Voröld


Voröld - 24.07.1918, Síða 4

Voröld - 24.07.1918, Síða 4
Bls. 4 VORÖLD. Winnipeg, 23. júlí, 19X8. \ kemur út á hverjum þriðjudegi. Ctgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Voröld og Sólöld kosta $2.00 um árið í Canada, Bandaríkjunum og á íslandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Farmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, Stríðsmálin Aðaimálið sem nú er og hlýtur að vera á dagskrá hér hjá oss er stríðið. 1 sambandi við stríðið hugsa menn og tala fremur öllu öðru. pað er J jóðinni áhugamál að þannig sé unnið að strfðinu frá vorri .hálfu að það gcti komið bandamönnum vorum að sem beztum og •j'ullkomnustum notum. En til þess er margt nauðsynlegt. Á því ríður meðal annars að eiiis mikill jofnuður eigi sér stað í sambandi við herskyldulögin og mögulegt er; að jafnframt því sem þeir séu teknir sem missast mega •.rU ekki að óþörfu gjöreydd heimili á vissum stöðum, og ekki sé tek- inn einn eða seinasti sonur farlama ekkju eða hún skilin eftir með öllu fyrirvinnulaus, eða foreldrar sem komnir eru á grafarbarminn af elli og þreytu séu svift öllum sonum sínum. Vér þoruin að fullyrða að herlögin eða andi þeirra krefjast þess ekki að þannig sé að farið. Vér trúum því að þar sem slíkt á sér stað sé það ekki stjórninni að kenna. Vér vitum að yfirmenn hersins hér í Winnip.eg ætlast ekki til þess. Vér höfum í síðastliðna 2-3 mánuði \ erið svo að segja daglegur gestur í herbúðunum í því skyni að reyna að hjálpa því fólki sem eins stendur á og vér höfnm lýst. Vér höfum uidrei favið fram á ósanngirni; aldrei beðið um undanþágu né burt- f&rarleyfi fyrir hrausta menn og herfæra nema því að eins að heim- ilis ástæður hafi verið slíkar að voði hafi verið á ferðum- Vér höfum skýrt máiið fyrir herforingjunum og þeir hafa allir undantekningar- laust sýrC oss kurteisi og veitt oss áheyrn, og þegar þeim hefir verið skýrt málið sanngjarnlega og rétt þá hafa þeir alloft litið á það sömu augum og vér og leyft mönnunum að fara, ýmist um tíma eða fyrir fult og a!t. I stuttu máli, þeir hafa sýnt sanngirni. pað er því oft- ast af einhverri vanþekking á högum fólks og kringumstæðum þegar ínönnum er haldið í hernum sem með engu móti rnega fara að heiman og eru eina fyrirvinnan ekkju eða yfírgefinna foreldra. petta er verkefni fyrir vora leiðandi menn sem eru í háum stöð- um; þeit eiga að grenslast eftir kringumstæðum fólksins og biðja um iíkn fyrir þá sem uppgerðarlaust og með öllum rétti eiga heimtingu á að vera heima samkvæmt yfirlýsingu stjórnarinnar, og samkvæmt stefnu herforingjanna sjálfra. Vér minnumst þess nýlega að vér fórum vestur í Minto herbúðir moð fjörgamalli' og farlama ekkju sem átti einn son er tekinn hafði verið og hún skilin eftir með þrjár jarðir, stóran akur og marga gripi. Vér fekýrðum málið fyrir einum hershöfðingjanna og hlustaði hann á oss með athygli. og kurteisi. pegar vér höfðum lokið máli voru sagði hann brosandi og bróðurlega: “Éf þessi saga er sönn þá er sjálfsagt að sleppa manninum tafarlaust.” Skjöl og skilríki voru skoðuð og sagan reændist sönn; lierforing- inn kom út aftur og sagði að maðurinn fengi lausn á morgun. ♦ petta er að eins eitt dæmi af mörgum; en það er eins og sumir wrra leiðandi manna vegri sér við því að hjálpa fólki á þennan hátt. p< ir virðast vera hræddir um að það setji á þá einhvern landráða- blæ ef þeir reyni að ná nokkrum lifandi manni úr hernum. En sann- ltikurinu er sá að stjórn landsins og herforingjamir líta á það öðrum angum. Vissulega mundu þeir sem hernum stýra ekki telja þann mann hollan sem reyndi að losa menn úr hernum án góðra og gildra á :tæða, en herskyldu lögunum sjálfum er með því bezt hlýtt og stríð- inu sjálfu er þannig mest lið veitt að ekki sé óþarflega og óhyggilega þ^engt aö fólki. pað er skylda allra borgara landsins, hvort sem þeir hafa verið með herskyldulögunum áður en þau voru samþykt eða ekki, að hlýða þeim og fylgja í orði og athöfn eins og öðrum lögum. En til þess að sem öruggust sé þátttaka manna alment, og lil þess að sem mest sé samúð og ánægja þrátt fyrir óhjákvæmilegar I'yrðar sem menn verða að bera og hljóta að þola vegna stríðsins, er það áríðandi að allir geri sér far mu að vinna samvizkusamlega og beita engri ósanngirni né óþarfa ójöfnuði. Stríðinu ve?-ður ekki betur með öðru unnið sigurvænlega fyrir vora hlið en með því að breyta samvizkusamlega við fóllcið og leggja þyngstar byrðar á þær herðar sem hraustastar rru, en hlífa hinum sem veikir eru og vanburða. Og vér endurtökum það, að vér teljum þetta vera vilja stjórnar- innar og stefnu herforingjanna og vér teljum það líklegt að þegar •öðruvísi lítur út þá sé það fremur af misskilningi þeirra — aðal sekt- in—sé um hana að ræða—liggur hjá peim sem eiga að vaka yfir vel- ferð fólksins, kynna sér kringumstæður þess og haga sér eftir þeim í tillögum sínum við hervöldin. Hann Jónas á báðum buxunum Einn sinni var maður á Islandi, sem hét Jcnas og var kallaður: “Hann Jónas á báðum buxunum.” Hann hafði lengi langað til þess að verða undirtylla við verzlun og hafði í því skyni rægt mann sem þá stöðu hafði þangað til hann var rekinn og Jónas komst í sætið hans sjá’fur. “Nú held ég hann verði á báðum buxunum!” sagði gómul kona þegar hún frétti þetta, og eftir það hölluðu ólukku strák- amir hann aldrei annað en “Hann Jónas á báðum buxunum.” Oss kom þessi saga í hug þegar vér lásura síðasta Lögberg— skrítið hvað manni dettur í hug ósjálfrátt stundum!— Séra Jón Bjarnason sagði einu sinni að slíkt væri æfinlega af því að eitthvað bæri manni fyrir augu líkt því seu; manni dytti í hug. En svo getur honum hafa skjátlast—hann var víst aldrei ríkur mað- ur og alcirei neinn fasteignakaupmaður.—Yér sL"ppum því þess vegna og leggjum engan dóm á það hvernig á því slandi að manni dettur Vmislegt ósjálfrátt í hug.---- Andlega mynd flytur Lögberg af manninum, sem loksins hafði það af að komast upp í ritstjórastólinn. Greinin sú heitir “Á glap- stigum, ’ og er hógværðin sjálf eins og vænta iriátti af jafnhákristn- um manni og höfundurinn er. Að vísu hafa slæðst inn í greinina nokkrar setningar sem ekki er mikill helgi blæt á, svo sem “hauga lýgl,’ ’ o. fl., en það hefir náttúrlega verið óvart. Ástæðan fyrir því hversu prúðmannlega greinin er rituð er skýrð í greininni sjálfri. Höfundurinn segir að ekki sé hægt annað en að vmna hverju því máli sem um«r að ræða “stórtión” ef illdeilur ltom- ist inn í það. pess vegna hefir hann gætt þess svo einstaklega sam- vizkusamlega að hleypa engum illdeilum inn í þetta mál, sem honum er svo hjartfólgið. Yel liugsað og virðingarvert. “En jafnvel englum aetur skjátlast,” sagði Steingrímur og þess vegna er það, að þótt ritstjóri Lögbergs sé svo and lega Jireirm pg kristilega sápu- þveginn að enginn daunillur þefur finnist af honum, aftan né fram- an þá er hann ekki alvitur og því getur honum skjátlast. pað hefir l.onum orðið á í þetta skifti. Hann segir að ritstjóra Voraldar sé “meinilla við Lögberg, sannleikur og ganngirni sé honum emskisvirði ef liann geti aðeins rægt Lögberg og þá sem að því standa.” Héri.a skjátiast honum. . Ritstjóri Voraldar minnist þess ávalt n.eð þal’klæti hversu góðri samvinnu hann átti að mæta við þá sem f ð Lögbergi standa, meðan hann var ritstjóri pess. Undantekning kann að hafa átt sér stað með þann sem að I.ögbergi situr—en svo skiljum vér nú ástæðuna fyrir því þótt hún væri oss þá hulin. Vér áltum mest saman við þá að sælda: Jón Vopna, Iljálmarson Her- mann, Kristján Ólafsson, Thos. H. Johnson og séra B. B. Jónsson, Iljálmar Bergmann, Thorsteinn Oddson og vér getum sagt það með sanni að frá þeim tíma höfum vér ekkert um þá menn að segja nema }.rð allra bezta og fyrir kynninguna og samvinnuna verður oss æfin- ’ivga hlýtt til þeirra- Lögbergsritstjórinn (!!) talar um “Bolsheviki liugsjónir sem með Rínargulli (þýzku gulli) hafi verið breiddar út um öll lönd. ” pessi setning gefur oss grun um það hver hafi verið höfundur þeirrar sögu að Ögmundur Sigurðsson, skólastjóri, náfrændi Lögbergsrlt- "tjórans, hefði kömið með þýzkt gult (Rínargull) hingað vestur tíl þess að gefa út Voröld, í félagi við Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Sicrítið hvernig ýmislegt snýst. Lögbergsritstjórinn (!!) segir að hvorki ritstjóri Voraldar né nokkrir aðrir þurfi að vonast eftir neinum styrk stríðsafstöðu hans til handa frá nokkrum sönnum Canadaborgara. Ritstjóri Voraldar hefir leyfi eanadisku stjómarinnar til útgáfu blaðs síns með fullum réttindum og hefir hún (stjórnin) enn ekki fengið umsjón prentfrels- islaganna í hendur ritstjóra(!!) Lögbergs. Að því er stríðsafstöð- una snerlir, þá hefir ritstjóri Voraldar óhikað fylgt stefnu Sir Wil- frid Laurier’s, sem oss vitanlega hefir enn ekki verið talinn ósann- ari Canada borgari en fasteigna kaupmaðurinn frá Transcona. Vilji Lögbergsritstjórinn (!!) telja þá alla ósanna Canada borg- ara sem fylgja stríðsstefnu Voraldar þá verða þeir margir íslenzku iandráðamennirnir í Canada. Ritstjórinn (!!) prýðir grein sína með því orðatiltæki að pýzka- landskeiiari daðri jafnt við allar kirkjudeildir, sem séu honum nógu eítirlátrr—undm' eðlilelgt að þetta kæmi honum í liug einmitt nú á þessum kirkjudeildar daðurs tímum. Vér birtum hér eina hógværa grein úr þessu ritsmíði; hún er þannig: “Vér minnumst þess ekki að hann (ritstjóri Voraldar og stofnandi Sólskins) hafi látið sig_ þjóðernismál Vestur-ís- lendinga nokkru varða. Oss vitanlega hefir hann aldrei lagt neitt á sig í sambandi við það og ekki lagt til þess grænan eyrir né heldur ráð sem því hafa getað verið til stuðnings.” Viðvíkjandi þessu get- um vér tekið undir með honum sjálfum og sagt: “Vér leggjum það •ílið sem. vér kunnum að hafa gjört og verið hefir velferðar málum Vestur-íslendinga til gagns, undir þeirra dóm, en látum oss í léttu rúmi liggja, þeirra dóma sem ekkert mæla á aðra vog en aura v’gt eða dala. Um manngildi ritstjóra (!!) Lögbergs höfum vér rldrei dæmt en sem ritstjóra aðeins, og má vera að hann finni það nú að hverri vegsemd fylgir vandi nokkur- Eins og vænta mátti er heilmikið af sannleika í þessari kurteisu grein. Höfundurinn segir, t.d., að ritstjóri Voraldar sé fátækur. Sem sannkristnum manni er að heyra að honum þvki það ljótt, eins og eðlilegt er nú á dögum. Reyndar minnir oss að einhver gömul trú- arbrögð kenni það að ríka manninum hafi v ;rið heitt þegar hann vaknaði, og að honum gengi illa að komast inn um dyr sælunnar, en að hinir fátæku séu sælir; en sú trú er sjálfsagt orðin úrelt, “pví guð og menn og alt er orðið breytt, og ólíkt því sem var í fyrri daga.” En annars verður vesalings ritstjó.i Voraldar að viður- kenna s..kt sína í þessu efni, en hann færir sér það til afsökunar og málsbótar að hann komst aldrei í kullkistur Midland brautarinnar né Transcona lóðanna. Mættum vér að endingu beina nokkrum spurningum að hinum prúða ritstjóra Lögbergs, sem auðvitað svarar þeim þannig að ekki komist iildeilur inn í til þess að spilla fyrir máiinu. 1. Lf ritstjórinn (!) álítur það Bolsheviki anda að eyða.kröft- um sínum í nokkurt annað mál en stríðsmálin á meðan á því stendur, hvernig f.tóð þá á'því að fyrir hans tilstilli var kostaður maður af al- manna f í hingað vestur frá íslandi og ekkert tilsparað, til þess að licfja héi' allslierjar þjóðemis baráttu eftir að tlriðið hafði staðið yfir í tvö ár? 2. Ef það var í því skyni .gert að kljúfa Vestur-lslendinga að 6 ,ka eftir samvinnu allra kirkjufélaganna og Goodtemplara félags- ins í viðl.aldi íslenzkrar tungu er þá ekki fulltrúi kirkjufélagsins, sem nú er að ferðast í sömu erindum að kljúfa þá? 3. Ef ekki mátti dreifa kröftum vorum fiá stríðinu með því að ræða viðhald tungu vorrar né gera neitt annað sem ekki væri í stríðs parfir, hcersvegna var þá eytt tíma, fé og kröftum til kirkjuþings? hvers vegna var þáð ekki lagt niður þangað til eftir stríðið? 4. Ritstjórinn (!!) telur það ógætnis og ógæfumerki að vilja vínna í sambandi við kirkjufélagið að viðhaldi tungu vorrar. Heldur hann að anda séra Jóns sáluga Bjarnasonar hafi fundist það sérstakt gætnis- og gæfumerki þegar kirkjuþingið “hefti umræður” í því máli eins og Lögberg viðurkennir að það hafi gert? 5. Hvenær kom sá vísdómsandi yfir ritstjórann (!!) að ekki mætti viuna að þjóðemismáli voru meðan á slríðinu stæði? pað hefir vei Ið einhvern tíma eftir 25 apríl, 1918, því þá er íslenzkt þjóð- ernisviðhald honum fyrir öilu. Hvenær sannfærðist hann? 66. Veit ritstjóri (!!) Lögbergs það að kirkjufélagsfólkið yfir höfuð er með því að áfram sé haldið nú og ávalt að vernda tungu vora en að niðurskurðarstefnan er aðeins örfárra “leiðandi” manna- 7. Vill ritstjórinn gera svo vel að benda á þau æsinga eða Bolsheviki atriði sem eru í bréfinu til kirkjuþingsins.? pegar ritstjórinn (!!) hefir leyst vel úr öllum þessum spurning- um—og sérstaklega þeirri fyrstu þá eru til fáeinar fleiri handa hon- ’im að spreyta sig á- Látum vér svo úttalað að sinni við þennan hógværa embættis- iu’óður vom. Skrí ið er þetta!—pegar vér erum að sleppa pennanum og leggja frá oss blöðin, dettur oss aftur í hug “hann Jónas á báðum buxun- nm.” ' Langt yfir skamt Vér verðum öðru hvoru varir við að fólk héðan fer suður til Eochester til þess að leita sér lækninga lijá Mayo bræðrum. pessir uænn eru ágætis læknar og hafa mikið orð á sér, og er það ekki fyrir vantraust a þeim að oss sarnar stundum þegar þetta kemur fyrir. Vér teljum það skyldu allra ærlegra blaða að leiðbeina alþýðu fólks í öbu því sem not er og nokkurs virði, og begar um heilsu fólks cr að ræ'ða þá er mikið í húfi. pað er eðlilegt að þá sé þangað farið sem mestrar er líknarvonin. En vér Islendingar erum óvenjulega lánsamir í þessu tilliti; lílc lega á hór enginn útlendur þjóðflokkur mann stm hefir þá tvo hæfi- Icika á hærra stígi er skurðlækna þurfa mest á að lialda, en Dr. Brandson, landi vor; það er þekking í þeirri grein óg samvizkusemi. pegar vér tölum um þetta vitum vér hvað vér segjum. ' Vér þckkjum lækna sem stundum er gjarnt til þess að ráðleggja upp- 'kurð þóit ekki sé þess þörf; er það ýmist gert í fjárhagslegu tilliti sjálfs sín vegna eða af stærilæti. Vér þekkjum lækna sem ekki veita sjúklingum sínum eins nákvæma athygli eftir uppskurðinn og vera ætíi. En með Dr. Brandson er öðru máli að gegna. Vér höfum stundað lækningar í atta ár og sent honum marga sjúklinga til upp- kurðar og vér höfum sjálfir verið undir hans hendi. Vér vitum af rcynslun.ni að þann mann brestur hvorki vilja né bekkingu til þess að lúma þeim með hnífnum sem til hans leita- Flestir menn bera það sem á sjúkrahúsinu hafa verið undir hans hendi, að þeim liafi fundist sem líf færðist í þá t g þeir fyllast nýrri von er hann hefir komið inn svo mikið traust og tiltrú fylgir honum i peirri grein. Sannleikurinn er sá að þeir sem fara suður til Roehester eiga sér alls ekki vissari bata en hinir sem til Dr. Brandsons leita. Sá sem deyr í hcns höndum þegar hann heldur á hnífnum er sannarlega feig- ur, og sá sem ekki fær bót meina sinna hjá honum, ef uppskurður þ a rf, fær það tæpast annarstaðar. Ekki þarf þessara fáu orða til þess að auka aðsókn að Dr. Brandssyni og ekki búumst vér við að honum sé nokkur þægðí þeim, því hann hefir sannarlega nógu mikla aðsókn, en vér teljum það f-kyldu vora að benda hinum-sjúku á það hversu fráleitt það er að fara eins langt fyrir skamt og gert er þegar þeir fara suður til Rochestcr og fram hjá Winnipeg, og það getun vér sagt með sanni að ekki mundum vér sjálfum oss annan fremur kjósa um hvaða sturð sem væri ?ð ræða en Dr. Brandsson. Eins og vant er C. B. Júlíus, stjórnarnefndarmaður Voraldar, kom norðan frá Nýja íslandi fyrra laugardag; hafði verið þar í erindum fyrir Voröld og Ilecla Press. Blaðið seldi liann á hverjum eirasta heimili þar sem það var ekki áður, og hluti seldi hann svo að segja hvar sem hann kom- Ilann var aðeins noklcra daga í ferðinui og seldi hluti fleiri og færri. fimtíu og fimm (55) manns. C. B. Júlíus lagði af stað í gær til LangixrJx bygðanna í sömu crindum og verður þar nokkurn tíma. Efast Voröld ekki um að honum 'verði þar vel tekið sem annarsstaðar. Nöfn hlutakaupend- anna biríast næst. G. P- Thordarson, starfsmaður Voraldar fór norður til Selkirk í vikunni sem Ieið og dvaldi þar tvo daga í erindum fyrir Voröld, Sól- ö.d og ITecla Press. Hann fékk 30 nýja kaupendur þar og milli 30 til 40 kaupenda að Sólöld, auk þess sem hann seldi nokkra hluti. Var áiangurinn af ferðinni frábærlega góður, sérscaklega vegna þess að Klemens Jónasson hafði unnið einstaklega vel fyrir félagið áður. Tiiordaison hefir tekið að sér að finna fólk í bænum og búumst vér við að hcnum verði vel tekið. SÓLÖLD hefir verið send öllum áskrifendum Voraldar, til sýnis. Ef ykkur fellur við dótturina þá sendið dollarinn sem allra fyrst og missið ekkert eintakið. VORÖLD PUBLISHING CO., LTD., 482y2 Hain Street, Winnipeg. HECLA PRESS, LTD. Phone G. 4252. Smátt eða stórt ef það aðeias lýtur að prentverki MUN ÁVALT BEZT ’AF HENDI LEYST OG FYRIR SANNGJARNAST VERD HECLA PRESS, LTD Farmers Advocate Bldg. Winnipeg].

x

Voröld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.