Voröld - 22.02.1921, Blaðsíða 3

Voröld - 22.02.1921, Blaðsíða 3
Winnipeg 22. febrúar, 1921. VORöLD. Bls. 3 svo lítið skeytt um boðorð þeirra úr því, Það getur öllum stjórn- um yfirsézt. En séu menn sann- faerðir um einlægni þeirra er með völdin fara, er jafnvel stjómum fyrirgefin vangá. Að hvatirnar séu hreinar er stóra at- riðið, en ekki hitt að vera ó- skeikull. Það er hreinskilni og einlægni sem með þarf, til þess að hrinda nauðsynlegustu verk- um þjóðfélagsins í framkvæmd. Það er hún sem þarf með til þess að leysa opinberu málin nú úr fjötrunum sem þau eru í. Og þegar til hreinskilni kemur, hefi ég þá trú, að hún sé til í ríkara mæli hjá hverjum algengum borgara, en hjá lærðu stjórn- málamönnunum. Trúið þeim ekki, er reyna að telja ykkur trú um það, að bændastefnan sé í því fólgin að mata krókinn fyrir vissa stétt landsmanna. Hún krefst þess eins að meira réttlæti eigi sér stað í meðferð opinberra mála en áður. í austur hluta Ont- ario fylkis þar sem fleiri voru naprir í garð bændastefnunnar en í vesturhlutanum, er nú meira fylgi og virðing sýnd stefnunni en áður, og óhugur til hennar að mestu horfinn. Og það stafar af því, að þorps og bæjabúar sjá nú, að bændur eru ekki eins sjálfselskir og sérdræg- ir í stjórn og óttast var, heldur eru þeir vel vakandi yfir hag landsins og heill þegnanna í heild sinni. Breytingarnar, sem þeir hafa gert á löggjöfinni, bera vott um svo mikla einlægni hjá þeim að fáir efa nú, að það sé farsæld allra íbúa landsins, sem þeir bera fyrir brjósti. Sumt af því er stjórnin hefir komist að og flett ofanaf í Ontar- io, er hvörki til vegs né heiðurs gömlu stjórnunum þar. Er ó- þarft á þessum stað að lýsa því náið. Það varð ekki dulið, að talsvert hnupl (pilfer) hafði átt sér stað í sambandi við .hið op- inbera. Og efast ég ekki um að gömlu stjórnirnar hafi hlotið að vita um það. Að minsta kosti var ekkert gert af þeirra hálfu til að kippa því í lag. Það varð hlut- verk hinna algengu borgara, bænda og verkamanna stjórnar- innar, að reyna það, og að fá þýfinu skilað aftur til fólksins sem átti það. IV. Er nú nokkuð að læra af því, hvernig bænda og verkamanna- stjórnin hefir reynzt í Ontario? Lexían er við höfum þar af reynzlu lært, er sú að minu áliti, að tími sé kominn, að alþýðan í Canada geti örugg fært sér það í fang, að taka við stjórnartaum- unum sjálf, en dragi þá úr hönd- um lærðu flokkstjórnarsinnanna. Alþýðan er orðin vaxin því að fara með frelsið. Að vera góður réttur og sléttur borgari eru betii meðmæli stjórnmálamannsins, en það að vera einn af þeim þaulæfðu úr gömlu flokkstjórnar skólunum. Fólkið er orðið þreytt á þeim. Það krefst manna við völdin sem bera hag þjóðfélags- ins fyrir brjósti og leitast við að gera það sem þeir vita réttast. Mér er bæði tímans ogann- ars vegna varnað að segja mikið um lands málin. En ef ég má segja ykkur spár mínar að því er þau snertir eru þær á þá leið, að mig furðaði ekkert á því þó alt iandið, alt Canada ætti eftir að verða fyrir sömu reynzlu og Ontario, þegar tækifærið gefst til þess. Ég hefi verið að spá því að þjóðin ætti fyrir höndum að setja fremur menn til valda sem sýnt hafa með almennri fram- komu í hversdags verkum sínum að eru verðir trausts hennar, þó óreyndir séu í stjórnmálum, held- ur en hina „góðfrægu“ stjórn- málamenn, með þeirri sögu, er sumir þeirra eiga sér á baki. Þjóðin mun ekki aðeins vænta heillavænlegri framfara frá þeim fyrnefndu, heldur mun reyndin verða sú að þær munu ekki lát- ■nár lenda við loforð tóm. Þetta efni er mikilsverðara en margur hyggur, en frekar skal samt ekki farið út í það hér. Með hverju getum við unn ið landinu mest gagn? Með þvi að hrinda í framkvæmd sem mestu af nauðsynlegum umbót- um. Að því verðum við að hjálpast, vera sem einn maður ef unt er. Og nauðsynlegustu um- bæturnar er bættur hagur alþýð- unnar. Það er sannleikur sem við verðum að standa við og beita gegn öllum brögðum gam- als vana og afturhaldsanda. Við verðum fyrst og fremst og á öll- um tímum að vinna að velferð allra borgara landsins, hvort sem er í Manitoba, Ontario eða ann- arsstaðar. Við verðum að sýna, að þeir sem reyna til að sundra okkur eða aftra samvinnu geri það sjálfum sér til vanvirðu og ógagns. Ég mótmælti því ein- dregið en forsæiisráðherra Can- ada kallaði okkur bændur, verk- amenn og hermenn BOLSHE- VIKA (fólksvíkinga?) og lét það orð tákna að við værum fjand- menn landsins, af því ég veit að lýðhollari menn mun erfitt að benda á en þessa flokka. Borg- arar Ootario fylkis hafa nú haft stjórn, skipaða þessum flokkum í 1 2 mánuði. Og hvernig treysta þeir þeim? Þegar stjórnin varð að leggja í fyrirtæki sem svo mikils fé þurfti við að einstök lánfélög vildu ekki veita það, hlupu borgararnir þannig undir bagga, að þeir lögðu fram helm. ingi meira fé en með þurfti, á 48 klukkustundum. Svona er traust þessarar stjórnar hjá fólk- inu. Ég mótmælti forsœtisráð- herranum, ekki svo mjög af því að þetta var sagt um flokk er ég tel mig í, eða að það var sagt um stjórn þá er ég veiti forstöðu heldur vegna hins, að það er gamla lúalega,—en ég vona senn útdauða—aðferðin til að sundra borgurunum, ef ske kynni að stefna hans grœddi á því. Ég virði alveg eins þann mann sem er mér ósammála og hinn sem er mér sammála. Menn getur greint á um aðferðir þó tilgang- urinn sé sá sami, en hverjum manni sem etur borgurum lands- ins saman í þeim ógöfuga til- gangi sem á er bent, get ég ekki fyrirgefið. Það eru, eftir minni skoðun, ein verstu brögðin við þetta land, landið sem við unn- um öll. Verkafólkið fær það sem Rockefeller og hans nótar fram- leiða þ- e. ekkert. Og Rocke- feller og hans líkar fá það sem verkafólkið framleiðir þ. e. bil- jónir dala. Ánœgður verkamaður er eft- irlætisgoð okrarans. JÓN HALIFAX Eftir ungfrú Mullock. Stefán Einarsson og Sig. Júl. Jóhannesson, hafa þýtt. 1. KAFLI. “Víktu úr vegi fyrir herra Fletcher.leting inn þinn —sofandi sauður! litli----,” “Flækingur,” býst eg við að hún hafi ætlað að segja (hún var einu sinni hjúkrunarkona min og heitir Sally Watkins) Við pabbi litum báðir í kring um okkur, við vorum steinhissa á því hve óvenjulega hik- andi hún var með það að nefna þann sem J,ún ávarpaði því nafni sem henni bjó í brjósti. En þeegar pilturinn sem htn var að taia við leit á okkur hvorn eftir annan opineygður og skýreygður; horfði á okkur augnablik og vék síðan úr vegi okkar, þá furðaði okkur ekki lengur á því hiki sem kom á Sally Watkins. Pilturinn var frábærilega illa til fara, ó- hreinn og illa á sig kominn; en svipurinn og ugnaráðið hlaut að aftra hverjum sem var rá því að kalla hann flakkara eða ræfil. “pú þarft ekki að fara út í bleytuna dreng- ur minn; vertu fast uppi við vegginn; þai er nægilegt afdrep bæði fyrir þig og okkur” sagð^ faðir minn og dró handkerruna sem eg var í inn í ganginn til þess að komast í skjól fyrir steipiregninu sem úti var. Pilturinn rétti fram höndina prúðmannlega og ýtti á eftir kerrunni til þess að hjálpa föður mínum Eg sá að höndin var sterkleg, vititekin og gróf erfiðisvinnu, þrátt fyrir það þótt pilturinn væri tæplega eins gamall og eg. Alla aleign mína hefði eg viljað gefa til þess að vera svona stór og sterkur. Sally kallaði á mig þar sem hún stóð í húsdyrunum og sagði: “Viltu tkki koma inn Pineas litli, og verma þig stundarkorn við eldinn?—” En það var æfinlega erfitt fyrir mig au hreyfa mig úr stað eða ganga, og eg vildi held ur vera kyr í skjólinu þar sem eg var og horfa á haustregnið sem steyptist og streymdi niður á götuna. Auk þess langaði mig til a ð athuga betur ókunna drenginn. Hann hafði naumast hrært legg né lið, en stóð grafkyr og hallaðist upp að veggnum, ann- aðhvort vegna þess að hann var þreyttur eða til þess a.ð vera ekki á vegi okkar. Hann virt- ist lítið eða ekkert taka eftir okkur, en horfði stöðugt niður á sléttuna—því við vorum svo mikið framfarafólk í bænum Norton Bay, að það voru stéttar meðfram aðalgötunni—Pilt- urinn horfði á umbrot vatnsdropanna sem allir sýndust taka andvarp um lei'N og þeir hurfu í va,tnsstrauminn; það var eins og þeir blésu frá sér náfroðu. Eg tók niáhvæmlega eftir piltinum; andlitið var alvarlegt, þreytu— og þunglyndislegt þegar tillit var tekið til þess að hann var ekki nema f jórtán ára eða þar um bii. Eg skal lýsa honum með fáum orðum; þótt lið- in séu meira en fimtíu ár þá stendur hann mér fyrir hugskotsjónum eins og eg sá hann þennan umrædda dag. Augun voru brún og skarpleg, eins og tind- randi stjörnur; augnabrúnirnar stórar; nef- ið eins og á flestu Saxnesku fólki—ekkert ein kennilegt við það— varirnar sterklegar og fagrar, en klemdar fast saman; hakan breið með skörpum dráttum sem lýstu festu og veitt: hún ölu andlitinu þann blæ, er sýndi viljaþre’- og staðfestu. Án þess að hakan beri einmit þessi einkenni lýsir sér æfinlega einhver ófull- komlegleiki, jafnvel í fegursta og fullkomnasta andliti að öðru leyti . Eins og eg hefi áður tekið fram var piltur- inn hár vexti og sterklega bygður, og ég sem var pervisalegur aumingi, dáðist að líkamlegri hreysti, það var eins og náttúran hefði veitt honum alt í ríkum mæli, limirnir voru sterkleg ir og vöðvamiklir; herðarar breiðar og kraftv legar; kinnarnar- eins og tvö blöð rituð af hendi heilbrigðisgyðjunnar—jafnvel þótt þær væru fremur holdgrannar; hárið var bjart, og hrokkið. þannig leit hann út í mínum augum; ég dáðist að honum og man eftir honum— sé hann eins og hann stóð uppi við vegginn fyrir 'imtíu árum—alveg eins og það hefði skeð í dag. Eg man líka eftir útsýninu; gatan sem lá út að Háa stræti var mjó og óhrein. í fjarska sást enn á grænt engi þótt farið væri að hausta; á báðar hliðar voru opnar húsdvr og heyrðuú íþaðan allskonar hjáróma ráddir; börnin sull- uðu í pollunum og rennunum og stjórnuðu þar heilum skipaflotum úr kartöfluhýði. Fram undan blasti við Háa stræti þar sem að borgar- stjóra húsið var með svölum og allskona" skrauti, og í fjarska þar sem skýun voru hykk- ust upp yfir teygðist í loft upp turninn á gamla klaustrinu í fögru skógarrjóðri. Á þá bygg- ingu litu allir Norton Bay búar með stolti og lotningu. Alt í einu steyptust yfir klaustrið sterkur ljósstraumur. Eg tók eftir því að ókunni pilturinn leit upp og horfði á það. “Rigningunni styttir bráðum upp” sagði eg er var ekki viss um að hann heyrði til mín. Hvað gat hann verið að hugsa um svona alfar- lega? Hann sem var ekkert nema blátt áíram fátækur vinnudrengur, sem flestir mundu halda að hugs iði alls ekki neíir Eg býst við að faðir minn hafi ekki tekið eftir Piltinum né litið á hann; hann hafði að- einsboðið honum að standa í skjólinu hjá okkur vegna þess að honum fanst það sjálfsagt og sanngjarnt. í raun og veru hafði hann eugar tíma til þess að gefa öðru gaum en sínum eigin störfum; hann var lífið og sálin í stóru og vaxandi fyrirtadú. Eg sá það á því hversu drættirnir hörðnuðu í andlitinu á föður mín- um og hvernig hann lamdi stafnum sínum nið- ur í vatnið og bleytuna að hann óskaði sér að vera kominn í sútunarverksmiðjuna aem þar var skamt frá. Hann tók stóra silfur úrið sitt upp úr vasa sínum og leit á það snögglega það var eins og öllum stæði ótti af þessu úri; því að það virtist hafa svo mikið af eiginleikum húsbóndans; það var eins og dómstólarnir miskunarlaust en réttlátt, skeikaði aldrei um eina einustu sek;ndu. “Tuttugu og þrjár mínútur tapaðar vegna þessarar skúrar.” sagði hann, “Hvernig á eg að fara að því að koma þér 'heim Pineas litli’ nema þú viljir koma með mér út í sútunarverk- smiðjuna. ” Eg hrysti höfuðið: það var sérstaklega erfitt fyrir Abel Fletcher að eiga annan eins vesaling fyrir einkason, sem eg var. Eg var orðin sextán ára, og gat ekki fremur björg mér veitt en ungbarn. “Eg veit ekki hvar það lendir; eg verð að fá einhvern til þess að fara með þér” sagði hann. Faðir minn hafði fundið upp nýja kerru handa mér, og í henni gat eg með aðstoð hans hjálpað til þess að aka mér áfram. pannig gat egfarið með honum öðru hvoru milli húss og verksmiðju, og til kunningja okkar; en þó þorði hann aldrei að sleppa mér einum. “Heyrðu Sally!—Sally Watkins þekkirðu nokk- urn dreng sem vill vinna sér fyrir ráeinum centum?” Sally heyrði ekki til hans; en eg tók eftir því að ókunni pilturinn roðnaði þegar hann heyrði til föður míns; hann gekk áfram eitt skref eins og í leiðslu.Eg hafði ekki tekið eftir því hversu hann var holdgrannur og hversu svangur hann virtist vtra. “Pabbi,” sagði eg í hálfum hljöðum. En i sama bili herti ökunni pilturinn upp hugann og ávarpaði föður minn: “Herra minn,” sagði hann; “Eg þarf að fá eitthvað að gera, viljið þér lofa mér að vinna fyrir þessum centum?” Hann talaði allgóða enskU/ólíkt þvf sem við gerum flestir hinir; hann tók ofan gömlu slitnu húfuna sína, og leit ófeimin og einarð lega framan í föður minn. Gamli maðurin" virti hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. “Hvað heiturðu, drengur minn?” “Jón Halifax. ” “Hvaðan kemirðu?” “Frá Cornwall.” “Eru foreldrar þínir á lífi?” (framhaid)

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.