Voröld - 11.11.1919, Blaðsíða 4

Voröld - 11.11.1919, Blaðsíða 4
Blá. 4 VORÖLD. Winnipeg 11. nóvenxber, 1919 kemur öt & hyerjum þriðjudegl- Otgefeadur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Voröld kosta $2.00 um árið i Canada, BandariUjunum og á Islandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri:—Sig, Júl. Jóhannesson Ráðsmaður:—Victor B. Anderson Skrifstofa. 637 Sargent Avenue Talsími Garry 4252 “Þrír, tveir, einn, enginn” eða “TIL pESS Frá því er sagt a.ð á íslandi hafi verið maður sem liafði inargar fasteignir undir höndum. pegar leiguliðar hans fæj’ðu honum spesi- umar, sem át.tn að vera tuttugu í'yrir hverja jörð um árið, talcli hann alt af þaiunig. að liann byrjaði íi tnttngu í staðinn fyrir einni. “Tuttugu, ní'tján, átján, seytján,------í--------------fjórar, þrja. tvær, ein, engin’’. og mcð því að hafa “engin” vántaði æí'inlega eina spesíuna. Leiguliðamir tóku ekki eftir þessu, eftir því sem sagan segir, og borguðu spesíuna í viðbót í einlægni og grannleysi. Græddi karl á þe«su stórfé, þangað til drengur sem oinu sinni var með pabba sínum, tók eftir bragðinu og sagði frá því”. pe.swi mg& datt oss í hug, þegar vér lásum blekkingagreinina hans Jóns fasteignasala í Lögbergi 30. oktober. sem hann kallar í tor- inni miðri”. llvort hann hefir nokurntíma æft sig í blekkingum við fasteignasölur sínar, það vitum vér ekki, en hitt er víst. að hann leggur sig til við þá list, þegar hann fjallar um stjommaliu. Ln hou- um ferst, það eins og manninum sem Guttormur J. Guttormssson sog- ir að liafi “dottið ofan í kjaftinn á sjálfum sér”. possi grein hans verðiir til þess að ilraga hann uf ur skumaskotinu og syua uniskift- inginn í fötmn keisarans. Ilann kemur þarna beint ut á moti bænd- um. og verlmmönnum: hann ber vérkamiinnum giæp á brýn og bænd- um náiega það sama. pessa fögru klausu birtir hann utn verkamenn- ina: “Stefna þeirra (verk/amannanna) ev að fá scm niest laun fyri'r semfminsta viruni og til þess að koraa fram þeirri liugsjón. eru þeir til þess albúnir að nota afl sitt til þess að þvinga þjóðfélagið til þess að veita þeim það án tillits til þess, iivort það er í færum um(!!) það oða ekki, og án nokkurs tillits til flokka sem aðra atvinrui stunda inrtan þess”. Og til þess að ná þcssu takmarki, eru þeir og til þess búnir að samoinast í sérstakan pólitískan flokk til þess ,að ná í sínar hendur löggjafarvaldi bæjanna, fylkjanna og landsins”. pessi “til þess” klansa minnir á greinina í málfræði Halldórs Kr. Friðrikssonar, þar sean hann er að skýra nyt-semi fomafna.. Hanu segir: “Ttarnið lofaði foður bamsins að ef faðir barnsins gæfi baminu köku, þá skyldi barnið vera þægt, við fiiður bamsins”. í þessavi grein lætur Haildór orðið “bam” koina fyrir 6 sinnum, en í siuni klausu iætur fasteignasalinn orðin til þess kotVta fyrir 8 sinnum. Svona or stíllinn á Lögbergi yfirleitt, og þarf etigan að furða þót.t Jón legði icapp á að koma öðrum frá blaðinu til þess að setjast í stólinn isjálfur til þess að, sýna ritsnildarhæfileikana. Annars er það einstaklega vel tíl fundið. að sá maður bregði verkamönnum um að vilja láta sem minist úti og' vilja taka sem m,est inn, sem sjálfur hefir stundað þá at- vinnu lengi, sem honum finst líklega byggjast á því, að vinna «e*n mest og þiggja, sem rninst, fyrir — vér eigum við hin hákristilegu atvinnuigrein, fasteignasöluna, oins og hún var rekin hér í bæ á dugg- arabandsárum Jóns Bíldfolls. ^Jakob konungur annar, skildi það ekki að fólkið var að va-kna og farið að hugsa sarnian; hann sá ekki ölduna sem var að rísa í þjóðaraálinni, fyr en of seint. Sama var að segj:a um Rússakeisara og fleiri menrr. Jón Bíldfell er orðinn svo vajiur því að auðvaldinu hepnist að haldia alþýðunni og framsóknaröflunum sundraðum, að hann skilur ekki möguleika þess að sannfrjáMyndir menh í hvaða st.étt eem eru. framgjamir bændur og verkamenn geti sameinast á svæðum s'tjórimiálanna til þess að ntæta sameigmlegum óvitri — auð- valdí, afturhialdi og grút. pess vegna skilnr hann það ðkki, að Voröld geti fylgt, þeim hluta frjálslynda flokksins sem ekki sveik 1917, bædaflokknum og verkamannaflokknum; en honum fiins't það eðli- iegra lað Lögberg gæti bæði fyigt afturhaldsflokknnni og samsteypn- flokknum og að nokkru leyti frjálslynda flokknum, ef hann minnist okki á svikin 1917. Við skuluni annars bíða og sjá hvað setur, Jón sæll, þegar fylkis líosningamar fiara fram í sumiar; má vera að þá falli hreystrið afi aug- um þér og andi skilnings komi yfir þína knstnu1 sál, svo þn sannfær- ist um það, að menn sem úti á landi vhma, þnrfii ekki að vera og verði ekki eins f jiarlægir þeim sem í borgum vinna og þú nú heldur. j Að þú sjáir ofsjónum yfir því að ritstjóri\Voraldar var beðinn ao mæla máli Mótherwelle, mannsins sem þú hefir sjálfur talið hrein-1 astan allra pólitískra manna, en að þú fengir ekki það traust eftir svikin, það or eðlilegt að þér svíði; en þér er óhætt að taka þig sam- an í andlitinu til þess að vera viðbúinn uppskerunni af því sem þú sáðir 1917; þetta er byrjunijt. pú varat fljótur að þvo af þér frjálslyndia ósómiann 1917, þegar þú sást að það borgaði sig betur, en þótt það ætti að verða bráða- liyrgða fataskifti, þá mætti svo fara, að þér gengi miðut- að hafa fataskifti aftur — gæti venð að augu fólksins sæju þig alls nakinn á meðan síðari fataskiftin fæm fram og þá færi fyrir þér líkt og nátt- trölliiMi sem dagaði uppi er sólin og morgunroðinn ljmuðu haf o.g lýstu sveitir. Vér getum sagt þér það í einlægni, að við næstu kosn- ingar sækja livergi trúir frjálslyndir menn, framgjaruir bændur og umbótamenn liverir á móti öðrum. pað verður þá haft alveg eins og 1917, þar sem verkamenn og frjáMyndir unnu saman. í Assiniboia sótti afturhaldsmaður og samsteypumaður á móti W. B. Motherwell, hinum frjáMynda ráðherra; þar var um engan frjálslyndian bænda-; fulltrúa að ræða nemá Motherwell, og sést það glögt á því, að öll j rifturhaldsblöðin að Lögbergi meðtöldu, studdu Gould og unnu áj raóti Motherwell; auk þess voru samsteypumenn sendir alla leið frá i stjóminni í Ottavva til þess að hjálpa Gould. Var annars ekki Lögberg á móti Motherwell af sömu ástæðu og það var á móti Laurier 1917? — þótti ekki líklegt að það borgaði sig að fylgja honum, þótt sama blað reyndi að sjúga búnaðarkúna í Sás- katchewan á meðan Motlierwell vmr þar búnaðarráðherra. 1 Ontario hefir þegar komið fram samvinnuárangur frjálslyndra manna — þar er verið að mynda stjóm bænd'a, verkamanna og frjáls- lyndra manna; foraætisráðherrann erf rjálslyndur og var þingmanns- efni Lauriers 1917; en samsteypumönnum og afturhaldi var sópað í bnrtu. Sama sagan mnn gerast hér í Manitoba 1920; hvað sem Lög- berg segir. Sömu blöðin í Ontario fylgdu bændum og verkamönnum cg sannfrjáMyndum mönnum, og síst ætti Jón Bíldfell að undra þótt sama blaðið gaitoi fylgt, fleiri flokkum ett einum, þar sem hann lætur blað sitt . fylgja tveimur flokkum sjálfur. — Voröld fylgit' hvaða framsóknarflokki sem er, en Lögberg hvaða aftuhaldsflokki sem er — það er hinn eðliIegL inunur þeirra blaða. Undir stjórn Jóns Bíldfells var Lögberg látið fylgja því verafa úr báðum gömlu flokkununt. McKenzie King afsagði að sækja á móti frjáMyndnni bónda í Ontario, en hann hvatti Motherwell til þess ,að sækja á móti aftur- haIdsþóndanum í Assiniboia. Bftir dómi Lögbergs sannar þetta auð- vitað það, að McKenzie Kinig sé pólitískur fábjáni, sem þyrfti að fá sér lexíu hjá liinum pólitíska leikfimnismanni í ritstjómarstólnuni að Lögberigi; manninum sem hafði fataskifti á einni nóttu 1917, og vildi nú gjarna fá, gömlu fötin aftur, en nær þeim ekki. Lögberg neita.r því, að Dixon hafi verið verkamannafullt mi 1915, og hefir það því til sönnunar, að vér höfum sagt í Lögbengi. að hann bafi fylgt framsóknarflokknum í öllum aðalatriðum. Vér endurtök- um það. Dixon fylgdi þá og fylgir enn stefnu framsóknarflokk.sins í öllum aðalatriðum, ert hann fylgir ekki Norrisflokknum síðan sá flokk ur brást stefnu sinni. Spyrjið Dixon sjálfan hvað hann hafi um það niál að segja. Dixpn fylgdi framsóknarflokknum áður en hann sveik, alveg eins og ritstjóri Voraldar fylgir þeim hluta framsólcnarflokks- ins sem ekki sveik (Laurierflokkhm), og Dixon fylgdi jafnframt verkamannaflokknum, alveg eins og ritstjóri Voraldar gerir nú. Eftdr dómi Löghergs, er Dixon pólitískt flón I þessu atriði. Næstu kosningar sýna hvað kjósendur í Winuipeg segja um það. Pasteignasalinn tala-r um að Voröld mjólki landann. Heyr á •s.nd- jemi! Hver «r sá Islenclingur, s^hv rækilegar liefir mjólkað Vestur- íslendinga en maðurinn sem siuuir keima við Transcona? Vill Jón Bíldfell nefna einhvern sem betur hefir gengiðfram í mjólkunarstörf- 1 um fyr eða síðar? prátt fyrir tugi þúsundii < 1 nIa sem Lögberg hefir hlotið ttf fólksins fé úi' greipum stjói'nanua, licfir það sent út menn til þess að selja hluti; Vorölcl hefir einnig selt hluti, og þar með er upptalið, að því er það blað snert ir. sama verður tæplega ®agt. um Lögberg — og sízt um Jón Bíldfell. Vill liann safna til samanburðar. mjólknrsögu Lögbergs og Voraldar? Vér erum reiðubúnir til þess. “-------þrír, tveir, einn, enginn”, sagði fasteignasalinn á ís- landi. og náði þannig einni spesíu frá hverjum leiguliða á hverjvt ári, með því að blekkja. Getur verið að samstcypust.jórnarritstjóran- nm takist að blekkja nokkra menn í bráðiua, en það varir eklci lengi. i Annars dettur oss í hug stutt skrítla; prestur kom þav ttð. sein drengur var að bygggja hús úr mykju: “Hvað ertu að gei'a drengur minti?” spurði presturinn “Eg er að húa til kirkju”. “ pað er alveg rétt; það I lýsir því að þú ert góðttr drenguv’’. sttgði prestur. “ Já, og ef eg liefði J nóg af fjóshaug, þá skylcli eg búa til pi’est líka”, sagði pilturinn, en I presturinn' þagði. pegar andi samsteypunnar bygði kirkju sína að Lögbengi 1917, þurfti liann ekki að kvarta um það, að liann hefði ekki nógan haug til þess að búa til prestinn líka t— það kemur í Ijós hverjum deginum bet.ur. Norriastjórnarparttirinn af Lögbergsgreininni verður athugaður í næsta blaði. -------—o------------ Ritstjóri Heimskringlu Oefur það enn í skyn, áð ritstjóri Voraldar hafi átt upptökin að rnálsókn Prestcns gegn blaðinu. petta er með öllu rangt og hann veit það sjálfur. Ritstjóri Voraldar er alls elcki í nöp Gunnlaug Trýggva; vér vituin að hann er yfir höfuð rorlegur drengur, og þegar svívirði- legasti ósóminn átti sér stað í Ottawa. hafði hann á Iiendi vandastörf erg hann leysti samviakusamlega af hendi, eins og óhlutdrægum un.'.ni sæird'.. — Vér trúum því, að hann hafi verið á einhvera hát! kiigaður tii þc>s að ráoast á Voröld moð þeirri aðferð er hann hcfir á rnóti vilja síntim og betri vitund. . Vér þekkjum flokkshlöðm og köuiunrjst við aðferði >• þeirni og vit um hvers ritstjórar þeirra mega vænta, ef þeir ekki beygja sig í auð- mýkt, og undirgefni undir högg nppboðshamarsins — Af þessum ástæðum berum vér samhygð með ritstjóra Heimsk. og höfum sannar- lega ekki hvatt til málsóknav gegn liomim. Ilitt er satt að vér vornm beðinn að þýða grein hans nm Preston og gerðum það eftir margar ítrekanir. Hver npphaflega hefir bent á greinina vitum vér ekki, en vér færðumst undan að þýða hana. pótt það auðvitað gæti ekki kom- ið til nokkurra mála að neita því, þegar vér vorum beðnir þess áf þeim er varið hefir oss fyrir ofsóknum þeirra er að Heimskringlu- standa. Látum þá er þýtt hafa gíeinar Voraldar vera jafn hreinlynda og vér erum að segja sannleikann opinberlega. Gunnlaugur Tryggvi má rannsaka málið og hann finnur það út, að hér er sannleikurinn sagður, allur sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn. Islenzkt þjóðerni Séra Adam pogrímsson flutti langan og ágætan fyrirlestur í Goodtemplarahúrýnu 5. þ.m. fyrir fullu búsi. Samkr.man va- ahldin tll arðs fyrir J*ns I’jarnasonar skóla undir um sjón sd'ikmiiiar ‘Skuld’ Vér skri .'um fáein etriði úr þessum góða fyrirlesfu g birtuin par. hér í þeirri von að höfundur telji það ekki oss til syndar. pelt.ta verð- ur auðvitað sundurlaus4 og ófullkomið, en efni vonurn vér að hvergi verði hallað. “Enginn maður er verri né lélegri Canadaborgari þótt hann haldi trygð við móðurjörð sína og feðratungu; þvert á móti. Iíann er betri borgari fyrir það. Samkvæmt ómótstæðilegu eðli voru erum vér tví- skiftir. Mér dettur í þug -görmtl íslenzk þjóðsagar; hún er af selsham. pað er þjóðtrú, að selimir séu menn, og að þeir geti farið úr hömum smum og orðið menn aftur við viss tækifæri á vissum tímum. SaganJ segir frá því að kvennselur hafi þannig einhverju sinni kastað hamn- um; hún var uppi á strönd og þar sá maður hana og þótti hún vera forkunnar fögur. Hann tók hanrinn hennar og faldi hann, svo sels- konan komst ekki í sjóinn aftur. pað varð úr, að hún sæHi sig við landið — og varð að gera það — og giftist manninum. aPu átlu samian 7 böm. Einhverju sinni fann konan haminn sinn og fór í hann; sels- eðlið vaknaði; hún stóð á ströndinni og var til þess búin að stökkva t sjóinn, en liikaði og sagði við sjálfa sig: “Mér er um og ó, eg á sjö böm í sjó og sjö á landi”. En svo steyiiti hún sér í sjóinn. Sagan segir að eftir þelta hafi altaf öðrahvorn sést selur á sundi o,g sveinri fram undan bænum; var þar selskonan lijá börnum sínum í sjónum, en með hugann á bömum sínum á landi og manni sínum þar. pessi þjóðsaga er listaverk, eins og annars margar þjóðsögur vorar. Yér finnum til með konunni sem átti selshaminn. Yér seni nýlega eram komin að heiman, eram lík henni. Vér eram í hugsun og eðli skyld- ari íslaudi en nokkru öðru laudi. sá sem ekki elskar móður sína, er ekki heldur líklegur itil að elska fóstru sína hreinni ást. Hver sem er það iirþvætti að formæla móður sinni — ættjörð sinni — hann er líklegur til þess að svíkja fóstru sína — Canada. pér sem hér -mð fædd, eigið Canada að móður en Islancl að ömmu; en jafnvel þér getið etkki elskað móður yðar tralega ef þér fyrirlítið ömmu yðar, sem þér hafið fengið frá það blóð er rennur í æðum yðar. íslenzka eðlið vegur | meira hjá oss, en canadiska eðlið mieira hjá yður. Bæði þér og’ vér J gétum sagt, eins og selsmóðurin: “Mér er um og ó, eg á sjö börn í sjó ! og sjö á landi’' . Báðir flokkamir verða að skilja. hvor aunan, og forð- 1 nst að reka hníflana livor í annan eins og oft vill verða, þegar um j misskilning er að ræða. peir þurfa að vinna saman; takmark þeirra ' beggja ev hið satna — það að verða sem nýtastur borgari liér í landi. j pessir flokkar hafa misskilið hvor annan. pér segið stundum, að vér séum ótrair fósturiandinu ef vér viljum ekki afneita öllu íslenzku: j þér segið þá, að vér viljum lielzt búa til annað ísland hér í landi, og J slíkt séu landráð. Stnndum, er reynt að vekja óvild til allra útlend- ! inga hér í landi á þessum grundvelli. Afitur á móti er oss hætt við að ! líta yður hina homattga; vér segjum að þér séuð órækjur við ísland i og alt sem íslenzkt er o,g sitjið á svikráðum við íslenzkar liugsjónir. jpeitta er missldlningur á báðar hliðar; hvorirtveggja hafa velferð j CanacLa fyrir augum. Eg er í þeim flokknum sem ann meira því ! íslenzka, en eg ann samt Canada. IBg vil að íslenzkra þjóðareinkenna I gæti sem mest í Canadisku þjóðlífi, vegna þess að eg hefi trú á göfgi og þrótti hins ísúenzka þjóðernis og vil unna Canada þess. Og við eram frjálsir að því að hafa þá skoðun; vér eigum sjálfa oss og vér eigum meira að segja Canada —1 dl jafns við aðra- sem hingað flytja; af því o.ss er ant um canadiskt þjóðemi er oss það áhugamál, að alt hið góða úr íslenzku þjóðlífi vemdist inn í hið eanadislca. Vér verð- um að eiga itil sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Canada er nýtt land og hálfbygt eða minna en það; það hefir enn ekki náð þröska; Canada • á cnn ekki til þjóðemi; er ekki nógu gömul til þess. Ibúar Canada koma frá öllutn löndum heimsins dl þess að gera þetta land að keim- ili sínu og fósturlandi; hver þjóð fyrir sig kemur hingað nieð sín irtargra alda gömlu einkenni og þær mynda allar hina eanadisku sam- steypuþjóð : eTt til þess þarf mörg ár. Sú hin nýja þjóð fær ekki á sig fastan stimpil á svipstundu. Pom einkenni ætita.. og þjóða afmást ekki í fljótu liasti — ekki fyr en eftir aldaraðir. Áhrif hinna ýmsu þjóðbrota verða mismunandi mikil eflir fjölda og styrkleika eða )>i‘ótti. Alt það beztta á að verða eign hinnar Canadisku þjóðar sem. nú er að hyrja að skapast. Sé sá þjóðflokktu* nokkur hér scan ekki til- cinki sín heztu einkenni Canadisku þjóðinni og varðveiti þau henni til handa, þá er hann svikari. Vér íslendingar eram fáir, en vort pund er igott þófl smátt sé og oss er ekki einungis heimilt heldur skylt að ; ávaxta það þannig, að því sé sáð til áhrifa í hinum Canadiska jarðvegi Margir cru þeir sent hræddir virðast við það að Imldn sóvkennuih. j vorum: þykir jafnvel rninkun að þjóðerai sínu, eða öllu heldur þykir | minkun að sjálfum sér; peir vilja skýla sér‘í slcugga annars þjóð- | ernis-; þeir eru hræddir við útlendingsnafnið — þetja sprettur af hug ! leysi og niíisskilnmgi. Vér eram partur af Oanadiskn þjóðinni með | fullum rátti til þess «.ð neyta krafta vorra og áhrifa á Canadiska þjóð- I félagið. Vér þurfum ,að láta oss skiljast það að vér — já, vér sjálfir— j erum að mynda Candadisku þjóðina og ernm í raun og sannleika menn mieð mönnum; vér érum skyldugir að gefa Canada alt sem vér : cigum; allan arf vom; en til þess að geta það, verðum yér að varð- ( veita hann og megum ekki glata lionum. því enginn getur gefið það | sem hann hefir glatað. pað er eins og vér skiljum þ.að tæpast að vér eritm' frjálsir menn í frjálstt landi. Canada vill elclci þræla; Canada j vill frjálsa menn og frjálsar konur; cnginn ber virðingu fyrir þræl- um, né fyrir þeim sem ekki ber virðingu fyrir sjálfum sér. Eg vona að þeir séu fáir. sem skammast sín fyrir sitit eigið þjóðerni, en þeir eru ! of fáir sem gera sér grein fyrir því að í þeSsu efni ekki síður en öðru er það Ijótt að vera hálfvolgur. Að það séu landráð að halda við líslenzkri tungu og íslenzku þjóðemi er lteimska; að það geri oss að j lakari horgurum er villukenning; þar er gjöraamlega höfð endaskifti á sannleilcanum; það að ha-Ida við þjóðerni vort gerir oss betri borg- i ara. pegar vér leggjum rækt við íslenzlct þjóðemi, leggjum vér einn- ig rækt við sjálfa oss eða það bezta sem til er f oss) með því varð- J veiittúm vér öflin sem gerðu ass að mönnum og flytjum erfðagullið til fóstru vorrar; flyljttm hingað fræ til aðmynda Canadiskt þjóðerai: | ckki enskt, né franslct, né slcozkt, né þýzkt né íslenkzt né neitt sér- | stalct sem áðttr var til, lieldur alveg nýtt, og alveg séérstakt þjóðemi sem aldrei var til áðttr. ILér er að risa upp steric þjóð og göfug sem | hlotið hefir eitthvað gotlt frá öllnm, alt það bezta frá öllúm. Ættum vér að ofrælcja vort Islenzka þjóðerni meðan hið canadiska er að myndast? Ættum vér að ræna Canada vorum góðu eiginleikum og áhrifum? eða. erum, vér engir menn til þess að taka þátt í þessari miklu sköpuu hinn ar nýju þjóðar? Eigur vér ekkert til? Erum vér andlega allslaus ómenni? — Nei, Arér eigum milcið af ágætum arfi og finnum til þess að vér eram sjálfstæðir, frjálsir menn og léggjum •óhilcað rækt vi ð það sem Arér eigum. Vér erum nógu hugaðir til þess að varðveita það bezta sem vér eigum í fslenzku þjóðemi. til þess að gefa það Canada. í Sumár segja að vér eigunt að sameinast sem allra fyrst þeim sem hér hafa verið fyrir í landinu. Eigum vér þá að apa einhvem sér- stalcan floklc eða eigum við að apa þá alla? Eigum vér að líkjast þeim sem lengslt: hafa verið hér? þiað eru Indjánarnir; ef vér líkjumst þeim væri tæplega liætta á að vér yrðum vanvirtir með útlendings- nafninu. Ef vér líktum eftir Englendingum, þætti Prökkum miður og ef vér líktum eftir Frökkum sígi hranin á Etiglendingnum o. s. fnr. Nei, vér eigum eklci að apa neina aðra, heldur að vera það sem vér eram og skammast vor eklcert. fyrir. Vér verðum einskisvirðir vesalingar ef vér köstum voru eigin þjóðemi og lánum annara fjaðr- ir; látumsjá að vér hverfum ekki og gleymumst, heldur: “eigum þegar aldir renna. eitthvert spor við tímans sjá”. Látum anada bera þess merlci, að íslenzlcir menn og íslenzkar konur hafi komið til Canada og lifað þar. Ef vér glötum í hasti þjóðerai voru, drepum, þjóðareðli vont, þá deyjum vér sem vesalingar, er eng- inn veit um, og gefum Canada eklcert. Vér erum ísleudingar og getum ekki*annað verið: ef vér ekki

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.