Voröld - 06.05.1919, Side 2
Blfi. 2
70RÖLD.
Winnipeg, 6. maí, 1919
Einhver Stefán Einarsson
1 síðasta Lögbergi, prentuðu 24. apríl, þ.á. birtast athugasemclir
við grein mína, sem kom í Voröld 8. þ.m. eftir einhvern Stefán Ein-
arsson að 523 Sherbrooke St. City. Hvar þetta city er veit eg ekki,
með vissu, en mér dettur í hug að það muni samt vera Winnipeg.
Eg fullvissa St. Einarsson um það að mér var það sönn ánægja að
sjá að þessi stutta grein mín skyldi vekja svo mikla eftirtekt að maður
sem telur sig tilheyra hinum mentaða heimi skyldi álíta hana þess
yirði að gjöra athugasemdir við hana. J>ó finst mér að hann hefði
mátt vera dálítið sanngjarnari í dómum sínum, og hefði getað gjört
þessar athugasemdir án þess að sýna mér persónulega ókurteisi. En
hafi honum fundist það koma málefninu við eða vera hans eigin per-
sónu samboðið þá var konum það velkomið. það sakar mig ekki hið
allra minsta og eg hefi enga löngun til að gjalda honum í sömu mynd,
Mér hefir fundist það stærsti galli íslenzku blaðanna hvað þau
hafa flutt mikið af persónulegum skömmum og brigslyrðum. Og eg-
vona að komast hjá því að bæta þar við.
Eg er sannfærð um að'þessar athpgasemdir St. Einarssonar hafa
meiri áhrif en höfundurinn hefir gjört sér grein fyrir þegar liann
6krifaði þær.
En þau áhrif verða máske í aðra átt en hann ætlaðist til, og þá er
mínum tilgangi náð. Eg treysti að alla taki sárt til sinna og að Lög-
berg mundi eigu góða að sem tækju svari þess og að ské kynni að eitt-
hvað af því sem eg tók upp úr Labor News komist á þann hátt óvart
í Lögberg og sú von brást mér ekki.
St. Einarsson segir að eg muni ekki hafa sett mig inn í hvað eg
var að fara með þegar eg mintist á sjálfboðana í sambandi við her-
skylduna; eg sagði: “Mundu sjálfboðarnir hafa farið eins viljugir,
ef þeir hefðu vitað að herskylda yrði sett á í Canada.”
St. Einarson segir að það hafi verið ein ástæðan fyrir því að þeir
fóru, að þeir sáu að það gat komið fyrir að herskylda yrði sett á hér
í Capada; en ekki af okkur, heldur þjóðverjum, ef þeir næðu yfirráð-
iim í heiminum. Sannar þetta nokkuð að þeir mundu hafa verið með
því að Canadamenn settu sjálfir á herskyldu hér? Elcki get eg séð
það. " -
Hafi St. Einarsson fylgst með þegar verið var að ræða herskyldu
málið á þinginu- hlýtur hann að vita að skírslurnar sýndu að nálega
eða eins margir höfðu gengið inn síðasta mánuðinn sem sjálfsboða að-
ferðin var notuð, eins og fyrstu mánuðina eftir að stríðið byrjaði.
Laurier sýndi þá fram á að herskylda mundi ekki hjálpa til að
vinna stríðið, að það hefði ekki verið unnið rétt að liðsöfnun í Quebec
yg ef honum væri géfið tækifæri þá skyldi hann sjá um að Quebec-
memi gjörðu skyldu sína. En Borden áleit vissara að taka þá með
valdi. Hefir hann getað það? Hefir herskyldan náð tilgangi sínum
þar?
Hvor þessara manna, Laurier eða Borden sýndu meiri stjórnvizku
þá? Mundu ekki þjóðverjar hafa unnið stríðið jafnt fyrir það þó
herskylda væri sett á í ^anada, ef Bandaríkin hefðu ekki farið í það ?
pað er undarlegt að einmitt í þessu sama Lögbergs blaði sem at-
hugasemdir St. Einarssonar eru í, er skýrsla yfir her þjóðverja; sagt
er að þessi skýrsla muni vera sönn; að her þjóðverja hafi verið tíu
miljónir í byrjun stríðsins, að hann sé nú yfir sex milljónir. Sannar
ekki þetta að það sem Louise Bryant sagði sé satt, að stríðið hefði
getað haldið áfram lengur ef þýzka þjóðin hefði haldið áfram að
standa á balc við her sinn? Svona hefir það altaf gengið til að sann-
leikurinn smá iekur út og það einmitt hjá mönnum sem helzt vilja
leyna honum.
» ekki nokkuft mikið sagt af St. Einarssyni að þeir sem að-
hyllast Bolshevism, séu þeir cm hafi verið þýzksinnaðir á meðin á
stríðinu stóð, hafí dáðst að Lryðjuverkum þýzkara og að það mcgi
trúa þessu fólki til alls. Mér íinst að þeir sem unnu að því að koma
á herskyldu í Canada hafi dáðst mcira að þýzka hervaldinu en þeir
scm unnu á móti lienni. Eg sé ekkert réttlæti í því að hata alla þýzku
.þjóðina þó að nokkrir drotnunargjarnir menn hafi haldið henni í járn
greipum hervaldsins og á þann hátt knúð hana í stríð. Mér finst a'ð
innbyrðis óeirðimar þar sanni að það hafi ekki verið vilji þjóðarinnar
að fara í stríð. það litla sem fréttist af friðarþinginu virðisf benda
á að það séu fleiri en þýzkarar eigingjarnir og drotnunargjarnir.
Og það er ekki útlit fyrir að þeir menn sem nmsitja á ráðstefnu
til að semja frið beri gæfu til þess að koma á alþjóða sambandi sem
tryggi það að aldrei framar vcjrði stríð. Hvað hefir þá verið unnið
með þessum ógurlegu og óguðlegu blóðsúthellingum. Var ekki sagt
að þetta væri réttlætis stríð til að brjóta niður hervald og hernað, til
þess að allar þjóðir yrðu frjálsar?
En svo þegar kemur til þess að gjöra friðar samningana, þá er
hver hendin upp á móti annari og sumir þeirra manna sem þóttust
vinna með frið og frelsi eru eins drotnunar gjarnir og ágjamir og
þýzkarar sjálfir.
Og nú segir St. Einarsson að hinn mentaði heimur hafi andstygð
á því fólki sem dirfist að halda á lofti og vinna með þeim frelsishug-
ejónum, sem barist var fyrir. þeim er gefið annað nafn; þær era nú
kallaðar “Bolsheviki” Nafnið á víst að hræða fólk, en óvíst er að
það verði. St. Einarsson segir að það megi koma ræflum sem ekki
kunni að lesa eða skrifa til að gjöra hvað sem er. En gæta skal hann
að því> að það hvílir meiri ábyrgð á þeim sem kunna að lesa og skrifa
en nota það illa. Og komið hefir fyrir að það sem hefir verið gjört í
vondum tilgangi hefir snúist til góðs. Svo getur farið með þessar
athugasemdir hans.
Ósanngjamt þykir mér það af St. Einarssyni, þegar hann segir að
það sýni hugarfar ritstjóra Voraldar að koma með aðra eins grein og
þessa grein mína. Qetur ritstjóri Vcraldar neitað að taka ritgjörðir
til prentunar þó þær séu ekki í lamræmi við skoðanir hans, eða væri
3 að sanngjarnt, þar sem Voröld er frjálst blað, stofnað af Islending-
um; óháð stjóm og auðvaldi? pað er annað n^ál með Lögberg og
Heimskringlu, sem eru bæði bundin stjórn og auðvaldi. og að líkind-
um mega ekki og virðast ekki heldur gjöra sér far um að upplýsa al-
þ\ ðuna. Eg vildi ekki skipa ritsvjórasæti þeirra blaða. Eg álít að
það fylgi mikil ábyrgð þeirri stöðu; að ritstjórar hafi meira tækifæri
til að hafa áhrif á auþýðuna en nokkrir aðrir menn. Og ef það tæki-
færi er ekki notað eftir beztu sannfæringu, þá er það ábyrgðarhluti
fyrir ritstjórana.
.St. Einarsson heldur að eg hafi ekki komið mér að því að setja
fult nafn mitt. J>ar skjátlast honum algjörlega. Eg er svo forhert
að eg finn ekki að eg hafi sagt neitt sem eg þurfi að skammast mín
fyrir. Og eg tek ekki eitt orð af því til baka. Mér var það full ljóst
þegar eg skrifaði þá grein eins og hún ber með sér, að lög þessa lands
era svo útbúin að það má taka saklaust fólk og setja það í fangelsi;
það hefir líka verið gjört. Tugir manna og kvenna sitja í fangelsi
dæmd til fleiri ára fyrir að hafa verið á móti herskyldunni, fyrir að
vinna með mannúð og kærleika.
13. apríl síðastl. var Eugene V. Debs, hinn nafnfrægi barna og
mannvinur Bandaríkjanna settur í 10 ára fangelsi fyrir sömu sök.
Hvað lengi ætlar fólkið að líða annað eins óréttlæti og þetta? J)essi
maður skrifaði vinum sínum og hann óskar þeim til hamingju og bíður
að heilsa öllum, ekki eitt orð af heift eða hatri til óvinanna. Hjarta
hans er fult af Guðdómlegum kærleika; hann er tilbúinn að láta lífið
fyrir fólkið. Er ekki þessi maður að fórna lífi sínu eins og ICristur
gjörði? Samt er allur fjöldinn aðgjörðalaus, telur sér trú um að við
höfum eins góða stjórn og stjórnarfyrirkomulag eins og okkur beri
að þcir sem mæla á móti því séu uppreisnar og landráða fólk og að það
sé rétt að setja það í fangelsi. En sé nokkurt réttlæti til, hlýtur
þessa óguðlega ranglætis að verða hefnt og það getur orðið áður en
nokkurn varir.
í Lögbergi sem gefið var út 27. marz, s. 1. birtist grein með fyrir-
sögn “Meyjarmál” og undirskrift “Karlmaður” Sér St. Einarsson
ekkert athugavert við þá grein af því hún var í Lögberg? En við þá
grein vil eg gjöra dálitlar athugasemdir. J>ar finst mér lýsa sér sönn
ómenska og eg er þakklát fyrir að það var ekki kona sem skrifaði þá
grein. Eg rnundi skammast mín ef noklcur kona sýndi Margréti
Benediktsson aðra ein ókurteisi. Eg vona að allar íslenzkar konur
virði þá göfugu og miklu konu og lífsstarf hennar. Höfundur þess-
arar meyjarmála greinar telur það slæmt að gömlu verk Margrétar
H’afi verið til ónýtis; þar fer hann feilt eins og í flestu öðru í þessari
meyjarmálagrein sinni, það er einmitt þessum gömlu verkum Margrét-
ar að þakka að það eru til konur sem eru ekki algjörlega óviðbúnar
því að nota rétt sinn, verði þær ekki sviftar honum eins og átti sér
stað við síðustu kosningar. það er auðvitað satt að það hafa of fáar
konur reynt að afla sér upplýsinga í stjórnmálum, en má ekki segja
það sama um karlmennina? Heíir allur fjöldi þeirra nóga þekkingu í
stjórnmálum til þess að geta greitt atkvæði eftir eigin sannfæringu?
og era þeir þó búnir að hafa atkvæðisréttinn lengi. Eg hefi góða
von um að konur verði ekki lengi á eftir karlmönnunum í því efni.
Eg kyntist Margréti Benedictsson persónulega þegar eg var ungling-
ur og hún var mér sem móðir. Eg skammast mín ekkert fyrir að
kannast við þao að cg er meiri og betri kona fyrir þá viðkynningu,
því hún kendi mér að hugsa Qg rannsaka tilgang tilverunnar. Marg-
rét Benedictsson hefir sannarlega lagt mikið á sig fyrir okkur konurn-
ar og það minsta sem við getum gjört er að votta henni þakklæti
okkar. Hún hefir ekki sótt eftir upphefð eða metorðum. pað er
ekki hennar eðli. En það mundi vera henni sönn gleði ef hún fyndi
að verk hennar væru réttilega metin. J>að er því miður of algengt í
þessum heimi að kostir fólks séu ekki metnir fyrr en það er farið og
þá er það of seint. _ \
Eg met ekki þessa meyjarmála grein þess að gjöra fleiri athuga-
semdir við hana. Mig grunar að liefði höfundur þeirrar greinar sett
fyrstu stafina í nafni sírm eins og eg gjörði, þá mundu margir hafa
lcannast við hann og það hefir hann að líkindum vitað, og þessvegna
ekki gjört það. Getur verið að samvizka hans hafi hvíslað að hon-
um að hann leysti þetta verk ekki af hendi af góðum hvötum og það
mundi ekki vera honum til sóma að geta nafns síns.
Hafi eg sagt nokkuð sem St. Einarsson eða aðrir landhollir ís-
lendingar álíta hegningarvert þá vona eg að það bítni á mér en ekki
ritstjóra Voraldar. Eg skal setja fult nafn mitt og utanáskrift svo
það sé hægt að finna mig, ef þörf gjörist.
Sigríður Martin.
Hnausa, Man., 1. maí, 1919
! í Samanburður. mom^-ommma í o 1
i i Hann Stefán einn í útlegð býr og Egils hörpustrengi knýr. c 1
i Hann yrkir land og yrkir ljóð c *
1 og' auðgar sína þjóð. !
1 i i Er húmar að og' hnígnr sól og húskarl þreyttur legst í ból þá gjalla strengir gýgju hans og göfga hjarta manns. 1 i i
r En Siggi háir sífelt stríð við sérhvert böl er þjakar lýð. i
j Með læknis hönd og lyfjastein j
c 1 hann læknar þjóðar mein. i
i Og lýðsins böl og sár hann sér og saman bræðra kjör hann ber; i i
c því sumir liggja’ í ofur auð c
! en aðra skortir brauð. !
i Og alla daga öll hans störf i
c 1 j að einu hnigu: Að bæta úr þörf. Hann hugsar minna’ um hagnað sinn en heilla vorið inn. c I i
En Ami hóndi’ í Argyle býr C |
1 við akra sína naut og kýr I
1 og fyllir blaða hungurs hýt og hrejrtir í þá skít. j
Sa»o Páll Guðmundsson | «M0M»()»»()»»()«*(>4»»(>4»»()'^»O4»»OM»O4»(>»»(g
Kjorkaupa Sala
notuðum hermanna
TJÖLDUM
.14 fet á hvern veginn; 2 feta 4. þuml. veggir.
1 fyrirtaks
ástandi
og
bezta frágangi.
$17.50
Yfirlltið af
verksmiðjunni
pægileg til
notkunar
Við kaupum
alslags
Járnrusl
kopar,
leður,
tuskur
o. s. frv.
Manitoba Woolen stock& Metal Co.
391 DUFFERIN AVE.
WINNIPEG
FIRSTSERIES
* (1919)
MAY $ 4.04
JUNE$4.0!
JULY $
OOSTDURING
— 1919 —
JAN.$4.00
Where
SeeThis
LESIÐ
TÖLURAR
Takiðveftir hvernig kostnaður —
og peningagildi — frímerkjanna
hækkar mánaðarlega þangað til 1.
janúar 1924 að Canadaríki skuld-
’bindur sig til að borga $5.00 fyrir
vlivert stríðssparnaðar frímerki.
aC
áI2E OF-
w-s
OM
▼
! Ábyggileg Ljós og Aílgjafi
I
í
Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna
/ þjónustu !
Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jafnt fyrir VEBKSMIÐJ. !
UR sem HEIMILI. Talsími Main 9580. CONTRACT DEPT. j
Umboðsmaður vor er reiðubúinn að finna yður að máli og gefa =
yður kostnaðaráætlun.
I
c
! Winnipeg Electric Railway Co
I
A. W. McLIMONT,
General Manager.
MO
Þið hinir ungu sem erud framgjarnir
Undirbúið ykkur fyrir takmarkalaus verzlunar tækifæri. pið sem
eruð fljót til — þið sem stigið greiðlega og undirbúið ykkur, munið
njóta bezt velgegni endurreisnar tímans í nálægri framtíð. þið
munuð þá geta uppfylt hin nákvæmu störf og reksturs fyrirætlanir
verzlunarhúsunna. Ráðstafið því að byrja nám ykkar hér—
Nœsta mánudag
pessi skóli beinir öllum tíma sínum og kröftum til áð fullkomna
ungt fólk í verzhmarstörfum; og fæst sérstaklega við alt sem lýtur að
viðskiftalífinu. Kenslu stofurnar eru stórar, bjartar og loftgóðar, og
kenslunni mjög vel tilhagað, undir yfirsjón ágætra kennara, alt fyrir
komulag þannig að liver einstakur nemandi geti notið sem best af.
Eini vegurinn til að þú gætir fullkomlega virt starf skólans er að sjá
hann í fullum starfa. Vér vildum mælast til að þér heimsæktir oss á
hvaða tíma sem er. En ef þér skyldi ekki hægt að heimsækja oss, þá
skrifaðu eða símaðu eftir upplýsingum.
Skrifið eða hafið tal af D. F. Ferguson, skólastjóra.
Success Business Coilege Ltd.
Cor. Portage Ave. and Edmonton St. (beint á móti Boyd byggingunni)
Phone Main 1664—1665
Oh
>-omtmomHm-ommm-o-mm-omamo<
bommmomtm-omam-o
1882—Stofnsett fyrir 36 árum—1918
Okkar Nýju Vor-föt og yfir-frakkar
eru komin—Seinka ekki aft velja þér þín.
Verð og gæfti eru óvanalega góð og eftir nýjasta móði.
BLÁ OG GRÁ SERGE FÖT
sem vér ábyrgjumst
$25 — $30 — $35 — til — $45
White & Manahan, Ltd.
500 MAIN STREET
! White & Manahan, Ltd. !
1882—Stofnsett fyrir 36 árum—1918
I
o
I
►(>•*»■(>-«
►i>«»()«i»'(>«»()«»0'a»»()«a»(>«»(0