Þjóðhvellur - 26.08.1907, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 26.08.1907, Blaðsíða 2
50 Þjóðhvellur Úrsmiðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. þessari Pingvallaliátið í ár: að hún sje einhver hin lang-tilkorauminsta og leið- inlegasta þjóðhátíð, seni fram hefur farið hjer á Suðurlandi síðan 1897, og sannarlega fóru þeir einskis á mis, er spöruðu fjör og fé með því, að koma þangað ekki. Par var alt á sömu bók- ina lært, ef svo mætti segja. Skreyting með líkum hætti og viðhöfð hefurverið hér á Landakotstúninu þjóðhátíðardag- inn.var hvergi að sjá. Aðeins í kringum glímupallinn, sem jafnframt var danz- pallur, og í kringum ræðupallinn voru blómfléttunefnur, og svo nokkrir dansk- ir fánar þar upp af og til og frá um grundirnar — og man ég ekki til, að þeir hafi þótt gera mikla »lukku«. Tveir eða þrír íslenskir fánar blöktu þar og sýndi einhver dansklundaður fræknleik sinn á því, að rífa þá niður, — nema einn, sem var á tjaldi Ungmennafélags- ins. En svo óhýru auga var skotið til hans, að maður, sem frjálslyndur er sagður, var fenginn til þess, að fara á fund tjaldbúa í þeim erindum, að fá þá til að rífa fánann niður. En með því að hinir stóðu fastir fyrir og virtust albúnir að verja m e r k i ð, urðu liinir rauðeygðu að láta sér lynda, að horfa á fánann blakta í fullu frelsi. — En þetta er lítið sýnishorn þess, hve tamt sumum mönnum er að skrí ð a — í nálægð æðra veldis. — Því skal ekki neitað, að í fljótu bragði virtist það fallegt, einkum í fjarlægð, að líta yfir tjaldaraðirnar; en þó fanst mér ein- hver óislenskur blær hvíla yfir þeim öllum saman. Og engu líkara var, en að yfir fólksfjöldanum hvildi einhver óþæginda-martröð — alt svo fjörlaust og líflaust — rjett eins og einhverstaðar í nálægðinni væru ósýnilegir verðir annarar þjóðar, sem héldu öllum ís- lenskum fjörkippum aftur. Fólkið brosti einusinni ekki — svo var alt inn- antómt og' kalt. — Far voru lúðrarnir þeyttir, en björgin vildu ekki þýðast hljómana — klettarnir fengust ekki til að taka undir með því að grípa hljóð- öldurnar og þej'ta þeim á milli sín með bergmálinu, sem ætíð er svo afarsterkt í Þingvallagjánum. Par var sungið — fallega sungið — en liamrabeltin háu létu söngtónana lika eiga sig — rétt eins og þau heyrðu þá ekki fremur en þeir titruðu i »blómstrandi lundum« í 300 mílna fjarlægð. — Par voru ræður haldnar — fullar málskrúðs og mælsku — en gagnslitlar. Sögðu sumir, sem mciri höfðu eftirtekt en margir hinna, Lífsábyrgöarfélagið »Standard«, Klapparstíg 1. Reykjavík. að íslenska errið, sem ætíð er svo hreimsterkt og hreint, helði jafnvel orðið hlustahrelling dönskum eyrum; — ekki lrvað síst, þá er Olsen mælti á dönsku og skýrði sögustaðina fyrir þingheimi. Hið eina, sem maður gat sagt um, að eitthvað væri í varið, voru glím- urnar; en þærvorulíka hin ágætasta skemtun og listfengi glímumanna naut sín fádæma vel. Reyndar var þéttings- úði úr lofti, er olli hálku á glímusvæð- inu, og því ekki örgrant, nema áhrif hafi haft á glímuna, og sumir fyrir þá sök fallið, sem annars hefðu staðið keikir, ef þurt veður hefði verið. En í sjálfu sér skiftir minstu, hver sigur bar af hólmi,úr því að listin, sem í íslenskri glímu er fólgin, fékk að njóta sín. Mönnum er kunnugt um sigurvegarana þrjá. En mót von margra var þaö þó, að Jóhannes Akureyrarkappi slcyldi ekki fá nema 3. verðlaun, og sjálfur mun hann hafa ætlað sér að ná í 1. verðlaun (sbr. heitstrenging hans í vetur). En hepnina þá hlaut Hallgrímur Benediktsson (aðstoðarmaðnr á póst- húsinu hjer), og þótti fjöldamörgum vænt um þau úrslit, — en ekki var við- feldið að kasta steini á Jóhannes, þótt hann lægi fyrir fyrir Hallgrími í þetta sinn, því varla getur eineinasta glíma verið nægilegt sönnunargagn fyrir því, hvor þeirra sé betri glímumaður. En ekki tjáir að draga dul á það, að sigur Hallgríms virtist kveikja eld í hjarta Jóhannesar, eins og berlega sýndi sig nokkru síðar, og vikið er að á öðrum stað hér í blaðinu. Annað atriði var það á fingvöllum, er menn dáðust að; það voru tlugeld- arnir; þeir voru töfrandi fagrir. — En svo er líka upp talið. Alt annað á þessari Ringvallahátið var einskisvirði. Leit helst út fyrir, að til alls hefði þar verið stofnað fyrir danska menn en ekki íslenska. En þessi hátíðavonbrigði voru þó mjög tilfinnanleg, því margir eyddu miklu fé handa sér og sínum til þess að verða hluttakendur í hinni miklu dýrð, er menn þóttust fyrirfram sjá þar gegnum drauma og dásamlegar hugsjónir, en sem alt varð tál og von- brigði, þá er á Pingvöll kom. Svo taldist til, að um 6 þús. manna hefðu verið saman komnar á Pingvelli þennan dag. Fjöldi manns kom um morguninn og fór aftur um miðjan dag; þótti ekki vert að hafa þar lengri dvöl. Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77. Peir, sem komu daginn áður, sváfu ýmist í tjöldunúm til og frá, skipuðu sér á bæina í kring, eða lágu undir beru lofti. Sumir þeirra stungu liöfð- inu inn í hraungjótur svo þröngar, að aðeins var nægilegt íyrir höfuðið. En meðan þeir sváfu, höfðu þeir snúið sér við, og þegar þeir svo vöknuðu og vildu út, stóð á nefinu, og urðu þeir þá að beita lægni til þess að hrufla sig ekki. Tvo menn sá ég, sem höfðu sködd- uð nef af þessum ástæðum og var hlegið dátt að þeim. Attu ílestir þarna kalda nótt, og margur var sá um morguninn, sem barði sér svo, að jörðin hristist. Sumir skeltu skoltum svo ótt og ægi- lega, að þeir voru 5—10 mínútur að skjálfa þvi út úr sjer, hvar kaffi mundi fást. Peir, sem áttu á pelanum tóku teig og supu í botn. Peir, sem ekkert áttu varð það á ósjálfrátt, aðlítahýru auga til veisluskálans; vissu sem var, að þar var mjaðar von; en harla fáir munu þó hafa hlaupið þangað til hress- ingar, enda króklopnum mönnum varla kleift, að brjóta branda frá dyrum. Mikið var um kvæði á Pingvelli i þetta sinn, og hafa þau sína lcosti og lesti, en flest þó veigalítil, enda skáld- skapur vorra tíma farinn að rýrna i roðinu hjá allflestum. En ekki getur Pjóðhv. stilt sig um, að birta liértvær stökur, (minni Islands) eftir J. Olafs- son ritstj., er þar voru sungnar. Pær eru svo fallegar, að hver maður hefur yndi af að kunna þær. Pað vill líka svo vel til, að hin blöðin hafa ekki léð þeim rúm, enda menningin hjá sum- um ísl. blaðstjórunum ekki orðin svo ríkuleg ennþá, að þeir geti gert grein- armun á blaðamanninum, sem þeiin er í nöp við, og skáldinu, sem yrkir svo fallegar stökur: Vort fagra land með fagurgræna dali! Vort fagra land með blómum skrýddan völl! Vort fagra land með forna hamrasali! Vort fagra land með álfa, svipi’ og tröll! Vort feikna land með flug og klettastallat Vort feikna land með hraun og eyðisandt Vort fagra land með frána jökulskallat Vort fagra land með glitað eyjaband! Vort kæra land! í hverri laut og hóli á hjartað eitthvert minninganna ból. Vort kæra land! Æ, hvergi’ á bygðu bóli skín börnum þínum hlýrri lífsins sól. Vort kæra land! Hver bur þinn er vor bróðir, því brúum allir þinnar gæfu stig.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.