Voröld


Voröld - 19.11.1918, Blaðsíða 7

Voröld - 19.11.1918, Blaðsíða 7
‘Winnipeg, 19. nóvember, 1918 VOEÖLD. Bls. 7. í HARÐGEÐJAÐA KONAN SAGA EPTIR MARGRÉT DELAND. i ÍG. Amason þýddi. þegar liún var búin að gefa Ferguson fyrirskip anir sínar, hallaði hún sér aftur á bak i stólnum og hló. “Heyrðirðu hvernig ég skammaði Dale? Hann ætti að hafa fengið nóg í bili. En ég er hrædd um að ég hafi reiðst,” sagði hún hálf feimnis- lega; “og það er ekkert til sem er eins heimskulegt og það að reiðast við heimskjngja. ” “það er ekkert til sem er eins þreytandi og heimskingjar, ” sagði Ferguson. “ Já, það er satt, en það er mesta vitleysa að láta sér renna í skap við þá. Ég segi æfinlega við sjálfa mig, að ef að heimskinginn hefði mitt vit, þá ynní hahn líka mitt verk, og það sefar vanalega skapið í mér; en ég verð að segja það að ég á aldrei gott með að þola flónin. Lestii biblíuna og þá muntu sjá hvaðan ég hefi það. pú ættir að þakka guði fyrir það, Ferguson, á hverjum degi, að þú fæddist ekki flón, og það ætti ég að gera líka. En hvað var það annars, sem þú vildir tala um við mig.” Eg er hálf hugsandi út af Elízabetu og Blair. ” \JTún horfði á hann undrandi ofurlitla stund. “Elízabet og Blair? Hvað er með þau?” “það virðist,” sagði Ferguson og ýtti aftur hurðinni með fætinum—“það virðist eins og þau séu að draga sig saman.” “Draga sig saman?” sagði hún forviða. “Blair hefir verið að segja henni einhverja vit- leysu. Eg held að þau þykist vera trúlofuð.” Frú Maitland skellihló. Einn af piltunum í fremri skrifstofunni snéri sér við á stólnum, þegar hann heyrði þetta óvanalega hljóð úr þeirri átt. Fru Maitland sá það og stilti sig. ” Hefirðu nokk- urn tíma heyrt annað eins'? ’ ’ sagði hún. “pað er náttúrlega ekkert nema heimska, ” sagði Ferguson, “en það verður að hætta. ” “Hvers vegna?” sagði frú Maitland. . “pau eru börn. ” “Blair er sextán ára,” sagði móðir hans, hugs- andi. “Ef hann heldur aðdiann elski Elízabetu, þá getu i' skeð að það geti hjálpað til að gera hann að manni. Og ég vil heldur að hann lendi í ástaræfin- týri en að hann máli myndir, sem er það síðasta, sem hann hefir tekið upp á. Ég veit ekki hvaðan hann hefir það. pað er satt að maðurinn minn lieitinn málaði stundum, en hann reyndi aldrei að gera það að atvinnu. Hann var ekki heimsk- ingi, þó að hann fengist við að mála. Ferguson sagðist halda að liún þyrfti ekki að gera sér neinar áhyggjur út af Blair. “Hann hefir hvorki iðni né auðmýkt, og án þess er ekki unt að verða listamaður. En viðvíkjandi þessum ástamál- um er það að segja, að þau eru börn. ” Frú Maitland hlustaði ekki á hann. “ITann yrði máské ástundunarsamari ef hann væri trúlof- aður meðan hann er að læra; og ef hann heldur áfram við Elízabetu þangað til hann útskrifaðist, þá skal ég ekki hafa neitt á móti því” sagði hún. “En'ég verð því mótfallinn.” Hún tók ekkert eftir því sem hann var að ’segja. “Hún er að vísu nokkuð skapstór, ” hugsaði hún með sjálfri sér, “en. það er svipað með þessar trúlofanir ungra pilta og það að eiga liund; það gerir minst til hver hundurinn er; og það gerir líka lítið til hver stúlkan er. Og það er svo sem ekki eins og að Blair þurfi að vera að hugsa um það hvort konan hans verður sparsöm; hann hefir nóg til að eyða, ef hann vill. TTann fær meiri peninga en hann getur notað. ” Hún lyfti liöfðinu upp ofur- lítið þóttalega. Hún sem aldrei hafði eytt einum eyri til ónýtis, hafði búið svo í haginn fyrir son sinn, að hann gat eytt eins iniklu og hann vildi. “Já, ’ sagði hún einbeitt og ákveðin, eins og henni var lag ið, “já, liann getur fengið hana.” “Nei, hann getur ekki fengið hana, frændi Elízabetar. “Hvað er þctta?” spurði hún blátt áfram for- viða. “Blair fær of mikla peninga. Mikill arfur stendur ungum manni fyrir þrifum öllu öðru frem- um. ” \ “Of miklir peningar!” sagði hún og hló. “Eg held þú sért ekki með öllum mjalla. Nei, hættu nú alveg, eða ég hætti að halda, að þú hafir ástæðu til að vera guði þakklátur. Hvernig getur maður haft of mikla peninga? petta er eintóm vitleysa! Hún sló með hendinni á bjolluna, sem stóð á borð- inu. “Evans, komdu með Uppdráttinn af þessum skurðum. ’ ’1 “Ég er búinn að segja, að ég vil ekki hafa það, endurtók Ferguson. “Eg- sagði uppdráttinn,” sagði frú Maitlanc hátt, “þú ert mikið dauJSans flón, Evans!” Ferguson stóð upp. Hún hafði það til að lát ast ekki heyra, þegar talað var við liana. Fergu son var orðinn gramur, en hann lmgsaði sér að hafa síðasta orðið; hann staðnæmdist í dyrunum og leit við. “Ég skal ekki leyfa það.” “Vertu sæll, Ferguson,” sagði frú Maitland, niðursokkinn í uppdráttinn. ÁTTUNDl KÁPITULI. Áhyggjur Fergusons út af trúlofun frænku hans voi’u óþarfar. Elskendurnir sjálfir urðu ekki alveg sáttir strax næsta dag. sagði “Af hverju er hendin á þér svona?” spurði Blair. “Ég skar mig. Ég reicldist við frænda og braut myndina af honum og”-------- Blair skellihló. “Mikið skelfilegt flón get- urðu verið, Elízabet! pað er rétt eins og þegar þú varst að bíta í handlegginn á sjálfri þér, þegar þú reiddist. pú skapraunar altaf sjálfri þér með einliverri vitleysu. Hvar er gullnistið þitt?” “pig varðar eklcert um það,” sagði Elízabet í óblíðum róm. Henni stóð á sama þótt hún væri ekki rnjög blíð við hann; framkoma Davíðs hafði dregið ótrúlega mikið úr trúlofunargleðinni. En samt datt henni ekki í hug að hætta. 1 sjálfselsku sinni var hún of mikið upp með sér af þessu æfintýri til þess að sleppa því. En samt sem áður gleymdi hún því oft og auðveldlega eftir eina eða tvær vikur, og þá byrjáði aftur gamla hversdagslega-jagið og stífnin, sem eru æfinlangri viðkynningu svo eiginleg. Mun- urinn var aðeins sá, að nú sættust þau á alt annan hátt en áður, þegar þau rifust; Blair með gauraT- gangi og hávaða, sem Elízabet, með ofurlítilli óá- nægju'og óbeit, kallaði “heimsku;” en hún aftur á móti með hálf óttablandinni,. en þó ánægjulegri, meðvitund um vald yfir honum. En sættin var þeim ekki eins eiginleg og það að verða ósatt; þar kom einstaklingseðli þeirra beggja í Ijós, en í sætt- inni var eitthvað sem var fyrir ofan þau bæðí, eitt- hvað, sem hreif þau bæði með sér, eins og straumur hrífur strá. pau léku sér að straumnum eins hugs- unarlaust og allir unglingar gera. Elízabet var vön að taka hringinn af silkibandinu, draga hann á fingur sér og dansa fram og aftur um herbergið sitt, með hægri hendina á síðunni og hina útrétta, til þess að geta séð demantinn glitra á fingri sér. “Eg er trúlofuð, ” sagði hún þá við sjálfa sig. “Ó, er það ekki gaman, gaman, gaman! Blair elskar mig. ” Og í gleðinni yfir þessu gleymdi hún að bæta við, “Eg elska Blair.” Sannleikurinn var sá, að Blair var í augum hennar ekkert annað en nauð- synleg viðbót við ánægjuna. pegar henni leiddist “heimskan” í honum, eins og hún kallaði það, var hún blátt áfram óþægileg í viðmóti við hann. Blair var heldur ekki við eina fjölina feldur. Hann gortaði töluvert og fann mikið til sín, þótfi ekki mikið í-kvenfólk varið yfirleitt og braut heilann um hjónabandið. Hann hugsaði ekki mikið um ílízabetu, og honum leiddist hún, af því liún var stúlka, ekki sjaldnar, en henni leiddist hann. Ást aræfintýri þeirra var, að svo miklu leyti sem þau skildu það sjálf, ekkert annað en framhald af barna- leikum þeirra; hina dýpri tilhneigingu, sem það spratt af skTl di hvorugt. Ferguson hefði því vel mátt taka af sér það óþægilega ómak, að eiga tal við móður Blairs um það. Iiann sá það sjálfur áður en langt var um liðið og fór jafnvel að geta brosað þegar frú Richie lét hrökkva spaugyrði um trúlofunina. Frú Richie hafði talað við Blair og skildi alt nógu vel til þess að hún vissi að óhætt var að spauga með það. Ilún íafið veitt það upp úr honum eitt kvöld úti í garð- inum. Davíð var ekki heima, og Blair var feginn geta staðið við til að bíða eftir honum. Hann í grasinu við fætur hennar. Aðdáun hans mömmu Davíðs, sem hafði byrjað þegar hann var barn, hafði farið vaxandi með aldrinum; ef til vill var það vegna þess hversu gagnólík hún var móður hans. ‘ Blair, ’ ’ sagði hún, ‘ ‘ þú skilur það rétt eins vel og ég, að Elízabet er barn, þú ert of skynsamur til þess að.tala um það í alvöru, að þið séuð trúlofuð hún er alt of ung enn til að hugsa um þess konar þú sérð það náttúrlega sjálfur.” Og Blair varð svo upp með sér af traustinu sem lá í orðunum, að hann gleymdi alt í einu metn aðinum yfir trúlofuninni og sagði: “Já, auðvitað skil ég það.” Ilann var svo heillaður þarna í rökkurkyrðinni innanum blómailminn að liann hefði gert hvað sem frú Richie skipaði honum. En þessi hægláta og liáttprúða kona var of skynsöm til þess að láta hann lofa nokkru; enda hafði hún ekki tíma til þess, því rétt í því bili barði Ferguson á grænu hurðina á veggnum á milli húsanna og bað um leyfi að reykja vindilinn sinn í garði nágrannans. “Eg skal svæla í burtu blaðlýsnar af rósarunnunum yðar,” sagð Business and Professional Cards Allír sem í þessum dálkum auglýsa eru velþektir og áreiðanlegir menn—peir bestu sem v8l er á hver í sinni grein. Dagtals St.J. 474. Næturt. St. J. 866 Kalli sint á nótt og degi. DR. B. GERZABEK, M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Pyrverandi aðstoðarlæknir ið hospital í Vínarborg, Prag, og Berlin og fleiri hospítöl. Skrifstofutími í eigin hospítali, 415 417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutími frá 9—12 f.h.; 3—4 og 7—9 e.h. Stundun og lælcning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjóstveiki, hjartr veiki, magasjúkdómum, innýflaveiki, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. r að lá LÆKNAR. Dr. B. Gerzabeks eiglð hospítal 415—417 Pritchard Ave. 'X DR. M. B. HALLDORSSON 401 BOYD BUILDING Talsími M. 3088 Cor. Portage &Edm Stundar sérstaklega berklaveiki og aðra lungnasjúkdóma. Er að finna á skrifstofu sinni kl. 11 til 12 f.m. og kl. 2 til 4 e.m.—Heimili að 46 AÍloway Ave. Talsími Sh. 3158. v___________________________J HEILBRIGDIS STOFNANIR Keep in Perfact Health Phone G. 858 Turner’s Turkieh Baths. Turkish Bathfl with sleeping a<j- commodatioa. Plain Baths. Massage and Chiropody. Cor. King and Bannatyne Travellers Building Winnipeg BLÓMSTURSALAR DR. J. STEFÁNSSON 401 BOYD BUILDING Homi Portage Ave og Edmonton St Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.h. i alsími Main 3088 Heimili 105 Olivia St. Tals. G. 2315 W. D. HARDING BLÓMSALA of sorgar- Giftinga-blómvendir sveigir sérstaklega. 374)4 Portage Ave. Símar: M. 4737 Heimili G. 1054 -V _J Talsíini Main 5802 J. G. SNIDAL, L.D.S. Tannlæknir 614 Somerset Block, Winnipeg DR. G. D. PETERS. Tannlæknir. er að hitta frá kl. 10 árdegis til kl. 5 síðdegis, og á mánudags, mið- vikudags og föstudags kvöldum frá kl. 7 til kl. 9 síðdegis. 504 Boyd Building, Winnipeg. DR. ó. STEPHENSEN Stundar alls konar lækningar. Talsími G. 798, 615 Bannatyne avenue. Talsími Main 3775 Dag og nótt og sunnudaga. THE “KING” FLORIST Gullfiskar, Fuglar NotiB hraöskeyta samband vi« oss; blóm send hvert sem er. Vandaðasta blómgerS er sérfræSi vor. 270 Hargrave St., Winnipeg. J. J SWANSON & CO. . Verzla meö fasteignii;. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 504 The Kensihgton, C®r. Portage & Smith Phone Main 2597 New Tires and Tubeh CENTRAL VULC ANIZIN G H. A. Fraser, Prop. Expert Tire Repairing Fljót afgreiðsla óbyrgst. 54.3 Portage Avenue Winnipeg LÖGFRÆDINGAR. ADAMSON & LINDSAY Lögfræðingar. 806 McArthur Building Winnipeg. Talsími M. 3142 "] G. A. AXFORD Lögfræöingur 503 Paris Bldg. Winnipeg ----- \ J. K. SIGURDSON, L.L.B. Lögfræðingur. 708 Sterling Bank Bldg. Sor. Portage and Smith, Winnipe; Talsími M. 6255. V____________________;_________J MYNDASTOFUR. Talsími Garry 3286 | RELIANGE ART STUDIO 616 Main Street Vandvirkir Myndasmiðir. Skrautleg mynd gefin ókeypis hverjum eim er kemur me« þessa auglýsingu. Komiö og finniS oss sem fyrst. Winnipeg, Manitoba JO s Til að fá góðar myndir, komið til okkar. cí I BURNS PHOTO STUDIO rö3 i 576 Main Street CD Í3 N !*7 9* G. J. GOODMUNDSON Selur fasteignir. Leigir hús og lönd. Útvegar peninga lán. Veitlr áreiðanlegar eldsábyrgðlr billega. Garry 2205. 69,6 Simcoe Str. Phone Sh. 2151 Heimili S. 2765 AUTO SUPPLY & ELECTRIC CO., Ltd. Starting & Lighting Batteries Chaí’ged, Stored and Repaired Speedometers of all makes Tested and Repaired. Tire Vuncalizing. W. N. MacNeil, Raðsmaður 469 Portage Ave., Winnipeg ír liann. “pér hugsið alt of lítið um rósirnar yðar. ” “Eg er slæmur leiguiiði,” sagði frú Richie brosandi. Vesalings Blair stóð upp og labbaði hálf sneyptur í burt. pegar komið var fram í miðjan september var Blair farinn að hlakka til að fara í burt í skólann og það leit ekki út fyrir að Elízahet mundi taka skilnaðinn nærri sór. Æfintýrið tók samt ekki enda fyr en einum eða tveimur dögum áður en Blair átti að leggja af stað. Æskuvinirnir fjórir og ungfrú White fóru að heimsækja frú Todd og þeg- ar þau voru búin að borða ísrjómann, sem Davíð borgaði fyrir í þetta skifti, og frú Todd var búin að segja sín vanalegu spaugsyrði, fengu þau sér tvo báta og létu berast hægt með straumnum niður eftir ánni. Á leiðinni til baka aftur urðu bátarnir fyrst samferða, en þótt ungfrú White vildi gera skyldu sína og Davíð væri meira en fús á að verða sam- ferða alla leið, drógst báturinn, sem Blair og Elíza- bet voru í, aftur úr. í bátnum var einníg dálítill loðinn hundur, sem Elízabet var nýbúin að eignast, til að vera ekki eftirbátur annara heldri stúlkna. Án rann hægt og sígandi milli hæðanna og eftir sléttlendinu; hér og þar í skógi vöxnum brekkunum stóðu hlynir með marglitu laufi innan um grænskóg- inn, og kastaníutrén yoru byrjuð að fá eirlit hausts- ins. Framundan rann sólskinið í dökkleita móðu. \\ , (Framhald) SÉRFRÆDINGUR VID PHONOGRAPHS, ALLAR MAL- VÉLAR Eg geri ekkert annað en að gera við hverslaga málvélar sem er. Brotnar fjaðrir, málberann og plöt- urnar, eg geri við það alt. Eg sendi aðeins færa menn þeg- ar viðgerðirnar eru gerðar heima í húsinu. Alt verk ábyrgst. W. E. GORDON Elevator to 4th Floor, 168 Market E 4 dyr frá Pantages. Phone M. 93 ELGIN MOTOR SALES CO., Ltd. Elgin and Brisco Cars komi<5 og taliS við oss eða skrifið oss og biöjiö um verö- skrár meö myndum. Talsimi Main 1520 417 Portage Ave., Winnipeg. CHICAGO ART CO. 543 Main Street, Cor. James St Myndir teknar af vönduðustu tegund. Films og Plates framkallaðar og myndir prentaöar. Eigandi: FINNUR JONSSON A. S. BARDAL 843 Sherbrooke Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbunaöur hinn bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa-og leg- steina. Heimilis Tals - Garry 2151 Skrifstofu Táls. G. 300, 375 VOROLD er LANG BESTA FJÖLLESNASTA o g SKEMTILEGASTA BLAÐ VESTUR-f SLENDIN G A Simi: M. 4963 Heimili S. 3328 A. C. JOHNSON Legir hús, selur fasteignir, útvegar eldsábyrgöir. 528 Union Bank Bldg. Einkaleyfi, Vörumerki Útgáfuréttindi FETHERSTONHAUGH & Co 36-37 Canada Life Bldg. Phone M. 4439 Winnipeg Vér getum hiklaust mælt með Feth- erstonhaug & Co. pekkjum ísleend- inga sem hafa treeyst þeim fyrir hug- myndum sínum og hafa þeir í alla staði reynst þeim vel og áreiðanlegir. Lloyd’s Auto Express (áöur Central Auto Express) Fluttir böglar og flutningur. Srstakt verö fyrir heildsolu flutning. Talsimi Garry 3676 H. Lloyd, eigandi Skrifstofa: 44 Adelaide, Str. Winnipeg Sími G. 1626 Heimili S. 4211 McLEAN & CO. Electrical and Mechanical Engineers We repair: Elevators, Motors, Engines, Pumps and all other kinds of Machinery and all kinds of Machine Work Acytelene Welding 54 Princess Street, Winnipeg r KaupiÖ Voröld LANDAR GÓDIR \ Skiftið við fyrtu íslelnsku rakarabúðina sem stjómað er samkvæmt fullkomnum heil- brigðisreglum. Hún er alveg nýbyrjuð í Iroquois hótelinu, beint á móti bæjarráðsstof- unni. Talsími M. 1044. Ingimar Einarson. IDEAL PLUMBING CO. Cor. Notre Dame & Maryland Plumbing, Gasfitting, Steam and Hot Water Heating ViSgerðir fljótlega af hendi leystar; sanngjarnt verS. G. K. Stephenson, Garry 3493 J. G. Hinriksson, í hernum.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.