Voröld


Voröld - 09.04.1918, Blaðsíða 3

Voröld - 09.04.1918, Blaðsíða 3
Winnipeg, 9. apríl, 1918. VORÖLD Bls. 3 LIF, HUGUR, SAL. Eftir Hermann Jónasson. Eg hefi áöur sagt (Draumar, bls. 161), að eg gæti eigi skiliö, aö maðurinn lifði sem sjálfstæö vera eftir dauöann, þótt eg veröi að trúa því, þegar eg hugsa um sálarlífið, hugskeyti, hugboð, drauma og fleira; því aö viö þær athuganir verður þaö þó enn ó- skiljanlegra, að maöurinn sé eigi sjálfstæð vera eftir dauðann, og standi hér í lífi í meira eða minna sambandi við andlegar verur dá- inna manna. Og til þess aö geta skilið sjálfan mig og reynt að gera mig skiljanlegan fyrir öðr- um, verð eg að hafa þessa skóö- eða trú. Ályktanir mínar un verö eg því að byggja á henni að meira eða minna leyti. En á- lyktanir annara hljóta að verða mismunandi eftir þeim áhrifum er sögn mín hefir á þá. Alt til þess er eg var á 15. ári haföi eg að mestu mína barna- trú. En eftir þaö fór hún á ring- ulreið. Var eg þá oft i kyrþey í allþungu trúargrufli til 18—19 ára aldurs. En þá hafði eg skap- að mér þá trúarskoðun, sem eg hefi að mestu haft óbreytta síð- an, nema hvað ódauðleikatrúin hefir styrkst fyrir athugun á andlegu eðli mínu og annara. Trúarskoðanir verð eg að álíta, að séu jafnbreytilegar og menn- irnir eru, þótt miljónir manna játi hina sömu trú. Eins og engir menn eru nákvæmlega eins, er sennilegt, að hið sama gildi um skoðanir manna, og þær séu jafn mismunandi, þótt um sama hlut eöa hugtak sé að ræða. Samkvæmt ódauöleikatrúnni hlýtur líf, í orðsins vanalegu merkingu, og sál aö vera sitt hvað. Lífið í líkama manna, dýra fyrirsögn þessa kafla: “Líf, hug- ur og sál”. Samt er eg óánægð- ur með orðin, þótt eg finni eigi önnur hagfeldari. Eg hefi þeg- ar gert grein fyrir, hvað eg meina með orðinu “líf”. Með “sál” tákna eg hins vegar hina andlegu og ódauðlegu veru, sem álitið er aö búi í hverjum manni, meðan lífið varir. Á hinn bog- inn meina eg með “hugur” hið si- starfandi afl, er lífskrafturinn knýr fram í sifellu, bæði í vöku og svefni, og eins og tengir sam- an sál og likama. En eigi fæ eg annað skilið en þessi kraftur eða hugurinn sé margþættur, og sök- um þess sé vitundin svo torveld ráðgáta. Skynfærum líkamans er tak- markað rúm og starf þeirra er bundið við liðandi stund. Frá skynfærunum flytjast svo a- hrifin til skynstöðva, er hugur- inn virðist ráða yfir. Hann geymir, mótar, ákveður og dæmir áhrifin, og leiðir þau með orku- streymi eða þá andlegri samkend til sálarinnar. Ætla mætti að hún hafi samstæð skynfæri lík- amanum, nema hvað þau séu andlegs eðlis og því svo erfið við- fangs til rannsóknar. Þó að skynfærin séu tengd við hugstöðvarnar, viröast samt störf þeirra vera bundin við stundaráhrifin. Augað sér t.d. ekki hlutinn, nema meðan hann er fyrir því, en hugurinn getur séð hann eftir mörg ár. hve fjar- lægur sem hann er, eða þótt hann sé liðinn undir lok. En það sem leiðslan eða samkendin flytur til sálarinnar verður hennar eign. Hún mentast þvi og göfgast, ef lífinu er rétt varið. Sennilegt og jurta er svipaðs eðlis. Þar er og, aö sálin geti með orku- á sér stað, í frumlunum, fæðing, ] streymi eða samkend oft hjálpað dauða efnisins, virðist erfitt að skilja annað en að líf í vanalegri merkingu, hugur og sál séu sitt hvað. Eg get heldur eigi skilið ann- að, en að það sé mjög algegnt, að mönnum veitist kostur á að finna, að þeir geti eigi skilið sjálfa sig á annan hátt, en að þeir séu fleirþættir. Ef þeir finna það eigi, þá mun það fyrir athug- unarleysi eða skort á glöggri hugsun. Þrásinnis hefir mér virzt eg verða þessa var, í mann- eðlinu, bæði hjá mér og öðrum. Eg get búist við, að sumir álíti, aö þetta stafi frá dulargáfum. Eigi vil eg bera á móti, að þær eins og nú stendur séu sá leiðar- steinn, er bendir einna glegst á fleirskiftingu mannsins. En eg verð að halda því fram, að eg standi þar litlu framar en al- menningur og langt að baki mörgum. Eg er t.d. eigi skygn eða fjarsýnn í vöku, heyri eigi annarlegar heyrnir og verð eigi var viö fyrirbrigði. Eg tel eigi þótt slíkt geti borið við, því að það getur talist til hins almenna. Bygging mín og heilsa, bæði andleg og líkamleg, fer að öllu sem næst hinu almenna, nema að líkindum heldur í hraustara lagi. Aldrei hefi eg fengið óráð, og verið vel hraustur gagnvart öll- um skynvillum. Að sönnu veit eg, að eg hefi verið berdreym- inn fram yfir hið algenga. En þar sem ábyggilegir draumar stafa oft frá hugskeytum, þá er sennilegt, að eg sé einnig í vöku næmari fyrir þeim en alment gerist. Þó álít eg að meiru ráði, að eg fór, af hendingu, ungur að hugsa um þetta efni, og hefi oft fengið ástæðu til að vakna til um- hugsunar um það. Eg vil þvi reyna að lýsa þrískiftingu manns ins eins og mér hefir virzt eg finna hana næmast, þótt eg eigi örðugt að koma orðum að því, svo að skiljanlegt verði. En bæði eg og .margir aðrir vita dæmi til, að undir sömu atvikum og ástæðum, sem eg var þá, eru lik fyrirbrigði ekki óvanaleg. Tíf og dauði án afláts, unz heildin eða maðurinn, dýrið eða jurtin deyr. Það, sem deyr, gengur annaðhvort samstundis eða smátt og smátt yfir í hina ólíf- rænu náttúru. En svo getur það aftur fyr eða síðar breyzt í efni, sem heyri hinni lifandi náttúru til, og bygt upp jurtir eða líkami manna eðá dýra. Sú frumla eða sá líkami, sem dauður var, getur því aftur lifnaö í sömu mynd eða annari. En þetta er eigi sjálf- stætt líf. Þess vegna er líf mannlíkamans í sjálfu sér eigi meira virði en jurtarinnar að öðru en því, að það er í þjónustu sálarinnar. Væri því sálin dauð- leg, hlyti líf mannsins að vera lít- ilsvirði fyrir einstaklinginn. Eins og áður er sagt, byggi eg á því, að sálin lifi sjálfstæðu lífi eftir dauðann. En þá kemur önnur gátan, sem er litlu léttari viðfangs. En hún er um skift- ingu mannsins. Vér sjáum mennina fæðast, lifa og deyja, en svo dregst hulan yfir eins og þoka. Með lífi á eg því við í fyrir- sögn þessa kafla líkamslifið. Líf- ið, sem vér finnum og skynjum. Um allan heim á öllum öldum hafa menn leitast við að komast fyrir rætur sálarlífsins og reynt að finna örugga tryggingu fyrir hinu andlega ódauðlega lífi sál- arinnar. Má það þó furðu gegna að þessi leit skuli eigi hafa verið enn víðtækari en átt hefir sér stað fram til vorra tíma. En þá er spurningin: Er vitundin ein- þætt eða margþætt? Vér höf- um orðin: vitund, undirvitund, hugur, sál, andi og mörg önnur. Virðist þetta benda til, að skoð- anir séu mjög á reiki í þessu efni. Enda er það eðlilegt, því að margsinnis er svo erfitt að skilja sig og aðra á annan hátt en , að vitundin eða vitundarlífið sé fléttað af mörgum þráðum. Léttast væri að tala um það sem einþætt, en eg get það eigi, því að mér finst það svo gagnstætt hinu rétta. Eg hefi því valið huganum með það, er var gleymt og grafið hjá honum. Og ef sál- in hefir ótakmarkaðra rúm og tíma en hugurinn, sem virðist sennilegt, þá getur hún einnig við sérstök atvik birt huganum það, er hann gat eigi séð eða vit- að á annan hátt, nema þá fyrir utan að komandi leiðslu frá öðr- um verum. Þetta nefnast for- spár, fjarsýnir, skygni, fjar- heyrnir, fyrirboðar, draumspeki o.fl. Það er alþekt, að hugurinn þreytist og þarf hvíldar, svefns eða einhverrar örfunar. Enda eru þá hugstöðvamar, eða fruml- ur þeirra. að mestu útslitnar. En öll líffæri eru háð hnignun og dauða. ^Stundum virðist eins og sálin eigi að ýmsu leyti litla samleið með líkamanum. Að sönnu er hann færi hennar, og viö hann er hún meira eða minna bundin meðan líf hans varir. En hve náið eða víðtækt það samband er, veit enginn, af því svo erfitt er að skilja og rannsaka sálina. En þegar gert er ráð fyrir því, að sálin sé ódauðleg, getur hún eigi elzt né þreyzt, og þarf þvi hvorki svefn né hvild. Þótt sálin virð- ist þreytast, lamast og henni hnigna, þá er það eigi rétt, held- ur eru það þau líffæri, er standa í nánustu sambandi við hana, og því helzt geta flutt oss boð eða skynjanir frá henni. Markmið tilverunnar hlýtur að vera það, að auðga sálina að vizku og göfgi. Þess betur, sem það tekst hér í lifi, á þess hærra stig kemst sálin, og áhrif hennar á hugann fara eftir því. Og eftir að hún skilur við líkamann i dauðanum, verða áhrif hennar einnig góð og farsæl, geti hún þá beitt þeim hér á jörðunni. En eigi hið gagnstæða sér stað, svo að hið illa hafi yfirráðin, verða áhrifin eftir því, bæði hér í lífi og hinum megin. Þegar sú ályktun er dregin, að sjálfstætt líf eigi sér stað eftir Sj úkdómsfyrirbrigði höfundar. Það var tímanlega að vorlagi. Var eg þá um 8þ^ árs. Eg hafði veikst nokkuð skyndilega og lá mjög þungt. Ekkert veit eg eða man, hvaða veiki þetta var. Min- nir að eg lægi um 2 vikur eöa vel það. Eg lá í herbergi, sem var í öðr- um enda baðstofunnar. Þar voru 2 rúm fyrir stafni. Fóst- urforeldrar mínir sváfu í öðru þeirra, en eg var einn í hinu. Þann dag, er veikin komst á hæst stig, mun mér eigi hafa ver- ið hugað líf, einkum þó, er á daginn leið. Eg sá það og heyrði i öllu. Það heyrðist varla nema hljóðskraf í hinni fólksmörgu baðstofu, og eg skyldi ekkert í því, hve daufir menn voru og al- varlegir, þótt þeir teldu vist, að eg ætti ekkert eftir, nema hrökkva upp af. Mér virtist eins og það gerði lítið til, á hvern veg það félli. Nær engir komu til mín nema systir mín, sem var lengstum hjá mér. Hún var fóstra mín, og móðursystir, og kallaði eg hana systur mína. Börnin sem ætíð hnöppuðust svo kát í kringum mig, læddust nú þögul og niðurlút um baðstofuna. Stundum horfðu þau í áttina að rúmi mínu, en þess á milli forð- uðust þau að líta þangað. Það var eins og líkhræðslan hefði þegar gripið þau. Mig langaði til að segja þeim að koma til mín og vera óhræddum. En eg megn- aði hvorki að tala til þeirra, né gefa þeim bendingu. Þannig leið kveldið. Allir háttuðu nema fóstra mín. Hún sat við rúm mitt. Nokkru síðar leggur hún sig í rúm sitt. Vissi hún vel, að hún yrði þess þegar vör, hve lítið, sem á mér bærði. Þetta vár á þeim tíma árs, sem nótt var hálfbjört all-lengi fram- eftir. Eg hafði verið altekinn, og víst þjáðst mikið, en eftir því man eg ekkert eða mjög óljóst. En eftir því, sem leið á þennan dag, minkuðu þrautirnar. Um kveldið voru þær að mestu eða öllu horfnar, nemá eg fann til ó- segjanlega mikillar þreytu og máttleysis. Tilfinningarnar munu og hafa verið að mestu lamaðar. En með því að allar sárar þjáningar voru horfnar, skildi eg ekkert í því, að eg hlyti að deyja. Samt taldi eg það víst. Eg hafði lesið það svo berlega út úr öllum, og fann að ástand mitt var óeðlilegt, og gagnstætt því, sem eg haföi áður þekt. Dauðinn hrygði mig þó hvorki né gladdi. Mér var al- gjörlega sama um hann. Eg var svo jafn tilfinningarlaus fyrir öllu. En nú kemur smátt og smátt sú breyting á, að mér virtust iíkamspartarnir vera að leysast sundur, og eins og allur líkaminn vildi leysast upp og tvístrast út í geiminn. Hörundið veitti þó mótspyrnu. En mér virtist það þó verða að láta svo undan, og þenjast svo t, að eg fyndi til þess Eg fann því glögglega til ummála líkamans, og virtist mér eg stækka svo, að eg varð eins og gildur meðalmaður á vöxt. En þó að hörundið setti líkamanum takmörk, þá virtist mér engu síður einhverja strauma leggja frá mér upp í loftið, eins og eitt- hvað hefði liðið á burtu. Þessir str^umar slitnuðu þó eigi frá líkamanum. Þeir voru fastir við hann allan, og toguðu í hann upp á við, en sterkari voru þeir frá höfðinu og brjóstinu. En eg fann þá leggja frá hverri taug, eða hverjum depli, á yfir- borði hörundsins. Eg lá að mestu á bakinu. Hallaðist að eins örlítið til vinstri handar, og var þaö sú höndin, er framar var í rúminu. Mér varð litið í áttina eftir þessari straumleiðslu, er vildi draga mig með sér. Sá eg þá óljósa þokumynd uppi undir loftinu í herberginu. Hún skírð- ist smátt og smátt, svo að eg sá, að það var mynd min, þótt óljós væri. Var hún í náttúrlegri stærð, og því mun minni að sjá en mér virtist stærð líkamans véra að því sinni. Þessir straumar, ósýnilegu lífs geislar,, segulbönd eða hvað, sem á að nefna það, er lágu frá líkam- anum, fann eg að voru tengdir við myndina, svo að myndin og líkaminn gátu eigi skilist að, nema því aðeins að böndin slitn- uðu. Eg hafði áður séð menn með miklu óráði, svo að <eg þekti til þess. Datt mér þá í hug, að þetta stafaði af því, að eg væri að fá óráðssnert. En þeirri skoð- un varð eg þó að hrinda frá mér, því aö eg var jafn rólegur, og gat hugsað jafn ljóst, og bezt gat átt sér stað hjá mér heilbrigðum. Taldi eg því víst, að eg væri að skilja við, eða um leið og böndin slitnuðu hlyti það að verða. Fann eg þá til örlitils feiginleika yfir því, hve létt og þrautalítið væri að deyja. Var þetta sú eina andleg kend, sem eg fann hreyfa sér hjá mér, þótt mjög óljós væri meiri, og mitt eigið eg fastara bundið við hana, því meira sem hún drógst frá líkamanum. Og þá uröu veggir og loft herbergis- ins alt gagnsætt, eða hvarf sjón- um myndarinnar. Engar undra sjónir eöa ókunnug lönd sá eg þó, heldur að eins yfir það útsýni, er sést í bjartviðri frá bænum Mýri í Bárðardal, sem eg dvaldist þá á. Mér virtist einnig sjón og heyrn næmari, en þó einkum minnið. Alt virtist mér liggja svo ljóst og opið fyrir mér frá því fyrsta. En í hvert sinn varaði þetta svo stutt, að athugunin gat eigi orð- ið nema lítil, sökum hinnar hvíldarlausu togstreitu. Og þeg- ar líkaminn var styrkari, var mitt eigið eg einnig styrkara þar en veikara og óljósara í mynd- inni. Loks varð þó líkaminn yfirsterkari. Myndin drógst smátt og smátt nær og nær, og styttra og styttra frá, og oftar og oftar inn í líkamann, og sett- ist svo að lokum þar að. vona, að eg þessa lífs. vakni framar til Þegar myndin var sezt að í Iíkamanum, varð breyting á mér öllum, þótt hún gengi hægfara. Líkaminn virtist mér dragast smátt og smátt saman, í sína eðlilegu stærð. Máttleysið mink- aöi, svo að eg gat hreyft mig lít- irnir komu í ljós, en þó minni en áður í legunni, sérstaklega frá því, sem þeir voru áður, en mátt- leysið og tilfinningarleysiö fór að færast yfir mig. Eg þóttist vita’, að lífið væri búið að sigra, og hrigði það mig svo mikið, að eg táraðist. Áleit eg, að eg hefði að mesta eða öllu verið bú- inn að ljúka því af að deyja, og við það sætti eg mig svo vel Nokkru síðar sofnaði eg og svaf sæmilega vært til morguns. Sáust þá ljós batamerki. Nú var eigi lengur þögnin og hljöðskrafið. Talað var um, að viö þessu hefðu menn tæplega búist kveldið fyrir. En mér leið illa yfir því, að vera lifandi, enda hafði eg allsárar líkamlegar þjáningar enn. Og svo eru hugsanir barnanna oft undarlegar. Frá þessu samtali leið svo eigi nema fremur stuttur tími, til þess að eg fór að finna votta fyr- ir því, að breyting væri að byrja að færaSt yfir mig. Litlu síðar varð systir mín vör við, að eg hreyfði mig, og talaði hún þá til mín. Gat eg þá sagt henni, en með naumindum þó, að eg væri betri, en þyrfti að fá að sofa. Eg vildi í leyni geta grátið komu lífs- ins. Eg get eigi skilið þetta á ann- an hátt, en að þokumyndin hafi Verið sálin, en segulböndin eða orkustraumarnir tengiliðir milli líkama og sálar. Engum hefi eg fyr sagt frá þessari sögu. En eg man alt svo ljóst og nákvæmt, að þótt það hefði borið að núna, og eg sezt samstundis niður og skrifað þessar línur, þá gátu þær eigi orðið réttari. Eg man þetta enn ljósar fyrir ástand það, sem eg var í. Að sönnu man eg ljóst ýms atriði, er gerðust frá því eg var 5—8 ára, og einstök atriði nokkurn veginn, er báru við áður en eg var þriggja og hálfs árs, eða áður en eg fór að Mýri í Bárðardal. Myndin var á hreyfingu. Bæði sá eg það með augunum, og fann það engu síður af stefnu straumleiðslunnar. Ymist dróg- ust segulböndin svo samah, að myndin drógst niður að líkam- anum eða inn í hann, eða þá að slaknaði á þeim aftur, svo að myndin sveif upp undir loftið í herberginu. En stöðugt var þessi togstreita milli líkama og myndar, svo að hún drógst ýmist að eða frá. Mér virtist mitt eigið eg vera bæði í líkamanum og myndinni. Stundum þó sterk- ara eða ráða meiru í myndinni en líkamanum, eða þá þvert á móti Frá myndinni horfði eg á líkamann í rúminu, og fann glögt frá henni til segulbandanna. Og frá líkamanum horfði eg um leið á myndina. Likami og mynd, eða sálarlífið og líkamsdauðinn, horfðust því stöðugt í augu. Styrkleiki myndarinnar var því Hve lengi eg var undir þessum áhrifum, get eg eigi sagt. Þó mun láta nærri, að máttleysið og tilfinningarleysið hafi eigi hald- ist innan viö 4—6 stundir. En togstreitan milli líkama og mynd ar hefir tæplega getað staðið innan við klukkustund. Senni- legast 1—li/2 stund. Eg marka það á því, að þetta var að byrja þegar systir mín yfirgaf mig, laust eftir háttatíma. Hélt hún, að eg væri þá sofnaður. Hún lá svo æðistund vakandi. Æltlaði hún sér víst eigi að sofna. Eg vissi svo glögt um þetta, þvi að myndin, eða mitt eigið eg í henni heyrði svo vel,. Svo sofnaði systir mín og svaf talsverðan tíma, og lengur en eg bjöst við. En hún var orðin þreytt af vök- um og kvíða. Þá rumskaði fóstri minn, og vaknaði systir min við það. Hann vaknaði þá einnig og spurði um mig. Sagði hún, að þau skyldu tala svo lágt, að eg gæti eigi heyrt til þeirra, því að verið gæti að eg vekti. Það hefði litið út fyrir að eg hefði verið sofandi, þegar hún skildi við mig. En hún gæti óttast, að það væri sami máttleysis-dval- inn yfir mér, og eg hafði haft síðari hluta dagsins og um kveld- ið. Hann hefði bara ágerst og því virtist eg hafa sofið. Þetta sagöist hún þó eigi vita. Eg heyrði að þau óttuðust, að eg myndi deyja. Þá fóru þau að tala um að enginn andardráttur heyrðist til mín, og hvort eg myndi dáinn. Systir mín kom þá til mín, og lagði eyra að vit- um mínum. Hún hlustaði Iengi. Svo lagði hún höndina í hjarta- stað minn. Enn hlustaði hún og þreifaði nokkra stund. Svo fór hún. Fóstri minn spurði, hvort eg væri dáinn. Hún segir: Ekki enn þá. Hafi hún þó haldið það því að í fyrstu hafi hún hvorki orðið vör við andardrátt né hjart- slátt. Samt hafi hún orðið vör við lífsmerki, svo eg sé enn ekki dáinn. Hún þori samt varla að Andlátsfregn. Mrs. Guðný Jakobina Magnús- son að 681 Alverstone stræti hér í bænum andaðist á King Edward sjúkrahúsinu, 2. marz, eftiro tveggja vikna legu þar, en hafði verið veik um langan tíma. Hún var fædd 12. september, 1883 á Seyðisfirði á íslendi; gift Sigurði Magnússyni sem lifir hana ásamt einum syni, átta ára gömlum, er Oddur Guðjón heitir; þau áttu einnig saman eina dóttur sem Ingibjörg Osk hét og andaðist 7 mánaða gömul. Mrs. Magnússon var dóttir þeirra hjóna Skúla Torfasonar og Jóhönnu Jakobsdóttur, konu hans, sem er norsk. Þau Skúli og kona hans giftust í Noregi, fluttu síðan til Seyðisfjarðar og þaðan til Vesturheims. Þau eiga enn 4 börn á lífi af 12 ;Torfa og Lúðvík í stríðinu, Bjarna og Mrs. Hannes Anderson hér í bæn- um. Mrs. Magnússon var jörðuð frá Skjaldborgarkirkju 6. marz af séra Rúnólfi Marteinssyni. Innilegasta þakklæti votta for- eldrarnir, ekkjumaðurinn og systkini öllum þeim er hluttekn- ingu sýndu í'þessari sorg. ALMANAKS PENNA OG BLYANTS KLEMMA. Ágæt klemma fyrir lyndar- penna eða blýant, með mánaðar- dögum. Kleman ver pennum og blýöntum að týnast úr vasanum. Auðvelt að breyta mánaðanöfn- um; vel tilbúin klemma með nik- kelhúð, nett, hentug og falleg og ódýr. Aðeins 15c; tvær fyrir 25c. Sent með pósti, og burðar- gjald borgað af oss. Segið hvort klemma eigi að vera fyrir penna eða blýant. Verðbók með myndu maf alls- konar smávegis og útsæði, send ókeypis. ALVIN SALES COMPANY Dept. 24, P.O. Box 56, Winnipeg CHICAGO ART CO. 543 Main Street, Cor. James St Myndir teknar af vönduðustu tegund. Films og Plates framkallaðar og myndir prentaðar. Eigandi: FINNUR JONSSON +■

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.