Voröld - 29.04.1919, Blaðsíða 4

Voröld - 29.04.1919, Blaðsíða 4
Bls. 4 VORÖLD. Winnipeg, 29. apríl, 1919 kemur út & hyerjum þriðjudegi. Otgefendur og eigendur: The Voröid Publishing Co., Ltd. Voröld kosta $2.00 um árið 1 Canadá, Bandaríkjunum og á fslandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. HJaltaiín. Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Farmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, 2«^^» um geð. # • * Auðvitað taki íslenzk alþýða hér að sér Winnipeg varðann sér hán og nefndin um, að engin misgá sé gerð í byrjun. Enda er það auð- gert. }>ær setja, í upphafi, þá sök við súlu, að varðinn verði hvergi reistur af svo skornum skamti, að lýti séu á. þær byggja hann í byrj- un á nægilega hárri kostnaðar áætlun, sem dugar til afloka. ])ær ganga ekki að minnisvarða verkinu fyr en sú f járfúlga er fyrirliggj- andi. Og nefndin sjálf verður fús til að ábyrgjast og gefa sjálf örugt veð fyrir því að hún greiði úr eiginn vasa, það sem fram úr áætlun hennar fer. það eyddi óðara öllum efa, og tortrygni almennings, ög nefndin verður viljug til, að vinna svo hættulaust heit fyrir áhugamál sitt, þegar hún veit sig hafa gert svo vel reiknaða kostnaðar áætlun, að litlu geti skakkað og að aldrei komi slíkt til um tals né útláta fyrir sig- . Stephan G— ‘ Nokkrar veilur í Winnipeg-varðanum. Sú kenning hefir klingt við í ræðum og ritum þessara síðustu ára, að siðaðra manna heimur stæði á barmi þeirrar bóta-breytingar— reeonstruction—að aldrei síðar yrði hann samur og áður. Félags- skapur og framkvæmd hans yrðu lögð í lófa lýðræðis. í staðinn skipana samsoðinna fiolcka og foringja, ætti alt það sem almenning varðar, að eiga sér upptölc í alpýðu ósk og framkvæmast að hennar fyrirsögn. # * # Minnisvarða nefndin í Winnipeg fær ekki hóað saman meiru en tæpum tveim hundruðum, til að líta á listaverk Einars Jónssonar með sér, af þeim þúsundum Islendinga sem þar búa, og fær 114 atkvæði aðeins, til trausts sinni ráðsmensku, og kveður sig og sína stefnu hafa aunnið kosningasigur. Svo kann kappinu að virðast, en síður for- sjálninni. Segjum, að allir Islendingar vestan hafs sem á er skorað, að bera kostnaðar-byrðina, séu rúm tuttugu þúsund talsins, eða fimti hluti innar íslenzku þjóðar ein og á er gizkað, það eru þá 114, gegn nítján þúsundum, níu hundruðum, níutíu og níu, sem enn hafa þagað. Ekki er það álitlegt enn með kostnaðinn, hversu hátt sem hampað er þessum 114, þarna á sjálfri fæðingarstofu steinvarðans mikla. # # # Nokkuð hefir þó unnist á í minnisvarðamálinu. Nú er leyndar- dómurinn leystur, hvernig sá fertugi hamar lítur út, sem klífa á með almenningsfé. Einar Jónsson hefir sýnt listaverk sitt, og lýst yfir því fyrir forkólfunum, og því er heitið, að svipir af því verði bomir út um bygðir Islendinga hér, bráðlega. Yfir öllu því er aðeins vel að láta. pá geta allir dæmt um, hvort sjón sé þar ekki sögu ríkari, hvort sú myndastytta sé ekki of margþætt, of yfirgripsmikil, hugsuð of hátt yfir höfuð okkar ókunnugra eigin sögn okkar oftar en hitt (eða þá þeirra sem minna skilja) til þess eins, að fleygja út of-fjár í að gera hana að götuauglýsing. þessi drápa ómældra alda, alla leið frá Jandnámstíð og inní annað líf. Hugsum þá sjálfa okkur, hversu skjótt við myndum bera skyn á, hvað slíkt þýddi, þó við stæðum und- ir svona sköpuðu fuglabjargi, við sjö miljóna þinghúsið þeirra í Mani- fcoba, ef enginn hefði útskýrt oltkur það. Satt að segja, mætti, efast um., að sumir þeirra sem nú eru léttmæltastir um lista-gildin, hefðu orðið þeim mun gleggri en við hversdagsmennirnir, að þeir hefðu hvergi hikað í skýringunum, hefðu þeir komið að þessu óviðbúnir. þó er það eitt sem skýrast legst í ímyndun manns, við að horfa á sýnishornin af listaverki Einars, þau er sézt hafa á mynd eða í lýsing- tim, en þa,ð er, að sízt muni fjörutíu feta lrfeð þess ofætluð, eigi það að njóta sín vel úti í lausu lofti. Mikil hæð, og sem mest í hana borið svo myndin sæist samt skýrt, virðist eiga bezt við. Of lágt hrúgald myndi verða hlægilegt. það mun líka vera eitt af einkennum á lista- verkum Einars Jónssonar mörgum, að sparir aurar orka ekki, að reisa þau vel úr velli, en það er list hans til lofs en ekki lasts, að tálga ekki hugsjónir sínar niður í hæfi fyrir hreppakassana. En vel mega þó Vestur-íslendingar tera við því búnir, að fleiri þúsundir dollara held- ur en þá grunar nú, muni ganga upp, eigi sú útistökkun að verða fögur. * • # Fyrirætlaðan, kostnað hafa talsmenn steinvarðans nú fært niður úr $50,000 og flökt ofan undir $40,000 svona lauslega. Skeð getur að það reynist rétt, og sé metið sem næst því sem þeir nú vita. En hitt vitum við þó, alþýðufólkið, að hvort sem koma á okkur sjálfum eða þeim sem í okkar umboði standa, til þess að ráðast í dýr fyrir- itæki, er það enginn akkur til samþykta, að hrófla háum kostnaðar- áætlunum í byrjun, því hafi það fé sem fékst í upphafi hrokkið til að borga hálfgert verk, sjá þó allir það sem er, að því verðu-r til einkis glatað, eigi að standa við svo búið, og taka af tvennu illu, þann kost- inn fyr, að urga það einhvemveginn upp, sem á vantar. • # • það getur ekki úr grun manns gengið, að slíkur varði sem á er aetlað, “liár og digur og hermannlegur, ’ ’ fáist aldrei fyrir $40—50,- 000 vel um vandaður. Efnið til þeirrar óvissu er það, að maður hyggur sig ráma til þess, að minnisvarðar, jafnvel óbrotnari og lægri en þessi verður að vera, hafi tekið upp meira fé fullgerðir en búist er við að þessi kunni að kosta. Áreiðanlegra væri, að óreyndu, að búast við, að þurfa ekki að sýta í, svo sem sjötíu og fimm til hundrað þúsund dollara, þegar öll lcurl væru komin til grafar. Vinsælustu f járframlög meðal Vestur-lslendinga, voru eflaust íslenzka Eimskipa- félags hlutakaupin, og allvel og einhuga var að þeim gengið, en veitti þó ekki af. Skyldi upphæðin, sem til varðans þarf, vera eins auð- fengin ef hún næði nokkuð uppí þau. ? * * * Minnisvarðanum er það til gildis talið, að hann verði búinn og borgaður. Allar aðrar uppástungur, í þessu máli verði kostnaðar- auki á komandi kynkvíslir, sem við, sem nú séum uppi, eigum engan rétt til að leggja á þær. í fljótu bragði sýnist þetta fallega hugsað. En, engin hjúkrunarstofnun væri þá til í heiminum, ekkert gamal- mennahæli meðal íslendinga, hefðu forgangsmenn slíkra fyrirtækja verið svo samvizkunamir, að leggja þær árar í bát af hlífð við fram- ííðina, að halda þeim við. Verði ekki örugt og nægilegt fé fyrir bendi til að Ijúka vel við varðann, áður en á honum verður byrjað, er ekki allri loku fyrir það skotið, að kostnaður við hann gangi í ættir. Líkt og landstjómimar, hafa löggilt félögum rétt til lántöku, og geta gefið út ríkisskuldabréf. Mér verður svarað því, að minnisvarða for- staðan hafi ekkert veð við að leggja og yrði að ganga í geitarhús um iántökur. Svo sýnist það líka. En brýningar með þjóðsæmd og þjóð skömm, geta orðið furðu fésælar, ef í óefni rekur. Talsvert má treysta á þær, jafnvel þar sem við óánægju er að eiga og fólk að gera sér Bændur og búnaður. i. NÚTÍÐAR pRÆLAHALD. Engin stétt mannfélagsins er í eðli sínu göfugri en bændastéttin; engin stétt ætti að vera óháðari en hún. Bændastéttin skiftir við náttúruna og guð almá'ttugan, en lifir ekki ó óþarfri okruverzlun með vörur sem aðrir hafa framleitt. þeir hafa aðeins eina vöru til skifta — það er vinna þeirra og framkvæmdir. þessa vöru bjóða þeir náttúnmni í skiftum fyrir það sem hún getur veitt og fer það oftast svo að launin verða þeim mun ríílegri sem betur.og trúlegar er unnið. En þegar bóndinn hefir þannig skift við náttúruna og fengið starfalaun sín greidd, þá er farið með hann eins og hann væri hræ eða æti sem ótal hrafnar fljúga að og höggva í. Hann hefir ekki tækifæri til þess að verzla eins beint við þann sem vörunar neytir og hann gerði með vinnu sína við náttúruna; þannig ætti það þó að vera. En á leiðinni er millimaður og milli-milli maður og milli-milli- milli rnaður og allir höggva þeir og klípa og klóra utan úr vörunni á leiðinni. Stundum fer svo langt að það sem vöruneytandinn verður að borga fyrir $8.00 fær framleiðandinn ekki fyrir meira en $1.00. Maður segir frá því nýlega að hann hafi ferðast yfir 100 mílur af lauk akri þar sem uppskeran hafi verið látin rotna niður fremur en að hafa fyrir henni, vegna þess að ekki hafi verið mögulegt að fá nógu hátt verð til þess að borga vinnu. Til þess þurfti þó ekki meira en eitt cent fyrir pundið. En í 200 mílna fjarlægð var laukurinn seldur fyrir átta cent, pundið. Sjálfir vitum vér dæmi þess að bónd- inn fékk ekki nema lOc fyrir pundið í kjöti sem neytandinn varð að borga 37e fyrir. Mismunurinn, eða 25c af hverju pundi, var étinn upp af milliliðum. Gripakaupmaður kaupir af bóndanum, gripakaup- félag kaupir af gripakaupmanninum, stórsölumenn kaupa af gripa- kaupfélaginu, smásalar kaupa af stórsölum og neytandinn—vesalings verkamaðurinn—kaupir af smásalanum eftir að varan hefir farið í gegn utn allar þessar hendur sem talda^voru og hefir hækkað ríflega í hverri greip sem um hana hélt. Og ekki nóg með þetta, heldur er annar vargaflokkurinn á hina liliðina — verkfæra megin. þar leggur sá sem býr til verkfærin svo hátt verð á alt að haim verði lítið lægri en Bandaríkjamaðurinn sem er sektaður um 25 — 42% fyrir hvert dalsvirði er hann selur Canadiskum bændum; síðan kaupir heildsalinn af verkfæragerðamanninum, umboðsmaðurinn kaupir af heildsalanum og hefir annan undir umboðsmann sem aftur selur bóndanuim. þetta gerir verkfærið þrisvar til fjórum sinnum dýrara en það ætti að vera. Af þessu leiðir það að bóndinn gerir vel ef hapn getur séð sér og húsi sínu borgið með því að vinna 12 — 16 klgkkustundir daglega, slíta sér út og eyða kröftum sínum fyr og fljótar en náttúrulögmálið ætlar nokkrum manni og leggjast andvana í gröfina fyrir aldur fram, deyjandi frá konu og bömum sem uppi standa ráðafá og forsjárlaus. þetta er saga bóndans yfirleitt hér í landi, ekki vegna þess að jarð- vegurinn sé of snauðnr af frjóefnum og framleiðslumagni; ekki af þvl að geislar sólarinnar séu ekki nógu hlýir; ekki af því yfir höfuð að tala að náttúran sé hörð í viðskiftum sínum; heldur vegna þess að bóndinn í Canada er mitt á milli þjófsins og ræningjans, mitt á milli Herodesar og Pílatusar og kemst undaar hvorugum. Framhald Þjóðernismálið Á almennum fundi, sem Islendingar búsettir á Hunter Island, B.C. héldu hinn 6. apríl, var samþykt að styðja af alhug þjóðræknis hreif- inguna hér í álfu, og ráðstafanir gerðar til þess að taka málið upp að nýju á næstkomandi hausti, er menn sameinast aftur, eftir sumar dvöl á ýmsum fjærliggjandi stöðum, og þá væntanlega stofna til fél- agsskapar, málinu til eflingar. Ennfremur var minnisvarðamálið tekið til umræðu, en fundur- inn sá sér ekki fært, eins og það nú horfir við, að taka neinar ákvarð- anir í því máli. * þetta var mér falið að tilkynna Yoröld. Bjami Lyngholt. Minnisvarða-áformið (eftir Sigurð Vilhjálmsson) , Eg er því hlyntur að reist sé lifandi og starfandi lista- eða menn- ingarstofnun af yestur-Islendingum til varanlegrar minningar um þá landa vora sem féllu í stríðinu og fóru út í þann ægilega hildarleik með þeim fögra hugsjónum að leggja líifið í sölurnar til sigurs er hefði í för með sér æfinlegan og varanlegan frið og frelsi fyrir allar þjóðir. Með þessar hugsjónir munu margir hafa lagt út í hættuna og ber oss að halda minningn þeirra á lofti. það finst mér bezt verði gert með kærleiksríkri líknarstofnun, eða einhverri stofnun sem væri til menningar og gæti gefið af sér peninga sem varið yrði til líknar og hjálpar. Ef til vill mætti koma þessu þannig fyrir að það færi sam- an; það er að segja að sett væri á fót líknarstofnun og í sambandi við hana listastofnun sem gæti gefið af sér fé, hinu til viðhalds. þesskonar stofnun mætti ekki heyra undir neinn sérstakan flokk, heldur ætti hún að vera undir yfirráðum allrar íslenzku þjóðbrots- heildaíinnar; hitt yrði til þess að dreifa kröftum og spilla fyrir. íslendingum bér ekki sérstaklega að reisa steinvarða til minning- ar um sína föllnu menn. Stjórair þessa lands, bæði sambands og fylk- is stjórnir eiga að reisa minnisvarða hinum ýmsu þjóðbrotum sem héðan tóku þátt í stríðinu og gera það sjálfsagt. þetta verður að hennta að gert sé samvizkusamlega og hlutdrægnislaust. Verða sjálf- sagt minnisvarðar raistir í hverri stórborg og hverjum bæ með nöfn- um þeirra sem fallið liafa. Um það hefir verið talað að skrifa bók og gefa út á ensku og ís- lenzku til minningar um hermennina. Sú uppástunga fellur mér vel í geð og mundi það kosta mörgum sinnum minna en steinvarðinn, og verða traustari og langlífari minning. Steinvarðann mundu aðeiiis örfáir sjá af öllum fjöldanum; en liknarstofnun væri lifandi og talandi vera sem margir mundu gera sér far um að heimsækja og styrkja. Samkvæmt yfirlýsingu B. L. Baldwinssonar er ætlunin að reisa varðann hjá þinghúsinu. þar mundu sárafáir Islendingar sjá hann. (framhald) Fœreyskar Þjóðsögur V.—GALDRAKONAN. Galdrakona nokkur bjó einhverju sinni í Sandey. Hún var ættuð frá Túni í Dal, en lengi var hún vinnukona á Söndum hjá manni er Pétur hét og var aðstoðarprestur.föður síns, Klemens að nafni. Einliverju sinni bar svo við að galdramaður sem Jónas hét heim- sótti Pétur. Með því að báðir voru f jölkunnugir kom þeim saman um að reyná hvor þeirra mætti sín meira í þeirri list. En vinnukonan stóð á meðan ixt í skoti og hlustaði á. Á meðan þeir voru að tala saman þótt ist Jónas verða þess var að hann misti fjölkyngis kraft sinn og fanst honum sem hann streymdi út frá sér. Spurði hann prest hvort nokk- ur væri þar inni auk þeirra sjálfra, en prestur neitaði. þegar Jónas kom í næsta skifti, reyndu þeir sig enn og fór á sömu leið. Kvaðst liann þá vera þess viss að einhver væri þar inni aulc þeirra. “Sé svo ’ ’ svaraði prestur, ‘ ‘ þá hefir sá hinn sami lært alla kunnáttu okkar og væri það illa farið.” Vinnhkonan laumaðist nú út úr skotinu og í burt án þess að hennar yrði vart, en hún hafði lært alt það sem þeir kunnu. þegar prestur varð þess vís að hún hafði leikið þannig á þá, hat- aðist hann við hana og gerðu þau hvort öðru allan þann óleik sem þau máttu. Fór hún skömmU síðar úr vistinni og var til heimilis hjá dóttur sinni, sem var gift, kona og bjó í Tröðum. þau prestur og galdrakonan ofsóttu hvort annað og át hvort sitt að mestu. Prédikarastóllinn var eini staðurinn þar sem prestur kom ekki við eninni vörnun. Eitt sinni er prestur var kominn fram í miðja ræðu í kirkjunni sást galdrakonan ganga fyrir kirkjugluggann. Kastaði hún þremur svörtum steinum upp á kirkjuþakið, en um leið og hún kastaði hverj- um steini hrökk blóðdropi í nefinu á prestinum. þegar þriðji blóð- dripinn kom, sagði prestur: “Á þennan heilaga stað kem eg aldrei oftar. Sjáið hvar galdranornið er úti og fremur töfra sína.” Hélt hann síðan áfram ræðunni, en snéri henni í skilnaðarræðu til safnað- arins.. Galdrakonan andaðist hjá dóttur sinni í Tröðum. Haraldur Mikkael var prestur eftir séra Pétur og afsagði hann með öllu að leyfa að galdrakonan fengi greftrun í vígðri mold. En sonur hennar tók hana á næturþeli, lét hana í poka, fór með hana í kirkjugarðinn og gróf hana þar: “þung var hún mér lifandi, gamla konan,” sagði hann, þegar hann kom heim, “en þyngri var hún dauð.” Ekki er annars getið en að hún hafi hvílt í ró og næði í kirkju- garðinum. Paints &- Varnishes Heimilis fegurd sem þýdir heim- ilis fagnadur Gamlir hiísmunir eru eins og gamlir vinir að því leyti að þeir eiga sælar endurminningar. Ef því þú átt gamalt borð, kommóðu, bókaskáp eða stóla sem þú hefir fengið frá ömmu þinni, há haltu trygð við það, verndaðu það og dubbaðu það upp þangað til það verður sem nýir munir; skreyttu það með SHERWIN-WILLIAMS Varnish Stain Sem gerir munina þannig að þeir verða einkennilega fagrir og breyta gömlu svo að segja í nýtt. Gamlir húsmunir þurfa oft ekki annað en að vera þannig smurðir til þess að fá aftur sína frumlegu fegurð. Litir fást af svo mörgum tegundum og með svo margskonar blæ að þeir breyta öllum viðartegundum. MAR-NOT á gólf, búið til á gólf sem má ganga á og dansa á ef þess þarf. Skemmist ekki þó vatn hell- ist á það eða húsgögn séu dregin eftir því. MAR-NOT er seigt, varanlegt og alveg vatnshelt, þomar á 8 klukkustundum, verður dauft þegar það mætir núning, liturinn er ekki áberandi, mjög góður á harðviðar- gólf. SCAR-NOT á húsgögn og viðarverk; hefir orðið til þess að snúa þúsundum kvenna til þess að líta eftir heimilum sínum. pær nota SCAR-NOT til þess að gera húsgögn sín ný og falleg. Jafnvel sjóðandi vatn vinnur ekki á því. REXPAR, til utanhúss notkunar á hurðir og fleira—það er alveg vatns- helt og verður aldrei hvítt hvað sem á gengur. i Vér höfum fullar byrgðir af Sher- wyn-Williams mál og áburði. Spyrj- ið eftir litaspjöldum, verði eða hverju sem þér viljið og þurfið. Sveinn Björnsson, Gimli

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.