Þjóðhvellur - 01.05.1908, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 01.05.1908, Blaðsíða 2
82 Þjóðhvellur Drsmíðavitínustofa Carls Bartels, Laugaveg5.______________Telefón 137. i einskisverðum eða þaðan af verri atriðum. I öðru lagi má ráða það, að fán- inn hafi ekki komist að, né verið tekinn til greina í nefndinni. Annars eru ágiskanir um skeyti þetta manna í milli alveg óþrot- legar. Og óskiljanlegt er það, hvernig maður þessi hefur fengið öðrum fremur nokkuð að vita um starf nefndarinnar. En þetta skeyti er samt hið eina, er draga má eitthvað út úr, og er að vissu leyti merkilegt, og hefur þann kost, að það dregur nokkuð úr þeim glæsileik, er á öll áður komin skeyti frá nefndinni hefur slegið, og býr menn hér undir, ef svo skyldi fara, að eitthvað reynd- ist bogið við þær björtu vonir, er ólgað hafa í brjóstum manna um alt land nú síðustu dagana. En nú er þjóðin orðin næsta ó- þolinmóð og sólgin i að fregna eitt- hvað um árangurinn sunnan að. Það má svo heita, að pólitiskur öldugangur brjótist um í hverju ís- lensku brjósti hér heima. Og betra mun nefndinni að reyna traustleik bjarghringa sinna, áður en bylgjurnar brjótast fram, ef svo ólíklega skyldi farið hafa, að hún hefði geigað fyrir danskri drotnun- argirni í viðureigninni við þá dönsku. Blaðamanna-beiskyrðin verða þá hjóm eitt hjá þvi, sem þjóðin lætur frá sér fara. I I jólaiífl. fau eru helst til mörg hér í bæn- um. En ekki er hér meö sagt, að allir þeir, sem á hjólum fara, séu fífl, held- ur þeir einir, sem ekki kunna með hjól að fara, fremur en ómálga væru, og renna að heita má á hvaö sem fyr- ir er. Þeir liugsa varla minstu vitund um, að fara gætilega fyrir götuhornin, eða þar sem mannfjöldi er fyrir. Lifsábyrgðarfélagið »Standard<f, Klapparstig 1. Reykjavik. Þjóðhv. frá byrjun, 21 blað, geta menn fengið keyptan. Verð: 1 kr. 60 a. Ef spilað er á Austurvelli, þurfa þeir endilega að vera að flækjast þar fyrir manngrúanum — sjálfsagt til að sýna list sína, — hefði jeg þó hugsað, að hjólamenn þessir gætu hugsað annan stað heppilegri þá stundina, sem spil- að er. — Jeg skal að eins benda á, aðápáska- daginn rendi eittafþessum fíflumhjóli sínu á vagn, er barn var í, og kona ýtti á undan sér austur Kirkjustræti; vagninn fór á hliðina, en barnið féll í forina. En fíflið hélt aust’rúr, á hvað sem fyrir varð, eins og ekkert hefði í skorist. Aftur á móti skeði það í fyrra kvöld, seint, er í rauninni var bæði til skamm- ar og skemtunar, að hjólamaður, er kom í hendingsferð sunnan Lækjar- götu, og rendi fyrir hornið hjá Sigfúsi bóksala, lenti á gamalli konu, er bar vatnsfötur. Hjólið kom á hægrihand- arfötuna miðja, féll til jarðar, og maðurinn ofan á það. Konan datt lika og vatnið fór úr fötunni sem fyrir varð. Jæja — það segir ekki meira af því, nema kelsa, sem ekki var eins hölt og hún hinkraði, verður fyrri til að standaupp, en maðurinn, og gripur föt- una sem full var, og hellir úr henni í einum svip yfir manninn og hjólið, og tautaði: »Hafðu þetta, rýjan grimm<(. Var þetta bæði maklegt og vasklega gert. — En þótt ekki séu hér greind nema þessi tvö atvik, eru hjóla-ófarir mjög algengar hér á strætunum. Lögregluþjónarnir ættu að hafa fult vald til að leggja löghald á reiðhjól, þegar gapalega er með þau farið, al- veg eins og þeir leggja löghald á hest, og láta mann svara til saka, er ríður hart um göturnar. Annars eru þessar hjólreiðar hér innanbæjar orðnar hreinasta p 1 á g a, á jafnþröngum götum og fjöltörnum, eins og hér eru gjarnast. Bæjarstjórnin, með borgarstjórann n^'ja i broddi fylkingar, ætti að taka þetta mál til athugunar. Það verður varla til minna mælst. Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77 „Illviðrið“ í Ungmenna- félaginu. Á síðasta vetrardag lásu menn, sér til mikillar ánægju, götuhornaauglýs- ingar þess efnis, að Ungmennafélögin ætluðu, daginn eftir, að fara hér um götur og torg með básúnuhljómum og »skrautgangi«, og skemta mönnum með söng og ræðum af veggsvölunum hjá M. Blöndahl, í Lækjargötunni. — Kom svo hinn þráði dagur, nfl. sumardag- urinn fyrsti, en eins og menn sjálfsagt muna, gerði þann dag svolítið kul af norðri, svo ekki var laust við, að frost sæist á polli i forsælu. En svo und- arlegt sem það er, var það nóg til þess, að Ungmennafélagið lét lima upp þá samdægurs aflýsingu á þann veg, að vegna oíviörisý!!) gæti ekk- ert af viðhöfninni orðið. Tóku nú menn að gefa auglýsingu þessari langt nef, og virtust eiga erfitt með að gera sér grein fyrir þessum frámunalegu dutlungum úr veslings félaginu, þvi ofviðri var alls ekki þennan dag, heldur svona stinningskaldi á norðan — og um kvöldið, laust fyrir kl. 9, ein- mitt, er »gangan« skyldi hefjast, var komið logn að kalla mátti. — Nokkr- ir, sem á ýmsum stöðum höfðu lesið »uppskrúfað« hrós um Ungmennafé- lagið, þar sem því hafði verið hóílaust hælt fyrir þrótt og þrek í nútíð og dregnar fram ýmsar ágiskanir eða þá fullyrðingar um afl þess og þor i framtíð, þólti þessi feimni fél. við norð- ankulið á sumardaginn fyrsta næsta hlægileg, og létu í ljósi, sem von var, að þessi »þjóðarkjarni« — »þjóðar- kraftur«, »mergurinn og safinn úr ís- lensku þjóðinni« o. s. frv., gerðu i meira lagi litið úr hreysti sinni, með því að geiga fyrir meinlausum norð- an-andvara, i sjálfum höfuðstaðnum — og þegar nú tillit væri tekið til hinna tíðu og örðugu skíðaferða félagsins upp um fjöll og firnindi, i frostum og bylj- um undanfarna tvo vetur, íengist auð- vitað enginn maður til að trúa því, að félagið hefði einvörðungu geigað fyrir andvaranum sem á var, heldur af öðr- um gildari ástæðum, er einhverra or- saka vegna hefðu ekki verið teknar fram. Svo lásu menn það einhverstaðar á prenti, að þessari skemtun félagsins yrði frestað til næsta sunnudags, fyrst-

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.