Voröld - 23.03.1920, Side 3

Voröld - 23.03.1920, Side 3
Winmpeg, 23. Marz, 1920 VOBÖLD. Bk. 3 asta daginn fyrir kosninigarnar, 14. nóv., en þó virðist maðurinn hafa ‘tgengið eins og grár köttur” um bæinn, fús til þess að ausa út fé á báðar hendur. Að eins þessi eini maður er bgndlaður við 'þetta athæfi. Kosningakæra þessi er frá síra Gúðmundi G u ð m u n dssyn i frá Gufudal, ritstjóra Njarðar. Kom hann sjálfur hingað til bæjarins með kæruna ogætlar að dvelja hér og gefa “Njörð” út hér í bænum. þangað til kærumálið er útkijáð á þingi. Ko,m fyrsta blaðið út í gær, og er kæran þar birt ítarlega og sa.gt frá málavöxtum. NÝ STJÓRN. það var saigt frá því í Vísi nýlega, að nokkrar líkur væru til þess, að Jóni Mlagnússyni forsætisráðherra mundi takast að mynda nýja stjórn fyrir þing, þó að kunnugt væri líka, að taisverðir örðugleikar væru á því. ^Forsætisráðherna mun hafa því nær óskift fylgi “ Framsókna,r- flokksins”. I þann flokk hafa þingmenn Árnesinga og Rangvellinga nú gengið, og eru þeir því 11 þingmenn í þeim J'lokki. íflokki for- sætisráðherrans sjálfs, “Heimastj.il.”, eru 11 þingtnenn, og þessir tveir flokkar geta því myndað stjórn saman. — þessar voru aðal- líkurnar til þess, að hr. Jóni Magnússyni gæti tekist að mynda nýja stjórn. 1 gær var borinmilli þingmanna til undirskriftar skrifleg áskorun til hr. Jóns Magnússonar, um að taka að sér að mynda nýja stjórn, en þeir sem undir þes^a, áskorun skrifuðu, skyldu jþó því aðeins skuldbundnir að styðja þá nýju stjórn, að forsætisráJðherranum tækist að fá einhverja tvo menn í stjórnina með sér, sem undirskrifendur gætu borið fult traust til. Undir þessa áskorun hafa riteð 10 heimastjórnarmenn og allur “Framsóknarfl.” sem flokkur, o,g einhverjir fleiri. Var sagt, að sam. tals myndu þeir verða 24, sem nöfn,sín vildu l.já á skjalið. í raun bg veru eru menn engu nær um stjórnarmyndunina fyrir þetta. þessar undinskriftir voru alls óþarfar og í raun og veru til- gangslausar, vegna þess að þær eru alveg óskuldbindandi, og jafn- vel litlar líkur til þess, að allir þeir, sem undir áskorunina skrifuðu, geti orðið ásáttir um melðstjómendurna, þó að þeir eigi sammerkt i því, að igeta unað við það, að hr. Jón Magnússon hafi forsætið. Hann sjálfur fær þaUnig tiltölulcga “billega” traustsyfirlýsingu frá meiri hluta þingsins, og þó vantraustsyfirlýsingu um leið, þeg- ar þess er igætt, að þeir sem undir áskorunina skrifa, þora ekki að fela honum, eða treysta honum ekki til að velja mennina með sér án þess að liafa hönd í bagga. N . Alð svo stöddu erður 'ekkert um það sagt, hvorj þessi stjornar- rnyndun muni tiakast. En augljóst virðist, að ef nokkuð á úr því að verða, þá hlýtur hin nýja stjórn að bera greinilegt merki “Framsókn- ar”- eða “Tíma”-flokksins, hvort sem nokkur maður úr'þeim flokki yrði í stjórninni eða ekki. ]fað er ekki ósennilegt, að hr. Jón Magn- ússon gæti fengið stuðning “Framsónkarfl.” þó að ráðnneytilð, yrði eingöngu skipað “heimastjórnarmönnum”, en vitanlega þó því að eins, að “Framsóknarflokkurinn” gæli felt sig við þá men. En ef sá flokkur ætti frá að ganga, þá væru einir 13 menn eftir a.f þeim, sem undir áskorunina hafa ritað, og jafnvel viðbúið, að vanhöld yrðu i “Heimastjómarflokknum”. •Aðal fylgi hr. Jóns Magnússonar er í Framsóknarflokknum og melðal þeirra manna, sem eru sam,a sinnis í stjórnmálum, þó að ekki séu þeir í þeim flokki. Enn er ósannað, að þeir menn séu í meiri liluta. í þinginu, og virðist jafnvel miklu fremur að svo sé ekki. þaö er því enn mjög óvíst, að þessi umrædda stjórnamiyndun takist. Kosningu Jakobs Möllerá* hrundið. Tilraun til að bola báðum þing- mönnum Reykvíkinga frá þing-setu um óákveðinn tíma mishepnast. KJ. 10 10. febr. var þingsetningarfundinum haldið áfram, og skiftu þingmenn sér þá fyrst í deildir, ti] að athuga kjörbréf og kosningakærur, og var fundinum við það frestað. Kl. 1% var fundur. inn settur aftur, og kom þá þegar til umrælðu kosningin í Reykjavík, því að 1. kjördeild hafði fengið kosningu Jakobs Möller til athugunar. Framsögumaður þeirrar kjördeildar var Eiríkur Einarssön, 1. þm. Árnesinga. Skýþði hann frá kæru þeirri, ,sem fyrir lá, og kvað það tillögu kjördeildarinnar, að úrskurði um kosninguna í Reykja- vík — þ. e. kosnmgú beggja þingmannanna, — yrði frestað til frek- ari í hugunar. Kom þessi tillaga mörgum, og' þó ekki öllum á óvart, og urðu um hana talsverðar umræður. Gegn henni töluðu Bjarni Jónsson frá \'ogi og Gísli Sveinsson og báðir þingmeun bæjarins mótmæltu henni sem fullkomnu gjörræði. í þingsköpum er að eins heimilab að fresta úrskurði um gildi kosninga til þess að fá frekari skýrslur en fyrij- kunna ftð liggja. En þetta mál var fyllilega upplýst og engrá frekari upplýsinga að vœnta, þó að úrskurði yrði frestað. Undirkjörstjórn- um ihafði orðið á, alð leyfa 14 mönnum, sem ekki voru búnir að ná fullum kosningarréttaraldri, en stóðu á aukakjörskrá, að kjósa. Enginn gat vitað, hverniig atkvæði þessara manna höfðu fallið, og engar líkur hægt að leiða. að því, að þau hafi haft. nokkur áhrif á kosningarúrslitin. Og enginn vafi er á því, að þær kosningar yrðu sára. fáar hér á landi, sem fengju staðist fyrir rannsóknarrétti þingsins ef alt af væri farið svo strangt í sakir. Var rækilega sýnt frant á það, að oft hefðu kosningar verið teknar gildar, þó að stórvægilegri gall- ar hefðu á verið, en hér var unt að ræða. En hér er því miður ekki -rúm til að rekja þœr umræður :a'ðs inni, en væntanlega. veður síðar tækifæri til að skýra þetta mál ítarleiga fyrir kjósendum bæjarins. Tillagan um að fresta úrskurði um kosninguna var feld með litlum at.kvæðamun, 20:18. En síð^n var, án frekari umrœða, gengið t.il atkvæða um gildi kosningar Jakobs Möller. — Geriddu 23 þing- rnenn atkvæði á móti hemd og var hún þar með’úr gildi feld og vék hann þá af fundi. < f Ef úrskur’ði hefði verið frestað um gildi allrar kosningarinnar, hefðu báðir þingmenn bæjarins orðið að víkja af þingi, uns fulln- aöarurskurður var fallinn. Hefði það vel getað dregist dögum sam- an, en fyrirfram vitað, að flokksvaldi mundi beitt, til að ónýta kosn- ingu Jakobs Möller, ag var því síður en svo, að nokkuðg ætiu nnist við frestunina. Síðar á fundinum urðu nokki*ar umræður um kosningu Sveins Björnssonar, 1. þm. Reykvíkinga, og um kosningu Jóns A. Jónssonar, þm. ísfirðinga, en báðar þær kosningar voru að lokum samþyktar. Kosning Sv. B. með rúmum 20 atkvæðum gegn 10, en kosning J. A. J., í einu hljóði, eftir iað felt liafði verið melð öllum greiddum at- kvæðum gegn 2, að fresta úrskurði um hana. En jafnframt var skor- að á stjórnina að láta óvilhalla rannsókn fara fram um það, hvað hœft mundi vera í þ.ví, að tilraunir hefðu verið gerðar til að bera fé á kjósendur á Isafirði. SIGURÐUR VILHJÁLMSSON, st.utt yfirlit yfir lyndiseinkunnir hans og skoðanir ásamt ritdómi yfir bækling hans, sem. nefnist “Ávarp til Islands ” — Höf. S. B- Benedietsson. Fæsí hjá Hjálmari Gíslasyni 506 Newton Ave. Elmwood, Winnipeg. Verð 25 Cents- Sömuleiðis bið eg menn að snúa sér til H. Gtslasonar með pantanir fyrir bókum þeim sem eg áður hefi auglýst í Voröld. S- B. BENEDICTSSON RÆÐA DIXONS. Ef til vill hefir aldrei verið flutt táerkilegri og fullkomnari ræða en 'r í Cenada en sú sem Dixon þingmaður flutti til varnar mál- frelsi og ritfrelsi í sambandi við mál það sem höfðað var gegn hon. um og stóð yfir í tvær vikur. þar er svo margt sameinað til þess að gera ræiðuna. fullkomna, að slílcs eru tæplega dæmi. Orðaválið, 'yndnin, fróðleikurinn, sannfær- inigarkrafturinn og rökfærslan tek hvert öðru fram. Ræðan er prent- uð og kostar 25 Cents. Hún er til sölu á skristofu Voraldar. Spítalasjóðurinn. Áður meðtekið samkvæmt síð- kr. asta blaði.............6,058.90 Sigurjón Johannsson, Gimli 7.95 og allaa rðmiða af 25 kr. hluta- bréfi 1919 t.il 1943. Margrét og Jónas Stephensen Mozart, Sask......... ..300.00 í miiminigu Stefans Stephen- sen sonur þeirra sem var fæddur á Seyðisfirði, 15. Sept. 1883 og dó í Winnipeg 7. júlí, 1908. Tóhn William Bray Wood, 426 Langside St. Winnipeg.....10.00 og arð af 100 kr. fyrir 1919 þetta á lítill drengur íslenz- kur í móðirætt- Mrs. Herhís Bray, Winnipeg 25.00 Mrs. H. Bjömsson, Maryhill...5.0o Tón Finnson, Cayer, Man 50.00 Gísli Johnson, Arlington St., Winnipeg igefur 50 kr.h luta bréf með öllum arð, 1919 og áfram í minningu systur hans þórunnar Johnson, dá- in að Mózart, Sask., 1918 Mrs Jakobina Johnson Seattle 2.50 og 25 kr. hlutabréf í minn- ingu bróðir hennar E. Jó- hannesson frá Grund, Man. Daniel Helgason Garðar ND. 10.00 J. A. Magnússon, ísafold .. 10.00 og arð fyrir 1919 af 100 kr. hlutabréfi. Christján Sívertz Victoria . 7.50 Jón Benedicktson, Pac. Junc- tion, Man............... 18.50 og arð fyrir árin 19 oig 20 af 100 kr. hlutabréfi Einar John’son, Lundar Man...5.00 og arð af 50 kr. hlutabréfi fyrir árið 1919 Hailur E. Magnússon, Wpeg 20.00 »}1 rs. Mariatt Sigurðsson, Blaine, Wash..............5.00 og 50 kr. hlutabréf sitt gef- ið í minningu Hjart'ar sál. Sigurðssonar Jón HaUdorsson, Victoria ...31.80 oig 100 kr. hlutabréfi hans með öllurn arð fyrir 1919 og áfram. Með því skilyr'ði að það haldist í eign spítaláns svo lengi sem Eimskipafél- agið er við liði. TÍU MÁNUÐIR MEÐ LENIN. Eftir Albert Rhys Williams UNGIR LÆRISVEINAR LENINS Upphaflega sá eg ekki Lenin líkamlega, heldur andlega; eg sá hann í sál og orðum, athöfnum og framkvæmdum fimrn ungra rússneskra verkamanna. þeir voru einn hluti hinnar miklu öldu útlaganna sem barst heirn aftur á hafi stjórnarbyltingarinnar sumarið 1917. Ameríku menn veittu þeint athygli sökum hinn. ar miklu ákefðar og skerpu; hins aðdáanlega skiln- ins og þekkingar á enskri tungu. . • þeir skýröu oss brátt frá því að þeir væru Bol- shevikar: “þeir sanna.rlega líta þó ekki út fyrir að vera það,” sagði einn Amerfkumannanna. Hann trúði því ekki fyrst í stað. í blöðunum hafði hann séð myndir af Bolshevikum, með sítt skegg, sauðar- legan heimskusvip og ógeðslegan ruddablæ. En þesisir menn voru skegglausir, kurteisir, gamansamir, vingjarnlegir og gáfulegir. þeir virtust ebki vera hræddir við það að takast á hendur málefni sem á- byrgð fylgdi; þeir hræddust ekki dauðann og það sem einkennilegast var á Rússlandi eftir blöðum að dæina. -— þeir veigruðu sér ekki viS' því að vitma. Hvernig var mögulegt að trúa því að slíkir menn væru Bolshevilcar? Workov kom frá New York; þar hafði hann ver- ið við félagsmyndun trésmiða'deildarinna-r Nr. 1008. Yanishev.var verkfræðingut*, sonur smábæjar prests, og sást það á honum að hann hafði unnið í námum og verksmiðjum víðsvegar um lönd. Niebut var iðn- aðarmaður; hélt á nokkrum bókum hvar sem haim fór og las með ákat'a þær bækur sem hann náði sein- a«t í, hverjar sem þær voru. Volodarsky vann nótt og dag eins og galeiður þræll; hanns úgtfi vi'ð' miig nokkrum dögum áður en hann var myrtur: “ Hverju ætti ég svo sem að kvíða? Setjum sem svo að þeir nái mér. Eg hefi haft meiri nautn og ánægju af þvi að vinna þessa síðustu sex mánuði en nokkrir fim.m menn ættu aíð hafa.alla æfi slna‘1 Peters var verkstjóri; síðar var honum lýst í blaðafréttuni eins og blóðþyrstum níðingi, sem skrif- aði undir dauðadóma þangað til liann gat ekki leng- ur valdið pennanum. ITann var hinn siðfágaðasti maður; hann þráði að njóta fegurðar blómanua og unaiðsemda skáldskaparsins. þessii' menn fullvissuðu okkur um það að ljenin hefði ekki einungis áhrif á alla Bolshevika með gáf- um sínum og persónustyrkleik, heldur blatt áfram aUa aðra menn á Rússlandi, í Öðrum lönduni Evropu og öllum heiiái. I auiguni okkar seni daglega lásum frásagnirnar um Lenin seiri þýzkt tól og daglega heyrðum stór- eignamennina fordæma liann sein óbótamann og ó- þokka, landráðamann og vitfirring — í augum okkar voru þessar kenningar einkennilegar. Qkkur fanst sem þær voru fjarri sannleikanum og sprotnar af af- vegaleiðslu. — En þessir menn voru hvorki flón né slíkir að þeir létu tilfinningarnar fara með sig í gönur. Flæking- ur þeirra og ferðalög hafði losað þá við alt þess ’háttar. Ekki voru þeir heldur dýrkendur einstakra manna eins og sumum er hætt við að verða. Bolshe- viki hreyfingin var raunveruleg og einlæg, en hún vav Hka vísindaleg og- hafþi fastan grundvöll á að standa. Samt sem áður fullyrtu þessir fimm Rússar að uppi væri maðurs vof ullkominn iað trúverðuleik og viti sem frekast mætti verða og a.ð uafn þess manns væri Nikolai Lénin, sem þá var útlægur og ofsóttur af bráðarbirgðarstjórninni. því betur sem við kyntumst þessum ungu, ein- Itegu mönnum því sterkari varð löngun okkar til þess að sjá þann sem þeir viðurkendu sem leiðtaga sinn og meistara. Tosafat T. Hallson, Mánchest- er, Wasb ....................2.40 Samtals..........6,569.55 i. THE TOMLiNSON CO. 704 & 706 McMlcken 8tr. Phone Qarry 1190 Acetylene Welding, Boller Repairing, Etc. UPPPLÝSINGAR viðvíkjandi * The Consumers Association Windsor, ontario gef eg undirritaðuf og veiti mút- töku innritunargjaldi fyrir téð fé- lag, sem er $2.00 á ári igegn með- limaskýrteini. Félag þetta selur ódýrari vörur en dæmi eru til nú á tímum. SV. BJÖRNSSON Box 333 Gimli, Man. umboðsmaður fyrir Nýja^ Island, Við spurðum þá hvort þeir vildu leyfa okkur að koma með sér þangað sem liann bélt til í leyni: “Bíðið þið við um stuml,” sögðu þeir hlægjandi, “þið fáið bráðum að sjá hann.” Með hinni mestu óþolinmæði biðum við alt sum_ arið og fram á haust árið 1917; við sáum að Ker- ensky stjórnin veiktist dag frá degi. Sjöunda nóv- ember lýstu Rolshevikar því yfir að stjórnin væri dauð cg jafnframt lýstu þeir því yfir að Rússland væri fullkomið lýðríki og Lenin forsætisráðherra. þEGAR EG SÁ LENIN f FYRSTA SKIFTI. Á melðan hávaðasamar fylkingar syngjandi bænda og hermanna ljómandi af gleði yfir sigri stjórnavbyltingarinnar troðfyltu hinn stóra sal í Smolny; meðan rússnesku fallbyssurnar lý.sfu því með dynjandi og drynjandi skotum að gamla fyrir- komulagið væri að deyja og hið nýja að fæðast, steig Lenin hæ.gt og hljóðlega upp á ræðupallinn og fund, arstjórinn sagði: “Bróðir Lenin ætlar nú að ávarpa þingilð. ’ ’ Yið teygðum oklcur og tyltum á tær til þess að sjáy fir íúanuiþröngina. Okkur fýsti að vita hvort Lenin væri það heljarmemii að útliti sem við höfðum hugsað okkur hann. En þaðan sem við sátum við fréttaritaraborðið gátum við ekki séð hann um lang- an tíma. Á meðan hann gekk yfir ræðupallinn, dundu við afskapleg gleðióp, lófaklapp, fótastapp, og allskonar fagnaðarmerki. Öll þessi ósköp marg- földuðustfþó ]>egar hann steig upp í ræðustólinn, sem ekki var lengra frá okkur en þrjátíu fet. Nú sáum við hann greinilega og vonbrigðin voru okkur átak- anleg. Hann var nálega í beinni mótsetningai' við þá mynd sem við höfðmn af honum í liuganum. Vi'ð heldum að hann mundi vera risvaxinn og tígulegur, en í stað þess var hami lágur vexti, og að því er okk- ur virtist tilkomulítill. Hárið og skeggið úfið og ó- greitt,. þegai' honumh afði tekist að stöðva hin óst-jórn. legu fagnaðarlæti sagði hann: “Bræður góðir, nú Mggur þáð' fvrir oss að stoýna jafnaðarríkið og semja því reglur” Síðan talaði liann rólega og liitalaust um málefnið sem fyrir lá. Röddin var hörð og þur og engin mælskublær á henni. Hann stakk þumal- fingrununi inn undir vestisboðangana í hlandkriknum sínum hvoru megin, stóð á hælunum og vaggaðist aftur á bak og áfram á meðan hann talaði. Við hlustuðum á hann heila klukkustund væntandi þess að finna hin heillandi persónueinkenni sem voru völd að því að hanu hafði þetta takmarkalausa vald yfir hinum frjálsu, ungu, hraustu og sjálfstæ'ðu mönnum. En það var með öllu árangurslaust. Við urðum fyrir verulegum vonbrigðum. Bðlsbevikar höfðu heillað hugi okkar með huigrekki sínu og hinum mikla sigri. Við vonuðmnst eftir að leiðtogi þeiraa væri eins og þeir voru. Við höfðum hlakkað til þess a'ð' sjá for- ingja íþessara miklu manna og einkennilegu; við ætl- uðunist til þess að hann væri persónugerfi hreyst- innar og tignarinnar—nokkurskonar Stór-Bolsiheviki í stað þess hirtist hann okkur þarna eins og meðal maður eða jafnvel tæplega það. “Ef hann væri dálítið fínni, þá mætti taka hann fyrir ríkan borgarstjóra eða bankastjóra í smábæ á Frakklandi.” hvfslaði Julíus West, enski fréttarit- arinn. “ Já, hann 'er fremur lítill máður til þess áð leysa af hendi fremur stórl^ostlegt, verk,” nöldraði félagi hans. Við vissum hvjlík heljanbyrði það var sem Bol- shevikar höfðu tekið sér á herðar. Gátan var sú, hvort þeir væru færir um að bera hana. það var að min'sta kosti víst, að leiðtogi þeirra kom okkur ekki fyrir sjónir sem stórmenni. þannig var það nú þegar við sáum Lcnin í fyrsta skifti. Iín eftir þa!ð fylgdi eg lionum eftir og sex mánuðum síðar var eg kominn á skoðun Warkovs, Niebuts, Péters, Volodarskys og Yamiskevs sern t^ldu Nikolai Lenin merkasta mann og mesta st jóm. nialamann í allri Evrópu. LENIN SETUR STRANGAR REGLUR t STJÓRN- MÁLUM. 9. nóvember þurfti eg að fá vegabréf til þess að fara raeð Rauðaviarðliðina sem þá vara i ð leggja af stað í allar áttir til mótstöðú igegn KósÖkkum og nýju stjómarbyltiiiigarniönnuuuni. Eg sýndi viður- kenningarbréf mitt með undirskrift Hillquists og Hugomans. Mér fanst sem þessi skjöl væru sérlega embættisleg. En Lenin wægði þáð. ekki. Hann virtist ekki gefa þeini meira gildi en þótt, það hafði verið vottorð frá verkamanTWjfélagi. Iíann fékk mér skjölin aftnr og sagði “Nei” með alvörusvip. þetta var auðvitað smáræði, en það var dæmi um nýjar og strangar reglur sem í gildi voru gengnar í lýðveld- inu nýja. Hingað til hafði fjöldinn farið sínu fram að. mestu leyti stjómar. og éitirlitslítið, og 'hafði það orðið dýrt- spaug. Lenin byrjaði á ströngum a.ga í upphafi. Hann vissi það að ekkert gæti komið í veg fyrir nýja stjórnarbyltingu; ekkert gat bjargað binu nýja lýðstjómarríki neipa strangur agi og alvara, sérstaklega þegar þannig stóð á að fyrir dyrum beið hungur, árásir og ofugstreymi. Bolshevikar ákváðu því hinar ströngu reglui* hiklaust til þess að mæta á- rásum hinna sameiginlegu utanaðkomandi óvina. Gagnvart auðvaldinu kom Lenin fram með'hinni inestu einbeitni. þeir kölluðu hann nú ekki Lenin forsætisráðherra, heldur Lenin harðstjóra, Lenin ein- valda og hinir hiegfara jafnáðarmenn sögðu að gamli keisarinn Nikulás II. liefði lagt niður völd, en í hans stað væri kominn til valda hinn uýi keisari Nikolai Lenin, og þeir kÖTluðu oft með háði: “Lengi lili nýi keisarínn okkiar Nikulás III.” þeir gerðu sér mat úr hlægilegu atriði sem fyrir kom áð því er bænduma snerti. ]>að var um kveld- ið, þegai' fulltrúamir frá bændum voru gengnir í lið Bolshevika héldu þeir fagnaðarhátíð í Smolny. Bæ_ jarstjómar fulltrúamir höfðu talað og svo var þess krafist að talað væri fyrir hönd fólksins í bænum. Gamall maður í bænda búningi steig upp á ræðu- pallin; hann var livítskeggjaður, en blóðrjott and- litiö skem í gegn um skeggið; hann var brosleitur og talaði á málýzku bæjarmanna. “Bræ’ður góðir,” sagði hann. “Hvað eg var glaðui’ í kveld þegar cg kom hingað og sá blaktandi fána og lieyrði liinn mikla glaum og igleðisöngva. Eg kom ekki ganganadi á jörðinni. Eg kom fljúgandi í loftinU. Eg er einn af svarta fólkinu og á heima í svörtum bæ. þér veittuð okkur Ijósið, en við skilj- um það ekki alt, þess vegna var eg sendur til þess að finna það út,. En bræður góðir, við erum allir ákaf- lega glaðir yfir liinum uudraverðu bréytingum. I • gamla daga voru stjómenduniir harðir við okkur og óvægir, en nú eru stjómendurnii* kurteisir. 1 garnla daga fengum við aðeins að líta á hallimar að utan, nú fáum við að ganga rakleiðis inn í hallimar alveg eins og við ættum þær sjálfir. 1 gamla daga heyrð- um við aðeins talað um keisarann, en nú er okkur sagt lcæru fálagar. að' við fáum á morgun að taka í hendina á sjálfum keisaranum Nikolai Lenin. Guð , gefi honum langa lífdaga!” , (Framhald)

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.