Voröld


Voröld - 26.11.1918, Page 3

Voröld - 26.11.1918, Page 3
1 Winnipeg, 26. nóvember, 1918 VOBÖLD Bis. 3 SPEGILLINN SJÓNLEIKUR f 1. pÆTTI eftir Guttorm J. Guttormsson. Leikendur: Höfðinginn, frúin, presturinn, kryplingurinn, Hug- vitsmaðurinn, margir samsætisgestir. (Skrautleg gestastofa. Höfðinginn og frú hans koma inn.) Frúin:—Hví ertu að halda þessum hugvitsmanni samsæti? Höfðinginn:—Komi hann ekki á mitt heimili, verð- ur varla sagt að hann liafi komið tli bæjarns. Frúin:—Pu! Bauðstu kryplingnum ? Höfðinginn:—Hann er sjálfboðinn. Frúinn:—pó að hann sé óþolandi alstaðar þar sem þú ert. Höfðinginn:—Já, nokkuð svo. Ilann er vinur prestsins og háttstandandi. Mér var ómögulegt að ganga fram h,já honum. Bg neyddist til að bjóða honum eins og vant er. Frúin:—pað hjálpar þér reyndar mikið að þú skil- ur hann ékki. Höfðinginn:—Skil hann ekki—kryplinginn? Nú skaltu taka til. Frúin:—Eg gerði rétt ef eg gerigi burt af heimil- inu meðan þú heldur þetta samsæti. Höfðinginn:—Kona, þá skömm gerir þú mér ekki. (pað er barið á dymar) Uss, þegiðu! Kðm inn. (Presturinn, kryplingurinn og margir aðrir boðs- gestir koma inn, heilsa með handabandi.) Höfðinginn:—Verið öll velkomin. Gerið svo vel að fá ykkur sæti. Presturinn:—Er heiðursgesturimi ekki kominn ? Ilöfðinginn:—Nei, en eg á von á honum á hverri stundu. Presturinn:— (tekur í nefið)—pað er sjaldan að svo frægur maður kemur hingað til bæjarins Höfðinginn:-—Hum, víst er um það. Kryplingurinn:—(við höíðingjann)—Fyrir hvað er hann svo frægur? Höfðinginn:—Hann er frægur hugvitsmaður. Kryplingurinn:—Já, en hvað hefir hann fúndið upp? Höfðingin:—(klórar sér í höfðinu)—Ó, eg hef ekki heyrt getið um neitt sérstakt öðru fremur (lítur til prestsins eins og hann vænti eftir svari). (Allir gestirnir halda niðri í sér hlátrinum nema presturinn og kryplingurinn—þeir eru alvarlegir. Frúin horfir með fyrirlitningu á gestina). Presturinn :—Hann er frægur fyrir þennan sjón- auka sinn. Höfðinginn:—Fvrir þennan sjónauka sinn, vitau- lega. Hví læt eg svona! (þurkar af sér svita) Presturinn:—Sjónauka, sem gerir manni mÖgu- legt að sjá í gegitum alt. Höfðinginn:—Rétt. Kryplingurinn:—-(við höfðingjann)—Er langt síð- an haim fann upp þennan sjónauka? (Höfðinginn lítur þegjandi til prestsins) Frúin :—(alúðlega—pað er gott veðrið núna. Margir af gesvunum:—Inndylt. pað má eg scgja. tpað er barið 5 dyr. Ilöfðinginn opnar. Tíug vitsmaðurinn keinur inn, lieilsar höfðingjánum moð handabandi) Höfðinginn:—Komjð þér sælir og Vi'lkominn. petta er konan mín. (Yið frúna og gestina) petta er hugvitsmagurinn. (Ilugvitsmaðurinn heilsar Frúnni með handabandi og hneigir sig djúpt fyrir gestunum) Höfðinginn:—Hér er sæti fyrir yður, herra. Hugvitsmaðurinn:—Eg þakka yður fyrjr. Höfðinginn i-5—Mér er sönn’ ánægja, að þér skylduð vera svo lítillátur (hóstar) að þyggjá nefnilega þetta heimboð mitt. pegar frægir menn koma til þessa bæjar, finn eg mér bæði ljúft og skylt að géfa þeim tækifæri til að kynnast mér' og vinum mínum, sem hér eru saman komnir og má óhætt telja helsta fólk þessa bæjar. Hugvitsmaðurinn—(hnéigir sig djúpt,) Höfðinginn:—Eg er glaður að láta í ljós ánægju mína yfir þeirri frægð, sem þér hafið getið yður með hinni miklu Uppfynding ,sem er þessi kíkír yðar. HugvitsmaðurinnHvað—segið þér kíkir? Höfðinginn:—Já, kíkir. Eg hef haft þá ánægju að lesa mikið um hann í blöðunum. Kryplingurinn:—Með leyfi. 1 hvaða blöðum? (Höfúinginn hvessir augun á kryplinginn og þegir Hugvitsmaðurinn •—Hvaða blöðum vinur minn? Höfðinginn:—(hóstar)—1 blöðunum. (við Frúna) Hvaða blöð eru það nú, sem eg kaupi? Frúin.:—Blessaður spurðu mig ekki. Höfðinginn:—(hóstar)—1 blöðunurn sagði eg. Einhverstaðar sá eg það. Kryplingurinn:—Sástu eitthvað um kíkirinn? Höfðinginn:— (við hugvitsmanninn)—Já, kíkirinn yðar er mjög merkileg uppfynding. Ekki væntí eg að þér hafið hann meðferðis, svo þér getíð sýn4: okk- ur hann til skemtunar. Hugvitsmaðurinn:—En, vinur minn, eg h->f ri.ki mér vitanlega fundíð upp neinn kíkir. Höfðinginn:—Hver sagði áðan að hann hefði fund- ið uppp kíkir? Kryplingurinn:—pú sagðist hafa haft þá ánægju *ð lesa mikið um hann í blöðunum. Hugvitsmaðurinn:— (við höfðingjann)—Já, viauv minn, það var bara svoleiðis. Höfðinginn:—(hækkar róminn)—pað sagði ein- hver hér áðan, að þér hefðuð fundið upp kíkir, sem gerði manni mögulegt að sjá í gegnum alt. (Presturinn stendur upp, réttir út hendina eins >g hann vilji segja eitthvað) Hugvitsmaðurmn:—-Hvað—eigið þér við spegilinn (Presturinn sest.) Höfðinginn:—Hvaða spegil? Nú, eg hef ekki tyeyrt Presturinn:—pér eruð heppinn hugvitsmaður, að finna upp þetta, sem þér kallið spegil, svona seint á tíma. Hefði yður orðið það á miðöldunum, þá hefð- uð þér verið brendur á báli og spegillinn yar brotinn Hugvitsmaðurinn:—Eg er líklega sjálfur óhultur, en ekki er spegillinn það alstaðar. Höfðinginn:—pér ættuð að koma með hann hing- að svo þér hefðuð mátt vera ugglaus. En hvernig er þessi spegill yðar? Má eg spyrja. Hugvitsmaðurinn:—Yinur minn, hann er eins og aðrir speglar að öðru leyti en því/að hann sýnir mann eins og maður er. Ilöfðinginn:—(hlær)-—Hann er þá alveg eins og aðrir speglar. Hugvitsmaðurinn:—Já, ef maður gæti séð sig í þeim. Höfðinginn:—Auðvitað getur maður það. Hugvitsmaðurinn:—Nei, vinur minn. Maður get- ur ekki séð sig í neinum spegli nema mínum. Presturinn:—(við Höfðingjann)— pessi spegill hans sýnir mann beran. Maður sér sig í honum eins og maður er fyrir augliti guðs. (Kvenfólkið verður ókyrt í sætum sínum) Höfðinginn:—Svo hann hefir þetta til síns ágætis. Hugvitsmáðurinn:—Já, en meinið er að svo fáir fást, til að líta í hann og enn færri til að eignast hann Einn af gestunum:—Eg trúi þessu. Presturinn:—(við IJöfðingjann)—Sumir vilja náttúrlega ekki horfa í hanA vegna þess að þeir hafa svo vonda samvishu að þeir þora ekki að sjá sig sjálfa. Höfðiuginn:—Ó, ekki myndi eg vera hræddur við að líta í spegilinn, ef hann væri hérria. Presturinn:—peir sem eru hreinir þora það. Hugvitsmaðurinn:—Og þeir eru mennirnir, sem vilja eiga hann og borga fyrir hann. Kryplngurinn:—pað eru vinsamleg tilmæli mín að höfðinginn kaupi þennan spegil og geri okkur það ómetanlega gagn að sýna sig eins og hann er. Eng- inn kostur er á betri veitingum. Einn af gestunum:—pað er engin von að maður- inn vilji sjá sig og sýna sig öðrum nakin. (Lágur hlátur og glott meðal gestanna.) Presturinn :—Alt, sem er bert, er fagurt þegar það er hreint, alt, sem er hreint, er fagurt þegar það er bert. Kryplingurinn:—Höfðingirin hefir ástæðu til að gleðjast í hjarta sínu yfir því að vera þess umkom- inn að geta styrkt hugvitsmanninn efnalega með því að kaupa spegilinn. Höfðinginn:—Sem svar er það að segja, heáðruðu gestir mínir, að eg á alla þá spegla, sem eg gef um að eiga, og hef ekki efni—þó eg sé talin efnaður—til að kaupa þá hluti, sem eg get auðveldlega verið án. Svo er það líka mín regla að speg'la mig ekki cftar en eg þarf. Einn af gestunum:—pað er mjög trúlegt. Annar:—pað er góð regla. (Lágur hlátur) Kryplingurinn:—Hann þorir ekki að sýna sig. Ilann þorir ekki að sjá sjálfan sig. Presturnn:—Iíví ætti hann ekki að þora það— maður sem kemur stöðugt til kirkju—sækir báðar messumar á hverjum sunnudegi. Kryplingurinn:—það væri hentugt að hafa eiutt' svona spegil í kirkjunn. pað væri falleg gjöf til kirkjunnar. (Lítur til liöfðingjans.) Presturinn:—Hann hefur sýnt sig að vera mætan mann í þjóðfélagi, kirkjufélagi og húsíélagi. Kryplingurinn: Spegillinn ætti auðvitað að vcra liérna í húsinu. Presturinn:—pegar misklið hefur komið upp milli hjóna innan safnaðarins, hefur höfðinginn lagt sig fram til að koma í veg/yrir hjónaskilnað. petta hefur haft þær blessunárríku afleiðingar að hjóna- baridsbörnum hefur fjölgað. (Höfðinginn tekur klút úr frakkaklauf sinni, þurkar sér vandlega í framan, um hálsinn og hend- uriiar.) Emn af gestunum:—Hjónabandsb irnum hefur fjölgað. ITeyr! (Ijágur hlátur) Pitsturinn:—pegar steinn fellur of-xní iýngt vatn myndasþ bárur, er líða jafnt út í aliar áttir. Eins hafa áhrifin frá þessu kristna heimili streymt út um allan söfnuðinn. pv( stærri sem steinninn er, því lengra ná bárurnar. Ivryplingurinn:—Og því smærri sem steinninn er, því skemra ná þær. Lítill steinn gerir stærri bárur á grunt vatn eji djúft, og hann getur gert þær allar óhreinar sé vatnið nógu grunt. Stór steinn gerir enn stærri bárur á grunt vatn og enn óhreinni. Lít- ill steinn getur ekki gert stórar bárur á djúpt vatn, heldur stór steinn. En bárur á djúpu vatni, hvort sem þær eru stórar eða smáar, geta aTdrei verið ó- hreinar. Einn af gestunum:—Er það vit! Presturinn:—pað síðasta sem mér finst höfðinginn hafa vaxið við, er— i Kryplingurinn:—Espit.ré með fúinn merg vaxa og verða stór. Presturinn:—pað síðasta, sem mér finst höfðing- inn haía vaxið við, er sá heiður, sem hann sýnir hinum fi*æga hugvitsmanni með því að halda honum þetta samsæti. pað er órækur yottur þess, að hann kann að meta liugvitsmenn og listir. Kryplingurinn:—pað, að vilja ekkert vinna til að eignast verk listamaniisins, en á hinn bóginn heiðra hann með samsæti, er eins og bók í gyltu bandi sem hefir ónýtt innihald. Presturijin:—Köllun mín er fólgin í því, að bera sannleikanum vitni hvar og hvenær sem er. Orð- stírs síns vegna verður höfðinginn að kaupa spegil svo framarlega að hann eigi þess nokkurn kost. Hugvitsmaðurinn:—Eg hef með mér eintt spegil, sem eg mundi láta fyrir fjörafcíu þúsund dali. (Löng þögn) Höfðinginn:—(lítur til gestanna. Augu allra stai*a á hann)—Komið þér þá með hann. (Hug'vitsmaðurinn fei*. Höfðinginn Setst, skrifar bankaávísun—stendur upp—gengur um gólf í þungu skapi) Ein stúlka í hópnum:—(lágt)—Minn kjóll er ótta- lega þunnur. Önnur stúlka:—Minn líka. Við ættum að fara áður en þessi spegill kemur. Önnur fil:—Yið þörfum ekki fremur en við vilj- um að horfa í hann. Við skulum bíða. ’Önnur enn:—Eg kvíði fyrir að sjá kryplinginn. Frúin:—(við prestinn)—Getur kvenfólk velsæmis síns vegna verið hér eftir að þessi spegill er kominn ? Presturinn:—Já, því alt er nakiö og bert fyrir aug- um guðs. Og það verður það fyrir augum mann- anna líka eftir að þessi merkilegi spegill er alment viðtekinn. Frúin:—Mkið gersemi! (Við Höfðingjann) penn- an grip kaupir þú fyrir fjörutíu þúsund dali. Nú áttu spegil, ekkert annað.' En þú átt spegil. (hlær) Kryplingurinn:—JJndarlegt, að hugvitsmaðurinn skuli láta hann fyrir svona lítið. Pi’esturinn—Spegillintt er það merkasta, sem nokk- i*u sinni hefur verið uppgötVað. Ilann er það eina sem getur haldið mönnunum hreinum. Kryplingurinn:—Ef þessi spegill' sýnimmann eins og maður er, þá gerir hann 'nianni mögulegt að þekkja sjálfan sig, þeltkja aðra og láta aðra þekkja sig. (Höfðinginn tætir bankaávísunina í smátt og dreif- ir sneplunum yfir gólfið. Dauðaþögn. Augu allra stara á hann. Hann stendur hugsi um stund—sest og skrifar aðra.) Einn af gestunum:—Nú ætlar hann að bæta við upphæðina. (Lágur hlátur) Höfðinginn:—(stendur upp)—Eg veit ekki nefni- lega hvernig það er. Eii mér finst, þetta heimboð mitt einhvernveginn öðruvísi en eg ætlaðist til að það yrði. (hóstar) Presturinn:—pað ætlar samt að hafa góðan enda, guði sé lof! Höfðinginn:—Eg hélt að þessi hugvitsmaður væri almennilegur maður. Presturinn:—pú fórst nærri um það. Höfðinginn:—Eg ætlaðist til að þetta samsæti yrði okkur öllum til skemtunar og— Einn af gestunum:—pú skemtir okkur ágætlega. Mikil ósköp! Höfðinginn:—og sóma. (Varpar öndinni.) (ílugvitsmaðurinn kemur inn með afarstói’an speg- il og reisir hann upp við gaflvegginn.) Einn af gestunum:—pað er eins og þessi spegill sé gerður fyrir allan hnöttinn að spegla sig í. Annar:—Svo skrattinn verði sýnilegur. Höfðinginn:—(við hugvitsmanninn)—Hví hafið þér ekki vafið utan um hann ? Hugvitsmaðurmn:—pað má aldi’ei byrgja hann. Hann verður að vera þar sem sólin getur skinið á hann. pað þai’f að vei’a bjai’t á honum. Hann g°t- ur tapað sér í myrkri. Höfðinginn:—(réttir hugvitsmanninum ávísunina) Hér er bankaávísun á þessar fjörutíu þúsundir. Hugvitsmaðurinn:—Eg þakka yður fyrir, vinur rninn. Farið þér nú og lítið í spegilinn. Höfðinginn:—Nei, eg hef aldrei ætlað mér það. Eg keypti spegilinn hins vegar af yður til að hjálpa yður, því eg kendi í brjósti um yður. Að eg bygg- ist við að hafa gagn af lionum—ekki mikið. HugvitSmaðurinn:—Takið þér þá við þessari ávísun aftur. Höfðinginn:—(ætlar að taka við henni—hikar og lítur í kringum sig, sér að á hann er horft af öilum) —Nei! Kryplingurinn:—(stendur upp)—Við skulum öli' líta í gpegilinn, kynnast hvort öðru. Presturiiin:—(stendur upp)—Eg er foi’sSti ykkar allra fyrir aldurs Sakir. Látið mig fyrstan koma fram fyrir hann. (Hann nemur staðar fyrir framan spegilinn. Alt fólkið snýr sér að speglinum. Stúlkurnar halda fyr- ir augun. 1 speglinum sést ungur, glæsilegur maður svipaður prestinum í sjón, en langtum fegurri og' með postullegan geislabaug yfir höfðinu.) Höfðinginn:—Fögur sjón! metkileg uppfynding er þessi spegill. (Tekur í hönd hugvitsmanninum og hristir hana) Eg er yður hjartanlega þakldátur. (Tekur hönd pi’estsins og hristir hana lengi) Guð- dómlegi prestur! Einn af gestunum:—Mennirnir eru betri en þeir sýnast. Höfðinginn:—pað er sannleikui’. Ein stúlkan:—Eg hef altaf haldið að karlmennirn- ir værú ekki eins vondir og af er látið. Enn úr hópnum:—pessi spegill opnar manni nýja veröld. (Ki’yplingurinn kemur fram fyrir spegilhm — presturinn hefur fært sig til hliðar. I speglinum sést maður eins og kryplingurinn að öðru leyti en því að bakið er beint) Ein stúlka:—(hvíslar) — Mér hefur altaf þótt Kryplingurinn fallegur. Önnúr:—(hvíslar)—Hann er fallegasti maðurinn í vei’öldinni. . Höfðinginn:—Fyrst svo er, held eg að mcr sé ó- hætt. (Við frúna) Við skulum, elsku hjariað mitt horfa í spegilinn. petta er mesta metfé. Eg læt ekki þennan spegil fyrir alla veröldina. (Tekur í hand- legg hennar) Frúin:—Snertu mig ekki! (Hann dregur hana hægt áfram) Sleptu mcr! Höfðinginn:—Æ, láttu ekki svona, góða mín. (pau staðnæmast fýrir framan spegilinn. Krypl- ingurinn hefur fært sig til hliðar. í speglinum sjást maður og kona svipuð þeim í sjón, en ömurlegri út- lits. pau hvessa glóandi augu hvort á annað. Hún hrækir í andlit honum. Hann slær hana með vinstri hendinni á hægri kinnina, svo með hægri hendinni á vinstri kinnina. Hún hnígur niður. Hann dregui' hana á hárinu. Alt fólkið, að undanskildum hug- vitsmanninum, bálast upp, kallar hástöfum: Guð almáttugur!) Margir:—petta er svívirðilegt. Margir aðrir:—Ilann ætlar að drepa hana. Alt fólkið, nema hugvitsmaðurinn: — Björgum henni úr höndum þessa djöfuls. (Fólkið ryðst í æði á spegilinn og mylur hann í smátt/ Óðinn. Tjaldið. *'(>'^ml*'(,'^m*<,-m^*-()+mm()mam()-^^-()4mm-ommm()+ STRENGJAGALDUR I. Sá eg inn í sólheima, sá eg inn í draumheima, horfði’ eg inn í steinanna og hólanna sál. Fann eg líða blómblæ blíðan yfir hljómsæ, sungu mér og sungu mér þar svanir Iluldumál. Undur mér að eyrum bar og undur að brám: léku bjartar hillingar í ljósvaka blám. Seiðfögur, söngtigin svifu þar fljóð — sem litmerli Ijósþoku loftsins í’oðaglóð. Ekki var þar dagur og ekki var þar nótt. par var hávær glaðværð og þó var kyri’t og liljótt. Ekki var þar árla og ekki var þar sið, — en eilífðin eilífa, ofar rúmi’ og tíð, II. Háa sá eg hljómsali hvelfast yfir blómdali,— Jimdu silfursúlur og’ safir bogagöng. pungur var sá kliður sem þúsuncl vatna niður, ómsog' djúpt í eilífum aldanna söng. Stigu danz um tindrandi bifrastir brúðir, bráleiftrin glitruðu, lýsigull við arm. Riðu lögröst sindrandi . riddarar prúðir, rósirnav titruðu hægt við glæstan bai’m. Höi’pur slógu söngvarar á mjallsteina múr milljón bjöllur gulhx þeim háborgum úr.— Hvort eg vakti’ eða svaf , ekki vissi eg af, en eg leið eins og Ijóðblær, eins og lágværðar hljóðblær yfir algleymings-alkyrðar haf. iii. Langar mig í ljósheima, langar mig í Jraumheima, langar mig í ljóðheima,—löng er mér bið. Síðan eg sveif þar, á sóltinda kleif þar, aldrei hefur sál mín fyrir söngvunum frið. Hvergi sá eirir, er óminn þann heyrir, annað fátt sér una má um aldurdaga við. Hillingaborgirnar bak við allar sorgii’nar seiða hug og seiða í sólbjartri þi’á.------ Opna þú, hljómsproti, himininn blá! Seiði’ eg til mín ljósheima, syng eg til mín draumheima, kveð eg ofan í dagheima dular-veldin há. — --------z z z z z z z z Ekki’ er satt hann deyi, sem drottinn fær að sjá: Eilíft líf er einmitt það í öllu guð að sjá! Guðm. Guðmundsson. Óðinn.

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.