Voröld - 08.04.1919, Síða 1
HEY! HEY!
Sendið heyið ykkar til Islenzku h*y-
kaupmannanna, og fáið hæðsta vertt,
einnig fljóta afgreiðslu. Peningar lia-
aðir á “kör" send beint tll okkar.
Vér ábyrgjumst að gera yður A-
nægða.
THE NORTHERN HAY CO.
408 Chambers of Commerce
Talsími G. 2209. Nætur talsfml S. 3Í47
Winnipeg, - Man.
- ■*
II. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, 8- APRÍL, 1919
Nr. 10.
Lög.
Alsherjar-félags Islendinga í Vesturheimi
I. Kafli.
Nafn og tilgangnr.
1. gi’. Nafn felags þessa er: íslendingafélag.
2. gr. það er til gangur félags þessa:
(a) Að stuðla að því af fremsta megni, að Islendingar megi
verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi.
(b) Að styðja og styrkja íslenzka tvingu og bókvísi í Vestur-
heimi, bæði með bókum og öðru, eftir því sem efni þess framast leyfa.
(c) Að efla samúð og samvinnu milli íslendinga vestan hafs og
austan kynna hérlendri þjóð hin beztu sérkenni þeirra.
II. Kafli.
StöSvar og stjóm félagsins-
1. gr. Félag þetta á samkomustað og lögheimili í Winnipeg í
Manitoba fylki í Canada.
2. gr. Félagið kýs níu embættismenn, er skipa stjórnarnefnd
þess: forseta, vara-forseta, skrifara, vara-skrifara, fjármála-ritara,
vara-fjármála-ritara, féhirði, varaféhirði og skjalavörð.
3. gr. Engan má kjósa til embættis, sem eigi er íslendingur eða
þekkir Island og sögu þess og talar og skrifar íslenzka tungu.
4. gr. Sérhver embættismaður er skyldur að gjöra grein fyrir
embwttisfærslu sinni, þegar félagið óskar þess eða hann skilur við
embættisfærslu sinni, þegar félagið óskar þess eða hann skilur við
5: gr. Forseti skal sjá um, að lögum félagsins sé hlýtt og að sér-
hver félagsmanna gegni skyldum sínum við félagið; liann kveður til
fundar, setur þá og stýrir þeim; hann birtir á fundum skrifleg' frurn-
vörp félagsmanna og bréf til félagsins og það annað er honum þurfa
þykir; hann safnar atkvæðum og segir upp úrskurði félagsmanna;
hann skal skýra ársfundi hverjum frá athöfnum félagsins og fjárhag
svo skal hann ásamt fjármálaritara og féhirði, sjá um sjóð félagsins
sem óhultast þykir; liann skal rita samþykki sitt á sérhverja kröfu til
félagsins áður en gjalda rnegi; hann ráðstafar bókum til prentunar
með aðstoð skrifara og hefir yfirleitt alla yfix-umsjón með öllum gjörð
um félagsins.
6. gr- Skrifari skal bóka alt, sem fram fer á félagsfundum og
hafa bréfabok; hann skal semja og rita félagsbréf með ráði stjórnar-
nefndarinnar, er ábyrgist þau, veita viðtöku þeim bréfum, er til fél-
agsins koma, lesa þau og afhenda forseta, en forseti les þau á næsta
fundi. Hann skal afhenda fjármálaritara nafnatölu félagsmanna
jafnskjótt sem þeir gjörast félagar, og skýra honum frá hvað hver
skuli gjalda; hann skal og annast um prentun ritgjörða félagsins með
Urnsjón forseta.
7. gr. Fjármálaritari skal innheimta öll gjöld félagsmanna og
^vitta fyrir; hann skal og halda nákvæma bók yfir nöfn, heimilisfang
°g reikninga þeirra við félagið; hann skal og jafnóðum afhenda fé-
hirði gjöld félagsmanna gegn kvittun, er hann geymir og leggur fram
til yfirskoðunar árlega ásamt skýrslu yfir starf sitt. jtessari skýrslu
láti hann fylgja skrá yfir ógoldin árstillög félagsmanna, svo bezt
verði séð um hag félagsins.
8. gr. Féhirðir skal taka við gjöldum félagsmanna frá fjármála-
ritara, kvitta fyrir þau og hirða vandlega, borga þá reikninga, er for-
seti hefir skriflega samþykt, bóka það alt og gjöra grein fyrir hvenær
sem forseti eða félagsmenn æskja þess. Ilann skal gjöra aðalreikning
á hverjum 12 mánuðum, við lok fjárhagsársins, sanna hann með kvitt-
unum og láta fylgja honum skuldalista félagsins; hann skal og til-
greina hverja útgjaldagrein til hverra þarfa henni sé varið.
9. gr. Vara-embættismenn skulu gegna öllum hinum söxnu skyld-
um, í frávikningu, foi’föllum eða fjarvist embættismanna, séu þeir
kvaddir til að gegna embættum þeirra.
10. gr. Skjalavörður skal geyma öll handrit, bækur og skjöl fél-
agsins, sem embættismenn eigi þurfa að liafa sér við liönd; hann skal
hafa sölu-umboð á ritum og útgefnum bókum félagsins og annast um
að þau séu höfð á boðstólum á sem flestum stöðum meðal Islendinga,
kér og annarsstaðar; hann skal senda féhirði, við lok 'hvers f járhags-
ars, reikning yfir rita og bókasöluna, innheimtar og óinnheimtar
skuldir og aðrar tekjur og skal sá reikningur fylgja reikningi féhirðis.
f- ársfundi skal hann leggja fram skrá yfir bækur félagsins, seldar og
áseldar-
11. gr. Kjósa skal tvo menn á ársfundi félagsins til að yfirfara
veikninga fjármálaritara, féhirðis og skjalavarðai’. þeir skulu hafa
okið starfa sínum svo snemma, að reikningar séu að öllu bunir undir
úrskurð félagsins á ársfundi. Verði ágreiningur um reikningana sker
fólagið úr með atkvæðafjölda og skulu þeir, forseti og ski'ifari, síðan
Sefa kvittunarbréf fyrir reikningunum.
12. gr. Embættismenn og vara-embættismenn skulu hafa starf
sitt á hendi áxlangt, og eigi lengur, nema þeir hljóti endurkosningu
i ólagsmanna.
III. KAPLI—Um lögnn félagsins.
1. gr. Félagsmenn eru: Heiðursfélagar, Félagar og Aukafélag-
ar, en þó hafa félagar einir atkvæðisorð á fundum.
2. gr. Ileiðursfelaga skal kjósa eftir verðleikum; séu þeir réttir
íélagar, eiga þeir atkvæðisrétt. Heiðursfélagar borga eigi tillag
framar en sjálfir vilja.
3- gr. Aukafélagar eru þeir, sem hvorki tala né rita íslenzka
tungu, en annað hvort eru tengdir íslendingum eða eru af íslenzkum
ættum komnir. Sækja mega þeir um xxpptöku í félagið og eru skyldir
að greiða sama árstillag sem réttir félagar.
4. gr. Félagar geta þeir eiixir gjöíst, sem tala, rita og lesa ís-
lenzka tungu og orð. i" eru fullra 18 ára eður eldri. peir skulu
greiða $2.00 í félagssjóð á ári hverju og hafa atkvæðiorð á félags-
fundum. Senda skulu þeir, til foi’seta félagsins, skrifaða beiðni um
upptöku í íélagið ásamt árstillagi sínuiog liljóti umsókn þeirra með-
rnæli þriggja manna í félagsstjórninni, skulu þeir færðir á meðlima-
skrá félagsins og hafa óðlast full félagiréttindi.
Nú ó'kar jky’dulið íéiagsmanna, eða önnur ungmenni eftir upp-
tökxx í félagið; séu þau yngri en 18 áia að aldri, en fái að öði’xx leyti
fullixægt hinum ákveðnu inntöku skilýrðum, skal heimilt að veita
þeim upptöku í félagið gegn 25c árstillagi; þó skal börtuui. yngri en
10 ára að aldri veitt upptaka í félagið gegn lOc árstiilagi.
5. gr. Heimafélag skal stofna, þar senx því verður við komið
og tíu eða fleiri félagtm.eim eru og ósl4a.eftir að hafa samband sín á
meðal, til bess að vinr.a af tilgangi félagsins. Eigi mcga þó lög eða
regl .■ jj' ð þ, ■ ,a tciuiafélixgs koxua í bága við grundvaDt.rlög þessi.
Við stofi'.un heimalelags, ’-.xal þó eigi riéttxxr, og eigi he'dur skvldur,
félagsmanna b’ *». ust á .íoki urn hátt hfélaginu.
li. gr. Sk'ói'n I" imafélíigr- skal heimta sanxan öll gjóld, eður árs-
tillög, félaga sinna og gjöra greið skil fil fjármálaritara samkvæmt
lögum þessxxm. þó skal henni heimilt að halda eftir ái’stillagsins
heimafélaginu til styrktar og uppihalds-
7. gr. Félagar skxxlxx hafa goldið árstillög sín fyrir hver árslok;
hafi þexi' eigi goldið, skal krefja þá bréflega; gjaldi þeir eigi á öðru
ári, skal krefja þá enn bréflega, og ef þeir hafa þá eigi goldið innan
áx’s, skulu þeir vera úr félaginu. j
8. gr. Nú vill einhver féléagsmanna segja sig úr félaginu, þá
skal liann tilkynna forseta það bréflega, en forseti skýri fi*á því á
fundi, og skrifari bóki það. þó skal xxrsögninni fylgja skýlaus kvitt-
xxn þess efnis að félagsmaður sé skuldlaus við félagið.
9. gr. Gjörist meðlimur brotlegur við grundvallarlög þessi, svo
að félaginu geti stafað hætta af, má víkja honUm xxr félaginxx. þó
skal mál hans hafa verið nákvæmlega rannsakað, og tillaga verið bor-
in upp þess efnis, af félagsstjórninni á ái’sfxxndi félagsins. Hljóti til-
lagan samþykki tveggja þriðju hlxxta félagsmanna á fundinum, skal
sakaraðilja vísað burt úr félaginu.
IV. KAFLI—Fjárhags-ár, Fund^, Lagabreyting, o. fl.
1. gr. Fjárhagsár félagsins skal fylgja réttu ári o.g talið vera frá
nýáx’i til nýárs, og skulu fjármálaritari, féliirðir og skjalavörður hafa
afgreitt skýrslur sínar til yfirskoðunai-manna eigi síðar en við miðjan
(Niðurlag á 5. síðu)
Verkamenn og Vinnulaun
Eg er réttur og sléttur verkamaður og veigra mér við að skrifa
í opinber blöð, en eg get tæplega stilt mig um að biðja VorÖld að
flytja nokkrar línur. Allxxr fjöldi fólks í landi þessu er verkafólk;
daglaxxnafólkið er stærri flokkur en nokkur annar og þó er tiltölulega
litlu rúmi eytt í blöðunum okkar um málefni verkamanna. þegar
borið er saman kaupgjald við verð á þeim lífsnauðsynjum sem verka-
fólk verður óhjákvæmilega að kaupar þá er það kraftaverki næst að
ekki skuli vera hungurdauði í landinu. Á það brestur allmikið að
venjuleg vinnulaun hrökkvi til sæmilegs viðurvæxús fyrir meðal fjöl-
skyldu hversu vel sem á er haldið. Kaupgjaldið er 35c um klukku-
tímann og 8—9 tíma vinna á dag; það verða $3.15. þeir sem halda að
það hrökkvi til sæmilegs viðurværis meðal f jölskyldu fara viltir veg-
ai*- Eg get talað af eigin reynslu; eg hefi fimm manns í heimili;
vinnulaun mín ei’U að meðaltali $70 á mánuði; þetta þótti ágætt fyrir
fjói’xxm arum og var vel við unandi, en nú er öðru máli að gegná;
nú liafa allar lífsnauðsynjar hækkað svo í verði að einn daluur er
engu verðmeiri en 50e voru þá. Ef miðað er við dýrtíðina ætti eng-
inn að hafa lægra kaup en $5.00 á dag.
Til þess að sanna þetta, ef sannana þyi’fti; þarf ekki annað en að
benda á verð hinna ýmsu lífsnauðsynja.
West Selkirk, 3-7-19 • S. Markússon
Á bak við tjöldin
Vixiur Voraldar hefir sent þetta til þýðingar.—Ritstj.
Tollmálin í höndum Ottawastjórnarinnar að undanfömu hafa far-
ið fram að tjaldabaki. Verksmiðjueigendurnir hafa setið á ráðstefnu
við stjórnina og samið um það fyrirfram hversu háir tollamir skuli
vera; en fólkið hefir ekkert vitað um það fyrr en fjármálaráðherrann
lýsir því yfir í fjármálaræðunni. Svo er að sjá sem sömu aðferð sé
lialdið áfram. Sú tilkyxming er birt í Montreal Gazette, 30- janúar
þ. á. að “engar breytingar verði gei’ðar á tolllögunum á næsta þingi
vegna þeirrar nægilegu ástæðu að tími endist ekki til” í blaðinu
“Financial Post” Tononto, 18. janúar birtist það sem hér segir:
“Stjói’nin hefir í hyggju að láta tollamálin óbreytt á næsta þingi,
þetta er gert samkvæmt ráðum fulltrúa blaðsins “Financial Post” í
Ottawa, og eru þau ráð í sambandi við málefni sem mjög miklu varð-
ar einmitt nxx í verzlunar- og iðnaðarheiminum. ”
þessar yfirlýsingar frá postulum tveggja blaða sem bæði fylgja
hátollastefnunni eru mjög þýðingarmiklar. þær gefa það til kynna
að hátolla kóngarnir eru vakandi; að hinir tollvei’nduðu verksmiðju-
eigendur hafa þegar rekið stjórnarsauðina þangað sem þeir vilja hafa
þá. Samt sem áður viðurkenna bæði þessi blöð að stríðsskatturinn
71/2 af hundraði og 5 af hundraði muni verða afnuminn ef lágtolla-
fulltrúarnir geti komið vel fram máli sínu, en lágtollastefnan segir
“Pósturinn” að sé landlæg í Vestur Canada. þetta er aðalkjami
málsins: Tollarnir lækka þá—og þá fyrst en aldrei fyr—þegar nógu
margir rísa xxpp einhuga og krefjast þess.
(Grain Growers Guide)
OH
h
f!
Guðlaug Friðrika Josephsson
Fædd 2. okt. 1892; dáin 9. nóv. 1918
Vertu sæl — Til sælli heima
? sál þín flutti engilhrein;
undan heimsins fingraförum
fylgdu þér ei merki nein.
IEins og broshýrt blóm að vori „
birtu flytur, von og trú.
IEins 0g bliknað blóm að hausti
blessun, eftir skildir þú. É
j
Minning þín um æfi alla
Ier sem hugljúft dularmál,
himnafaðir bamsins brosi,
brosti gegn um þína sál.
Nýtt Listaverk
Nýlega er skrautprentað listaverk eftir þ. þ. þorsteinsson skáld.
það er mynd af Hannesi Hafstein og Thomasi II. Johnssyni í’áðherr-
um. Myndin er pxæntuð í litum og eru þetta aðaleinkenni hennar:
Hún ér á stóru spjaldi og er pi*entuð lína í skrautletri þvert yfir
spjaldið þannig: ‘ ‘ Fyrstu íslenzku ráðherrar austan hafs og vestan ’ ’
Myndir Ilannesar og Thomasar eru sín í hvorri hvelfingu með súlu á
milli og siixni súlu til hvorrar hliðar. Vog er uppi yfir miðsxxlunni, en
undir voginni þessi oi'ð: “Með lögum skal land byggja.” Er þar
einnig blekbytta og fjöður. Á miðsúlunni sjálfri eru tvær vísur úr
Hávamálum; á annari hliðarsúlunni er seinasta erindið úr kvæði
Hannesar Hafsteins ‘íHafísinn” og á hinni hliðarsúlunni emkarfÖgur
setning eftir Thomas H. Johnson. Neðst á annari hliðarsúluimi er
alþingishúsið á Islandi; neðst á liinni er þinghúsið í Winnipeg, en
neðst á miðsúlunni er handaband-
Ný mynd sem táknar Island er uppi yfir annari hliðarsúlunni,
er hún í skautbúningi og situr fálkinn á úlfnlið vinstri handar; kon-
an horfgir út á haf, en að baki henni sézt íslenzk f jallsýn og íslenzkur
bær. Yfir hinni hliðarsxxlunni er konumynd sem táknar Canada,.
xéttir !mn út báðar hendur og er að veita öllum heiminum (hnetlin-
xim, móttöku, táknár það heimboö þessa lar.ds til landnema hvaðan
sem þeir koma; er á hnöttinn skráð N.S.A. og V. or orðið ‘Velkomin’
Betur mætti lýsa þessu listaverki, en þetta verður að nægja. öllum
sanngjörnum mönnum hlýtur að koma saman um að verkið sé hið
fegursta.
ALMENNAR FRÉTTIR
því hefir nýlega verið lýst yfir
af embættismönnum stjórnaxinnar
í Ottawa að ekki verði reynt að fá
fleiri sigurlán í Canada.
Verkamannafélög hafa verið
stofnuð á þýzkalandi í þeim til-
gangi að koma á samskonar stjórn
arfyrirkomulagi og lýðstjórnin á
Rússlandi-
Bændur í Humboldt kjördæmi
hafa skorað á Norman Lang sam-
bands þingmann að segja af ser
sökum þess að hann hafi reynst ó-
hæfur á þingi og brugðist 1 PV1
máli sem mest á reið tollmálinu.
Lang greiddi atkvæði með hátolla-
stefnunni nýlega og á móti þvi að
tollar lækkuðu á verkfærum
bænda. Hann greiddi einnig at-
kvæði á móti afnámi hinna al-
ræmdu kosninga laga þrátt fyrir
það þótt hann héti því hátíðlega út
nefningardaginn að sitt fyrsta
verk skyldi verða að krefjast þess
að þau yrðu úr gildi númin.
Fylkisstjórnin hefir samþykt
lög er ákveða að ágreiningmál
milli verkamanna og vinnuveit-
enda skuli dæmd af gerðardómi
sem skipaður sé fimm mönnum frá
verkamönnum, fimm mönnum frá
vinnuveitendum og einum af
stjóminni.
Verkamenn mótmæltu þessu og
eru lögin búin til eftir beiðni vinn-
uveitenda. Hafa verkamenn
sennilega álitið mann skipaðan af
stjóminni líklegan til þess að vera
andlega skyldan þeim er vinnuveit
endur skipuðu.
þrír menn hafa verið kosnir í
Bandaríkjunum til þess að fara á
friðarþingið á Frakklandi og
kref jast þess þar að sjálfstæði Ira
verði viðurkent. Mennimir heita
Frank P. Walsh, fyrrum formaður
verkamanna- og hermálanefndar-
innar, Edward T. Dunne, fyrver-
andi ríkisstjóri í Illinois og Mich-
ael K. Ryan fyrrum umboðsmaður
opinberra verka í Pensylvania.