Voröld - 02.01.1920, Qupperneq 2
Bls. 2
VOIÍÖLD.
W innipog.
janúar 1920
1
I
i.
kemur út & hverjum þriðjudegl.
Otgefendur og eigendur: The Voröld Publiahing Co., Ltd.
Voröld kosta $2.00 um árið I Canada, Bandaríkjunum
og á Islandi. (Borgist fyrirfram.)
Ritstjóri:—Sig. Júl. Jóhannesson
Ráðsnoaður:—Victor B. Anderson
Skrifstofa . 637 Sargent Avenue
Talsíxni Garry 4252
Stóra heimilið
(Frh.) Vér sögðum frá því í síðasta kafla þessarar greinar,
hvemig saklaus unglingur var kærður um morð, fundinn sekur og
hengdur; hvernig foreldrar hans vesluðust upp og dóu í fyrirlitningu
og hvernig það sannaðist síðar, eftir að “réttvísin” hafði myrt bæði
piltinn og foreldra hans, að liann var saklaus
Já, drengurinn sem alinn iiafði Werið upp á góðu heimili; hafði
verið eftirlæti og augasteinn foreldra sinna; von þeirra og iífsljós.
Drengurinn sem aldrei hafði viljandi né vísvitandi gert neitt rangt,
ekki vildi vamm sit.t vita, var blátt áfram tekinn einn góðan veðurdag
og hengdur.
Ilugsið yður nokkrar myndir í sambandi við þessa sögu og ríkj-
audi réttvísi. Hugsið yður gleði og vonir foreldranna yfir litla
drengnum sínum; hugsið yður allar umhyggjumar, alt erfiðið, alt
vt ritið og stríðið til þess að koma þessum saklausa dreng til manns.
Hugsið yður litla fátœka heimilið þar sem unnið var- möglunarlaust
ti! þess að framtíðin h a n s gæti orðið fögur og góð. Hugsið yður
hann, þar sem hann spriklar saklaus og hlæjandi með harnslegri ein-
lægni í kjöltu móður sinnar. Ilugsið yður liann þar sem hann leikur
sér á pallinu o.g veit ekki annað en allur heimurinn sé eins saklaus
og hánn ei- sjálfur. Hugsið yður litlu sálina sem hlasir við ástþrungn-
urn augum foreldranna eins og sólbjartur og heiður himinn. Hugsið
yður móðurina vinnandi fram á nótt yfir litlu vöggunni. Hugsið yður
töðurinn starflúinn dag eftir dag, áy eftir ár, með ekkert til þess að
stytta hinn langa tíma og ekkert til þess að létta hinar þungu byrðar
neuia hugsunina um litla drenginn siun. Hugsið yður hinn unga og
óspilta manu. þegar hann þroskaðisl og fór að skilja mannlífið.
Ilugsíð yður qI'1 fögru heitin; allar stóru óskimar; öll miklu áformin;
allar björtu vonimar. Hugsið yður allár bollaleggingarnar um það
að Iauna foreldrum sínum uppeldið og láta þeim líða vcl í ellinni.
Hugsið yður svo þennan sama. saklausa ungling ^þegar hinn
sterki armur “réttvtóönar” sviftir hann frelsi, her hann sökum sem
hann í samvizku sinni veit að hann ér saklaus af. Hugsið yður ský-
in sem færast vfir hinn heiða heiminn sá.lar liaus, þegar böndin ber-
ast að honum saklausum; hann er “fundinn sekur”, dæmdur og
myrtur. Hugsið yður þennan saklausa ungling standandi með svart-
an poka dreginn yfir höfuð sér og snöruna setta um háls honum.
Og hugsið yður veslings móðurina og föðurinn; hugsið yður sálar
angist þeirra allan málsóknartímann; hugsið yðui* hugarkvölina yfir
þvf að vita lífsafkvæmi sitt, litla drengihn sinn, augasteininn sinn
tekinn — hrifinn með valdi af friðsömu heimilinu, tekinn og drepinn
myrtan samkvæmt •lögum.
Horfið með hugaraugum á liðið lík iiins unga, saklausa manns,
þar sem hann liggur hjá gálganum. Horfið með sálum yðar á lík
gömlu hjónanna — foreldranna, sem sorgin svifti lífinu eftir alt basl-
íð og allar björtu vonirnar sem svo skyndilega dóu í hendi “réttvís-
innar”.
Svona gekk það til á “stóra heimilinu” í þessu tilfelli, og svona
gengur það til ár eftir ár. Samskonar dæmi eru ekki einsdæmi, þau
eru alltíð, og samt heldur hið lögheigaða morð — dauðadómamir —
áfram.
En þetta dæmi sem hér cr skýrt, er kærleiksríkur náðarboðskapur
í sarnanburði við önnur dæmi sem saga þessa lands þekkir.
Ungi pilturinn sem “réttvísin” myrti, og hér var frá sagt, hélt
því fram til hins síðasta að hann væri saklaus. “Undirbúning.srann-
sókn var ekki svo hörð að hann væri píndur til þess að játa glæpinn
•sem hann aldrei drýgði, en saga þessarar álfu á þess dæmi, að það
hefir verið gert.
Ungur piltur var kærður um morð fyrir iöngu vestan hafs. Hann
var tekinn í varðhald og yfirheyrður leynilega'; lögreglan lét gleið-
lega yfir því, að liún' hefði með miklum dugnaði fengið óbótamanninn
til þess, að játa morðið. pegar málsrannsóknin hófst, var hann spurð-
't'* hvort hann væri sýkn eða sekur, og kvaðst hann þá vera sýkn:
“Hér er sönnun þess að hann er sekur,” sagði einn lögregluþjónanna
og kom fram með játningu undirritaða með eiginhendi liins kærða.
Pilturinn sagðist ekki hafa vitað hvað hann var að' gera, þegar hann
hefði jáitiað og skrifað undir: “pað var farið svo illa með mig í fang-
elsinu,” sagði hann, “ að hg gat ekki annað en kinkað kolli til sam-
þykkis um alt sem eg var spurðotr”. En “réttyísin” leit þannig á, að
glæpamaðurinn hefði aðeins orðið tvísaga; hann var fundinn sekur
c<> hengdur. Systir hans fyrirfór sér nokkru síðar af blygðun og
sorg.
Fimm eða sex árum síðar sannaðist það að annar maður hafði
unnið glæpinn og hinn dæmdi hvergi komið nærri, en lögregluþjónn-
inn sem játninguna fékk hjá piltinum í fangelsinu, hlaut mikið lof
og háa stöðu fyrir framúrskarandi dugnað í því að fá “þrjótinn” til
]>ess| að meðganga.
Og svo er oss sagt, að öli stjóm á “stóra heimilinu” sé að ofan —•„
sé frá Guði, hver sem vilji breyta því fyrirkomulagi sem þar ríki, hann
sé hættulegur maður, uppreistarmaður sem æsi fólkið. — pað var sagt
um Krist og það er sagt enn um alla er hans kenningu fylgja í verki.
(Frh.)
Bœndamál.
Bændur hafa sem betur fer, tekið saman höndum, í því skyni að
hafa fleiri fulltrúa á þingum landsins, en verið hefir að undanfömu.
þeir hafa fetað í fótspor verkamanna að því leyti, að þeir hafa vaknað
til meðvitundar um nauðsyn á sjálfsvöm í baráttunni fyrir lífinu, og
þeim hefir, eins o g verkamönnum, skilist það, að ekki er uin neina
vörn að ræða með árangri, nema með samtökum. Bændur hafa stofn-
að eitt alLsherjarfélag — One Big Union — til þess að berjast póli-
tískri og fjármálalegri, verzlunarlegri og sjálfstæðislegri baráttu gegn
auðvaldinu.
þetta eru gieðileg tákn tímanna og vonandi að þau verði landi
og þjóð til heilla. En sama atriði verða bændur að varast, sem orðið
h.efir verkamönnum að fótakefli. 1 verkamannafélögum hafa stund-
um ótrúir menn náð taumnum og stýrt á sker ógæfunnar; má þar
með nefna Rigg fyrverandi skrifara hinna sameinuðu verkamanna-
félaga og jafvel Thomas Moore og Peter Wrigth. það er fyrst nú,
síðan séra Ivens. Dixon, Qveen, Heaps, Johns, Pritchard. Woodsivorth
Russell, Bray, Arm,strong séra Smith séra Lawson og fleiri komu fram
á sjónarsviðið sem verkamannamálum fór að miða áfram og áhugi
vaknaði. Ilefðu verkamenn orðið fyrir þeirri ógæfu, að kjósa Rigg
sem leiðtoga sinn, eins og lá við borð um t-íma, þá væru þeir nú illa
komnir og ættu tæplega viðreisnar von í bráðina.
Bæmlur eru a vegamótum alveg eins og verkamenn voru nýlega.
Undir forstöðumönnum þeirra er það komið hvort þeim er sigurvon
eða ekki. Undir því er öll þeirra framtíð komin að þeir í upphafi fái
ekki leiðsögn sína í liendur hálfvolgum heyglum, né eigingjörnum
stefnuleysingjum eða leigutólum auðvaldsins, sem séu reiðubúin að
selja hændur eins og sauði. eða naut, þegar hátt verð kann að bjóðast,
cða hregðist að einhverju leyti þegar allra niest reynir á, cins og Crcr-
ar igerði.
O.ss stendur stuggur af því, ef Clrerar kynni að hepnast að troða
sér fram sern leiðtoga bændaflokksins. Með því væri, að voru áliti,
málefni bænda í voða. Crerar reyndi nýlega að gera sig stóran með
því að segja frá því á fuudum, að það væru verksmiðjueigenduruir
og auðmennirnir í Canada sem hefðu lagt fram peningana í mútu-
sjóðina að undanförnu; eins og það væru nokkrar fréttir; eins og all-
ir vissu það ekki að bændur og verkamenn hefðu ekki lagt fram þetta
fé (nema á þann hátt að auðvaldið náði því frá þeim með tollum og
uppsprengdu verði). Bn CTerar sagði ekki frá því á bændaþingunum
hvernig kosniuganiar voru unnai* 1917, þegar hann var einn aðalhlut-
takandiiin í ölinm, svikaleiknum. Ef Crerar vill koma frarn sem ær-
legur og einlægur maður og skýra opinberlega frá allri þeirri ljótu
sögu, þá mæ'tti ef til vill freistdsl til þess að trúa einlægni hans og
lialda að hann væri iðrandi syndari sem verðskuldaði fyrirgefning
og jafnvel traust.
En fyr en Crerar hefir gert þctta, teljum vér hann hættulegasta
mann sem landið og* þjóðin eigi ti! — hættulegasta mann hændahreyf-
ingunni. Saga hans frá 1917 verður svört eins Jengi og ærlogm* blóð-
dropi rennur í æðum trúrra canariskra borgara. Bændaflokknum or
hætta búin ef hann gætir sín ekki í þessu atriði.
Kosningakœrurnar.
Eius og Voröld hefir skýrt frá, kröfðust verkamenn þess, að
rannsökuð væru svikin og óreglan við síðustu bæjarstjórnarkosning-
ar. Kom það fram, að þær lcröfur voru ekki að ástæðulausu. Að-
eins voru rannsakaðar nokkrar bækur og fundust þar allskonar kosn-
ingasvik. Af þeim sem virðast hafa svilrið vom valin um 30 nöfn og
þau fengin bæjarstjórninni; hún lofaði að fara með málið eins og sann
gjarnít væri, og eftir ítarlega yfirvegun voru nöfnin afhent Graham
lögmanni fylkisstjórnarinnar. Er málið nú í hans höndum, og væri
betur að hann gengi eins röggsamlega fram í að rannsaka það og
liegna hinum seku, og hann gerði í málum þeirra Friedmans og Segals.
Nokkrir landar voru á meðal þeirra sem grunsamir þóttu, en einungis
fcinn þeirra er meðal hinna kærðu. Margir stórfiskar eru Jiærðir, þar
á meðal Lendrum MeMean lögmaður, C. W. Andrews þingmaður.
Svikin ei*u liðuð niður og eru þeu lielztu þessi:
1. Oft greidd atkvæði af sama manni fyrir borgarstjóra.
2. Oft greidd atkvæði af sama manni fyrir aukalög.
3. TvLsvar greidd atkvæði af sama manni í sömu kjördeild.
4. Atkvæði greidd af þeim sem ekki hafði aitkvæðisrétt.
5. Atkvæði greidd undir fölskum nöfnum.
6. Konur greiddu atkvæði undir karlmannanöfmun.
7. Kjósendnr skrifuðu ekki nöfn sín á nafnaskrána.
8. Fjöldi atkvæða ttalinn sem hvergi fundust.
Kosningarréttur er talipn með helgustu réttindum mannanna;
Svik í þeim efnum eru svívirðileg, og það er sorglegt, að nokkur Is-
lendingur skuli láta leiðast til slíkra glæpa.
Stórt stig væri stigið til þess að koma í veg* fyrir þessi svik, ef
enginn ætti nema eitt atkvæði.
BÓKMENTIR.
“Ljóðaþættir” eftir þorstein þ.
þorsteinsson, Winnipeg; prentað-
ir hjá Hecla Press, Ltd.
þegar eg var búinn að fara yfir þet.ta kver, duttu mér í hug hinir
yfirgnæfanlegu dómúrskurðarháifileikar sem sá ritdómari verður að
hafa, er með réttu gðtur tileinkað sér hið snildarlega erindi sem
Stephan skáld kyað um Jón Ólafsson sem slíkan:
Jón er einn sem úrskurð þann
á á valdi sínu,
að geta klipt út kvæði og mann
kænt, með hálfri línu.
Ekki íurðar mig þó bændur og búalið verði að horfa dálítið í
kringum sig áður en slík erindi verða til sanns vegar færð nú á dög-
um; jafnvel þó maður hafi lesið nokkrar tylftir af hálfrar-línu nú-
tíðar ritdómum — um stórfenglegustu skáldverk — sem virðast hafa
það eitt til brunns að bera, að koma alþýðu manna í skilning um, að
nú sé dæmt af þeim sem vit og vald hafi, og takist nú þetta, er “méiri
hluta vizkunni” náð, og þar með tilganginum, og verður skáldið og
listamaðurinn í flestum tilfellum, að beygja sig undir slíka dóma,
að minsta kosti um stundarsakir, því “Snilli mikils manns né sómi’, ”
megnar ekki “móti fólksins hleypidómi”, og fyrir þær sakir einar,
hafa flest öll skáld og andans stórmenni vor íslendinga, — og reyndar
alls heimsins — orðið að hníga í forsmánarduft sinnar samtíðar.
jafnvel þó sumir þeirra hafi verið reistir upp í friðþægingaraltiaris-
sakramenti framtíðarinnar; eru þeir þá orðnir svo viðráðanlegir, að
þeir koma fram í steinstólpa og altaristöflu myndum í sínum eigin
kirkjum og musterum.
Við, alþýðumenii, erum nú loksins famir að sjá, “að hér er pott-
ur brotinn, og sumir okkar jafnvel famir að hugs.a fyrir bótinni á
hinn ryðbrunna og sprengda alheims pott, og liöfum góða von um að
oss muni takast að þét/ta hann svo, að blóð framtíðarinnar verði ekki
notað í slökkvislöngur þrællundarinnar til að drepa þá kærieiks-
neista sem undir honum kynnu að kvikria, “því blóð er þvkkra en
vetn. . Um leið og við könnumst við það, að aðal meingallar vorir
felast í sldlnings og smekkleysi, ásanit kergju. þegar um skáldleg
Hstaverk er að ræða, verðum við að játa það, að við stöndum reyndar
allflest, í þeirri meiningu að við séum skáld, og við þá niðurstöðu
kemur fjórða meinið í ljós í gerfi sjálfsálits cða sérgæða; og reipiur
nú hið hörmulega nítjánalda spakmæli upp fyrir sjónum vorum, og
scgir: “Sjáandi sjá þeir eigi, og heyrandi heyra þeir eigi né skilja. ”
þetta mundi maður kalla að klippa út andlegt ásigkomulag alheims-
ins ‘ ‘ með liálfri línu ’ ’.
Svo þessir ókostir vorir eru afleiðing af nítján aldu andlegri
blindni “meirihluta-vizkunnar”. En hverjar eru aðal orsakir til slíks
ófagnaðar? þær að við Jiöfum frá alda öðli “lesið öfugt í gegnum
annara gler’. Hverra? Á liðnum öldum gegnum rykugt gler ríkis og
kirkju og* á þessari gljáfægðu gleiiaugnaöld, hafa þar við hæzt gelr
alþýðuskólans, sem er undirbúnings sjóndeprustofniui undir aða!
skuggsjána, nefnilega skuggsjá blaða.manna og ritdómara, en próf-
s'cinninn er, að “sjáandi sjái þeir eigi, og heyrandi heyri þeir eigi
né skilji” — Krafa hinnar blóðstorknu samtíðar krefst þess, að geisl-
ar hinnar vermandi kærleikssólar skáldsins, fái að streyma óhindrað-
ir að hjartarótum sínum. Er það því hlutverk allra lieilsjáandi manna
að kippo í burt hinum prenlsvörtu hræsni.sblæjum sem hengdar
hafa verið, af ríki og kirkju, fyrir sálarglugga almennings, og mundi
þá útsýnið í hinu sólfágaða umhverfi verða eitthvað á þá leið, sem
skáldameista.rirtn sagði:
þar einskis manns velferð er volæði hins
né valdið er takmarkið luest,
og* sigurinn aldrei er sársauki neins
en sanngirni er hoðorðið æðst.
En hvað er það sem veldur svona löguðum heilabro.tum og staðhæf-
ingum hjá okkur ófróðum alþýðumönnum? f þetta skifti voru það
“LJÓÐAþÆTTIR” þorsteins þ. þorsteinssonar.
Og hvað er þá meira urn þá að segja? Ritdómarar hyrja vana-
tcga á hinum veraldlega frágangi þeirrar bókar sern um er að ræða,
ætti eg að sjálfsögðu að fara að dæmi þeirra í því tilliti. En af því eg
er Jatur að skrifa og sár á pappír, þá ætla eg að gera tilraun til að
klippa út hinn veraldléga og andlega frágang þessarar bókar með
hálfri línu, cða tveimur hálfum línum, og tek eg þær snöggvast
til láns úr kvæði, sem ort var um þjóðskáldið, en þó þær
séu nú fullkomnar í sinni röð, verð og að neyðast til að hafa enda-
rdvifti á þeim í þet.ta sinn, og set eg þai.r því svoua: i
“Umbúðimar eflaust lóð,
innihaldið vætt,. ”
Hér erp þá Ljóðaþættir þorsteins, kliptir út með hálfri línu.
Aðal hlutverki ritdómarans ætla eg að sleppa í þetta sinn, nefni-
lega útfærsl u hlutverkinu; þó álít eg það helgustu og aðal skyldu
ritdómarans að taka guðspjall skáldsins og útskýra það fyrir okkur,
slíilningstregum mönnum, því hin dýpstu hugsjónamið þess ei*u ann-
aðhvort ,svo langt, eða skamt frá okkur, að við höfum átt, og eigutn
evfitt með að áfcta okkur á þeim. þetta hefir verið aðalástæðan fyrir
því, >að hálfrarlínu rit.dómur hæfir ekki fjöldanum fyrst um sinn, þar
sem um dýrustu perlurnar er að ræða í anda og máli. Nú fer það að
lagast,. Ásæðan fyrir því að eg vanræki skyldu mína sem ritdómari að
þessu sinni er ®ú, að Ljóðaþættir þorsiteins eru svo sólríkir eg smjúg-
andi, að þeir stansa ekki við hlæjulausan glugga, þó rykfallinn sé;
enda grunar mig, að eiiistöku setningu úr “þessum formála” miegi
með lagi finna stað, hér og þar. í eyðunum á milli erindanna í 1 jóðum
þorsteins.
Nú ætla cg aðeins að nefna fyrirsagnir kvæðanna í röð og benda
á einstök erindi af handa h*ófi.
Fyrsta kvæði þessarar hókai* heitir Vorsöngur. Eins og vorsöng-
ur fuglanna er boðberi komandi sumars í heimi náttúrunnar, eins er
þetta kvæði boðheri komandi sumars í heimi andans. Auðvitað verð-
ur heilbrigð skynsemi lesarans að benda honum á sólskinsblettina, og
verða þeir þá hæði margir og stórir, og vil eg láta þau erindi sem eg
tek upp úr kvæðinu, sann,a það; því lifandi mynd er ]jósari en dauð-
frásögn. Eg tek það fram, að val þeirna erinda sem hér hirtast, er
handa hóf, og þar af leiðandi ekki víst, að dýrustu hlómin séu horin
á horð —en illa er ekki liægt að velja, því
“Nú er hanu Kristur 'þinn kominn til blómamia ungu.
Kominn með ljósengla himneskan, dýrðlegan skara.
Syngur um frelsið til lýðsins á lifandi tungu:
“Lögmál það' heyr þú, ó, mannkind! sem eilíft skal vara:
Cuð þinn er kraftur, sem gróðrinum stjÓTnar og eykur.
Guðsliúsið—kirkjan—er jörðin og sólhvelið bjarta.
, Sálmanna fuglarnir syn.gja, en vorblærinn leikur.
Sönnustu ræðuna finnurðu í vakandi lijarta. ,
og:—- “Skoðið þið akrursins Jiljugrös, lágir og háir,
—lærið 'þið spekina eilífu, stórir og smáir.—
Fegurri en Salómons gulldjásn og skrúði þau skína.
Skrýddu eins dýrðlega húmbeygðu sálina þína.
Sannlega, sannlega segi eg þér táldregni lýður:
syndin er dimman, sem höggorms í rnyndinni skriðui*.
Vorið og ljósið er sælunnar engillinn sanni.
Sjáðu hann, þektu hann, itrúðu á hann—vertu að manni.”
Nú ber skáldið fram hæn fyrir þrenningu sannleikans, og segir:
“Sólarguð, lífga oss, vek oss af vetrarins drunga!
Vorguð í faðminn þinn tak þú oss ganda og unga!
Lífsguð, ó, sýn oss hið ljúfasta, fegursta, æðsta!
Látið oss þekkja og skilja hið dýpsta og hæsta!—
Verði oss himminn frelsisins fyrirmynd stærsta.
Fegurð og yndissjón veiti oss blómdísin glæsta.
Hugsun vor djúp eins og liafið, með eldvilja nýjum
Hjörtun eins vonglöð og söngfugl á ármorgni nýjum.”
þá er svar sannleikans svona:
“Lífið er vor, sem að vekur tii starfa og hvetur;
vor, sem að breytist í sumar, í haust og í vetur.
Vorið er líf, sem að öllum eitt aðalmark setur:
áfram og hærra, að þekkja og skilja alt þetur.-----
Ef að þú lærir hið volduga vormál að skilja,
vemd er það eilíf mót dimmu og næðingi bylja.
þá áttu í sál þinni himneska vordýrð og vilja,
veturinn kemur þá blíður og fagur sem lilja.” (Frh.)