Voröld - 09.04.1918, Blaðsíða 2
Bls. 2
VORÖLD
Winnipeg, 9. apríl, 1918.
D D
Ritstjóri:
Sig. Júl. Jóhannesson
RáSsmaöur: Jón G. Hjaltalín
Skrifstofa: 4821/2 Main St., Rialto Block, Winnipeg
Blóðtaka.
í gamla daga héldu menn að blóötaka væri bót allra meina.
Fengi einhver höfuSverk, þurfti ekki annaö en a5 taka honum
blóS; hefsi einhver lungnabólgu þá var blóötaka sjálfsögö, og
til þess var jafnvel gripiö aö taka mönnum blóö ef þeir bein-
brotnuöu eöa fóru úr liði.
Nú er hlegið að allri blóðtöku í þessum skilningi; nútíðar
læknar taka aldrei blóð—þeir kalla það skottulækningar og
heimsku.
Samt sem áður er ekki því að neita að blóðtaka er í ór-
fáum sjúkdómstilfellum góð og skynsamleg aöferð—en hún er
eins og alt annað í því efni aö hún á ekki viö öllu eins og gömlu
læknarnir héldu; hún læknar t.d. ekki beinbrot, og hún græðir
ekki sár.—Hún á við einungis í örfáum tilfellum.
Oss dettur í hug blóðtöku farganið gamla í sambandi við
það sem nú er aö gerast hjá þjóð vorri.
Það sem gjört er við einstaklinginn, það má einnig gjöra
við þjóðina; þá aðferð sem höfð er við líkama vom hvers út af
fyrir sig má einnig hafa við þjóðlíkamann í stærri stíl—í sumum
efnum að minsta kosti.
Þjóölíkaminn í landi voru þjáist nú sem stendur af ýmsum
þrautum og hættulegum sjúkdómum. Þjóðin hefir höfuðverk
af áhyggju fyrir sínu daglega brauði; hún er hjartasjúk eins
og góð móðir af missi barna sinna; hún er beinbrotin og limlest
af heljartökum þjóðverja og hún þjáist af mörgu fleira.
Og það einkennilega er að nú á þessum tímum upplýsing-
arinnar virðast “læknar” þjóðarinnar trúa aðallega á “blóðtöku”
Einn er þó munur á blóötöku aöferð vorra daga og þeirri
sem áður tíðkaðist. í gamla daga var skorið eða höggvið á
æð þegar veiki bar aö höndum jafnt hver sem í hlut átti—
alveg eins var í því tilliti farið með ríkan sem fátækan, vold-
ugan sem vésælan.
Nú er þessu breytt; nú á blóðtakan aðeins við alþýðuna
en ekki hina voldugu og aúðugu.
Þegar þjóðlíkaminn er í hættu fyrir matarskorti og þarf að
spara, þá er tekið blóð á þann hátt að mylnueigendum—auð-
félögum—er leyft aö hafa ódýrt hrat til brauðgeröar saman við
hveitið, í stað hins góða og óblandaða hveitis.
Vér sögðum “ódýrt” Það er að segja ódýrt fyrir auðfél-
ögin — mylnufélögin — þau mega hafa hrat saman við það
sem þau selja, og hratið er ódýrt fyrir þau, en það er ekki
ódýrt fyrir þá sem það kaupa. Það er selt fyrir sama verð og
hveitið. Það er nokkúrskonar einkaleyfi eða vernd sem auð-
félögin hafa hlotið í þessu sambandi til þess að selja verri vöru
fyrir jafnt verð—það er blóðtaka á þjóðina; á alþýðuna; á fólk-
ið yfir höfuð.
Þegar þjóðin þjáist af þreytu undir útgjaldabyrðinni, þá
er járnbrautafélögum landsins leyft að bæta 15 centum við
hvern dal sem þeim sjálfum er borgaður fyrir flutningsgjald
á öllu dauðu og lifandi—munum, mönnum og skepnum.
í stað þess aö láta miljónafélög landsins, sem allan sinn
auð hafa tekið frá fólkinu, leggja hönd á plóginn og bera nokk-
urn hluta byrðarinnar, er þeim leyft að þyngja byrði fólksins
og ofþyngja kröftum þess.
Þetta er blóðtaka á þjóðarlíkamann, miklu verri blóðtaka
en sú sem skottulæknarnir gömlu viðhöfðu á dógum fávizk-
unnar.
Nýlega kom fram tillaga í sambandsþinginu í Ottawa að
afnema alla tolla af akuryrkju verkfærum. Tillöguna flutti
Dr. Clark, þingmaður frá Red- Deer í Alberta. Á móti þessari
tillögu mælti maður sem Cockshutt heitir, einn allra fremsti
auðvaldsfulltrúinn í Austur Canada. Hann kvaðst vona að
Unionstjórnin gerði sig ekk seka í neinni slíkri heimsku, sem
þeirri að lækka tolla á framleiðslu áhöldum landsins. “Mér
skildist svo,” sagði hann “að það hefðu verið sérstakir ákveðnir
samningar við stjórnina, “fyrir kosningarnar” að ekki skyldi
hreift við neinu þessháttar máli á þinginu.”
Þarna fór kötturinn út úr pokanum. Einn hinna ákveðn-
ustu stuðningsmanna Bordenstjórnarinnar lýsir því yfir á þingi
þjóðarinnar að auðfélögin munu hafa gert leynissamning við
stjórnina fyrir kosningar um það að hreifa ekki þeim málum
sem bættu hag bænda og gerðu þeim framleiösluna auðveldari.
Sjálf stjórn landsins—eftir þessu að dæma—hefir samið
um það þegar hún var að leita fylgis eins sterkasta auðfélags-
ins í landinu fyrir kosningarnar að hún skyldi taka saman
höndum við þetta auðfélag til þess að halda áfram að taka
þjóðinni blóð.
Og svona mætti lengi telja. Munurinn á blóðtökunni í
gamla daga og þeirri sem nú tíðkast er sá að áöur fyr var
blóðtakan viðhöfð af fávizku þegar hún átti ekki við. Nú er
hún framkvæmd—eða réttara sagt, framin—af illum hvötum.
Nú er hún framin til þess að ala óargadýr — auðfélögin — á
hjartablóði hinna vinnandi og framleiðandi borgara þjóðar-
innar. í gamla daga tóku sj úklingarnir því með þögn og þolin-
mæði að þeim væri tekið blóð; þeir vissu ekki annað en að það
væri þeim til góðs—þeir þoldu það og liðu í fávizku sinni.
Nú mundi sá sjúklingur sem annars væri með fullu ráði
reka þann lækni á dyr, eða láta gera það, sem ætlaði að taka
honum blóð við beinbroti En þessari nýmóöins blóðtöku hafa
' menn ekki dáð í sér til aö mótmæla. Þeir halda blóðæöum
sínum sem berustum og varnarláusustum fyrír hinum glæpa-
fullu pólitísku skottlæknum á meðan þeir eru að leggja við þær
blóðsugurnar hverja á fætur annari.
Hvenær skyldi hin sjúka þjóð læra það og skilja að hér er
um banvæna blóðtöku að ræða. ?
444 yi yi
Fyrir luktum dyrum.
Það er siður í öllufn löndum hins mentaða heims að láta
réttarfærslu fara fram í áheyrn allra sem á vilja hlýða og horfa.
Það er talin hættuleg aöferð að rannsökuð séu mál manna
fyrir luktum dyrum.
Það er alment álitið að þegar dómarar neiti alþýðu um
það að mega hlusta á rök sem færð eru með eða móti vissum
málum, þá sé um eitthvað óhreint aö ræða.
í gamla daga þegar einveldi og ofbeldi voru aðal einkenni
svokallaðs réttarfars, voru málin oft rannsökuö og afgreidd
fyrir luktum dyrum.
Maður sem tekinn er fastur og kærður um eitthvað sem
hann kveðst vera saklaus af eða þykist hafa afsökun fyrir,
á heimtingu á því að samborgarar hans fái að heyra allar þær
varnir sem hann hefir fram að flytja, og fólkið á siöferðislega
heimting á þvi að þjónar þess—dómararnir—fari ekki í felur
með ‘þau störf sem þeir vinna fyrir þess hönd.
Sama máli er að gegna með þá menn sem kosnir eru í
aðrar opinberar stöður. Þeir eiga að vinna verk sín frammi
fyrir herra sínum—fólkinu.
Oss dettur þetta í hug í sambandi við aðferð þá sem bæjar-
ráðið í Winnipeg hefir gert sig sekt í þráfaldlega að undan-
förnu, samkvæmt ensku blöðunum.
Hvert málið á fætur öðru se mfólkið varöar hefir bæjar-
ráðið haft til meðferðar og rætt þaö fyrir luktum dyrum.
Fólkinu hefir verið bannað að hlusta á það hvernig
fulltrúar þess ræddu þau mál sem því lágu á hjarta.
Fólkið hefir verið rekið í burtu og útilokað úr sínu eigin
húsi af sínum eigin þjóðum.
Og hvernig getur staðið á þessu? Eru nokkur mál til
sem ræða þurfi í bæjarstjórninni þannig vaxin að fólkið megi
ekki hlusta á þau?
Ef svo er, hvaða mál geta það verið, og hversvegna má ekki
fólkið heyra þau?
Er verið að leika einhvern skollaleik á bak við tjöldin sem
fólkið megi ekki sjá? Er veriö að koma einhverju fram sem
fulltrúarnir vilji ekki láta fólkið vita um?
Er verið að bollaleggja einhverja vernd fyrir auðfélög
bæjarins sem stjórnendurnir hræðast að láta fólkið vita?
Er verið að leyna framkomu einstakra manna í bæjar-
ráðinu ?
Verði öllum þessum spurningum svarað neitandi, hver
getur þá ástæðan verið fyrir því að halda fundi fyrir luktum
dyrum? í bæjarráðinu eru ekki rædd nein mál önnur en opin-
ber mál, og þess vegna ættu þau öll að ræðast opinberlega.
Bæjarráðsfundir fyrir luktum dyrum eru í rnesta máta
grunsamir og ættu ekki að líðast í neinu frjálslyndu landi.
(að mestu úr Telegram)
444 yi- yj
Fjarsýni.
“Maður, littu þér nær,
liggur í götunni steinn.”
Stgr. Th.
Blöðin flytja langar greinar með aðfinslur um sambands-
stjórn og fylkisstjórnir—það er að segja þegar þau eru ekki
látin þegja.—En um bæjarstjórnina í Winnipeg er venjulega
lítið sagt. Þar hafa hinir svokölluðu fulltrúar farið sínu fram
ár eftir ár rannsóknarlaust og eftirlits lítið.
Það er eins og bæjarstjórnin sé of nálægt blöðunum til
þess að varpa á hana aðfinslu og rannsóknargeislum sínum.
Einvaldið í stjórn bæjarins er þó að margra útliti ekki
minna en innan hinna stærri pólitísku hringa*.
Og sumir hafa farið svo langt að geta þess til að væri
hreiðrið í bæjarráðshúsinu rannsakað mundi það ekki reynast
miklu hreinna en hin stærri hreiður sem fjær eru.
Hvaö el'tir annaö hafa mál veriö til afgreiðslu þar að undan'
förnu sern j-ess hafa borið ljósan vott að ekki þylcir ráðlegt að
leyfa folkinu frjálsar hendur í sínum eigin máliinn
l'il dæmis hefir f.ö minsta kosti verið reynt nýlega að fá því
framgengt að folkið sjáift fengi að segja álit sitt um mikils-
varðandi mál, en fulltrúarnir hafa neitað því nógu margir til
þess að það væri felt og dauðadæmt.
Það er nauðsynlegt að kveikja ljós alvarlegra rannsókna
og breytinga að þvi er bæjarstjórnina snertir áöur en næstu
kosningar fara fram.
Að voru áliti hafa þeir sem bæjarstjórnina skipa nú ekki
komið þannig fram að þeir verði taldir hlyntir alþýðu manna
—nema aðeins örfáir—og yfir höfuð er þörf á gagngerðri
breytingu í því tilliti.
Fjöldi hinna stærri mála hér í bænum eru þannig vaxinn
að auðvelt væri að haga svo til án nokkurs verulegs aukakostn-
aðar að greitt væri um þau atkvæði um leið og kosið er, með
því að kosningar fara fram á hverju ári.
En beina löggjöfin, þjóðar atkvæðið, er stjórnendum eins
og mannýgu nauti rauð dula.
Það er fjarsýni að beina ekki augum sínum að bæjar-
stjórninni jafnframt því sem fundið er að við sambands- og
fylkisstjórnir.
■ 444 444 444'
Nœstu íylkískosningar.
Nýlega héldu frjálslyndir menn í Winnipeg fund með sér
til þess meðal annars að ræða um næstu fylkiskosningar.
Þar komu fram ýmsar spurningar og þar á meðal þessar:
“Hvernig verður pólitíska afstaðan við næstu kosningar hér í
fylkinu? Hvernig verður flokkaskiftingin ? Hver verður
staða Norris flokksins? Yerður hann viðurkendur sem frjáls-
lyndur eöa ekki? Eru líkur til þess aö þeir sem brugðust
1917 og hluþu undan merkjum reyni að telja fólkinu trú uin
að þeir séu aftur orðnir frjálslyndir, eða jafnvel hafi altaf
verið það, eða hverfa þeir saman við afturhaldsflokkinn í ein-
hverjum bræðingi?
Ef þeir vilja koma aftur, a þá að leyfa þeim inngöngu; á þá
að opna íyrir þeim hinar fornu stöðvar frjálslyndra manna;
fyrirgefa þeim drýgðar syndir og bjóða þá velkomna?
Er hægt að trúa þeim og treysta þótt þeir vilji koma? Er
ekki hætt við að þeir mundu bregðast aftur þegar þeim byöi
svo við að horfa ef þeim væri ekki hegnt nú með því að loka
fyrir þeim því vígi sem þeir af sjálfsdáðun létu flæma sig frá?
Er það ekki hætta fyrir þjóðina að líða mönnum annan
eins pólitískan leik og essir menn léku ? Er það ekki til þess
að halda við svikaleik og óheilnæmi stjórnmálanna?
Er ekki líklegt að menn veigruðu sér við slxku liðhlaupi
síöar ef þeir væru látnir reka sig á í þetta skifti?
Þannig og þvílíkar voru þær spurningar sem fram voru
bornar og var þeim einróma svarað á þá leið að allir þeir sem
fallist heföu í faðmlög viö afturhaldsflokkinn úr liði frjáls-
lyndra manna væru fuglar í hreiðri andstæðinga vorra og ættu
aldrei að eiga afturkvæmt.
Aðeins þeir sem stöðugt stóðu í gegn um allar eldraunir
verði viðurkendir frjálslyndir menn og sama verður að segja
um blöðin.
Hættulegasta spor sem sannfrjálslyndir menn gætu stígið
í framtiðinni væri það að trúa þeim mönnum eða blöðum þegar
til næstu baráttu kemur, sem sviku þá eöa brugðust þeim
síðast.
Eitt er það sem athuga þarf fyrir næstu fylkiskosningar.
Konur hafa hlotið atkvæðisrétt, og þaö væri þeim höfuðskömm
ef þær tækju sig ekki til í tíma og byggju sig á þing.
Að minsta kosti 4—5 konur ættu að sitja hér á þingi eftir
næstu kosningar, minna má það ekki vera; en þær þurfa að
hugsa fyrir því í tíma.
Ikoitungsgcefan.
Slagurinn milli elds og eggja,
Oviljuga hræöan beggja
Rikari þér ef ræna og deila.
Ráðaleysi samt á þitt
Bót i mxili—Ei minstu hitt
Öðlingssæmdum ómaklegt,
Það er höfðings-háttar veila:
Halla, (ef fólk í vald þitt setti)
Öllum þarflaust þjóðarrétti—
Kringt er þér um klaufaspor!
Kóngurinn í Varnarleysu—
Viltu, aö yfir hverja hneisu
Hærra lyftist fáninn vor!
20-l-’18
444 4|4 444
Safnaöarntaóurínn.
Þó aldrei njóta ætti hann síns bezta
Hann uppi sat ei með það lægsta og flásta.
Hann komst ei hjá, að vita og sjá ið versta.
En vildi og reyndi, að bjargast með því skásta.
Á reiknings-degi allra kvikra kinda
Hann kemur fyrir dómstól réttskiftanna:
í heilargleika sárnauðugra synda
Og sakarleysi fúsu hálfverkanna.
15-2-’18
444 444 444
MakRabræöur.
Erum allir, bræður!
Eins til höfða og fóta:
Bölfi einhver okkar,
Allir taka að blóta!
Sömu viljum við í
Vitleysunum eldast—
Ef að einn er geldur,
Allir láta geldast.
28-8-U8
Stephan G. Stephansson.
a
11
111109111! 1111111