Voröld


Voröld - 26.11.1918, Qupperneq 6

Voröld - 26.11.1918, Qupperneq 6
Bis. « VOROLD Winnipeg, 26. nóvember, 1918 i HARÐGEÐJAÐA KONAN j É SAGA EFTIR MARGRÉT DELAND. I (G. Arnason þýddi. Elízabet snéri hendinni á sér á ýmsa vegp til þess að láta sóiina skína á demantinn í hringnnm frá öllum hliðum; hún hafði getað smeygt hringnum á fingurinn á sér í laumi svo að ungfrú White sá ekki. Blair, sem var annars hugar raulaði fyrir imtnni sér: “Að ánni ég kom, en ekki fann ég vað, og allan daginn söng ég tra, la, la. Svo hitti ég þar negra og hann mig ferja bað, og hátt þá söng ég tra, la, la, la.” “það er ljóta bælið, þessi bafr, ” sagði hann, hæfti að róa og lét bátinn reka undan straumnum. “Mér þykir hann skemtilegur, ” sagði Elízabet og hætti að skoða hringinn. pér "finst hvergi skemtilígt nema austur frá síðan þú komst heim úr skóíanum.” Ilún byrjaði að strjiíka höfuðið á hundinum í ákafa. Blair þagði; hann var að hoffa á pílviðarrunna, sem teygði angana niður í vatnið. “pví svararðu mér ekki, Blair?” “Mér þykir ekki óþverrinn skemtilegur, ” svat- aði hann í leiðinda róm. “Davíð þykir skemtilegt hér,” sagði hún. “Eg er viss um að frú Richie þykir það ekki,” sagði hann og byrjaði aftur að róa. “Já, frú Richie,” sagði Elízabet, “þú beldur að alt sé ágætt, sem hún segir.” “Nú, er það ekki það?” Elizabet klemdi saman varirnar. “Eg býst við að þú haldir að hún sé alveg fullkomin.” “Já, það held eg,” sagði Blair. “Henni fellur óttalega illa við mig af því að eg verð reið stundnm,” sagði Elizabet. “pað er ekki við öðfu að búast.” sagði Blair hægt og rólega. “pað er mikið að þú viljir vera trúlofaður mér, fyrst eg er svona afleit.1” “Má eg ekki láta mér líka vei við neinn nema þig?” sagði Blair og geispaði. “pú mátt láta þér líka vel við hvern sem þú vilt fyrir mér,” svaraði hún. Biair blístraði, og Elizabet fór að kjassa hundinn í ákafa og kysti hann á milli augnanna. “pað er ljótt að sjá stúlkur kyssa hunda,” sagði Blair; “Og allan daginn söng eg, tra, la, la.” “pú þarft ekki gð horfa á það,” svaraði Elízabet og kysti hann aftur. Blair stundi og hætti að syngja Hundurinn skreið niður úr keltu Elizabetar og reyndi að leggj ast niður í bátnum. “Legstu niður,” sagði Blair og rak tána um leið ofur laust í hundinn. Hunduriim gelti, glepsaði í öklann á honum og dró sig síðan í hlé á bak við pils Elizabetar. “Óhræsis hundkvikindl! ” kallaði Blair. “pú ert óhræsi sjálfur,” sagði hún og strauk hundinn. “Mér þykir vænt um að hann beit þig.” Blair nuddaði öklann og sagðist vevi ti' með að fleygja hundinum útbyrgðis. pá gerði Elizabet það sem við mátti búast af henni. Á næsta augnabliki lá hringurinn glitrandi í botninum á bátnum. “Eg segi þér upp í' Taktu aftur við hringnum! pú ert vondur og mér er illa við þig! Hafðu þetta!” “Hvernig geturðu búist við að eg Hm'tí n.jg ura að láta hundinn bíta mig?” sagði Buir reiður. “])ú getur sagt mér upp ef þú vilt; eg jkal aldrei framar treysta kvenfólki meðan eg lifi.” Hann fór að róa í ákafa. “Eg vona bara að hvoi oskrattinn verði /ekki óður. ’ ’ Eg vona að hanri verði það og þú Iíka, ” sagði Elizabet skjálfandi af bræði. “Settu mig á land undir eins.” “Eg er hræddur um að þú verðir að hafa það að vera í bátnum með mér fáeinar mínútur enn; straumurinn er æði þupgur,” sagði Blair. “Fyr skal eg drukna!” hrópaði h ':n, og um leið þreif hún hundinn í fang sér og stökk út úr bátnum, áður en hann gat svo mikið seir lyft hendi til gð stöðva hana. En Elizabet gætti þess ekki að vatnið í ánni var of grunt um þetta lcyti árs til þess að drekkja sér í því; og áður en Blair, sem var yfir- kominn af hræðslu, gat slept árunum og þotið til að bjarga henn, var hún búin að koiaa fyrir sig fótun- um og stóð í vatninu upp í hné Kalda vatnið slökti reiðina. sem brann í henni. Nanna grét, ungfrú White ávítaði, þótt hún væri hrædd og Blair reyndi ao f’ dlvissa ílavjð um að þetta væri ekki sér að kenna—-þan komu öll þjótandi í dauðans ofboði—en Elizabet þ.igði pégar þau voru komin að brúartolhjíaisinu og ungfrú White baö piltana að hlaupa og ná í vagn til að flytja hana heim í, tók hún til máls: “Eg vil engan vagn; eg atlla að gangu heirn.” “pað máttu ekki gera, lambið mitt, þú færð kvef af því,” sagði ungfrú White. “pað er ósköp að sjá þig, ” sagði Blair, og Dav- íð tók í sama streng. “pú getur ekki gengið heim eins og þú ert, Elizabet, það fara allír að' horfa á þig.” Elizabet leit til hans. “pað« er einmitt þess- vegna að eg ætla að ganga heim. ” Og hún gekk heim hvað sem hver sagði. Vatnið lak niður úr föt- unum hennar; og allir, sem hún mætti, störðu á hana steinhissa. Hin fjögur fylgdu á eftir dálítið vand- ræðaleg, og Bob, hundurinn, sem alt þetta var að kenna, var enn með í förinni. Blair hafði bjargað honum; og einu sinni, þegar enginn sá til, klappaði hann honum vingjarnlega, eins og í afsökunarskyni. pegar þau komu heim var hann smeikur um að Fer- guson mundi koma út og fara að rekast í þessu, svo að hann byrjaði að biðja Elizabetu fyrirgefningar. “Vertu ekki að þessari vitleysu,” sagði Eliza- bet, “það var mér að kenna. En við verðum ekki lengur trúlofuð.” pannig endaði ástaræfint.ýrið Elizabet sagði ungfrú White að hún ætlaði ald- rei framar að skifta sér nokkuð af Blair Maltland. pegar ungfrú White fór að segja Ferguson frá at- vikinu í bátnum, bætti hún við, að börnin nmiidu vera hætt við þessa heimsku, eins og hún kallaði það. Og þegar svo Ferguson sagði frú Richie sem auðvitað var hrædd og hissa, frá svaðilförum Eliza- betar á ánni, bætti hann við, að það létli af sér þungri byrði að vita að Elizabet hefði notað skyn- semina. En þráft fyrir alt skráfið út af þessu, sem get k á milli húsanna þriggja, datt engum í hug að segja frú Máitland frá því. Ilverjum gat dottið í hug að fara að tala um barpalegar tilfinningar tveggja ungiiuga við þessa framúrskarandi dugnaðai’konu, sem ekki hugsaði um iannað én járn og erfiði, skarkala og hamfarir. Hún varð að komast eftir því sjálf. Daginn, sem Blair átti að leggja af stað aust .r, leit móðir hans til hans upp úr dagblaðinu við morg- unveröarborðið og sagði í flýti: “Eg þarf að tala við þig, Blair, áður en þú fcrð. Komdu í skrifstofuna mína í verksmiðjunr.i þegar klukkkan er fimtán mínútur gengin í ellefu.” Hún horfði á hann næstum blíðlega, svo ýtti hún stólnum aftur á bak. ‘ ‘ Nanna, komdu með hattinn minn! Flýttu þér! Eg er orðin of sein! ’ ’ Nanna kom hlaupandi með hattinn, upplUaðan svartan hatt með hálfslitnum böndum. “Mamma,” sagði hún ofur hægt, lofaðu mér að kaupa nýjan hatt handa þér.” Frú Maitland tók ekkert eftir því sein hún sagði “Harris, ” kallaði hún hátt, “segðú Watson að hafa reikninginn yfir valtarana til klukkan ellefu. Og eg vil fá léreftið með uppdráttunum klukkan tólf Bates veit við hvað eg á. Sjáðu um Nanna, að við fáum soðin kálhöfuð í miðdagsmatinn í dag.” lAugnabliki síðar skeltist. hurðin aftur á éftir henni. pað var þögn eins og eftir þrumu. Nanna og Harris stóðu á öndinni; það var rétt eins og súr- efnið hefði verið sogið úr loftinu; það leið ofurlítd stund áður en nokkur gat farið að anda stilt aftur. pá lyfti Blair upp höndunum f orðlausri mótspyrnu; haún kvaldisí aúgsýnilega. Hann leit í kringum sig í stofunni, á borðið sem var fult af höfuðbólcum —og ósamstæðum matarílátum—gamalt postulín og þungur, hvítur leir, stakir bollar og undirskálar með skræpóttum litum, sem höfðu gengið í augun á Har- ris; bunkar áf blöðum á hliðarborðinu og óhreinir veggimir og aiúninn—það var alt. hvað eftir öðru. “Hamingjunni sé lof að ég er að fara í dag. Eg vildi að eg þyrfti aldrei að koma ’aftur,” sagði hann, “petta er ljótt að segja, Blair, ” sagði Nanna. “pað getur verið að það sé Ijott, en mér er nú svona jnnan brjósts, og eg get eklci gert, að því. pví lengra sem á milli mín og móðir minnar, því vænna þykir okkur hvoru um annað. Jæja, eg verð líklega að fara og sjá hana skipa fyrir verkum í stað þess að sitja heiroa í/húsi eins og.hefðarfrú—og eg fa víst vel úti látnar skammir hjá henni. Hún veit náttúrlega alt um trúlofuriina mína, úr því Elizabet fór að haga sér eins og bjáni.” “Eg held hún viti ekkert um það,” sagði Nanna til að liughreysta hann. “Eg er viss um að Fergusori gamli hefir sagt henni það,” sagði Blair dapur í bragði. “Heyrðu Nanna, ef Elizabet gætir ekki að séj:, þá kemst hún einhvern tíma í klípu útaf skapinu, sem hún hefir— og hún kemur einhverjum öðrum í klípu líka.” Blair var jlla við að komast í klípu; honurn var illa við alt sem var óþægilegt og ófagurt. “Eg veit að mamma hnnd skammar mig náttnr- lega. ” lýn frú Maitland, sem ekkert vissi um hvað fyrir hafði komið, hafði alls ekld í hugaNað skamma Blair. pegar hún fór yfir í verksm'iðjuna var hún mjög á- nægð og ánægjan skein út. úr öllu sem hún sagði og gerði þar. Hún aúlaði sér að fqra með Blair ura alla verksmiðjuna. llann hafði oft farið um h-.na áður, elt hana, fyrst meðan hann var barn hálfhr:ydd ur, svo dréngurinn hálftregur. Nú> átti hann ‘ið vf- irlíta hana líkt og ríkiserfingi ríkið, sem hann st nd- ur til að erfa. Hann var ástfanginn; þess vegna mundi hann vilja giftast eins fljótt og unt væri; og þessvegna mundi hann vilja fara að stunda starf sitt. petta var rökrétt ályktun. Hversu oft þetta sumar, þegar hún sveittist við að vinna fyrir brauði sonar síns hafði liún ekki horft á Elizabet og Phiir og glaðst af því að draga þessa ályktun. Engum hefði getað dottið það í hug, að þessa stóru, óaðlað- andi konu dreymdi dagdrauma, en pmt var það satt, að hana dreymdi um framtíð sonar síns, ckigrað hans, ást hans, konuna hans, og hver veit um hvað. Litlu sokkarnir, sem hún prjónaði, funcíu ef til. vill. eitthvert nákomnara markmið í huga hennar en það lénda í gjafatunnu trúboðsins. í þett.a skift.i æfaði hún sér' að segja honutn hvar í verksmiðjunni liann ætti að byrýa þegar hann hefði útskrifast. Ekki allra .neðst.—það var Fergusons hugmynd. “Hann verður að byrja neðst, ef hann á noldi- um tíma að verða æðstur, ” hafði hann sagt. Nei, Blair þyrfti ekld að byrja neðst; hann g™ti byrjað nokkuð ofarlega og hann skyldi fá góð laun. pað gæfi honum hvöt til að verða dugandi. Og hún ætlaði að segja honum það nú, þegar hann væri cð leggja af stað til háskólans, og svo ætlaði hún líka að bæta við eyðsluféð; fyrst ætlaði hún að gera þaö og svo að segja honum hvaða laun'hann ætti að hafa, þegar hann færi að vinna. Hvað hann muud:' verða ánægður. Hvað gæti verið ánægjulegra fvrii ungan pilt en að vera trúlofaður, hafa nóg eyðslnfé 'og stórkostlegt starf fyrir höndum — lífsstarí. það bezta sem heimurinn hefði að bjóða, t.ilbúið og Iagt upp í hendurnar á honum—eins og það væri ekki það langbezta, sem nokkur maður gæti óskað séi. Hún flýtti sér svo við það sem hún þurfti að gera í skrifstofunni að skrifstofuþjónarnir voru for- viða, þótt þeir væru því vanir að sjá hana halcla vel áfram. Einu sinni eða tvisvar leit hún á klukkuna. Blair kom aldrei á vilteknum tíma. Hann vcnst af því þcgar haun ler að sinna alvarlegim st.örfum hugsaði hún með sjálfri sér. Klukkan var ellefu þegar hann ’kom garigandi í hægðum sínum yrir að verksmiðjunni. Móðir han: leit snöggvast upp frá skrifborðinu sínu or; út í gegn- um óhreipa skrifstofugluggami og sá harm koma Iíann var með gljaleðursskó á fótunum og stiklaði í kringum poll, sem var rétt við dvinar. “Jæja, drengur minn, ” sagði hún við sjálfa sig og lagði frá sér pennann, “þú gleymir þessum fínu skóm, þegar þú ferð að ganga um hér í vcrksaiíðj- unui. ’ ’ Blair labbaði í hægðurn sínum í gegnum freniri skrifstofuna og inn í skrifstofu móður sinnar. Hann settist á stól við hliðina á skrifborð hennar; hann leit á hana hálf kvíðafullur og svo leit, hann undan. Hatturitín var skakkur á höfðinu á henni og hár- flyksur héngu niður á hálsinn að aftan; stóru skórn- ir sáust vel niður undan stutta pilsinu, og hún hafði krækt fætinum utan um stólfótinn. Blair sá að skó- sólarnir voru forugir og hálflokaði augunum. Alt í einu mundi hann eftir Elizabetu. “Hún ætlar að rífast um það,” hugsaði hann með sjálfum sér, og umhugsunin var ónotaleg. “pú kemur seint,” sagði hún og hélt svo áfram: án þess að bíða eftir afsökun frá honum: “Eg ætla að láta þig fá meiri peninga.” Blair var forviða. “Meðan þú ert. á háskólanum; eft.ir það hætti eg alveg að leggja þér nokkuð t.il, og þú verður þá að fara að vinna. pú færð sama kaup og aðrir. ” Hún klemdi fast saman varirnar af ánægju. Blair roðnaði. “pú ert ósköp góð mammai Satt. að segja, eg— ,‘Eg veit vel um trúlofun ykkar Elizabetar,” greip frú Maitland fram í, “þó að þér fyndist ekki eiga við að segja mér frá því sjálfur.” pað var eitthvað í röddinni, sem alliFnema Blair hefðu getað skilið. Blair, sem undir eins gat fundið hverja minstu óst, sem leyndisl á bak við orð frú Richies; hann, sem gerði sér far um að gera gömlu iungfrú Wliite alt sem hann gat til þæginda og var jafnvel hugsunarsamur og örlátur við Harris —hann var svo niðursokkinn í að hugsa um það sem hann bjóst við að kæini, að hann varð ekki var við sársaukann, sem birtist í rödd móður lians. J llg veit vel uín það,” hélt hún áfram. “En eg vil ekld að þið kallið ykkur trúlofuð fyr en þú ert útskrifaður,. Eg hefi ekkert á mót.i’því, að þið hugsið til þess að trúlofast og giftast. pað er gott fyrir pilt á þínum aldri að vera trúlofaður, það held- ur honum frá að lendrf út í slark. ” Blair var orðlaus af undrun. pað var auðheyrl að hún vissi að hanri hafði v^riö trúlofaður, en ekki meira, og samt ávítaði hún hann ekki; þvert á móti, hún ætlaði að láta hann fá meiri peninga, og það augsýnilega vegna þess að henni geðjaðíst vel að því “Eg»ætla þá að segja þér,” hélt hún áfram, “þó að þér hafi ekki fundist, eiga við, að minnast á þetta við mig, að eg er því ekkí mótfallinn, að þú giftist Elízabetu, þegar þú getur séð fyrir henni; og það getur þú gert þegar þú hefir útskrifast, því, eins og eg hefi sagt, slcaltu fá káup, gott kaup, þegar þú byrjar að vinna hérna í verksmiðjunni. ” pað kom gleðisvipur snöggvast á harðlega andlit.ið. Meiri peninga! Blair hló af ánægju. Umhugsun- in um það dró úr sviðanum undan ótrygð Elizabetar spm hann kallaði blátt, áfram “flát.tskap” Hann var svo ánægður að hann liafði í fyrsta sinn á æfinni tilhneigingu til að tala í trúnaði við möður sína. “Elizabet reiddist við mig, og—” Frú Máitland greip fram í fyrir honum. “Nei, hættu nú, ” sagði hún hlæjandi. Hún st,óð upp, lagaði á sér hattinn og gaf syni sínum selbita í síð- una svo að hann stökk upp af stólnum. i “Eg hefi engan tíma til þess að hlusta á hvað elskendur kýtast um. pið jafnið það með ykkur; þið hafið nógan tíma til þess áður en þið giftist. pú færð völdin seinna meir, drengur minn. ” Hpn hló að þessari fyndni, skelti aftur skrif- borðslokinu og þrammaði fram í ytri skrifstofuna. Blair varð sótrauður í framan af reiði. pessi nærgönguli kunningsskaparbragur í orðum móður hans kæfði á svipstundu tilhneigingu hans til að fleipra út úr sér ölln um missætti hans og Elizabetar. Hann stóð upp, beit á jaxlinn, krefti hnefana í vös- unum og fylgdi móður sinni yfir geymslusvæðið um- hverfis verksmiðjuna. pað var stór og andstyggileg eyðimörk, þur og skrælnuð í sólarhitanum, með löng- um röðum af járnstykkjum, háum hlöðum af jarnar- rusli og mörgum ekrum, að Élair sýndist, þöktum með gjalli. Saman við skerandi málmhljóðið bland- aðist þefur af ryði og rusli og loftið titraði undan skröltinu í vögnum, sem runnu á mjóum járnteinum á milli bræðsluofnanna. Blair þrammaði á eftir móður sinni og það var eins og hann hröklaðist und- an ljótleikanum, sem hann sá alstaðar í kringum sig. Hann talaði ekki orð^ hann fann ennþá til í síðunni undan selbitanum og hann var svo reiður að hann hefði ekki getað haldið röddinni í skefjum. Frú Maitland gekk um verksmiðjuna alveg eins og sumar konur ganga um blómgvaða garða—ástúð- lega. Hún talaði við son sinn og bar ört á; hún úé- skýrði fyrir honum til hvers þetta eða hitt væri; hvaða deild í verksmiðjunni þessi hlutur tlheyrði; þarna í nýja skúrinn ætlaði hún að setja teiknarana, og þarna ætti tímahaldarinn að vera------hún hsctti. Blair var búinn að yfirgefa hana og stóð í opnum dyrunum á málmbræðsluhúsinu og horfði undrandi á heljarstóra lyftivél, sem bar afarmikla Stálausu fulla af bræddum málmi. Bláleitan bjarma lagði upp af málminum, þegar loftið, sem var innibyrgt í hon- um gaus upp. Málmurinn vall ólgandi og sjóðandi í ausunni og slettist út ur henni og skvettiM, svo aft ur upp í loftið í þúsund neistum, begar gusumar komu niður á gólfið. Efst uppi unclir þakinu sló skærri hvítri birtu frá rafmagnslömpunum á myrkr- ið, en þegar ausunni var hallað og glóandi málm- straumurinn rann úr henrii ofan í mótin, hurfu raf- magnsljósin alt í einu fyrir ofurmagni birtunnar upp af nfálmstrauminum. “En hvað það er stórkostlegt! ” sagði Blair frá sér unninn af undrun. “Já, það er stórkostlegt,, ” sagði móðir hans. Hann Tómas þarna getur hreypt lyftistöngina, sem steypir úr ausunni, með tveimur fingrum, og járnið rennur úr henni eins hægt og rjómi úr könnu.” Blair var svo niðursökkinn í að horfa á þessa ægilegu birtu og líkami steyparanna, sem báru við dimmuna á bak við í steypuhúsinu, að hann heyrði ekki til móður sinnar, þegar hfin sagði honum að koma. ' ' Frú Maitland stóð með liendur á síðum og bar höfuðið hátt. Hún var mjög ánægð yfir því hversu milda eftirtekt hann veitti þessu. “Ilefði faðir hans lifað til að sjá hann!” sagði hún vð sjálfa sig. Henni lá við að tala borginmannlega af sjálfsánægjunni. Hún kinkaði kölli til eins af verkamönnunum, sem stóð nálægt henni og sagði: “pett.a á svo sem ekki illa við hann. Hvað sýn- is þér um það, Jim?” Og þegar Jim sagði frá því seinna, bætti hann við: “Eg sagði við hana, að eg hefði aldrei séð nokkurn ungling, sem hefði tekið eins vel eftir . steypusmíði og hann. Og hún tók það gott og gilt. Maður getur ekki hælt barni of mikið upp í eyrun á móður þess.” “pað ætti einhver að mála þetta,” sagði Blair í hálfum hljóðum. Frú Maitland var frá sér unnin af gleði. Hún gekk til hans og stóð kyr við hlið hans oíurlitR stund og lagði stóru, óhreinu höndina á öxlina á hon- um. Svo sagði hún hálf feimnislega: “Eg kalla ausuna þarna vöggu menningarinnar. Hugsaðu þér hvað er í henni! Járnteinar sem munu tengja saman New York og San Franciscó; vélar, sem munu fara um allan heim; símaþræðir, sem munu flytja—já, hugsaðu þér bara allar fréttirnar, sem þeir munu flytja, Blair—fréttir af orustum og fæð- ingum ungbarna; það eru brýr í henni og pennar, sem munu skrifa — ástabréf ef til vill. ’ ’ Hún reyndi að vera fyndin þegar hún sagði þetta. “Eða frels- isskrá handa mönnunum, eins og penni Lineolns. Já, ” sagði hún, og það vár eins og andlitíð ljómaði af hugsuninni—‘ ‘ vagga menningarinnar. ’ ’ Hann heyrði varla til hennar fyrir sprengibrest- unum í málminum og skröltinu í vélunum, en þegar hún sagði þetta, leit hann á hana undrandi, eins og maður, sem sér kunnugt andlit þar sem hann bjóst, við ókunnugu. Hann gleymdi því að hann skamm- aðist sín fyrir að eiga móður, sem stjómaði verk - smiðju, hann jafnvel gleymdi selbitanum; neisti af samhygð, >sem, þót.t hann væri ósýnilegur, átti sér eins verulegan stað og hvít.glóandi járnið, sem vall fyrir ofan höfuðin á þeim, flaug á milli þeirra. “Já,” sagði hann, “það er það og meira til, og það er stórkostlegt. ” “Komdu, ” sagði hún méð stærilætissvip. Hún leit um öxl til hans og þuldi upp úr sér tölur og skýrslur um kostnað og liagnað; hún sagði honum hversu margar smálestir af brúarstáli væru skráðar í bókum verksmiðjunnar, sem hún hafði nýlega tekið að sér að steypa, sagði hún að kostuðu mikið, mjcg mikið. “pað er stærsta pöntunin, sem 'rið böfum nokkurn tíma fengið; en við getum fylt hana. ” pau gengu hratt frá Steypuskálanum yfir að bræðsluofnrinum. Frú Maitland leit á járnstykki og talaði við verkarnennina, og á meðan hún var að því hélt hún á dálítilli járnafklippu í hendinni og beygði hana á milli sterklegu fingranna ; ef til vill beit hún í hana hugsancli þegar hún var að skoða eitthvað hjá verkamönnunum, og gaf svo skjótar fyrirskipanir eða fann að. llúu stóð mitt, á meðal verkamanna og gráa hárið hékk í /lyksum ofan á ennið niður undári hattinum. Hún skipaði fvrir; en nu í fyrsta sinni á æfinm fann lmn til sín. Blair horfði á og hlustaði; hann var ef! mst að hugsa um það, að einhvern tíma muncli hánn standa í lifnriar sporum og géra það sem hiin var nú að gera. Hún var eins hégómagjörn og ung stúlká réit þessa stundina. En alt í einu hvarf besú sælutilfinn- ing; hún stóð kyr, deplaði augunum og bar höndina upp að öðru þeirra. “Ó,” sagði lnin, “það hefir farið sva’f upp í augað á mér. ’ ’ Hún leit með hinu auganu, sem var vott, á B1 rir. “Komdu hérna og náðu því í burt.” “Egj” sagði Blair hræddur. “Eg gæti meitt þig.” pótt hann vissi ekki mikið um verksmiðju- lífið, vissi hann samt það, að það gat verð slæmt að fá flís af járni upp í augað. Hann snéri sér í vand- ræðum að einum verkamanninum og skipaði honum að fara og sækja lækni. “Lækni!” sagði frú Maitland, leit á son sinn og hló. “Hann er hræddur um að hann meiði mig! Hefirðu vasahníf Jim? Náðu þessu út. ” (Framhald)

x

Voröld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.