Voröld


Voröld - 17.12.1918, Blaðsíða 2

Voröld - 17.12.1918, Blaðsíða 2
Bls. 2 VORÖLD. Winnipeg 17 desember 1918. FAÐIR VOR. (Niðurlag frá 1. síðu). bræðut*. En hvernig sannar fram- koma vor einlægnina í þessum hluta bænarinnar? A8 hugsa sér guð frið- arins í ríki himnanna hlusta á slíka bæn, flutta af herpresti á pýzkalandi, eða nokkursstaðar í kistnu landi; hugsa sér hann hlusta á bæn um krafta til að afla sér daglegs brauðs, og heyra sömu menn eggja til þess að ræna sem flesta lífi og kröftum; hugsa sér hann hlusta á slíka bæn af vörum sömu mannanna sem mæla. með því að sökt sé bjargarskipum bræðra þeirra og mil- jónir kvenna og' barna séu svelt með aöflutninga banni. Er það furða þótt guð réttlætisins helli heitum öldum af drepsóttum yfir þjóðir sem þannig ieggja nafn hans við hégórna og verra en það? pýzku prestarnir og aðrir sem. guðlasta með því að lesa þennan part faðirvorsins iim leið og þeir svifta ómálga börn og bjargarlausar konur forsjá og vernd heimilisins eiga enn langa lexíu ólærða. -1 Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunaut" um.” L þessum hluta faðirvorsins er kjarni þess og þungamiðja. pað er ! kærleikurinn, sem Páll postuli telur mestan í heimi. Vér biðjum vorn himneska föður að auðsýna oss börnum sínum þá miskun og þann kærleika að fyrirgefa oss skuldir (syndir) vorar, og vér teljum það sanngjarnt og sjálfsagt skilyrði að vér fyrst eða jafnframt fyr- ii'gefum öllum öðrum það sem þeir hafa brotið gegn oss. En hvernig upp- fyllum vér skilyrðið? Hvernig sönnum vér og sýnum. einlægni vora í þessu efni ? Ilvernig hafa mennirnir í sum- um kristnu löndunum fylgt þessari kenningu síðastliðin fjögur ár? Hafa þýzku prestarnir og aðrir brýnt það fýrir söfnuðum sínum að fyrirgefa óvinum sínum allar þeirra yfirsjónir og mótgjörðir til þess að þeirra himneski faðir fyrirgæfi þeim syndir þeirra? Nei, þeir hafa hrópað til guðs hástöfum og beðið hann að gefa krafta til þess að svifta sem flesta lífi og liefna sín sem bézt á óvinunum, beðið guð um krafta til þess að ge.ta barið niður bræður sína með hnefa- og hnúarétti Og að þeirri eggjun búinni hafa þeir spent greipar | hneigt höfuðið í viðbjóðslegri uppgerð- ar lotningu og beðið guð að fyrirgefa á sama hátt og þeir sjálfir fyrirgæfu sínum skuldanautum. Er hægt að hugsa sér helgar bænir svívirtar á svartari hátt en með þessu? petta nægir til þess að koma mönnum til að hugsa um eðli hinnar fögru bænar og veita því eftirtekt hve langt er á milli orðanna og hugarfarsins stundum þeg- ar bænin er flutt. Jólin eru í nánd, friðargyðjan breið- ir vængi sína yfir bústaði mannanna; hún hefir verið útlæg þaðan nú síðast- liðin fjögur ár. Hefði Kristur, höfð- ingi friðarins, komið inn í kirkju á pýzkalandi—og jafnvel sumstaðar ann- arsstaðar—á síðastliðnum árum og beð- ið sér hljóðs; hefði hann flutt góðu og gömlu kenninguna: “Elskið óvini yðar, blessið ]?á sem yður bölva, biðjið fyrir þeim sem rógbera yður og of- sækja, svo aS þér séuS börn föSur ySar á himnum, því hann lætur sína sól upp- renna yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta.” “Svo að þér séuð börn föður yðar á himnum,” segir hann. Og þa er ein- mitt í samræmi við fyrsta part faðir- j vorsins: “Faðir vor, þú sem ert á himnum. ” Skilyrðið fyrir því að bæn- j in sé lieyrð er þao að vér breytum eins og hér er sagt og launa ilt með góðu. En ef Kristur, friðarhöfðinginn, hefði | komið inn í kirkju á pýzkalandi, og jafnvel sumstaðar annarstaðar, undan- farin fjögur ár, og flutt þessa kenningu þá hefði hann tafarlaust verið tekinn fastur, settur í járn, varpað í fangelsi og verið líflátinn sem óbótamaður— landráðamaður. Jólabæn Voraldar er sú að gyðja frið- arins megi breiða líknar vængi sína yfir alla bústaði mannanna hvar sem þeir eru og hverjir sem þeir eru; að hún megi mæla huggunarorð í eyra þeirra sem sorgirnar þjaka, að hún megi hella græðandi smyrslum í öll hin mörgu og djúpu sár; að hún megi anda blæ huggunar og friðar í sálir þeirra allra sem um þessi jól horfa á auð sæti horfinna ástvina. Að hún megi opna augu þeirra sem hugsunarlaust hafa þulið bænina fögru en breytt þvert á móti; opna augu þeirra svo þeir sjái yfirsjónir sínar og iðrast synda sinna; að hún megi snerta hjörtu presta og I annara leiðtoga þjóðanna og gefa þeim skilning kærleika og friðaranda. Að hún megi líða inn í kirkjuna á pýzka- landi, og annarstaðar, þar sem sömu ó- sköpin hafa átt sér stað og sýna þar prestunum hversu ósæmilegt það er þeim að snúa guðshúsi upp í eggjunar- stöð til blóðs úthellinga og hvílíkt guð- iast faðirvorið og aðrar fagrar bænir ver'ða á vörum þeirra og tungu sem til stríðs og manndráps eggja. Megi gyðja friðarins strjúka hlýrri líknar- hendi um vanga hverrar eiginkonu, hverrar elskandi systur, hverrar syrgj- andi móður, hverrar saknándi ástmeyj- ar, sem engill dauðans liefir svift ást- vini á liðnum árum. Megi hún leiða við hönd £.ér öll munaðariaus börn sem stríðsguðinn hefir skilið eftir forsjár- laus. Megi hún um þessi jól mæla svo hátt, svo áhrifamikið orðin “Friður á jörðu!” að þau ekki einungis festist mönnum við varir og tungu heldur I þrengist inn í sálir þeirra og innra mann og beri þar ávöxt. “Sælu njótandi, sverðin brjótandi, faðmist fjarlægir lýðir ; guðs ríki drotni, dauðans vald þrotni; komi kærleikans tíðir. I SORGIR Eftir Stephan G. Stephansson S! Á þessum jólum er margs að minnast og margs, pessi kvæði eru ort fyrir nálega 30 árum. Ljóð að sakna. Tæplega er það heimili til í landinu sem! Stephans Ct. Stephanssonar eru námur sem fram- ekki syrgi. Tæplega hús þar sem ekki sé fólk með ] tíðin sækir í þrotlausa fjársjóði er lítils voru metnir tárgum augum og klökku hjarta. Tæplega híbýlijí upphafi en vaxa og' stækka eftir því sem tímar þar sem sorgin hefir ekki innsiglað einhvern blett; f líða. Og þess væntum vér að þessi sorgarstef sem tæplega til bústaðir manna þar sem dauðinn hafijhér birtast eftir hann hafi göfgandi áhrif á marga ekki verið gestur síðan á seinustu jólum. i menn og konur um jólin- petta blá-milda blik sem úr bikarnum skín — Djúpt sem bros yfir auðséðum harm — pað er tillitið hans, þegar horfði til mín, pað ið hinzta sinn, sloknandi hvarm. — “ En þú horfir í gröf vilt ei himininn sjá, pví er hug þínum missirinn sár. ” Er það bótalaust böl ef að bará eg á pessi blóm, þessi ljóð þessi tár? z 1895. IV. Eg kveð þig sumar — Haust eg heils.a þér Af hnjúknum þeim sem landamerki er. Að baki liggur sveitin sumarlöng, Með sólskins-ffiorgna og þýðan lóu söng- Sjálfskapaða plágan mikla, manndrápsleikur-; inn glæpsamlegi, hefir höggvið skarð eftir skarð í j hóp vina og vandamanna og dóttir þessarar ó-: freskju, drepsóttin sem. nii geysar yfir öll lönd—bein afleiðingin stríðsins—veður með banasigðina frá húsi til húss. pegar sorgartárin voru að stöövast; þegar hjartanu var að létta, þegar voninl um frið og líf hafði snortið strengi í sálum manna; þegar allir þóttust sjá endi þess leiks sem Ijótastur hefir verið og ósamboðnastur þeim þjóðum sem friðarhöfðingjann þykjast tigna og hæst láta til sín heyra á friðarhátíðinni—já, einmitt þá kemur drep- sóttin, dóttir stríðsins, og slítur bönd ástar og vináttu, sem enn voru óbrostin. Engin svölun er þeim sælli er syrgja en hjart- næm ljóð. peim sem sorgin hefir heimsótt flvtur því jólablað Voraldar nokkur velþekt kvæði sem altaf verða ný öllum syrgjendum; altaf svalandi og altaf kær. Vér birtum fyrst kvæði eftir skáld- konunginn okkar Vestur-lslendinga, ogmargirmunu þeir sem geta heimfært upp á sigin reynslu og eigin tilfinningar hin óviðjafnanlegu orð sem þessi kvæði geyma. “pví enn sé eg bláheiðu augnanna glans, Eg enn heyri róminn míns litla svans, Lít kollinn minn fríðlokkum falda — pa.ð fylgir hve langt sem skal halda.” Eiga ekki þessi gullfögru orð bergmál í hverju föður og móður hjarta sem barist hefir við dauðann um afkvæmi sitt—og tapað. “pað var í fyrra Er fyrst spruttu sumarblóm vorskúrum vakin: Götuna þessa, Sem geng eg einn saman, Hljópstu við hlið mína kæri.” Sárar en sælar endurminningar hljóta þau að vekja mörgum þessi óbrotnu hugðnæmu orð. Eða livernig er mögulegt að mála gleggri mynd af deyjandi jarðneskum engli, eins og flest börn eru foreldrum sínum en þá sem skáldið dregur upp í þessum líkinga línum. “petta mjallhvíta lauf er seru ennið hans bjart,. pegar andlátsró grúfði sig þar, Og í Ijósgulum hadd, sé eg hárlokka skart 'Sem af helsvita gljáandi var. ” Eða þá síðar í kvæðinu þessi orð sem virðast töl- um iit úr hjarta hvers einasta syrgjanda: '“'Mín kveðja vís til vinar horfins er: Æ vel fer um þig, hvert helzt. sem þú fer. Og hún var alveg svona þetta sinn Er síðast kvaddi eg litla drenginn minn. En land hans mínum muna Jjúf’ra var Og moldin kærri fyrst hann hvíldi þar. ” KVEÐIÐ EFTIR DRENGINN MINN. Svo far þú í guðsfriði gamla ár, í gröfina liðinna tíða !! Með fannstormsins ekka, með frostbylsins tár Á förum þú kveður — Eg man þér hve sár Mín sorg var, er sá eg hann líða, Og seinast of-þreyttan að stríða. Já, þú rnátt nú loita mer íeiðið hans Að lyktum með skaflinum kalda, pví enn sé eg bláheiðu augnanna glanz, Eg enn heyri róminn míns litla svans, Lít kollinn minn fríðlokkum falda — pað fylgir hve langt sem skal halda. 1887. II. pað var í fyrra, Er fyrst spruttu Sumarblóm vorskúrum vakin: Götuna þessa, Sem geng eg einsamall, Iíljópstu við hlið mína, kæri. Blikandi blómum, Blöðum grænkandi Blöðum grænkandi Fyltirðu lófana litlu Kvað við í runn’, Ef ranstu framar, Barns-rödd þín: “Babbi eg er hérna!” IlallaÖi hausti Iléluð frusu Laufin, við götu, sem geng eg — Fótur þinn máttvana, Munnur ískaldur, Stirðnaðir lófarnir litlu. Um geng eg einsamall, • Enginn mér tínir BlÖm, sem við götuna gróa -— Inn’ í rósa-runn’ Iíödd ég heyri, Barns-rödd þín: “Babbi eg er hérna!” 1888. III. pað er blómknappur smár frá hans gróinni gröf, Sem að greri þar vordögum á. pað er myndin hans sjálfs, hans og sólskinsins gjöf, Komin svipheimi minninga frá. petta mjallhvíta lauf, er sem ennið hans bjart, pegar andláts-ró grúfði sig þar. Og í Ijósgulum hadd, sé eg hárlokka skart Sem af liel-svita gljáandi var. En við mér blasir sveit, ei sjónum víð, pví sólarlag er þar í miðri hlíð. — En trú þú ei, eg hnugginn harmi grand, pó halli on’í kveldskugganna land. Yið herra lands þess hef’ eg löngu sæzt Og honum treysti — við höfum fyrri jnæzt. Mín kveðja vís til vmar horfins er: Æ, vel fer um þig, hvert helzt sem þú fer! Og hún var alveg svona, þetta sinn, Er síðast kvaddi eg Iitla drenginn minn. En land hans mínum muna ljúf’ra var, Og moldin kærri — fyrst hann hvíldi þar. — Að þurfa að snúa heim á leið til harffis, pó hugur kvíði ekkaþrungins barms: pá er það víst, þeim undan því ei vék, Að óbætt sorg er karlmenskunni þrek. 1901. FRIÐUR. Hátíð friðarins eru jólin nefnd. “Friður á jörðu” eru fyrstu orðin sem tengd eru við þá hátíð. Friður milli þjóða, friður milli stétta, er það sem nú er mest um hugsað meðal allra sannra manna og rétthugsandi. En ein tegund friðar er sælii og sjaldgæfari en flestir gera sér grein fyrir. pað er heimilisfriður. Ekkert samband er eins náið og það sem ástin hefir stofnað milli manns og konu; engin vinátta getur verið fullkomnari en sú sem á sér stað milli hjóna—ef þau eru hjón nema í orði kveðnu. Enginn friður er eins nauðsynlegur og friður heimilisins, og ekkert stríð eins skaðlegt og heimilisstríð. Jólin, friðar hátíðin gefur beztu tækifæri þeim er saman búa til þess að fara í huga yfir liðna tíð og ryfja upp öll ágreinings atriði; gera séré grein fyrir því hversu margar sælar stundir vináttu og sannrar sambúðar hafa farið forgörðum vegna smá- vægilegs misskilnings eða lítilfjörlegs skoðanamun- ar. Skáldið Stephan G. Steplumson hefir öðrum fremur notað guðspjöll hinna fornu sagna sem yrlds- efni, þegar hann vildi tala til heilans og tilfinning- anna. Myndín sem hann hefir dregið iit af þjóð- sögunni um Njörð og Skaði er svo glögg að þar geta mörg hjón séð sína eigin andlegu ásjónu í spegli málarans- Jólin eru hátíð friðarins; mætt.i kvæðið hajis Stephans, sem hér birtist og þessu fáti orð verða til þess að brúa einhverstaðar haf hins mikla misskilnings sem oft og einatt breytir himnaríki tveggja góðra sálna í helvíti og kvalastað, þá hefir Yoröld náð tilgangi sínum í því efni. Hugsið vel um það hversu glöggum augum skáldið hefir litið sambúð ýmsra hjóna, þar sem hann segir : “En ég gat ei tekið þeim augun mín af — I afkimum stofum og hlaði pau mættu mér hvervetna um hauður og haf, pau hjónin, ’ann Njörður og Skaði. En samt hefi eg alla tíð þagað um það — Ei.þorað frá öðru eins að segja— En viknað í hljóði og óskað þess, að peim auðnaðist báðum að deyja. Hin djúpa sorg skáldsins yfir ógæfu alli-a þeirra hjðna sem af misskilningi hafa farið sína leiðina hvort, kemur honum til þess að óska þeim dauða- "V æri þetta kvæði sungið inn í hjörtu allra hjóna um jólin hlytu áhrifin að verða rnikil og góð, HJ ÓNABANDIÐ. pað stóðu til giftingar guðunum lijá — Slíkt gerist nú hér ekki sjaldan -— Hann Njörður lilaut blindandi brúðina þá, En brúðurin óséðan valdi ’ann. En döpur sat Skaði á brúðfarar bekk pó brosandi skemti sér lýður, pví Baldur sér ákosinn ekki hún fékk, Sem einn var svo ljúfur og fríður. Og Nirði við konunni nærri því bauð. En nú varð hann alt það að dylja — Hann gifti sig hvorki inn í ástir né auð, En aðeins að guðanna vilja. Úr samförum goðum það daglega dró, pau deildu um ábýlisstaði — Hann Njörður var ættaður útan frá sjó, En ofan úr dölum var Skaði. Og gilið og fossinn sem fellur um það Og fjallsýnið þráði ’ún svo löngum, Og hún unni lagi sem heiðlóan kvað Og hljómþýðu lækjanna söngum. En sárt ’ana hrylti við helstríðum vog, Er hampaði líkunum unnin, Er sjórinn fékk krampa og hvassviðrið flog Og kólgurnar froðuðu munnin. En honum var uiiuu in útsýna strönd Og' ægis inn raddþungi kliður, Sem manar í fjar: kann út framgjarna önd y Og flytur úr djúpinu kviður. En reimt honum fanst inn’ um framdala skörð Og fjöllin með klettana og sæinn, Og leiðindi að skorðast, þar lifandi í jörð í leirskriðu oltinni á bæinn. Um síðii' þau miðluðu málunúm þó, i — En máttu ei samvistum slíta — y pau búa svo næturnar níu við sjó Og níu við jöklana hvíta. En útfirið breikkar og gilsbotnin grefst Og gatan er framlengd og hækkuð- Og eins hefir hugur frá huganum krepst Og hjartnanna fjarlægð er stækkuð. •— Pó heyrirðu sævarins sogandi nið Um svefnlausai' andvöku-nætur, Eg vona sú þýðingin þér komi ei við ! En það er hún Skaði sem grætur. - , ‘ ..........................................: 1 pó hlustirðu á laufvindinn andvarpa ótt Við aspirnar titrandi, bleikar, Eg veit, þér er andlétt og innbyrðis rótt! En einmana Njörður þar reikar. En ég get ei tekið þeim augun mín af — í afkimum, stofum og hlaði pau mættu mér hvervetna, um hahður og haf, Pau hjónin, ’ann Njörður og Skaði. En samt hefi eg alla tíð þagað um það, — Ei þorað frá öðru eins að segja ■—• En viknað í hljóði og óskað þess, að peim auðnaðist báðum að deyja.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.