Þjóðhvellur - 29.06.1907, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 29.06.1907, Blaðsíða 3
Þjóðhvellur 43 Húsgagnaverzlun Guðm. Stefánssonar, Bankastræti 14. Telefón 128 Benedict Gabjiel Benedictsson, skrautskrifari, _________Austnrstræti 3. Beykjavik.________ Ba‘kiii\ritl'(">ng o. íl. á Laugaveg 1(->. sæmd eina gaf það af loknum leik, eins °g gjarnast vild verða, þá er tvífætling- um í mannsmynd er att á forað, — en látum þá veslinga eiga sig, og snúum okkur að sjálfum foringjunum og orust- unni. — Hún var ekki háð með þreif- anlegum vopnum, heldur með völdum sverðum andagiftarinnar, soðnum í vopna- smiðjum stjórnspekinnar Islensku. Orða- leikarnir voru snarpir, dugandi og full- ir hita; og foringjar allra flokka stóðu sig hver öðrum betur og brann þeim eldur tír augum við og við. Einkum voru það þó þrír foringjar, er sér í lagi vörpuðu Ijóma á herinn. Það voru þeir Einar »andaskelfir«, Björn hinn »ísfyldski«, og »landsins sál«. Þeir unnu ekki hver á öðrum og varð því jafntefli. Lárust hirm lundprúði af Snæfellsnesi vildi mæla, en varð fyrir óskunda, því nokkur gæsafóta-ungmenni og fleiri slógu fótum við gólf, svo orustuvöllurinn skalf eins og geðrlkur, gamall maður, sem verður fyrir pólitiskum vonbrigðum, — en jafnhliða stappinu gullu við óhljóð skjaldsveina, er sögðu: »Niður með Lárus«. En í gegnum glauminn ómaði sjálfs hans rödd, með kaldri ró: »Hann fer bráðum niður«. Hann talaði djarft og vel að vanda, en orð hans urðu m y r k u r. Magnús hinn mundhagi kvað sér hljóðs og bar sigur af hólmi, því orð hans urðu 1 j ó s, Menn sögðu hann völ- und að viti, en sjálfur kvaðst hann vera ssannurc í sínum flokki. Gamall íslenskur Herkúles, Ijós sann- leikans !!, hundkunnugur á »Kretu« og ráðgefandi rnjög f fánamálum Krítar, fékk að tala, en af því enginn varð hrif- inn af honum, varð hann að stjörnu- þoku og — dó. Guðmundur hinn gáfaði, sverð og skjöldur »Skírnis« vorra tíma, rauk á pall og fjekk að mæla eftir megnan mótþróa. Mál hans var snjalt og há- vært — náði hvers manns eyra, og töfr- aði; dró hann úr slíðrum fána tvo: merki Islands hið nýja og Krítarfánann; kom sú sýn honum að haldi, en öðrum á óvart, og allur efi hvarf; sannleikur- Pétur Brynjólfsson, ljósmyndari, Hveríisgötu. Revkjavík. Telefón 76. Carl Ólafsson, ljósmyndari, Austurstræti i, Reykjavík, • — ■ ■— inn sigraði, en »sannsöglin« fékk sér að drekka. Guðmundur, græðarinn okkar góði á þingi, mælti fyrstur manna, langt erindi og snjalt; lagði hann stjórnmálasögu vora á skurðarbekkinn og tók að kryfja mjög til mergjar; fanst mörgum sá lestur Iftt til skemtunar, og enn síður til eins mik- illar nytsemdar og til mun hafa verið stofnað, þótt fróðlegur mætti teljast. Okkar elskulegi bankafaðir sagði lít- ið, en gott, og draup smjör af hverju hans orði. Benedikt Ingólfsfaðir ætlaði að »slá sér upp« og tala vel, en töfraði að eins eina konu. Ari fóstbróðir hans þagði altaf eins og steinn og lagði kollhúfur, en gleymdi að sofna. Loks sigraði hinn »sanni heimastjórn- arflokkur«; en allir hinir flokkarnir »urðu undir, að því er virtist« ; — var það vel farið. Eru nú gömlu flokkarnir orðn- ir skorpnir mjög og veilir; ættu sem íyrst að fara að kaupa sér í líkklæðin, því allsherjar-útför þeirra hlýtur að fara fram í það mund, er »danskur prins« og »ís- lenskt ríkisráð« breiðir faðminn móti ís- lenskum sérmálum. — "V eg’gsvalir. Ekki allfá hús hér í bænum hafa vegg- svalir; þykja þær prýði, enda er svo í raun og veru. — Lfta flestir svo á, að þær eigi að nota til þess, að ganga út á þær til að fá sér frískt loft, líta yfir umhverfið og fólkið á strætunum. En þetta virðist nú ekki vera tilgang- urinn alstaðar. Sá durgslegi óvani tíðkast hér alt of vfða, að breiða grútskítugar gólfábreið- ur og blautar dulur á svalirnar; þegar þetta er orðið þurt, er rykið úr drusl- unum barið niður á göturnar yfir fólk, sem á gangi er. Stundum hengja menn hrognkelsi og blautanfisk á veggsvalir hjá sjer. Þetta er bæði ljótt og alveg óþarfur sóðaskap- ur — tekur sig svipað út, eins og ef mað- tæki upp á því, að hengja karklút eða P. P. Clementz, vélfræðingur. hefur verkstæði til viðgerða á reiðhjólum o. fl. frá 14. mai, Veltusundi 3 (i liúsi M. Benjamíns- sonar úrsmiðs). blautsfisksband á hvern hurðarhún; það þætti alt annað en fallegt. Myndarfólk ætti að taka þessi orð til greina. cTiyasía nýtí. íslenski búningurinn hjá kvenþjóð vorri virðist nú sem óðast vera að leggjast niður, því danski búningurinn skreytir nú annanhvern meyjarkropp hér í höfuðstaðnum, og er illa farið, hve hégómagirni liinna j’ngri kvenna er farin að færast í auk- ana. — Getur það verið, að kvenþjóð- in hér standi í þeirri fullu vissu, að »danskur búningur fari henni betur?« — Af hverju svo sem þetta stafar, þá hlýtur það — hjá hverjum þjóðlegum landa — að skoðast sem fjörráð við íslenska búninginn — og það er kven- þjóð höfuðstaðarins til minkunar, lífs og liðinni.—»Kvennablaðinu« er skyld- ast, að gera þetta atriði að áhugamiklu umtalsefni! — Að ritstýra þess — alis- lensk kona — gengur sjálfá »dönskum búningi«, getur ekki orðið þvi til fyr- irstöðu — býst eg við. H. Blaðið „Bjarmi“ segir: „—Vísindin eru heimska fyrir guði—“. En hvað það væri gaman, ef blaðinu þókn- aðist að rökstyðja þessa dæmalausu stað- hæfing, svo að hún sem allra fyrst gæti orðið heimska fyrir mönnum. — Blaðinu hefur yfirsést að færa himneska heimild fyr- ir þessari fregn, — fyrirtak ef hennaryrði getið í næsta blaði. ísafoldar-hússbóndinn er mjög upp með sér sem stendur, og kunngerir í gríð, að að eins þeir, sem hon- um fylgja að málum séu ))óháðir« kjós- endur. En sú virðing! Hvað þetta hlýt- ur að vera stórfeld storkun fyrir hina! — Menn óttast mjög, að þessi ímyndaði upp- gangur á manninu nú muni vera undanfari óþægilegs niðurgangs von bráðar. — Nú er fullyrt manna í milli, að ísaf. hússbóndinn verði valinn fyrir alræðisyfirvald í Land- varnarflokknum innan skamms. — Sé það satt, þurfa menn vonandi ekki að vera f vafa um forlög Kartagóborgar—. Hátt kaupgjald. Tvö blöð hér fluttu þá fregn um daginn frá einu verslunarhúsi bæjarins, að ferm-

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.