Voröld - 08.07.1919, Qupperneq 4
ðls. 4
VORÖLD.
Winnipeg, 8. júlí, 1919
kemnr At á hrerjnm þriðjudegi.
Otgefendur og eigendur: The Vorðld Publishing Co., Ltd.
■
Vorðld kosta $2.00 um árið i Canada, Bandarikjtuaum
og á Islandi. (Borgist fyrirfram.)
Ritstjórl: Sig. Júl. Jshannessor.
« Skrifstofa: 637 Sargent Avenue a
» Talsími Garry 4252
Beina löggjöfin dauð.
SKRÍPALEIKUR
Aðialástæð>an fyrir því að Norrisstjórnin komst til valda, var sú,
að hún lofaði fólkinu beinni löggjöf, ef hún kæmist að. pegar hún
rar kosin, samdi lög þess efnis, samkvæmt loforði sínu og allir
héldu að hún ætlaði að efna loforð sín og eiða.
Sumir voru þó svo torrryggnir, að þeir töldu það vanséð að hún
færi alla leið. Menn mundu .eftir því hvernig afturhaldsstjórnin sæla
komst til valda í Manitoba 1899, með loforði um vínbann. Hún samdi
lög þess efnis, en sendi svo einn af drengjum sínum með lögin til
Englands, til þess að spyrja hvort það væri ekki á móti stjórnarskrá
ríkisins, að Manitoba-búar hættu að drekka brennivín. p.annig sveik
afturhaldsflokkurinn loforð sitt með allskonar krókum og vafningum.
Suma grunaði að Norrisstjórnin inundi leika svipaðan leik, en vér hin-
ir trúaðri t.öldum það fjarstæðu. En hvað skeður? Stjórnin kemst að,
hún semur lögin og samþykkir, en í stað þess að setja þau tafarlaust í
gildi, eins og sjálfsagt var, klóraði hún sér á bak við eyrað, tvísteig
um stund og kvaðst ekki vera viss um hvort stjómarskráin leyfði að
fólkið réði; stjórin tók því gömlu Roblin aðferðina og spurði Englend-
inga, hvort hún mætti efna loforð sín við fólkið og veit.a því beina lög-
gjöf. Og svarið er loksins komið, fjórum árum 'eftir kosningar. Svar-
ið fékst þannig, að lög ríkisins leyfa það ekki. í Manitobastjóminni
eru lögmenn, sem þykjast vita hvað þeir segja og þegar afturhaldið
kvað beina löggjöf koma í bága við stjónarskr ríkisins, fyrir
kosningamar 1915, þá sögðu frjálslyndu lögmennirnir, að þeir vissu
betur; þeir sögðu fólkinu, að á því léki enginn efi, að þeir hefðu fullit
vald til þess að lögleiða beina löggjof og ef þeir yrðu kosnir, skyldu
þeir gera það tafarlaust. En viti menn; það var ekki afturhaldsflokk-
urinn; það voru engir andstæðingr Norrisstjórnarinnar sem afrýjuðu
lögunum, það var Norrisstjómin sjálf. ...
Fólkið fer smám saman að sjá leikinn á bak við tjöldin. 1915
kvaðts Norrisflokkurinn vera með anda og bókstaf beinnar löggjafar;
1917 barðist, hann gegn anda þeirra laga; 1919 eru þau bókstaflega
afmáð. Munið þetta 1920!
Lifandi glóðir.
—~ -iiiKiMmvr'"7
þjóðræknisfélag það sem nú hefir verið stofnað vor á meðal,
er beint áframhald af þeim hugsjónum som ávalt hafa vakað fyrir
Vestur-íslendingum og hafa brotist út í félagsmyndun hér og þar á
ýmsum tímum, þótt adrei hafi tekist að sameina menn í því skyni,
eins vel og nú. þjóðemisáhuginn hefir ávalt verið eins og falinn
eldur eða lifandi glóðir í hugsanalífi voru hér vestra og ekkert ann-
að þurft, en að blása í öskuna, til þess að eldurinn sæist. Ritstjóri
þessa blaðs gekst fyrir stofnun þjóðræknisfélags í Chicago, aldarmóta-
árið, ásamt öðrum góðum mönnum, og voru í því svo að sega allir Is-
lendingar í Chicago. Markmið þess félags var nákvæmlega það sama
og þjóðræknisfélagsins nýmyndaða. Árið 1902 birtist eftir farandi
frétt í Dagskrá. 5. marz.
GLEÐIFRÉTT i
...Landar vorir í Spanish Fork hafa myndað félag, sem heitir
‘ ‘ þjóðminningarfélag fslendinga í Utha” og hefir það fyrir mark-
mið að viðhalda íslenzkri þjóðminningu og varðveita alt sem gott er
og fagurt á meðal hinnar íslenzku þjóðar. . það er nákvæmlega það
sama, sem þær vinna að íslendipgafélagsdeildin þar og í Chicago;
er það gleðilegur vottur að virðing manna er að vaxa fyrir því
sem gott er og fagurt í íslenzku þjóðemi og vonandi er, að hugmynd-
in ryðji sér svo til rúms, að hún nái yfir allan Vesturheim, þar sem
fslendingar búa. ...þetta er sérstaklega kærkomin frétt fyrir Dagskrá,
því hún vill af alefli styðja viðhald þjóðemis vors. ..Félag þetta
skorar á alla íslendinga að mynda samskonar félagsskap, hvar sem
þeir era í Vesturheimi. ...Forseti félagsins er E. H. Johnson, vara-
forseti Bjöm Runólfsson og ritari Bjami J. Johnson.
þjóðernismálið.
Allmikill áhugi er nú að vakna á þjóðemismálinu víðsvegar útí
nm bygðir. Deildir hafa verið stofnaðar í Wynyard, Markerville,
Tantallon, Árborg, Pembina. í Wynyard sýnist áhuginn vera sér-
staklega mikill, enda eru þar menn, sem unnið hafa af hinu mesta
kappi.
það er áríðandi að deildir verði stofnaðar sem allra víðast og
sem allra fyrst. Félagið hefir verið þannig stofnað og framkvæmd-
ar-nefndin er þannig skipuð, að þar kennir engra flokkaskiftinga,
Vér höldum því ekki fram, að undirbúningur stofnunarinnar, lög
hennar og reglur séu að öllu fullkomin, þó er það víst að verði
eins vel bygt ofaná og undirstöðumar em bygðar, þá má vel við una
og mikils vænta. það sem áfátt kann að vera—og sjálfsagt er—í lög-
nm félagsps, verður að sjálfsögðu bætt og því breytt við fyrsta
tækifæri, en áríðanid er, að útbreiða félagið sem mest í byrjun; ham-
ra jámið méðan heitt er .
Vér viljum bencla á það, að fólkið sjálft þarf að finna sig knúið til
framkvæmda í liinum ýmsu bygðum, því bæði er það, að stjómar-
nefndin er skipuð mönnum, sem allir hafa öðrum störfum að sinna
og vinna þjóðernisstörfin í hjáverkum endurgjaldslaust, og í öðm
lagi er það áríðandi að þetta verði fólksins máJefni, sem ekki sé með
öllu í höndum fárra manna í Winnipeg, sem öllu ráði.
Oss hefir dottið eitt atriði í hug, sem vér vildum í vinsemd og
| einlægni benda fólki á. í mörgum bygðum íslendinga hafa verið
stofnuð lestrafélög og bókasöfn; slíkar stofnanir era þarfar og miða
mjög í þá átt að halda við tungu vorri .og þjóðerni. Oss hefir dottið
í hug að beina þeirri spurningu sameiginlega til allra þeirra bygða,
sem bókasafn og.lestrafélag hafa, hvort þess væri ekki kostur að slík-
um félögum væri breytt í deildir í þjóðræknisfélaginu. Lestrafélög
á meðal vor munu vera milli 10—20. og væri það svo góð og mikil
byrjun ef öll breyttust í þjóðræknisdeildir, að félagið væri með því
komið á fasta fætur. Hvemig aðrir kunna að líta á þetta mál, vitum
vér ekki, en þetta er vor skoðun og tillaga.
WESTERN STAR.’
Til þess að sýna afstöðu frjálslynda blaðsins ‘‘Westem Star”
i sambandi við verkfallið nægir að birta eftirfarandi línur:
‘‘Vér vissum það þegar verfallið byrjaði, eins og vér vitum það nú
að verkfallið hlyti að tapast. Vér vissum að ef á því þyrfti að lialda
til þess að brjóta verkfallið á bak aftur, þá mundu hinir þrællyndu
auðvaldsmenn ekki láta sér það nægja, að varpa nokkram mönnum
í myrkvastofu og skjóta nokkra menn eins og þeir hafa gert, heldur
að þeir mundu skjóta hvern einasta verkamannaleiðtoga í Winnipeg,
flytja í burt hvern einasta hugsandi mann méðal þeirra og hneppa eins
marga þeirra í fangeisi, sem þeir héldu að þörf væri á. Má vera, að
ef verkamennirnir í Winnipeg h'afi ekki vitað það áður, að þá viti
þeir það nú”.
JÓN, EGILL, og FJÓSREKAN
Flestir Islendingar kannast sjálfsagt við mann í einnj skáldsög-
unni okkar. Hann heitir Egill að oss minnir, og er látinn leggja af
stað í bónorðsför.
Aumingja Egill var ekki sem vissastur í því hvað hann ætti að
segja; hann tók því fjósreku, stakk henni niður á endann, féll á kné
frammi fyrir henni, hugsaði sér að hún væri stúlkan sem þann ætl-
aði að biðja og þuldi upp aftur kvað eftir annað bónorðs-þuluna.
O.ss minnir að sagan segi að svo hafi Egill verið búinn að lifa sig
inn í þetta æfintýri að hann hafi í raun og sannleika þóst standa
frammi fyrir lifandi kvennveru.
Jóni Bíldfell ferst svipað í síðasta Lögbergi. Hann ummyndast
har og verður að spámanni sem lýsir nýrri stjórnarstefnu komandi
kynslóða—stefnu sem engum hefir víst til hugar komið nema honum
og ef 'til villörfáum mönnum öðrum sem eru álíka miklir hugsjóna-
menn og Jón að Lögbergi og Egill við rekuna.
Stefnuskrá þessa nýja flokks er stutt—P’asteignasalar eru hag-
sýnir menn og koma hugsunum sínum út í fáum orðum. Stefnuskráin
er í 5 liðum og hljóðar þannig:
1. Að virða að vettugi öll lög nema þau sem under-mennimir
sjálfir vilja hafa.
2. Virðingarleysi fyrir guði og öllu því sem guðlegt er.
3. Að telja reynslu liðinna alda einskis og jafna við jörðu með
köldu tilfinningarleysi menning þeirri sem undanfarandi kynslóðir
hafa keypt dýra verði og se’tja sitt eigið hugarsmíð í staðinn.
4. Að neita eignarrétti einstaklingsins.
5. Að itaka vilja skrílsins fram yfir vilja lögákveðinna embættis-
manna.
þetta er stefnuskrá sem Egill—nei Jón segir að verið sé að koma
á gang hér á meðal vor og annarstaðar.
Vér ætlum ekki að athuga hið aðdáanlega mál þar sem höf. talar
um ‘‘over”menn, og ‘‘under”menn, þótt þar sé greinilega nauðgað Is
lenzkri tungu, en vér viljum í einlægni fræðast af Jóni og biðja hann
að svara eftirfarandi spurningum.
1. Hvaða flokkur manna er það sem hefir það á stefnuskrá sinni
að virða að vettugi öll lög nema þau ein sem ‘‘under”mennimir
sjálfir vilja?
2. Hverjir eru þessir ‘‘under”menn.?
3. Hvaða flokkur manna er það sem hefir á stefnuskrá sinni að
jafna við jörðu með tilfinningarleysi það sem fyrri kynslóðir hafa
keypt dýru verði? «
4. Hvað er það sem fyrri kynslóðir hafa keypt dýru verði. ?
5. Hvaða flokkur hefir það á stefnuskrá sinni að vanvirða guð
og alt sem guðlegt er.?
6. Hvaða flokkur manna neitar eignarrétti einstaklingsins á
öllu. ?
7. Hvaða flokkur manna vill taka vilja skrílsins fram yfir vilja
lögákveðinna embættismanna. ?
8. Hverja kallar Jón skríl? Er það verkafólkið? Eru það
bændur? Eru það heimkomnir hermenn? Hverjir eru það?
9. Hverjir eru lögakveðnir embættismenn? Er það A. J. And-
rews ? Er það 1.000 manna nefndinn? Eru það sérstöku lögreglu-
mennimir? Er það Flavelle? Er það Jón Bildfell? Hverjir eru
þeir. ?
Sannleikurinn virðist vera sá að vinnumenn hjónanna séu jrðnir
svo ruglaðir að þá dreymi vakandi og þeir sjái drauga um hábjartan
daginn, eins og Jón Ólafsson komst að orði. Samsteypustjómin
þeirra er sá guð sem þeir líktu við frelsarann fyrir nokkrum mánuð-
um—má vera að samvizkan sé farin að minna þá á það guðlast og
sálarrósemin sé farin að raskast.
Matthias Jockumsson hefir þýtt kvæði sem hann kallar:‘‘Ör-
vilnaði maðurinn” þar pr að sumu leyti lýst sálarástandi þessara
tveggja manna. Örvilnaði maðurinn sér alstaðar glötun og bölvun
og hættu; þessir menn sjá skrímsli í hverri frelsishreifingu, draug í
hverri umbóta tilraun; þeir eru afturhaldsmenn og eru hræddir við
allar breytingar eins og náttuglan við ljósið.
Ritstjóri Lögbergs heldur dauðahaldi í alt gamalt; hafi einhver
hripsað völdin þótt það hafi verið gert á líkan hátt og samsteypu-
stjórnin hans gerði 1917 þá er hann lögákveðinn embættismaður og
það er sama að veita honum mótþróa og sjálfum guði í himnaríki.
En í allri einlægni látum við þig vita það Jón minn að vér ætlum
að gera vort bezta til þess að steypa frá völdum samsteypustjórninni
þinni, bæði í fylki og sambandi og þú mátt trúa því að þar verður
allur f jöldi íslendinga samtaka. þú getur kallað Anarkisti! Níilisti!
þjóðverji! Uppreistarmaður! Socíalisti! Bolsheviki! og hvað annað
sem þér þóknast.
‘‘Hann æsir fólkið,” sögðu þeir í gamla daga. þú og þínir nótar
japla sömu tugguna enn þann dag í dag, hvenær sem einhver mælir
máli fólksins, —sem þú kallar Skríl.
Bolshevikarnir.
i
KENNINGAR LENINS. 1
Eftir Viggo Covling, í Politiken.
I.
Bolchevisminn er nú ekki orðið eingöngu rússneskt undur. Við
sjáum roðann af honum bera við loft yfir landamæram okkar. En
ef við viljum fá að vita hvert Lenin stefnir og hvaða sakir hann ber
á núverandi þjóðfélagsskipun, verðum við ekki eingöngu að lesa hin-
ar fáu ræðúr sem þessi þögli maður hefir birt, heldur eimiig kafa í
þeim tilkynnjngum, flugritum og áskorunum, sem sendar hafa verið
frá aðalstöðvum hans í Moskva, og við verðum að bæta þær með út-
drátt.um úr viðræðum, sem .gestir hafa átt við þennan ef til vill und-
arlegasta mann heimsstyrjaldarinnar og nútímans.
i Lenin hefir orðið !
Lenin segir fyrst og fremst, að hugsjónirnar miklu frá árinu
1789; frelsis, jafnréttis og bræðralagshugsjónimar, sem heimurinn
átti að hyggjast á, hafi verið sviknar. Hiu göfugu orð séu skrau't-
lctruð á liús þess opinbera og Jau skíni á stefnuskrám þjóðmálaflokk-
anna. En það hafi farið með þau eins og kærleiksboðskap Krists,
menn noti hugsjónirnar eins og auglýsingaspjald, andi byltingarinnar
sé horfinn, ?essvegna þurfi að koma einskonar Luther jafnaðarmensk-
unnar, sem geti komið hugsjónunum á sinn stað — hreinu hugsjón-
unum. það þurfi spámann sem geti sýnt mönnunum, að svikin við
hugsjónirnar séu verk auðvaldsins. Peningamir eru uppspretta alls
þess illa, meðan þeir eru til, er alls ekki að ræða um frelsi, jafnrétti
og bróðerni.
Hvað segir franuþróunin okkur, síðan stjómarbyltingin inikla
leið? Hún segir að jafnrétti sé komið á samkv. lögum og eiimig að
nokikru leyti á þjóðmálasviðinu. En þar með er jafnréttinu lokið,
því það er gamanleikur að tala um jafnrétti öreigans og miljónamær-
ingsins. Menn eru jafnir kosningadaginn, en alla aðra daga ársins
ræður jafn hræðilegt misrétti og fyrir stjórnarbyltinguna miklu. Með-
an peningarnir eru við líði, munu eignamenirnir, þrátt fyrir lagaleg-
an jöfnuð, ætíð hafa forréttindi, því peningarnir eru hundrað siimum
meira virði, en víðtækustu þjóðmálaréttindi.
þannig er frelsinu einnig varið. þrældómurinn er afnumiim,
menn eru frjálsir ferða sinna, þ.e.a.s. ef menn eiga peninga. Sá sem
enga peninga á, er í rauninni þræll og verður að sitja þar sem hann
er kominn. það stoðar ekkert þó varðmenn auðvaldsins segi, að all-
ir hafi tækifæri til að verða ríkir, því tækifærinu er eins farið og
stórvinningunum í happdrættinum, það eru mörg núllin. Kenning-
ar Manchesterskólans um ‘‘frjálsu’’ samkeppnina hafa gert heiminn
að happdrætti. En þannig á heimurinn ekki að vera. þeir sem hing-
að til hafa dregið núllin eiga að sameinast og skifta vinningunum
iniklu með sér.
Svo er bræðralagið. Með stefnu þeirri er franuþróunuin hefir tek
ið, er orð þetta nærri því hlægilegt. Bræðralagið, hvar er það, í þjóð-
félagi þar, sem ekkert byggist á samhjálp, heldur á því að hver berj-
ist, gegn öðrum? það er eiginlega hvergi til nema meðal hermanna
og nú í stríðinu hefir komið í Ijós til hvers það bræðralag hefir verið
notað.
Lenin álítur ekki að auðvaldskerfið sé eins eyris virði. Kerfið
hafi komið heiminum í óreiðu, það hafi klofið mannkynið í hern-
aðarþjóðir og stríðandi stéttir, það hafi aukið skynhelgina, falsað
siðfræðina og trúarbrögðin, látið vísindi og listir búa við bág kjör,
vanhirt auðuppsprettur náttúrunnar, safnað ýstra að nokkram hluta
mannkynsns, en svelt fjöldann allann. Meðan auðurinn ríkir, mun
mannkynið ekki getað dregið andann, meðan peningarnir eru hafn-
ir yfir alt annað, mun alt, sem í rauninni er nokkurs virði fyrir mami
lífið, vera hornreka og lítilsvirt.
“ Yfirstéttirnar” sem hafa algerlega haginn af auðvaldskerfinu,
lialda því við líði með ýmsum ráðum; helzta ráðið er þó nauðungin.
Nauðungin þarf þó ekki að vera algjör, hún þrífs,t ekki síður með
lýðstjórn nútímans, sem er ekki annað en leiktjald auðvaldsins, sem
líta út eins og meinlausar slúðursamkundur, eru þó í rauninni nokk-
urs konar gagntryggingarfélög stóreignamanna, og halda naðung-
inni einnig við líði.
Vaninn er einnig öflugt vald til verndar núverandi ástandi, eink-
um þó virðingu fyrir einkarétti einstaklingsins, sem mjög hefir verið
dýrkuð. í stjómarskrám allra landa er það í einhverri grein hátíð-
lega, já jafnvel eins og um einhvem himneskan boðskap sé að ræða,
tekið fram, að eignaréttur einstaklingsins sé friðhelgur. þessar grein
ar em blátt áfram hlægi legar, ef engin ónnur grein er á undan farin
sem ákveður að sérhver einstaklingur skuli eiga eitthvað. en þannig
löguð ákvæði eru ekki til. Jafvel rétturinn til vinnunnar er hvergi
löghelgaður. Bolshevikar vilja að vinnan sé réttur og skylda. Auð-
mesnnimir hugsa um það eitt, að tryggja einkarótt sinn gegn þeim
sem ekkert eiga. þétta er auðvitað heilbrigt frá sjónarmiði auðmanna
En undarlegt er að þeim skuli takast að dáleiða svo eignaleysingj-
ana, að þeir sjái ekki lagakrókana, sem auðmennirnir gera til að villa
þeim sýn.
Hinar svo nefndu þjóðfélagbætur, dýrtíðarhjálp, ellistyrkurinn
o. s. frv. eiga að bæta úr sýnilegasta óréttlætinu, en svo er auðvald-
ið nískt, að nota verður það góðgerðar-starfsemina til að knýja vél-
araar. Einseyringamir sem ganga til góðgerðarstarfsins, eru núll
samanborið við fé það er fer í útbreiðslustarf fyrir auðvaldskerfið.
Auðvaldið hefir mest öll menningartækin í hendi sér, það kaupir
lærða menn og þjóðhagsfræðinga sér til vamar. En áhrifamesta
vopn þess eru blöðin, þau láta auðvaldseitrið daglega drjúpa í augu
og eyru fjöldans. Blöðin hafa þar tekið að sér starf kirkjunnar, sem
rekin hefir verið af auðvaldinu, og áður vann dyggilega, en nú er
orðin Lítilsvirði, því menn sáu brátt hvert stefndi. Áður fyrri stöktu
prestamir vígðu vatni á böðlana. Nú hefja blöðin Noske*) og
Scheidemann til skýjanna.
þetta hefir þó ekki nægt til að halda verkamönnunum í skefjum,
það hefir þurft að finna ný ráð, sem héldi verkamönnunum í stöðug-
um ótta og það ráð er vinnuleysið. Vinnuleysinu er svo hyggilega
komið fyrir, að það vofir stöðugt ógnandi yfir höfðum verkamanna,
og ógnar þeim á sama hátt og húsnæðisleysið, mönnum sem búa í of
þéttgygðum bæum. En þar sem húsnæðisleysið er tilviljun ein, er
atvinnuskiftingin aftur á móti einskonar falsað húsnæðisleysi, mynd-
að með vilja auðvaldsins. því eins og húseigendur geta ýtt húsa-