Voröld


Voröld - 24.07.1918, Blaðsíða 1

Voröld - 24.07.1918, Blaðsíða 1
LJOMANDIFALLEGAR SILKIPJOTLUR ] til aö búa til úr rúmábreiöur — I “Crazy Patchwork.”—Stórt úr- ! val af stórum silki-afklippum, ! hentugar í ábreiður, kodda, sess- f ur og fl.—Stór “pakki” á 25c, I fimm fyrir $1. i PEOPLE’S SPECIALTIES CO. [ Dept. 23. P.O. Box 1836 \ WINNIPEG | Branston Violet-Ray ] Generators i Skrifiö eftir bæklingi “B” og | verölista. j Lush-Burke Electric Ltd. Í 315 Donald St. Phone Main 5009 I Winnipeg 1. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 24. JÚLl, 1918 NÚMER 24. BALDUR JÓNSSON Iíöfundur “Leaves and Letters,” gefin út af Boga Bjarnasyni, Wynyavd.Sask. Pegar iitið er til balfá yfir þessi fáu ár, björt'og heið, þar sem vonirnar biilcuðu og teigðu sig langt fram f ókomna tímann, og svo á sætið sem er autt, verður m;u\ni ósjálfrátt að segja með skáldinu: "Vel mundi bætá, Vel mundi kæta, Laufgrænn Rvistur - lágan runna.” pví það sem liggur eftir Baldur heitinn sannar að vel mundi bætt hafa hinn laufgræni kvistur vorn iága runna bókmentanna. Og tómlegur virðist runn- urinn nú, sviftur blómlegasta ltvistinum. Baldur heitinn Jónsson fæddist 24. janúar, 1887, að Mýri i Barðardal, sonui' heiðurshjónanna Jóns Jónssonar og Kristjónu Jónsdóttir, er þar bjuggu um alllangan tíma. En síðar fluttust vestur um haf. Er faðir hans enn á lífi, og á heima skamt frá Kandahar, Sask. Baldu? heitinn var snemma snortinn of óslökkvandi löngun til mentunar. Og lítt fær í ensku máli hóf hann skóla-göngu sína við Wesley skólann 1905, og vorið 1911 útskrifaðist hann með láði. Og það sem eftirtektaverðara er að hann þá hlaut lieiðurspening fyrir framúrskarandi kunnáttu í enksum bók- mentum. — íslendingurinn hafði ekki aðeins staðið hér lendum mönnum jafn- fætis, þrátt fyrir alla örðugleikana, heldur farið fram fyrir þá, og það í þeirra tigin sögu og bókmentum. Til þess getum við hinir glaðir hugsað tii, og þakkað fyrir þjóðernið. óþarfi er að minnast á baráttu þá og staðfestu sem til þess þarf fyrir fátækan útlendan ungling, að brjóta sig áfram á hinni erfiðu braut mentunarinnar, og ná tindinum sem ávalt blasti við. það tekur bæði þrótt, sjálfsafneitun og hugrekki, sem Baldui' heitnum var gefið í ríkum mæli. v Að loKnu háskólanáminu fór hann austur til Ottawa, var þar um tíma við bókmenta og sögulegar rannsóknir. Haustið 1913 tók hann að sér kennara embætti ? ið Jóns Bjarnasonar háskólann. En var þá farinn að verða var heilsubilurar. Vorið eftir fór hann á heilsuhælið 1 Ninette, og var ýmist þar eða hjá skyldfólki sínu það sem eftir var æfinnar. Eftir ianga og þrautseiga baráttu við vofuna hvítu andaðist Baldur heitinn 23 september, 1917. Baldur var mjög vel mentaður maður, og eins og hann einusinni komst sjálfur að orði, “fór ekki að mentast fyrir alvöru fyr en hann hafði lokið skólanámí.” Honum var sérlega ant um eyjuna norður í hafsauga, og bók- mentum hennar. Enda mun hann, ef til vill, hafa fyigst betur með íslenzkum bókmentum en flestir aðrir hér vestan hafs. Baldur heitinn var mjög vel gefinn, og prúðmenni í allri framgöngu. Hann bar andstreymi og erfiðleika með þögn og þolinmæði; og velgengi með ró og stillingu. | A síðustu árunum fór hahn að gefa sig við að rita. Ég sé hann í anda með ritblý í hendi—sængin er borðið, og koddarnir stóllinn. Ofur lítil þreyta hvílir yfir enninu, en bjartir geislar skína í aug- unum og holdgranna hendin líður hæglega eftir pappírnum. Og nú er ég nýbúinn að lesa það sem úr augunum skein—bókina sem hann var að smá skrifa undir þessum döpru kringumstæðum. Hún er fremur lítil, um 70 blað- síður. Ytri frágangur er góður, þó betur hefði farið ef útgefendur hefSu látið fylgja mynd og æfiágrip höfundarins. Ég 'nafði hálfpartinn gert ráð fyrir döprum, þungbúnum þönkum; en þvert á moti ljómai alstaðar af bjartsýnum, aðlaðandi hugleiðingum. Við að lesa bókina er sem maður dragist frá skarkalanum og hinni endalausu bar- áttu og útað einhverju kyrlátu vatni, þar sem hugsunin fær að líða upp í biámann og njóta í ró ognæði þess fagra í núttúrunni og lífinu.—Afogtiiýfást öldurnar og brota sjór mannlífsins bylgist um; svo lygnir aftur og alt verður kyrt og hljótt. Hið fiumlega sambland af skáldlegum ímyndunum, heimspekislegum hug- leiðingum og laundrjúgu háði, gefa bókinni alt annan blæ en þann sem maður á við að venjast. Eins og Free Press kemst að orði þar sem minst er á bók- ina: “K.iimurinn er fullur af bókum sem ekki liafa neytt frumlegt líf að geima. j'essi bók er ekki ein af þeim. Plún er lifandi bók.” Eg si.al ekki leytast við að far ítarlega út í nein atriði bókarinnar, vil að eins geta þess að hún mun eitt af því bezta sem fslendingar hér vestra hafa lagt iil bókmenta þessa lands. Sem sýnishorn af ritverki Baldurs heit- ius fyigir efti'rfarandi grein: BRé’F HID FJÓRTANDA—ENGILLINN OG FERDAMADURlNN. (Lauslega þýtt). Ferðamaðurinn var ú alfaraveginum. Hann hafði komið fram'úr drungan- Um, og vissi ei hvert leið skyldi haldið. Sólin var heit og hann var þreytt- ur. pá sá hann engilinn. En ferðamaðurinn vissi ekki að hinn ókunni, er sat í skugga klettarins mikla, væri engill; og hann settist við hlið hans í for- rælunni, og þerraði svitann af brá sér.— En Engillinn mælti til ferðamannsins og sagði: BANDAMENN VINNA STORSIQUR; TAKA 20,000 FANQA 00 400 BYSSUR. TAKA 200 FERMÍLUR AF LANDI, ÓGRYNNI VISTA. BANDARÍKJAMENN GANGA HART FRAM; pJÓDVERJAR FLÝJA OG BRENNA AD BAKI SER BORGIR OG BÆI. STÓRKOSTLEGUR UÍIDIRBÚNINGUR TIL pESS AD VEITA pJÓDVERJUM FREKARI ÁRÁSIR. HÆSTIEETTUR CANADA DÆMIR GILDAR STJÓRNAR RÁDSTAFANIR SEM AFTURKÖLLUDU UNDANpAGUR HER- MANNA. STÓRKOSTLEGT VERKFALL. ALLIR PÓSTpJÓNAR I CANADA HÆTTA STARFI EFTIR LANGVARANDI OG ÁRANGURS- LAUSAR SANNGJARNAR KRÖFUR. “pessi vegur er erviður, og þú hefir komið langt að. Legg leið með mér.” Og hann benti á slóð er lá frá aðalveginum. Ferðam.aðurinn undraðist yfir rödd engilsins, því í henni var staðfesta og Iieimild. “pví ætti ég að leggja leið méð þér, mér ókunnum? Hvað hefir þú að bjóða sem freistað gæti ferðamannsins til að yfirgefa alfara veginn og leggja út á óþek'ar slóðir?” “Sá óím leggur leið með mér fær að vita að lokinni ferð hvað gestrisni min felur sér í skauti.” “Mun þar ei sirit né erfiði; og mun nvíla min mjúk eða varir mínar si'.rælnaöar, munu þær ei kenna þorstans? “Jafn el svo mun verða. Kom!” “Munu þar engin tár eða andvörp; né skilnaður þeirra sem í hamingju lifa samaii?” “Nei, en kom!” “Mun þar ei hið fyrii'boðna vera þráð, né ,hið ófáanlega sókst eftir?” “Til er land, þar sem draumar eru fyrirheit, og hugsjónir helgur sáttmáli. pangaS fö'.um við. En flýt þér, því skuggarnir lengjast.” Ferð imaðurinn leit upp til himins, síðan niður á jörðina. Dökkblá skýin voru að stiga upp, og golan kom svífandi frá þúsundum akra, þrungin af ilm hinnar fr.'ðsömu jarðar, boðandi hið langþráða regn. “pví ætti ég að hraða mér? Mun þar góðlegum dropum rigna á glugga mína, eða miljónir glitrandi laufa dansa 1 sólskininu?” “Eg má ei segja þér.” “Syngja þar fuglar, eða brosa börn og biðja mæður?” “Spyr enkis meir. Ég fer, og þú verðui að koma, annars munu vegir okkar skilja.” “þú ókunni, mun þar vingjarnleg samverán; ástar-raddir élskenda hljöma | í eyrum; munu þar vinir fagna komu vorri, og blessa burtför vora?” “pessv.m spurningum mun svarað, en ekki nú. Mun þú mér samferða?” Engil'inn stóð upp og bjó sig til farar. Ferð.rmaðurinn leit auguuum upp til hinna þungbúnu skýja. Og mælti þreytuleg.i: “Nei, ég verð liér.” Pegar hann leit við var engillinn horfinn. Og feroamaðurinn huldi liöf- uöiö í hö. dum sér. Ilann beið. ALMENNAR FRETTIR Lögregluþjörar í Winnipeg, hafa myndað með sér félag eins og aðrir verkamenn og geta því gert reglulegt verkfall ef þe.im finst nauðsyn til Bæjarstjórnin neitaði þeim ekki um félagsmyndunira en næsta dag var því lýst yfir að 25-30 lögregluþjónar yrðu látnir iiætta og tölu lögreg’u- liðsins í bænum fækkað sem því svar- aði; kveðst bæjarstjórnin gera þetta til sparnaðar á meðan dýrtiðin sé. Verða nú lögregluþjónarnir alls um 180. J. D. McGregor heitir maður í þjónustu sambandstjórnarinnar, sem að því vinnur að áætla uppskeru, vinnukraft og fleira. Hann hefir ný- lega samið skyrslu þar sem hann lýsir því yfir að i Vestur Canada þurfi 46,000 menn f'eiri til uppskeru verka í haust en þar séu: í Manitoba vantar 10,000, í Saskatchewan 20,000; í Al- berta 6,000 ti) 7,000, o.s.frv. Manitoba sl.jórnin lánaði $180,000 til bænda árið sem leið til þess að kaupa fyrir giipi. Bændur keyptu gripina með því skilyrði að borga 25 pró cent við móttöku og hitt á löngum tíma. Allir borguðu áður en skuld- in féll í gjalddaga. petta fyrirkomu- lag stjórnarinnar hefir reynst ágæt- lega, enda lætur Winkler ráðherra sér einkar ant um hag bænda. VERKFALL UM ALT LAND Um nokkra daga að undanförnu hefir vofað yfir eitthvert víðtækasta verkfall sem nokkru sinni kefir átt sér stað. í þessu verkfalli taka þátt ef það verður, 70,000 manns, sem vinna á járnbrauta verkstðum og tugir þúsunda annara manna þeim til liðs, þar á meðal símritarar. Heimta mennirnir að kaup þeirra sé hækkað allmikið, sókum þess að lífsnauðsyn- jar hafi hækkað í verði. Segja þeir að sendinefnd eftir sendinefnd, bænarskrá eftir bænai'skrá og krafa eftir kröfu hafi komið fyrir stjórnina í því skyni að hún tæki í taumana og bannaði okurfélögum að halda áfram að hækka verð á lífsnauðsynjum fram yfir alla sanngirni. Við öllu þessu segja þeir að stjórnin hafi daufheyrzt og eina ráðið sé því að láta hart mæta hörðu og hækka kaupið eftir því sem vörurnar hækk- uðu. petta segja þeir að sé eina ráðið og það fáist ekki nema með verkfalli. Lærðir verkmenn á járn- brautarverksmiðjum vilja fá 75 cent um klukkutímann; þeir næstu 62% cent, og aðrir 56% cent. AUKAplNG I MANITOBA Tribune flytur þá frétt^á föstudag- inn að ekki sé ólíklegt að Manitoba þingið verðu bráðum kallað saman. Astæðan er gefin sú að fylkisstjórnin verði að veita $1,000,000 eða meira til þess að kaupa fyrir nautgripi. Ráö- herrarnir voru kallaðir saman í skrif- stofu J. D. McGregors, vistaumsjónar- manns á fimtudaginn,en á föstudaginn var haldinn fundur gripasölumanna og fjármálanr.nna. Var þar samin og send til sambandsstjórnarinnar áskor- un um það að ákveða fast verð á heyi. Sömuleiðis var skorað á fylkisstjórn- ina að hefta útfiutning á ungum kvíg- um. Var sagt að bændur keptust við að flytja burtu gripina vegna hræðslu við fóðurskort; höfðu t.d. 4,000 gripir verið fluttir frá St. Boniface á fimtu- daginn. Er álitið að verð á gripum hækki mjög og noti menn sér það í Bandaríkjunum til þess að lcaupa þá i stór hópum. Stungið var upp á _þvi að fáeinir menn mynduðu nokkurskonar kaupa- félag til þess að kaupa gripina hér í Winnipeg og koma þeim síðan fyrir í norður hluta Manitoba, þar sem menn gætu fóðrað þá í vetur. Var stungið upp á að Manitoba stjórnin veitti $1,- 000,000 til fóöurs og naut-fjárkaupa og ef stjórnin gæti ekki veitt það á nefndarfundi þá væri ráðlegt að kalla skyndilega saman þing. r Tveir íslenzkir hermenn RAGNAR JÓHANNESSON. pr Jóhannesson er fæddur í Gardarbygð í Norður Dakota p.1896. ólst liann þar upp með foreldrum sínum—Jóhan- íessyni og Jóliönnu Jóhannesdóttur frá Leiðarhöfn í íorður-Múlasýslu á íslandi—þar til árið 1906 að hann Irum sinum flutti í Vatnabygðina I Saskatchewan. ilÉiffl^JWlftmar-og^pói'ariun numI-J íöm!, íjórar mílur norðaustur af Wynyard. f Aprílmánuði 1916 innritaðist hann í Canada-lmrir.n í 223 hAdeildina. Fór til Englands í April 19Í7 og til Frakklands í Júnímánuði sama ár. pegsr hann innritaðist í herinn var liann í þann veginn að Ijúka námi í miðskólum fylkisins; stundaði hann það nám í Wyn- yard bæ. stóð próf sín æfinlega prýðis vel því að hann hefir mjög farsælar gáfur. Skaraði sérstaklega framúr í stærðfræði og reikn- ingi. Haldi hann áfram námi þegar heim kemur, getur hann inn- ritast í annan bekk fylkisháskólans. Utanáskrift hans nú er No. 294252 Pte. Ragnar Jóhannesson, A Company, 27 Battalion, Canadians, B. E. F., France. pÓRARINN HALLDÓR póRARINSON Hann er sonur Magnúsar pórarinssoaaf og konu hans Elísa- betar Daníelsdóttur. Hann er fæddur í Hallsonbygð í Norður Dak-_ ota 22. Agúst 18985. pað sama ár fluttu foreldrar hans sig til Pine Valley i Manitoba, en árið 1902 til Blaine, MTashington. Hjá for- eldum sínum hefir hann einatt dvalið, þar til 10 'Desember 1917, að hann brá sér til Bellingham, Washingt', n, og innritaði sig sem sjálfboði í sjóher Bandaríkjanna. Var þá næstum strax sendur til Mary Island í Calfirnia, og þar var hann til 9. Marz s.l., þá var hann sendur til Philippine eyja og er þar sem herlöggæzlumaður. En algjcrlega er það óvíst hversu lengi að hann verður þar. Peim er ekki markaður bás meir en svona og svona þessum hermönnum. Pegar þetta er skrifað, er gæzlustöð hans að Olongapo, P. I. Marine Barracks. Halldór var mikil stoð foreldra sinna, duglegur og mynd- arlegur til allra verka og töluvert hneigður fyrir smíðar. Framan af árum sínum var hann heilsutæpur, og af þeim orsökum misti hann mikið af alþýðuskólamentun sinni. En af bréfum að dæma, sem eg hefi séð frá honum, sem öll eru skrifuð á ensku, er hann býsna vel að sér, og hagnýtir sér vel þá reynzlu sem hermannslíflð veitir honum; tekur vel eftir öllu og verður þarafleiðandi fróður ef guð og lukkan fylgja honum. Hann er í $1,000 lífsábyrgð hjá New York Life, og $1,000 hjá Woodmen of the World; og svo hefir hann $10,000 lífsábyrgð hjá Uncle Sam. petta sýnir þáð, að maður sá hugsar meira en um daginn sem er að líða. Utanáskrift til hans er Mr. Dorie Thorarinson, Olongapo P. O., Marine Marraeks. J. P. ÍSDAL. SVÖR. 1. Hannes Hafsteinn. 2. Hannes Hafsteinn. 3. Starf-ið er margt, en eitt er bróð- ■ urbandið hvernig sem stríðið þá og þá er blándið,—- það er að elska og byggja og treysti á landið. 4. Foreldrar Verða að innræta börnum sínum að ómannlegt sé ac kunna ekki möðurmálið sitt,—en það sé mentun að tala mörg tungumál. 5. Trúarmála deilur. 6. Theodóra Thoroddsen (ekkja Skúla Thoroddsen). Guðsþjónusta verður haldin i Skjald- borg næsta sunnudagskveld, kl. 7. Guðmundur Johnson flytur þar erindi. Allir velkomnir. BRUNASJ6DURINN Ingibjörg Bjarnason, WinnipQg.. $1.00 Mrs. Steph. Stephenson, W’peg.... 1.00 Mrs. Ragn. Sigurðson W,peg .... 1.00 Benedikt Kjartanson, Mikley .... 1.00 Mrs. Theod. Thordarson, Mikley 1.00 Guðmundur Fjelsted, Gimli.... 1.00 Geir Búogason................ 1.00 E. T., Winnipeg ............. 1.00 E. Björnsson, Selkirk........ 1.00 Mrs. J. Jónasson, Riverton... 5.00 Sigurjón Jóhannsson.......... 1.00 $15.00 f sjóðin hefir Vorðld.. alls verið sendir $248.75, sem afhentir eru. Tr. E. Thorsteinson.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.