Voröld


Voröld - 14.05.1918, Blaðsíða 4

Voröld - 14.05.1918, Blaðsíða 4
Bls. 2 VORÖLD. Winnipeg, 14. maí, 1918. kemur út á hverjum þriðjudegi. Útgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., I.td. Voröld og Sólöld kosta $2.00 um árið í Canada, Bandaríkjunum og á íslandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Stre^t—Farmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, Sir Wilfrid Laurier 13. ma', 1918. 1 dag berast heillaskeyti, hamingjuóskir og þakklætisvið- urkenningar úr öllum áttum til Sir Wilfrid Laurier’s, mesta stjórnmálamannsins og bezta sem Canada hefir átt, og konu hans. 1 dag hafa þau náð þeim áfangastað sem fáum hjónum er gefið að ná; í dag hafa þau verið saman í hjónabandi í 50. ár. Á þessum mikla merkisdegi er það ekki úr vegi að minnast hinnar starfsríku æfi Sir Wiífrid Lauriers í þarfir lands og þjóðar. Tveir menn í Vesturheimi hafa áunnið sér sama nafnið: það er William Jennings Bryan i Bandaríkjunum og Sir Wilfrid Laurier í Canada. þeir eru báðir svo frábærri mælsku gæddir að þeir hafa verið nefndir mennirnir með silfurtunguna’. En Laurier hefir hlotið( annað nafn auk þess; hann hefir verið nefndur “faðir Vestur Canada,” og það ekki einungis af þeim mönnum sem staðið hafa honum við hlið í politískri samvinnu, heldur af óháðum mönnum sem alfræðisbækur rita, eins og t.d. þeim er rituðu hina heimsfrægu bólc þekkingarinnar. Sir Wilfrid Laurier er fæddur árið 1841, og er því kominn hátt á áttræðisaldur; en hver sem les þingtíðindin frá Ottawa, með þeim ræðum er hann flytur þar hlýtur að sannfærast um að sálin hefir aldrei verið yngri en einmitt nú. þegar Sir Wilfrid Laurier kom til valda í Canada árið 1896, var méð öllu breytt um þjóðarbúskapinn. í fljótu bragði er það ekki athugað hvernig á því stendur að einmitt árið 1896—fyrsta ríkisstjórnar ár Sir Wilfrid Laurier’s—breýttist árferði og líðan manná í Canada frá því sem verið hafði. peir sem athuga söguna og fylgjast með hverju spori sem stigið er af stjórnendum landsins vita glögt um ástæðumar, og vér hinir smærri spámennirnir getum einnig gjört oss nokkurn- veginn ljósa grein fyrir henni. Stefna afturhaldstjórnarinnar í Canada hafði ávalt verið sú að skifta upp landinu milli auðfélaganna en hugsa minna um fólkið. það var evrópiska lagið gamla, sem hún fylgdi. þegar Laurier kom til valda var nálega helmingur alls Vesturlandsins í höndum auðfélaga. Á árunum 1880 til 1896 hafði afturhalds- stjórnin veitt járnbrautarfélögum 50,000,000 ekrur af landi í meðgjöf með einum 4,000 mílum af járnbrautum, eða 12,500 ekrur í meðgjöf með hverri rnílu. Alls var búið að afhenda, eða réttara sagt gefa járnbrautarfélögum 66,000,000 ekrur af landi. Hefði þessu landi verið varið til þess að fá bændur til að rækta það þá hefði það verið 160 ekra jörð handa 400,000 bændum, eða nægilegt land til þess að framfleyta 2,000,000 manna. Af þessari stefnu afturhaldsflokksins var alt Vestur- landið svo að segja í eyði. Innflutningar voru nauðalitlir og fóllúð eirði ekki í Canada þótt það kæmi þangað heldur fór eftir stutta dvöl til Bandaiákjanna. Á síðustu fimm árastjórn aftur- haldsflokksins fluttu rúmlega 100,000 manns 1il Canaua og flestir þeirra fóru þaðan aftur. Auk þess flutti Canadafólkið sjálft í burtu. Skýrslur Bandaríkjanna sýndu það að 1,000,000 manns þar voru fæddir í Canada. Aðcins 23,000 heimilréttar- lönd vóru tekin í Canada síðustu sjö stjórnarár afturhalds- flokksins. þetta breyttist þannig þegar Laurier kom til valda að síð- ustu stjórnarár hans fluttu inn 400,000 manns á ári, og alls fluttu inn í landið í íians valdatíð 1,886,529 manns—351,530 heimilis- réttarlönd voru tekin. Hvernig stóð á þessari mijtlu og snöggu breytingu? Tíðarfarið hafði ekki breyzt. Himininn hafði hvelfst heiður og blár yfir landinu; sólguðinn hafði horft sínu althlyjandi auga og verið við því búinn að snerta með geisla- stöfum xrjómold hinna miklu slétta. Regin regns og skúra höfðu grátið lífgandi tárum á svörðinn sem huldi frjóan jarðveg- inn. Náttúran átti fullar kistur auðs og dýrgripa. Alt Vest- urlandið var eins og fult vistabúr með því eðli að eftir því sem meira var neytt, eftir því gátu vistirnar vaxið. En enginn sem landinu stjórnaði var nógu vitur til þess að sjá hvers var þörf eða nógu samvizkusamur til þess að bæta úr því sem á skorti. það þurfti að breyta gráum sinu sléttum í plægðan akur; það þurfti að búa jörðina undir að taka við geislum sólarinnar og frjótárum regnguðsins ;það þurfti að fá lykil til þess að opna með hinar læstu kistur náttúrunnar; það þurfti að matreiða björgina í hinu óþrotlega og margbreytilega forðabúri, til þess að hennar gætu orðið not. þetta sá Laurier, og hann sá ráðið til þess—eina ráðið sem dugað gæti. það þurfti að fá menn—dugandi starfsmenn til þess að flytja inn í landið, og gera svo vel við þá að þeim gæti liðið vel og þeir gætu unað sér hér og átt góða daga. Og hann hóf hina nýju stefnu ásamt ráðherrum sínum; stcfnu sem skapaði frabitíð Vesturlandsins og ávann honum nafnið faðir þess. Hann aftók það með öllu að gefa jámbrautarfélögum landið; afsagði að láta þau hafa eina einustu ekru ef því en í stað þess fékk hann aftur, með samningum heilmikið af landi til þess að láta menn hafa það sem heimilisréttarland. Alt mögulegt var gert til þess að fá fólk til að flytja inn í landið og greiða þar götur þess. Af því leiddi það að Canada varð óskaland allra þjóða, og þangað leitaði fólk að frelsi og framtíð. Jafnvel frá Bandaríkjunum streymdu menn til Canada. það var innflutninga stefna Lauriers sem breytti gróðrar- lausri sléttu Vesturlandsins í blómlega akra með fögrum býlum og frjálSu fólki. það var ekki fyrir neina breyting á veðurlagi að sæld og vellíðan ríkti í Canada frá árinu 1896 til 1911. það var ekki af neinni hendingu, það var blátt áfram fyrir þá sök að á því tímabili sat hér að völdum góð og framfarasöm stjórn, með ráð- vöndum manni í broddi fylkingar. Sir Wilfrid Laurier er sá maður sem annast hefir látið sér um sátt og samvinnu allra Canadamanna; Sir Wilfrid Laurier er sá af forsætisráðherrum hér, sem prúðastur hefir verið í allri framkomu og látið sér jafnannast um velferð allrar þjóðarinnar, og “því lætur hún börnin sín blessa þann mann og bera sér nafn hans á munni. ” Kona Sir Wilfrid Laurers heitir Zoe Fontaine; þau giftust í Montreal 13. marz, 1868, og hefir hún verið önnur hönd bónda síns í hvívetna. Ný hreifing. Thos. H. Johnson, dómsmálastjóri í Manitoba, kallaði nokkra menn á fund heima hjá sér 10. þ.m., til þess að ræða um þjóðræknismál og velferð fylkisbúa yfir höfuð í sambandi við stríðið. þessir voru mennirnir sem þangað voru boðaðir: Dr. B. J. Brandson, Dr. Ól. Björnson, Dr. Ól. Stephensen, Dr. Jón Stefánsson, Dr. S. Snidal, Séra B. B. Jónsson, Séra Runólfur Marteinssoh, Séra R. Pétursson, Iljálmar Bergman, Sigurður Mel- sted, Friðrik Sveinsson, Th. Borgfjörð, J. J. Swanson, S. D. B. Stephenson, Jónas Jóhannesson, K. J. Austmann, Walter Líndal, B. L. Baldwinson, L. Hallginmsson, J. J. Vopni, J. J. Bildfell, Magnús Paulson, Thorsteinn Thorsteinson (bankastjóri), Thorður Johnson, Steingrímur K. Hall, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Dóms- málastjórinn skýrði tilgang fundarins; kvað hann hina mestu þörf vera á því að sem beztur skilningur ætti sér stað meðal þjóð- arinnar í öllum þeim atriðum og störfum sem stríðið óhjákvæmi- lega hefði í för með sér. Hann kvað tilfinnanlegan skort á glöggum skilningi þess hversu nauðsýn krefði mikiliar fómfærslu og hversu miklu léttari sú fómfærsla væri ef enginn misskilningur ætti sér stað. Kvaðst liann hafa hugsað sér að það mætti verða að liði ef hreyfing myndaðist í því skyni að sameina alia krafta vor á meðal í fram- kvæmdum þessa máls. Dr. B. J. Brandson bar upp tillögu þess efnis, að þeir sem á fundinum væru mættir tjáðu sig með öllu samþykka þeirri stefnu og þeim frelsishugsjónum sem banda- menn berðust fyrir og vildu ekki að stríðinu yrði hætt fyr en þýska hervaldið yrði með öllu brotið á bak aftur um aldur og æfi. Tillagan var miklu lengri, en þetta var aðal liðurinn. Um þetta urðu talsverðar ummræður. Voru allir á sama máli með það að sjálfsagt væri að gera sitt ítrasta bandamönnum til liðs í stríðinu, en orðalagið á tillögunni þótti sumum óviðkunn- anlegt. Var henni lítillega breytt, en samt geðjaðst ekki öllum að henni; er tæplega hægt, að ætlast til þess að tillaga um svo stórt mál og yfirgripsmikiö sé samin á svipstundu fyrirvaralaust þannig að öllum sýnist sama í öllum atriðum, þótt ekki greini á um aðalmálð. Tillagan var borin upp og samþykt af öllum nema Séra Rögnvaldi Péturssyni, Séra Runólfi Marteinssyni, Friðrik Swanson og Dr. Sig. Júl. Jóhannéssyni. þá var farið fram á að tillagan væri staðfest með undirskriftum fundarmenn og var það gert. Allir skrifuðu undir hana nema Séra Runólfur Marteinsson, Friðrik Swanson og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, sem ekki feldu sig við orðalagið. Margir töluðu á fundinum en hvergi lýsti sér eins mikil mannúð og sanngirni og Iijá Séra R. Marteinssyni; hann virtist hafa gleggri skilning og fegurri hugsjónir í sambandi við stríðið en allir hinir. Að endingu voru kosnir 11 manns í nefnd til þess að gang- ast fyrir almennum opinberum borgarafundi í Winnipeg þar sem hafin væri ný starfsaðferð í sambandi við stríðsmálin meðal Íslendinga vestan hafs. Var aðallcga tulað um að þctta skyldi gert með ritgerðum, almennum fundum o.fl. 1 nefndina voru kosnir : Thos. II. Johnson, ráðherra, Dr. B. J. Brandson, Th. Borgfjörð, S. I). B. Stephanson, Hjálmar Bergman, Walter Líndal, J. J . Bildfell, scra Rögnvaldur Péturs- son, Séra B. B. Jónsson, K. J. Austmann, Dr. Sig.Júi.Jóhanneson. Verði hyggilega, vel og samvizkusamlega að farið 1 þessari nýju hreifingu þá getur hún orðið til mikiLs góðs. Um það fer ekki tvennum sögum að íslendingar hér í landi eru trúir eanadiskir borgarar. það er þeim skylt og ljúft að vinna að velíerðar málum lands og þjóðar hvenær sem er, og ekki sízt á þeim hörmulegu tímum sem yfir standa. það er á allra vitund að þjóðin er beygð og niðurbrotin af sorgum óg söknuði, missi og manndauða, og það var vel sagt af dómsmálastjóranum að fólkið þyrfti á samhygð að halda. Fél- agsskapur sem að því miðar að hughreysta og bera byrðina með hinum líðandi ef verða mætti, gæti orðið til mikils góðs. Oss skilst að þessi hreyfing sé einkum í því skyni gerð að reyna að draga úr sársauka stríðsáhrifanna, og þótt það sé nokkuð seint nú og hefði bettir gert verið fyrir löngu, þá mun Voröld fús að leggja sitt litla fylgi óskift og eiiílæglega til þess starfs. það er gleðilegt að hinir lciðandi menn þjóðar vorrar af öllum flokkum hafa hér tckið saman höndum til þess að líkna og hughreysta og hella viðsmjöri í hin mörgu og djúpu sár. þótt ágreiningur skilji menn í öllu öðru þá ættu allir að geta mæzt þar; allir að geta unnið þar saman sem einn maður væri. En engin ósanngirni, engin ókristileg hugsun, engin ojöfnuð- ur má eiga sér stað í þessu starfi; bræðraþel, hluttekningarsemi og einlægur vilji til þess að bæta, verður að stjórna þar orðum og athöfnum. V erkamannadeild. VERKFALLID. í síðasta blaði Voraldar var frá því skýrt að verkfall vofði yfir í Winnipeg, og væri þegar byrjað meðal þeh’ra er fyrir bæinn vinna. þótt þeir væru tiltölulega fáir sem í því verkfalli tóku þátt þá var það afar alvarlegt. það ískyggileg- asta þótti að slökkvuliðið hét að hætta starfi og eliki var annað sýnna um tíma en að svo að segja allar deildir bæjarþjóna legðu niður störf. Um þetta verkfall var mikið rætt og skiftust menn í flokka, sumir með verkfallsmönn- um , aðrir með borgarstjórnar- mönnum. Hér skal sögð saga verkfallsins til þess að menn geti sjálfir dæmt um hvorir höfðu á réttu að standa: Samningar voru gerðir 1917 um vorið milli verkamannafélagsins og bæjarráðsins. Sá samningur var á enda 30. apríl, 1918. 1. apríl báru verkamenn upp bæna- skrá sína fyrir verkstjóra afl- stöðvarinnar, eins og þeir voru vanir; fóru þeir fram á kaup- hækkun er nam frá 8 pró cent til 14 prósent, og áttu þeir að fá mestu hækkunina sem lægst höfðu kaupið. 27. apríl sagði Glasco mönnum frá því að hann væri fús að mæla með alt að' 12 prósent launahækkun við yfirráðsmenn bæjarins, en aftur á móti kvaðst hánn ekki fallast á sum atriði í kröfum þeirra að því er starfsað- ferð snerti. 30. apríl mætti J. L. McBride, fulltrúi verkamanna, Glasco, óg komust þeir að ákveðn- um samningum. Glasco kvað síð- an tillögur sínar komnar í hendur yfirráðsmannanna og væri hann sjálfur svo að segja laus við þær. Yfirráðsmennirnir vildu fara aðra leið, vildu veita verkamönn- um stríðsuppbót í stað launahækk- unar, og áttu allir sem höfðu $1,600 eða hærra í árslaun að fá sömu stríðsuppbót. þessa uppá- stungu báru yfirráðsmennirnir upp fyrir bæjarráðinu án þess á nokkurn hátt að minnast á hana við hlutaðeigendur— verkamenn- ina sjálfa. Að uhdanförnu var það regla að afturVar komið með laúnalistann til mannanna fyrir 1. mai. það gjörði verkstjórinn, eftir að yfirráðsmennirnir höfðu staðfest launa upphæðina, en í ár var með öllu gengið fram hjá mönnunum sjálfum. þetta atriði var það sem þeim gerði gramast í geði; því með því var verka- mannafélagið fyrirlítið. Yerka- mannafélagið gerði yfirráðsmönn- um aðvart 1. maí um það að ef launalistinn sem þeir hefðu haft með höndum í heilan mánuð væri ekki tafarlaust samþyktur, þá ætluðu þeir sér að gera verkfall 2. maí. Yfirráðsmennirnir svör- uðu verkamönnum engu en skýrða blöðunum frá því að þeir (verka- menhirnir) hótuðu verkfalli, að- eins til blekkingar. Verkfalls- mennirnir kendu því yfirráðs- mönnum bæjarins um verkfallið, með því að bæjarstjórnin hefði ekki fullkomlega vitað að gengið var fram hjá verkamönnum með fyrirlitningu. 30. apríl stakk Glasco verkstjóri upp á því við mennina að þeir legðu málið í gerðardóm heldur en að gera verkfall. það var eina gerðar- dómstillagan sem nokkru smni hafði verið minst á við mennhia; borgarstjórinn eða yfirráðsmenn- irnir höfðu aldrei boðið að leggja málið í gerð. Verkfallið hélt á- fram til laugardags og varð í- skyggilegra með degi liverjum. Loksins komust á sættir, og urðu þær þannig að verkfallsmennimir fengu svo að segja alt er þeir kröfðust. Bæjarstórnin hafði rek- ið alla verkfallsmennina og ráðið aðra í þeirra stað, en tók þó athöfn sína aftur og veitti öllum verksfallsmönnum vinnu með þeim launaviðbæti er þeir fóru fram á í stað stríðsuppbótar og viður- kendi félagsskap þeirra. þannig lauk þessu verkfalli með algerðum sigri verkamanna. _ 1 • - þegar verið er að byrja að prenta blaðið lítur verkfallið út hið versta. Bæjarstjómin hafði kosið nefnd og veitt lienni til- löguvald. Nefndin var kanngjöm og hafði í huga hag fólksins yfir höfuð; ;lagði hún til að verkfalls- menn fengju nálega alt er þeir fóru fram á. Bæjarstjórnin var því samþykk, en hafði gert það glappaskot að skipa að ráða stöð- uga menn í stað verkfallsmanna. Glasco neitaði því að fara eftír tiT- lögum nefndarinnar nema með skilyrðum sem ekki þóttu -,sann- gjörn. Fowler, bæjarráðsem. var ekki í bænum þegar nefndin var sett. þegar hann kom vildi hann engu sinna tillögúm nefndarinnar, og gerði það að tillögu. Um ha.na var rætt og var hún loks sam- þykt með 9. atkvæðum gegn 8. Með tillögunni og á móti verka- mönnum voru þessir: Gray og Wallace (yfirráðsfnenn), Coek- burn, Fowler, Pulford, G ray, Vopni , McLennan og McLean. Á móti tillögúnni og með verka,- mönnum voru: Cockburn og Put- tee (yfirráðsmenn), Sparling, Queen, Heaps, Hume, Hamelin og Wiginton. Nú lítur helzt út fyrir að slökkvuliðið geri verkfall í dag, og hver veit hverjir fleiri. Margir eru sem ekki hefir verið hægt að liafa tal af, en sem án efa, vilja kaupa “Voröld” og “Sólöld”. Viljum vér biðja þá að fylla út eyðublaðið hér að neðan og senda sem fyrst til “Voraldar”. “Voi’öld” verður blað verkamanna, bænda og fiskimanna, blað almennings yfir höfuð. Og riiun hún leitast við að verða til skemtunar, nytsemda og fróöleiks, jafnframt því að berjast fyrir rétti hinnar veiku og smáu. Styð blaðið sem styður þig, og þín málefni mcð því að gerast kaupandi þess. Eg undirritaður óska eftir að gerast kaupandi að “Voröld’* og sendi hérmeð $2.00 fyrir einn árgang. Dagsetning..........................I..... Nafn........................................ Áritan................................... Hver sem sendir oss þennan miða verður sent annað eintak af þessa númeri Voraldar svo hann geti átt öll blöðin óskemd 13

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.