Voröld - 08.04.1919, Side 2
Blt, 2
VORÖLD.
Winnipeg, 8. apríl, 1919
Rödd frá konu
pegar eg var unglingnr þá
heyrði eg talað um að það væri
skortur á skynsemi að geta ekki
stjómað geði sínu. En það hljóta
að vera undantekningar með það
J>vf mig minnir að Árni sveinsson
sé álitinn að vera heldur skynsam-
ur maður. En hann hlýtur að haf-
a algjörlega tapað sér þegar hann
skrifaði greinina til S. G.
Hann getur þess í grein smm
til ritstjóra Voraldar í síðasta
Lögbergi að hann og S. G. hafi
verið góðir vinir og að hann vonist
eftir að þeir verði það eftir sem
áður,
pá varð eg hissa! Mér hafði
varla dottið í hug að nokkur mað-
ur mundi láta annað eins út úr
sér munnlega við vin sinn, og þvi
síður að láta prenta annað eins til
að koma fyrir almennings sjónir,
eins og grein Áma var til S. G.
pannig ritaðar greinar ættu ekki
að vera teknar. því þær eru blað-
inu sem flytur þær og höfundinum
til minkunnar.
sannur, “SannleiltanUm vérður
hver sáAstur.’’
Eg get ekki hugsað mér að
nokkur óvilhollur geti álitið að
S- G. lítilsvirði minningu hinna
föllnu hermanna, þó að hann bendi
á að fyrsta skylda íslendinga sé
gagnvart hermönnunum sem auð-
nast að koma heim aftur, hafa
þeir ekki lagt eins mikið í sölurn-
ar og hinir? höfðu þeir vissu fyrir
því þegar þeir fóm að þeir kæmu
aftur, hafa þeir ekki gengið í
gegnum sömu hörmúngirnar að
því undanskyldu að missa lífið ?
Og margir af hinum aftur komnu
hormönnum mundu heldur hafa
kosið að dcyja, en lifa því sorgar
og eymdarlífi sem fyrir þeim ligg-
ur, Og ef svo bætist á sorg þeirra
að finna, að þeirra fórnfýsni sé
einskis metin, en hinum föllnu
þakkað alt og þeir lofaðir uppí
skýin.
Eg get ekki gjört að því að mér
finst tillögur Stephans G. í minn-
isvarða málinu lýsa sannari bróð-
ur hug, mannúð og kærleika, en
stóryrði Á. Sveinsonar.
Smjaður mælgi nefndarinnar
sem búin er að fylla marga dálka
í Lögbergi, hefir þó ekki enn
minst á skyldu gagnvart heim-
komnum hermönnum.
Már virðist þetta einkennilegt,
þar sem beztu máttarstofnar
Pyrstu Lútersku Kirkjunnar í
■^innipeg, prestur hennar, og for-
seti kirkjufélagsins hér vestan-
hafs, eru í nefndinni.
Getur það verið sannfæring
þessara nefndarmanna að það
sé nauðsynlegasta skylda ís-
lendinga að reisa hinum föllnu
hermönnum minnisvarða ? Er það
álit þeirra að því takmarki sé náð
sem barist var fyrir, á meðan ekki
ing þeirra þá er ekki hægt að álasa
þcim.
pað getur verið að það sé aðeins
‘hugarvilla, að mér finnist það vera
önnur málefni nú á dagskrá þessa
lands, sem meiri nauðsyn væri að
athuga. Og sem mér finst að
leiðandi menn Islendinga ættu að
er búið að undirskrifa friðarsam-
ningana? og á meðan herskylda
er í landinu, Sé þetta sannfær-
Júl. um stefnu þá, eða Lögberg?
það er bezt að fólkið dæmi um
það. það er ótrúlegt að nokkr-
um dyljist það að Sig. Júl.
hefði getað haft persónulegan
liagnað af því ef hann hefði
draga athygli landa sinna að, | breytt um stefnu þá; en þar sýndi
beri þeir vclferð þjóðarinnar eins
mikið fyrir brjósti og við mætti
hann sig sannari mannvin en
margir aðrir leiðandi Islendingar
hér.
Og ef Islendingar hafa ekki enn
vit á að meta Sig. Júl. þá kemur
sá dagur samt, þó seinna verði,
það uppsker hver eins og hann sá-
ir. Munið eftir því.
S. M.
TIL SÖLU
Gott hÚ8 á góðum ítað í vestur-
hluta Winnipegbæjar. Mundi mjög
þægilegt fyrir fremur litla fjöl-
skyldu.
VORÖLD VÍSAR Á
LOD SKINN
SÉRSTAKT VERÐ A GÖDUM
VOR-ROTTUM
Skinn, Ull, Seneca rætur.
Sendið öll yl:kar skinn til okkar,
og þér getið reitt yður á sanngjama
miðlun. Hæðsta verð og umsvifa-
lausa borgun.
Skrifið eftir verðlista.
B. Levinson & Bros.
>81—283 Alexxander Ave. Winnípeg
BÆKUR
ORÐ SEM LÝSIR:
Skerið upp Herör!—séra Friðrik
Friðriksson .. ......... 15c
Nýtt og Gamalt — Sigurbjöm A.
Gíslason________________ lOe
Zinsendorf og Bræðrasöfnuðurinn
—S. A. Gíslason ......... 15e
Friðurinn við vísindinn—séra Sig-
urður Stefánsson__________lOc
Hvers vegna eg snérist aftur til
kristinnar trúar—________ 15c
Hrópið að ofan — G. P. Thordar-
son...................... 20c
Má senda frímerki.
G. P. Thordarson.
866 Winnipeg Ave.
búast.
Eg get ekki fallist á að algjört
frelsi sé fengið á meðan að lier-
skylda er í landinu, og það getur
ekki heitið að meiui liafi mál eða
ritfrelsi, Var það tilgángurinn að
brjóta niður hervaldið á pýzka-
landi, en lögleiða það hér?
Mundu sjálfboðarnir hafa farið
eins viljugir ef þeir hefðu vitað
að herskylda yrði lögleidd í Can-
ada áður en stríðið yrði búið?
— Eg held ekki.
það er að vísu sagt að herskylda
verði afnumin við næstu kosn-
ingar, betur að svo verði. En
á meðan það er ekki búið, er of
snemt að fagna frelsinu.
Herskyldunni var komið á með
þeim svívirðilegustu svikum og
undirferli sem hafa þekst I
sögu þessa lands og það verð-
ur reynt að viðhalda henni á
sama hátt og stjórnin fær að ráða.
það finst mér að vera nauðsyn-
legt fyrir almenning að athuga.
Svo er Bolsheviki stefnan, Lög-
bergi virðist mjög ant um að út-
unála þá* §tefnu sem hið skaðleg-
asta eyðileggingar afl alþýðu-
manna á Rússlandi. J)að tekur
upp úr öðrum blöðum greinar sem
mæla á móti þeirri stefnu. xir blöð-
xxm sem hafa auðvaldið á bak við
sig, En það hefir ekki tekið neitt
upp eftir verkamanna blaði sem
prentað er í Winnipeg, og sem
birtir ritgerðir og fyxúrlestra eftir
fólk sem hefir ferðast um Rúss
land til að kynna sér ástandið þar,
Hvemig vita Logbergingar
Bolsheviki stefnan sé eins voðaleg
og þeir útmála hana? er það af
því að auðvaldið er á móti henni ?
Hvenær hefir auðvaldið unnið
að velferðarmálum almennings ?
Nýlega birtist grein í þessu verk
amanna blaði,úrdráttur úr fyrir
lesti'i sem Louise Bryant, flutti
í Washington, nýkominn frá Rúss
landi, hún sagði meoal annars:
“Að frétta ritarar allir ættu á
TTættu að missa atvinnu sína og
frelsi ef þeir skrifi um Rússland
eins og það virkilega sé, og að
Bandaríkjamaður sem vildi finna
út sannleikann um ástandið á Rúss
landi, náði meðal annars í tvær
mynda prufur, kom með þær og
ætlaði að sýna, en var tekinn fast-
ur og prufumar teknar af honum
og eru nú geymdar í Washington
þar sem enginn fær að sjá þær.
Prufurnar sýna ótal smá búgarða
og þúsundir af fríum skólum sem
nýja stjómin hefir látið reisa’’
Hún segir einnig: “Ef það var
rangt af þýzkurum að fara inn
Belgíxi hvaða rétt hafa þá aðrar
stjomir til að fara inn á Rúss
land?’’
Ilún endaði með því að segja:
“Að Rússar hafi með Bolshe-
viki hreifingunni bjargað lífi
fleiri þúsund ameríku manna því
það hafði gert uppreisn innbirðis
á pýzkal. og fyrir það hafi stríð-
ið hætt svona fljótt, annars hefði
það getað haldið áfram ári
lengur, ’ ’
það er margt fleira í þessari
grein sem almenningur ætti að sjá,
og sem íslenzku blöðin ættu
taka upp, o£ margt fleira úr þessu
blaði því að það era margir af
eldri íslendingum sem ekki geta
lesið enska túngu.
Sé þetta frjálst land ætti að
vera frjálst að taka kvað sem er úr
Öðram blöðum. pað væri æskilegt
að allir sem enska tungu lesa,
kyntu sér stefnu þessa verka-
manna blaðs, það er ekki dýrt,
mig minnir að það kosti $1.50 um
árið; eg held að það fáist fyrir
hváða tímabil sem óskað er eftir;
utanáskrift er: “Western Labor
News, Winnipeg, Man.”.
Svo er eitt atriði enn, sem mig
langar til að minnast á, og það er
hringlandinn í stjórnmálum, M.
Markússon fjasar mikið um hring-
landa og stefnuleysi 'Sig. Júl. Jó-
hannessonar. Eg vil spyrja M.
Markússon hvaða málefni það eru
helzt sem Sig. Júl- hefir hringlað
með. pað er altaf hægt að bera
óhróður á menn, en það verður
stundum erviðara að sanna það,
og komi M. Markússon ekki með
órækar sannanir að þessum áburði
þá er hann tilhæfulaus. pað er
ótrúlegt að þeir sem lásu kveðju-
orð Sig. Júl. þegar hann fór frá
Lögbergi og lýsti því yfir að hann
gæti ekki samfæringar sinnar
vegna haldið áfram við blaðið, séu
búnir að gleyma því- Breytti Sig
Til Styrktar-manna-
Hecla Press Ltd’s
Jón Sigurðsson
“pú, sem feðranna láð, lengi hrakið og þrjáð,
Reyndir hefja á gæfunnar braut,
Sýndir ti’ygð, sem ei brást, og þá ættjarðar ást,
Sem að aldrei gafst upp í þraut.”
Svo kveður Steingrímxxr um Jón Sigurðsson,
Og eiin kveður liann:
“ ‘Fram!’ var lians orðtak,
Fremstur var hann allra, —
Ægis hjálmur í augum skein, —
Bönd vai'ð að brjóta,
Bi’aut að í’yðja; —
Nxx liggja hér hans látin bein.”
En aðeins er þetta lítið brot af öllu því andlega gulli, sem minn-
ing þessa inanns hefir vei’ið skreytt með bæði í bundnu og óbundnu
máli. Litla þjóðin hans hefir vafalaust fxmdið til þess, á sínum
tíma, góður sonur, —óskmögur, sem “Aldrei þreyttist að stríða.”
pví spyr skáldið:
“Skal þá ei minst, hver frelsi fyrrum glatað
Á fomar slóðir aftur leiddi Ixeim,
Hver fyrir vesla veginn liefir ratað
Og vísað leið xxr deyfðar þokugeim?”
Eftir um þrjátíu ár, frá því að þetta var kveðið, sendir ísland
börnum sínum hér vestra, standmynd af þessum astkæra syni, bróður
þeirra, sem: “Fyrir vesla veginn hefir ratað.”
Ást fyrnist aldrei í móður lijarta, eða réttara, huga, og svo var
það með Island. pað var því með barnslegri gleði, að stand myndin
var send sem ti'ygðar pantur ói’júfanlegrar minningar. eigi aðeins
um sameiginlcgt þjóðerni, bygt á hinum óeigingjarna grundvelli Jóns
Sigurðssonar, heldur jafnframt til minningar um móðurástina til
barnanna horfnu, sonai’ins dána og listamansins frá Galta felli.
Island átti ekkert í eigu sinni, á þeim tíma, sem gat sameinað
þetta hugtak betur, og þó m'gulegt að senda það úr landi burt,
til vina og vanda manna hér megin hafsins.
Nú hefir þessi kjörgripur móður-ástarinnar legið einhversstaðar
hér í landi um nokkur undan farin ár sem stolið hræ, grafið í haug ó-
skammfeilinnar gæzlu. Og þetta virða Vestur-íslendingar láta sér
nægja. Er það virkilega víst, að þeir láti sér sama þetta öllu lengur?
Eg trúi því ekki. Er ekki tími kominn til að athuga þetta mál?
Hverjir stóðu sér fyrir um geymslu og umönnun standmyndar
Jóns Sigurðssonar, þegar hún kom til þessa lands? í hvers umboði
gerðu þeir það? Voru menn kosnir til þess á almennum fundum
úti um bygðir Vestur-lslendinga? Eða gerðu þeir það af gustuk að
taka standmyndina að sér heldur en að láta hana liggja fyrir hunda
og manna fótum, af því að Vestur Islendingar hefðu ekki sýnt þær
þjóðræknishvatir, að hirða hana þegar hún kom?
Hjá hverjum liggur sökin? Eg vil aftur spyrja: Hjá hverjum
liggur sökin? Og enn vil eg spui'ja: HJÁ HVERJUM LIGGUR
SÖKIN?
Liggur hún ekki hjá öllum megin þorra Vestur-íslendinga í
fyrstu? Og hví biðja þeir fyrirgefningar á þessum raunar ófyrir-
gefanlega drætti á því að setja hana upp?
Já, hví er standmynd Jóns Sigurðssonar ekki sett upp á þann
stall, sem henni hæfir?
Er Island ekki verðugt þess?
Er Jón Sigurðsson sjálfur ekki verður þess?
Er lista maðurinn frá Galfafelli ekki verður þess?
Er það ósamboðið þjóðrækni og þjóðerni Vestur-lslendinga?
Sé þessum spurningum svarað játandi, hví er þá nauðsynlegt að
svívirða þessa fjórföldu virðingu ár eftir ár?
Eitt er víst, og það er: að þessi di’áttur, og þessi geymsla stand-
myndar Jóns Sigxxrðssonar, er orðið að óafmáanlegri svívirðingu, og
hefir samskonar hneixli ekki þekst í sögu nokkurar þjóðar,
Nú er annað, sé það erfiðleikum bundið á einhvern hátt, að menn
geti fengið að sjá standmyndina, þá liggur það í augum uppi, að
einhver eða einhverjir hafa meira vald, en líklegt er að gefig hafi ver-
ið í fyrstu. En hvaðan kémur það vald? Er standmynd Jóns Sig-
urðssonar orðin að séreign eins og flest annað þjóðræknislegt? Sé
það hugmynd einhverra, að hún geti orðið sér eign eins og anrxað, pá;
verður að skora á Island að heimta standmyndina til baka, ef hún nú,
eftir allan þennan tíma, er ekki tafai’laust sett á stall, öllum til sýnis
sem vilja.
Ekki er lengur til setunnar boðið. Ósköpin öll er nú glamrað um
þjóðcrni, og mannmörg þjóðernis nefnd kosin. Nú verður þetta Jóns
Sigurðarssonar standmyndar-hneixli að vera fyrsta vérk hennar í
f.ambandi við allar undirnefndir af sömu tegund, úti um allar bygðir
Vestur-lslendinga, ef vel á að fara-
Menn ættu að hafa svo mikla sómatilfinningu fyrir Islandi,
Jóni Sigurðssyni, Listamanninum og sjálfum sér, að þeir myntust ekki
á nokkurn annan minnisvarða af líkri tegund, á meðan menn hafa
ekki þvegið hendur sínar sómasamlega í þessu máli.
Að ætla sér að ganga til guðs borðs — og búast við að aðrir gjöri
það líka — með grútskitnar hendur og huga, er glæpur, bæði sið-
ferðislega og þjóðemislega.
Ef til vill meira síðar, annaðhvort hér eða heima, ef þörf gerist. .
Gimli. 31. Marz, 1919.
J. Frímann.
Vér höfum að lokum fengið leyfi til ag gefa hluta-
bréf í félaginu.
Og mun öllum sem'borgað hafa að fullu styrktar-
gjald sitt, sent hluta-bréfið, innan mjög skams tíma.
Vér vildum vinsamlegast mælast til að allir þeir
sem óborgað eiga af Styrktax*-fé sínu, sendi það -inn
svo fljótt sem unt er. pað flýtir fyrir greiðri út-
sendingu á hlutabréfxxnum.
KOL! KOL!
Vér getum afgreitt fljótt og vel bæði HÖRÐ og LIN kol.
Beztu tegundir. Ef þér hafið ekki byrgt yður upp nú þegar,
þá komið og sjáið oss. Vér getum gert yður ánægða.
Talsími Garry 2620
D.D.Wood & Sons Ltd.
Office og Yards: Ross Ave., homi Arlington Str.
NÁIÐ I DOLLARANA
i
Oss vantar allar tegundir af loðskinnum, og vér borgum ©
hæðsta verð fyrir. Verðlistar og spjöld fyrir nöfn ykkar |
ókeypis. o
Skrifið eftir yðar nú.
H. YEWDALL, Rádsmadur
273 Alexander Avenue,
Winnipeg.
Albert Herskovits & Son, 44-50 W. 28th St., New York Oity.
The Clearing House of the Fur Trade.
References: Any Bank or Mercantile Agency.
London. Paris. Moscow. ?
Ton af þœgindum
ROSEDALE KOL
óvidjafnanleg ad gædum.
fyrir ofna og eldavélar
THOS. JACKSON & SONS
Húsasmíða-byrgðir, kol og við.
Skrifstofa 370 Colony St. Tals. Sh. 62-63-64
Axli sem vaxa af útkynjaðri giillni-
seð þegar þær blæða ekki eru þær
kallaðar blindar gilliniæðar; þegar
þær blæða öðruhvorxl, eru þær kall-
aðar blæðandi eða opnar.
—Orðabók Websetrs
GILLINIÆÐAR
VALDA MÖRGUM SJÚKDÖMUM
pú getur helt ofan f þig öllum
meðölum sem hægt er að kaupa;
—eða þú getur látið skera þig og
tæta allan I sundur eins og þér sýn-
Ist—
—Og samt losnar þú aldrei við þá
sjúkdóma sem af gilliniæðum stafa
FYR EN pÆR ERU LÆKNAÐAR.
(Sönnunin fyrir þessu er sú að
ekkert sem þú hefir reynt hefir
læknað þig til fulls)
ER ANNARS NOKKUR föRF A
AÐ SEGJA þÉR pETTA
V£R LÆKNUM til fulls hvem ein-
asta mann sem hefir GILLINIÆO
og til vor leitar hvort sem veikin er
[ láu stigi eða lagi langvarandi eða
skammvinn. Vér læknum með
VEIKUM RAFMAGNSSTRAUMUM
eða ef þér læknist ekki þá þurfið
þér ekki að borga eitt einasta cent.
Aðrir sjúkdómar eru einnig Iknaðir
án meðala.
Ef þér getið ekki komið þá skrifið.
DRS. AXTELL & THOMAS
503 McGreevy Block
Winnipeg, Man.
Láttu ekki Sigurláns Bréf fyrir hálfvirdi.
Ef þú verður að selja þaxi, þá sendu mér þau eða komdu
með þau; trygðu bréfið sem þau eru send í. Eg læt þig hafa
fult verð fyrir þau í peningum. Skrifið á ensku.
J. B. MARTIN 704 Mclntyre Block, Winnipeg.
(í viðskiftafélagi Winnipegborgar)
J