Voröld - 29.04.1919, Blaðsíða 1

Voröld - 29.04.1919, Blaðsíða 1
HEY! HEY! Sendið heyið ykkar til Islenzku h*y- kaupmannanna, og fáið hæðsta yerR, j einnig fljóta afgreiðslu. Peningar Ito- aðir á “kör“ send beint til okkar. Vér ábyrgjumst að gera yður á>- nægða. THE NORTHERN HAY CO. 408 Chambers of Commerco Talsími G. 2209. Nætur talsfmi S. Winnipeg, - Man. II. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 29. APRÍL, 1919 Nr. 13 Sigurður J. Eiriksson “Yi'ð Babel-fljót sátum vér og grétum, á pílviðina þar hengdum vér upp gígjur vorar.” Líkt þessu hefir ástandið verið í margri sál á hörmunga tímunum miklu. Margur hefir mátt segja, með sálmaskáldi Israelsmanna: “tár mín urðu fæða mín dag og nótt.” Ekki er það furða, því margur ágætur drengur, sem virtist ákvarðaður fyrir bjarta og nytsama fram- tíð, lét líf sitt á vígvelli fyrir frelsi og fósturland, og það jafn- vel á síðustu stríðsmánuðunum í aftureldingunni, áður en sig- ursólin rann upp björt og fögur. Einn þessara ungu manna var Sigurður Jónsson Eiríksson. Hann var fæddur 23. júní, 1893 á Hofsstöðum í Álftaneshreppi í Mýrasýslu á íslandi. Foreldrar hans voru Jón Eiriksson frá Álftárbakka í sömu sveit og Ingibjörg porkelsdóttir frá Kára- vík á Seltjárnamesi, nú í Reykjavík. Frá því Sigurður var ársgamall ólst hann upp hjá föður sínum og stjúpu, Elínu þor- steinsdóttur, og með þeim fluttist hann til Ameríku árið 1899. pau settust að við Otto í þessu fylki og hefir heimilið verið þar síðan. þar ólst liann upp með systkinum sínum, Einari og Svanborgu. Fyrstu skólamentunar naut Sigurður í Vestfold- skóla. par hafði hann ýmsa góða kennara, sem hann mintist með þakklæti ávalt síðan. Haustið 1912 byrjaði hann nám við Wesley College hér í bæ og settist í lægsta bekk undirbúnings- deildarinnar. Næsta ár gat hann ekki haldið áfram námi, en haustið 1914 settist hann í annan bekk í Jóns Bjarnasonar skóla og lauk prófi úr þeim bekk næsta vor. Veturinn eftir var hann einnig í Jóns Bjarnasonar skóla þangað til hann innritaðist sem sjálfboði í 197. herdeildina 29. jan. 1916. Tveir aðrir nemend- ur frá skólanum, álíka efnilegir, innrituðust í sömu herdeildina sama daginn, Gilbert Jónsson og Vilhelm Kristjánsson. Hinn fyrri féll líka á vigvelli, hinn síðari er nýlega kominn til baka heill á húfi eftir þó að hafa særst. Með herdeildinni fóru þeir allir þrír til Englands í september sama ár. I desember, eftir liðuga tveggja mánaða dvöl á Englandi, byrjaði líf Sigurðar á Frakklandi. Bauð liann sig fram sjálf- viljuglega til þeirrar farar. Var liann úr því stöðugt í skot- gröfunum, en særðist aldrei þangað til haún féll 28. sept. síð- astliðinn í nánd við Cambrai. Sigurður heitinn var ágætum hæfileiknm gæddur. Hann liafði unun af lestri og athugun. Verk sitt í skólum leysti hann vel af hendi. Hann var þyrstur í fi óðleik og af ungum mönnum hér um slóðir bar hann sérstak]egasem íslendingur. Hann hafði óefað bæði löngun og hæfileika til að rita. Stuttar sögur, mjög laglegar, liafði hann samið. Agæt bréf skrifaði hann frá Englandi og Frakklandi og birtist eitt þeirra í Lög- bergi. par er margt skarplega athugað og skemtilega er þar sagt frá. Sigurður var drengur hiim bezti, meðai annars frábærlega tryggur og þakklátur vinum sínum. pað lagði hlýjan geisla um sál þess sem ritar línur þessar við að lesa bréfin frá hon- um, ungdómssálin var þar svo áhugamikil, björt og vingjarn- leg, og það má segja að í nærri hverju einasta bréfi væru dýrð- leg orð um Jóns Bjarnasonar skóla, heitar óskir og vonir um bjarta framtíð fyrir hann. pegar hann fór í stríðið hefir eðlileg og heilbrigð æfintýra- löngun eflaust ráðið nokkru, en eg veit að hann skoðaði þetta skyldu sína og honum var mjög ant um að íslendingar væru ekki eftirbátar annara í því að vinna af hendi þá skyldu. 1 gegnum skelfingar styi'jaldarinnar gekk hann með hugprýði, en líka með athugun og þakklæti fyrir vaírðveizlu. Set eg hér nokkur orð frá honum sjálfum sem lýsa hugsun hans þegar hann var búinn að reyna margvíslegar hörmungar: “Jæja, kæri vin, það hefir margt á dagana drifið fyrir mér síðan eg skrifaði síðast, og eg þakka Guði innilega fyrir þá miskunn er hann hefir auðsýnt mér í öllum þeim hættum sem hafa umkringt mig. Síðasti bardaginn, sem eg tók þátt í, var sá svæsnasti sem eg hefi komist Í/Og margir af mínum hug- rökku félögum gengu þar til hinstu hvíldar. pað er voðalegt að hugsa til þess að allir þessir ungu og hraustu menn skuli vera hrifnir burt frá þeim sem þeir elska, á bezta skeiði lífsins, en það er ennþá voðalegra fyrir okkur liina, sem við hlið þeirra stöndum þegar þeir hníga niður til að rísa aldrei á fætur aftur. Félagi þinn, sem kastaði til þín spaugsyrði, eða eftil vill notaði sömu eldspýtuna, eins og þú til að kveikja í pípunni sinni, er á næsta augnabliki liðið lík. Eg skil ekki hvernig þessi ósköp. geta haldist svona lengi í heimi sem á að kallast kristinn. ’ ’ Ef hann aðeins hefði lifað ! pannig talar hjarta vort, fult af harmi, en “skilið eigi lífið vor skammsýni fær, né skygnst inn í það hulda, sem nokkuð er fjær,” og hvað sem hugur vor þreytir sig á því að fá úrlausn, á ráðgátum ástvinamissis kom- umst vér ekki lengra en þetta: “‘Guði eg hneigjandi sorg mína sel, / sé ekki veginn en hann gjörir vel. ” Blessuð sé minning Sigurðar og þökk fyrir alla geislana, sem hann stráði. c “Elskaði vinur! andi minn stynur; hjartkæra kveðju hafðu með beðju! Ilvað er að láta? Hvað er að gráta? Fellur á að ósi, andinn fagnar ljósi.” A fyrsta sumardag Úr sárum jarðar lífsins lindir streyma, sem langvarandi slökkva þorstans bál; \ svo orð frá hjartans undum svör þau geyma, sem æ-spyrjandi friða mannsins sál. Hver upprisa er eilíf ný og fögur, og alt sem breytir dauða’ og svefni’ í líf: Hver rofin þögn er vekur vori sögur.— Hvert vetrar sár er nýju lífi hlíf. Úr eitri römrnu lyf til liðs má búa, og listaverk úr hnullung, sortu’ og fjöl. Og dauðir stofnar oft að ungvið hlúa, og andi mannsins hreinsast bezt 1 kvöl. Svo upp úr vetri veslings jarðarbama mun vorið unga skapa nýja jöí*ð; en hægt og seint, því ísar apríl vama að inn sé siglt á júlí spegil-fjörð. Úr þjóða sora sætleik lífs má pressa með samúð hjartna’ er göfgast mest við tár. En skil þú vel að vetur ei mun blessa það vor, sem honum greiðir banasár. pað fagnar enginn sól og sumri meira en sjálfur eg — því kulsæll þráir yl, — en samt við vetrar anguróp að heyra, er eins og eg með honum finni til. Sem þjóðharðstjóri einn í útlegð sveimi hans alt af fækkar hverjum griðastað. En það er ekkert ilt svo til í heimi að ekki megi kenna’ í brjóst um það. f stjómartauma hélt hann dauðahaldi, með hörkuslám hann girti sína jörð. Með sverði’ og drepsótt dauða þeim hann valdi, .sem dáðu ei hans köldu reglugjörð. Úr rústum hans nú reisir vorið hallir. Úr ríkjum skuggans myndast sólarlönd. Og smátt og smátt við dveljum allir — allir á ofurlítið fegri’ og betri strönd. p. p. p. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON , skáld lézt 20. marz úr brjósthimnubólgu. FRÚ BERGMANN “HEIM 0G HEIMAN” Hópur íslendit/2;a fór heim með Gullfossi í dag frá New York og annar hópur kom með honum að heiman á föstudaginn. pessir fóru heim: Hulda Laxdal Hannah frá Win- nipeg. Alda Hannah, dóttir henn- ar og Egert Hannali, sonur henn- ar. pórður Bjarnason, prentari, frá Winnipeg. Guðbergur Magnússon frá Ár- borg. Guðrún Guðmundsdóttir, kona hans; Hólmfríður, dóttir þeirra og annað barn þeirra (vitum ekki nafn) Guðný Ilermannsson frá Leslie _ Guðrún Isleifsdóttir Pálsson frá Árborg Karitas Sverrisson Kristrún Benediktsson Kristján Sigurðsson frá Glen- boro. Loftur Jónsson (bróðir G. Kam- bans) póraxún porvarðarson frá Winn- ipeg. Séra J. 0. Magnússon frá Gimli J. G. Gillies frá Winnipbg Sigríður Sigurðsson frá New York. pessir komu að heiman: Jón Kristjánsson (sem fór heim fyrir nokkru frá Alberta) Steinunn Ragnheiður Kristjáns- dóttir, kona hans. Sigríður Jónsdóttir, tengdamóð- ir F. C. Dalmans Lára Jónsdóttir, fóstur dóttir hennar. Oddný Gróa Kristjánsdóttir fóst urdóttir hennar. Jón Jónsson (frá Uppsölum) Reykjavík og porlaug kona hans. Louisa, Guðrún og Jóna, dætur þeii'ra. Kristinn Guðbrandsson (fór til Chicago) Jósef Jónsson (fór til Chicago) Guðlaugur Jónsson. Valgerður Steinsson (systir T. Steinssonar) María Mosesdóttir, hjúkrunar- kona. Elín Jónsdóttir. Ólafía Gísladóttir. Helga Jóhannsson, Seyðisfirði. Ingólfur Goodman, prentari. Frú T. Athelstan, mcð þrjú böm Evelyn og Arnold, (man ekki nafn þess þriðja. Til New York komu: Jón Sigurðsson, raffræðingur. Geir Zoega, verkfræðingur. Jón Bergsveinsson, síldarmats- maður. Solveig Stefánss'on (dóttir Jóns í Múla.) Jón Múli, sonur hennar Stefán, sonur hennar. Ragnar, sonur hennar. Hún kemur alkomin til manns síns, Jóns Stefánssonar, sem er yf- irskoðunarmaður í Baltimore. Fund heldur Tjaldbúðarsöfnuð- ur í sunnudagaskólasal kirkjunnar j á fimtudagskvöldið, 1. maí. Allir meðlimir safnaðarins eru ámintir um að sækja fundinn einn- ig er öllu utansafnaðarfólki boðið á fundinn sem er hlynt trúmála- stefnu þeirri, sem alment er viður- kend að vera stefna safnaðarins, eins og hún birtist í ræðum og rit- 'um sér F. J. Bergmanns. Ætlast er til að fundurinn byrji stundvíslega kl. 8 e.li. í umboði safnaðarnefndarinnar. E. Sumarliðason, ritari Aritan Ingibjargar Björnsson, hjúkrunarkonu er: 877 Ingersolí St. en talsími Sherbr. 1811. BITAR Óhreint þitt er æfiskeið, argur bola kálfur, þú sem annars notar neið, í nauðir ratar sjálfur. Veröld dáir liand-bragð hans hlaði ’an ná í kasir. Trauðla sjá í sigurkrans svipur dáins blasir. Trúa móðir tjá mér; hvað tryggir bróður griðin? Meðan þjóðum þóknast að þvo í blóði friðinn. Blaðið sem prédikar þá kenningu að fólkið megi ekki ráða sínu eigin lífi, farið að tala um lífsgleði — Gaman er að börnunum þegar þau fara að sjá. Dansleik hefir hún Hekla og heimboð með léttu geði — þar verður engin ekla á unaðsendum og gleði. Loftskeyti frá litla Rússlandi segja Bolsheviki stefnan sé að ná sér þar niðri hvað þá annarstaðar. móðir séra F. J. Bergmanns andaðist í gær. Líkið var flutt suður til Norður Dakota í dag. Róstur á friðarþingi. Italir heimta land er þeim var lofað af Englendingum og Frökfc- um með samningi 1916. Wilson neitar öllum landtökum. Orlando farinn heim til ítalíu eftir eftir deilur við Wilson. Sendimenn þjóðverja komnir til Frakklands, heimta margra hilj- óna dala skaðabætur fyrir dauða kvenna og barna sem dóu vegns. sveltustefnu bandamanna. pjóðverjar vilja breyta þjóðarsambands fyrirkomulaginu þannig að fólkið kjósi fulltrúa sína, en ekki stjóm- imar. peir ætla líka að bera friðarsamningana undir atkvæði fólks heima fyrir. ALMENNUR FUNDUR verður haldinn í Goodtemplarahúsinu, föstudaginn 2. maí, M. 8. e.fc til þess að stofna Winnipeg deild af “pjóðemisfélaginu” Vonandi er að sem flestir mæti og sýni að hugur fylgi máli að því er snertir viðhald tungu vorrar og þjóðai'sóma. Winnipeg, 28. april, 1919 Sig. Júl. Jóhannesson ritari pjóðræknisfélagsins)

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.