Voröld - 04.02.1919, Side 1

Voröld - 04.02.1919, Side 1
HEY! HEY! Sendið heyið ykkar til islenzku h#y- kaupmannanna, og fáið hæðsta verð, einnig fljóta afgreiðslu. Peningar lán- aðir á “kör" send beint til okkar. Vér ábyrgjumst að gera yður A- nægða. THE NORTHERN HAY CO, 408 Chambers of Commerce Talsírr.i G. 2209. Naetur talsfmi S. 3247 | Winnipeg, - Man. ----* II. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 4. FEBRÚAR. 1919 Nr. 1 HERMENNIRNIR KOMNIR EN STJORIN SEFUR! Heimkomnir hermenn eru atvinnulausir svo tugum þúsunda skiftir; sama sena elckert hefir verið gert til þess að þeir hefðu að nokkru sæmilegu að hverfa þegar þeir kæmu heim; ráðherrarnir hafa verið fjærverandi í veizlum og samsætum í stað þess að sinna mestu vandamálum þjóðarinnar. Bændur, verkamenn og hermenn verða að sameina krafta sína, hrinda frá vö'xlum hinni sofandi stjóm og kjósa aðra vakandi. .. n-mmm-ommmmi« Björn Björnsson 1 ‘ Orð og hugur hans var eitt, hann var trúr til dauða. ” þannig mælir Hanncs Hafstein eftir Benedikt Sveinsson látinn. Hafa þau orð grafist þannig inn í hugsun íslenzku þjóðarinnar að þau hafa verið gerð að orðtaki þegar lýst er mætum mönnuin látnum. þótt hcr sé ekki um þann að ræða sem oft léti til sín heyra meðal almennings, þá cr það víst að lýsingin á betur við hann en marga þá sem heimurinn veit meira um. það veit sá er þessar línur skrifar, því hann þekkti Björn sál. allvel og vissi það að orð og jtugur liaus var eins, að hann var trúr til dauða. Menn sem leggjast í gröfina á unga aldri án þess að fylla nokkra svokallaða opinbera stöðu eiga oftast, stutta sögu og viðburðafáa. En það fcr ekki ávalt eftir lengd sögunnar hversu mikils virði hún er og þannig er því varið með líf mann- anna. Björn Bjömsson var engiim auglýsingamaður; hann vann verk sín í kyrþey, en það sæti var sannarlega ekki autt sem hann skipaði þótt þaðan heyrðist ekki mikill hávaði; detta mér í sambandi við það í hug orð skáldsns sem allir kannast við: “Mörg látlaus æfin lífsglaum fjær sér leynir einatt góð og fögur, en guði er henni alt eins kær þótt engar fari af lienni sögur. ” Eg kyntist Bimi sál. Björnssyni bezt í samvinnu við hann í bindindismálnu. Hefi eg sjaldan þekt menn sem betur gættu skyldu sinnar og-trúrri reyndust því máli en hann gerði. Get eg ekki betur lýst starfsemi hans þar og drenglyndi en með orðum sem Bjarni Magnússon, skynsamur og skrumlaus maður sagði um hann. ]>au eru þannig: “Eg hefi þekt marga menn og unnið með mörgum bæði í félagsmálum og öðru, en aldrei með neinum sein eg hefi fundið jafn trúrri eða drenglyhdari. Tillögur hans voru ekki einungis bygðar á viti og hyggindum, heldur var það “drengurinn” sem kom fram í öllu starfi hans. Hvort sem í hlut áttu skoðanabræður hans eða andstæðingar, þá var altaf fyrsta og síðasta hugsunin sú að gera rétt, gera engum rangt til, ekki að koina málum sínum fram með oln- bogaskotum né hnefarétti. ” pannig fórust Bjarna orð um liann og get eg fullkomlega skrifað undir þau samkvæmt þeirri þekkingu sem eg hafði á hinum látna. Verkin sem unnin eru í hljóði eru oft notadrjúg og eiga sér stundum víðtækari áhrif en almenningur veit af. Norður í Nýja íslandi er ungur læknir sem ferðast þar um nótt og dag' og líknar sjúku og líðandi fólki á tímum þessara yfirstandandi hörmunga. Enginn veit hvílíka blessun það starf kann að hafa í för með sér; enginn veit hvernig sú bygð kynni nú að vera stödd væri þar læknislaust. Sá sem þar bindur sár mánna veit eg að ávalt minnist, hins látna. Á með- an erfiðleikár námsins lágu á herðum hans og fátæktin horfði honum ægileg í augu var það Björn bróðir hans sem ruddi hon- um leið og' létti honum göngu á allan þann hátt sem hann mátti. í’yrir það vcrk stefna blessunarorð að leiði hins látna manns. Ug gat þess að Björn sál. hefði verið trúr og einlægur starfsmaður bindindismálsins, cn hann vann einnig vel í fleiri félagsmálum; þannig tók liann drjúgan þátt í baráttu Tjald- búðarsafnaðar og var mkill vinur séra P. J. Bergmanns. “ Jtað er margt sem dregur mig að Tjaldbúðinni, fremur en að öðrum kirkjum sagði hann einhverju sinni. “par eru menn alfrjáls- ir að hugsa og monnum eiga cngar skorður að vera settar í þeim efnuin; í öðrum lagi finst mér vera miklu meira af sál í ræðunum hans séra Friðriks en hinna prestanna og í þriðja lagi er svo mörgum steinum kastað að lionum og málefni hans að mér finst, það hljóti að draga menn þangað.” Eg gct ekki að því gert að mér finst Björn sál hafa í þess- ari setningu brugðið upp andlegri mynd af sjálfum sér. pað var þetta þrent sem hann lagði þar áherzlu á: « aii seuungu uiuguiu uPF ““—6' sjauum ser. paö hann var trúr til dauðá.” | var þetta þrent sem hann lagði þar aherzlu á: < Að lvver éinasti maður ætti að hafa ráð á ríki hugsana sinna, að sálin væri aðal atriðið í ræð im manna, verkum og líf- erni og að þar væri skyldan mest standa í orustunni sem mest, var þörfin. Prú Bergman liefir góðfúslega leyft oss að birta hér stutt bréf er hann reit henni við fráfall manns hennar: Millerdale, Sask., 29! apr. 1918. Kæra Mrs. P. J. Bergmann: Eg hef séð í ísl. blöðunum fregnina um hið sviplega frá- fall séra Friðriks J. Bergmanns. pað var þung sorgarfregn, ekki einungis nákomnu skyld- fólki heldur einnig svo fjölda mörgum öðrum, sem höfðu haft, kynni af honum um lengri eða skemmri tíma. Við vorum ó- viðbúin að missa hann. pað ver eins og innrætt í hugann að við fengjum að njóta hans lengi—lengi, og það var svo mikið til að starfa fyrir hann. Við máttum ekki missa hann. En þrátt fyrir hve sárt er að sjá honum á bak, þá er betra, “að missa er að hafa aldrei átt.” Eg er þakklátur fyrir að eg fékk að kynnast, honum. Fékk ' að verða honum samferða um stund n lífsleiðinni. pakklátur fyrir að eg fékk svo mörg tækifæri til að.hlusta á hann. Og þó hann sé nú tekinn burtu, þá lifir þó svo margt sem hann sagði og margt af því lifir um langan aldur. pökk fyrir samfylgdina séra Friðrik Bergmann. pökk fyrir útskýringarnar þínar á erfiðum viðfángsefnum. pökk fyrir alt og alt. Með innlegri hluttekningu er eg yðar einlægur vin, B. E. Björnsson. Allir muna eftir þeirri nýju stefnu sem yerkamannafélög- in tóku í fyrra: pað var að gera samhygðar verkföll með starfsbræðrum sínum. Eg mmnist þcss árið 1914 að Bjöm var að smíða hús skamt þar frá sem eg '\ li heima. pá var talað vun verkfall sem átbi sér Átað suður í’öaiídáilkjunum og vertf verkfallsmenn að tapa eftir langt stríð og mikla erfiðleika: ‘ ‘Eg hefi verið að hugsa um nokkuð ’ ’ sagði Björn. ‘ ‘ Mér finst að þegar verkamenn eru beittir svona órétti í einu félagi þá ættu önnur félög að gera verkfall líka. Segjum t. d. að stein- smiðir í Manitoba gerðu verkfall og væru að tapa og' væru beittir rangindum eða ósanngirni, væri þá nokkuð á móti því að öll önnur verkamannafélög í fylkinu gerðu vei’kfall með þeiiri 1 pá hlytu auðfélögin að verða sanngjarnári. ” Eg gaf þessn lítinn gaum þá, en síðan sambygðarverkföll- in komust á hefi eg oft hugsað um það hversu mikið vit var í þessu og hversu hugmyndin var fögur. Eg’ skal ekki skrifa langt mál, verk eru betri minnisvarðar en orð. pó vérð eg að geta eins að endingu. Björn sál. stjórn- aði viðarverzlun vestur í Saskatchewan þegar hann dó. 1 sam- bandi við veilti hans og dauða birtist ef til vill betur hinn innri maður hans en í nokkru öðru. Framandi maður tók sótt og hafði hvergi höfði sínu að aðhalla. pað var spanska sýkin. Björn sál tók manninn á arma sér, léði honum rúm sitt og hjúkraði honum þangað til hann sjálfur tók veikina og lét lífið. par sannaðist það sem annarstaðar að orð og liugur hans var eitt og hann var trúr til dauða. Björn var fæddur á Einarsstöðum í Vopnafirði í Norður- múlasýsla 28. janúar 1881. Foreldrar hans eru þau Eiríkur Björiisson ættaður úr Farkmiðsfirði í Suður Múlasýslu og Að_ albjörg Jónsdóttir ættuð úr Mývatnssveit og eiga þau heima hér í Winnipeg. Fjögur systkini hans eru á lífi: Sveinn, læknir á Gimli, pórunn Sigvaldason ekkja hér í bænum.Kristín Johnson gift, kona að Akra í Norður Dakota og Aðalbjörg, ógift heima hjá foreldrum sínum. Einn bróðir hans er Stefán hét, andaðist hér í bænum fyrir 9 árum. Björn var næst yngstur systkina sinna þeirra er lifðu. Björn hafði mikla námshæfileika og góðar gáfur; iauk hann námi við gagnfræðisskólann á Möðruvöllum og leyzti þar af hendi tveggja ára nám á einu ári, en útskrifaðist þó með á- gætis vitnisburði árið 1902. Að þessu námi loknu stundaði hann barnakenslu um tíma, cn árið 1905 stundaði hann nám við kennaraskólann í Flensborg og lauk þar prófi um vorið. Næsta sumar flutti hann hingað vestur en foreldrar hans og systkini voru komin. vestur áður. Hér stundaði hann aðal- lega trésmíði, en tók þó próf í verzlunarfræði. Sumarið 1915 lói' liann vestuf í íslenzku bygðirnar í Saskatchewan og settist að í Millerdale; þar stjórnaði hann viðarverzlun í hálft þriðja ár fyrir North American Lumber Co. 1 haust réðist hann sem viðarverzlunarstjóri til Sveins kaupmanns Thorvaldssonar að Riverton og var lians von hingað 15. nóvember til þess að taka við þessari stöðu. “En hann dauði á öðrum stað enda punktinn setur. ’ ’ Og svo fór hér. Björn lézt 5. nóv.; var lík hans flutt til VVinnipeg og fór útförin fram 88. janúar frá útfararstofu A. S. Bardals. Séra Rögn. Pétursson flutti líkræðuna. Aldurhnignu foreldrarnir, saknadi systkinin og syrgjandi vinimir kveðja hann öll með þessari hugsun: “Orð og hugur hans var eitt, hann var trúr til dauðá. ’ ’ Sig. Júl. Jóhannesson. [ ALMENNAR FRÉTTIR. Eftir því sem blöðin skýra frá eru líkur til þess að verð á lífs- nauðsjmjum lækki til stórra muna í náinni framtíð. Öll vöruhús ern full og hafa auðfélögin að sjálf- sögðu búist við að stríðið mundi endast lengur og þeir gætu hert svo að fólkinu að það yrði fram- vegis sem hingað til að kaupa lífs- nauðsynjar með hvaða ránsverði sem þær fengjust. Af of. mikilli græðgi getur það því leitt að þeir sem þeiinan Ijóta leik léku verði fyrir stórtjóni og sannast það þar að sér grefur gröf þótt grafi. Stjórnin á pýzkalandi hefir skorað á allar verkamanna og her- manna nefndir í landinu að láta ó- hindraðar allar samkomur og alla fundi og gera ekkert til þess að stöðva blöð landsins livaða stefnu sem þau hafi, því fullkomið mál- frelsi og óhindrað ritfrelsi sé eitt aðalatriðið í því sem þjóðin hafi barist fyrir þegar stjómarbylting-1 in var hafin. ~ ■ 1,000 hermannaekkjuv segja | skýrslur að þegar séu giftar aftur ! í British Columbia. Ein hefir | mist tvo menn í stríðinu og er gift; í þriðja sldfti. pingið í Manitoba var sett 23 janúar. Hásætisræðan var alllöng 'jog fremur þreytandi. Lítið var í ihenni af ákveðnum atriðum í um- hót.aáttina en heilmikið af óá- kveðnum málalengingum. Margir töluðu í sambanai við ræðuna og j þar á meðal F. J. Dixou; var hann I sá eini er eitthvað ákveðið virtist j hafa á að benda. Thos. H. John- j son, dó'iiismálastjói* i hcfir ekki vcr ; ið á þinginu; hann fékk aðsvif á fundi sem haldinn var fyrra föst udag og hefir verið veikur síðan. Samt er það ekki talið hættulegt en líklegt að hann geti ekki gefið sig' við neinum crfiðum opinber- um störfum fyrst um sinn. Er ; þetta tilfinnanlegt fyrir Norris-1 stjórnina því Johnson er hennar j langfærasti maður og atkvæða- j mesti. Að sjálfsögðu verða kosn-; ingar hér í sumar; kjörtímabilið | er í raun réttri úti og er ekki til j þess gripið nema í einhverjum j vandræðum að sitja fimm ár stöð-1 ugt, lögin ætlast ekki til þess, þótt það sé heimilað ef sérstakar kring-! umstæður krefjist þess. Nú er um ekkert slíkt að ræða og yrði slíkt j ekki útlagt á annan hátt en þann að stjórnin væri viss um ósigur j þegar til kosninga kæmi og hugs- j aði sér því að sitja á meðan sætt j sé, eins og gamla máltækið segir. i NOTID TÆKIFÆRIÐ John II. Roberts ritari siðbótafélags Canada og stór templar frá Quebec. Hann flytur ræðu í Goodtempl- ára húsinu á fimtudaginn kl. 8.e.h_ Komið öll. Kostar ekkert. Blöðin skýra frá því á fimtudag inn að dauðsföll séu miklu fleirí á Englandi en fæðingar. Sam- kvæmt skýrslu Calebs W. Salebys Arið sem leið segir hann að hafí verið verst í sögu þjóðarinnar í þessu efni. t Tjundúnaborg dóu af 1,000. Arsþing Voraldar. fer fram 12. og 13. þ.m. Fyrsti íundur frá kl. 10—12 f.h. að 482i/2 Aðalstræti. Fulltrúar og vinir skoða prentsmiðjuna og kynnast hverir öðrum frá kl. 2—5 e.h. Um kveldið verður almenn sam- koma fyrir alla vini og stuðnings menn Voraldar í Goodtemplara húsinu; fluttar ræður og talað um framtíð stjórnmála og fleira. Annar fundur að 482ya Aðal stræti kl. 10—12 f.h. þann 13. priðji fundur á sama stað kl. 2 —6 e.h. petta verða eftirminnilegir fund ir. Komið sem flestir ntan af laudinu. Islands Fréttir Nýlega ev komin út, Ijóðabók eftir Ben. p. Gröndal, prentuð á Akureyri og gefin út af Fjallkonu útgáfunni; er bókin 280 hls. að stærð og kostar 4 kr. Eitt með allra stórkostlegustu verkföllum í heimi stendur nú yfir á Bretlandi; skipabygginga menn liafa hætt vinnu svo hundruðum þúsunda nemur og krefjast ýmisra umbóta bæði að því er kaupgjald og annað snertir. Samuel Steele, hershöfðingi frá Winnipeg lézt í Lundúnabörg á fimtudagmn var. Ilann var fædd- ur árið 1849 í Simcoehéraði í Ont- ario. Hann var í herþjónustu í Rauðárupphlaupinu svonefnda ár- ið 1871 og var síðar í riddaraliði Norðvesturlandsins. Árið 1885 var hann liðsforingi í Norðvestur uppreistinni og hann bældi niður óróann í Kootenay 1887. I Búa- stríðinu stjórnaði hann Strath- cona riddarádeildinni. Árið 1816 var hann gerður eftirlitsmaður hersins í Vestur Canada og fór austur nm haf sem herforingi. Hann var sérlega dugandi og mikilhæfur maður og vinsæll. Steele lætur eftir sig ekkju, einn son og tvær dætur sem öll eru nú á Englandi. Maður sem James A Oampbell heitir og heima á 1 Edmonton var dæmdur til þess að hengjast 23. apríl. Dómurinn var uppkveðinn á miðvikudaginn af dómara sem Walsh heitir. Campbell hafði ver- ið fundinn sekur um að myrða mann er Sam Zappler hét í ölæði 17. október. pingið á Bretlandi kemur saman 11. febrúar. Mikið var haft, við þegar Guð- mundur Magnússon skáld (Jón Trausti) var jarðaður. Sungið var kvæði eftir hann sjálfan sem heitir “ Syngi, syngi, svanir mínir’ og hefir Jón Iiaxdal samið lag við það kvæði. Stjórn Gutenbergs prentsmiðjunnar bar líkið inn í kirkjuna; út var það borið af rit- höfundum, en Coodtemplarar báru það inn í kirkjugarðinn. Félag er til á Islandi (eða deild þess) sem það hefir fyrir mark- mið að útbreiða þekkingu,andlega og félagslega einingu skandinav- ísku þjóðanna allra; er félagið mjög útbreitt meðal studenta um öll Norðurlönd. Félagið vinnur með ýmsum hætti, svo sem ræðu, riti, heimsóknum til landanna á víxl, kennaraskiftnm við háskól- ana; á Islandi eru í félaginu haldnir fræðslu fundir um liagi og hætti norrænu þjóðanna. Látin er póra Bjarnadóttir,kona Pálma Pálssonar á Stokkseyri. Taugaveikin hefir gengið á skól- anum á Hvítarbakka en enginn dáið. Öndvegistíð á Islandi svo góð að elztu menn muna ekki slíkt. Á- gætur afli bæði á Austur og Vest- urlandi fyrir jólin og fram yfir nýjár. 18. desember átti frú póra Mel- sted 95 ára afmæli og var því fagn- að hátíðlega.

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.