Voröld - 17.12.1918, Blaðsíða 9
VOLTAIC ELECTRIC INSOLES
pægileglr og heilnæmir, yarna kulda
og kvefi; lækna gigtarþrautir, halda
fótunum mátulega heitum, bæði sumar
og vetur og örfa blóðrásína. Allir ættu
að hafa þá.
Verð fyrir beztu tegund 60 cent parið
Skýrið frá því hvaða stærð þér þurflð.
PEOPLE’S SPECIALTIES CO., LTD.
P.O. Box 1836 Uept. 23 Winnipeg
HEY! HEY!
Sendið heyið ykkar til islenzku hey-
kaupmannanna, og fáið hæðsta verð,
einnig fljóta afgreiðslu. Peningar lán-
aðir á “kör“ send beint til okkar.
Vér ábyrgjumst að gera yður á-
•nægða.
THE NORTHERN HAY CO.
408 Chambers of Commerce
Talsími G. 2209. Nætur talsími S. 3247
Winnipeg, - Man.
_______________________ 1
1. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., 17. DES. 1918.
NOMER 45.
f
^C^C^^CC«C^CC^CWCC*«C*€CC*« *c*cc*«ccc*<p«c*cc*2
Guðs ríki á jörð
þú kærleiks drottinn, andi friðarfúsi,
i faðmi þínum blunda sorgir manns;
þú skapar dýrðleg jól í hverju húsi,
í hreysi jafnt og sölum stjórnandans.
Já, hvort sem lítil eða stór er stofan,
ef stjóm átt þú í hjarta búandans,
þú leiðir með þér guð sem gest að ofan
og gjörir þessa jörð að bústað hans.
i
(
ALMENNAR FRETTIR.
Wilson, forseta Bandaríkjanna, var
boðið að hcimsækja þjóðverja á Ev-
rópuferð sinni, en hann neitaði því, og
er haft eftir honum að enginn sannur
Bandaríkjamaður geti verið þektur
fyrir að heimsækja pjóðverja nema
því að eins að embættisleg skylda
krefjist þess af honum.
Lloyd George, forsætisráðherra
Breta, lýsti því yfir á mánudaginn í
ræðu sem hann flutti í Albert Hall,
að stríðið hefði tapast ef ekki hefði
\ið notið hinnar miklu liðveizlu
kvennfólksins.
John H. von Hagerman Linden
Crome, fyrverandi sendiherra til Par-
ísar og pýzkalands, frá Danmörku er
nýlega látinn.
j 7. þ. m. var haldið fjölment þing
j “hins óháða flokks.” í Minnesota í
borginni St. Paul. Var þar margt orð
j sagt lofsamlegt í garð A, C. Townleys,
j forseta flokksins, og laun hans hækk-
uð upp í $5,000.
i __
I La Follette, meðlimur öldungaráðs-
ins í Bandaríkjunum, bar fram tillögu
: þess efnis í vikunni sem leið að eng-
j ar hindranir og engin bönd skyldu lögð
! á málfrelsi og ritfrelsi i landinu hvort
! sem það væri i sambandi við stríðsmál
eða annað.
Bretar töpuðu á meðan stríðið stóð
yfir 99,031,8288 smálestum af kaup-
skiparúmi til 31 október 1918. A
sama tímabili smíðuðu Bretar 4,342,296
Stríðskostnaður bandamanna er tal- {
nn $120,000i000,000 (hundrað og tutt-
jugu þúsund miljónir). Breta hefir |
! slríðið kostað $40,000,000,000 (fjörutíu J
þúsund miljónir).
I
| “ í
Sagt er að Englendingar ætli að
krefjast þess á friðarþinginu að þeir
hafi frjálsar hendur til þess að efla |
sjóher sinn og hafa stærri flota en
nokkur önnur þjóð. Stinga sumir I
upp á því að England og Bandaríkin ]
myndi samband til þess að verða
heimsráðandi flotaveldi. Hv?.ð Wil-
son segir við því er enn óvíst, en í
beinan bága kemur það við friðarskil-
mála þá sem hann hefir áður talið hina
einu tryggilega fyrir varanlegan frið.
r
— ! smálestir og hertóku 716,520 smálest-
Sagt er að um 4,000 fulltrúar verði ir; tapið að frádregnum vinningum er
mættir á friðarþinginu. því 3,443,012 smálestir.
W. C. Findley, umsjónarmaður vín- j
bannslaganna í British Columbia, |
hefir verið tekinn fastur fyrir það að
panta ólöglega stórar byrgðir af á-
fengi. Fyrir slik brot á að hegna
mönnum hiklaust.
100,000 manns gerðu nýlega verk-
fall í spunaverksmiðjunum í Lan-
cashire á Englandi, og kröfðust 40
pró cent hækkunar á verkalaunum.
Carton Glass Cbitir sá sem útnefnd-
ur hefir verið sem eftirmaður Mc-
Adoos. Hann er fjármálaritari rikis-
ins.
Romanones, hinn ný forsætisráð-
herra á Spáni, hefir lýst því yfir að í
ár verði að öllum likindum haldið síð-
asta þing þar i landi undir konungs-
stjórn; þjóðveldi muni verða bráðlega
stofnað þar i landi.
Páfinn í Róm flutti nýlega bæn þar
sem hann bað fyrir friðarþinginu.
Hann bað guð að fylla hugi og hjörtu
þeirra sem þar mættu með sáttfýsi,
sanngirni, réttsýni og kristilegum
bróðurkærleika, en hrekja þaðan yfir-
gang, ágirnd, metorðafýsn, dramb og
hnefaréttarstefnur. petta er fagur-
lega mælt.
j Allmargir menn i Bandaríkjunum
hafa birt þá skoðun að forsetanum
, hafi verið veitt hættulega mikið vald
í sambandi við striðið. f efri deild
þingsins komu fram tillögur og fengu
allmikið fylgi, sem fóru fram á það að
vald hans væri takmarkað. Jafnvel
komu fram sterkar ámælisraddir fyrir
það að forsetinn hefði sjálfur útnefnt
einn saman friðarfulltrúana, í stað
þess að þeir hefðu átt að vera kosnir
af þjóðinni eða þinginu. Var bent á
það með rökum að einveldi innan
svokallaða þjóðveldis væri jafnvel enn
hættulegra en konungs- eða keisara-
vald
Fjölmennur fundur irskra manna
var haldin í Minneapolis fyrra mánu-
dag, þar sem samþykt var að skora á
Wilson forseta að halda fast fram á
friðarþinginu þeirri stefnu að allar
þjóðr ættu að ráða sér sjálfar og að
krefjast þess að írland nyti þeirra
sjálfsögðu réttinda, ekki síður en aðr-
ar þjóðir.
R. W. Craig, lögmaður, hefir verið
kosinn formaður Canadiska klúbbsins
i Winnipeg.
! 27 manns voru sendir á vitfirringa j
stofnunina i Selkirk frá Winnipeg i j
nóvember mánuði.
Pólskur maður, sem M. Kafa heitir,
heldur að hann hafi fundið upp raf-
magns áhald sem komi þvi til leiðar
1 að blint fólk geti séð.
Kostnaður Canada við þátttöku þess
í striðinu er nú orðin $1,065,000,000
(eitt þúsund sextiu og fimm miljónir
dala) og fyrir árslok 1919 er áætlað
að hann verði ekki minni en $1,290,-
000,000 (eitt þúsund tvö hundruð og
nitíu miljónir dala). Arleg útgjöld i
eftirlaun í sambandi við striðið verða
$30,000,000 (þrjátíu miljónir dala) á
ári, og stríðs útgjöldin eftir 31 marz
verða að minsta kosti $300,000,000 j
(þrjú hundruð miljónir dala).
KOSNINGAR A ENGLANDI.
Útnefningar fóru þar fram 4. þ.m. og
voru þær að ýmsu einkennilegar, en
spá góðu. A móti Lloyd George
sækir maður sem heitir Austin Harr-
ison, frá Carnavon, og er hann rit-
stjóri blaðsins “English Review.”
Stefna hans er aðallega samband allra
þjóða og afnám herskyldu. Af 707
þingmönnum sem kjósast eiga voru
104 kosnir gegnsóknaralust; voru þar
af 41 samsteypumenn, 28 frjáls-
lyndir, 11 verkamenn, 22 Sinn Fein
menn, einn Nationalisti og einn ó-
háður. pað þótti stór tíðindi og
ekki þýðingarlaus að 22 Sinn Fein
menn skyldu vera kosnir gagnsóknar-
laust af 105 þingmönnum alls frá Ir-
landi. peir höfðu ekki nema sex
sæti á síðasta þingi.
Nýjar skýrslur Bandaríkjanna sýna
það að 12,357 manns hafa mætt fyrir
herrétti þar í landi, af þeim hafa 10,-
873 verið fundnir sekir eða 88 pró-
sent; voru þeir allir dæmdir til hegn-
ingar. Meira en helmingur kæranna
var fyrir það að vera burtu í leyfis-
leysi, og fyrir drykkjuskap.
Nokkrir hermenn sem striðsréttur-
inn dæmdi til dauða fyrir það að finn
ast sofandi á verði, voru allir náðaðir
af forsetanum.
Kona sem hét Sarah Sweet Alvard,
lézt í Minnesota, nýlega; hún var 101
árs, 5 mánaða og 23 daga. Hún tók
mikinn þátt í allskonar störfum þang-
að til í fyrra.
NORÐU RLÖND.
Noregur.
Kosningar fóru þar fram til ríkis-
þings i haust, og er flokkaskipumn sem
hér segir: 35 hægrimenn, 15 frjáls-
lyndir, 2 sérstakir þingmenn lyrir
hönd bændasambandsins, 52 vinstri-
menn, 3 verkamanna fulltrúar og 19
jafnaðarmenn. JJingið er því vel
skipað, þar sem í því sitja framsókn-
armenn í stórum meiri hluta.
Mikið hefir verið um hjónabönd í
Noregi I ár eftir því sem fréttir segja.
Atján stúlkur giftust þar 15 ára gaml-
ar og ein 14 ára. Piltur á tuttugasta
árinu kvæntist sextugri konu og fimm
stúlkur 19 ára giftust sextugum mönn-
um. Elzta brúðurin var 81 árs og elzti
brúðguminn 'Ti ára.
Fréttir frá Noregi skýra frá því að
engin Nobels verðlaun verði veitt fyrir
árið 1918.
Svíþjóð.
Svíþjóð hefir kallað heim fulltrúa
sína frá Rússlandi eftir því sem segir
í fréttum frá Stokkhólmi 10 þ.m., að
undanskyldum tveim. Astæðan er
gefin sú að einn fulltrúanna, sem Bor-
ovsky heitir er sakaður um að hafa út-
breitt bolsheviki stefnuna í Svíþjóð.
pað eru aðeins einir islenzkir hey-
kaupsmenn í bænum—Northern Hay
Co., Princess str..... Verslið við þá
landar og þér munuð ánægðir.
JÓLASJÓÐU R SÓLALDAR.
Aður meðtekið...............$ 55.75
Frá Arborg—
Sigrún Johnson .............$ .50
George Bessason..................25
Stefán Johnson ..................25
Kristlaug Olga Benson............25
Guðrún Laufey Benson.............25
Aðalbjörg Sæmundson..............50
Gunnar Sæmundson.................50
Frá Petersfield—
Vinum Betles ................. 5.00
Frá Westbourne—
Frá Börnum S. Sölvason........ 4.00
Frá Riverton—
G. Jónason.......................50
Frá Hnausa—
Frá 6.6 ..................... 5.00
Frá 1.6 ...................... 1.00
Frá Wynyard—
Bogi Peturson....................50
Sigga Peterson...................50
Friðrik Peterson ............. 1.00
ólöf Peterson....................50
Lily Peterson .....i.............25
Helen Peterson...................25
Pétur ePterson ..................25
Grace Peterson...................25
Frá Veckville, Man,—
Gunnar R. Kjartanson.............50
Sigurður E. Kjartanson...........50
Julius Rayman........ ....—. .50
Jón Loptson .....................50
Húsfrú Jón Loptson...............50
Jóhannes Loptson ............. 1.00
Blöðin á Frakklandi láta til sín heyra
pAU MÓTMÆLA HARÐLEGA JÁRNKLÓM pEIM SEMI
HALDIÐ SÉ Á PRENTFRELSINU, LEYNIFUNDUM RÁÐHERR-
ANNA í RÓMAEORG, PARÍS OG LUNDÚNABORG. JlAU HALDA
pVí FRAM AÐ BANDAMENN BANNI BLAÐAMÖNNUM AÐ
FARA INN f pÝZKALAND.
París, 14. des. 1918. Frönsku blööin halda áfram árásum sínumi
gegn leyniráðabruggi og gegn prentfrelsisbanni, Blaðið Ouvre læt-
ur sér farast orð sem hér segir í ritstjórnargrein: ‘ ‘ Vér höfunt
unnið fullkominn sigur, og óvinir vorir liggja ósjálfbjarga; samt sem
áður mæta ráðherrar hinna ýmsu stjóma í Rómaborg, París og ÍAind-
únaborg á leynifundum og ræða urn áhrif þau sem sigurinn á að veita
heiminum. Dyr ráðherranna eru vandlega læstar og þeir sem hindra
eiga prentfrelsið gæta þess vandlega að hvíslið sem á sér stað sé ekkt
látið berast út né þýðing þess skráð í blöðunum.
ósamþyktir samningar.
Blaðið segir einnig að samningar sem gerðir séu leynilega verðí
þýðingarlausir sneplar sem þjóðþingin samþykki ekki og fylgislausir
meðal fólksins. Lundúna samningurinn, sem ánafnaði ítalíu part af
Jugo-Slavíu og skifti Tyrkja-löndum 1 Asíu á milli ýmsra bandamanna,
er eitt dæmi þessara leyniráða. þetta athæfi kemur í beinan bága
við stjórnmálalegar og siðferðislegar grundvallarreglur, og brýtur
hinn nýja rétt fólksins til þess að ráða sjálft sér og málum sínum;
rétt sem myndar grundvallaratriði þeirrar alheimsstofnskrár sem
vonum að friðarþingið semji. ”
þessi grein er ein af mörgum sem birtast í blöðum hér um þetta
leyti og skíra áhyggjur og skoðun þjóðarinnar í sambandi við atferli
stjórnanna. þegar hefir það komið í Ijós að þörf er á mönnum er
frain komi opinberlega, er áhrif hafi við daglegar umræður þeirra
viðburða sem þjóðirnar snerta.
\ iðvíkjandi hægfara og smáskamta friðarskilmálum milli þjóð-
anna, sem eiga að endurreisa hina sundruðu Norðurálfu, hafa stór
i óhappaspor verið stígin nú þegar í undirbúnings samningum banda-
manna.
An þess að tækifæri gæfist til nægilegra opinberra umræða.
ákváðu stjórnirnar skaðabœturnar sem þýzkaland ætti að borga. Nú
vilja þessir menn ákveða skaðabæturnar hærri en þeir sjálfir höfðu
þegar gengið inri á.
Nákvæmlega sama máli er að gegna að því er landamerki snertir
landamerki þeirra landa sem bandamarina þjóðirnar vilja leggja
undir sig. Allar stjórnirnar höfðu fyrirfram ákveðið og gert samn-
inga sem þjóðverjar gengu að sem grundvallar atriðum vopnahlésins.
Fn eitt atriði er að koma upp úr kafinu, sem getur orðið þrándur í
götu á friðarþinginu. Fréttirnar sem birtar eru um ástandið á þýzka-
landi eru ekki annað en valdir kaflar og setningar úr þýzkum frétta-
bloðum, fréttir sem eftirlitsmenn prentbannslaganna álíta að fólkið
eigi að tá,. Til þess að hafa ‘‘frið” á friðarþinginu er það nauðsyn-
legt að \ita í fyrsta lagi hermála ástandið á þýzkalandi eins og það
er, í öðru lagi stjórnmálaástandið eins og það breytist og verður;! í
þriðja lagi um vistaforðann; í fjórða lagi fjárhagsástandið. Ráð-
stafanir er verið að gera til þess að banna blaðamönnum og öðrum
monnum af ýmsum þjóðum að fara til þýzkalands. Óeirðirnar í
þyzkalandi mynda óvenjulegt ástand og nema því aðeins að tilraunir
séu gerðar af utanlands opinberum afskiftum til þcss að afla sér yfir-
grips mikilla upplýsinga, þá er líklegt að friðar skilmálar ierði
gerðir sem alls ekki eiga neitt við ástandið á þýzkalandi eins og það-
er í raun og sannleika. ”
(þýtt úr Telegram 14. des. 1918).
Pórður Loptson ............... 1.00
Sveinn F. Anderson...............50
Wesley D. Anderson...............25
pórður S. Anderson...............25
R. B. Anderson ..................50
Frá Amaranth—
Kristín J. H. Johnson............50
Frá Tantallon—
Hústrú og Hr. Tryggvi Thor-
steinson .................. 10.00
Frá Kandahar—
Steingrímur Johnson........... 1.00
Sesselja Johnson ............. 1.00
Guðný Hallgrímsdóttir ........ 1.00
Guðný S. Johnson ............. 1.00
Kristján Johnson ............. 1.00
Guðrún S. Johnson ............ l.OO
Hakon Kristjánson ...............50
Guðný Kristjánson ................50
Jónas J. Kristjanson..............50
Gústav R. Kristjánson.............50
Edvald B. Olson...................50
Frá Caspaco, B.C.—
porsteinn Jónsson........... 10.00
Frá Lundar—
Börn Th. K. Danielsson......... 1.00
Frá Vidir—
Frederick Floyd ............... 1.00
Rowley Rloyd .... .... ........ 1.00
Harry Floyd.................... 1.00
Jóhann Sigvaldason................25
Samtals.....................$116.25
Gleymdist í seinasta lista—
Magný Sigurdson, Arnes............25-
R. INGALDSON.
STRTÐIÐ. . gengju í tvítugfaldri fylkingu franr
_ jhjá einhverjum stað, þá tæki það tíu
Engin hefir hugmynd um þær skelf- {daga fyrir þá að fara fram hjá. Hina
ingar sem stríðið hefir haft í för með 'dauðu frá Frakklandi tæki það ellefu
sér. Engar skýrslur geta gefið glögga 1 daga, en Rússa fimm vikur. Hálfan
hugmynd um það. Líterary Digest í annan mánuð þyrfti fyrir alla banda-
flytur eins greinilega frásögn um það [ menn að fara fram hjá einhverjum
7. þ. m. og kostur er á, þar segir þetta: ]stað, og sex vikur fyrir hina föllnu frá
"Eí einhver hugsaði sér að raðað væri 1 miðveldunum. Hér fer á eftir skrá
í fylkingar öllum föllnum mönnum í [er sýnir mannfjöldan í stríðinu og
þessu ’ stríði frá Bretlandi og þeir og tölu hinna föllnu.
Land— Undir vopnum. Dauðir
Bandaríkin ............................. 3,764,700 53,169
Bretland ............................... 7,500,000 658,665
Frakkland................................ 6,000,000 1,100,000
ítal’a................................... 5,000,000 500,000
Rússland ............................... 14,000,000 3,500,000
Belgía................................... 350,000 50,000
Servía ................................... 300,000 50,000
Rúmanía .................................. 600,000 200,000
pýzkaland.............................. 11,000,000 1,280,000
Austurríki............................... 7,500,000 2,000,000
Tyrkland ............................... 1,500,000 250,000
Búlgaría ............................... 1,000,000 50,000
Særðir.
236,117
3,049,991
4,000,000
2,000,000
5,000,000
300,000
200,000
300,000
4,000,000
4,500,000
750,000
200,000
Alls
58,514,700 10,091,834 24,536,108