Þjóðhvellur - 01.11.1909, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 01.11.1909, Blaðsíða 2
118 Þjöðhvellur Klseðaverzlun Guðmundar Sigurðsscnar. Reykjavík. * Telefón 77 Úr ástanna heimi. I. Ógleymanlegar glettur. Einu sinni voru tveir skóiapiltar á ferð frá Hólaskóla og fóru bygðir suð- ur á bóginn, heim til sín. Hvaðan þeir voru og hvað þeir hétu er óþarft að ýfast um. Einn dag sem oftar komu þeir á þokkalegt bóndabýli síðla kvölds og beiddust gistingar; var það um það skeið, er fólk var vant að ganga til hvílu. Var þeim nú boðið í baðstofu með mestu virtum, veittur beini og vísað til rekkju, er stóð við fótagafl hjónarúmsins. En andspænis, hinu- megin i baðstofunni, stóð rúm gjaf- vaxta bóndadóttur, og var hún komin uppi, er ferðalangar þessir gengu í stofu. — En geta verður þess lílca, að fyrir framan rúm hjónanna stóð smá- rekkja, og lá í henni nokkurra mánaða gamall hvítvoðungur þeirra hjóna; en milli hennar og hjónarúmsins var lít- ill bekkur eða kassi og stóð á honum hylki, er geymdi drykk þann, er barn- inu var ætlaður um nóttina. — Pegar búið var að slökkva ljósið og hjónin sofnuð og farin að hrjóta, fóru pilt- arnir að hnippa hver i annan í rúm- inu og tala i hljóði um það, hversu gaman það væri, að vera nú horíinn upp í bólið til bóndadóttur — og að ekki væri það nú nema mannsverk að reyna það; ineinlaust gaman o. s. frv., og þangað til voru þeir að flimtast þetta, að annar tekur sig til, skilur við lagsmann sinn, stikar yfir baðstofu- gólfið og smeygir sér on’undir hjá bóndadóttur — og segir nú ekki meira frá því í bili. — En þegar hinn er orð- inn einn eftir í rúminu, þykir honum hlutskifti sitt ærið tómlegt i saman- burði við hins, og hugsar nú sitt ráð á þann veg, að ilt sé að vita lagsmann sinn í faðmi meyjarinnar, en farasjálf- ur alls slíks á mis, — það megi varla svo til ganga, hann verði þó eitthvað að reyna. — Hann seilast því með hendina yfir á kassann, tekur drj'kk hvítvoðungsins og sýpur í botn og læt- ur svo hylkið á sama stað aftur; síð- an hreyfir hann snögt við barninu svo það vaknar við og fer að gráta. Svo legst hann útaf. Nú vaknar húsfreyja Lífsábyrgðarfélagið »Standard«, Klapparstíg 1. Reykjavik. við hljóðin í krakkanum, tekur pelann og ætlar að láta á hann mjólk úr hylk- inu og gefa unganum að drekka, en þá er hylkið tómt. Hún er því neydd til að fara fram í búr og sækja drykk handa barninu, En á meðan hún er að því, skýtst skólapiltur fram úr, tek- ur bekkinn og rúm krakkans ofurhægt og flj'tur að rúmstoknum hjá sér; krakkinn hljóðar ákaft, en konan, sem ekki ugði að þessum hrekk i myrkr- inu, fer í grandleysi upp i hjá piltin- um, friðar barnið svo það sofnar, og legst svo sjálf útaf. En þá tekur pilt- ur tækifærið, faðmar húsfreyju o. s. frv., en hún hyggur það vera bónda sinn og tekur vel þeim atlotum — og líð- ur svo góður tími. — Nú víkur sög- unni til hins. Hann vill nú ekki dvelja öllu lengur hjá bóndadóttur, ogferþví ofan úr rúmi hennar, sömu leið og hann hafði komið; en þá rekur hann sig á rekkju hvítvoðungsins; hann var- ast ekki þann skollans hrekk, fremur en húsfreyja, stikar því rakleitt að rúmi bónda, snarar sér uppí til hans og og hagræðir sér í ró og mag; því næst tekur hann báðum höndum í axl- ir honum, — því þar hugði hann vera lagsmann sinn — hristir hann og skek- ur og segir um leið: »Mikið horngrýti hafði ég það gott í faðmi bóndadótt- ur«. — tíóndi vaknar við vondan draum, hálfringlaður undan átökunum, gríp- ur í hinn og segir: »Helvískur þorparinn — og hefir' lagst hjá dóttur minni«. Og þegar nú húsfreyja heyrir hvers kyns er, bíður hún ekki boðanna, held- ur hrópar upp og segir: »Hvilík ósvífni — og hinn hjó, mér«. Róseminni var nú lokið í kotinu, — og piltar þessir, er aldrei þóttust í slíka klípu komist hafa, flýttu sér i fötin og liéldu á stað í hasti út í myrkrið, með fáar kveðjur, og bölvuðu sér upp á það, að annað eins og þetta skyldu þeir aldrei að eilífu oftar leika. En bóndi sigaði á eftir þeim hund- unum og bað þá aldrei þrífast. — Og lýkur þar sögunni. Nahúm. II. Ástarraun. Pessi saga, getur óefað átt vel við okkar víkverska ástalíf, að minsta kosti á stöku stað. Og þótt hún sé þýdd úr útlendu máli ætti hún að geta sýnt, að Úrsmíðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. það er ekki ætíð, að hin háværustu og augljósustu ástarmerki, er lýst verð- ur með orðum, séu skýrasta sönnun- in fyrir þeim óslökkvandi ástareldi, sem ástbundið fólk talar svo oft um sín á milli, að báli i brjósti sér. »Kona nokkur ung og fríð fullviss- aði eiginmann sinn um það dag eftir dag og jafnvef einhvern tíma á hverri klukkustund, að ást hennar til hans væri svo óstjórnlega óumræðileg, að hún væri fús til, ef þess væri kraflst, eða þess þyrfti við, að gefa líf sitt út fyrir hann, og það jafnvel þúsund sínnum, væri það mögulegt. Pessi hjartaprýði konunnar hafði auðvitað mikil áhrif á manninn í fyrstu, en því oftar, sem hann heyrði full- yrðingar hennar, því minna mark tók hann á þeim. — Hann hugsaði sér því að setja þessa sjálfsfórnarfýsn konu sinnar undir mæliker, — og það gerði hann. Eftir nokkra daga varð hann stúrinn mjög svo svipur hans varð þunglynd- islegur og sorgbitinn, og þegar nú kona hans gekk á hann til að fá að vita hvað þessari breytingu gæti valdið, sagði hann henni frá því um síðir, að hann hefði drej'mt draum, er ylli sér angistar. Ekki lézt hann þó þegar í stað vilja segja henni efni draumsins, en þangað til var hún að sarga, að hann sagði henni frá, að dauðinn hefði vitrast sér og sagt sér, að á ákveðn- um tíma á tiltekinni nóttu mundi hann koma aftur á heimili sitt og — taka sig þá með sér. En af sérstakri ástæðu hefði honum (dauðanum) verið leyft að tilkynna sér þetta áður, svo hann gæti búið sig undir burtförsína. — En með því að hann dreymdi þetta á laugardagsnótt og það var almanna- trú, þar sem saga þessi gerðist, að draumar þeir, er menn dreymdi á laugardagsnótt væru sannir og kæmu fram, þóttist maðurinn hárviss um, að hann j'rði að deyja. Hræddur við dauðann þóttist hann samt ekki vera, en dæði hann nú, á undan gömlum, rikum frænda sínum, sem hann átti að erfa, var loku fyrir það skotið, að hann eða hans allra nánustu, fengju notið arfs þess sem i vændum var; en pen- inga þessa þóttist hann óska um fram alt að geta trygt nánustu eftírkomend- um sínum. »En pví miður getur það ekki orð- ið«, sagði hann og andvarpaði. »Hið eina, er mig gæti frelsað«, sagði hann

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.