Voröld


Voröld - 24.07.1918, Qupperneq 6

Voröld - 24.07.1918, Qupperneq 6
Bls. 6 VORÖLD Winnipeg, 23. júlí, 1918. TIRES 32x4 FISK Non- Skid $30.00. BREEN MOTOR CO., LTD. 704 Broadway Sími Sherbr. 657 RTJBBER STAMPS, STENC- ILS, SEALS, CATTLE EAR BUTTONS, Etc. pegar þið þurfið stimpla insigli, signet o.s.frv. skrifið til hins undir- ritaða. Sendið eftlr ókeypis sýnishorni af Gripa Eyrna Hnöppum. Canadian Stamp Co. S. O. BJERRING Sími, Garry 2176. 380 Donald St. Winnipeg i,___________________________J I......' ' —'í Talsími Main 1594 • GEO.CREED Fur Manufacturer Selj iS, geymiC e«a látið gera viö loCfötin ySar nú þegar Allskonar loSskinnaföt seld meC sumarveröi. 515 Avenue Blk. 265 Portage I. ....- N r---------------------- > LANDAR GÓDIR Skiftið við fyrtu íslelnsku rakarabúðina sem stjómað er samkvæmt fullkomnum heil- brigðisreglum. Hún er alveg nýbyrjuð í Iroquois hótelinu, beint á móti bæjarráðsstof- unni. Talsími M. 1044. Ingimar Einarson. ----------------------------/ HVEITILAND 1,594 EKRUR, EITTHVAD BEZTA hyeitiland og griparæktarland í Saskatchewanr 1,200 ekrur rækt- aðar; yfir $10,000 virði af bygg- ingum, þrír fimtu af uppsker- unni í ár fylgja með í kaupunum; verð $35.00 e-kran. Seljandi hefir einnig 255 hesta, 15 kýr, þreski og plsegingar áhöld, akuryrkju- verkfæri af ðllu tagi og húsgögn, allt þetta með þrem fimtu af upp- skerunni í ár vill hann selja með landínu fyrir $75,000.00, $15,000.00 borgan út í hönd og $3,000.00 á ári; renta 6 pró cent. Seljandi tekur veðskjöl eða söluskjöl fyrir part af borguninni. No. 1825. MINNI LÖND I ÖLLUM HLUTUM Manitoba og Saskatchewan; mörgg með sánum ökrum og væg- um skilmálum. Sendið eftir verð- skrá vorri. Dominion Farm Exchange 815-8187 Somerset Block, Winnipeg, Man. ,__i----------------------/ Kjörkaup á notud- um ritvélum. Underwood Ein Underwood ritvél með tveggja lita ræmu eins góð og ný. Vanaverð $150.00. Vort sérstaka verð......................$60.00 Smith Premier Ein Smith Premier ritvél. Sein- asta gerð. Vanaverð $100.00. Vort sérstaka verð aðeins_$40.00 Empire Tvær Empire ritvélar, nmbætt- ar. Vanaverð $65.00 hver. Vort sérstaka verð aðeins, hvor.„$18.60 Pantanir utanaf landi fljótt af hendi leystar. Flutningsgjald aukreitis. Sparið peninga. Kaup- ið nú þegar. Brooke & Holt 130 Lombard Str. Winnipeg EIGN MED MATJTJRTA- GÖRDUM TIL SÖLU Við Portage Avenue, nálægt Murray skemtigarðinum. Jarð- vegurinn er annálaður í hin- um fræga Rauðárdal. Hátt land og þurt. Lækur rennur í gegn um cignina. Gömul kona á þessa eign og getur hún ekki stundað hana eins og vera ber. Skrifið oss eða talsímið. Áritan vor er: 902 Confederation Building | Sími Main 2391. Winnipeg, v--------------------------L-J Fimtugs afmœli Séra Friðriks Friðrikssonar Hann átti fimtugastaafmæli 25 máí, og völdu menn það tækifæri til þess að votta honum þakkir og viður- kenningu fyrir hið mikla og ágæta starf, sem hann með einstakri ósér- plægni hefir unnið fyrir æskulýð þessa bæjar og þessa lands um langt' áraskeið, því hann er bæði stofnandi K.F.U.M. hér á landi og hefir verið aðalleiðtogi þess alt til þessa. Um morguninn var hann vakinn af söngflokk K.F.U.M., er Jón Hall- dórsson bankaritari stýrir, og söng flokkufinn úti fyrir gluggum séra Friðriks iag, sem hann hef.r sjálíur samið fyrir nokkrum árum við 24. sálm Davíðs: “pér hlið, lyftið höfð- um yðar” o.s.frv. PJn kl. 10 um morguninn fékk hann heimsókn af stjórn K.F.U.M., sjö mönnum, Kn. Zimsen borgarstjóra, séra Bjarna Jónssyni, Guðm. Ásbiarnarsyni kaupm., Sigurj. Jónssyni bóksala, Haraldi Sigurðssyni vé'zlunarm, Pétri Gunnarssyni kaupm., o.; Siguro. þorkelssyni kaupm., er færðu honum gjöf frá félaginu, 2,000 kr. 1 gulli, og voru þær afhentar í tveimur sjó- ‘vetlingum. Kl. 12 um daginn kom sendinefnd frá bæjarstjórn Beykja- víkur, Kn. Zimsen borgarstj, Sighv. Bjamason bankastjóri, forsé' i bæja • stjómar, og Ben. Sveinsson alþm. varaforseti hennar. Fæiðu þe'v honum 10 þús. króna gjöf frá bæn- um ásamt ávarpi, er séra Lárus Hall- dórsson hafði skrautritað. Aflienti forseti bæjarstjórnar gjöfina með ræðu, en séra Friðrik svaraði. Áyarp- ið er svo hljóðandi: “Bæjarstjórn Reykjavíkur notar kærkomið tækifæri á fimtíu ára af- mælisdegi yðar til að voVa yður þakklæti fyrir hið þarfa og blessun- arríka starf, sem þér um laagt skeið hafið leyst af hendi fyrir æslyilýð bæjarfélagsins. — Sem sýnilegan vott þessa þakklætis leyfir hæjarstjórnin sér að senda yður 10,000 k: óna kjöf til ráðstöfunar fyrir starfsemi félags yðar K.F.U.M., hér i hænum, á þann hátt, sem yður þykir bezt henta, og óskar jafnframt yður og starf- semi félagsins góðs gengis á komandi árum.” Undir ávarpinu standa nöfn allra bæjarfulltrúa Reykjavíkur. Præp. lion. þorvaldur Jónsson frá ísafirði færði séra Friðriki 1,000 kr. gjöf frá sjálfum sér til útbreiðslu K. F.U.M. í framtíðinni, sérstaklega á ísafirði. Margt og margskonar gjafir komu auk þessa, þar á meðal söngvél, mikil og dýr, með Edisons gerð, frá nokkr- um vinum séra Friðriks, prestshempa og kragi, frá konum í K.F.U.K. kaffisekkur, frá borgarstjóra, skjala- skápur, frá Haraldi kaupmanni Árna- syni, ítalskt Maríulíkneski, frá tveim- ur skólafélögum, Sigf. Blöndal bóka- verði og porst. Gíslasyni ritstj., o.s. frv. Tilkynt Tjfir frá Væringjafél- aginu, að gjöf, sem það hefði ætlað að senda, væri af sérstökum ástæðum ekki fullbúin og gæti því ekkl orðið afhent að þessu sinni. Heillaóskaskeytin voru fjölda- mörg og verða hér sýnd að eins nokk- ur hin helztu. / Dr. Jón Helgason biskup sendi svo hljóðandi skeyti: “f nafni íslenzkrar kristni og kirkju flyt eg yður á 50 ára fæðing- ardegi yðar hugheilar hamingju- og blessunar-óskir með hjartanlegri þökk til guðs fyrir ávaxtarríkt starf á liðinni tíð og innilegri bæn um dýrð- legt framhald á hinu komandi, með yfirgnæfandi náð yður til handa í Kristi Jesú.” Frá sóknarnefnd Reykjavíkur kom svohljóðandi skeyti: “Fyrir hönd dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík flytjum vér yður á þessum minning- arríka degi hugheilar þakkir fyrir alt yðar fórnfúsa starf í söfnuðinum og biðjum guð að blessa yður og starf yðar á ókomnum árum.” Einnig kom skeyti frá Hjálpræðis- hernum, sóknarnefnd Hafnarfjarðar, K.F.U.M. í Hafnarfirði, séra Árna Bjömssyni í Görðum, íþróttafélagi Rvíkur og fjölda einstakra manna. Frá ónefndum háskólastúdent kom þessi vísa: “Nú finnur þú eitthvað af yluum, sem andar þér sjálfum frá, í hamingju og ámaðaróskum, sem ótal vinir tjá.” Páll^ Guðmundsson guðfræðingur sendi þetta erindi: "Kæri höldur! Hálfrar aldar hefurðu runnið skeið, og unnið sveiginn þann, er sómir enni; sigurmerkið í lífs þíns verki, ást og virðing ótal bræðra, instu hjartans þakkir bjartar, brugðið og fléttað blessua drottins bezt er prýði hæmm fríðum.” Frá Indriða Einarssyni og heimil- isfólki hans kom svohljóðandi skeyti; “Hamingjuóskir með deginum. Ég heyri jólnaglöð hringja í norðri og sé I anda Skagafjörð heilagan út í haf og fram í dali'. Ásbirningár hlusta undir sverðinum á Hólum og Reyni- stað, hvort ekki þurfi að reka hinn heilaga mann og lið hans burt af staðnum.” Um kvöldið var samkoma f K.F.U. M. par var húsfyllir og salurinn mjög smekklega skreyttur. Samkom- an var sett á sama hátt og venja er til, með söng of bæn. par næst flutti séra Bjami ræðu og á eftir söng söngflokkur K.F.U.M. sama lagið og um morgunin, “pér hlið” o. s. frv. Pá sté dr. Jón Helgason biskup í stólinn og talaði til séra Friðriks, en síðan séra Árni í Görðum, frá hálfu K.F.U.M. í Hafnarfirði, og þar næst Kn. Zimsen borgarstjóri, frá hálfu F.F.U.M. í Rvík. Pá söng söng- flokkurinn enn tvö lög, en þar næst steig séra Friðrik í stólinn og þakk- aði, og var síðan samkomunni slitið á venjulegan hátt. Hafði hún farið mjög vel fram. Um daginn sátu gestir séra Frið- riks við káffidrykkju hjá móður hans, frú Guðrúnu Pálsdóttur, er býr með honum, og er hún enn em og frísk. Ur bygðum Islendinga. Riverton, Júlí 14. 1918. Kæri ritstjóri Voraldar,—-i Eg ræðst nú í að skrifa Voröld fá- einar línur, ekki vegna þess að eg álíti sjálfan n-ig svo mikinn rithöf- und að ekki gæti alt staðist þó eg léti ekkert til mín heyra, en mér finst það eitthvað svo skrýtilega skemmtilegt, og um leið einkennilegt, að lesa íslenzkt vikublað sem reynir að segja manni sannleikann, og halda fram máli alþýðunnar, að eg get’ ekki staðið hjá án þess að láta fögnuð minn og þakklæti í ljósi, bæði til þín herra ritstjóri, sem staðið hefir eifls og klettur í hafinu hvað sem á hefir dunið, og eins til þeirra framgjömu manna sem hjálpað hafa til að koma fyrirtæki þessu í framkvæmd. Eg veit að það er vandasamt verk að skrifa fréttabréf fyrir blað, en þó er alveg bráð naiiðsynlegt að hver ein- asta bygð láti eitthvað til sín heyra, en Fijótsbygð hefir æfinlega verið ósköp spör á fréttum við hin vestur íslenzku blöð. Eg ætla ekkert að fara að sækja aftur í tímann; við skulum láta það umliðna vera í friði, þó náttúrlega ekki .altsaman alveg gleymt. Tíðarfar liefir verið helzt til votviðrasamt nú upp á siðkastið (síðastliðinn mánuð) og þar af leið- andi hætt við að heyfengur manna verði í rýrara lægi þetta sumar, því eingi manna em víða lítt fær til hey- skapar fyrr en í Ágúst vegna bleytu og þá reka menn sig víða á það að burt eru teknar af heimilunum hraustustu hendurnar, sem að undan- förnu hafa dr.Uið saman mikið hey á stuttum t,íma. En nú á eg líklega að þagna, því oflaxigur sálmur getur orð- ið ljótur. Akrar líta út í góðu meðal- lagi þar sem ekki drukknaði í vor í bleytunum. Eg er að hugsa um að skrifa fá- einar línur viðvíkjandi samkomu sem haldin var þanh 7. þ.m. Eftir hádegi á Sunnudaginn þann 7. söfnuðust saman fullt hmjdrað manns að sam- komustað kappræðufélagsins Grettir, sem stendur sem næst einni mílu fyr- ir vestan merki þau er menn vana- lega hugsa sér aðskilji Geysir og Fljótsbygð. Tilefnið var það að kapp- ræðufélagið hafði ákveðið að halda mót nokkrum félögum sínum og öðrum drengjum sem í herinn hafa verið kallaðir. pakklæti og árnaðar samsæti hófst klukkan tvö og byrjaði með því að herra Einar Benjamínson, sem stýrði samsætinu skýrði frá til- gangi þess og ba söngfólkið að syngja gamla vina sönginn, “Hvað er svo glatt;” svo byrjuðu ræðumenn að láta til sín heyía. peir sem ræður héldu voru þessir: Gísli Einarsson, Jón Skúlason, Bjarni Jóhannsson, Tímóteus Böðvarson, Sigurður Frið- finnsson, og kvæði flutti Hallgrímur Friðriksson. Svo þakkaði 'Kristján Sigurðson, einn af heiðurs gestunum ræðurnar. Er það eitt að segja að öllum kom saman um það ag skyldan til að berjast fyrir fóstur landið væri brýn og hver sá sem teldist Brezkur borgari og notað hefir gæða og hags- muna landsins „ eftír okkar sinni og mannskap, hann gæti ekki dreng- skapar síns vegna færst undan þvi skilyrði borgara bréfsins að leggja líf sitt í sölur.'iar þegar landið þyrfti varnar við. En að hinu leytiiíu hörmuðu menn það að siðmenning og mannúð skuli ekki vera komin lengra á leið en það að dómara sætið í al- þjóða réttinum skuli vera skipáð manndrápurum eða að hinir miklu stjórnmála garpar stórþjóðanna, sem sungið er lof fyrir skörungskap og vitsmuni, skuli ekki takast betur en það að það starf sem þeim er trúað íyrir, að þjóðirnar hagi sér eins ot seppar sem holrífa hver annan út af smá beini sem í sjálfu sér var sára lítils virði. En hvað um það, hóp- ur sá sem við lr.vöddum á sunnudaginn leggur sína fórn möglunarlaust fram, þrátt fyrir allar misfellur sem eru á alþjóða fyrirkomulaginu, og vanda- menn þeirra taka þessu með stillingu og íslenzkum skörungskap. Annars vona ég að geta sent Voröld kvæði herra Friðrikssonar, sem alveg út- skýrði anda þann sem réði í þessu samsæti. Á eftir hverri* ræðu var sungin eitthverc áhrifa mikið söng- lag; söngnum stýrði herra G. M. K. Björnsson. Að ræðuhöldum loknum var hverjum borið kaffi og súkkulaði og svo mikið af brauði þar með fylgj- andi, að hafi andi Thorsteins Mat- goggs verið þar áhorfandi er ég viss um að hann heíir harmað það sárt að verá nú laus við holdsvistar bönd, og geta ekki tekið þátt í að létta mal- sekki þessa rausnarlega fólks. Og svo var ekki búið með það: þegar fólk var búið að rétta úr sér og þurka af sér svitann eftir kaffi drykk- juna, þá voru borin fram aldini sem menn gerðu skil með hinum mesta skorungskap. Svo tóku menn aftur til að syngja þar til heiðursgestirnir kvöddu, þá fó. u menn að hugsa til heimferðax-. Fai-ið vel drengir og reynist sannir synir þjóðar ykkar og fósturlands, og fagnandi vonum við að geta tekið á móti ykkur öllum þegar þið hafið lok- ið því göfuga starfi að berjast fyrir alþjóðarfrið. Einkennilegt þykir mér að frétta um meðgerð íslenzkunnar á kirkju- þinginu eftir því sem Voröld segir, og allmikil kúgun var falin í uppástungu M. Paulsonar. En hvað voru kirkju- þingsmennirnir að hugsa; líklega hefirr þó tillagan verið borin undir atkvæði og almenningi þar með gef- ið tækifæri að fella hana. Voru virkilega allir þeir gráhærðu öldung- ar sem þetta þing sátu fastákveðnir í að fyrirfara islenzkunni, málinu sem þeir hafa lengst af talað og málinu sem þeir flestir kunna bezt, eða voru þeir fastákveðnir í að fylgja prestum sínum hugsunarlaust i hvora áttina sem þeir herrar ætluðu að haþda, eða hafa þeir ekki komið auga á stefnubi’eytingu þá sem prestar vor- ir eru að taka í íslenzkum málinu? Ef þeir voru ekki á sama máli og þeir, því ekki að greiða atkvæði á móti til- löginni? pví þó'góð sé hylli prest- anna, þá er þö tæplega tilvinnandi að fylgja þeim þegar þeir taka beint strik norður og niður, og það hafa þeir gert I íslenzku málinu. Og blett- ast finst mér friðarkenning þeirra og kulda finst mér slá af kærleiks- prédikun þeirra nú upp á siðkastið. Svo álvarlegt er teþta mél að hver sem sannkristinn vill láta kalla sig má stansa og hugsa sig um hvort ráð- legt sé að fyigja þessum hempu- klæddu leiðtogum lengra. Lögberg segír að rífa verði annan hornstein kristínnar kirkju, hvernig á bygging sem bygð er á hornstein- um að standa jafnrétt þegar búið er að rífa helming undirstöðunnar? og hvaða sanngjöm ástæða er til að ráðast á íslenzkuna með þessari fólsku? Porir nokkur að bera það fram að landstjornin heimti það?' Er henni ekki bórið nóg á brýn þó ekki sé verið að ljúga á hana óhi-oða? Vill nokkur halda því fram að ís- lendingar gæti ekki verið góðir her- menn þó þeir kunni að tala íslenzkt mál? Væri ekki líklegt ef þeir tækju sér góða fornsögu í hönd og læsu hana, að það gerði þá stæltari til hardræðis heldur en ef þeir hefðu aldrei heyrt neitt um fornmenn vora. Hafa ekki íslendingar fengið orð fyr-* ir að vera góði ■ borgarar og þegn- hollir. pó þeir hafi kunnað íslenzku? Rýrir það gildi nokkurs manns að kunna tvö tungumál? Hafa ekki okit- ar beztu mem skrifað og talað ís- lenzku, til dæmis, 'séra Jón Bjaraa- son, sérá Friðrik J. Bergman, Capt. Sigtryggur Jónasson, Friðjón Ftið- riksson og Gunnsteinn Eyjólfsson, og margir fleiri? Ruddu þessir menn sér ekki braut til vegs og frama sicu upp á hvern ,náta og vóru þetta J'ó taenn sem kunnu íslenzku mæta vel. Ég held því fram að þeir s,em staðið hafa næst Jóns Bjarnasonar skóla ættu að verða seinastir til að ráðast á íslenzkuna. Almenningur veit vel að miklu fé hefir verið safnað til skólans undir því yfirskini að við- halda íslenzkunni. Almenning'ir veit vel að maður sá sem skóiinn er jheitinn eftir bar móður málið fyrir brjósti sér af svo mikilli ást að eng- inn gat um það efast að það var h'jn um innilegt hjartans málefni, getur þá nokkur með éblandinni reiði hugsað til þess að menn þeir sem að málum skólans standa fóru að út- hýma því sem þessi góði og mikli maður barðist fyrir fram á síðustu stundu? Mundi hann hafa getað hugsað sér eftirmenn sína slík tvegg- jahandajárri ? Mundi hann ekki hafa óskað að nafn sitt yrði burt tekið af slíkri stofnun? Að svo mæltu slæ ég botninn í þessar línur, herra ritstjórí, og ætla að sjá hvað mikið af þeim kemst í gegnum þinn hreinsunar eld. Með vinsemd. Gísli Einarsson. ....Point Rcberts, 12. júlí, 1918. Herra ritstjóri Voraldar,—Pað er lítið að frétca héðan. Fólkinu líður vel. Veðrið er gott en mjög þurt. Hey komin inn hjá öllum græn og góð, en með lang minsta móti. Ann- Vér kennum O T T í~'< T S Pitmann og Gregg '■N1 1 ( ( hraðritun -> |~( /-> Vér böfum h SS 28 æfða kennara. 1BUSINESS COLLEGE ] A HORNINU A PORTAGE OG EDMONTON WINNIPEG, MANITOBA TÆKIFÆRI. • ~=p5Í ÖDRUM FULLKOMNARI. B Mikil þörf er á góðu fólki út- gs skrifaðu frá Suecess. Hundruð 111 af bókhöldurum, hraðriturum, E skrifurum og skrifstofuþjónum |j|Í vantar einmitt nú 6em allra fyrst M Byrjið tafarlaust—núna strax í £p dag. Búðu þig undir tækifærið Bj sem drepur á dyr hjá þér. Legðu l|g fé þitt í mentun. Ef þú gjörir pg| það þá farast þér svo vel að for- Sg eldrar þfnir, vinlr þínir, viðskifta WS. heimurinn verða stolt af þér. fgl Success skólinn veitír þér lykil- jS inn að dyrum gæfunnar. Bezt WB er fyrir þig að innritast tafar- Bezti vitnisburðurinn er al- §B ment traust. Árs innritun nem- enda á Success skólann er miklu BSj hærri en allra annara verzlunar- igj skóla í Winnipeg til samans. ||j Skóli vor logar af áhuga nýrra |gl hugmynda og nýtísku aðferða. 11| ódýrir og einstakra manna skól- 3B ar eru dýrir hvað sem þeir kosta §3 Vér höfum séræfða kennaia; Wm kennarar vorir eru langt um H fremri öðrum. Lærið á Success, §|gj þeim skóla skóla hefir farnast §||| allra skóla bezt. Success skól- Bji inn vinnur þér velfarnar. T INNRITIST HVENÆR SEM ER. SKRIFID EFTIR BÆKLING jjj The Success Business College B F. G. Garbut, Pres. LTD. D. F. Ferguson, Prin. I|jj ' ONE GAE-SCOTT 25 H. P. j i Samsett dráttvél og sjálffermari og blástursvél, fyrir I • * ® i,500. Skilmálar $500 út í hönd og sanngjrn tími fyrir það É Isem cftir er. I Snúið yður til auglýsendans að 1 902 CONFEDERATION LIFE BUIIDING, WINNIPEG ____ _ _ _________________ 'I C. S. MACDONELL LUMBER C0. í i í í I j 346 SOMERSET BLOCK Bæði Stranda og Fjallaviður þakspónn úr rauðum sítrus-viði. Sívalir og kantaðir staurar. Eldiviður SKRIFID EFTIR UPPLÝSINGUM UM VERD i I WINNIPEG É (O <m iRJOMI SÆTUR OG SÚR | Keyptur Vér borgum undantekningar- laust hæsta verð. Fiiítninga- brúsar lagðir til fyrir heildsöiu verð. Fljót afgreiðsla, góð skil og kurteis framkoma er trygð með því að verzla við DOMINION CREAMERIES í | ASHERN, MAN. og WINNIPEG, MAN. j >o<»()-«»(H8iK)«^i)^«K)«ni()0()^i)^m M)-«n»-<CI ars útlit dauft með alla uppskeru. Ungir menn, sem ekki hafa verið kallaðir til herþjónustu, fóru margir til Alaska í vor; þó vinna nokkrir hjá fiskifélögunum sem hér eru: Einkum hjá A. P. A., þar er Arni Mýr- dal! Félagslíf líkt og það hefir ver- ið. Lestrarfélagið kaupir allar ís- lenzkar bækur sem það getur, og meðlimir þess lesa þær. En safnað- arlífið finst mér einnig standa í stað. Er þó leiðtoginn sem við höfum fyrir söfnuðinum, séra Sig. ólafsson, hié mest ljúfmenni, og flytur hann aldrei annað með sér en sólskin og blíðu. Ýms fyrirbrigði eða, jafnvel, opin- beranir, hafa gert vart við sig hjá nokkrum *öndungum sem hér halda félagsskap. En eigi hefi ég leyfi til að segja neitt um það frekar. Hitt veit ég að það er alt skikkanlegt og ráðvant fólk. Nú höfum við hér nýja menn í skólaráðinu: Tvo íslendinga, og einn danskan. pótti flestum það bet- ur. íslendingarnir eru þeir Kol- beinn Sæmundson og Jón Salomon. Sömuleiðis höfum við nýjan póst af- greiðslumann, Edward Samúelsson. Hann er sonur Jónasar Samúelsonar; ungur piltur og mjög viðkunnanlegur eins og hann á kyn til. Jónas Sveins- soji er verkstjóri á brautum sem gerð- ar eru af því opinbera. Aðra ís- lendinga höfum við ekki við opinber störf óða í embættum hér á tangan- um. Jæja, ritstjóri góður. Ég verð svo lítið að minnasct á Voröld. Hér þyk- ir þún að mórgu leyti skemtileg. En hún er svo ósköp gisin enn þá. Eri svo hefir hún þann kost fram yfir hin íslenzku blcðin, að geta sagt frá svo miklu með svo fáum orðum. Eri sú list er ekki öllum lagin. Leiðin- legastar eru auglýsingarnar. En svo ber að líta á það, að Voröld hefir Parker & Son Beint á móti pósthúsinu, selja alt sem drengir þarfnast. engan stjórnar styrk. Hún verður ali sjá fyrir sér sjálf; og ég held henni ætli að takast það. Ég held að allir sem hafa keypt Voröld hér á taugan- um séu ánægðir með hana. peim þykir stefna hennar góð.—pú lætur þeim ekki líðast að ljúga óvinum verka- líðsins. Um Sólöld, eða barnablaðið hefi ég það að segja, að drengirnir mínir eru mjög óánægðir með þg,ð síðan breytt var um form á blaðinu. Áður kliptu þeir blaðið úr og héldu því sáman; nú er það ekki hægt. Ég vil þvf leggja það til að Sólöld hætti að koma út þangað til lcíyfi fæst til að prenta hana í sama formi og upphaflega var gjört í Voröld. Hér á tanganum held ég að það verði eins vinsælt, og þá hefi ég sagt mitt álit um Sólöld.. Svo læt ég hér staðar numið. pað er líkast tii bezt að segja sem minst nú á tímum því nú er alt takmarkað, “Fæst orð hafa minsta ábyrgð.” Nú er mest talað um illgyrni þjóðverja. pað er eins og alt ilt sé komið í þá. Er því þörf að koma þeim fyrir kattarnef sem'fyrst. Annað sem mikið er tal- að um, er: Guð og trúin. Prestarnir hafa ekkévið að bæla niður masið. Fyrirgefðu; þínn einlægur, Ingvar Goodman. KENNARA VANTAR til Laufáss skóla (No. 12il) fyrir 10 mánuði; oyrjar 2. september næstk. Annað eða þriðja stigs próf normal verður kennarinn að hafa. Tilboð sendist til undirritaðs fyrir 30 júlí, og þau að tiltaka kaup óskað og æfingu. Geysir, Man., júlí 6, 19188. B. Jóhannsson.

x

Voröld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.