Voröld - 08.07.1919, Blaðsíða 5
Wmnipeg, 8. júlí, 1919
VORÖLD.
Bls. 5
leigijnni upp úr öllu valdi þegar einungis 100 íbúðir eru til, en 101
umsækjandi um þær, vegna þess að allir eru hræddir við að verða
No. 101, eins er það ljóst, að verkkaupandinn getur þrýst vinnulaun-
unúm niður í lágmark, af iþví að allir verkamenn eru hræddir við
vinnuleysið. Niðurstaðan verður sú, að nokkur hluti verkamamia
sekkur niður í forað atvinnuleysisúis. En þetta er þó ekki verzta
afleiðingin, það er enn óheillavænlegra að allir hinir selja vinnu sína
of ódýrt vegna hræðslu. Einungis þannig getur það skýrst, að fyrir-
komulag sem gerir verksmiðjueigandann miljónamæring, þegar verka
menn bans hafa naumast ofaní sig, er enn við líði. ’ Einungis með
þessu hefir það orðið reyndin, að 28,000 miljónaeigendur hafa svælt
þriðjung þjóðarauðs Ameríku undir sig.
Lenin segir að skifting auðvaldsins á auðlegð þjóðfélagsins sé
svo frámunalega óréttlátt, að ógnir vinnuleysisins, múturnar, hefðin
og nauðungin mundi ekki hafa nægt til að koma í veg fyrir stjórnar-
byltingu, hefði auðvaldið ekki haft einni uppsprettunni meira, sem
að nokru leyti hefir orðið til hagsbóta fyrir hhiar ‘óæðri’ stéttir
hvítu kynslóðirnar, sú auðlind er afnoit annara kyn.þátta á fjar-
lægum hlutum jarðarinnar. J>að er ekki eingöngu hinn stóri hvíti
verkamannaher, sem stjómað er frá skrifstofunum í City og Wall
Street**) lieldur einnig meiri fjöldi af gulum og svörtum mönnum,
sem fyrir smánarlega borgun framleiða í hitabeltislöndunum nægð
matfanga og hráefna. Vegna þess hvað mikið var framleitt, þannig
var hægt að selja þær vörur fyrir stríðið, svo ódýrt á mörkuðum
Evropu, að lífsviðurværi varð í lágu verði. Vegna þess hve lítið
þurfti til að lifa, liðu verkamenn ekki hungursneyð. En heimsstyrj-
öldin gerði útaf við þessi viðskifti. Vörunum var ekki hægt að koma
til Evrópu vegna. sundui'þykkju auðvaldsmanna, þær söfnuðust fyrir
hinu megin hafsins og afleiðingin varð dýrtíðin mikla, sem kom eigna
leysingjunum til að örvænta.
pá fyrist sá alþýðan kerfið til hlítar. það var neyðin sem flet.ti
ofan af vélabrögðum auðvaldsins, sem áður höfðu verið dregin hulu
skynhelginnar. þessvegna varð ekki komist hjá sitjórnarbyltingu.
Hún varð að koma í Rússlandi, sem einnig varð fyrst til, og hún
hlýtur að korna í pýskalandi, því erfiðleikarnir eru þeir sömu þar og
svo stórt er skipbrotið, að ölduhringirnir munu aukast og margfald-
ast, þangað til alt auðval ds-iskipulag sogast í kaf.
Svona skipbrot, segir Lenin, getur ekki orðið í heimi Bolche-
vicka. Auðvaldkei’fið hefir verið lakur leiðarvísir, það verður að
afnemast og setja annað í staðinn, sem heldur meira jafnvægi, kerfi,
sem ekki dregur auðlegð jarðarinnar í fárra hendur, heldur skiftir
jafnt milli alli’a. pað ,sem þarf að gerast er því það, að koma í veg
íyrir að peningamir safnist til ábyrgðarlausra einstaklinga, og það er
hægt að gera með því að þjóðfélögin taki allan auðinn á sitt vald.
Stjórnarvitríngurinn
í Seattleborg.
Heimskringla 9. apríl, flytur langan lofgerðarsöng uni Ola Ilan-
son, borgarstjóra í Seattle, samin af honum sjálfum að mestu leyti;
einhver M. J. S. (líklega íslendingur) tekur til að kyi’ja sálminn með
hárómuðu “himna lagi”, með því að þýða hann á íselnzka tungu, úr
MeClures Magasine, svo að Vestur-íslendingum gefist, kostur á að
heyra hann lesa sér til borgaralegi’ar sáluhjálpar og höfundinum,
þýðandanum og útgefendum til verðugrar lofdýrðar. Ritstjóri
Heimskringlu tekur undir sama lagið, með dálitlum pist.li með yfir-
skriftinni “óánægja og ofbeldi”, sem birtist í sama blaði. Vel má
virða xitstjóra Heimsk. það til vorkunar, þar sem hann býr í hálft
annars þúsund mílna fjarlægð, frá þeim stað sem hér er um að ræða,
og viðburðirnir skeðu, verður því ag treysta, að rétt og sanngjamlega
sé skýrt frá málavöxtum, en þar hefir hann hlotið átakanlegt “april
fool” hjá McClures Magazine og höfundinum, ef M. J. S. er búsettur
í f jarlægð frá Seattle, á hann rétt til vovkunsemi, en sé hann búseþt-
ur í Seattle eð,a nærliggjandi stöðum, þá skuldar ialmennigur honum
óþökk mikla, fyrir að flytja rangt mál, á móti betri vitund.
Sálmurinn byrjar með feitum formála, sem hljóðar þannig:
“Hanson borgarstjóri er nú alt í einu orðiini einn hinna allra
xnerkustu m.anna í Ameríku. Um aldur og æfi mun mannkymsagan
skýra frá því, hvernig hami stöðvaði og braut niður uppreistina í
Seattle. McClure langaði til að flytja lesendum blaðsins áreiðanlegar
fregnir um atburð þennan og sendi Mr. Hanson rafskeyti og bað
liann um helztu atriði atburðanna og lét prentvélarnar bíða á rneðan.”
Mjög er það eðlilegt að McClux* *e sneri sér til borgarstjórans, til
að fá þessar upplýsingar. í fyrsta lagi af því, að hami sem aðal em-
bættismaður borgarainnar, átii að vera öllum slíkum málum öðrum
fremur kunnugri. í öðru lagi, af því hann er maður í hinni ábyrgð-
mestu stöðu borgarinnar, eiðsvarinn embættismður itil þess að sjá um
að hver borgari fái hlutdrægnislaust að njóta réttar síns, og í þriója
lagi, af því að liax-n átti þessa stöðu sína, verkamönnum að þakka.
Hann var kosinn í þessa stöðu undir merkjum verkamanna, var því
full ástæða til að vona, að hann mundi síst af öllu halla rétti þeirra
og segja frá málavöxtum gagnstætt sannleikanum, eins og raun varð á
Blaðið telur hann verða frægan og nafn hans ó dauðelgt í mann-
kynssögunni. pað fer mikið eftir því hver þá sögu ritar; ef stjórnar-
vitringurinn ritar hana sjálfur, er það rnjög sennilegt að hami sjái
svo um, að ekkert atriði falli undan, sem geti prýtt sitt nafn fil dýrðar
«n það þarf nú ekkert sérstakt mikilmenni til þess að koma á gang
endurminningum um sjálfan sig, sem lengi lifa. Eg hygg að íslend-
ingar, til dæmis, muni lengi eftir vísunni hans Sölva heitins Helga-
sonar; “eg er gull og gersemi” o.s.frv.
Nöfn Neros og Ealigula eru ódauðleg í sögunni, að ógleymdum
Júdasi Iskariot. í hvers fótspor, stjórfræðingurinn hefir nú dyggi-
Jega fetað, að því er verkamenn Seattle borgar snertir? “Hvernig
hann stöðvaði uppreistina í Seattle.” Hér var eklci um neina upp-
reist að ræða, heldur aðeins innanhéraðs verkfall. Mér dettur elcki
í hug að trúa því, að stjómvitringurinn sé það andlegt. kögurbam,
að hann kunni ekki að gera greinarmun á uppreist ag verkfalli, fer
hann hér því vísvitandi með rangt mál. “Ole Hanson, áleit skyldu
sína, að vara landslýð allan við háska þeim, sem af Bolshevikum stæði
en sem fjöldi manna gjörði lítið úr.“ Fjöldi manna vissi mikið vel,
að verkfallið í Seattle og Bolshevikehreyfingin í Rússlandi, áttu ekk-
er,t hvort við annað, nema að tilefnið að hvortveggja varð til, var það
sama: kúgun og ill kjör.
“Skeytið kom til Ilansons um miðnætti og sendi hann fréttina
úr í’úminu og lét hraðritara taka niður. ” Mér dettur í hug, þar sem
Ben. Gröndal segir í heljarslóðarorustu, að Napoleon kleip Joseph-
inu drottingu í rúminu hjá sér, þegar honum hugkvæmdist að fara í
stríð. Já, mikið lá nú á. Stjórnvitringurinn gefur sér ekki einu sinni
tíma til að fax'a í nærbuxurnar, en lætur hraðritarann setjast á rám-
stokkinn og taka niður sitt meistaralega sálarafkvæmi og senda það
út í veröldina. pess er ekki getið hvort hraðritarinn hafi verið kai’l
eða kona, enda varðar engan um það og kemur málinu ekkert við;
hitt varðar meira, að skilmerkilega og hlutdrægnislaus sé frá sögu
sagt; en því happi er alls ekki að hrósa. Stjórnvitringurinn umhverfir
sannleikanum; gerir úlfalda úr mýflugu, úr öllum þeim atriðum, sem
hann hyggur að almenningur finni verkamönnum til ámælis, spinnur
margþættan lygaþráð, og úr honum hygst hann að vefa sjálfum sér
dýrðlega guðvefjar skykkju.
Blekkingin hjá stjómarvitringnunx byrjar með því, að hann
grípur imi í miðja söguna og byrjar á 6. febrúar, og gefur í skyn, að
þá hafi uppreistin dunið yfir íbúa Seattle borgar, eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Til þess nú að sýna að hann fer hér með vísvitandi
ósannindi, ætla eg að fara nokkram orðum um verkfallið og tildrög
þess:
Vei’kfallið bófst í skipakvíum Seattle borgar, þar sem 35,000 skipa
byggendur báðu um hærra kaup. Allir þeir sem í þessum skipakvíum
vinna, tilheyra verkamannafélagi og gera alla sína samninga við verk-
veitendur sína, gegnum fulltrúai’áð, sem nefnist málmiðna ráð (Met-
al Trades Counsel) sem samanstendur af fulltrúum frá 21 félagsdeild,
(17 þegar verkfallið hófst) pannig stóðu sakir þegar Bandaríkin fóru
í sti’íðið, Nú er það öllum kunnugt, að undir eins og stríðið hófst, tóku
lífsnauðsynjar að hækka, samt hækkaði ekki kaup verkamana, sem
neinu nam, fyr en eftir að Bandaríkin fóru í sti’íðið og ekki fyr en
í ágúst 1917 tókst málmsmiðum að fá fast ákveðið kaup (wage scale),
sem þá náði ekki til nema svo sem eins þriðja af málmsmiðum Seattle.
Sumar skipakvíamar náðu ekki til þess, vegna samninga sem gerðir
höfðu verið við stjórnina, sem vöi’nuðu að þeir gætu fengið hærra
kaup, nema með leyfi stjómarinnar. Nefnd var send frá Washington
til að laga kaupið, en í staðinn fyrir að miða kaupið við framfærslu-
kostnað fólksins, þá miðuðu þeir við það kaup. sem var fyrir stríðið;
þannig fengu sumar deildir 60 cent meira á dag, en uni var beðið, en
meiri hlutinn 22% eent minna en þeir fengu í öðrum kvíum og vei’k-
smiðjum; 82% cent minna alt yfir. A þessu byrjaði óánægjan, en óá-
nægjunni var haldið' til baka af stjórnamefndum héraðdeildanna og
niðurjöfnunamefndinni, á meðan stríðið stóð yfir, vegna þess að land-
ið þurfti að hafa vinnukraftinn óskiftan. Verkamenn álitu að em-
bættismenn hinna ýmsu héraðsdeilda, hefðu ekki rétt t.il að binda
hinar ýinsu verkamannadeildir þannig löguðum samningum, án þess
að bera það undir atkvæði hinna ýmsu deilda. 1 meir en ár héldu þeir
áfram vinnu með stöðugum mótmælum gegn ósanngimi samninga
þeirra, sem þeir áttu engan þátt í að búa til. Hvað eftir annað báð-
ust þeir áheyrnar, en árangurslaust. Samt sem áður unnu skipabygg-
endur Seattle að byggingu flesti'a skipa í veröldinni á því tímabili.
26 per cent af skipum Bandaríkjastjómarinnar, sem bygð voru á
meðan stríðið sitóð yfir, voru bygð í Seattle einni. Eftir að vopnahlé
var samið og eftir margítrekaðar tili’aunir til að komast að samning-
um, en árangurslaust, var vei’kfall borið undir atkvæði hinna ýmsu
málmsmiðafélaga. Hver verkamaður hafði atkvæði í hvaða deild sem
hann tilheyrði, en í hinum ýmsu héraðdeildum og málmsmiðadeildum
eru samt- atlvvæði italin eftir fulltrúafjölda hverrar deildar, en í þessu
tilfelli var meiri hlutinn með verkfalli, hvom veginn sem talinn var.
10 af deildunum voru með verkfalli, hver eftir sinni stjómarskrá, sem
sum útheimtu tvo þriðju atkvæða, en sum þrjá fjórðu, af hinum sjö
var aðeins eitt sem ekki náði meiiihluta með verkfallinu. Atkvæði
voru talin þanr. 6. des. 1918. \ ar auglýst og geymt hjá málmiðna-
raðinu til þess tíma, sem ákveðið yrði. Á imeðan var lialdið áfrarn að
kornast að samningum, en árangurslaust. Fimtudaginn 16. jan. 1919
var verkfallið ákveðið að skyldi hefjast næsta þx’iðjudagsmorgun.
Tacoma málmiðnaráðið tók sama ákvæði. Kröfurnar voru $8.00 á
dag fyrir málmsmiði (mechaniks), $7.00 fyrir sérsitaka verkamenn,
$6.00 fyrir hjálparmenn og $5.50 fyrir algenga verkamenn, 8 tíma
dag 44 kl.tíma á viku. Flest virtist benda á, að kauphækkun algengra
vex’kamanna, væri það helsta sem vex’kfallið var hafið fyrir. Tilefnið
var, að verzlunarmenn og séstklega huseigendur Seattle borgar, höfðu
ckrað of mjög á íbúum borgarinnar. parafleiðandi var dýrara að lifa
í Seatle, en í Los Ángelos, eða öðrum stöðum í Californiu. Millgöngu-
nefndin skýrði frá því, að verkveitendur væra viljugir til að hækka
kaup við iðnaðarmennina en ekki við algengu verkamennina, en þeir
stóðu allir saman sem bræður, allir gengu út og engin tilraun var
gerð til að halda áfram vinnu. Sérstaklega mætti minnast á afstöðu
Mr. Piez, ráðsmanns Bandaríkjastjómarinnar við flotadeildina á með-
an á stríðinu stóð; hann tilkynti verkveitendum Seattle borgar, að
ef þeir gæfu verkamönnum eftir, léti hann þá ekki hafa stál og seinna
meir hótaði hann þeim að draga til baka samninga sem hann hefði
áður gert unx byggingu slcipa, ef þeir breyttu kaup-reglugerðinni;
hafði hann þó áður verið búinn að gefa verveitendum og verkamönn-
um, rétt til að semja með sér, sem þeir ætluðu að gera. pannig lialtr-
uní, rétt ítil að semja með sér, sem þeir ætluðu að gera. panig haltr-
aði hann til begggja hliða gegnum alt verkfallið.
Meira næst
Sherwin-Williams
Paints &■ Varnishes ál
Heimilis fegurd
sem þýdir heim-
ilis fagnadur
Gamlir húsmunir eru
eins og gamlir vinir að
því leyti að þeir eiga
sælar endurminningar.
Ef því þú átt gamalt
borð, kommóðu, bókaskáp eðs
stóla sem þú hefir fengið frá
ömmu þinni, há haltu trygð við
það, verndaðu það og dubbaðu það upp þangað til það
verður sem nýir munir; skreyttu það með
SHER WIN - WILLIAMS
Varnish Stain
Sem gerir munina þannig að þeir verða einkennilega
fagrir og breyta gömlu svo að segja í nýtt. Gamlir
húsmunir þurfa oft ekki annað en að vera þanniar
smurðir til þess að fá aftur sína frumlegu fegurð. Litir
fást af svo nxörgum tegundunx og með svo margskonar
blæ að þeir breyta öllum viðartegundum.
MAR-NOT á gólf, búið til á gólf sem má ganga á
og dansa á ef þess þarf. Skemmist ekki þó vatn hell-
ist á það eða húsgögn séu dregin eftir því. MAR-NOT
er seigt, varanlegt og alveg vatnshelt, þomar á 8
Idukkustundum, verður dauft þegar það mætir núning,
liturinn er ekki áberandi, mjög góður á harðviðar-
gólf. ' ’ •
SCAR-NOT á húsgögn og viðarverk; hefir orðið
til þess að snúa þúsundum kvenna til þess að líta eftir
heimilum sínum. pær nota SCAR-NOT til þess að
gera húsgögn sín ný og falleg. Jafnvel sjóðandi
vatn vinnur ekki á því.
REXPAR, til utanhúss notkunar á
hurðir og fleira—pað er alveg vatns-
helt og verður aldrei hvítt hvað sem
á gengur.
Vér höfum fullar byrgðir af Sher-
wyn-Williams mál og áburði. Spyrj-
ið eftir litaspjöldum, verði eða
hverju sem þér viljið og þurfið.
Sveinn Björnsson, Gimli
petta var emmitt ætlun Karls Marxs, og Fredlxich Eixgles, þegai’ þeir
gáfu út stefnuskrá sameigna-manna árið 1987. í fyrstu börðust jafnað-
armenn fyrir sanxeignarhugsjóninni, en auðvaldið, sem réttilega sá
hina miklu hættu, barðist gegn og undirokaði frumkvöðlana með svo
harðfengislegum áram, að þeir dignudu vegna hugleysis, beindu þjóð-
málastefnu sinni á gamlar og troðnar götur og hrösuðu út í vei’ka-
lvðshreifinguna, sem ekkert er annað en auðvaldið—í hómopatisk-
ri mynd.
Ekki er hægt að koma hugsjónum stjórarbyltingarinnar miklu
í framkvæmd, meðan stéttakerfi auðvaldsins er við líði. Síðasta
eyrinum verður að fleygja ásamt síðustu krónunni, áður en vinnu-
friðurinn fæst.
petta voru hugsjónir Lenins þegar hann — með aðstoð Luden-
dorffs — hélt innreið sína í Rússland.
í ofanrituðu hötom vér látið css nægja að skýra frá kenningun
Lenins. Vér höfum engar athugasemd gert, hversu freistandi sem
það kynni að vera, því hlutverk vort hefir eingöngu verið það, að
skýra frá.
f næsta kafla verður sagt frá, hvernig Lenin hefir farið að því
áð bei’jast við auðvaldið í ættlandi sínu.
*) Meiri hluta jafnaðarmenn þýskir. pýð.
**)■ Miðstöðvar heimsviðskiftanna í Loncion og New York. pýð.
Athugasemd— Vér höfum birt þessa fögru, sömiu og merkilegu
grein, bæði til fróðleiks og uppbyggingar almenningi og sáluhjálp-
legrar huggunar þeim vinmönnum hjónanna sem taka sér svo nærri
hversu ljót sé pjóðstjórnarstefnan á Rússlandi. —Greinin er þýdd úr
Danska blaðinu ‘Póletiken,’ í Islenzka blaðið ‘Verkamaðurinn’
á Akureyri. —Ritstj.
WONDERLAND
ÞEGAR V0RIÐ KEMUR
Regnbogabrúin heitir sýning
sem þar fer fram urn þessar mund-
ir. Önnur sýning er þar eixxnig
sem heitir “pegar sólin settist”
Og þriðja sýninghi fer þar fram á
föstudaginn og laugardaginix sem
heitir “Hver vill giftast mér”
“Miðnætur æfintýri” heitir
isýningin senx þar fer fram næstu
viku.
P J ÓDRÆ KNISFEL AGIÐ
verður þér eðlegt að fá eitthvað til að hreinsa blóðið. Hinir löngu vetrarmánuðir hafa gert það þykkra og
vinnukraftarnir lxafa mhikað sem kemur án efa af þvíhversu loftlítil húsin eru að vetrinunx og einnig af því
hversu lítið nxaður er úti.
Eix þegar þú leitar lælaxiixga, hví ekki að fá sérþað bezta"
“LAXCARIN”
Er læknirinn í sætinda lýki,
Winnipegdeildin hélt fund á
þriðjudaginxx og voru þessir kosnir
í embætti: Arngi’ímur Johnsoix,
forseti; séra Rúnólfur Marteinssoxx
varafoi'seti; Gunnar J. Goodmuixd-
son, féhii’ðir; Guðmundur Sigui’-
jóixssoix, ritari; Ólafur Bjarnason,
meðráðamaðui’.
pað er viðurkeixt af þúsundum, sem bezta maga- og blóðlu'einsunai’-meðal í Ameríku. Viixnur fljótt og
vel en samt án verkja.
fvær plötur teknar að kveldiu munu duga. Laxcarin er ekki selt í lyfjabúðunx, af því vér
viljum vera vissir um að kaupendur fái aðehxs góð1 og íxý lyf. pað mun duga, jafnvel í verstu tilfellum,
að fá 5 öskjur — kosta fimm dollara. Ein askja einn dollar.
LAXCARIN PRODUCTS CO. Dept. XI—17. Pittsburgh, Pa.