Voröld - 25.11.1919, Síða 3
Winnipeg 25. nóvember, 1919
VORÖLD.
Bls. 3
T’ " " TH. joHNSÓN," " " ]
! Úrsmiður og gullsmiður
] ...Selur giftingaleyfisbréf. í
j Sérstakt athygli veitt pöntunum «
j og viðgjörðum utan aí, landi. ■
j 248 Main St. Phone M. 6606 !
•£'---------------------oa-
Victory Transfer
Furniture Co.
hefir til sölu ag kaupum allskonar
ný og gömul húsgögn að
804 SARGENT AVE.
Ef þér þarfnist emhvers, þá fiim
ið oss. Ef þið hafið eitthvað til
sölu skulum við finna yður.
Talsímar Sherbr. 1670 og M. 4025
Vér kappkostum að gera yður
ánægða.
Loðfatnaður
Góðar heimtur ur helju.
þegar þér þurfið að kaupa loð-
kápur eða loðskinnafatnað, þá
komið og finnið
A. & M. HURTIG
Áreiðanlega bezta loðfatasalan
í borginni.
Vér höfum ávalt eitthvað sérstakt
að bjóða fyrir sanngjamt verð
A.&M. Hurtig
476 PORTAGE AVE.
Talsími Sherbr. 1798
LANDAR!
Gleymið þið ekki að eg geri við
skófatnað og bý til inniskó iir
loðskinni. Einnig sel eg gamlan
skófatnað í góðu standi.
Alit vei’k ábyrgst og fljótt gjört.
J. S. Richter
Vinnustofa mín er í kjallaran-
um í Felix Apts., Wellington ave
og Toronto Str. (Áður Wellhigton
Block).
Cash and Carry Market
798 Sargens Ave., Talsími Sh. 6382
798 SARGENT AVE,
TALSÍMI SHERBR. 6382
Vér höfum úrval af kjöti og fiski
með mjöm lágu verði
Næsta hús við Wonderland
Skiftið við búðina sem selur
heimatilbúið sælgæti, — ávexti -
óáfenga drykki o. fl. o. fl.
V. J. ORLOTT
667 Sargent Ave.
The West End Market
hefir á boðstólnum allsko/ar kjöt-
meti af beztu tegund með mjög
sanngjömu verði; eeinnig
ALLSKONAR FISK
nýjan, reyktan, saltaðan og frosin.
Sömuleiðis allskonar
NIÐURSOÐIN MATVÆLI
peir sem kaupa í stórkaupum ættu
að finna okkur, því þeim getum
við boðið sérstök kjörkaup.
The West End Market
á hommu á Sargent og Victor
Talsími Sherbr. 494
þið, Englandsfararnir afturkomnu, sveitar-piltarnir héðan ís-
lenzkir að ætt, þið, sem boðnir voru í bardagann “ósjötlaða” enn,
þið sem eruð hér nú heilir á húfi og herskylduleystir mér hefir
boðist, að mæla nokkur orð til ykkar í kveld, að segja ykkur vel-
komna — og það geri eg. pó það verði fáort og flagurmælalaust, sem
eg segi, er eg ykkur engu ófegnari en aðrip.
Iíitt er mér gáta, hvað til þess kom, að kvennfélagið hérna, sem
liefir alla frammistöðu fyrir þessu boði, skyldi mælast til mín um
þetta. pó man ef það, að foreldri okkar in fyrri, trúðu því, að Freyja
ætti val hálfan á móts við Valföður, eða Alíöður. Og hún hefir orðið
að taka það sem til félst. Einnig veit eg, að þið húsfreyjurnar og
mæðurnar hérna, eigið nú fögnuð hálfan, eða meira, móts við bændur
ykkar, þann fögnuð, að synir ykkar eru slopnir heilu og höldnu hoim
til ykkar og viljið því tjalda öllu sem til or af ánægjuorðum yfir því
héraðshiappi, hváðan sem þau orð koma.
Drengir góðir — Eg veit, að þið munuð þola mér það, að eg
ávarpa yður sem feginsgesti, en ekki sem afreksmenn. þið komust
fæstir á vígvöll — sé annars nokkur frægð í því falin. Halli skáld
sagði, að sér förlaði þá fyrst Ijóðagerðin, þegar hann væri ekki við
yrkisefni staddur. Eins fór ykkur, þó það vrði á annan hátt. Ef til
I vill, hafa einhverir sem heima sátu. klifað eins bratta örðugleika eins
jcg þið, til dæmis foreldrar ykkar, við aukið erfiði. óttann um ykkur
! og söknuð sinn.
Drengir — Islendingadagurinn okkar í fyrra, 17. júní, voru sum-
ir ykkar viðstaddir, eins og venja ykkar var — allir, sem leyfi fengu
til. þið höfðuð þá verið heimtaðir í herbúðirnar fyrir nokkru, og það
gat orði'ð síðasti íslendingadagurinn sumra okkar saman, eins og alt
leit þá» tít. þið hurfuð ekki í herinn fyr en landsstjómin ákvað að
ykkar væri þörf, en brugðuð þá við umsvifalaust. I niínum augum
er það ykkur ámælislaust, að þið, sem hér höfðuð alist upp, sem höfðu
tekið trygð æskunnar við sveit sína, svo fasta, að fæsta ykkar mun
hafa langað héðan, að langdvölum — aö þið, scm höfðuð barist gegn-
um örðugleika og fátækt landnámsins við hlið foreldra ykkar, sem nú
voru aldurhnigin og útslitin, þangað til heimilishagir voru nú loksins
að verða ögn greiðari, — að þið, voruð ekki ófúsari út í alla óvissuna:
eg virði ykkur það fremur til dygðar en vorkunar.
En, á íslendingadags-skránni 1!)18, stóð ekkert ávarp lil ykkar.
Kkki sökum þesstað þið hefðuð gleymst, heldur vegna þeirrar eðlilegu
sérhlífni, sem varnar okkur flestum, að gerast sjálfboði tíl aö ræða
um það, sem okkur fellur þungt að tala um. Svö vissi enginn hvort
yltkar væri von. En, til að rjúfa þá þögti, ltom einhver, að lokum,
fram og kvaddi sér hljóðs. Ekki veit eg hvort hokkur ykkar tók eftir
i því, enda var kveðjan augnabliks úrræði og öil í molum. Fn eitt man
| eg úr henni. Sá' sem hana flutti, eiidaði orð sín á því, að hafa upp
j þúsundána gamla æfintýrið íslenzka, urn piltinn sem gekk út um nótt,
til að bjóða gestum inn úr illviðri, sem h,ann hélt að komnir væru:
þcgar út kom, sá hann níu konur svartklæddar ríða norðan bæ, og
níu konur hvítklæddar sunnan að. Xornir næturinnar, I alkyrjunnar
dökk-klæddu, náðu til lians fyr og veittu honum banasár. Hvítklæddu
konurnar, árdísir aítureldingarinnar, urðu seinni til vetvangs og sátu'
uppi svobúnar. Sá gesturinn á lieimiiinu, sem elstur var og vitrastur,
þýddi þennan fyrirburð svo, að svörtu konurnar myndu vera fylgjur
ills átrúnaðar, sem nú ætti þó skamt eft.ir. ltvítldæddu konurnar
myndu vera boðberar betra siðs, og hefðu viljað bjarga sveininum.
þær myndu vinna skeiðið von bráðara, þó nú hefðu þær orðið of sein-
ar,. Eg man að ræðumaðurinn 'sagði að siðustu, að sú myndi vena
innilegust ósk ykkar, frá sveitinni og sér: að í þetta.skifti yrðu heilla-
dísir íslands, hvítklæddu konurnar, fylgjur friðarins, fyrri til bragðs,
að sættir mættu takast svo snemma, að aldrci þyrftuð þið á vígvöll
að koma. Og þjóðsagan okkar, um drenginn “sem að dísir vógu”, er
j eins góð og hún er gömul til. Hún er fegursti útfararsálmur í heimi.
j þar er heiðnin að syngja sjálfa sig til moldar. það er eins og spár
| hans rættist, hvar sem með hana er farið. Á fslandi vættust þan’ fyrir
öldum síðan. Á ykkur í fyrra.
Heimboðið hér í kveld, er, mér að minsta kosti, bezta hófið sem
staðið hefir liér í býgð, einmitt vegna þess, að “dísirnar vógu” engan
af íslenzku drengjunum hennar. Eg inan enn hve heimadapurt mér
fanst hénaðið okkar, morguninn eftir, að þið, drengir, höfðuð verið
heimtaðir í herinn, þó ekki kvteði eg upp úr um það neitt þagnar-rof,
né ætti neinn venzlamann í þeim hóp, né óttaðist um, að til þess kynni
að draga. Eg veit ekki hvort eg hefði orðið neitt þungbrýnni þó svo
hefði verið. Líklega er það svartsýni, þegar maöur sleppur vel Jijálfur,
að láta sér hvarfla í hug, hvers miaður eigi eiginlega að njóta í, í að
komast sjálfur hjá gæfuraun granna sinna.
það þótti drengskapur í fornum sið, að heimta bætur fyrir fé-
laga sína, sem féllu í bardögum, og að launa vel gjöf lífs og lima.
þó þið, drengir, kæmust þetta klaklaust af, hafa eliki allir sömu heill
að hrósa. Samsveitungar okkar, ef til vill, einhverir di’engirnir sem
gengðu með ykkur í barnaskólann fyrrum, liggja enn óbættir austur
í Flæmingjalandi, eða fjær. þá fyrst yrði þeirra hefnt að makleg-
leikum, ef fyrir það yrði tekið, að aimað einis stigi yfir ykkar niðja,
þegar þið sjálfir eruð orðnir forfeður. Leitist við þær hefndir, hvar
sem fæii fæst. Flestar félagsbætur eiga upxitök sín hjá alþýðumönn-
um, þær renna fæstar ofanað frá völdum, sem varla er von, þau eru
aðeins geymslugarðar af gömlum landslögum, og allur vor gróður
byrjar á völlunum fyr en á fjöllunum. Kristindómurinn kennir sig,
enn þann dag í dag, við mann sem fæddist í fjárhúsi, og átti hvergi
liöfði sínu að að halla, að sjálfs hans sögn, sá rétti kristindómur, og
sán rangi reynir að dulklæða sig með nafninu hans.
Að vísu, stendui* hú vetur hér yfir alt utanliúss. En, úr því eg
minnist á vorkomu,ætla eg að hafa yfir íslenzk rímna-erindi, sem
einhver kvað sér til gamans einu sinni í einmánuði. þau eru svona:
Áin gýs, úr stíflu-stillu
Straumföll rísa keik.
Brota-ís í flóa-fyllu
Fremur hnísu-leik.
Regn í sveit, en f júlt til f jalla,
Flír’a og steitingar.
Vors umleitun yfir alla
Átt, til breytingar.
Lík leysing er nú iað brjótast fram í hugum alþýðu, um heim
allan — hér í Canada líka. Hún er hvorteggja I senn, hlý og rosaleg.
Mér finst það lán, að vera sem lifandi, til að vera vottur að henni,
þó eg endist ekki.yfir umhleypingana. En-þið, drengir, verið velkomn
ir, heim í foreldrahúsin — heim í héraðið okkar
heim til lands vorsumleitanna.
11. ’19.
II,-
Skýrsla úr Álftaveri.
.1
heim til Canada
Stephan G-
Kötlugosið 1918
ADAMSON & LINDSAY
Lögfræðingar.
806 McArthur Building
Winnipeg.
J. K. SIGURDSON, L.L.B.
Lögfræðingur.
214 Enderton Bldg.
Cor. Hargrave and Portage Ave.
Talsími Main 4992
v._
X-
Sargent Húsgagnabúðin
L. R. RAMUZ áður C. E. F.
HÚSGÖGN KEYPT, SELD
og
TEKIN f SKIFTUM
550 Sargent Ave. Winnipeg, Man.
(Milli Langaide og Furby)
ls að leysia. í leitir rólar,
Lækja-reisa að ós.
Berum keisum bleikir hólar
Blasa úr hreysum snjós.
Flóa-lygnan vikkar víddir
V atnsuppstignin gar.
Snjóar svigna í herðum, hýddir
Hryðju rigningar.
Laugardaginn hinn 12. okt. f. á. kom gos úr Kötlugjá í Mýrdals-
jöbli. — Ætla eg að lýsa því, setn daglega bar fyrir mig og þá, er eg
v’el mér að heimildarmönnum. Yerður lýsingin nokkurskónar dag-
bók meðan Kötlugos þetta stendur yfir.
Að morgni liins 12. okt. f. á. var hér gott veður, hægur kaldi á
austan-Iandnorðan. Dagur þessi var réttardagur Álftveringa. Heitir
lögrétt þeirra Fossarétt, og er hún fyrir ofan á þá er rennur fyrir
onrðaustan meginhluta Álftaversins og fellur í Kiiðafljót. Á þessi
heitir Skálm. þennan dag.fór eg til réttar og margir fleiri úr sveitinni.
þangað var og von á mönuum úr afrétti Ál’ftveringa, ’en hann nær alla
leið norður að Mýrdalsjökli og norður með honum að uastan. í fram-
lcið áttu menn þessir að smala alla upphaga milli Leiráv og Skámar
og reka saínið til Fossaréttar. Er við komuin þangað um kl. 12, sá-
um við eigi neitt til þeirra. a\’r því biðið um stund.fRiðu þá þrír menn
austur að Skálmabæjarliraunum, en svo heitir -bær einn í Álftaveri.
þar átti einuig að rét.-ta, og átti að reka óskilafé þaðan til Fossaréttar.
Biðum við álllengi, sem eftir vorum. Nálægt kl. 1 e. h. fórum
við aö heyra nið í stefnu til hájökulsins. En við héldum að sá nið-
ur væri í svo nefndum .Huntahálsfossi, sem ér í úthögum. Til jök-
ulsins sáum við ekki fyrir þoku og dimtnu, sem huldi hann allan.
Niðurinn fór nú smávaxandi; tókum við þá að undrast, hversu
mikill haun var orðiun, og urðum við óróir. Loks datt okkur í liug,
að hann mundi koma af Kötluhlaupi. í sama hili sáum við fjalla-
safnið koma, og fylgdu því nokkrir menn. því næst sáum við, að þeir
komu úr öíluin áttum og keyrðu þeir hesta sína sem mest þeir máttu.
l’rðum við þess þá fullvissir, að þeir höfðu lagt á flótta undan hlaup-
inu, og þótti okkur þá ekki vært lengur, enda gat þá að líta ægilega
sýn yfir Mýrdalsjökli. þeyltist öskumokkur mikill og dimrnur liátt
í loft upp, og heyi'ðust þungir dynkir og miklir. Urðu þá eldflog um
loft ;ilt og þrumur miklar.
Allir, sem við rétt-ina voru, stigu nú á bak sem skjótast og riðu
sem Jiestar konrust fram yfir Jákálin. Hinir, sem ekki voru komnir
til réttar, riðu saman á leið til Skálmabæjarh'rauna. þeir voru ofar
lyrir og áttu lengra'að ná fram yfir Skálmina. Um þá menn vissum
við ekki meira þennan dag.
þegar við komum fram yfir skálin, sáum við jökulgarðinn fyrir
vesta-u okkur svo seni 10 mín. ferðar vc.g frá okkur.
Héldum við nú sem hraðast fram að Herjólfsstöðum. þaðan gát-
um við séð, hvernig hlaupið brunaði fram. Var það þá komið beint í
\estur frá Herjólfsstöðum ug var á því flug allmikið. Töldum við
víst, að það yrði komið í svo nefnda Landbrotsá áður en við kæmumst
yíir hana. Dvaldist okku þá nokkuð á Herjólfsstöðum, meðan við
vonim að ráða við okkur hvað gera skyldi. Vorum við þar staddir ^
tvei'r saman frá bæjarhverfi því, er Sunnanbyggjaratorfa nefnist.
Ern þar 5 bæir. Á bæjum þessum var enginn karlmaður heima nema
Jón Brynjólfsson bóndi í þykkvabæjarklaustri. Gerðist okkur því
órótt mjög og bjuggumst til heimferðar. þcgar við komum að læk
þeim, er Braunbæjarlækur heitir, var hlaupið ekki komið í hana.
Héldum við því áfram, er við höfðum lofað hestunum að drekka. En
er við vorum komnir upp úr læknum, var hlaupi'ð komið að grasinu
fyrir vestan lækinn nál. 4—500 m. frá okknr. Hertum við þá reiðina,
sem hægt var, austur yfir Hraunbæjarleiru og alla leið heim. Hefði
ldaupið náð okkur á leiru þessari, mundum við hafa lilotið skjótan
dauðadaga, en við drógum heldur undan því. Virtist það far,a hægara,
meðan það var að dreifast út um leiruna fram af svo nefndum Kæl-
irum. þegar við komum heim, varð fólkið okkur allfegið. Y7ar það
þá farið að draga sig saman í hópa. Heim til mín var komin konan
Sigrún frá Hraungerði með öll hörn sín sex að tölu. Lét eg þá alla,
unga og gamla, fara heiman af bæjunum og suður í svokölluð Virk-
isfjárhús, sem eru sunnar og standa hærra en bæirnr. þegar þar 'var
komið, varð ekki meira að gert. þá var hlaupið að koma austur hjá
hæðum milli bæjanna og fylti itpji alla mýrina kringum þykkvabæjar
þessu fór fram hér, reið Jón Brynjólfsson austur að Mýrum. Á þeim
bæ var enginn karlmaður heima. Var þar ekki annað fólk en ekkjan
Jóhanna, ein stúlka og tvö hörn.
þessu næst kom hlaupið með miklu jakaflugi austur af öllum
hæðum milli bæjanna og fylti upp allar mýrina kringum þykkvabæjar
klaustur. Komst það nærfelt að kirkjugarðinum. En þá skall á nátt-
myrkrið, og Varð hver að taka því er að höndum bar. Dreif þá vikur
í sífellu, svo ilt var að horfa frá sér. Varð fljótt sporrækt. Eldingar
geisuðu um alt loft, og þrumur dundu í sífellu, svo varla varð hlé á.
öskumökkurinn gekk þá hér fyrir norðan, því kaldi var á landsunn-
an, er bæg’ði honum frá.
Að morgni liins 13. okt., sem var sunnudagur var vatnsflóðið að
mestu leyti hlaupið af, en jökulhrannir, sem víða eru 4 m. þykkar,
liggja svo langt sem augað eygir á öllum leirum og graslendi, sem
hlaupið fór yfir. Verður því nánar lýst síðar.
Nú var fólkið orðið óðfúst að vita um afdrif þeirra manna, er
sást til í gær fyrir ofan Skálm á hröðum flótta undan hlaupinu. Aroru
þar milli 20 og 30 af efnilegustu mönnum hreppsins. Um hádegið
komu flestir þessir menn heim til sín. Komu þeir gangandi, því eigi
var fært með hesta fyrir hrönnum.
Nú mun Jón sonur minn skýra frá undankomu þeirra og lýsa
hlaupinu fyrir ofan skálm. (Framhald)
A. S. BARDAL
843 Sherhrooke Street
Selur líkkistur og annast um
útfarir. Allur útbunaSur hinn
bezti. Ennfremur*selur hann
allskonar minnisvarða og leg-
steina.
Heimilis Tals - Garry 2151
Skrifstofu Tals. G. 300, 375
DR. M. B. HALLDORSSON
401 BOYD BUILDING
Talsími M. 3088 Cor. Portage &Edm
Stundar sérstaklega berltlaveiki og
aðra lungnasjúkdóma. Er að finna
á skrifstofu sinni kl. 11 til 12 f.m.
og kl. 2 til 4 e.m.—Heimili að 46
Alloway Ave. Talsími Sh. 3158.
DR. J. STEFÁNSSON
4ibl BOYD BUILDING
Horni Portage Ave og Edmonton St
Stundar eingöngu augna, eyrna, nef
og kverka-sjúkdóma. Er að hltta
frá kl. 10 til 12 f.h. óg kl. 2 til 6 e.h.
Talsími Main 30?8
Heimili 105 Olivia St. Tals. O. 2316
Talsínd Main 5302
J. G. SMDAL, L.D.S.
Tannlæknir
614 Somerset Block, W>nipeg 1
—---- ---- - J
Talsími Main 3775
Dag og nótt og sunnudaga.
THE “KING” FI.ORIST
Gullfiskar, Fuglar
Notið hraöskeyta samband við
os8; blóm send hvert sem er.
Vandaðasta blómgerö er
sérfræöi vor.
270 Hargrave St., Winnipeg.
Einkaleyfi, Vörumerki
Útgáfuréttindi
FETHERSTONHAUGH & Co
36-37 Canada Life Bldg,
Phone M. 4439 Winnipeg
J. J, SWANSON & Co-
#
Verzla meö fasteignir. Sjá
um leigu á húsum. Annast
lán og eldsábyrgöir o. fl.
808 PARIS BLDG.
Winnipeg
Phone Main 2597
G. J. GOODMUNDSGN
Gelur fa*2?lgnlr.
Leiglr hús og .’3nd.
Otvegar peninga ÍCs.
Veitlr ðrelðanlegar eldsðbyrgOlr
billega.
Garry 220d. 696 Simeoe Str.
J IDEAL PLUMBING (X,. "j
Cer. Notre Dame & Marylaná
Plumbing, Gasfitting, Steam
and Hot Water Heatirig
Viögeröir fljótlega af hendi
leystar; sanngjarnt verö.
G. K. Stephenson, Garry 3493
J. G. Hinriksson, í hernum.
Gjörist áskrifandi
V0RALDAR
í dag! ,