Voröld - 19.11.1918, Side 1
VOLTAIC ELECTRIC INSOLES
pægilegir og heilnæmir, varna kulda
og kvefi; lækna gigtarþrautir, halda
fótunum mátulega heitum, bæði sumar
og vetur og örfa blóðrásina. Allir ættu
að hafa þá.
Verð fyrir beztu tegund 50 cent parið
Skýrið frá því hvaða stærð þér þurfið.
PEOPLE’S SPECIALTIES CO., LTD.
P.O. Box 1836 Dept. 23 Winnipeg
HEY! HEY!
Sendið heyið ykkar til íslenzku h«y-
kaupmannanna, og fáið hæðsta verS,
einnig fljóta afgreiðslu. Peningar lán-
aðir á “kör“ send beint til okkar.
Vér ábyrgjumst að gera yður á-
nægða.
THE NORTHERN HAY CO.
408 Chambers of Commerce
Talsími G. 2209. Naetur talsími S. 3247
Winnipeg, - Man.
1. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOUA, 19. NÓVEMBER, 1918
NÓMER 41-
E. ROBINSON
ALMENNAR FRETTIR.
24. júlí í sumar var í Jerusalem,
með hátíðlegri viðhöfn lagður horn-
steinn að nýrri háskóla byggingu, sem
Gyðingar reisa, og sérstaklega er ætl-
að mönnum af þeirra þjóðflokki. Há-
skólinn á að standa austanvert í
Skópus-hæðinni, og er þaðah útsýni
yfir Jordan dalinn þar sem áin fellur
í Dauðahafið. Við þetta voru, meðal
annara, helztu embættisriienn banda-
manna þar eystra, en þeir hafa nú,
svo sem kunnugt er, yfirráðin þar
i útlendum blöðum segir að
Shackleton, heimskautafari, hafi um
rniðjan ágúst síðastliðinn ætlað til
Spitzbergen frá Tromsö, í Noregi, til
þeSs að rannsaka járnnámur þar.
1 alþýðu skólum Bandaríkjanna er
nú byrjað að kenna undirstöðu atriði
iðnaðar- og atvinnumála. petta er
spor í rétta átt. Uppvaxandi kynslóð-
in eru framtíðar borgarar landsins;
því fyr sem hægt er að vekja áhuga
fyrir þeim málum því betra.
í Nýja Sjálandi er nú mikill undir-
búningur undir atkvæðagreiðslu um al-
gert vínbann. þar eru tveir menn hér
frá Canada að vinna fyrir vínbanns
hreifinguna. peir eru James Simpson
frá Toronto og W. D. Bayley frá Win-
nipeg. Er það þakkað áhrifum þeirra
að verkamenn eru nú óðum að hallast
á sveifina með vínbannsmönnum.
Er skrifari á Trades and Labor Council. Hann hefir í sjö ár átt
heima í Ward 4 og er er mjög velþektur maður, sérstaklega af verka-
mannahrejfingunni. trann hefir tekið mikinn og góðan þátt í Öd.um
velferðamálum 'bæjarins á undanförnum árum, og er óhræddu- við
að berjast fyrir þjóðþrifa málum á móti auðvaldi og afturhaldí.
Kjósendur í Ward 4: Munið eftir mönnunum sem starfa dyggi-
lega í yðar þjónustu.
Maður að nafni A. Sacks var tekinn
fastur fyrir vínbannslagabrot s.l. föstu-
dag. Hann hafði 18 flöskur af 50 áia
gömlu skosku brennivíni undir sæt-
inu í vagni sínum. pegar kom fyrir
dómarann kvaðst hann hafa ætlað að
halda hátíðlega minningu stríðslok-
anna. Ekki vildi dómarinn taka þá af-
sökun gilda, og sektaði manninn um
300 dali.
Ef friður kemst á minkar árlegur
kostnaður bandarikjanna meir en sex
biljónir dollara. í Bandar. er búið að
fá fjögur sigurlán og er búist við þvi
fimta í vor.
Verið er að gjöra Austurriki að sjálf-
stæðu ríki.
420,000 franskir fangar verða látnir
lausir bráðlega.
Á fundi er verkamenn héldu i Lon-
don húrruðu þeir fyrir jafnaðarmönn-
um og Bolshevistum. I
Clemenceau, stjórnarformaðtu' á
Frakklandi hefir leyft ritfrelsi í Frakk-'
landi. Segir hann að þar eð stríðið sé
á enda, sé engin þörf á að halda ueinu
leyndu og megi því hvert blað nú rita
hvað þvi lýst.
Heimkominn hermaður, sem A. Hay
heitir, var rekinn úr vinnu frá C.P.R.
félaginu fyrir þá sök, að hann baðst
fyrir eitthvað á þessa leið: “Eg þakka
guði fyrir það að hann varðveitti mig
frá að reynast félögum mínum ótrúr
meðan á verkfallinu stóð.” Eins og
menn muna var ætlast til að allir,
gerðu bæn sína kl. 12 á hádegi, dag
hvern, síðast liðnu viku, en aðallega
mun hafa verið til þess ætlast að
menn bæði guð um frið og farsælleg
endalok stríðsins.
LagiS
Eg syng- þaS lag í sæld og neyð,
—um sumarbjarta daga.
Er sólin blessuð lý. ir leið,
nnd lima fögrnm skógarmeið
sem áðnr útum haya.
Eg syng það eitm ineð létta lund,
við litla rós á bala—
Er vaknar glöð af værum blund
þá vorið svífur yfir grund
og vekur vin ár dvala.
Eg raula það í rökkri fár,
á reki’ í tímans straumi—
—það lægir storma, læknar sár
og lífs hin beisku þerrar tár
er lauga vanga í laumi.
Og ekkert sælla mundi mér
en mega á söng þann hlýða—
—þá yfir brúna dauðinn ber,
það burtu sem að andans er,
og endar stríðið stríða.
þótt heimsins fegurst lærði’ eg lög,
það lag mun hjartað geyma;
—þótt engla heyrði’ eg hörpu slög,
eg heyra mundi aðeins lög
sem lærði’ eg lítill heima.
J. G. Hjaltalin.
Mjólkur skortur sýnist nú vera alt-
tilfinnanlegur hér í bænum. Stærsta
mjólkurgölu félagið, Crescent Cream-
ery félagið fcllir nú úr einn dag í viku
en sumir ætla að þetta muni þó meira
stafa af því að félagið vilji moð því
herða á yfirvöldunum að gefa leyfi til
hækkunar á verðinu. Hefir það fyrir
nokkru sótt um leyfi slíkrar hækkunar
Ekki er 'samt svo að skilja að félagið
ætli að græða á þeirri hælrkun, heidur
á að hækka innkaups verðið sem þvi
svarar, og með því að örva framleiðsl-
una, og forða bæjarbúum þannig frá
yfirvofandi mjólkur -skorti. ötaf
þessu er nú all niikið umtal um að
bforinn taki að sér mjólkursölu og
framleiðslu, og er búist við að það
muni verða lagt undir alþýðu atkvæði
við næstu bæjan tjórnar kosningar.
Mjög margir Indíánar eru sagðir.
veikir og dánir úr Spönsku veikinni.
Einnig eru margir fiskimenn sagðir
veikir af henni, og er óðum verið að
flytja þá inn.
Wilson, forseti, hefir verið beðinn að
koma á friðarþingið, en hefir enn ekki
afráðið hvað hann gjörir.
Jarðskjálftar í ítalíu eyðilögðu ný-
lega miklar eignir. Margir mistu lífið
Rúmenar kváðu vera búnir að segja
pjóðverjum stríð á hendur.
þótt ekki séu kallaðir út herskildaú-
ir menn nú sem stendur, ættu allir er
nú hafa undanþágur og æskja fram-
lengingjar á þeim g biðja um það sem
fyrst, segir hermála deildin í Winnipeg
35,000 konur og börn koma frá Eng-
landi til Canada eins fljótt og óhult
verður að ferðast yfir hafið.
Skipanir hafa verið sendir út frá
Ottawa um að hætta að búa til sprengi
kúlur eða sprengiefni; því áframhald
á því væri aðeins tíma- og peninga
eyðsla. Um 50,000 manns vinna að
þvi nú.
Uppliæð níunda sigurlánsins í pýzka
landi nemur 10,000,000,000 marks.
Hsstt verður að kalla út herskyldaða
menji. peim er ekki hafa gengt kall-
inu . crður hengt.. Er búist við að
kosninga réttur þeirra verði tekinn
burt fyrir nokkur ár. Búið er að dæma
nokkra, en þó eru enn eftir nokkrar
þúsundir er bráðlega verður litið til.
Kona fyrri fylkisstjórans í Quebec,
Sir Joseph A. Chapleau dó nýlega og
eftirskildi fasteignir er námu $468.094
2,000 manns er unnið hafa fyrir her-
máladeildina í Canada munu hætra
vinnu bráðlega.
pjóðverjar leyfa öllum í landinu
fult frjálsræði.
Nokkrir menn í Di'umheller, Alta
tóku sig saman og fóru milli þjóðverja
þar og neyddu þá til að kaupa sigur-
lánsbréf. Skrifuðu þeir allir sig fyrir
láni nema einn maður að nafni Albert
Arnold. Skaut hann til bana Tip.
Blaine, einn af mönnunum. Arnold er
nú í fangelsi að bíða dóms sins. E>-
hann mjög vel kyntui' meðal nágranna
sinna.
f New Bedford Mass. var öllum baðm
ullar verksmiðjum lokað á fimtudaginn
var og verkamenn gengu burt og neit-
uðu að vinna það sem eftir var vik-
unnar. Kváðust þeir ekki hafa’ fengið
jneina frídaga síðan Bandaríkin fóru í
stríðið, og þar sem stríðið væri nú á
enda fanst þeim þeir mega taka sér
hvíld.
Socíaiistar í Frakldandi heimta kosn
ingar. Segja þeir að fólkið, en ekki
herinn, eigi- riú að ráða. Vilja þeir að
verkalýðurinn sendi fulltrúa á friðar-
þingið.
i
I
Sagt er að Ernest Robinson, ritari
fyrir Trades and Labor Council bjóði
; sig nú fram fyrir bæjarráðsmann í 4.
kjördeild á móti Jóni Vopna. W. R.
Simpson, einnig úr flokki verkamanna
býður sig frarn í 7. kjördeild. pað er
full þörf á að fjölga fulltrúum verka-
manna í bæjarstjórninni. Og fram-
koma þeirra vcrkamanna fulltrúa sem
nú eiga þar sæti ætti að hjálpa til þess
að þessir nýju umsækjendur næði
kosningu. Um bæjarstjóra emhættið
sækir yfirbæjarráðsmaður C. H. Gray
móti núverandi bæjarstjóra.
Bandaríkin hafa hætt við að kalla
út menn frá 18 til 46 ára.
Hon. Thos. H. Johnson, Hon. T. C.
Norris og Hon. Ed. Brown leggja af
stað til Ottawa í næstu viku til að taka
þátt í ráðstöfunum fyrir uppleysing
hersins og vinnulrraft í framtíðinni.
Sir Robert Borden, Sir George Fost-
er, Hon. C. J. Doherty og Hon A. L.
Sifton fara til Evrópu til að setja á
íriðarþinginu. Hvað skyldu skattarn-
ir hæklia við það?
Hoover, matvæla umsjónarmaður
Bandaríkjanna fór til Evrópu á laugar-
daginn var til að leiðbeina þeim sem
eru að útbýta inatvælum til bágstaddra
þar. Með sama bát 'fer Dr. Masaryk,
frseti Szecho-Slovah lýðveldisins.
Stjórnin er búin að afturkallr lög
þau er fyrirbuðu verkföll. Segir liún
að þeirra þurfi ekki með þegar stríðið
er búið. Aum stjórn er það, sem yerð-
ur að eta aftur jafnóðum lög þau er
hún semur.
SPURNING.
Nokkrir menn ganga í félag til að
reyna að eyðileggja aðra menn og mál-
efni þeirra, en mistekst, og hafa ekki
nerna skömm af öllu saman. Er það
rétt að láta alla skömmina lenda á
eir, um manninum ?—Fáfróður.
Svar:—Nei!
pann 5. þ. m. var Col. Paul Johnson
kosinn fyrir þingmann fyrir Pembina
CÍjiunty, N. Dakota við ríkislcosning-
arhar. Voru sex aðrir í vali, en Col.
Johnson bar sigur úr býtum.
Sorgarheimili.
Fred Stephenson, að 694 Victor Str., starfsœað-
ur “Hecla Press” félagsins og kona hans urðu fyrir
þeirri miklu sorg- &ð missa dóttir sína, póru Stephen
son, sunnudags nóttina var, úr Spönsku sýkinn*.
Fröken Stephenson var á blómaskeiði lífsins, mjög
vel gefin og efnileg; er því söknuðurinn og missinn
en átakanlegri.
Sá harmur bættist við að móðir hra. Stephen-
sonar, Guðríður Gísladóttir Stephenson dó einnig
sömu nóttina úr hjartabilun; hún var háöldruð kona
og mjög vel látin af öllum sem hana þektu.
Voröld samhryggist einlæglega hjónunum sem
sorgin hefir þannig snögglega lamað.
peirra mun nánar getið síðar.
í
I
Eugene Debs
“And there’s ’Gene Debs, a man ’at stands
And holds right out in his two hands
As big a heart as ever beat
Betwixt here and the Judgment Seat.”
James Whitcomb Riley.
“It will come right in God’s good time.”
Eugene Debs.
I. Loks gat meinráð megnað því,
Leng-ur en væri lífs að vona
Leifum fjörs á aldri svona:
Dýflissu þær dæmdust í —
pennan vininn veslinganna,
Vandlætara rangindanna.
Lengi hefir lymskan elt hann!
Loks á þessu bragði felt hann —
Honum þó á kné hún kæmi
Keypt er það að skammgóðs dæmi.
II. Sjá þann hetju hjarta yl
Hann er brosir vina til,
—aumingjanna er eftir hýma —
Sæll að gera, og salinn rýma
Sannleikanum síðstu skil:
“Hér er ei efni í ófögnuð!
Réttlætið inn góði guð
Geymir í hönd síns henta tíma.”
III. Sonur Mannsins, sjáðu manninn!
Sjálfur varstu leikinn þanninn —
Hann hefir friðlaus, fyr og nú,
Aumkvað tárum sömu sorgar
Sinnar þjóðar höfuðborgar
Afhöfðanir, eins og þú.
Setinn um og svefns-einmani
Sveizt með þér í Getsemane,
Fyrir sigri í sömu trú.
pinna vegna þungir draumar
pjáðu konu Pílatusar,
Kvíði um mál þitt, Mannsins son.
Samvizkan í þámi þusar
pessara háu í Washington:
Fyrir-hefnda hugboðs-straumar.
IV. Ef að virðist tvísýat tíða
Tafl: hvort lömbin sigri refinn,
Öll er myrkvast efa og kvíða
Ameríka—-Debs skal kveða
Inn í tímann vilja og von.
Enn er sú ei yfirgefin
Er á skálmöld hróka og peða
Á svo hugum-háan son!
Stephan G. Stephansson.