Voröld


Voröld - 14.01.1919, Síða 4

Voröld - 14.01.1919, Síða 4
BIs. 4 VORÖLD. Winnipeg, 14. janúar, 1919 kemur flt á hverjum þriðjudegi. Ctgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Voröld kosta $2.00 um árið í Canada, Bandarikjunum og á íslandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. Skrtfstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Farmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, 2<*4*g|>8» Friðarþingið Ekkert er þýðingarmeira sem nú stendur yfir í veröldinni en frið- arþingið á Frakklandi. Að sjálfsögðu hefði það átt að vera haldið t Hague á Hollandi, bæði vegna þess að þar er friðarhöllin og þar hafa friðarþingin verið haldin og sérstaklega fyrir þá sök að það er í hlutlausu landi. þar sem sættir eiga að komast á milli tveggja óvina er það miklu heppilegra að báðir mætist í hlutlausu landi, en að alt fari fram öðru megin. Aðal skilyrðið fyrir æskilegri niðurstöðu á friðarþinginu er það að sanngirni og einlægni ráði, en hroki, hatur og hefnigimi séu lögð til hliða. Blöðin í Canada og víðar drýgja þá synd að blása stöðugt að ófriðar og haturskolunum — það er illa farið í mesta máta. En nú er því að taka sem er; friðarþingið er ekki haldið þar sem það ætti að vera og má ef til vill segja að málefnin sén meira virði er staðurinn. Að því er fulltrúana snertir er það athugavert að þeir eru fæstir kosnir af fólkinu, sumir era útnefndir af stjórnum landanna, sumir hafa sama sem útnefnt sig sjálfa, og sumir hafa verið útnefndir af annari þjóð en sinni eigin eða réttara sagt af stjórnarvöldum annara þjóða. Grundvallaratriði þjóðstjómar hugmyndarinnar eru þar með brotin. Einkennilegt þykir það hversu lengi dregist hefir að setja friðar- þingið og eru margir orðnir óþreyjufullir yíir því. Sérstaklega láta Bandaríkjablöðin til sín heyra í þá átt. Upphaflega var álitið að allir bandamenn mundu koma sér saman um öll aðalatriði, en því fer fjarri að svo ætli að verða. Serbía hefir lýst því yfir að Rússland, England og Frakkland hafi lofað ítalíu löndum við Adríahafið til þess að fá hana í stríðið, en þessi lönd telur hún heyra sér til, og segist fyr fara í stríð við ítalíu en að gefa það eftir- Tvö atriði eru það sem Wilson kemur sér ekki saman við aðra um; hann krefst þess að allar þjóðir sem til þess fáist séu í þjóðasambandinu, en Englend- Ingar vilja að þar séu aðeins fjórar þjóðir: Frakkland, England, ítalía og Bandaríkin. í öðru lagi heimtar Wilson að öll höf séu jafnfrjáls öllum þjóðum, bæði í stríði og friði, en Englendingar setja sig upp á móti því; vilja elcki gefa það eftir að hlutlausar þjóðir geti verið hindrunarlausar með skip sín á stríðstímum. J>eir hugsa sér einnig að byggja svo voldugan flota að slíks séu engin dæmi fyr, en Wilson neitar rétti þeirra til þess, samkvæmt þeirri stefnu sem þeir sjálfir hafi lýst yfir á meðan stríðið var. Hvemig þessum skoðunamun lyktar er erfitt að segja, en flestir sanngjamir menn munu þar verða á máli Wilson’s og óska þess í huga sínum að hann bera gæfu og hafi djörfung til þess að halda máli sínu til streytu. pá er það eitt atriði Wilsons að hánn vill láta friðarþingið vera opið og allar ræður oð ráðstafanir fyrir opnum dyrum, en það vilja hinir ekki; vilja halda við leynimakkið gamla sem flestu illu og öllum stríðum hefir til leiðar komið. Yonandi er að Wilson verði sigursæll í því atriði. Annars lítur út fyrir að hann sé sá er fyllilegast skilur það fyrir hverju hafi verið barist og vonandi þrýtur hann ekki kjark að sitja fastur við sinn keip. Skrítið er að lesa auðvalds- og stjórnsleikju blöðin, þegar þau f jalla um þetta mál. þau vrta ekki hvor stefnan muni verða ofan á og vilja því hvorugri fylgja; þora ekki að vera á móti ensku stefn- unni, en vilja heldur ekki setja sig upp á móti Wilson—pau geta í engan fótinn stígið.—Vér segjum engan. Drottinn þekkir sína pegar blöð flytja greinar sem annarstaðar hafa birst getur það verið af ýmsum ástæðum. Anpaðhvort fyrir þá sök að ritstjórinn telji þær í samræmi við stefnu blaðsins og sína, eða hann vilji benda með óræku vitni á einhverja óhæfu og telji þettá beztu aðferðina- En þegar grein birtist með þeirri athugasemd að hún sé bæði “frumleg og heilbrigð” og þessvegna birt, þá er kenning hennar gerð að kenningu blaðsins og stefnu, sérstaklega þegar henni auk þess er valið sæti í ritstjóraardálkum. I síðasta Lögbergi birtist grein sem SAGT er að sé ÁGRTP af grein sem Christabel Pankhurst hafi ritað. Hafi íslenzk alþýða og sérstaklega verkamenn verið í efa um það áður hvernig Lögberg stæði gagnvart þeim þá er þeirri efasemd hrundið með þessari grein. par er meðal annars þetta: ‘‘Aðalóþægindin og spillandi áhrif í lífi efnamannsins er það að hann verður að búa innan um fólk, sem ekki hefir náð sömu fullkomnunar skilyrðum og hann sjálfur.” “pessari hugmynd, að verkafólkið sé hugsjónalega eða menningarlega á hærra stigi heldur en hinn efnaðri partur mann- félagsins er haldið fram af girndaþrælnum og alla leið upp til lýðveldishugsjóna mannsins.” “Hin vanalega framsetriirig á þessari hugmynd og sem lætur svo hátt í eyrum vorum úr ýmsum áttum nú er, þótt hún skeri í eyrað þann sem næman smekk hefir fyrir fallegu máli: ‘Upp með verkalýðinn og niður með fólkið sem efnin eiga.’ ” - “En ef satt skal segja—og það á maður æfinlega að gera, þá eru efnamennimir í dag máttarstoðir þjóðfélagsins—sá partur mannfélagsins sem hjá er að finna æskilegustu mannkostina” ‘‘Aðal óþægindin og spillandi áhrif í lífi efnamannsins er það að hann verður að búa innan um fólk sem ekki hefir náð sömu fullkomnunhar skiíyrðum og hann sjálfur ” , “Drottinn þekkir sína” sagði karlinn ; Lögberg þekkir sínar kenningar og sína stefnu þegar það velur í ritstjómardálkana. Theodor Roosevelt í síðasta blaði fluttum vér þá frétt að Theodor Roosevelí, fwver- andi forsetl Bandaríkjanna væri látinn. Með honum er fallinn að velli einhver allra. einkennilegasti og atkvæðamesti maður sem uppi hefir verið í seinni tíð. pað gerir eoginn sem ekki er mikið í spunnið að vinna sig upp frá smalaþúfunni til þess að verða fremsti maður voldugustu þjóðar í heimi; en það gerði Roosevelí. Hann var fæddur 27. október 1858 í borginni New York og var faðir hans af hollenzkum ættum. Roosevelt útskrifaðist af Harvard háskólanum 1880. Árið 1882 varð hann þingmaður fyrir New York og hélt því til 1884. pá varð hann fulltrúi Samveldismanna á þjóð- þing flokksins og vakti afar mikla eftirtekt með framkomu sinni og ákafa. Árin 1884-86 var hann á stórum búgarði í Norður Dakota sér til heilsubótar. 1886 kom hann til New York aftur og sótti um borgar- stjóra stöðu í New York á móti foringja Tammany manna, en tapaði- Árið 1889-95 var hann umboðsmaður opinberra starfa í Bandaríkjun- um og sýndi þá meiri atorku en dæmi voru til áður í þeirri stöðu. Árið 1895-97 var hann lögreglustjóri í New York borg og þá var það fyrst að hann lét verulega til sín taka. Hann rannsakaði allskonar svívirður og ólifnað sem hann komst að, hlífði hvorki háum né lágum og lét allar rannsóknir fara fram opinberlega í stað leynikáksins sem áður hafði tíðkast. Fyrir þetta aflaða hann sér ótalmargra haturs- manna, en einnig margra vina og fylgjenda. 1887-88 var hann aðstoð- ar flotamálaráðherra. pá kom spanska stríðið og notaði Roosevelt tækifærið til þess að láta þá á sér bera. Stofnaði hann herlið af eiginn rammleik er hlaut nafnið “Roosevelt Rough Riders” (RRR) Yarð hann lxershöfðingi að nafnhót fyrir hugrekki og hreysti í því stríði- 1898-1900 var hann ríkisstjóri í New York, en 1901 varaforseti Banda- ríkjanna, þegar McKinley var kosinn forseti 14. september 1901 Varð hann forseti Bandaríkjanna þegar McKinley var myrtur, og 1904 var hann endurkosinn með hærri meirihluta en nokkru sinni hafði átt sér stað í sögu Bandaríkjanna áður. Árið 1908 vann hann af alefli.með Howard Taft og hjálpaði hon- um til þess að ná kosningu, en 1912 snérist hann á móti honum fyrir þá sök að honum þótti hann of friðsamur og ekki hafa efnt loforð sín í sambandi við Filippseyja stríðið. Urðu svo mikil brögð að þeirri sundring að Roosevelt klauf samveldisflokkinn og sótti um forseta stöðu sem leiðtogi þess brots er honum fylgdi að málum, en náði ekki kosningu. En í seinni tíð vcru brot flokksins að bræðast saman og var talið víst að Roosevelt yrði í kjöri til forseta 1920 ef hann hefði lifað. þegar heimsstríðið skall á vildi hann að Bandaríkin færu tafar- laust í það og veitti bæði Bryan og Wilson hörð ámæli og mörg fyrir friðarstefnuna. pegar Bandaríkin voru komin í stríðið vildi Roose- velt safna hersveit og leiða hana til vígvallar, en því boði var hafnað og er sagt að það hafi orðið honum mikil vonbrigði- Hann átti fjóra. syni í stríðinu og einn þeirra féll. Roosevelt var veiðimaður mikill, hafði hann mesta yncli af því að lífláta sa,klaus dýr og er það stór blettur á æfi hans. Hann fór í hverja drápsferðina á fætur annari, bæði suður til Afríku og víðar. Árið 1910 fór hann úr einni slíkri ferð til Evrópu; kom hann þá til Noregs og flutti þar stórkostlega ræðu, því hann var mælskur maður með afbrigðum. 'Árið 1906 höfðu honum verið veitt Nobels friðarlaunin fyrir þátttöku lians í deilunni milli Rtissa og •Tapana. Rithöfundur var Roosevelt mikill; skrifaði ógrynni ritgerða í tímarit og blöð um öll möguleg málefni. Auk þess skrifaði hann margar bækur og var misjafnlega um þær dæmt þótt þær seldust all- vel á nafninu eftir að hann var orðinn frægur og kunnur- Helztu bækur hans eru: “The Winning of the West” “History of the Naval War of 1812” “Hunting Trips of a Ranchman” Life of Thomas Hart” Life of Govemor Morris” “Ranch Life and Ilunting Trail” History of New York” “American Ideals” “The Rough Rid- ers” ‘‘Life of Oliver Cromwell” “The Strenuous Life” Roosevelt var tvíkvæntur, fyrri kona hans hét Alice Hathaway og lézt 1884, en síðari konan lifir hann og var meyjarnafn hennar Edith Kerm.it. Vér sögðum að með Theodor Roosevelt væri mikilmenni til grafar gengið og það er sannleikur; hitt er annað mái hvort hann var eins auðogur að manngöfgi sem hann átti mikið af vilja, þraki, dugnaði og kjarki. A’var hinar fínni tilfinningar sem einlcenna göfugt sálarlíf finst oss að hann hafi haft í lágu stigi. En ungir menn geta lært og æt;u að læta það af honum að “viljinn flytur veröld alla” eins og “Oestui'” segir. Roosevelt átti svo sterkan vilja að dæmafátt mun og nann var kappgjam svo að engin þektust þess dæmi að hann liefði ekki síðasta orðið í deilum. “Voröld og Bolshevikism” petta er fyrirsögn á ritstjómargrein sem “Heimsk.” flytur les- endum sínum 1. jan. Eg hafði hálft í hvoru búist við að ritstjóri Voraldar mundi svara þessari grein einliverju, en nú sé eg að hann hefir ekki álitið hana þess virði. Og er það álit óneitanlega á nokkrum rökum bygt. En vegna þess að greininni er beint til lesanda Voraldar og “Heimsk.” óskar eftir að fá að vita þeirra álit á málinu, dettur mér í hug að biðja ritstjóra Voraldar um rúm fyrir fáeinar línur. pað skal tekið fram, til skýringar fyrir þá sem ekki hafa lesið þessa “Heimsk” grein að aðal efni hennar er það: að telja mönnum trú um að Voröld hafi nú skift, um stefnu í stjórnmálum; hafi yfir- gefið Sir Wilfrid Laurier en tekið upp stefnu Bolsheviki flokksins á Rússlandi. Allir sem lesið hafa “Heimsk.” vita að hún hefir oft eytt all- miklu af sínu dýrmæta lesmáli til þess að reyna að sýna fram á stefnu- breytingar hjá ritstjóra Voraldar. En vitanlega hefir hún þá ætíð talað á móti betri vitund. petta játar gamla.konan í upphafi þessarar áminstu greinar þar sem hún telur til stórviðburða að blaðið Voröld hafi nú skift um stefnu í stjórnmálum. Sannast hér, sem oftar, að ekki er heimskum hent að tala svo þvert um hug sér, að ekki komist í mótsögn við sjálfan sig. pessi heimsku grein heíir víst ekki komið neinum lesendum Vor- aldar á óvart; þeir vita að orðin ‘ ‘Bolshevism ’ ’ og Bolshevikism ’ ’ eru Ætla mætti að flestir sem við blaðamensku fást vissu það að eitt- aðal verkefni, ein aðal skylda blaðanna er það: að flytja sannar og óhlutdrægar fréttir; sýna þær hreifingar í réttu Ijósi, sem uppi eru í (< jng'euuisi{Zifct,, gtQJo jba angn So ppjq biubs v. qjoSuis jijiCj gjoi[ nu Má því búast við að smásálarskapnum verði það munn tamt, semt sérstaklega meðan hann veit ekki hvað það þýðir. Eg ætla ekki, með þessum línum, að andmæla stefnubreyting Vor- aldar; það er hreinn óþarfi- Hún á sér hvergi stað, nema þarna á rit- stjórnarsíðu kringlótta blaðsins með “ferkantaða höfuðið” -En það er annað atriði í sambandi við þessa grein sem eg vil benda á, atriði sem snertir blaðamenskuna hér í landinu eins og hún er nú sem stendur: pað eru “sannanirnar” sem “Heimsk” færir fyrir sínu stefnubreytinga hjali. Fundur var haldinn hér í bænum. Voröld flutti fréttir af þeim fundi og ágrip af ræðum sem þar voru fluttar. Eg var á þeim fundi og get um það borið að þessar fréttir voru sannar og óhlutdrægar. “Heimsk” reynir heldur ekki að rengja það. pað skiftir auðsjáan- lega engu máli fyrir hana, hvort fréttir eru sannar eða ekki. Og í ein- feldni sinni fer hún svo af stað til að “sanna” stefnubreyting Vor- aldar og undirstaða “sannananna” er fréttagrein- Pað hefir auðsjáanlega aldrei komist inn hjá “Heimsk.” neinn granur um það að fréttastefna blaðanna væri neitt athugaverð. pó er það einmitt þetta atriði, sem einna mestan þátt hefir átt í því að koma blaðamennskunni niður í það undirdjúp fyrirlitningarinnar, sem hún nú skipar í hugum frjálslyndra manna. pað er ein af ástæðunum fyrir því að frjálslyndir menn bindast samtökum, og leggja tíma og fé í það að koma sér upp blöðum, sem standi óháð og utan við frétta stefnur og aðrar stefnur hinna “innblásnu” auðfélaga blaða. þjóðfélögunum, gefa lesendiun sínum kost á að athuga stefnur og hreifingar og leggja sinn dóm á þær. Blöðin geta svo sjálf komið með sínar skoðanir og sína dóma, fylgt fram sínum stefnum. En stefnan sem fram kemur í hlutdrægum og lognum fréttaburði eru svikráð við sannleika og réttlæti. Og nú er á það að líta hvernig blöðin gæta skyldu sinnar í þessu efni. Lesendur dagblaðanna hér, þeir sem nokkum snefil hafa af sjálfstæðri atliugun og dómgreind, munu allir við það kannast að þau fylgja vissum stefnum í fréttaburði sínum og að stefnan er oft það að segja ýmist ekki nema hálfan sannleika eða þá að snúa sann- leikanum í lýgi, ef þau halda^að hann komi í bága við hagsmuni þeirra sem blöðin eiga. Aftur á móti, ef þau halda að sannleikurinn sé liagstæður eigend- unum þá er reynt að blása hann upp og þenja á allar lundir, eins og skænis belg, sem svo oft springur í höndum þeirra eða flýgur í loft upp og týnist. Stórblöðin hér liafa gengið svo langt í þessu að nærri má virða til vorkunar þó “Heimsk” og fleiri andlegir smælingjar haldi að það sé sjálfsagt og heiðarlegt blaðamensku lögmál. En eins og eg tók fram áður er þetta það atriði sem einna mest hefir hjálpað til að koma því inn hjá fólki að blöðin væri “ljúgandi leigutól” eins og “Heimsk” kemst að orði. Frá þessari blaðamensku eru heiðarlegar undirtekningar, og eg vona að Voröld haldi áfram að vera ein þeirra. Til þess var hún stofnuð og styrkt af frjálshugsandi íslenzku fólki. Dagblöðin hér höfðu ekki mikið að segja af fundinum sem áð%r var minst á, annað en að skreyta hann með “Bolshevista” nafninu. pau gættu þess vel að segja ekki frá að fundui’inn hefði verið fjöl- -oennur, og ekki birtu þau nein ágrip af ræðunum sem þar vora,' fluttar. Hvernig stóð á því? Var það ékki vegna þéss að þetta w verkamanna fundur og þar voru framsettar skoðanir verkamanna, sem ekki falla sem allra bezt saman við skoðanir þær er eigendur stórblað- anna vilja láta halda á lofti? Rétt um sama leiti var Sir James Aitkins að halda ræðu fyrir meðlimum Grain Exchange, þar sem liann þakkar þeim (sjálfsagt fyrir hönd fólksins, þar sem hann er fylkisstjóri) fyrir sitt óeigin- gjaraa starf til heilla og blessunar fyrir þjóðfélagið. En mig minnir að það þyrfti einmitt að taka fram fyrir hendur þessai;a sömu manna og banna, þetta þjóðþrifa starf, sem unnið er í Grain Exchange á meðan stríðið stóð yfir- ’i'éttimar sem berast frá Rússlandi eru með ýmsu móti, þó blöðin sem fylgja vissri fréttastefnu hafi ekki sýnt nema aðra hlið þeirra Eg skal ekkert um það segja livað sannast er. En það get eg sagt “Heimsk.” að sumt af því sem hún hefir haft þaðan að segja eftir “merkum og málsmetandi mönnum” heíir fyrir löngu verið borið til baka, og lýst yfir að það sé fals og ósannindi. Og býst eg við að erfitt muni verða fyrir “Heimsk” að sanna að sögumenn hennar séu merkari eða meira málsmetandi menn heldur en sumir þeir, sem frétt- unum andmæla. Má þar til nefna Raymond Robbins, sem um sjö mánuði var eini fulltrúi bandamanna á Rússlandi, og yfirmaður þeirrar starfsemi sem Rauðakross félagið hafði þá þar í landi. Til dæmis segir hann að tilhæfulaus sé sagan um þýzka gullið, sem þeir Lenine og Trotsky áttu að hafa fengið, og sem átti að sanna að þeir væru þýzkir þjónar, keyptir til að svíkja þjóð sína og selja í óvina hendur. Að endingu langar mig svo til að biðja “Heimsk” um frekari ítarlegri skýringar á stjórnarfarinu á Rússlandi. Ilún segir það sé nýtt og óreynt. Eg hefi reynt að nota mér þá fræðslu, sem ‘‘Heimsk’’ hefir látið okkur lesendum sínum í té hingað til, og geri það sama framevgis; en hún verður samt að fyrirgefa þó eg geti ekki skilið það alt þann veg sem hún ætlast til- par sem hún segir að skipulagið sé nýtt og óreynt getum við ekki crðið samferða. Mér sýnist þetta ekki nema að hálfu leyti satt. Framkvæmdirnar eru nýjar, en skipulagið sjálft? Er það ekki það sem jafnaðarmenn, sócíalistar, hafa verið að reyna að kenna svo tugum ára skiftir? Og skipulagið er ekki óreynt heldur. pað er að segja, kenningar sócíalista eru komnar í framkvæmd í ýmsum greinum í ö'llum siðuðum löndum, og þeim eykst fylgi með ári hverju. pjóðirnar, sem barist hafa upp á líf og dauða hafa allar orðið að grípa til þeirra þegar mest hefir legið við. En Rússar eru nú að reyna að hrinda þeim í framkvæmd á öllum sviðum þjóðlífsins í einu- Ef þetta er rangur skilningur, þá verður ekki “Heimsk” í vand- ræðum með að leiðrétta. Eins væri gott að fá ritgerð um bankamál frá “Ileimsk” því þetta, sem liún segir um Rússnesku “pappírs seðlana” er tæplega nógu ljóst, nema fyrir þá sem eru eins vitrir og “Heimsk” sjálft, en þá þarf ekki að fræða. Eg sé þess dæmi d<-ginum Ijósari að “pappírs seðlar” eru notaðir víðar enn á Rússlandi. Mér dettur í hug hvort “Heimsk” vildi ekki skrifa Lenine og segja honum að hætta við “pappírs seðlcn” eða að öðrum kosti gefa útgáfu ifótt \ • ura í hendur einstakra mai ua rg taka svo “pappírs s« ? #r &” til ó-.s -rá þeim, en glpyma samt ek'ri að bnrg« þeim í rentu 5H af li .n riaAi. Mundi það ekki geta orðið ’ninu | jal;- aða Rússlandi sannarlegt sigurlán? Áhorfandi.

x

Voröld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.