Voröld


Voröld - 26.11.1918, Blaðsíða 4

Voröld - 26.11.1918, Blaðsíða 4
VOBÖLÐ. Winnipeg. 26. nóvember, 1918 kemur ót á hverjum þriðjudegi. útgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co.. Ltd. Voröld kosta $2.00 um árið í Canada, Bandaríkjunum og á Islandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Farmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, 2 4';i: > ■ , .................. ............................................ Nýtt stríð Heimstríðið er á enda; vopnin haf verið sliðruð; byssukjaftarnir hafa þagnað; blóðsúthellingarnar hafa stöðvast—í bráðina að minsta kosti.—Hatrið hefir rénað; sárin hafa byrjað að gróa, en aldrei hefir sviðinn verið meiri en einmitt nú. pegar sárin byrja að gróa er sársaukin æfinlega mestur. Já, heimsstríðinu—manndrápum—hefir verið hætt og eftir öll ásköpin er heimurinn eins og blóðvöllur eftir stórkostlegan sláturdag. Og þetta eru þjóðir sem kalla sig kristnar, sem þannig hafa myrt, hvor aðra. En er þá öllu stríði lokið? Er kominn fullkominn friður á jörðu <jg velþóknun yfir mönnunum ? Er komið yfir mannliynið ríki hins kristilega jafnaðar; hins kristilega kærleika og hinnar kristilegu sanngirni? Eru mennirnir orðnir bræður í orðsins réttu merkingu1? er gróðafíknin útkvdnuð og hinn sterki hættur að flá veikari bróður? Er hnefaréttinum lokið og samvizkuréttur kominn í staðinn? Nei, alt þetta er enn eins rótgróið á sumum stöðum og það hefir saokkru sinni verið. Auðvaldið hefir tekið saman sterkum höndum <og óhreinum við hnefaréttinn í því skyni að taka bændur og vinnu- lýð kyrkjandi kverkatökum. Annað stríð er óhjákvæmilegt—og það tafarlaust. Stríð sem okki verður háð með bitrum morðvopnum né opnum byssukjöftum; <ekki með blóðsúthellingum né harmkvælum, heldur með penna og tungu sem hvorttveggja stjómist af heilbrigðri skynsemi, óspiltum tilfinningum; algerðum jöfnuði og takmarkalausu hugrekki. Stríð á milli auðvalds og alþýðu, stríð á milli hnefa- réttar og sanngirni; stríð á milli kúgunar og mannrétt- inda; það er stríðið sem nú er að hefjast um heim allan—hér í CSanada sem annarsstaðar. 1 því stríði vill og ætlar Yoröld að taka alian þann þátt sem hún hefir afl til. 1 því skyni var hún stofnuð «og þeirri köllun sinni mun hún ekki bregðast. Alt stjórnarfar í þessu landi þarf að breytast; einveldi, harð- stjóm, hnefaréttur og keisaraaðferð verður að koma fyrir kattarnef og öll stjórn að komast í hendur canadisku þjóðarinnar—allrar. PYRSTA ORUSTAN Á FÖSTUDAGINN. pá fara fram kosningar í bæjarstjórn í Winnipeg, þá hefst fyrsta orustan milli auðvalds og alþýðu? íslendinga gætir þar ekki mikið, •en talsvert munar þó um þá ef þeir eru samhuga; það er skylda þeirra að liggja ekki á liði sínu ef þeir vilja heita trúir borgarar sem láti sér ant um hag þessa bæjar. BORGASTJÓRINN. Tveir menn sækja um borgarstjórastöðuna. Annar er Davidson, móverandi borgarstjóri;; hann er reyndur að því að vera ekki/ stöð- vrnni vaxinn og hann getur ekki hlotið fylgi sannfrjálslyndra manna •—þetta er vort álit á honum; og hvers vegna? Hann reyndist—að vrorum dómi—óheillamaður þegar verkfallið stóð yfir; hefði hann þá ■verið dugandi borgarstjóri þá hefði hann, að oss finst, g3*að stytt verkfallið eða jafnvel afstýrt því. í öðru lagi gerði hann borgar- 'búum þá vanvirðu sem lengi mun við hann tolla fyi’ir sami ands- kosningar í fyrra og það ættu allir frjálslyndir menn að muna honum. l>eir hljóta því að greiða atkvæði á móti Davidson og með Gray. J. J. VOPNI OG E. ROBINSON. það hefir verið venja—og hún oftast heilbrigð—að greiða at- kvæði með landanum þegar um hann hefir verið að ra:ða. Nú ^ækir einn Islendingur um bæjarráðsstöðu; það er J. J. Vopni. Vér mældum með honum þegar haxm sótti síðast; þá var hann óreyndur í foæjarstjórn og vér væntum góðs af honum; væntum þess að hann yrði dugandi maður og um fram alt að hann kæmi fram þjóðflokki vorum til sóma. Nú er hann reyndur; nú hefir hann sýnt sig. Framkoma hans hefir verið slík að hann hefir eindregið meðmæli og fylgi auð- valds og sérréttinda, eh á móti honum berst verkafólkið sem hættu- legtun óvini að stefnu til. Hann hefir svo að segja við hvert tæki- færi komið fram sem eindregin talsmaður einokunarfélaganna, t.d., Crescent félagsns, strætisvagnafélagsins, o. s. frv. Hann hefir oft virst vera nokkurs konar dilkur þess manns er vér teljum hafi kast- að svartasta skýi á stjórnarhimin Winnipeg borgar, að undanförnu; það er F. Fowler, sem einn olli liinu ægilega verkfalli, og sem enn er að koma af stað verkfalli lögregluþjóna bæjarins. Vér álítum að Fowler hafi verið hættulegasti og skaðlegasti maðurinn í bæjarráðinu og honum hefir Vopni aðallega fylgt. Vér eigum því aðeins að veita íslendingi fylgi að hann sé til þess líklegur að verða oss til sóma. 'Vér vorum eindregið á móti Sveini Thorvaldssyni undir Roblin merkinu sæla, og vér erum eindregið á móti Vopna undir Fowlers merkinu; þau merki eru bæði óhrein og íslendingum ósamboðin. Robinson, sem sækir á móti Vopna er fulltrúi verkamanna, með honum mælum vér eindregið. Hann er fulltrúi fólksins. pRIÐJA KJÖRHÉRAÐ. par eru flestir Islendingar; þar sækir maður sem Gray heitir og er uppboðshaldari, er hann fulltrúaefni verzlunar- og auðmanna, en. á móti honum sækir maður sem Shephard heitir fyrir hönd verka- imanna. Islendingar eru flestir, að stöðu til, í þeim flokki, og má því vænta þess að þeir veiti Shephard eindregið fylgi. Bæjarstjómin í Winnipeg hefr brugðist trausti fólksins í mörg, um efnum, og ef alt væri nákvæmlega rannsakað í því hreiðri, þá mundu þar finnast býsna mörg fúleggin sem burtu þyrfti að ryðja. pað er áríðandi að skifta um í sem flestum sætum. Islendingar geta látið áhrifa sinna gæta við þrjú embajttin. peir ættu að sameina sig um það að kjósa: Gray fyrir borgarstjóra; Robinson, fyrir fulltrúa í 4. deild, og Shephard, fyrir fulltrúa í 3. deild. AFNAM EIGNASKILYRÐA. Eitt er merkilegt í sambandi við þessar kosningar; með þeim verðui greitt atkvæði um það hvort afnema skuli það ákvæði að enginn geti sótt um bæjarráðs embætti nema því aðeins að hann eigi fa-'eign. Margir allra beztu menn borgafinnar eiga enga fasteign, og er bærinn sviftur þeirri heill að geta notið krafta þeirra vegna þess ákvæðis að eignir skuli vera skilyrði til kjörgengis; með því ákvæði hefir f jölda beztu manna verið bolað frá opinberum störfum. pað er vii, þekking og ráðvendni, samvizkusemi, dugnaður og áreiðanleiki sem ætti að vera hverjum manni nægileg meðmæli til embæltis, en ekki hús eða lóðarblettur. Já stríðið er að byrja; fyrsta orustan verður háð á föstudaginn. Iiátum sjá að vér skipumst þar rétt í fylkingu; gætum þess að ganga ekVi undir merki óyinarins, en óvininn köllurn vér: auðvald, einvald, hnefavald og alt sem því er skylt. Innan skamms kemur aðal orustan í stríðinu—sambandskosning- arnar; þær fara að líkindum fram í vetur, og undir þær verður bráð- lega farið að æfa liðið. Stríðið er að byrja; hið mikla stríð milli fólksins og harðstjór- anna; einvgldsguðinn situr enn í hásæti, en innan skamms vorður hanu skotinn til dauðs með örvum atkvæðanna. Seinasta sporið eftir Stríðið er unnið; pjóðverjar eru sigraðir. Um það var ’ arist að allar smáþjóðir fengju frelsi og alt hervald legðist niður; alt eiu- veldi hætti og fullkomið þjóðfrelsi og þjóðstjóm kæmist á. Keisaranum hefir verið hrundið af stóJi og verið er að undirbúa kosningar á pýzkalandi, þar sem fólkið sjálft ráði og ríki. Sein asta sporið á þessari sigurgöngu hinna frjálslyndu þjóða er að cfna nú öll loforð sín og sýna það í verki að barist hefir verið fyrir því sem sagt var. Og það sem bandaþjóðirnar verða að gjöra er þetta: 1. AÖ iaka af pjóðverjum allan flota og a’.'an landher, til þess að þeir geti ekki byrjað annað stríð; 2 Að leggja sjálfir niður allan flota og allan landher. 3. Að stofna allsherjar alþjóða löggæzlulið, sem ráðið sé yfir af nefnd frá öllum þjóðum—engin ein þjóð né þjóðaklíka hafi neitt yfir að segja. 4. Afnema alla keisara- og konungastjórn, og stofna fullkomin þjóð- veldi í þeirra stað. 5. Að láta pjóðverja sleppa öllum nýlendum og hjálendum sem þeir hafa tekið og veita þeim fullkomna sjálfstjórn. 6. Að sleppa öllum nýlendum og hjálendum sínum, og veita þeim algerða sjálfstjórn ef þjóðirnar óska þess með óhindruðu at- kvæði. 7. Að stofna alfrjálsa verzlun í öllum löndum og hindrunarlausar siglingar fyrir allar þjóðir um öll heims höfin og á öllum höfum. 8. Að afnema alla leynisamninga milli þjóða. 9. Að stofna fullkomið íútfrelsi og málfrelsi í öllum löndum. 10. Að heimta lausn allra manna sem í fangelsi eru án þess að þeir hafi unnið nokkum glæp. 4---------- Vel hugsað Algengt er það að menn votti gleði sína og þakklæti á ýmsan hátt þegar um eitthvað fagnaðarefni er að ræða. Aldrei hefir verið meiri ástæða til þalcklætis, gleði og fagnaðar en einmitt nú þegar stríðinu lauk. pað er eðlilegt að hönd kærleikans snerti hjörtu mannanna með sprota þakklætisins við slíkt tækifæri, enda segja blöðin frá því að ýmsir menn og konur hafi gefið gjafir til góðra fyrrtækja í þakklæt- isskyni fyrir friðinn. Enn Islending þekkjum vér sem þetta hefir hugkvæmst: por- björn Magnússon, í Winnipeg, hefir gefið $10.00 í jólasjóð Sólaldar til minningar um fögnuðinn yfir friðnum. Hafið þér veitt því eftir- tekt hversu vel gjöfin var hugsuð ? Hún er gefin til minningar um friðinn; hún er gefin í sjóð sem tengdur er við friðarhátíðina; hún er gefin til þess að gleðja þá sem friðarhöfðinginn matti mest—þá fá- tæku og munaðarlausu; hún er afhent eina blaðinu sem altaf hefir viijað frið. Maðurinn hefir auðsjáanlega ekki gefið þetta fé í hugs- unarleysi. Gaman væri að vita hversu margir vilja feta í fótspor hans og sýna fögnuð sinn yfir friðnum með því að senda eent í jólasjóð Sclaldar. - Ef hugur íslendinga ætti að hvarlfla á nokkum einn stað frem- ur öðrum um jólin, þá er það til Betel. Jólin eru hátíð friðarins, hátíð gleðinnar; hátíð barnanna. Sendið hugsanib, friðar, gleði og kærleika til gömlu bamanna um jólin. Jólasjóður Sólaldar pegar núverandi ritstjóri Voraldar og Sólaldar gaf út blaðið Dagskrá skömmu eftii; aldamótin hafði hann þann sið að halda jóla- skemtun til þess að gleðja fátæk börn og naut við það aðstoð margra góðra manna og kvenna. pegar hann var ritstjóri Lögbergs hóf hann söfnun meðal bama til styrktar gamalmenna heimilinu og störfuðu Sólskinsbömin svo ötullega að því að í þann sjóð söfnuðust þúsund dalir. Fyrir þær undirtektir og þann kærleika sem Sólskins- bömin sýndu í því starfi þökkum vér innilega, því gamalmenna- heimilið er stofnun sem vér vildum hlynna að eftir mætti. Nú hefir Sólöld byrjað á söfnun til þess að gleðja gömlu bömin á Betel urn jólaleytið og er sú söfnun áframhald af þeirri starfsemi vorri þegar vér vorum við Lögberg. pessu fé verður varið til þess að gleðja Betelbúa með heimsókn, og verður hún auðvitað eftir því ánægjulegiú og fullkomnari sem'meira gefst; er því vonast eftir að sem flestir láti “cent” í þennan jólasjóð. í síðasta blaði Lögbergs er það auglýst að byrjað verði aftur að safna þar í Sólskinssjóð þann er vér byrjuðum og vonumst vér til að enginn taki þetta starf Sólaldar þannig að vér viljum spilla fyrir þeirri söfnun. Vér reyndum að beita Lögbergi gamalmenna heim- ilinu til gagns og höfum alls ekki fjarlægst þá stefnu. Vér vitum hversu góð stofnun það er og nauðsynleg og vildum geta unnið henni gagn með blaði voru. Ættu þar öll íslenzku blöðin að geta tekið höndúm saman, og því vonum vér að SólskinsjÓður kögbergs og Jólasjóður Sólaldar geti unnið sem bræður. Ungfrú Rannveig Ingjaldsson, að 482y2 Main Str., /Winnipeg, veitir móttöku öllum gjöfum í jólasjóð Sólaldar. Til Voraldarmanna Ritstjóri l'oraldar hefir verið fjarverandi undanfarandi mánað- artíma. Hann var beðinn að koma vestur til Saskatchewan og veita íólki þar lið gegn landfarsóttinni. Allir lælcnarnir í ísienzku bygðinni voru veikir og var tæplega hægt að neita hjálp þegar þann- ig stóð á, þótt ervitt væri að komast frá blaðinu. Bezta þakklæti vottum vér þeim sem unnið hafa við það vel og dyggilega í fjarveru vorri. ) Á þessum mánaðartíma hafa miklar breytinga’r átt sér stað sem áhrif liafa á framtíð Voralclar. Eins og kunnugt er hefir málírelsi og ritfrelsi verið bannað eða heft hér í Canada að undarförnu; and- stæðingar vorir liafa því að ýmsu leyti skákað í hnefaréttarskjólinu; vitað að vér máttum ekki segja nema lítið eitt af þvi sem oss bjó í brjósti. Nú er sá draugur svo að segja kveðin undir; hér eftir liei.ntar canadiska þjóðin fullkomið ritfrelsi og málfrelsi og það mun Voröld nota sér framvegis eins og öll önnur heiðvírð blöð. Innan skamms má því vænta þess að leyst verði frá skjóðunni og allur sann- leikur sagður óhikað; þá verður Voröld það blað sem hún var stofn- uð til að verða. Við því var aldrei búist að blaðið gæti fullkomlega unnið hlutverk sitt á meðan stríðið stæði yfir; aðal atiáðiö var það að vera vel undir það búinn a hefja þá baráttu sem óhjákvæmilega hlýtur að byrja að stríðslokum ef eítki á alt að lenda í höndum þeirra manna sem hollasta eiðana virðast hafa unnið eigin hagsmunum. pað er barátta fyrir jafnrétti og frelsi fólksins, barátta til þess að draga völdin úr höndum einstakra manna og koma þeim þangað sem þau aó réttu lagi eiga heima—í hendur þjóarinnar allrar. 1 þeirrí baráttu ætlar Vorald að leggja fram krafta sína hvort sem þeir verðá meiri eða minni. pess má geta að ritstjóri Voraldar hefir eytt að minsta kosti helmingi af starfstíma sínum að undanförnu til þess að ná þeim mönnum úr hemum sem ekki máttu missast að heiman, og lítur hann með ánægju á þá f jörutíu manns er hann þannig hefir bjargað án þess þó að hafa á nokkurn hátt komið í bága við lierskyldulögin, eða hnekt þátttöku vorri í stríðinu; telur hann sig hafa unnið þjóðinni og ríkinu gagn með því verki, auk þess sem honum hefir þannig tekist að bægja sorgum frá mörgum heimilum. En þetta starf hefir tekið mikinn tíma frá ritstörfum og hefir blaðið vitanlega liðið við það, þar sem vér höfun) oft verið dögum saman inn á herbúðum í þessum erindum, viku eftir viku. Nú er þessu starfi lokið og getum vér því liér eftir varið meiri tíma til lesturs og skrifta og því gert blað vort betur úr garði að því er það snertir. Að undanförnu hefir alt frjálslyndi verið bælt niður; nú er sá tími í nánd að frjálslynd blöð fara að njóta sín. BITAR Frjálslyndusamsteypugrútarhjáget- urnar eru farnar að líta út eins og vindhanar á kirkjutum. Oft hefir honum L. Guðmundssyni tekist upp, en sjaldan betur ea í Helmskringlu nýlega um greinarnar úr “Advance” og ,‘Mascot.” par er hvorki upphaf né endir á vaðlinum. Katla gýs ösku og eldi. En sorp- haugurinn á Vaðbergi uppblásturs ó- daun og vindi. LEIKRIT I EINUM pÆTTI. Júdasar Júða Vopn—“Ef þú gefur mér atkvæði þitt skal ég klappa þér á bakið.’ Kjósandi—“En bak mitt er þreytt og lotið af ofreynslu.” Júdasar Júða Vopn—“Ég strýk þig þá um vangann góði.” Kjósandi—“En vangi minn er sár og veður bitinn. Júdasar Júða Vopn—“Ég kyssi þig þá á munninn vinur.” Kjósandi—“Varir mínar hafa sopið af boiskasta kaleik lífsins en eitur- tunga höggormsins skal þær ekki snerta.” Tumi. (Tjaidið). Sagt er að funda- og samlcvæma banninu verði lokið á fimtudaginn í Winnipeg. Skyldi það vera haft þangað til í því skyni að hindra fundi fyrir kosningarnar og hlífa gömlu fuglunum við því að hreiðrið sé skoð- að? Gaman verður að sjá hvaða aðferð gömlu svikararnir hafa til þess að skriða aftur inn I kvíarnar fyrir næstu kosningar. Stríðið var til þess að koma á þjóð- stjórn (demöcracy); eftir því ættu þjóðirnar að kjósa fulltrúana sem friðarsamningana gera. Skyldi það verða? Hún er ekki komin enn þá stefnan hans Jóns Bíldfells. Fáið ykkur góð föt og vel gerð Vér bjóðum ykkur að bera saman okkar föt við hvaða önnur föt sem er í Winnipeg. pér munuð finna að þau bera af þeim öllum að gæðum. pau eru handsaumuð í beztu verkstofum, lireinum og björtum. Ef ykkur vantor föt eða yfirhafnir sem fara vel þá kaupið þau hjá Búin til eftir máli. $30 til $75 THE HOUSE OF HOBBERLIN LTD. 111 T ailors to the Canadian Gentieman 350 Portage Ave. =sf=j

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.