Voröld - 25.06.1918, Síða 6
Bls. 6
YCOtöLD
Winnipeg, 25. júní, 1918.
Smali og Flekkur.
(Framhald).
Eg man ekki hvort það var næsta haust,
eftir framanritaða sögu af Smala, eða hausti
síðar, að við áttum tvö lömb í klettum, og
voru margir bánir .að leggja sig jafnvel í
hættu til að iiá þeim, en hepnaðist. ekki. Snjór
var kominn og lækir farnir að frjósa í fjöll-
um, og var því mjög erfitt viðfangs í fjallinu
þar sem lömbln voru. pau voru farin að líða
hungur,og tók okkur því sárt að vita þau svelta
í hel; og vera daglega fyrir augum okkar.
Helzta ráðið var því að skjóta þau, en sá ann-
marki var á því að fjarlægðin milli byssunn-
ar og lambanna var of mikil. Einn morgun,
þegar búið var að gefa sauðfénu og fólkið að
matast, var farið að tala um hve hörmulegt
væri að horfa á lömbin svelta í hel. pau
blöstu við heimili mínu.
“Eg gæti bezt trúað Smala gamla til að
hafa ráð með að ná þeim, ” var sagt inni.
,Var svo nokkuð rætt um það, því sumir álitu
að þau hlytu að hrapa ef hundur kæmi til
þeirra, og þótti litlu bæta að sjá þau detta af
tugum feta hæð og koma sundurmarin niður.
Smali gékk frá einum til annars meðan umræð-
ur stóðu um hann, eins og vildi hann sýna þar
með, og sannfæra alla um að óhætt væri að
treysta sér—margra ára reyndum smalahundi!
Hafði hann oft orðið að beita kænsku og
stundum hörku til að geta unnið starf sitt til
fullnustu. Hann hafði þroskaðan skilning og
óyggjandi staðreynd. Lauk samtalinu um
lömbin svo, að tveir menn lögðu af stað með
Smala að ná lömbunum. pegar þeir komu
upp að fjallinu fór Smali að fara á undan og
horfa á víxl upp í fjallið eða á mennina; smá
koma til þeirra, dingla rófunni og stökkva upþ
um þá, hlaupa svo áfram upp á móti hlíðunum,
stansa og horfa til baka. pegar mönnunum
þótti heppilegast, sögðu þeir Smala að fara.
Hann varð að sækja upp á móti gilfarvegi,
sem þá var þur og var það ill ferð og erfið
fyrir hundinn. Honum gékk illa að stökkva
upp á stallinn, þar sem lömbin voru, vegna
þess að hann sótti á stallinn ofurlítið sunnan-
vert; við lömbin, því annars hefðu þau komist
suður eftir stallinum fáein fet og hundurinn
þá orðið öfugu megin við þau, og ferðin til
einskis. Loks tókst honum að ná rétta staðn-
um á stallinum. pegar lömbin sáu þetta
undi’adýr koma upp á hlið við þau, hrukku
þau svo mikið við, að þau stukku niður af
stallinum á sama augabragði og þau komu
auga á hundinn, gátu þau svo ekki stöðvast
fyr en niðri á jafnsléttu. Hundinum gékk
vel að komast niður á eftir. Var hann hreyk-
inn af ferðinni, og ekki síður varð gleði
heima þegar lömbin komu ósködduð.
pað eina sem ég vissi að Smali væri
hræddur við var byssan. Éf haldið var á byssu
þegar farið var til fjár var ómögulegt að fá
Smala til að fylgja, þangað til tvö síðustu ár
hans. Bróðir minn hafði einhver ráð með að
koma Smala að sækja skotna fugla út á sjó, og
eftir að hann lærði þá lyst, var hann jafn
ötull við hana og aðra vinnu sem hann kunni.
Eg hefi fyrir hendi ýms atvik, sönn, sem sýndu
hve átakanlega hræddur Smali var við byss-
una, mest af æfi sinni.
Eg sem hér rita nafn mitt óska aS gerast
áskrifandi að blaðinu Sólöld sem verði sérstakt
blað fyrir börn laust við Voröld.
Eg lofa að senda borgunina þegar fyrsta
blaðið kemur út, ef mér þá líkar það og álít
verðið sanngjarnt. Ef mér líkar blaðið ekki
eða álít verðið of hátt þá skal þetta loforð vera
ógilt.
Naf-n ____________________________________
Pósthús ____________________________
Fylki ________________________
petta er aðeins gert til þess að það muni
ráðlegt að gefa út Sólöld sérstaka og við vænt-
um eftir að fá þessi eyðublöð klipt úr _.og fylt
inn og send sem allra fyrst.
ÚTGAFUNEFND VOEALDAR.
III,—Flekkur.
pegar þið hafið lesið sögur Smala hafið
þið í flestum atriðum lesið um Flekk,. Hann
lærði alla siði Smala. pó hafði hann sjó-
menskuna fram yfir; hann var jafnfús á að
fara út í bát og elta mann, en þá list var aldrei
iiægb að kenna Smala. Hann var sjóhrædd-
ur.
Eitt varð oft deiluefni milli hundanna,
Smala og Flekks. Við gerðum það til gam-
ans, að fá þeim kaðal spotta; láta þá taka í sinn
endan hvorn, og lögðust þeir svo á sem orka
leyfði. Smali vildi láta Flekk bera virðingu
fyrir sér, og refsaði honum oft óþægilega ef
honum þótti við Flekk, og var Flekkur fram-
anaf hræddur við Smala. pegar aldur og
þroski leið yfir Flekk fór þrælsótti sá út um
þúfur, enda var Smali orðin gráhærður af
þreytu.
Smali reyndi ávalt að færa sig nær Flekk,
með því að sleppa snögt og grípa svo nær og
nær Flekk; ætlaði hann með því að komast
svo nærri Flekk að hann þyrði ekki annað
en að sleppa. Aldrei sá ég Smala geta leikið
þessa list til fulls. Hann var jafnaðarlega
orðinn of þreyttur á toginu áður hann kæmist
alla leið, svo nærri hinum að hann yrði nógu
hræddur til að sleppa sínu taki, og komst hann
þó oft töluvert áleiðis. Venjulegast nrn'sti
Smali á þessari yfirgangs leið sinni, og var
Flekkur þá fljótur að grípa til fótanna og
hlaupa nokkura faðma, stansa þar,7setjast nið-
ur og hrysta spottan fram í hinn. Smali þoldi
honum það ekki, og gerði margar tilraunir að
ná spottann en þó gkildi milli þeirra æska og
HENDURNAR HENNAR
MÖMMU.
(Framhald)
—“Um pabba— Dóttirin vildi nema
staðar, en móðir hennar hélt áfram. — ‘ ‘ Hér sá
ég hann í fyrsta sinni-----þú heyrðir víst
engan nefna hann á nafn í Kristjaníu?”—“Nei
-----“Á eftir þessu neii varð nokkuð löng
þögn.
“—pað hefir sínar ástæður, að ég hefi
ekki talað nema fátt um hann við þig, Magna.
Nú skaltu fá að heyra þær — því nú get ég sagt
þér alt; fyr gat ég það ekki. ”
Hún beið þess, að dóttirin segði eitthvað
við þessu, en hún gerði það ekki.
Móðirin sneeri sér við til hálfs og henti í
áttina til járnbrautarstöðvarinna, nefnilega á
húsin sem stóðu þar til hliðar.---“Sérðu
breiða þak ið þarna til hægri handar við gisti-
húsið ? pað er samkomuhúsið, bókahlaðan,
auk alls annars. Föður þínum ber heiðurinn
af því; hann gaf alt efnið í það. — htú, jæja,
þar sá ég haún fyrst, eða öllu heldur, þaðan
sá ég hann fyrst, því ég sat í mannþyrpingunni,
sem ætlaði að hlýða á hann. Öll neðri loft-
hæðin er í einu lagi, með breiðum, hallandi
svölum yfir. — pað er bygt í amerískum stíl.
pú veizt, að faðir þinn ferðaðist þangað strax
og hann hafði lokið prófi. — Komdu, nú skul-
um við ganga lengra! — Eg elska þennan stíg
fram-með ánni.-----Eg gekk hann með föður
þínum á hverjum degi í sex vikur, eftir að ég
sá hann fyrst----og þá vorum við gift.”
“Eg veit það.”
“—pú veizt líka, að ég var hirðmær hjá
drotningunni, þegar ég kom hingað. Hún
ætlaði að ferðast lengra út með firðinum, en
vera fyrst nokkra daga um kýrt hér í fjalla-
sveitinni. — Við komum hingað á laugardags-
kvöld—eins og við núna—og ætluðum að
dvelja hér fram yfir helgina. pað var ótta-
legur fjöldi af fólki samankominn hér sunnu-
daginn, til að sjá drotninguna, því það spurð-
ist, a ð hún ætlaði í kirkju. Seinni part dags-
ins safnaðist það svo að samkomuhúsinu; það
ætlaði að hlýða á föður þinn —; ég hafði séð
auglýsing um það í gistihúsinu. Drotningin
llas hana líka; ég stóð við hlið hennar og
sagði: “Mig langar fjarskalega til að fara. ”
—“Já, farðu bara, ” svaraði hún, “en það er
þó líklega réttast að einhver karlmannanna
fari með þér. ” —“Hérna hjá bændunum—?”
spurði ég, og sá svo um, að ég fór alein.
Eg fékk sæti undir svölunum, rétt við
stóran glugga; úr honum sást langt út eftir
þjóðveginum. Og þegar Karl Mander var
7
ekki kominn á réttum tíma—hann gerði það
sjaldnast—, þá teygðu allir sig til að koma
auga á hann á veginum; hann átti þá að koma
úr þeirri átt. Eg horfði þangað líka,—og að
lokum komu þrír menn í augsýn, langt í burtu;
einn stór og tveir litlir. peir leiddust allir,
og sá stóri var í miðið. Ég sá mjög vel og
hugsaði með ‘sjálfri mér, að enginn þeirra gæti
það verið, því þeir flýttu sér alls ekki. peir
stóðu nefnilega kyrrir altaf öðru hvoru; hinn
sprettinn komu þeir slagandi ýmist til hægri
eða vinstri. -— Fólkið fór að hvísla og flissa.
pegar mennirnir komu nær, fann ég ósjálfrátt,
að sá stóri var Karl Mander------og ég fann
til blygðunar.”
“Hann var fullur?”
—“Hann var fullur, og þeir allir þrír;
augafullir voru þeir, bæði læknirinn og mála-
flutningsmaðurinn; það versta var, að hvor-
ugur þeirra var vinur hans eða skoðanabróðir.
peir höfðu ætlað að koma honum í klípu, því
það var tíðkað þá, að reyna að leika hann
grátt. peir áttu að sjá um að hann yrði full-
ur, en þeir urðu sjálfir enn þá fyllri. ”
“—Hræðilegt mamma!” Hún vildi nema
staðar, en móðirin hélt áfram göngunni.
—“Já. Ég hafði að vísu lesið bæði eitt
og annað um Karl Mander. En það er alt
annað að vera ásjáandi. ”
“Yarðst þú ekki hrædd?”
—“Jú það var viðbjóðslegt. En þegar
þeir komu svo nærri, að ég gat greint andlitin,
og allir viðstaddir, sem gátu séð þá, skellihlóu,
þá hvarf allur ótti frá mér. Og þegar þeir
komu fast að húsinu, þá virtist mér Karl
Mander svo sérkennilegur, að ég hafði beinlín-
is nautn af að horfa á hann. Eg hlýt að við-
urkenna það.”
‘ ‘ Hvernig sérkennilegur ? ’ ’
“Hann var lífsgleðin sjálf í persónu-
gerfi! — pó þú tækir riddarasveit á harða-
hlaupi til samanburðar, þá kæmist hún eigi í
hálfkvisti! — pessi þrekni beljaki með tigu-
lega höfuðið hélt þeim litlu báðum, sínum við
hvora hendi, eins og hann hefði tvö reiðalaus
skipsflök í seil. Og svo hló hann og æpti
fagnaðaróp eins og kátasti drenghnokki. Hann
var eins ljúfur og glaður á að sjá eins og mað-
ur gæti hugsað sér sólhvarfadaginn við Norð-
urpólinn! — Og hina, sem ætluðu að fylla
hann — því' eins og ég sagði þér var það leik-
ur heldri manna um þær mundir að reyna að
fylla Karl Mander—þá kom hann nú með, sigri
hrósandi. Hann var dæmalaust hreykinn af
því. Hár og herðibreiður, í ijósmökvóttum
fötum. Hann þoldi ekki hita. Hann var sólginn
í kaldaböð og baðaði sig,meðan nokkra vök var
að fá. —Hattinum, léttum of linum, hélt hann
á í vinstri hendinni. IJann gekk venjulega
þannig. Ileima gekk liann ætíð berhöfðaður,
og annarsstaðar hafði hann jafnaðarlegast
hattinn í hendinni.
Ilárið var feikimikið, dökt og hrokkið;
nú slútti það fram yfir þvergnýpt ennið—já,
já, þú hefir ennið hans — og svo skeggið! Ég
hefi aldrei séð eins yndislegt skegg. pað var
fremur Ijóst, en fjarska þétt; en einkennileg-
ast var það fyrir, hvernig það liðaðist.—pað
var beinlínis aðlaðandi — og það er skegg þó
sjaldan.-----Og svo augun, djúp og geislandi
—þú hefir dálítið af þeim—og þá nefið, snyrti-
lega bogið, því hann var snyrtimenni! ”
—“Var pabbi—?”
—-“Guð minn góður; hefi ég ekki einu-
sinni gefið þér neitt í skyn um það ? ’ ’
“Jú — en-------aðrir hafa------”. Hún
þagnaði, og nú nam móðirin staðar.
“Magna! Ég hefi hvorki getað né viljað
verja þig áhrifum frá öðrum. Meðan þú varst
barn eða unglingur gat ég ekki útskýrt þér
alla málavöxtu. pað hefði leitt þig til að
halda uppi vörnum fyrir því, sem þú hafðir
ekki þroska til að verja. Og það gat haft ill
áhrif á þig. — Og svo var nú fléira.
En nú skaltu fá að vita það: Frá því
fyrsta liefi ég aldrei lagt þér neitt ráð, sem
ekki var frá föður þínum. pú hefir aldrei
séð hann; en það get ég sagt þér, að þú hefir
aldrei séð eða heyrt nokkuð annað en hann. —
Gegnum mig, á ég við.”
“Ilvernig þá, raamma!”
“—pað kemur nú að því seinna. Fyrst
ætla ég að koma þér í skilning um, hvernig
hjónaband okkar varð til.”
“ Já, elsku—!”
(Framhald).
Afmælið hennar Emmu.
pað var 28. júní. Emma var lengi búin
að hlakka til þess dags; þá var afmælið henn-
ar. Hún hafði kepst við að læra sem bezt
lexíurnar sínar og fékk nú bezta vitnisburð á
öllum skólanum; og þó var hún með þeim
yngstu—ekki nema 8. ára gömul.
an hjá stórri tjörn, þar sem var hátt og fall-
egt gras og allskonar blóm, og völdu þar blett
fyrir samkomuna.
Ein af stóru stúlkunum hét Tobba á Mýrl.
Hún var kát og fyndin og henni datt þáð í
hug að láta Emmu bjóða tveimur drengjum
sem vorii að vinna í garði þar skamt frá. pað
voru þeir Benzi og Björsi í Haga. peir
pað var skrítið að afmælið hennar skyldi
vera 28. júní, einmitt sama daginn og skóla-
fríið byrjaði; henni fanst það nú samt varla
geta verið að skólastjórinn hefði l^tið skólafrí-
ið byrja 28. júní bara vegna þess að afmælið
hennar var. En hvað um það þetta vildi
svona til Emmu þótt.i það sérstaklega skemti-
legt.
Mamma hennar var búin að lofa henni því
að hún skyldi fá að bjóða krökkum í nágrenn-
inu á afmælinu hennar.
Emma litla hoppaði heim himinglöð og
voru bræður og allrabeztu piltar og höfðu
gaman af því að vinna á landinu hans pabþa
síns, tína illgresi úr akrinum, hlúa að kartöfl-
unum í garðinum og blómum í beðinu hennar
mömmu sinnar. Og svo var það líka þeirra
verk að tína upp eggin á hverjum morgni, og
géfa hænsunum.
Tobbu datt í hug að bjóða þessum
drengjum skrítilega. Hún var glettin stelpa
og skemtileg. Ilún skrifaði á miða það er hér
er á eftirá “Benzi og Björsi í Haga, farið juð
heim og þvoið ykkur, farið í sparifötin ykkar
brosandi þegar skólinn var úti. Hún kallaði
saman allar stelpur í nágrenninu: Guddu í
Gerði, Völdu í llaga, Æsu í Flóagerði, Önnu í
Skógargerði og fleiri. pær héldu nokkurs-
konar fund með sér til þess að undirbúa af-
mælishátíðina og komu saman úti á akri. Svo
voru fáeinar stórar stelpur sem höfðu verið
ósköp góðar við Emmu og hún varð að bjóða
þeim líka. pær lögðu á ráðin og sögðu
hvernig hátíðin ætti að vera. pær komu sam-
og komið í afniælisveizluna hennar Emmu;
þar verður gaman að vera; flýtið vkkur nú
strákar!” Svo tók hún hvíta hænu sem var
þar skamt frá og hún þekti að var frá Haga,
batt bréfið um hálsinn á henni með spotta og
rak hana af stað. Hænan fór af stað og heim
til sín. pegar hún kom heim sáu piltarnir
hana og þótti skrítið að sjá miðann uin hálsinn
á henni. peir hættu að vinna, tóku miðann,
lásu hann og urðu himinlifandi glaðir.
(Framhald).