Þjóðhvellur - 01.12.1907, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 01.12.1907, Blaðsíða 3
Þjóðhvellur 67 Pétur Brynjólfsson, ljósmyndari, Hverfisgötu. Reykjavik. Telefón 76. feld; jeg leit á alt slíkt öðrum augum, en margir aðrir.— Jeg hafði andstygð á, að vera þræll nokkurs gjafara. — Björn starði stöðugt á mig; hann grunaði ef til vill, hvað fram fór í huga mínum, því nú sneri hann sér til konu minnar og mælti. „Viljið þér lofa okkur að talast við einum litla stund ?“ „Já“, sagði hún og gekk út úr her- berginu. Hann tók svo umsvifalaust blað upp úr vasa sínum, benti mér á auglýsing- una um uppboð eigna minna og sagði: „Eg veit meira en þér haldið. Eg veit alt um hagi yðar. I morgun rakst eg af tilviijun inn til nábúa yðar, hérna hinu- megin við götuna. Hann skýrði mér frá, að þér stæðuð uppi eignalaus og alls- laus vegna kæruleysis vina yðar; hann sagði mér frá veikindum yðar, en nefndi ekki, að þér hefðuð rnist fótinn; það vissi eg ekki fyr en áðan, — mér varð bylt við heyra það. — Eftir þessari aug- lýsingu að dæma, á uppboðið á eigum yðar að fara fram eftir þrjá daga. — Og nú býð eg yður hjálp mlna. Eg get borgað yður greiðann forðum þúsund falt, ef þér viljið þiggja. Eg tek það ekki nærri mér, skal eg segja yður, því sama daginn og eg eg sté á land hér, fól eg bankanum til geymslu tíu þúsund krónur. — Það það þarf ekki að beita hjálp, það má heita lán, — eins og hjá mér forðum, — lán, sem þér fáið hjá mér rentu- og afborgunarlaust um óákveðinn tíma. — Þetta er mitt tilboð". „Drengskaparviðvik af þessu tagi eru fátfð. Yður er afvara, heyri eg. Eg þigg aðstoð yðar", sagði eg klökkur — „þigg hana með innilegu þakklæti, sem eg hliðra mér hjá að útskýra frekar. — En áhættan er yðar megin". „Já, svo sannarlega er hún mín meg- in. — Við skulum nú þúast héðan af; — við gerðum það forðum—“ sagði hann, og við tókum höndum saman. „Daginn eftir morgundaginn", hélt Björn áfram, „heldur þú kaupstefnu hér i húsinu og borgar hverjum sitt; jeg skal vera gjaldkeri þinn þann dag, en á morgun skal eg koma öllu þessu í kring og vera þannig málaflutningsmaður þinn einn dag; það er ekki svo umstangs- mikið starf, þegar hundruðin eru við hendina. — Það er gaman að geta gert hér tvent í einu : boðið veröldinni byrg- inn og sýnt nokkrum miskunnarlausum blóðsugum, í mannsmynd þó, í heim- ana tvo“. Eg brosti, en fann samt vel, að þetta var ekki minn eiginn styrkur. * * „O k k u r e r b o r g i ð!“ sagði eg við konu mína, er hún kom inn aftar. „Þessi gestur okkar hefur lánað okkur fé til þess að fullnægja öllum kröfum, með Benedict Gabríel Benedictsson, skrautskrifari, Austurstræti 3. Reykjavík. þeim kjörum, sem enginn getur boðið nema sannur vinur“. Hún þrýsti hönd hans, gleði og inni- leg þökk skein út úr hverjum andlits- drætti hennar. „Þér eigið viðkvæmt hjarta—, en harð- ar hendur", sagði hún. „O-já, það er ekki laust við, að þær hafi harðnað undan hamrinum og stein- völunum, sem hrokkiðhafaundan honum, síðastliðin tólf ár. — Sannleikurinn er sá, að eg er s t e i n h ö g g v a r i“. — # * * Farginu var létt af heimilinu og við hjeldum eignum okkar óskertum. — Frá heillastjörnunni hafði rofað og fyrir dyr- um stóðu nú gleðilegf jól! Lækuriim okkar Víkverjanna hefur nú, eins og kunnugt er, verið gerður að höfuðræsi bæjarins; með öðrum orðum: hann er orðinn aðalsafnþróin, því í hann eru látin renna öll óhreinindin úr neðan- jarðarræsunum nýju í Uppbænum, á- samt öllu góðgætinu, sem í hann renn- ur stjórnlaust frá sömu slóðum. Eg man heldur ekki betur, í sumar, en að bæjarbúar flndu fulltilfmnanlega til þess, er þeir fóru yfir Lækinn eða stóðu á bökkunum, því pestin frá gul- grænni leðjunni gaus framan í þá, svo mörgum lá við köfnun. En svo ilt sem það er að horfa á þennan óþverra og flnna ódauninn leika um vit sér, þá er þó enn verra að vera svo óláns- samur að dettaílækinn. En það ber oftar við, en menn almennt hafa hugmynd um. Tvö slík óhöpp hafa viljað til, svo eg hef séð. í hitt eð fyrra, um kvöld, féll í hann stúlka, er var á leið suður Lækjargötu; Lækur- inn var þá barmafullur og bágt að segja hvernig farið hefði, ef tveir menn, er stóðu suðrá götunni, hefðu ekki hlaupið til, er þeir heyrðu hljóð, sem stúlkan gaf frá sér, og dregið hana upp. Annar þeirra manna var E. Briem í Viðey. — Hitt óhappið vildi til um daginn í útsynningsrokinu; hálka var á götunni, og kolamyrkur komið; var það kvenmaður, er fýrir þessu varð, og enn urðu tveir miskunsamir Samarít- ar til að bjarga. Þetta eru aðeins tvö Carl Ólafsson, ljósmyndari, Austurstræti 4, Reykjavik, slys, sem eg veit af; eru auðvitað miklu fleiri þar fyrir utan. — Og eg man ekki betur, en að maður, eða menn, hafi druknað í Læknum hérna, þótt það hafl ekki haft nein bætandi áhrif á hlutaðeigandi bæjarstjórn, því eins og kunnugt er, hefur hún aldrei hreift hönd eða fót til þess að fyrirbygga, að menn gætu fallið í Lækinn. En það er samt hin mesta nauðsyn. Að hafa opna for fyrir fótum gangandi manna, með einni aðalgötu hæjarins, er hrein- asta áhætta, blátt áfram hegningarvert. — Mjer liggur við að fullyrða, að hefði embættisgæðingur, eða einhver fram- settur fituklumpur af aheldra taginu« svokallaða fallið í þetta forað, mundu blöðin hérna hafa hlaupið af sér tærn- ar til þess að skamma bæjarstjórnina fyrir það, að láta ekki setja upp girð- ingu með Læknum götumegin. Auð- vitað hefði það verið rétt, og öllu nauðsjmlegra, en að tjá frá því með feitletri, þá er »heldri maður« hand- leggsbrotnar, fer úr liði eða brákast um öklann. — Slys er slys, hvort sem fyrir því verður embættismaður með háum launum eða aumingi, er engan eyrir á. — Það er sýnilegt, að hin frá- farandi bæjarstjórn hefur ekki tæki- færi til þess að sinna girðingu með Læknum, en hinni komandi bæjarstjórn er skylt að athuga þetta og lagfæra, — koma i veg fyrir að menn d e 11 i í Lækinn. H ö g n i. Minnilegur borgarafundur. Það var völlur á mönnum kvöldið það, sem Kr. O. Þ., konsúll þeirra Svi- anna, brunamálastjóri okkar Víkverja, og alt mögulegt, hélt borgarafundinn sællar minningar i Bárubúð. Það er eins og mig minni, að hann væri 3. þ. m. — Blöðin hér gátu varla verið þekt fyrir, að minnast á hann einu orði, og eru þau þó svei mér ekki alténd að hugsa um, að það sé heflað og apóler- að«, er þau tína á þann örlitla hluta af pappírsroðinu, sem er án auglýsinga. Eg segi það satt, að eg taldi ekki sporin mín ofan eftir. Það var drepið í húsið og meira en það, enda var fund- urinn byrjaður fyrir nokkru, er cg

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.