Voröld - 05.03.1920, Page 3
Winnipeg 5. marzt 1920.
VORÖLD.
VEÐRIÐ í WINNIPEG 1920
priðjudag 17. febr-: Lygnt,
norðvestan um monguninn, suð.
austan um kveldið; bjartviðri og
talsvert frost-
Miðvikud. 18.: Heiðskírt veður
en hrímbakki alt í kring; talsvcrt
frost; sunnan andvari. Óvenjuiega
bjart á undan ng eftir sóiu.
Fimtud. 19-: Hálfþykt 1 oft* vust-
an gola, frostlítið; nokkuð fjúk
um kveldið.
Föstud- 20.: pykt loft; lítið
frost, talsverð snjókoma seinni
partinn og fenti mi-kið um kveldið-
Norðan andvari.
Laúgard. 21.: Bjartviðvi, tals-
vert frost; afarbjart.v á undan og
eitir sólu. Vindur af öllum áttum-
Sunnud. 22. Talsverð snjókoma;
þykt lofit, norðan kaldi, létti upp
seinni partinn.
Mánud- 23-: Norðan go!a, lítið
frcst; talsverð snjókoma um tíma
undir kveldið.
priðjud. 24. Frostlítið; þoka um
morguninn og þykt loft; vindgola
af ýmsum áttum- Snjókoma fram
eftir deginum, en létti ,upp seinni
partinn og varð frostlaust.; þiðn-
aði talsvert utn kveldið.
Miðvikud. 25.: Frostlítið, dá-
lítið f júk; austan andvari og þykt
loft fram eftir deginum en birti
upp seinni partinn.
Fimtud- 26- HálfiþykOoft, kuldi
norðaustan gola og talsvert frost.
Birti upp undir kveldið.
Föstud. 27- Norðan ,gola og
kuldi; hörkufrost; bjartviðri.
Laugard. 28. Frostlítið og blítt
veður; þykt loft. um morguninn en
birti upp síðar; suðvestan gola og
talsvert fjúk.
Sunnud' 29-: Frostlítið en kuldi;
fliorðan stormur um morguninn en
gekk í vestur síðar og þiðnaði urn
miðjan daginn. Ofsarok á vestan
um kveldið og skafrenningur.
Mánud- 1. marz.: Sunnan storm.
ur, frostlítið en kalt; þiðnaði lít-
ið eitt um kveldið.
priðjud. 2.: Hálfþykit loft, tals-
vert frost; vindur af öllum átturá,
slaknaði 'lítið eitt um miðjan dag-
inn-
Handsaumaðir skór
Búnir til úr bezta kálfskinni og
Dongol.i
Karlmannaskór $8.00
Drengjaskór $4.00 til $5.00
til sö'.u hjá
S. VILHJALMSSYNI
637 Alverstone St. WinnipeQ
Cash and Carry Market
798 SARGENT AVE.
TALSÍMI SHERBR. 6382
Vér höfum úrval af kjöti og fiski
með mjög’ lágu verði
Loðfatnaður
Skiftið við búðiua sem selur
heimatilbúið sælgæti, — ávexti -
óáfenga drykki o. fl. o. fl.
V. J. ORLOTT
667 Sargent Ave.
Næsta hús við Wonderland
North American
Detective Service
J. H. Bergen, aðalumboðsmaður
Framkvæmir öll lögleg leyni-lögreglu
störf fyrir félög, eður einstakt fólk.
Áreiðanlega öllum málefnum haldið
leyndum. fslenzka töluð.
Skrifstofa 409 Builders Exchange
Talsíími Main 6390 Pósthólf 1582
3M
HARÐGEÐJAÐA K0NAN
SAGA EFTIR MARGRET DELAND.
pegar þér þurfið að kaupa loð-
kápur eða loðskinnafatnað, þá
komið og finnið
“NEW YORK TAILORING CO.”
par eru saumuð ný föt og gert
við állskonar gamlan fatnað.
Hvergi betra verk; hvergi fljótari
afgreiðsla.
639 Sargent Ave. Tals. G- 504
í VORALDARBYGGINGUNNI
A. & M. HURTIG
Áreiðanlega bezta loðfatasalan
í borginni.
Miðvikud-
frost.
3.: pykt loft, lítið
FYRIRSPURN.
Herra ritsitjóri: i
Mér þætti vænt nm ef þú vildir
svara eftirfarandi spnrmingu í
þínu heiðraða blaði:
Forseti bændafélags seldi fyrir
mig vagnhlass af eldiviði fyrir fjór
um árum. Hann seldi það undir
sínu eigin nafni og hefi eg erm
enga borgun fengið. ífver ber
ábyrgð á borguninni til rnín ? ,
Bóndi.
Svar:
Seljandinn, ef sagan er sönn og
sannanleg- Ritstj.
Vér höfum ávalt eitthvað sérstakt
að bjóða fyrir sanngjamt verð
A.&M. Hurtig
476 PORTAGE AVE.
Talsími Sherbr. 1798
h
THE TOMLINSON CO.
704 & 706 McMicken Str.
Phone Garry 1190
Acetylene Welding, Boiler
Repairing, Etc.
'í
The West End Market
hefir á boðstólnum allskonar kjöt-
meti af beztu tegund með mjög
Sanngjörau verði; einnig
ALLSKONAR FISK
nýjan, reyktan, saltaðan og frosin
Sömuleiðis allskonar
NIÐURSOÐIN MATVÆLI
peir sem kaupa í stórkaupum ættu
að finna okkur, því þeim getum
við boðið sérstök kjörkaup.
á hominu á Sargent og Yictor
Talsími Sherbr. 494
The West End Market
!
SIGURÐUR VILHJÁLMSSON,
stutt yfirlit, yfir lyndiseinkunnir
hans og skoðanir ásamt ritdómi
yfir bækling hans, sem nefnist
“Ávarptil Islands-” — Höf. S. B-
Benedictsson.
Fæst hjá Hjálmari Gíslasyni
506 Newton Ave.
Elmwood, Winnipeg.
Verð 25 Cents-
Sömuleiðis bið eg menn að snúa
sér til II. Gíslasonar með pantanir
fyrir bókum þeim sem eg áður hefi
auglýst í Voröld.
S- B. BENEDICTSSON
J. H. Straumfjörð.
Orsmiður, klukkusmiður, gullsmiður,
letur grafari.
Býr tll hringa eftir pöntun. Verzlun
og vinnustofa, að
676 Sargen-: Áve.
Talsími Sherb. 805
Heimili 663 Lipton St. Winnipeg
Ton af þœgindum
ROSEDALE KOL
óvidjafnanleg ad gædum.
fyrir ofna og eldavélar
THOS. JACKSON & SONS
Húsasmíða-byrgðir, kol og við.
Skrifstofa 370 Colony St. Tals. Sh. 62-63-64
Victory Transfer
Furniture Co.
hefir til sölu og kaupum allskonai
ný og gömul húsgögn að
804 SARGENT AVE.
Ef þér þarfnist einhvers, þá finn
ið oss. Ef þið hafið eitthvað ti
sölu skulum við finna yður.
Talsímar Sherbr. 1670 og M. 4025
Vér kappkostum að gera yður
ánægða.
Ábyggileg Ljós og Aflgjafi
Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna
þónustu
Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jafnt fyrir VERKSMIÐJ-
UR sem HEIMILI. Talsími Main 9580. CONTRACT DEPT.
Umboðsmaður vor er reiðubúinn að finna yður að máli og gefa
yður kostnaðaráætlun.
I Winnipeg Electric Raílway Co
I
!
A. W. McLIMONT,
General Manager.
ÁGŒT
BRÚKUÐ HÚSGÖGN.
keýpt og seld eða tekin og látin í
skiftum. Munir útbúnir til send
inga, geymdir og sendir. Viðgerð
ir á allskonar húsmunum og þeir
endurpýjaoir af æfðum mönnum.
H. STONEY
623 ELLICE AVE.
phone Sherbrooke 2231
G. Amason þýddi.
Eliaabet fölnaði og roðnaði til skiftis. ^ Henni
fanst hún verðia að vei;a sanngjörn við Blair; móðir
hans hafði vitanlega haft fulla^i rétt til þess að gefa
honum en ekki Davíð peningana og sýna honum með
því, að hún hefði fyrirgefið bonuBi. Já, hún varð að
muna það; hún varð að vera sanngjöm við hann. En
janfvel meðiam hún var að hugsta þetta, beit hún
tönnunum sarnan.
“Blair hafði engin áhrif á móður sína,” sagðihúu,
‘ hann sá hana ekki meðan hún lá- Hann hefir aldrei
séð hana síðan — síðan — ”
pað er mögulegt að hafa áhrif á fólk, þó mað-
ur sjái það ekki, ” saigði Ferguson- “Hann skiifaði
Nönnu'?”
“ Ef eg héldi,” sagði Elizabet,” að Blair hefði
kornið Nönnu til þess að hafa áhrif á móður sína,
?á —- ” Hún lauk ekki við setninguna. “Vertu sæll
frændi. Eg aúla að fara og tala við Nönnu. ”
Ilún flýtti sér heim og á leiðinni sagði hún við
sjálfa sig, að hefð’i Nanna komð stjúpmóður sinni
til þess að gefa Blair peninga, þá skyldi hún taka til
sinna ráða. “Eg vil hrfint ekki sjá þá,” sagð hún
með ákefð.
pað var langt síðan að svona lifandi svipur hafði
verið á andliti hennar; reiðin glampaði í augum
hennar. llvað hún mundi gera við Nönnu, ef hún
hefði komið frú Maitland til þess að taka aftur gjöf-
ina, vissi hún ekki, en húu vissi að hún mundi eitt,-
hvað gera. Samt sem áður kom hik á hana, þegaæ,
hún kom að húsinu; ráðaleysi Nömiu og einstaklings
skapur voru svo bersýnileg, að hún igat ekki undir
eins byrjað að tala um það sem henni bjó í brjósti
Nanna, veslinguriim, hafði verið að reyna að af-
ráða ýmislegt smávegis, sem hafði komið upp, við-
víkjandi hinum nýju kringumst'æðum, er liún var í-
Síðan frú Maitland dó, hafði hún í fyrsta skifti á
æfinni þurft að svara- spumingum. Ha.rris lagði þær
fyrir hana: “pú ætlar ekki að halda áfram að eiga
hér heima, svo það er ekki til neins að flytja kol í
kjallarann, eða hvað?” Ungfrú White lagði þær fyr.
ir hana: “pað verður annaðhvort að leggja fötin
hennar stjúpu þinnar sálugu í kamfóru, eða gefa
þau burt; hvort 'ætlar þú að gera ? ” Og Blair spurði
óþolinmóðlega: “Hvenær ætlarþú að flyt ja þig burt
úr þessum gamla leiðinlega hússkrokk, Nanna mín?”
Hún þurfti oft á dag að afráða eitthvað, hún, sem
var vön við að fylgja annara ráðum í öllu.
þennan sunnudagsmorgun hafði Nanna látið und
an þrábeiðni ugfrúr White og farið inn í svefrmer-
bergi stjúpu sinnar, sem verið hafði, til þess að líta
eftir hinu og öðru.
\Ö, þessir hlutir, sem hinir framliðnu skilja eftir,
og sém enginn kærir sig uin, en eitt'hvað verður þó
að gera við þá. Hversu vel kannast ekki allir syrgj-
endur við þá? pað eru engin vandræði með það sem
hefir verðmæti; það fellur einhverjum erfinigjum í
skaut. En smáhlutirnif það sem hinum iramliðna
hefir þótt vænt um af einhverri ástæðu sem enginn
þekti nema hann; þeir eru öðrum gagnslausir, eng-
jnn vill hafa þá. Frú Maitland átti enga smámuni,
sem voru verðmœtir í sjálfum sér, en lienni liafði
þótt vænt um sumt af því. Dagataflan gamla var
enniþá á kommóðunni; hún var orðin svo gömul, að
hiSm var eitt af iþví elzta, sem Nanna mundi eftir i
herberginu. Hún tók hana upp og leit á hana- Rauða
letrið Oig hálftunglsmyndiniar voru orðnar daufar af
elli- “Henni þótti vænt um þetta, ” sagði'Nanna við
sjálfa sig, “af því að Blair gaf henni það>” Á bom-
móðunni var líka röð af myndum af honum, og á
hverja þeirra hafði móðir hans skrifað aldur hans
og mánaðardaginn, þegar myndin var tekin. í efstu
skúffunni voru ýmsir smámunir frá bernskuái'um
Blairs innan um vasaklúta, kraga og sparglófana
hennar — ofuríítill, igrænn skór úr morokkóleðri,
hálfbrotiiin og fornfálegur. Hvað átti hún að gera við
þetta? Brenna það auðvitað. Ilvað annáð væri hægt
að gera við það? Samt verður það ekki gert án
sársauka; og veslings Nanna hefði átt bágt með að
kveikja eld undir því. Hún tók þessa. hluti upp og
laigði þá niður aftur. “Aumingja mamma,” sagði
hún við sjálfa sig. 'pá sá hún nokkur spítubrot, sem
vóru bundin saman með gömlu hálsbindi af Blair.
Hún tók þau upp og sá að þetta yoru brot af göml-
göngustaf- Hún muudi ekki eftir hvenær eða
um
Dagtals. St.J. 474. Næturt. St. J. 866
Kalli sint á nótt og degi.
DR. B. GERZABEK,
M.R.C.S. fr'á Englandi, L.R.C.P. frá
London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá
Manitoba. Fyrverandi aðstoðarlæknir
við hospítal í Vínarborg. Prag og
Berlín og fleiri hóspítöl.
Skrifstofutími i eigin hospítali, 415
—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man.
Skrifstofutlmi frá 9—12 f. h.; 3—4
og 7—9 e. h.
Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal
415—417 Pritchard Ave.
Stundun og lækning valdra sjúk-
linga, sem þjást af hrjóstveiki, hjart-
veiki, magasjúkdómum, innýflaveiki,
kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm-
uiú, taugaveiklun.
hvers vegna stafurinn hafði brotnað, en hún mnndi
eftir því, að Blair hafði átt stafinn. “Ó, hvað hún
elskaði hann,” sagði hún með tárin í augunum og
með sjálfri sér var hún sárfegin að hún hafði hjálp-
að þessari ást- til að koma í ljós á dánardægrinu-
Hún stóð'fyrir framan opna skúffuna og var að
taka þetta smádót upp og láta það niður aftur þeg-
ar Elizabet kom inn- llún vissi ekkert hvað hún
ætti a,ð gera við það.
“Nanna!”
“Ó, það var gott að þú komst!” sagði Nanná.
“llvað á eg að gera við alt þetta, Eiizabet?”
Elizahet hristi höfuðið. Spui'ningin, sem hún ætl
aði að spy.rja, dó á vörum hennar, þegar hún sá
hvað Nanna var að gera.
“Harris getur auðvitað gefið kjólana hennar
burt.”
• “Nei, nei!” hrópa'ði Elizahet. “Gefðu ekki hon-
um þá ” y
En þeir eru svo hræðilegir, Elizabet,” sagði
Nanna. “pað getur enginn notað þá, nenya kannske
eitthvert fólk sem Harris þekkir- En það er þetta
smádot — hvað mundirðu gera við þetta ? Hún tók
upp dálítinn pappakassa allan sprunginn á horn-
unum; 4. kassanum voru gamlir eymahringar- “Eg
sá hana aldrei með þá, nema einu sinni, og þeir eru
svo Ijótir. ”
Nanna, ” sagði Elizabet; “mig langar til að
spyrja þig að einu. Hvað kom frá Maitland til þess
<>ð gefa Blair bankaskírteinið ? ”
Nanna lagði kassann, sem hún hélt á, aftur í
skúffuna og siieri sér fljótt að mágkonu sinni, sem
sat á rúminu. “Ilvað kom henni til þess! Hvað ætli
svo sem að hafi komið henni til þess annað en það, I
að henni þótti vænt um hann? Heldur þú að nokk-
urri manneskju hafi þótt vænna um Blair en mömmu
þó hann gerði hann ekki alt til geðs?”
Frændi heldur að þú hafir komið henni til þess
að gefa honum það.”
/ “Eg gerði það ekki.”
“Mintist þú á það við hana?”
“Eg spurði hana einu sinni meðan hún var veik,
hvort hún vildi ekki véra igóð við Blair. pú kallar
það þó ekki að hafa áhrif á hana? Síðasta morgun-
inti sem hún lifði, var eins og hún hugsaði meira, og
hún bað mig að koma með skírteinið, svo hún gæti
skrifað undir það ” (
Hún sneri sór aftur að kommóðunni og stakk
hendinni ofan í skúffuna. Hún var skjálfhent og
það komu sársaukakendir drættir í andlitið-
“En, Nahna, ” sagði Elizabet- Lengra komst
hún ekki, því að dyrnar opnuðust og Robert Fergu-
son kom inn. Hann stóð og horfði á þær báðar. Undr
un hans jókst eftir því sem hann hugsaði meira um
þetta. “pað er bezt að eg koinist að sannleikanum
strax, ” sagð hann við sjálfan sig og greip hatt sinn.
Hann kom hér um bil tíu mínútum á eftir Elizabetu
heim í Maitlandshúsið.,
‘Nanna mín,” sagði hann ofur góðlátlega —
hann var a'ldrei hranalégur við hana — máttu vera
að því að ta.la við mig nokkur orð, oig svara einni
eða tveimur spumingum, sem mig langar til að
leggja fyrir þig? ’ ’ Hann var kominn inn í herbergið
og settist niður á rykugan stól, sem hann fann.
Ílaltu áfram við það sem þú ert að gera; þú getur
talað vid nrig fyrir því- pað er um bankaskírteinið,
seiy. mamma þín heitin gaf Blair, sem mig langar til
ið spyrju þig?”
Narina hafði snúið sér við; liún liélt fast með
báðum höndum í kommóðuna fyrir aftan sig; hún
leit fyfst á Elizaibetu og svo á Ferguson og hvítn-
aði í framan. Ilún var eins og dýr, sem verst óvin-
um sínum, og geðshræring hennar var svo sýnileg,
að Feriguson fór að gruna margt- “Getur það verið
að hún hafi gert uiokkuð rangt?” hugsaði liann með
sjálfum sér- “Sjáðu til Nanna, ” sagði liann við hana
‘ eg vissi til ]>ess að ,frú Maitland ætlaði Davíð en
ekki Blair peningana. ”
“Hafi svo verið,” sagði hún, “þá breytti hún
ætlun sirmi. ’ ’
“Hvenær gerði hún |það?”
‘ ‘ pað veit og eltki. Hún bað mig að færa sér það
svo að hún gæti skrifað undir það, seinasta morgun-
inn, sem hún lifði. ’ ’
“Var hún þá fyllilega með réttu ráði?”
“Já já; alveg með réttu ráði. ”
“Sagði hún nokkuð um það, hversvegnaJhún
hefði breytt ætlun sinni?”
“Nei, ” sagði hún, og hræðslan oig reiðin gáfu
henni hug oig gerðu henni óvenjn liðugt um mál “En
hvers vegna ætti hún ekki að hafa getað breytt ætl-
un sinni, Ferguson? Er ekki Blair sonur hennar?
Iívað kom henni Davíð við? Vildir þú að hún hefði
gefið alla þá peninga til manns, sem var henni óvið-
komandi, en skilið son sinn eftir bláfátækan? pað
getur vel verið að hún hafi breytt um skoðun þann
morgun, eg veit ekkert um það- Eg sé ekki annað
en að Iþað standi á sama hvenær hún breytti ætlun
sinni, úr því hún gerði það á annað boéð. Eg get
ekkert sagt ykkur annað en það, að hún bað mig um
að koma með ávísunina eða skírteinið, eða hvað þið
kallið það; oig eg gerði það og hún skrifaði það út
til Blairs- Eg háð hana ekki um það; eg visisi ekki
að hún hafði skíiteinið; en eg er fegin að hún gerði
það” v
Hún bar hendina upp að liálsinum, sem hún
ætti erfitt með að ná andanum. pað som hún sagði
var ekki ósennilegt; en Ferguson var samt sem áður
ekki í neinum vafa um að hér var ekki alt með feldu-
Jafnvel Elizabet gat séð það. Bæði hugsuðu það
sama: Blair hafði einhvernveginn haft áhrif á móð-
ur síná, ef til vill neytt hana til að gera þetta- En
hvernig? pað gátu þau ekki skilið; en Nanna vissi
það auðsjáanlega. pau litu hvort á aunað í orða-
lausrfi undrun- Svo spratt Elizabet á fætur ag lagði
handlegginn ut an um mágkonu sína. “Spnrðu hana
ekki meira núna, frændi,” sagði hún- Hún fann
hvernig Naima skalf ai‘ ótfa-
“Mamma vildi að Blair fengi peningana. peir
eru hans eign, og' enginn getur tekið þá frá honum.”
pað langar engan til þess að taka þá frá homirn,
liafi hann fengið |þá á heiðariegan hátt, ’ ’ sagði Fer-
guson mjög alvarlegur.
“Á heiðarlegan hátt?” hvísiaði Nanna, eins og
hún ættÍ erfitt með að segja orðin.
“Góða Nanna, segðu okkur sannleikann, ” sagði
Elizabet. “Frændi verður ekki harður við Blair, þó
að hann hafi igert eitthvað rangt; eg veit að hann
verður það ekki ”
(Framhald) v
\
N