Voröld


Voröld - 23.04.1918, Qupperneq 2

Voröld - 23.04.1918, Qupperneq 2
Bls. 2 VORÖLD Winnipeg, 23. apríl, 1918 Séra Fríðrík J. Bergmann. “Guði sé lof, það er dagur um alt loft” Vafurlogar, bls. 103 Það þykir ef til vill einkennilegt að láta sér þessi orð koma fyrst og fremst í hug þegar verið er að fylgja manni til graf- ar; en vér gátum ekki að því gert að það var svo þegar vér gengum hjá líkkistu séra F'riðriks Bergmanns og litum hann jarðneskum augum í síðasta skifti. Vér horfðum á líkið og mintumst margra stunda liðinna tíða þegar hann hafði talað til vor og annara: “Hvað mundi hann nú segja ef hann mætti mæla eina setningu?” datt oss í hug, og það var eins og einhver rödd hvíslaði að oss svarinu á þessa leið: “Guði sé lof, það er dagur um alt loft.” Þessa setningu hafði hann sjálfur sagt; hún er niðurlags- setningin í fyrirlestri þeim er hann kallar: “Á krossgötum” Og setningin er sérlega einkennileg hinum framliðna. Margir íslenzkir prestar hafa þannig misskilið köllun sína að þeir hafa beitt öllum kröftum sínum og störfum í eina sérstaka átt; takmarkað baráttusvæði sitt við kirkjuna—jafnvel innan kirkjuveggjanna en látið sjálft lífið umhverfis sig afskifta- laust eins og væri það nokkuð sem ekki kæmi þeim við. Þeim hefir mörgum fundist það nægja að rjúfa skýin ein- ungis á einum stað—sýna heiðan himin á einum vissum bletti á mannlífshimninum. Þeir hafa haldið að trúin væri það eina sem þeim kæmi við. f þessu atriði hefir þeim skjátlast mörg- um, og einmitt í þessu atriði skildi séra Friðrik köllun sína. Ekkert var það mál er mannlífið snerti að einhverju leyti sem hann léti sér ekki koma við. Honum var það ekki nóg að sjá bjartan dag á vissum hluta himinsins en dökk ský og dimma nótt annarstaðar. Hann vildi skýin og nóttina út- læg alstaðar, þessvegna skifti hann sér af öllum málum, ver- aldlegum ekki síður en andlegum. Og svo horfði hann fram í timann og sá í anda ávextina af starfi hinna víðsýnu manna, bæði sínu og annara, og hrifinn af þeirri dýrð sem mætir hans andlegu augum á himni mann- lífsins þegar aldir líöa fram mælir hann þessi fögru orð: “Guði sé lof, það er dagur um alt loft.” Og vel er það tilfallið að þessi setning skyldi vera í fyrir- lestrinum “Á krossgötum” Séra Friðrik stóð oft á alvarlegum krossgötum á lífsferð sinni og það vita þeir sem hann þektu að vegavalið á þeim krossgötum lagði honum oft þunga byrði á herðar. Það er vafasamt hvort nokkru sinni hafa Vestur-íslend- ingar staðið við dánarbeð manns og horft á liðið lík, þar sem fleiri raddir og viðkvæmari létu til sín heyra í sálum þeirra en einmitt þá þegar þeir söfnuðust saman umhverfis séra Frið- rió Bergmann látinn. Það væri rangt að láta slík tækifæri líða hjá án þess að minnast þeirra, því þaú geta flutt þjóð vorri marga lærdóms- ríka kenningu. Fyrir örstuttan tíma kvöddum vér séra Jón Bjarnason, þegar hann hafði endað skeiðið eftir langt starf og áhrifamikið hér hjá oss í útlegðinni, rétt eins og Moses í eyðimörkinni. Hér kveðjum vér annan manninn sem leiddi sömu sveitirnar yfir sömu eyðimörkina. Þegar maður ryfjar upp í huga sér alla samvinnu og þá einlægu vináttu sem átti sér stað milli þessara tveggja stór- menna; þessara manna sem voru í orðsins fylsta skilningi ís- lenzkir fóstbræður, og þegar svo er hugsað um það haf er skift- ar skoðanir sköpuðu milli þeirra síðar, þá er eins og maður sjái í anda báðar kistumar sem geymá líkin og sjái gyðju sorgar- innar leggja sína hönd á hvora þeirra og hneigja höfuð sitt í djúpri þögn. í allri baráttu og öllu lífi vorrar fámennu þjóðar í útlegðinni, hefir fátt borið við sorglegra en einmitt það þegar þessi tvö mikilmenni slitu fóstbræðra böndum. En nú er komin stundin þegar “burtu þokan líður” og nú er eins og maður sjái þá aftur í anda þar sem allur misskilning- ur sé horfin og þeir geti sagt. “Og við í okkar æfi saman tölum sem eins og skuggi nú er liðin hjá” Þeir sem þektu séra Friðrik Bergmann vita það hversu mikið það hefir reynt á hans andlegu krafta þegar hann var staddur á þeim krossgötum sem bentu þeim fóstbræðrunum sínum í hvora áttina. Þar sem allir höfðu safnast saman til þess að kveðja hinn látna—menn af öllum flokkum—var bezta tækifærið fyrir hvern um sig til þess að athuga þessa sorgar- sögu frá öllum hliðum. Vér förum því ekki lengra út í trúmálaskiftinguna, en viljum leitast við að lýsa stuttlega þeim miklu áhrifum sem séra Friðrik hafði á þjóðlíf vort og því óviðjafnanlega starfi sem eftir hann liggur, þótt æfin yrði tiltölulega stutt. Séra Friðrik Bergmann var óvenjulega vel gefinn af nátt- túrunnar hendi. Göfurnar liprar og fjölbreyttar; fjörið og áhuginn í æsku takmarkalaust; málfærið og mælskan í bezta lagi og ritfimi með afbrigðum. Auk þess sem andlegu hæfi- leikarnir voru honum þannig ríflega í té látnir var hann allra manna fríðastur sýnum og líkamleg glæsimenni. Svo segir oss kona er sá hann í fyrsta skifti á Akureyri 15 ára gamlan að fegurri svein hafi hún aldrei augum litið, því þar hafi alt fylgst að Vér birtum hér mynd af séra Friðrik þegar hann var upp á sitt hið bezta og sannar hún fyllilega ummæli þessarar konu. Þegar hann lagði út í lifið með alt sitt mikla veganesti sem ungur maður með allan heiminn og öll tækifæri framundan sér, má nærri geta að hann hefir með sjálfum sér sagt: “Guði sé lof, það er dagur um alt loft.” Framhald 4|i i|4 Tekjuskattur. Sökum þess að enginn hefir enn rætt þessi lög i íslenzkum blöðum eins mikið og þau snerta þó þjóðina í heild sinni, skal hér reynt að skýra þau stuttlega þótt seint sé, þar sem þau eru komin í gildi fyrir nokkrum tíma og $100 sekt á dag liggur við ef þeim er ekki fylgt. Á hver maður í Canada þegar að hafa sent fjármálaráð- herranum skýrslu yfir tekjur sínar árið 1917. Þótt þessi háa sekt sé ákveðin í lögunum og þótt komið sé fram yfir tímann mætti geta þess að ^stjórnin mun enn ekki hafa framfylgt sektar ákvæðinu. % í stuttu máli eru lögin þannig: Allir einhleypir menn og ekkjur sem engum börnum eiga fyrir að sjá verða að greiða 4% af öllum tekjum sínum sem fara yfir $1,500 á ári og upp að $6,000. Kvæntir menn og giftar konur, ekkjumenn og ekkjur sem eiga fyrir bömum að sjá verða að greiða 4% af öllum tekjum sínum sem hærri eru en $3,000 á ári upp að $6,000 Við þetta bætist það sem kallaður er hátekjuskattur á allar árstekjur sem hærri eru en $6,000. Til dæmis $ 6,000 upp að $10,000— 2% $10,000 upp að $20,000— 5% $20,000 upp að $30,000— 8% $30,000 upp að $50,000—10% $50,000 upp að $100,000—15% $100,000 og þar yfir 25% Þessi hátekjuskattur bætist við hinn almenna tekjuskatt þannig að maðui' sem hefir $6,000 árstekjur greiðir af því 4% sem fram yfir er $1,500 en hafi hann $8,000 greiðir hann 4% af $4,500 en 4% og 2% af $2,000. Tekjur samkvæmt lögum þessum er kaup, ágóði af verzlun og viðskiftum yfir höfuð og hvaða framleiðslu sem er; rentur, leiga,.iðgjöld af peningum í sjóði og af öllum gróðafyrirtækj- um, hvaða nafni sem nefnist; allar beinar og óbeinar inntektir hvaðan sem þær koma og fyrir hvað sem þær eru. Fyrir 28. febrúar á ári hverju verður að senda skýrslu til fjármálaráðherrans af öllum tekjum fyrir hið liðna ár. Sé þetta vanrækt varðar það $100 sekt á hverjum degi sem það dregst, eins og áður var minst. F'yrir 30. apríl sendir svo fjármálaráðherrann reikning hverjum þeim er lögin snerta og skýrir honum frá því hversu hár sé, tekjuskattur sá og hátekjuskattur er honum beri að greiða. Skal skattur þessi greiddur ekki síðar en mánuði eftir að tilkynningin kemur. Sé svo að skattgreiðanda virðist sér ó- réttur gjör getur hann krafist þess að gerðardómur skeri úr málinu; verða þeir sem þann dóm skipa víðsvegar um land og skera þeir úr öllum deilumálum er upp kunna að koma í sam- bandi við þetta. Úrskurði fjármáladeildarinnar verður að áfrýja innan tuttugudaga frá því fjármálaráðherrann sendir skýrslurnar til hlutaðeiganda. Sé skattgreiðandi óánægður með úrskurð gerðardómsins getur hann enn skotið málinu til fjármálaréttarins og hefir hann fullnaðar úrskurðarvald. Sú áfrýjun verður einnig að vera gerð innan tuttugu daga frá því að gerðardómurinn kvað upp úrskurð sinn. Það er lítt mögulegt í stuttri blaðagrein að skýra lögin að öðru leyti en því að segja úr þeim aðalatriðin. En hver sá er óskar eftir upplýsingum vikvíkjandi einhverju sérstöku atriði getur skrifað Voröld og mun honum svarað tafarlaust annað- hvort íblaðinu eða bréflega. Tumi Þumall. Jón B. Jónsson Frá Héðinshöfða á Tjömesi. Dáinn í Smithers á Kyrrahafsströnd. Til greiðvikni búinn og boðinn í borgara þvögu hann stóð. sem hver undir túnfæti troðinn með torkendan yl sinn og glóð. —Hjá fólki við frerann og bylinn í frosthýsum rökkvaðra kota— Með velkomna orkuna og ylinn sem aldirnar vissu ekki að nota. En aðkoman vænkar, að vita: —og viðstaðan gerist svo hýr— að kaldblásin hlíð yfir hita og hlýindum útsvæðið býr, svo öll verður hlíðin og heiðin þér heimkynnislegri á Fróni— 0g útlegð manns gladdi eins greiðinn og greindin og álúð hjá Jóni. En nú ef að koma þú kant þar, sem kunningi, bygð hans sem var; þér bregður að vonum, það vantar hans viðmót i fögnuðinn þar, því móðurmálið vort kunni ’ann, —þó málvinir fáir því sinni— og ljóðunum okkurum unni ’ann —þó enginn þau með honum kynni— Við fjallanna fegurð hann þýddi alt fálæti borganna af sér, er alvoruð ársólin .prýddi hvert öræfi jöklanna hér— Og mér verður mannheimalegri hver minningin vestrænnar áttar. og öll eru fjallahvörf fegri í förin hans—eins [ægar náttar. 5-l-’18 Stephan G. Stephanssonf I Zikmaóutinn « Eftir Robert W. Service. Af börunum mínum blóðpollinn Hér berst eg við að þvo og má, En á mig sækir angistin Við alt það sem eg heyrði’ og sá. Með vitis-kvala Kains-mark í kinnar brent leið nóttin hjá. Á Guð í hæðum hjarta og kjark Að hrökkva ei tár—en slíkt að sjá ?> Og hulið er mér, hver sá er Sem hratt á þennan glapa-stig. Með heiftarsálm í hjarta mér Eg hefði ei skap að bæna mig. Mig skortir fólsku, um fána og kyn Að fleipra við þau bróður-morð, Við hjörtun öll sem harma vin, Við héruð brend og eydda storð. Og eg dróg útúr eldi og mökk, Frá aftni gærdags, blóðug hræ— Sjálf birtan upp með hrolli hrökk Við helreið kúlna um morgunblæ, Og sól aö veröld bræði og böls Sem blóðrautt auga úr firnum stelst------- “Til særðra og feigra; og fram til kvölds!” O! friðarguð, þér dvelzt, þér dvelzt! 5-4-’18 Stephan G. Stephansson. _____ Eftirfylgjandi vísur voru fluttar á samsæti því er þeim I Sigurgeiri Péturssyni og konu hans var haldið er nágrannar r þeirra kvöddu þau eins og um er getið á öðrum stað í blaðinu, og i votta það allir sem þekkja að þar hafi hugur fylgt máli. *• • • Öllum vildir gera gott, i gazt það oftast lika, i reynzlan bræðrum beztan vott | bar um sálu ríka. í i • Lundin heit og höfðingleg • i hvert við tækifæri, I áfram greiddir öllum veg, eins og skylt það væri. . * * Framkvæmd allri unnir þú, engan vildir meiða, ? þín var hugsun sífelt sú j sæmdum veg að greiða. i Ber oss þér að þakka margt, j þú varst bygðar prýði; | útsýnið var ætíð bjart, ; ekkert hik né kvíði. i T T Farið blessuð heiðurshjón, , hæstu gæða njótið, mun það allra einlæg bón, æðstu gleði hljótið. ?

x

Voröld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.