Voröld - 25.06.1918, Blaðsíða 2
Bls. 2
VORÖLD
Winnipeg, 25. júní, 1918.
32x4 FISK Tmrn
Non - Skid 1 IKtL.0
EREEN MOTOR CO., LTD.
704 Broadway Sími Sherbr. 657
(----------------------------N
RUEBER STAMPS, STENC-
ILS, SEALS, CATTLE
EAR BUTTONS, Etc.
pegar J>ið þurfið stimpla insigli,
signet o.s.frv. skrifið til hins undir-
ritaða.
Sendið eftir ókeypis sýnishomi
af Gripa Eyrna Hnöppum.
Canadian Stamp Co.
S. O. BJERRING
Sími, Garry 2176.
380 Donald St. Winnipeg
V___________________________)
t;...... - 1 -
Talsími Main 1594
GEO.CREED
Fur Manufacturer
Seljið, geymiíS eða látið gera
við loðfötin yðar nú þegar
Allskonar loðskinnaföt seld
með sumarverði.
515 Avenue Blk. 265 Portage
f-----------------------------\
LANDAR GÓDIR
Skiftið við fyrtu íslelnsku
rakarabúðina sem stjórnað er
samkvæmt fullkomnum heil-
brigðisreglum. Hún er alveg
nýbyrjuð í Iroquois hótelinu,
beint á móti bæjarráðsstof-
unni. Talsími M. 1044.
Ingimar Einarson.
V_____________________________)
HVEITILAND
1,594 EKRUR, EITTHVAD BEZTA
hveitiland og griparæktarland í
Saskatchewan; 1,200 ekrur rækt-
aðar; yfir $10,000 virði af bygg-
ingum, þrír fimtu af uppsker-
unni í ár fylgja meí i kaupunum;
verð $35.00 ekran. Seljandi hefir
einnig 255 hesta, 15 kýr, þreski
og plægingar áhöld, akuryrkju-
verkfæri af öllu tagi og húsgögn,
allt þetta með þrem fimtu af upp-
skerunni í ár vill hann selja með
landinu fyrir $75,000.00, $15,000.00
borgan út í hönd og $3,000.00 á
ári; renta 6 pró cent. Seljandi
tekur veðskjöl eða söluskjöl fyrir
part af borguninni. No. 1825.
MINNI LÖND I ÖLLUM HLUTUM
Manitoba og Saskatchewan;
mörgg með sánum ökrum og væg-
um skilmálum. Sendið eftir verð-
skrá voiri.
Dominion Farm Exchange
815-8187 Somerset Block, Winnipeg,
Man.
V_________________________J
Kjörkaup á notud
um ritvélum.
Underwood
Ein Underwood ritvél með
tveggja lita ræmu eins góð og ný.
Vanaverð $150.00.' Vort sérstaka
verð.........................$60.00
Smith Premier
Ein Smith Premier ritvél. Sein-
asta gerð. Vanaverð $100.00.
Vort sérstaka verð aðeins . .$40.00
Empire
Tvær Empire ritvélar, umbætt-
ar. Vanaverð $65.00 hver. Vort
sérstaka verð aðeins, hvor.. ...$18,00
Pantanir utanaf landi fljótt af
hendi leystar. Flutningsgjald
aukreitis. Sparið peninga. Kaup-
ið nú þegar.
Brooke & Holt
130 Lombard Str. Winnipeg
EIGN MED MATJURTA-
GÖRDUM TIL SÖLU
Við Portage Avenue, nálægt
Murray skemtigarðinum. Jarð-
vegurinn er annálaður í hin-
um fræga Rauðárdal. Hátt
land og þurt. Lækur rennur í
gegn tun cignina. Gömul kona
á þessa eign og getur hún ekki
stundað hana eins og vera ber.
Skrifið oss eða talsímið.
Áritan vor er:
902 Confederation Building
Sími Main 2391. Winnipeg
V------------------------ J
Bókmentir.
Jóhann Sigurjónsson: Lyga-Mörður.
Ætla mætti, að fáir bættu sig á þvf
að gera fornsögur vorar að yrkisefni,
og þá sízt Njálu. En ekki ber á öðru
en að Jóhanni Sigurjónssyni hafi tek-
ist þetta og það svo vel, að höfuðper-
sónurnar, Njálll og Mörður, verða
dýpri og meiri í leikriti hans en þær
eru í sögunni. Ef til'vill eiga sumir
bágt með að trúa þessu, en lesi þeir
sjálfir leikritið og sjái svo, hvort
þetta muni ekki vera nær sanni. Hér
skal því aðeins lýst í aðaldráttunum.
pað er enn í svo fárra manna hönd-
um, að mönnum mun þykja nýjung
að.
Kafli sá úr Njálu, sem Jóhann hefir
gert að yrklsefni, er Höskulds saga
Hvítaness goða, frá því er Valgarður
kemur heim og fram að Njálsbrennu,
að undanskildum eftirmálunum á al-
þingi eftir víg Höskulds, er höf fellir
úr af skiljanlegum ástæðum, líkleg-
ast helzt af því, hversu erfitt mundi
hafa verið að leiða alt lifið á alþingi
hinu forna fram á sjónarsviðið.
Leikritið hefst á forleik, þar sem
Valgarður er að blóta hin heiðnu goð
til hefnda á næturþeli. Fórnarat-
höfnin verður að ímynd þess heiftar-
elds, sem hann hugsar sér að tendra
í brjóst.i Marðar sonar síns fyrir það,
að þingmenn hans ei’U farnir að
ganga undan honum og yfir til Hösk-
ulds fyrir ástsældir hans. Og er
Mörður kemur þar aðvífandi, blæs
hann óspart að kolunum, þeim hat-
ursglóðum, er öll athöfnin í leikritinu
sprettur af. Itæður hann Merði til
að rægja svo Höskuld við Njálssonu,
að þeir fari að honum og drepi hann.
vill hann einkum Skarphéðin feigann,
tendrar Valgarður eld afbrýðinnar í
brjósti Marðar . með því að gefa í
skyn, að þau þorkatla, kona hans, og
Skarphéðinn hneigi hugi saman.
parna er tendraður eldur sá, er læsir
sig um alt leikritið og endar á Njáls-
brenriu.
Fyrsti þáttur hefst á dýrðlegum
vorfagnaði I Vörsubæ þar sem þar
Njáll og Bergþóra, Njálssynir og
Kári og konur þeirra, Flosi og líörð-
ur og margt fleira fyrirmanna sitja
að boði. Leikmótið í nánd við rjóð-
rið í skóginum ' á að sýna, hversa
bjart hefði getað orðið yfir lífinu hér
á landi, ef menn hefðu kunnað að
lifa því í sátt og samlyndi. En Níð-
höggur rógs og lyga, Mörður, er nú
þegar seztur að verki og farinn að sá
því úlfúðarsæði, sem á eftir að upp-
ræta allan þenna fagra gróður. Fer
harn nú að koma þeirri hugsun inn
hjá Skarphéðni, að faðir hans hafi
sett hann sjálfan hjá með því að út-
vega Höskuldi goðorðið og ala á
valdafýsn hans. En pórkötlu grun-
ar, hvað undir muni búa og gefur hún
honum því gætur. Og enn er Mörð-
ur ekki svo langt leiddur, að ekki
mætti snúa honum til betri vegar,
eins og sjá má af orðum þeim er
hann mælir til konu sinnar: “Ef þú
hefðir ást á mér, gætu kossar þínii
hrakið hverja illa hugsan úr hjarta
mínu.” En hún á bágt með að elska
Mörð, þvi að “það er erfitt að unna
svo margleitum manni” (Det er van-
skeligt at elske en Mand, som har
mange Ansigter). pá ílskast Mörð-
ur og honum dettur djöfullegt ráð í
hug til þess að egna þá saman Hösk-
uld og Skarphéðinn stíngur hann
upp á því að Skarphéðinn
bjóði Höskuldi fóstbræðralag. pað
getur Höskuldur auðvitað ekki þegið,
því að Mörður ætlar að sjá um, að
hann minnist þess, að Skarphéðinn
varð banamaður föður hans.
“Og blindni og hatur héldu
ráð”—; en nú kemur Imynd
friðarins og föðurlandsástarinnar,
Njáli, fram á sjónarsviðið. Hann
heldur nú, áður en hann kveður þau
Höskuld og Hildigunni og býst til
heimferðar, ræðu þá yfir öllum veizlu-
gestunum, sem á að lýsa innræti hans
og framferði og gerir haíln að sann-
nefndum friðarhöfðingja. par eð nú
ræða þessi er svo fögur og virðist
þar að auki runnin undan hjartarót-
um skáldsins sjálfs, get eg ekki stað-
ist að snara henni, þótt ekki sé nema
á lélegt íslenzkt mál, því að ekki veit
ég, hvernig höf. mundi sjálfur vilja
semja hana á íslenzku.
Ræða Njáls:—“þau hin gömlu goð-
in, sem ég og þessi þjóð hefir trúað
á, þeir óðinn, pór og Baldur — og öll
höldum vér minning þeirra í heiðri—
kendu oss, að hverjum þeim, er
vandur væri að virðing sinni, bæri að
hefna hvers þess vígs, er tæki til
sjálfs hans eða ættar hans. En hin
nýju goðin, sá hinn þríeini guð, sem
vér nú tignum, býður oss að fyrirgefa
fjöndum vorum. Spyr ég nú alla þá
ágætu menn, sem hér eru saman
komnir og vanir eru að sitja að
dómum á Lögbergi hinu helga—hvor-
ir guðanna hafa á réttu að standa?
Ég hefi rannsakað lagasetningar
mannanna. Og svo misjafnar og
margbreytilegar sem þær eru, virðast
mér þær allar stefna að sama marki,
að varðveita friðinn. pvf hygg ég
og, að hinn voldugasti hinna gömlu
guða hafi í öndverðu skipað hefndina
til að gæta friðarins, að hann hugði
engan betri hemil á glæplunduðum
mönnum en þann, að þeir hræddust
hefndirnar. En hinir nýju guðir
hafa séð að glæplundaðir menn leyn-
ast gjarna í myrkrunum og komast
því oft hjá hefndum, svo að hinir
vopndjörfu berast einir á banaspjót-
um. pvl buðu þeir oss að fyrirgefa
fjöndum vorum, til þess að varðveita
friðinn. En einhvern tíma munu
þeir guðir koma, er bjóða oss þetta
eitt: að elska land vort.
Hver sá, er land sitt elskar, elskar
og friðinn, ef hann er skynbær mað-
ur. Landið geymir I sjóði minninga
sinna hveVn þann blóðdropa, sem fer
til ónýtis. pað harmar hvert það
tré, er feliur fyrir viðarexinni, enda
þótt það vænti þess, að nýir frjó-
angar spretti upp af rótum þess.
Skógar þeir, er eyðst hafa af eldi hat-
ursins, eru lýti á ásjónu þess. Og
býlin fögru, sem eitt sinn áttu blik-
andi akra og broshýr tún og engi,
bliknuðu af harmi, þá er hendur eig-
endanna stirðnuðu fyrir eggjum
heiftarinnar. Friðurinn er farsæld
lands og lýðs.
Og hver mundi ekki vilja óska
landi þessu farsældar. (Lítur út yfir
landið og orð hans verða að lofsöng.)
Aldrei hefi ég litið önnur lönd — en
ekkert land mun fegurra en vort. pað
ber býli vor á herðum sér. Og fús-
lega réttir slægjulandið fram brjóst
sin undir ljáinn. En hófadynurinn
hvíslast eins og lækjarniður um reið-
göturnar. (Hefur hendurnar og
brosir.) Lítið á hendur yðar. pér
eigið þátt I öllu þessu. (pegir andar-
tak).
Hinir nýju guðir fræða oss um ein-
hverja lífsins bók á efsta degi. En
hver er sú bók, er kynni að lykjá um
ævi allra manna? Nei, lífsins bók er
landið yðar. Hvert jarðlag þess
mun koma í ljós á fætur öðru, og
hvert rykskýið á fætur öðru mun
þyrlast á braut. En þá mumf fót-
spor og athafnir hvers eins verða
lýðum ljósar. (Gengur að borðinu og
hefur hornið á loft.) — Full árs og
friðar!”
Síðan fara þau Njáll og Bergþóra
heim úr boðinu. En nú lcoma þau
porgerður — ímynd hefnigirninnar—
svo og Mörður og Skarphéðinn fram
á sjónarsviðið. Skarphéðinn býður
Höskuldi fóstbræðralagið. En þá
hrópar þræll Marðar að baki: “Hver
vó práin?” Og þá getur Höskuldur
auðvitað ekki þegið það. En Skarp-
héðinn þykkist við, og þeir Njálssyn-
ir og konur þeirra fara heim úr boð-
inu.
Annar þáttur hefst í hlöðunni að
Bergþórshvoli. Elur Mörður þar
á róginum við Njálssonu og spanar
þá Skarphéðinn til að vega Hoskuld.
Segir, að Höskuidur muni hafa ætlað
að brenna þá inni að boðinu, og að
hann hafi falast eftir Rimmugýgi, er
Mörður spurðist fyrir um sölu á
goðorðinu, þótt Höskuldur segði, að
hann hefði aldrei falast eftir exi
Skarphéðins. Jafnframt elur Mörð-
ur á því, að Njáll hafi afrækt Skarp-
héðinn fyrir Höskuldi. pá ganga þau
Njáll og Bergþóra í hlöðuna og em
orðræður þeirra Njáls og Marðkr
aðdáunarverðar. Mörður: “Enginn
mundi reyna að slökkva eld með vat.ni
úr brunni Njáls, ef fóstursonur hano
hefði tendrað hann.” Njátl: “Smjað-
rarinn ber hunangið á tungu sér, en
eitur öfundarinnar I hjarta sér.”
Mörður: “pó er skárra að þola öf-
und vinar síns, en afræksiu föður
síns.” Bergþóra: “pegl þú, Loka
bur!” pá eru samræður Njáls og
Bergþóru ekki síður, þá er hinir eru
gengnir út og Njáll lýsir því I hinum
hjartnæmustu orðum, að hann hafi
einmitt fóstrað Höskuld til þess að
tryggja friðinn og líf þeirra í landinu.
En Bergþóra dregur taum Skarphéð-
iins, og það verður úr, að Njáll fer til
fundar við Höskuld til að falast eftir
goðorðinu.
pá hefst hinn örlagaþrungni þriðji
þáttur, er byrjar á aðdáanlegri lýs-
ingu á ástum þeirra Höskulds og
Hildigunnar. Biður hún Höskuld að
fara varlega og ríða ei einsamall um
héruð. En þá kemur Njáll og hann
fær löks talið Höskuld á að selja goð-
orðið í sínar hendur, en taka í stað-
inn annað goðorð í átthögum Hildi-
gunnar. Hildigunni þykir fyrir um
þetta, en sættir sig þó við það, er
Höskuldur segir, að fyr muni hann
láta lífið en bera vopn á Njálssonu,
jafnvel þótt hann eigi lífið að ieysa.
Svo fylgir hann Njáli á braut og er —
veginn.
Mörður kemur með óheillaboðin,
þar sem Hildigunnur situr og bíður
Höskulds og er að búast til að fagna
honum. pykist hafa varað Höskuld
við, þótt sjálfur væri hann að vígi
hans. En í upphafi fjórða þáttar
kemur Flosi á leið til þings, og hefir
Hildigunnur þá búið honum veizlu og
vill nú fá hann til að hefna vígsins.
Og er hann færist undan, steypir hún
yfir hann skikkjunni Flosanaut, eins
og segir í sögunni. En porgerður,
móðir Höskuldar, fær Merði vígsmál-
in, því að hún þykist vita, að þau
muni ónýtast í höndum hans á þing-
inu, þar eð hann sjálfur hafi verið við
vígið riðinn. Enda fer svo. Óg
þá hefst hinn dásamlegi og þó h'rika-
legi fimti þáttur með “skriftamálum”
Marðar undir exi Skarphéðins og —
Njálsbrennu.
Skarphéðinn knýr Mörð tií að
kasta grímunni og þá kemst hann
svo að orði: “Ekki hatast ég við
þig, Skarphéðinn. Ég unni þér eins
og öfundin getur unnað nokkrum
manni. Ég hugði að nota þig. pú
áttir að ráða Höskuld af dögum.
Sjálfum var mér það um megn..........
Ekki gazt þú rænt mig þingmönnum
mínum eins og hann. pú veizt, hvað
það er að þrá völd, sem maður hefir
aldrei átt; maður þráir þau líkt og
blindur maður, sem fálmar eftir sól-
unni. (Breytir um málróm.) En
hefir þú nokkuru sinni háft völdin,
Skarphéðinn, og kallaði á þau opnum
sjónum, er þau yfirgáfu þig i kæru-
leysi? Hefir eiginkona þín nokkuru
sinni neitað að vera þér til geðá?
kona sú, er þú hefir átt....?” Síðan
reynir hann að fá Skarphéðinn til að
sættast við Flosa, en svíkja hann svo
í trygðum. pá heimtar Skarphéðinn
tvö sverð, svo að hann geti barist við
Mörð og drepið hann. En—refurinn
bjargar þá lífi sínu með því að skjóta
því að Skarphéðni, að þá muni allir
mæla að hann hafi rtrepið hann til
þess að komast yfir porkötlu konu
hans. pá býður Skarphéðni svo við
honum, að hann vísar honum á bug.
En nú sækir Flosi að með sína.
menn. Skarphéðinn hygst að bíða
hans fyrir utan. En nú er Njáli
brugðið og vill hann, að þeir verjist
úr húsunum, því naumast muni þeir
sækja þá með eldi. pað verður þó
úr. Og nú er bál það tendrað, er
verður þeim öllum að bana. Aðdá-
anleg er lýsingin á öllum heimilis-
háttum að Begþórshvoli, hversu alt
lýtur þar þeim Njáli og Bergþóru í
auðsveipni. En nú skilst íoks Berg-
þóru, er alla ævi hefir verið skaprík
og þykkjuþung og ekki viljað láta
hlut sinn fyrir neinum, að blóðhefnd-
in er hræðileg, þar sem hún er um
það bil að verða sonum hennar að
bana. pví mælir hún nú við Njál:
“Fyr leit ég að eins hið réttláta and-
lit hennar. Nú lít ég fætur hennar,
auruga og blóði drifna. Aldrei
skildi ég fyr friðarþrá þína. (Beygir
höfuðið.) Nú þarfnast ég þinnar
fyrirgefningar.
Hvorugt þeirra hjóna vill ganga úr
eldinum, og er Bergþóra gengur inn
göngin aftur, eftir að hún hafði kvatt
hjú sín, taka þeir synirm.” ofan
hjálmana og lúta henni * ioinmgu.
Síðan leggjast þau Njáll fyrir undir
húðinni. Fer svo eins og segir í
sögunni: Helgi er höggvinn, er hann
freistar útgöngu, Kári kemst undan
en þeir Grímur og Skarphéðinn
brenna inni. Lýkur leikritinu svo,
að Skarphéðinn styðst upp við gafl-
aðið og kveður:
Gneistarnir rjúka af glóðum lífsins,
glæða hatur og ást.
En áform manna á örlagabáli
eyðast sem fölnað gras.
Vér brennum, vér brennum sem
kyndlar
á aldanna eilífu strönd.
Leikritið er listaverk frá upphafi til
enda. pað eitt mætti að því finna,
j'að helzt til mikill nýtízkubragur er
bæði á hugsun og máli. En Njáll er
dýpri og göfugri en í sögunni. Mörð-
ur enn djöfullegri og allar persónur
svo vel dregnar, að hvorki er of né
van. Sumum kann að virðast Skarp-
héðinn tilkomuminnl en í sögunni, en
það stafar auðvitað helzt af því, að
eftirmálunum á alþingi eftir víg
Höskulds og þá einnig hinum ómjúku
tilsvörum Skarphéðins við liðsbón-
ina er slept úr leiknum; en fyrir
bragðið verður hann lfka skapfelli-
legri.
Leikritið ér meistaraverk. Og
fari fieiri slík á eftir, á skáldið viss-
ast ekki mjög langt í land til Nóbels-
verðlaunanna eða annarar stórmik-
illar viðurkenningar. En leitt er að
eiga ekki slík rit á kjarnyrtu ís-
lenzku sögumáli. Og þó er betra að
bera böm sín út—til annara landa,
en að þau deyi hungurdauða ís-
lenzkra listaverka.
Iðunn (A.H.B.)
TIL MINNIS
pað er oft að fólk man ekki
hvenær ferðir eru á milli Winni-
peg og annara staða eða að það
man ekki hvenær reglulegir fund-
ir eru í hinum ýmsu félögum hér
í bænum. Voröld ætlar hér eftir
að flytja minnisspjald um ýmis-
legt þess háttar sem oft getur
komið sér vel að hafa.
VagnaferSir milli Winnipeg og
Selkirk
..Frá Winnipeg \é, virkum dög-
um)
kl. 8.00, 9.00 og 10.00 f.h.; ld.
1.30, 3.30, 5.30, 6.30; 7.30 og 11.30
e. h.
(Á sunnudögum) kl. 9.00 og
11.00 f.h.; kl. 2.00, 4.00, 6.00, 8.00
og 10.00 e.h.
Frá Selkrik (á virkum dögum):
Kl. 6.50, 8.00 og 9.00 fh.; 12.30,
2.30, 4.30, 5.30, 6.30 og 10,30 e.h.
Á sunnudögum: Kl. 8.00 og 10.00
f. h.; kl. 1.00, 3.00, 5.00 og 7.00 e.h.
FASTIR FUNDIR
Skuld—Miðvikud. kl. 8 e.h.
Hekla—Föstud. kl. 8 e.h.
Vér kennum
Pitmann og Gregg
hraðritun
SUCCESS
Vér höfum
28 æfða
kennara.
BUSINESS COLLEGE
A HORNINU Á PORTAGE OG EDMONTON
VWNNIPEG, - MANITOBA
TÆKIFÆRI.
Mikil þörf er á góðu fólki út-
skrifaðu frá Success. Hundruð
af bókhöldurum, hraðriturum,
skrifurum og skrifstofuþjónum
vantar einmitt nú sem allra fyrst
Byrjið tafarlaust—núna strax í
dag. Búðu þig undir tækifærið
sem drepur á dyr hjá þér. Legðu
fé þitt í mentun. Ef þú gjörir
það þá farast þér svo vel að for-
eldrar þínir, vinir þínir, viðskifta
heimurinn verða stolt af þér.
Success skólinn veitir þér lykii-
inn að dyrum gæfunnar. Bezt
er fyrir þig að innritast tafar-
laust.
ÖDRUM FULLKOMNARI.
Bezti vitnisburðurinn er al-
ment traust. Árs innritun nem-
enda á Success skólann er miklu
hærri en allra annara verzlunar-
skóla í Winriipeg til samans.
Skóli vor logar af áhuga nýrra
hugmynda og nýtísku aðferða.
ódýrir og einstakra manna skól-
ar eru dýrir hvað sem þeir kosta
Vér höfum séræfða kennara;
kennarar vorir eru langt um
fremri öðrum. Lærið á Success,
þeim skóla skóla hefir farnast
allra skóla bezt. Success skól-
ini vinnur þér velfarnar. I
INNRITIST HVENÆR SEM ER. SKRIFID EFTIR BÆKLING
TKe Success Business College
F. G. Garbut, Pres.
LTD.
D. F. Ferguson, Prin.
ONE GAR-SCOTT 25 H. P. |
Samsett dráttvél og sjálffermari og blástursvél, fyrir I
$3,500. Skilmálar $500 út í hönd og sanngjrn tími fyrir það |
sem eftir er. f
Snúið yður til auglýsendans að
902 CONFEDERATION LIFE BUIT,DING, WINNIPEG
a
K. Thomsen
SKANDINAVIAN KLÆDASKERARI, 552 PORTAGE AVE.
Kvenna og karla fatnaðir hreinsaðir og slététaðir og lagfærðir
af heimkomnum hermanni. Föt og yfirhafnir húin til eftir máli,
fyrir sanngjarnt verð. Fljót afgreiðsla og ábyrgst að skiftavinir
verði ánwgðir.
verði ánægðir. 20 ára reynsla. Öll vinna ábyrgst.
GERT VID LODFÖT OG J?AU SNIDIN UPP.
Talsími 4947.
B)<
r
I
, BÚJÖRD TIL SÖLUl
\ 3 1-2 MÍLUR FR4 RIVERT0N, MAN. |
160 ekrur.
Gott hús á landinu; stærð 18-22. Fjós fyrir 20 gripi.
Landið liggur fast að fljótinu. Borgunar skilmálar mjög
Vægir — lítil niðurborgun ef óskað er eftir og langur tími
á afgangnum. Umsækendur skrifi eða finni:
Halldor J. Austmann
RIVERTON.
*
KB
FÁEIN MINNINGARORD
Föstudaginn 7. júní, 1918, lést á
King Edward hospítali í Winnipeg,
Sigriíður dóttir okkar (sem ritum
nöfn okkar hér undir). Hún var 24
ára gömul; bana meinið mun Jielzt
hafa verið berklaveiki og svo fram-
vegis, sem svo mörgum verður að
bana. Hún var búin að vera 7 ár
hér í landi. Eftir eins árs veru hér
veiktist hún af mislingum, og náði
upp frá því aldrei fullri heilsu.
pað má segja svo að það sé ein
mynd af því að falla í hendur ræn-
ingjans að missa heilsuna, því sjúk
dómarnir ræna mann því ástandi að
geta lifað ánægðu lífi.
f sínu veika ástandi komst þessi
dóttir okkar undir umsjón og leið-
beiningu hinnar alkunnu menta og
mannkosta stúlku Thorstínu Jack-
son, sem verið hefir þettað ár kenn-
ari við Jóns Bjarnasonar skóla.
pað er skylda okkar að lýsa því
með fáeinum orðum hvernig Miss
Jackson hefir komið fram í þessum
erviðu kringumstæðum. Á heimili
Miss Jackson og föður hennar í West
Selkirk var Sigríði sýnd svo góð um-
sjá og aðhlynning sem hjá góðum for-
eldrum væri, enda virtist heilsa henn-
ar þá fara batnandi. Svo næst liðið
haust (1917) fór hún í vist í Winni-
peg, þá, þegar vinnan varð þyngri, fór
að koma fram veiklun ? luhgum
(rýrnunarveiki), þá afréð Miss Jack-
son fljótt að koma henni á heilsu-
hælið í Ninette, og vitjaði henn-
ar þangað iguglega. Út af hæl-
inu kom hún í Febrúar, og þá álitin
nokkurnveginn albata.
Seint í maí, næst liðinn,veiktist hún
en hafði orðið kalt; þá kom þessi
sama vinkona henni tafarlaust á
framannefnt hospítal, og gékst fyrir
því að þar væri gjört alt sem hægt
var henni til , heilsubótar; og Dr.
Brandson kom þar fram, eins og svo
víða sem sannur maður; og Miss
Jackson vitjaði hennar á sjúkrahús-
ið svo að kalla daglega, og hefir lík-
lega séð hvað verða vildi. pá gékst
hún fyrir þvi, með skóla stúlkum sín-
um að efna til samkomu; þar kom l
sjóð $53 og lagði hún þá inn á hanka
undir nafni Sigríðar. Með þessum
peningum og sínum eigin fjármunum
gékkst hún svo fyrir því að jarðar-
förin fór fram á heiðarlegan hátt,
þann 8 þ.m.. Séra Björn B. Jónsson
talaði þar mjög vel yfir þeirri látnu.
pað er gamalt orðtak, “Sá er vinur
sem í raun reynist.” parna var ekki
skyldleiki eða frændsemi á aðra hlið,
heldur blátt áfram kærleiksrik mann-
úðar tilfinning sem sýnist að ein-
kenna þessa stúlku (Miss Jackson),
eins og raunar fleiri ósérplægnar
konur og menn. Vera má að þess-
ari stúlku finnist hún hafi ekki gjört
þarna annað meira eða betra en sér
bar að gjöra, en þarna held ég að
dygðin hafi komið fram f sinni réttu
mynd. í sambandi við þetta minn-
ist ég orða friðarhöfðingjans, “Sá
sem gjörði miskunar verkið er ná-
ungi þess sem féll í hendur ræningj-
anna; far þú og gjör slíkt hið sama.”
Við biðjum guð að launa þessar.
góðu stúlku alla sína umönnun og
öllúm þeim sem réttu hjálpariþönd
þegar dauðinn lagði innsigli sitt á
hjartað, og það gat ekki slegið leng-
ur, hingað og ekki lengra.
Hayland P.O., Man., 16. júní, 1918.
Elín og Sveinn Á. Skaftfell.