trygli sípum. Og Góa lagði saman mjaltirnar dag og nótt i sinu trogi. Ein- mánuSur gerði alt að ólekju— hann hleypti i gadd Þorraslydd- unni og krepju Góunnar, geröi skeljarfönn, en ekki hjarn. Og nú varð skíðafæri í bygðum og ó- bygöum. Sunnannepja næðir um fönn- ina með renningsskríði. Him- ininn er heiöur og skín sól í nón- staö. Ofbirta er á snj óbreiðunni, svo aS beru auga verður geigur í sj áaldri. En geislarnir eru kald- ir—eins og þeir væru nýrisnir af sjúkrabeði í frystihúsi dauðans. Snjóhvítar skýslæður hnökra sig á vesturloftinu, nálægt sól- inni. Fjarlægur stormur þæfir þessa hnökkra í heiðríkjuna og slær á þá eldrauöum bjarma, sól- armegin. Eg er gleraugnalaus og hlifi augunum vis snjóbirtunni með þeim hætti aS eg kipra saman umgjörö augnanna á víxl og geng eineygöur móti stormi og skini. Sveljan næðir um mig og kemst inn á mig, þar sem landvarnir klæðnaSarins eru miður gerðar en skyldi. Mér finst þó ekki til um næðinginn—Það fylgir lífinu að kenna til. “Og heldur vil eg kenna til og lifa,” segir skáldið—, “en liggja eins og leggur uppi í vörðu.” Eg er á ferð úr kaupstaðnum, suSur frá Kaldbak, og verður mér litiö suður á Skarðháls. Þar eru vörðurnar fentar í kaf, orön- ar úti. Hvergi sér á dökkan díl, nema svarðarhlaSana sem standa á melnum, fram með brautinni. En þéir eru nú að'baki mínu. Snögglega bregður fyrir dökk- um hnoöra, þar sem sólskinið glóir fram undan á flatneskjunni Hvaða hnoöri getur þetta ver- ið? Hver einasta lyngtætla er lögð í læðing snævarins. Mjöllin hefir drepið f Dróma hvert laufblað og mosató. Gaddurinn hefir felt Gleipni sinn á hvern dökkan díl þúfna- holtanna og mosavaxinna hæða. Getur þetta verið snjótitling- ur, sem hoppar og skoppar á fönninni ? HvaB er hann að gera þarna á bjargleysunni? Hann hefir enga agnarögn aö tína í sarp sinn þarna. Þetta hnyðrildi flöktir undan kulinu, sem ég sæki móti. Við færumst hvort öðru nær og nær. Fönnin ískrar undir skíðum mínum i hverju spori og marrar ámátlega. RenningsskriS fylgir storminum, og þá ganga skíðin af nauSung. HnySrildiS viröist fjúka með rennidrifinu. Það kemur í námunda. Stundum hoppar það upp eins og laufblað í vindi. Stundum staðnæmist það. Svo lyftist það á ný og skoppar skeiöiö til mín. Og nú sé eg, hvað þetta er. Það er mús.---------- Hvaðan kemur þú, vesalingur? Beint úr sólargeislanum, eins og þú sást mælti hún og sagði þó ekkert. Já, eg sá það. Eg sé, hvaðan þú komst. Þú komst úr sól- skins áttinni—úr sólargeislanum, sem nú er orðinn ósjálfstæður og valdlaus í sínu “sjálfstæða fullveldi.”— Nú ert þú, glóandi geisli, gjall- kaldur og líflaus. Hver eru nú ríkisréttindi þín? Þau eru öll brotin á bak aftur á fannbreiðunni. Þú ert ekki fullvalda—þú ert háður. Aumingja hungraða mýsla ! Þú ert farflótta, landflótta, ljós- flótta. Þú flýrð undan sólar- geislanum, sem dansar nú á fönn- inni með feigðarfálmi. Vesalings berfætla! Allir hafa nú gleymt þér: guð, sólin og jörð- in. En þú hefir ekki gleymt jörð- inni, þó*að hún sé hulin og inn- ýfli hennar læst fyrir þér meö mittisdjúpri fönn á jafnsléttunni. Eg sé, hvert þú stefnir. Þú ferö sjánhendingu á svarðar- hlaðann—eina markið, sem er sýnilegt um jarðveg og rnold. Þú hyggur, að þar sé unt að hola sér niður undir jökulskýlu jarðarinnar. Verði þér að von þinni og trú. Eg staðnæmist, þegar eg mæti þessu ferfætta barni jarSarinnar. Og músin nemur staðar. Hún horfir á mig, skjálfandi af hræðs- lu, hungri og kulda. Buxnaskálmin flaskar um mjóalegg minn og gúlpar í gol- unni. k Músin mænir upp í misfelluna. Langar þig, einstæSingur, inn í milli fatanna? Hún hniprar sig á snjónum, situr á eftri fótunum og annarri framlöppinni. Annarri heldur hún á lofti, eins og hún vilji orna sér, teygir trýniö fram og leggur eyrun aftur. Nú færi eg stafinn til og vil gera holu í snjóinn, handa mús- inni til afdreps. Þá hræðist hún veldissprota minn og leggur á flótta. Hún hleypur beint á svarðar- hlaðann og hverfur í renninginn. Eg ræ á skíðunum fram í bruna gráðið og læt fjölina fljóta frá músarmótinu. “ En kalinn á hjarta þaðan slapp eg.” Eg sé dökka þústu standa upp úr snjó og renningi langt í burtu. Það er bærinn minn, nærri því fentur.—þangaö er nú förinni heitið. Þar er ekki að tómum kofum aö venda—ekki alveg. Og ]>ó finst mér þessi ganga mín vera þunglamaþramm á hel- vegi. Eg geng meS símastaurunum, því akbrautin er öll í kafi. Málm- strengirnir ymja í frostbitrunni. 0g á hverri símastöð kveður við sama fréttin: Jarðbönn — hey- skortur—fjárfellir fyrir dyrum —og: kosningar til alþingis á morgun.

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.