Voröld - 23.03.1920, Qupperneq 1

Voröld - 23.03.1920, Qupperneq 1
HEY! HEY! Sendið heyið ykkar til islenzkn hey- kaupmannanna, og fáið hæðsta verð, einnig fljóta afgreiðslu. Peningar l&n- aðir & “kör“ send belnt tll otckar. Vér ábyrgjumst að gera yður &- nægða. THE NORTHERN HAY CO. 408 Chambers of Commerce Talsínvl Q. 2209. Naetur talsfml 8. 8247 Winnlpeg, • Man. III ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, 23. MARZ, 1920 NR. 14 j bTt árI UM. K. N. Engan veit eg annan sveita snilling, sem orðum beita betur kann, bita og skreyta sannleikann. B.B. FRIÐARSAMNINGARNIR FELDIR Lögberg símaði Voröld og bað þess getið að það hefði fengið eins mikið fé eða jafnvel meira frá bæjarstjórninni eins og frá fylkis- stjórninni.-—peim kálfum a?tti að líða vel sem sjúga tvær kýr í einu. Sagt er að Jón Einarsson í Foam Lake sé lasinn. Hafði hann orðið litblindur alt í einu o,g sýnst alt rauM í kringum sig. Ault þess er álitið að skrúfa hafi losnað í hugs. anavélinni. Veikin er talin ólækn- a*1 Ti|l Guðm. Bjömssonar landlæknis Skeyttu hvergi gjarnmi og gargi grimmlegum rógi mannorðsþjóía mundu að betur mun þér veita minning saga er líða dagar. Beztu móti einatt ýtum æsa .skrílinn manna'feríli þinn mun lifa um aldur og a?fi orðstýr góður í huga þjóðar. Torfi Ásmann í Lögréttu Eírideild Bandaríkja þingsius feldi friðarsamning&na á laugar. daginn í fjórða og síðasta skifU* Til þess að fá samþykki urðu þeir að hafa tvo-þriðju atkvæða en með þejm voru 49 og á móti þeim 35. Mptstöðumönnum ge,gn þeim er stöðugt að fjölga; þykir þinginu og þjóðinni seim Wilson hafi brugð ist og gerst handhægt tól í hönd- um evrópiskra stórmenna; segja menn að hann hafi aðeins haft heimild til að samþykkja friðar- skilmálana ef þeir væru í samræmi við liin 14 atriði sem hann sjálfur hafiði igert að skilyrðum fyrir því að Bandáríkin færu ; stríðið, en um þet-ta hafi liann svikist og séu skiilmálarnir bæði hættulegir og ó- sanngjarnir. Bandaríkin verða nú að semja sérstakan frið viið1 þjóð- verja eða lýsa því yfir að friður sé milli þeirra o,g Miðríkjanua. Sagt er að Nikulás Ottenson hafi setiði grafkyr og steinþegjandi síð- an fyrra föstudag—-og klórað sér í höfði. Við skrifborðið saunorð saga nú situr—Oig dökka krossa hún markar við níðingsnöfnin frá 1917. —Bókamelur pegai- þess er krafist að stjórn- imar í Oanada leggi fram skýrslur njosnarmanna sinna neita þær því. —Gömlu keisarastjórnirnar á Rúss landi og pýzkalandi gerðu það sama. NÝ BANDARÍKI Lenin forsætisráðherra Hússa hefir lýst því yfir að liann vilji koma á nýjum ‘Bandaríkjum’ þar sem isaman séu undir einni stjórn öll ríki Evrópu með sameignar fyr irkomulagi. VIÐURKENNIR RÚSSLAND GG pÝZKALAND Nitti forsætisráðherra ítala lýsti því yfir í þinginu í gær að allar þjóðir verði að viðurkenna stjórn ir Rússa og pjóðverja. Engin önnur stefna sé afsakanleg né möguleg. 10 pINGSÆTI Winnipeg á að hafa 10 þingsæti hér eftir þar sem allir verða kosnir fyrir allan bæinn sameiginlega méð hlutfallskosnin gu. Sagt er að Lögberg sé hrætt um að Norriskúnni verði slátrað í júb' í surnar og þessvegna sé vissara að reyna að ná sughaldi á öðrum spena. petta telja sumir ást.æð- una fyrir því að blaðið er nú að sleikja sig upp við þó sem baö taldi óbótamenn 1917. Ein ailra lielgasta skylda allra sannra bongara og trúrra frelsis- vina er aðg leyma aldrei árinu 1917. F.J. Dixon hlaut hrós í Lögbergi þegar hann vann mál sitt. Setjum sem xvoa ð kæran hefði verið sú sama, sannanirnar á báðar hliðar þær sömu, ræðumar allar þam sömu, dómaraálitið það sama, en kviðdómurinn hefði fundið Dixon sekán. Hvað mundi Lögberg þá hafalSaigt? “Srkur er sá einn sem tapar. ” Einar Benedilctsson VERK AMANN AMÁLIN pau liitna eftir því sem lengra líður. í gær lýst.i Bonnar þv.f yfir að ekki væri fylgt fyrirskipuðum reglum að því er gæzlu snerti á kviðdómsmönnununi. . Kvaðst liann liafa sönnun fyrir því að þjónar stjórnarinnar, sem alls ekki ættu að koma nálægt þeim, væru með þeirn einn og tveir hér o,g þar; sýndi hailn því til sönnunar mynd af þeim þar sem Wheeler, dyra- vörður var með þeim en slíkt kvað hann ósæmilegt. Var’ði út af þessu allhörð deila sem endaði þannig að dómarinn úrskurðaði að Wheeler yrði að vera utan réttarsalsins og mætti ekki koma inn fyrir. Séra Ivens endaði ræðu sína í gærkveldi, kl. 10 og hafði hann'þá talað í hálfan þriðja dag. Endaði hann með þeirri yfirlýsingu a'ð yrði hann fundinn sekur og dæmd- ur í fangelsi þá færi hann þangað með hreinni samvizku, vitandi það að hanri hefði gert rétt og með émbeittum ásetningi þess að hefja nákvæmlega sömu baráttu þegar þann kæmi þaðan aftur með end- urnýjuðum kröftum eftir hvíldina. Pritchard er nú að flytja ræðu sina ; að henni lokinni talar Heaps, þar næst Bonnar og loks dómarinn JEr talið líklegt að úrslitun mál- sins verði lýst yfir á laugardaginn —tæplega fyr. SORGIR Hann var átta ára gamajl. Móð- ir hans er blásnauð ekkja sem, þrátt fyrir heilsuleysi vann fyrir sér o,g litla drengnum sínum. The- odor hét hann og var sérlega vel gefinn. Hann gekk á skóla og skaraði þar fram úr öðrum börn- um þrátt fyrir það þótt hann hefði ekki nauðsynlegar bækur jié gæti keypt pappír til þess að skrifa á. lTann var fölur og vesældarlegur, fátæklega biiinn og alvörublær á svvpnum í stað æskufjörsins sem einkennir flest börn. En hann las og lærði og skildi það sem kent var öðrum betur. Börnin í fínu fötunum litu hann hornauga, hrintu honum hvar sem hann varð á vegi þeirra, stríddu honum og kölluðu hann “Theodor druslu” vegna þess hve fátæklega hann var klæddur. Sársaukann sem þetta skapáði í lit.lu sálinni saklausa drengsins vissi enginn. En liann Var jafn einbeittur að læra hvað sem á gekk. Einu sinni hafði hon- um gengið óvenjulega vel við próf ið—hafði hann skarað langt fram úr félögum sínum í fínu fötunum. A leiðinui heim réðust. iþeir á hann —nokkrir drengir stærri og sterk_ ari .en liann— og börðu hann þang- að til hann féll í öngvit. “Nú skul- um við sjá hvernig hann stendur sig við prófið' næst ” sögðu þeir og hlupu frá honum þar sem hann lá milli lífs o,g dauða. Einhver, sem um yeginn gekk fann Theodor litla og bar hann heim í kofann til móð- ur sinnar, en hinir piltarnir hæld- ust um og sögðu að það væri bezt. að sjá hvernig hann “Teddie drusla” stæði sig á skólanum á mórgún. Theodor litli lá nær dauða eu lífi þangað til lb. þ. m. pá dó hann, en níðingsverkið var unnið 4. marz. Hafði hann þá legi'ð fast að tveimur vikum. Móð_ ir hins heitir Teodora Kuykendalí og á heima í Pueblo í Colorado. petta er ein átakanlegasta sorgar- saga sem vér höfum lesið lengi, en hún endurtekst hér víðsvegar um landið svo að segja. daglega þót.t í smærri stíl sé og þótt bornin sem á sama hátt ei*u ofsótt séu ekki bók- staflega myrt eins og Thedor lit.li var. 3.; bið eg alla sem eitthvað slíkt hafa að senda það fyrir enda þessa mánaðar. Sökum anna hefi eg ekki sent kvittanir til þeirra sem sent hafa áskriftargjaldið, en bið þá sem ekki fá ritið þegar það kemur út að gera mér aðvart. Vinsamlegast G. P. THORDARSON VEÐRIÐ í WINNIPEG, 1920 Fimtud. 4. marz —Austan gola, talsvert frost, þiðnaði lítið eitt um niiðjan daginn. Hálfþykt loft. Föstud. 5. rnarz—Frostlítið og logn, sólbráð um miðjan daginn, lítið frost um kveldið. Laugard. 6. marz—Bjartviðri, sólbráð og hlýindi fram yfir miðj_ an dag og vestan andvari, en gekk til norðurs méði frosti og knlda seinni partinn. Srnmud. 7. — Heljar frost og kuldi, stormur í norðaustan, hálf- þykt loft og örlítið fjúk. Mánud, 8 marz—Afar hart frost ogk uldi; stormur á norðaustan; hálfþykt loft og örlítið fjúk. priðjud. 9. marz—Lítið frost um morguninn; sólbráð og hlýindi urn miðjan daginn og fram eft.ir um kvöldið, suðvestan kaldi. Miðvikud 10 marz—örlítið frost iim morguninn; hiti og sólbráð fram á kveld, kólnaði þá talsverl og gerði norðan storm. Fimtud, 11. marz—Frosthart um morguninn; norðan gola, hálfþykt loft og örlítið fjúk, sólbráð um miðjan daginn en frost. að kveldi Föstud. 12 marz—Frost að morg ni; logii; sólbráð um miðjm dag inn en frost um kveldið. Laugard. 13. marz — Hálfþykt loft þítt, um miðjan daginn, en lít, ið frost um morguninn ogk veldið Sunnud. 14. marz — pykt loft; a.ustan stormur, þíða, rigndi um kveldið. Björgólfur Brynjólfsson. Séra Runólfur prestur Mar- Jarðarför hans fór fram 18. þ.m. teinsson jarðsöng hann. Brynjólfur heitinn var fæddur að Kleif í Breiðdal í Suður Múla- þingi, 12. dag júní 1856 og var á 64. rldursári, þá er hann lézt, sunnu- daginn 14. þ.m. Foreldrar hans voru þau Brynjólfur Björgólfsson og Sigurborg Stefánsdóttir, kona hans; er þá bjuggu þar, en síðar á Skjöldolfsstöðum í Breiðdal. Iíann var í föður ætt kominn af Oddi Inskupi Einarssyni eðadiinni nafnkendu Eydala ætt. * Björgólfur heitinn ólst upp með foreldrum sínum í Breiðdal; liann var mjög náttúraður fyrir smíðar, eins og liann átti kyn til, og lagði trésmíði fyrir sig. Hann fór til Kaupmannahafnar og tók þar sveinsbréf í þeirri iðn hálf þrítugur að aldri. Haustið 1889 gekk hann að eiga Ragnheiði Jónsdóttur, prófsts að Hjarðarholti, og sigldi þá í annað sinn til Hafnar til að fullkomna sig í dráttlist og pentlist. \ ori síðar reistu þau hjónin bú saman í Vopnafjar'ðar kaupstað í Norður-Múlasýslri, og varð þar fjögra barna auðið, en af þeim lifir aðeins sonur þeirra einn, Brynjólfur í Winnipeg föður sinn. Árið 1903 tók Björgólfur heitinn sig upp af Vopnafirði með þrjú böm sín og flutti vestur um haf og settist að hér í bænum. Ofan- verða æfi sína átti hann við mikið mótlæti að búa. Vesturförin varð til þess að slíta samförum þeirra lijóna; síðar misti hann böm sín eitt á fætur öðru og tók því að kenna til vanheilsu af því meini (æða- stjarfa) sem varð honum að banameini á endanum. Björgólfur heitinn var afbragðs saniðurs vo að fáir munu jafnoka 'hans í þeirri list, og mjög vandur var hann að allri smíði. Hann tók iðulega til þe,ss smekkleysis að hrófa upp smiíði úr dýrindis efni. Hann vildi að hvorttveggja færi saman, íburður efnisins og gerð á því. Hann var gleðimaður að upplagi, drengur góður, virtur og vinsæll af öllum sem þek+u hann Hann var fríður sýnum,s viphreinn og hinn gerfilegasti maður, og eftir þeim lit var dagfar hans. Séra Runólfi mæitist snildarlega er hann lauk lýsingu sinni af persónu hans, þeim orðum, að einkenni persónu ha-ns hefði verið prúð- menska og prúðmenska hefði og verið einkenni framferðis hans í lífinu. Björgólfur heit.inn lætur eftir sig ekkju, Ragnheiði í Kaupmanna- höfn, og einn son, Brynjólf, eins og áður er um getið. Af eftir lifandi frændum eru þessir lionum næstir: albróðir hans, Sveinn Brynjólfsson Crescent B.C. bygginga meistarí og fyrrum danskur konsúll í Winni- peg, og synir hans; hálfsystkini hans, börn föður hans af seinna hjónabandi, þeir bræður Gunnar í Cresoent, Ólafur og Gísli og systur þeirra porbjörg, Guðríður og Björg, öll í Winnipeg, og föður bróðir hans Sveinn Björgólfsson, bóndi í Argyle og börn hans. Fatnaður og yf irhafnii pER SPARIÐ $10.00 Á FATNAÐINUM YÐAR OG YFIR HÖFNUNUM, MEÐ pVÍ AÐ KAUPA pAÐ I BÚÐINNI UPPI Á LOFTI, MEÐ VERÐINU SEM pAR ER. Robinsons Clothes Shops, Ltd. 264 Portage Av .Jppi yfir 5—10—15 centa búðinni TÍMARITIÐ “LJÓSBERI” Eg er þeim öllum þakklátur sem nú þegar hafa sent mér nöfn sín, sem kaupendur að “Ljósbera” og vil eg nú geta þess að eg hefi nú samið við Kristilegt bræðrafélag í Bandaríkjunum sem gefur út ung- lingablað' sem nefnist “The Arm- our Bearer” að oenda hverjum á- skrifenda að “Ljösbera” einn ár- gang af þassu unglingablaði. petta blað er það bezta sem eg þekki til að sýna unglingum allar bliðar syndalífsins, og vara þá við hættunni sem felst í mörgu sem þau oft óafvitandi falla fyrir, og sem sýkir hina ungu barnssál oft áður en þau yfirgefa foreldra hús. in, svo sem vondar og hættulegar bækur og anriað því um lílct. pað r við hæfi >,g skiining barna á öll- om aldri, sem byrjuð erua ð lesa. Alt blaðið er fróðleigt og hákrist legt mál, með engum villandi eða ginnandi auglýsingum. peir sem kynnu að liafa eitthvað sem þeim langaði til að kæmi í þessu riti, svo sem pe.rsónulegurv itnisburðfír um frelsun frá syndinni eða lækning á sjúkdómum fyrir nafn Jesú Krists (í hans nafni); einnig um tákn og merki seinustu t.íma eða vitranir sern þeim hafa birst og hefðu löng- un til að kæmu fyrir sjónir annara til styrktar trú sinni, og til lijálp- ar þeim sem efast um sannindi Guðs orðs sem einnig seg-ir það fyr ir að á yfirstandandi tímum (sein- ustu tímum) muni menn sjá vitr- anir og draumsjónir og tákn skuli verða á himni og jörðu—Jóel 3: 2 Glenboro Gazette, 11. marz Séra Friðrík Hallgrímsson flutti sérlega skemtilega ræðu’ í ensku kirkjunrii í Glenboro að kveldinu, þar sem fjöldi unglinga var saman kominn. Hann talaði um líf og lífsstarf Luthers. Dr. Brandson frá Winnipeg kom á fimtudaginn til Glenboro í lækn- inga erindum til frú P. A. Young. Eirikur Halldorsson frá Kanda- liar hefir verið í Glenboro um tíma áði vinna fyrir lífsábýrgðarfélagið Monarch. Hann útnefndi G. Lam- bertson sem umboðsmann sinn þar. Ben Anderson er nýkominn beim úr ferð um ýmsar bygðir í Saskatchewan. Hann héimsótti W. J. Anderson bróður sinn í Randa- har og í Saskatoon Sölva bróður sinn, sem er deildarstjóri Northern lífsábyrgðar félagsins þar. Minneota, Mascot, 12. marz Fjöldi fólks kom saman, (yfir 200 manns) í íslenzlcu kinkjunni í Minmeota á snnnudaginn til þess kveðja þau Árna Josephson, konu bans og börn, sem eru að flytja til Árgylebygðarinuar í Can ada. Margt var til skemtunar og margir töluðu; þar á meðal séra Gutt. J. Guttormssou, J. B. Gísla son, B. Jones, B. B. Gíslason, Dr. ríi. Thoydai-son, K. S. Askdal og Frank Sigvaldason. Gunnar B. Björnsson stýrði skemtuninni, María. Árnasori orti kvæði sem flutt var, en gat ekki verið vi'ð sjálfs ökum veikinda. Sigurbjörn Kristjánsson flutti einnig frum samið kvæði. Joh. Johnson og Margrét systir hans komu frá Aberdeen á laugar- daginn. Margrét dvelur nokkra daga hjá foreldrum sínum S. Jolinssyni og konu lians. Hún er hjúkrunarkoiia við sjúkrahúsið í Aberdeen. Ungfrú María Thorsteinsson hef ir tekið stöðu í afl- og ljósstöðinni í Minneota. HUGLEIÐINGAR. II. Á hverju strandar þá saga aldingarðsins? Hafa allir gjört sér grein fyrir því f það þætti mér gaman að vita;, þar var alt sem mannsveran þafnáðist t.il vellíðan. Nú skulum við gera samlíkingu á jörðinni ogialdingarðmum, hér er alt sem við þörfnumst til vellíðunar, já, því er það þá ekkii aldingarður? Sagan sýnir okkur af hverju hann var skemdur, og eigum við þá ekki að geta varist að fara eins með okkar aldingarð ? Svo ætti það að vera, finst mér. Nú um tíma hefi eg haft mikið gaman af að hugsa um livað heilög ritning hefir að geyma og bera það saman við mannlega framkomu okkar. Yið lifum í aldingarði og dæmið er dregið fram í biblíunni hvað hafi spilt, hon- um svo við gætum varast það. Hvað gjörði höggormurinn? Kom haini þegar Guð var þar? Nei. Heldur þegar imnn var þar ekki. Hvað er þáð í okkar mannlega lífi sem líkist aðferð hans? Eftir frá_ sögninni er það að breyta á móti betri vitund. Okkur var gefið vit og Guð setti reglur í aldiiiigarðinum, og þeir sem þar voru vissu þær, og þá þekktist. ekki það illa; en évo kom það í höggormsmynd og sjá- um við að þar fyr.st byrjar það illa, þegar mannveran gjörði á móti Kriists boði. Nú skulum við Uugsa okkur í Aldingarði, hvað eru það margir sem gjöra á rnóti Krists boði að rækta aldingarðinn ? pað eru svo mangir að velferð heimsins #r á reiði skjálfi, höggormurinn er hér í mynd þeirra manna sem eru að breyta á móti betri vithnd í orði og \erki. Orðum frelsarans er hafnað, en orðum höggormsins er hlítt, nú, brýst þetta fram í mörgum myndum, mannvonsku, drotnunar- girni, og peninga græðgi og fleiru í smáum og stórum stíl og það ein- kennilegaáta er ,að ráðleggingin við öllu illu er í okkar helga leiðar- vísi, biblíunni. pað eru mistök einhverstaðar sjáanleg alstaðar, menn eru að mynda stöður sem eru á móti Krists boði og kalla það svo “Business” og á því strandar; það er að bera ofurliða framleiðslu landsins og kraft til að framleiða vörumar, þeir eru svo margir sem eru að lifa á vörtmni þegar búið er að framleiða hana, svo óheiðarleg meðul eru brúkuð svo sem höggormseðli mannsins sem vilT ekki við- urkenna sannleikann, Mér kemur í huga orð úr ræðu séra Jóns Clemens, þegar hann var prestur í Argyie, hvar hann sagði að við ættum iað prófa sjálfa okkur, svo sannarlega ættum við að gjöra það og hafa orð Drottins í heiiagri ritningu fyrir leiðarstein í stafni, og stýra síðan beint í Jesú uafni eftir orðum lians og láta ekki peninga eða metorð stjórna í neinu alriði 1 lífi okkar, S. J. SVEINBJÖRNSSQN

x

Voröld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.