Voröld - 29.03.1921, Page 2
Bls. 2.
VORÖLD.
Winnipeg 29. marz, 1921.
kemur út á hverjum þriðjudegi. Útg.: “Voröld Publ. Co.‘‘
Winnipeg. Arg. kostar $2.00. (Borgist fyrirfram.)
Ritstjórar:— Stefán Einasson og Sig. Júl. Jóhannesson.
RáðsmacSur: Stefán Einarsson. Ste. 3 Connought Blk.
637 Sargent Ave.
Winnipeg, Man.
Fylkisþingið.
par har ýmislegt á góma
vikuna sem leið . Tillaga séra
Smiths um meðmæli þingssins
með be'inni löggjöf var sam-
þykt. Tillaga Stanbridge um
afnám þeirra $200. sem hver
maður er sektaður um ef hann
býður sig fram til þings var
feld. Tillaga Browns um
hækkun vaxta á láni til bænda
í 7% frá 6% var sett í nefnd.
Séra Smith flytur frumvarp
um 8 tíma vinnu eins og ákveð-
ið var á friðarþinginu í París.
Palmer flytur frumvarp um rétt
verkamanna til þess að láta
fulltrúa semja við vinnuveitend
ur fyrir frumvarp þess efnis að
flutti frumvarp þess efnis að
ekkjur fái $45.00 styrk á
mánuði í stað $30.00 og $15.00
á mánuði fyrir hvert barn í
stað $7.50 eins og nú er; sömu-
leiðis að iitfararborgun verka-
manna sem deyja sé hækkuð
úr $100.00 upp í$150.00; eins
að menn sem algjörlea missa
heilsuna fái æfilangt $15.00 á
viku í stað $6.00.
Queen flutti frumvarp um
sjálfstjórn bæja. Ivens flutti
frumv. um að ná stofnun þjóð-
banka 1 því skyni að brjóta á
bak aftur peninga einveldið
sem fótumtreður jafnt bændur
og verkamenn. ’Séra Smitli
flutti frumvarp um þjóðeign
allra opinberra landsnytja.
Thos H. Johnson dómsmála-
Stjóri flutti frumvarp um
breyting á kosningalögunum
þess efnis að þar sem fleiri
séu í kjöri en tveir í sveita-
kjördæmi séu seðlarnir mark-
aðir með 1, 2, 3 o. s. frv. eins
og nú á sér stað með borgar-
stjórakosningar í Winnipeg.
Eitt með því helzta sein
fram kom á þinginu vikuna
sem leið var fjármálaskýrsla
og fjárlega frumvarp Browns.
Skuldir fylkisins eru afskap-
legar og eyðsiu, stjórnarinnar
óstjórnleg. Verður þetta til
umræðu á þinginu þessa viku.
Fyrra mánudag skéðu þau
tíðindi að Norris kallaði 7
bænda þingmenn á leynifund
með sér um miðnætti eftir að
þingið var úti. Kvisaðist það
dagian eftir að þessir bændur
hefði heitið stjórninni fullu
fyigi ef til atkvæða kæmi um
það 'að fella hana. Af þessu
spunnust allharðar umræður
í þinginu og var séra Albert
Kristjánsson einna tann-
hva'ssastur í þeirri rimmu og
áttu þeir harðast orðakastið
saman hann og Norris. Báðir
landamir voru lausir við þetta
miðnætur bralf enda hafa
þeir þegar fengið það orð á sig
að þeir fari sínu fram og láti
ekki vefja sér um fingur.
í Ljósmáli.
Um Heimskringlunnar bygða
brölta dýrin öll á ról, [ból
leynist ekkert skálka skjól
skugginn hverfur fyrir sól.
J. Ó. Norman.
Sambandsþingið.
Um náttúru auðlegð land-
sins urðu talsver^ar umræður
í þinginu á mánudaginn var
(þ. 14. þ. m.) En eins og stund-
um áður, var lítið á þeim að
græða. pingmennirnir töl-
uðu svo mikilfenglega um þær
að þeim sem á þær hlustuðu,
gat varla blandast hugur um
það að landið flyti í hunangi
og mjólk. En rétt áður voru
þeir þó búnir að óskapast út
af skuldum þess og viðskifta
kreppu.
Dr. Marion þingm. hélt því
fram, að með því að efla hrein-
dýra rækt sem lengst norður í
íshafi, gæti Oanada náð sér aft-
ur; það væri eina frelsisvon
þess. Cahill þingm. benti á
að nátturu-auðlegð landsins
væri til lítils, ef engir væru til
sem vildu sinna Irenni; helzt
kvað1 hann hana fólgna í bún-
aði —en honum vildu menn
ekki sinna. Innflytjendur
sem fúsir væru að leggja bún-
að fyrir sig, væri því fyrsta
og helzta spurgsmál þessa land.
Dr. Gowan þingm. kvað iðnað
í Vestur-Canada vanta herfi-
lega. par væri hópur manna
sem vantaði að koma fótum
undir hann, en sem væru
bundnir við þennan lítilfjör-
lega búskap. Hann álítur
frumiðnað landsins lítils verð-
an, en allan iðnað sem á frum-
iðnaðnum hvílir, mikils verðan.
Annað hvort er þessi þingmað-
ur að reyna að tæla bændur til
að styðja ekki bændastefnuna,
eða það er laus skrúfa í kollin-
um á honum. W. A. Buchan-
an þingm. talaiðai um að rann-
saka þyrfti á -stórum svæðum
hvað hægt væri að gera á landi
í Vestur-Canada. —Vildi að
vísindaleg aðferð vrði 1 því
efni tekin upp til þess að leið-
beina þeim er búnað legðu fyr-
ir sig. Var mikið á ræðu hans
að græða.
Dr. Thompson þingm. minti
á urmul gullnáma í Norð-Vest-
úr landinu geymda sem að
eins biðu þess að vera uppgötv-
aðar. En alt var það norður
í óbygðum og því ekki greitt að
benda nákvæmlega á þær. pá
var og minst á laxveiði í Brit-
ish Columbia og bent á hvað
mikil iðnaðargrein hún væri og
auðuppspretta fyrir þetta land.
En ef að þeim væri ekki hlúð
mundi hún rýrna. M. A.
Mackie, þingm. frá Edmonton,
talaði um olíunáma norður þar,
sem tími væri tilkominn að eitt
hvað, væri unnið að. Hagur
landsins blasti þannig við í ótal
mvndum. En stjórninni kváðu
þingmenn alt annað lagið en að
sjá þetfa. Meighen forsætis-
ráðherra svaraði ræðumönnum
því, að deginum á þinginu
hefði verið eytt í óþarfa skraf.
Mr King skammaði stjómina
fyrir að koma ekki fyr en seint
og síðar meir fram með yfir-
skoðaða reikninga.
Um Hodson’s flóa brautina
nrðu nokkrar umræður. J. A.
Campbell frá Nelson, bar upp
tillögu þess efnis að brautin
yrði sem fyrst fullgerð. Mr.
Davis frá Nepawa studdi hana
og kvað til lítils að tala um
tækifæri Norð-Vestur landsins,
ef brautin yrði ekki lögð alla
leið eins og ætlast var til. En
tillaga þessi mætti mótspyrnu.
Dr Reid sagði þessa 310 mílur
sem lagðar væru, tapað fé land-
inu og stjórnin gæti ekki lagt
fé nú fram til að fullgera braut-
ina; það væri að fleyja frá sér
peningum fyrir það sem að
engu gagni kæmi. Fleiri þing-
menn frá Austur-Canada sögðu
hið sama. Crerar sagði að sjálf-
sagt væri að fullgera brautina
eins fljót og fé fengist til þess,
en í svip mundi ekki mikið af-
lögu hjá stjóminni. Og hann
studdi breytingartillögu Hay
þingmans frá Selkirk, um að
fresta byggingu brautarinnar.
pá var birtur reikningur yf-
ir rekstur stjómar-járnbraut-
anna. Dofnaði heldur yfir þing-
heimi þegar hann var lagður
fram. Tap brautanna var talið
70 iniljón dala, og þó ekki öll
kurl komin til grafar enn.
Járnbrautar ráðgjafinn kvaðst
þó ekki hræddur um að úr
þessu rættist ekki betur á
næsta ári, því ýmsar tálmanir
sem 1 vegi hefðu verið, væru nú
burtu. En hann var myntur á
að hann hefði sagt það sama í
fyrra, en þá hefði tapið þó ekki
verið meira en 47 miljónir dala.
Traust til þeirrar járnbrautar-
stjómar virðist nú farið.
Áætlaður reikningur til akur-
yrkju mála var Jengi þvældur í
þinginu. V-oru margar spurn-
ingar og margar sakir bomar á
Dr. Tolmie í því sambandi.
Fvrirmyndarbúið í Ottawa var
gangrínt og óþarft haldið. En
Dr. Tomlie sýndi fram á að
margt gott hefði af því leitt.
Af framfaraflokknum var það
samt haldið léttvægt.
Áætlaður kostnaðar rekstur
dómsmála deildarinnar sætti
hörðum dómum; og þegar kom
að því atriði að kaupa hitt og
þeta til fangelsa, varð árásin ó-
vægin og hörð af stjórnar and-
stæðingum.
I York-Sudbury og St. Anto-
ine var búist við að aukakosn-
ingar færa fram bráðlega. En
nú er sagt að þeim muni eiga að
fresta, vegna þess að stjórnin
er ekki líkleg til að ná þeim
sætum. Mr. Stairs, nokkurt
bændafulltrúa efni er talinn
líklegur til að ná kosningu
þegar til hennar kemur á öðrum
staðnum, en ófarir stjóraarinn-
ar á hinum þykja vísar vegna
þess að. hún skipaði manni frá
Nova Scotia í embætti í öldung-
adeild fyrir New Brunshvick.
Tollmálin er haldið að komi
ekki fyrir þingið að sinni; þingi
verður sagt upp sne'mma í júní
og forsæfisráðherrann fer til
London, og kemur ekki aftur
fyr en í september; en þá búast
menn við að tollmálin verði
tekin fyrir.
SUMAR pRÁ.
Hrein hvít er mjöllin
um hádegis stund,
hrímfeldi köldum
þá hjúpuð er grund,
hrímfeldi köldum
þá hjúpuð er grund.
pó finst ei sú fróun
sem friðar auga þreytt,
eg glöggva ei grænan depil
um glitklæði skreytt.
Líkt og sól um silfur
sveipi geislum há,
ofbirtan; ofbirtan
augun vill þjá.
Víktu kaldur vetur
með villuljósið bjart,
tign þess er töfrandi
i en tak þitt er hart.
Ó gef mér gullin roða
sem glæðir dapra sjón,
legðu litblóm fögur
lík klætt um frón.
Eg þrái sól og sumar
með söngfugla klið,
heiðbláan himin
og hægan báru nið.
Eg þrái laut og lilju
með lindar tár á brá,
fjaðra þyt og fugla kvak
fossunum hjá.
Eg þrái litla lóu
með ljóðsætum róm,
er syngur: “Dýrðin; dýrðin’’
með dillandi hljóm.
Eg þrái sóleyg sæta
er svalan kyssir blæ,
í túni fagran fífil
og fögnuð í bæ.
Eg þrái gleði og gaman
og glaðvært barna hjal,
ángandi ilblóm
ást hjá meyju og hal.
Eg þrái eilífð unga
um andleg þroska svið,
sálar sól og hlýju
með sæluríkan fr'ð.
—YNDÓ.
SKRIMSLIS SAGA.
pað bar til á bæ einum á Is-
landi fyrir tæpum mannsaldri
síðan, í nóvember mánuði að
fjármaJðurinn var sem oftar að
reka fé til beitar árla morguns.
En er hann kom á. leiti nokkurt
eigi alllangt frá túninu og sér
út á slétta grasgróna grand sem
var ofan við fjöruna, sér hann
þá ákaflega stórt og hræðilegt
skrimsli liggjandi á grundinni
alt stór-skjöidót svart og hvítt
méð afarlöngum og digrum hala
sem það lemur með ótt og títt
niður í grundina. Fjármann-
inn greip þegar ofboðsleg
hræðsla og hleypur sem hann
eigi sjált lífið að leysa frá fénu
heim í bœ. Bóndi var í stofu,
jármaður æðir þar inn og getur
fyrst í stað engu orði upp kornið
svo þalð' skyldist fyrir mæði og
hiæðslu. Bóndi horfði forviða
á f jármann sinn og það af Jfólk-
inu er sá fjárm. koma, og útlit
hans, þusti alt að stofudyrun-
um til þess að heyra tíðindin,
loks getur fjármaður talað og
segir bónda frá hinn voðalega
skrimsli sem hann hafði verið
nærri komin að og lýsir því á
takanlega. Augun á því séu
eins og botnar á stóram pott-
um og sér hafi sýnst hanga nið -
ur úr þeim grænir dinglar á
stærð við nautshala, kjaftur-
inn á því víst faðmur á vídd,
og alt, eftir þessu. Víst væri
að hann byggist ekki við að
sjá eina kind lifandi af öllu
fénu. Allir stóðu hljóðir og
hlustandi á fjármann og lýsti
sér ótti í útliti allra sem við
voru, sem nú var orðið fles4
alt fólkið á heimilinu komið
sainan í einn í stofudyranum
og framan við þær. Bóndi
virtist taka tíðindunum hraust-
legast enda orðlagður kjark-
maður. Hann kvaðst vona að
kvikindi þetta skriði í sjóinn
aftur því úr sjónum hlyti það
að vera, en ef þáð væri nú að
drepa niður féð fyrir sér, þá
væri þó karlmannlegra að fara
og sjá greyið, þar sem þeir væru
nú fjórir fullorðnir karlmenn
heima og svo hafði hann all-
góða byssu, að minsta kosti
væri hún viss að drepa hvað
stóran sel sem væri á 40 föðm-
um. Voðalegur kvíðahrollur
kom í vinnuinennina og fjár-
maðurinn nötráði á beinunum.
‘ ‘ I guðsbænum f arið þið var-
lega,” hrópaði kvennfólkið
einum rómi. Einn vinnu-
manna stakk upp á því að sent
væri eftir fleiri mönnum á
næstu bæi en bóndi áleit að
þetta þyldi enga bið ef skrimsl-
ið væri að rífa í sig féð, setur
á sig hattinn, grípur byssuna í
stofuhorninu, haglapúngin og
púðurpokan og segir hinum
öllum hvað hver skuli að vopni
hafa; ef skrimslið kynni -að
koma í návígi þá sé þeim betra
að hafa dugleg barefli heldur
en tvær hendur tómar og skip-
ar þeim svo að koma tafar taf-
arlaust og fylgja sér djarflega.
Var síðan lagt af stað og
gengu þeir hver á eftir öðrum
og var fjármaður aftastur. En
er þeir komu út undir leitið þar
sem það var hæst kallar fjár-
maður upp allhátt: “Nú för-
um við að sjá það! ”. “ Hafðu
ekki svona hátt bölv. asninn!”
segir þá annar vinnumanna.
Alt í einu stöðvast bóndi og
hinir sömuleiðis. Bóndi horfði
nokkur augnablik og segir æði
þungbúinn á svip: “Eg er
hræddur að högl vinni ekki á
þennan d ... ; vinnumenn
tegðu úr hálsunum það sem
þeir gátu án þess áð stíga fet
fram þar til þeir sáu ofan á
bakið á skrimslinu. “Hvaða
b.... ófreskja er þetta.”
sagði annar þeirra. “Já!,
hefðir þú komið éins nálægt
því eins og eg þá myndirðu
vera hræddur,” sagði fjármað-
ur. Bóndi varð nú að bera byss-
una í sigti, en þá grípur annar
vinnum. í handlegg honum og
segir: “Heldurðu húsbóndi
góður að það sé hættulaust fyr-
ir okkur að skjóta á skrimslið?
ef höglin vinna ekki á því, eg
held það væri bezt að stygg.ia
það ekkert og láta það ekki sjá
okkur fyrst það hefir ekkert
gjört skepnunum ilt, það lík-
legast skríður sjálft f sjóinn
aftur”. Bóndi kvað sér for-
vitni á að sjá hvað því yrði við
eitt skot. Fj ármaður hafði þá
mjakast svo fram að hann stóð
jafnt bónda. Og nú lét bóndi
skotið fara af. “pað bara lifti
upp hausnum,” sagði fjármað-
ur. “ Á gerði það, þaðA’ ’ sögðu
hinir. “Já, ognú liggur það
kyrt aftur”, sagði fjármaður.
“pað má reyna að gefa því
fleiri” sagði bóndi og hlóð
byssuna aptur í skyndi og lét
fára annað skot. “Nú sá eg
það ekkert hreifa sig”, sagði
fjárm. “Eg held þetta sé
meinlaust grey”, segir bóndi
“og eg held að það sé hættu-
laust a'ð fara nær því” og
gengur áfram og þeir allir, en
stöðvast þegar fljótt aftur og
horfir á skepnuna. En þá
kallar fjármaðurin “Nú er eg
aldeilis hissa, þetta er þá bjarg
sem altaf hefir verið þama
snjórinn sem kom í nótt hefir
geert það svona flekkótt og líkt
einhverju skrimsli’. Mundu þeir
þá allir eftir þessum stóra
steini sem þama liafði legið frá
ómuna tíð.
Halin sem fjárm. lýsti svo
átakanlega var stórt þarablað
sem fokið hafði upp að stein-
inum.
Saga þessi sem er dagsönn,
er gott dæmi upp á hinar sví-
virðilegu ofsóknar greinar á
skáldið St. G. St. .1 vetur í ís-
lenzku blöðunum hér vestra,
sem hafa verið hver annari geð-
vonskulegri og heimsku-
legri. pegar eg sá í síð-
asta Lögbergi gremju og
hræðslu eins af hermönnunum
við ímyndaða skrimslið í
Vígslóða —hið ímynndaða níð
um hermennina og aðstand-
endur þeirra, kom mér til að