Voröld


Voröld - 26.11.1918, Page 8

Voröld - 26.11.1918, Page 8
Bls. 8. VORÖJLD Winnipeg, 26. nóvember, 1918 “RESTHOLME” — Winnipeg, Canada. Mineral Springs Sanitarium Besta byggmgin og best útbúin stofnun í öllu Canada Heppni okkar í að lækna alskyns gigtarsjúkdóma og augaveiklun hefir verið framúrskarandi. Mörg tilfelíi voru álitin vonlaus sem oss hepnaðist að bæta, og þar með bæta mörgum árum af vellíðan við æfi þeirra er áður höfðu þjáðst. VÉR HöFUM EINA HÆLIÐ I ÖLLU CANADA SEM NOTAR HREINT MÁLMDÁMAÐ LINDAR VATN l BÖÐ. Vér bjóðum öllum að heimsækja oss. skrifið eftir bækling. Ef þér getið ekki komið þá Minerai Springs Sanitarium WINNIPEG, MAN. Uv HBættum Voröld vill ráð’eggja öllum þeím sem veikir eru af gigt, taugasjúkdóm- um eða gyllinæð að cnúa sér til Min- eral Springs Sanitaríúm. pað er al- kunn og mjög vel þekt stofnun. Miðinn sem marka á næsta föstudag um eignaskyldumálið verður þannig: Are you in favor of the aboli- tion of the property qualification for alderman? Yes No. Markið seðilinn eins og hér er. Greiðið atkvæði með Gray sem borgarstjóra; Davidson hefir ekki reynst þannig’ að hann verðskuldi traust yðar. Syrpa er nýprentuð og verður send til kaupenda þessa dagana; fjölbreytt og skemtileg að vanda. porvaldur porarinson, frá Riverton, er staddur-hér í bænum. Dr. Sig Júl. Jóhannesson fór í dag suður til Rochester með veikan mann. Jóns Bjarnasonarskóli verður, ef guð lofar, opnaður, á ný kl. 9 næsta þriðju- dagsmorgun, 3 desember. Runólfur Marteinsson. ÍSLENDINGAR SÆRÐIR OG FALLNIR. Sergt. E. C. Olson, St. Vital, fallinn. j J. Halldórsson. Padding Lake, Sask., ! veikur. J. Stephenson, Moose Jaw, dó úr í sárum. A. M. Stevenson, Winnipeg, veikur. ; A. Árnason, Leslie, særður. Verkfæra salar í Winnipeg hafa sagt að verkfæri muni bráðlega hækka í verði sökum auknings á flutnings- gjáldi. f Canada var flutningsgjald nýlega hækkað 15 pró centur og í Bandaríkjunum hefir það verið hækk- að tvisvar, og nemur nú 40 pró cent. pjáist þú af gigtveiki? Ef svo skrifa eftir mynda bækling og fullum upp- lýsingum til Mineral Springs Sanitor- ium, Winnipeg, Man. Ungfrú Solveig Thomas B.A., hefir tekið að sér að verða aðstoðar yfir- kennari við Wynyard háskólann. 19. þ. m. var maður að nafni Peter Wyse frá Charleswood tekinn fastur og kærður fyrir að selja vín. Hann var sektaður $200'. pegar hann kom út úr dómssalnum var hann tekinn fastur aftur og kærður fyrir að búa til brennivín án leyfisbréfs. Hann kvaðst ekki hafa verið að búa til vín til að drekka heldur til að krydda með mat. pegar lögregluþjónarnir komu heim til hans hafði hann verið að búa til vín, og þegar það var prófað, reyndist það að vera 72 pró cent hreinn vinandi (alcohol). Wyse var sektaður $500 fyrir það. w ONDERLAN THEATRE D opnast fimtudaginn 28. þ.m. Með tvær framúrskarandi leikkonur Ella Hall og Priscilla Dean 1 leiknum “WhichJVoman” Föstudag og laugardag Mrs. Vernon Castle I leiknum “Stranded in Arcady” Kvittanir fyrir sokka sendingar til Jóns Sigurðssonar félagsins. For. Húsfrú Schram, geysir, sokkar.... 3 Húsfrú Schram Geysir, sokkar.... 3 Húsfrú B. Ingimundarson, Wild Oak, sokkar.:.................. 2 Húsfrú J. S. Paulson, Riverton, sokkar .......................... 4 Húsfrú Kristín Maxon, Marker- ville, sokkar.................. 3 Husfrú Kristín Maxon, Marker- ville, vetlinga ....... ..... .... 3 Húsfrú S. J. Johnson, Markerville, sokkar......................... 1 ' Innilegt þakklæti. Húsfrú Gunnl. Jóhannsson. 572 Agnes St. Húsfrú A. Arason Big River, áður ungfrú Susanna Goodman, frá Kanda- har, andaðist þann 17 þ.m. úr spönsku veikinni. WONDERLAND. Eftir að vera ltkað í sjö vikur vegna spönsku veikinnar verður Wonderland leikhúsið opnað aftur á fimtudaginn kemur. par sem nægilegt er af hreinu lofti |hleypt inn í leikhúsið þarf ekki að óttast að það verði slæmt. pað mun opna með því að sýna "Which Wo- man,” og koma fram tvær alkunnar leikltonur, Ella Hail og Priscilla Dean. Gleymið ekki 13. kafla af “House óf Hate,” sem verður sýnt á fimtudag- inn. Föstudag og laugardag “Stranded in Arcady,” sem er ein af þeim myndum sem er aðlaðandi fyrir börn og þó að- allega gerð fyrir fuiiorðið fólk. TAUGAVEIKLUN OQ GYLLINÆÐ Hver sem þjáist af þessum sjúkdóm- um ætti að snúa sér til Mineral Spring Sanitarium, Winnipeg, Man. Bæklingur og allar upplýsingar ó- keypis. Pann20 nóvember voru gefin saman, að Baldur, af séra Fr. Hallgrímssyni, þau Kári Johnson og ungfrú Anna Goodmann. Greiðið atkvæði xneð því að af- nema... eignaskyldu ..sem skilyrði fyrir kjörgengi í bæjarstjóm; minnist þess að auður og eignir skapa hvorki heila né samvizku- semi. r K)-—>Q-—>0-—-o-—»o-— J0LAGLEDI Og FAGNAÐUR YFIR STRIÐSLOKUN. þorbjöm Magnússon kom nýlega inn á skrif- stofu Voraldar og gaf $10.00 í Jóla-Sjóð Sólaldar- bama til Betel með þeim ummælum að sér fyndist hann ekki geta betur sýnt ánægju sína yfir úrslitum stríðsins, en með því að leggja þessa peninga ti’ glaðnings gamla fólkinu á Betel. Yoröld finst þetta vel mælt og rétt hugsað— Fleiri þúsundir dollara hafa verið eyddir til einskis af sömu ástæðu, nefnilega, vegna enda stríðsins, og mundu þeim peningum betur varið tíl einhvers góðs og þarflegs. pað munu margir vilja sýna á einbvern hátt e* þeim hafi létt hugur—Og ekki væri hægt að láta þaf> í ljósi á betri eða göfugrí hátt en með því að létfa og iyfta anda gamla fólksins á Betel á jólunum. Ungfrú R. Ingjaldsson á skrífstofu Voraldar veitir móttöku peningum þeim sem fólk vill láta af hendi rakna. Ferðin til Nýja Islands. Ferð mín til Nýja íslands, sem ég kom heim úr fyrir rúmum 2 vikum siðan er og verður mér um lengri tíma minnistæð, og að mörgu leiti margar þægilegar endurminningar tengdar við hana í huga mér. Og ef ekkert óvanalegt væri að gerast um- hverfis mann ,og alt væri í hinuni gömlu stellingum í mannféláginu hér og annarstaðar þá væri ekki nema sanngjarnt að ætlast til af hinum mörgu löndum mínum sem mér gafst tækifæri til að kynnast í ferð þessari að ég hefði eitthvað til að láta sjást á prenti—einhverri eftirgjörð af ferða- sögu, og þetta hefi ég verið að hugsa um enda gat þess við nokkra að ég hlyti að liafa eitthvað til frásagnar við tækifæri um þessa ferð mína. Ekki ■ svo að skilja að það, að ferðast til Nýja íslands sé að kanna ókunna stigu og þess vegna sjálfsagt að gefa öðrum íróðleiks fýknendum tækifæri til að heyra eitthvað nýstárlegt sagt úr ó- lcunnum eða lítt kunnum mannaslóð- um; nei, engan veginn, en mergurinn málsins yrði þetta: að fyrir mínum augum biasti þessi sem nú má kalla gamla fsienzka nýlenda alt öðru vísi er ég leit hana með nokkurri ná-1 kvæmni að kalla í fyrsta sinn, en hún hefir verið uppmáluð fyrir hugskots- sjónum mínum af því sem um hana hefir verið sagt og henni lýst áður af þeim sem um hana hafa ferðast. En þetta verð ég því miður að láta drag- ast ofurlítið enn. Ég get ímyndað mér að það séu fleiri en ég—já, og hlitur svo að vera sem álíta að þess minna sem talað sé, eða skrifað af því sem mætti skoðast ónauðsýnlegt eða óþarft mál þess betra, nú á þessum há- alvariegu neiðarinnar tímum,—get É ►<u ManitobaStores 346 Cumberland Ave, (60 faðma fyrir austan Central Bark). GUNNL. J6HANNSON, Verzlun- arstjóri. KJÖRKAUP í pESSARI VIKU Beztu Rúsínur, pund pakki 15c. Hreinar Kúrennur, pd.pakki 30c. Sultana Rúsínur, pd. pakki 20c. Vanilla og Lemon Essence. 13e. Climax Jam, 4 pda. fata. 75e. Macaroni, 2 pakkar . 25c. 20-pda. Robin Hood Hafra- mjöl............ 1.45 MANITOBA STORKS 2 Talsímar: Garry 3063 og 3062 hugsað mér að fleiri líti svo á að sem minnst sé talað eða skrifað, en meira og betur hlustað,—hlustað á hina þrumandi rödd þess sem nú talar til allra manna. En ef til vill má vona að betri og hentugri tími komi mjög bráðlega til frásagna um margt sem fyrir augun bar, og um það sem ég álít að hafi verið mishermt af þeim sem lýsingu hafa gefið af búendum Nýja íslands og landinu sjálfu. En í þetta sinn verð ég aðeins að biðja alla þá sem báðu mig um smá leiðréttingar og útréttanir í sambandi við blaðið Voröld að afsaka þó ekki sé búið að gera skil þar á, sem stafar af fjarveru ritstjórans frá blaðinu, eins og flestum er kunnugt. En þetta verður mjög bráðlega gjörð grein fyrir annaðhvort af mér eða þeim sem hlut eiga að máli. Og svo þakka ég þá öllum þeim liinum mörgu sem voru mér velviljaðir og greiddu fyrir ferð minni. Sérstaklega er ég þeim þakklátur sem létu méi' í té bæði fylgd og keyrslu útbúnað í flestum tilfellum endurgjadslaust. Á hinni gömiu íslenzku gestrisni furðaði ég mig minna því hún er held ég eitt einkennið íslenzka. pökk ykkur öll- um iandar! G. P. Thordarson. Kæri ritstjóri Voraldar: Viltu gjöra svo vel og þýða með- fylgjandi úrklipu úr “The Labor News’ og prenta í Voröld. pað getur skeð það yrði ísléndingum hér í bæ til við- vörunar. pað er sannarlega tími til komin að Dr. W. J. McTavish sé þekt- ur. Tribune hafði ekki hreinlyndi f sér til að birta nafn þessa manns, en eg vona að Voröld geri það. Með virðingu Kaupandi Voraldar. Greinin er þannig: Dö AF AFLEIÐINGUM ANNARS UPPSKURÐAR. “Við, kviðdómurinn, ályktum að John Miller dó, & sunnudaginu 20. oct, um kl. 4 að almenna sjúkrahúsinu, af afleiðingu annars uppskurðar, sem var oumflýanlegur vegna misskilnings á sjúkdómseinkennum fyrsta uppskurð- arins.” . Var dómurinn eftir rannsókn sem haldin var af Dr. McConnell, fylkis lík- skoðaranum, eftir að nýju vitni höfðu verið kölluð fram. Hinn látni átti heima að 355 Simcoí St. og bafði verið ökumaður fyrir Canada Bread Co. Hann kvartaði um það við læknir sem Dr. W. J. McTav- ish heitir að hann?hefði kviðslit. Og eftir að skoða hann kváð læknírinn uppskurð nauðsynlegan. priðjudaginn 15. okt. var Miller fluttur á læknisstofu Dr. James A. Mc- Tavish, sem heima á út í Elmwood og er bróðir hins fyrnefnda. par var uppskurðurinn gerður. Síðan var kvartað yfir því að ein- hver dráttur hafi átt sér stað með það að flytja sjúklingin heim eftir upp- slturðinn. Af því að sjúkiingnum virtist mikið versna var leitað til Dr. Halpenny sem undireins lét flytja hann á sjúkrahús- ið þar sem hann dó 20. okt. síðastl. Þá gerir engin misgrip Ef þú lætur hreinsa eða lita fötin þín hjá Fort Garry Dyers and Dry Cleaners Við ábyrgjumst að gera þig ánægðan. 386 Colony Str. Winnipeg. VIDUR BEINT FRÁ VERZLUNUM VOR- UM MED STÖRSÖLU VERZL UNARVERDI. Skrifið eftir verði á viðinum komnum til yðar. Flutningsgjald greitt að þeirri stöð sem næst yður er. pér sparið ágóða milligöngu- mannsins. FARMERS LUMBER CO. 482/z Main Str. WINNIPEG, MAN. EKKERT fslenzkt heimili ætti að vera án bamablaðs. EKKERT hjálpar eins vel til að halda við hljómfagra málinu okkar hér vestra; eins og skemtilegt bama og unglinga blað. EKKERT hefir eins góð og heilnæm áhrif á hugsanir barna og ungl- inga eins og góðar sögur og rit- gerðir í blaði sem þau álíta sitt eigið; sem þáu una við og gleðjas^ yfir. EKKERT hefir skort eins tilfinnan- lega hér á meðal Vestur-fslend- inga eins og einmitt sérstakt bama og unglinga blað. pessvegna er "Sólöld” til orðin. Eng- inn sem ann viðhaldi íslenzks þjóðernis ætti án “Sólaldar” að vera. KAUPID "SÖLÖLD I DAG. Islenzkar bækur LJÓÐABÆKUR. Kvistir, eftir Sig. Júl. Jó- hannesson, í skrautbandi.$1.50 Óbundnir............... 1.00 Drottningin í Álgeirsborg— Sigfús Blöndahl. Bundin. 1.80 Óbundin................ 1.40 Út um Völl og Velli—Krist- inn Stefánsson. Bundin _ 1.75 Sjöfn—Ágúst H. Bjamason. Bundin .............. .55 Óbundin...................3S SKÁLDSÖGUR. Sálin Vaknar—Einar Hjör- leifsson Kvaran. Bundin. 1,5® Sambýli—Einar Hjörleifsson Kvaran. Bundin ........ 2.5® Óbundin................ 2.00 Tvær Gamlar Sögur (Sýður á Keypum og Krossinn Helgi á Kaldaðarnesi) Jón Trausti. Óbundin........ 1.2® Bessi Gamli — Jón Trausti. Óbundið.............. 1.5© Ströndin—Gunnar Gunnars- son. Búndin.............2.15 Óbundin............. 1.75 Vargur í Vjeum—Gunnar Gunnarsson. Bundin...... 1.80 Morðið—Conan Doyle ...... .35 Dularfulla Eyjan — Jules Veme...............:......30 ÝMISLEGT. Um Berklaveiki og Meðferð Hennar—Sig. Magnússon .40 Líf og Dauði—Einar Iljör- leifsson (fyrirlestrar) ..75 Fíflar—J>. p. porsteinsson.35 Austur í Blámóðu Fjalla (ferðasaga)—A. Kristjáns- son. Bundin.....,...... 1.75 Ritsafn Lögréttu, 1. hefti.4® ‘ ‘ Óðinn, ’ ’ 12-13 og 14 árgang, árgangurinn kostar .... 1.00 “Lögrétta.” Argangurinn... 2.5® RÓKAVERZLUN HJÁLMARS GÍSLASONAR Telephone St. John 724. 506 Newton Avenue, Winnipeg. Fleiri bækur væntanlegar að heiman. G0ÐAR BÚJARÐIR Vér getum selt yður bújarðir smáar og stórar eftir því sem yður hentar, hvar sem er í Vestur Canda. pér getið fengið hvort sem þér vilji? ræktað land eða óræktað. Vér höf- um margar bújarðir með allri áhöfn, hestum, vélum, fóðri og útsæði. Parf ekkert annað en að flytja þangað, pægileg borgunarskilyrði. Segið osh hvers þér þarfnist og skulum vér bæta úr þörfum yðar. DOMINION FARM EXCHANGE. 815 Somerset block, - Winnipeg Hvernig ertu tentur ? Eg vona þín vegna að þú hafir heilbrigðar tennur. En sé það \ ekki, þá ættír þú að láta gera við þær tafarlaust. pú verður að láta þér skiljast hve áríðandi er að draga það ekki. pað ætti ekki að þurfa að gera þér aðvart oftar en ejnu sinni. Vinnustofurnar mínar eru á hentugustum stað fyrir þig. Dr. C. C. Jeffrey Varfæri tannlæknirinn, upp yfir Liggets lyfjabúðinni. Talsími G. 3030. Skrifstofutími 9 árd. til 8.30 síðd. Frá byrjun pað eru til enn nokkur eintök af Voröld frá byrjun. Ef þig langar til að eiga biaðið frá því það fyrst korn t þá skrifa nú þegar. Send miðan sem fylgir: Voröld Publishing Co., Ltd. 482J4 Main St., Winnipeg. Kæru herrar:— Hér með fylgja $2 fyrir fyrsta árg. Voraldar,. sem ég mælist til að fá frá byrjun. Dagsetning

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.