Þjóðstefna - 20.04.1916, Blaðsíða 3
þJÓÐSTEFNA
um fyrir varnir vorar getum ekki
vænst, að alt geti farið eftir okk-
ar eigin óskum. En á hinn bóg-
inn er það einnig auðsætt, að
Englendingar geta á ýmsan hátt
hlynt að nágrannaeynni íslandi,
sér að skaðlausu, en skilyrði
þess er þá aftur fyrst og fremst
að vér höldum góðu vinfengi í
þeirra garð, bæði í orði og verki.
,Nýja báknið.
Ætli þjóðin geri sér það ljóst,
hvað það kostar hana að mega
reyra sér um höndur og fætur
afskifti hinna landskosnu af mál-
efnum íslendinga um tólf kom-
andi ár, af þeim dýrasta tíma,
sem nokkurntíma hefir komið yfir
heiminn?
þetta ætti þó vandlega að at-
hugast. Eins og menn vita,
þurftu pólitisku trúðarnir á Al-
þingi að spinna upp sögu um
það, að þjóðin þyldi ekki við fyr
en hún fengi nýja stjórnarskrá.
þeir treystu sér ekki til þess að
hafa hópaskifti á landssjóðsjöt-
unni með neinum öðrum hætti
heldur en þeim, að þyrla upp
stjórnarskrárhreifing í landinu og
ætlaði þeim naumlega að takast
að skífta sér, jafnvel um þetta
mál, svo var rík ósk allra at-
vinnufulltrúanna að fá að vera í
meiri hluta. Búhnykkurinn sá,
að selja þrætuepli þingsins og
Danastjórnar að sjálfdæmi í
hendur danska ráðsins, samein-
aði alla hina lögkænu og þjóð-
dyggu þingskörunga 1913. það
var að því komið, að enginn
fengist til þess að fara frá jötunni.
En þá var það tekið til bragðs
af frumhöfundum konungsum-
boðsins að rísa upp eftir þing
1913 á móti sjálfum sér og átelja
harðlega þær óhjákvæmilegu af-
leiðingar endemisákvæðisins, sem
allir heilvita menn hlutu að sjá
fyrir.
Við þetta rýmdist nokkuð til á
jötunni; en þó fór svo, að sam-
takaflokkur sá, sem eftir tvarð,
klauf sig enn í tvent, því annars
urðu bein og bitlingar tæplega
boðlegir, svo mikið var fjölmenn-
ið, sem þarf að lifa á atkvæða-
markaðinum og svo fáment er
fólkið sem á að borga trúnaðar-
mönnunum.
Loksins er þá komin nokkur
ró á þá sem sitja við ætið, og
því tími kominn til þess, að þjóð-
in taki sér tóm til þess að at-
huga, hve mikla réttarbót hún
hefir fengið fyrir afsalið á sjálf-
dæminu.
þeir sem kunnugir eru vel inn-
an vébanda Alþingis, hafa mátt
veita því eftirtekt undanfarin ár,
að venjulegast hafa tilræðin um
frelsi íslands átt ræturnar að rekja
til þjóðkjörnu fulltrúanna á þeirri
fágætu samkomu. Konungkjörn-
ir þingmenn hafa einatt lagt gott
til í flaustursmálum þingsins og
dæmi eru til þess, að frjálslynd-
ustu raddirnar hafa heyrst úr
þeim hóp í þinginu, t. d. má taka
Hallgrím biskup Sveinsson, sem
talaði einarðlega með íslandi í
stjórnarskrármálinu. Einnig mætti
minnast framkomu Magnúsar
Stephensens, sem stjórnaði hóp
hinna konungkjörnu, þegar hann
stóð einn uppi á móti spiltu og
skaðlegu þingi, er svikatafl Val-
týs stóð hæst yfir. Réði hann
þá sem landshöfðingi til þess, að
þingið tæki aldrei stjórnarlög yfir
ísland, án þess að skýrt væri
ákveðið að íslandsráðherra skyldi
ekki sitja í ríkisráði Dana.
Á hinn bóginn er það skiljan-
legt að þeir þingmenn, sem flækst
hafa inn í óvinahóp frelsis vors
og þjóðernis á Alþingi, hróp-
uðu hátt sér til afsökunar á
konungkjörnu þingmannastofnun-
ina. þeir vissu sem var, að auð-
gerðast varð með því að villa
sjónir fyrir fólkinu, að veifa nafni
hins danska konungsvalds — og
hefir það einatt verið háskalegt
vopn á móti hagsmunum íslend-
inga sjálfra.
Svo fór það og að þessu sinni.
Menn létu leiðast til þess marg-
ir, að halda að alvarlegum þrösk-
uldi væri rutt úr vegi með afnámi
þeirra konungkjörnu og gleymdu
því þá, að til lítils var það í
landsréttindamálinu þegar breyt-
ingin var keypt fyrir réttindin
sjálf. Annars er það og athuga-
vert að íslenzki ráðgjafinn, þ. e.
a. s. meiri hluti Alþingis réð einn
kjöri konungkosinna þingm., svo
þessi orðabrella um konungsvald-
ið er harla bíræfin. Einnig var
þess látið ógetið, að aldrei hefir
konungkjörinn maður setið á Al-
þingi sem sýnt hefir frelsismáli
íslands hálfan Ijandskap, né unn-
ið því hálit ógagn á móts við það,
sem þjóðfulltrúar svokallaðir hafa
gert um nokkurn undanfarinn
tíma, hver um annan þveran. Og
loks var því gleymt, að versta
misneyting konungkjörna valds-
ins á Alþingi, sem beitt hefir
verið, var sett upp á móti hags-
munum landsins hvað eftir annað,
með óheyrðum frekjubrotum á
grundvallarlögum landsins, ein-
mitt af hinum ráðandi flokki þjóð-
kjörinna þingmanna. Til þessa
þarf ekki að nefna dæmi; öllum
mönnum er það kunnugt, að
stjórnarskráin hefir verið marg-
tröðkuð sem fótaþurka, í því
skyni, að koma óheillaverkum
Alþingis fram á móti sönnum vilja
þjóðarinnar t. d. með því, að
halda löglausa fundi í sameinuðu
Alþingi til þess að semja álykt-
anir, sem voru þess efnis, að
þær hefðu átt að ganga með lög-
legri meðferð í gegnum báðar
deildir.
En hvað kostar þá réttarbótin
mikla?
Fyrst og fremst kostar hún
það, að við eigum nú að velja
um nokkur sýnishorn frá undan-
farandi þingsamkomum, og setja
þau yfir oss í 12 ára tíma. Sýn-
ishornin eru ekki valin af verri
endanum. Við nafn þeirra eru
bundin verstu afglapaverkin sem
unnin hafa verið, með öðrum
orðum, vér eigum að fá þá til
að sitja langsetu yfir lífs og vel-
ferðarmálum landsins, sem hafa
dyggilegast gengið fram í því, að
spila konungkjörnum þingmönn-
um fram sem peðum í tafli á
móti hagsmunum Islendinga.
„Flokkarnir" 'trana foringjum
sínum framan í þjóðina og á hún
með því að fá endurlausn frá
þeim konungkjörnu(I) Aumt og
lítilfjörlegt ætla þeir að sé skyn-
bragð landsmanna á almenn mál-
efni og menn þá sem hér hafa
staðið fremstir að undanförnu.
Líklega verða þeir þó fleiri en flokks
foringjarnir hyggja, sem kunna
að meta að verðleikum þann
spilagaldur, sem hér er leikinn,
þar sem nafn Dana og konungs er
brúkað á svo hneykslanlegan hátt
sem gríla í augum þjóðarinnar,
til þess að leiða kjósendur eins
og hjörð undir langvarandi ráðs-
mensku þetrra verstu og skað-
legustu umboðsmanna útlenda
valdsins hér á landi, sem saga
vor hefir séð.
En hvað kostar þetta nýja bákn
ofan á alt í peningum frá þjóð-
inni?
Landkosningarnar munu eflaust
verða sóttar af mörgum vegna
héraðsáhrifa og persónulegra æs-
inga af hálfu foringjanna sjálfra,
sem óska einskis fremur heldur
en þess að mega þaulsitja hér
að þingvöldum með þeim aðgangi
að kjötkötlunum, ^sem þeir eru
svo margæfðir að nota fyrir
sig og sína vildarmenn. Óhætt
mun að fullyrða að mörg þús-
und manna eyði dýrmætum
vinnudögum úti um alt land á
bjargræðistímanum í það áð binda
sér þenna tólf ára bagga. Segjum
t. d. að 10 þúsund manns fari
frá heimilum sínum í þessu skyni
í sumar og mun óhætt að segja
með öllu og öllu að beinn og
óbeinn kostnaður geti numið um
200 þúsund krónum, sem fleygt
er hér burt frá fátækri alþýðu
til þess að setja menn undir það
ófrjálslegasta og versta fyrirkomu-
lag sem enn þá hefir verið stofn-
að í stjórnarskipun lands vors.
Já, mikið er gefandi fyrir það
að fá einu sinni eða tvisvar skift
um atvinnuhjörðina á jötu lands-
sjóðs. Er það ofdýrt að sálda úr
pólitísku hópunum alla þá sem
bezt hafa unnið að tortíming lög-
kröfunnar um fullfrelsi í sérmál-
unum og setja þá í hásæti um
mikinn hluta mannsaldurs ? Er
það of dýrt að fleygja frá sér
seinustu röksemdum og ástæðum
þingsins gegn fyrirkomulaginu
um löggjöf vora gagnvart ríkis-
ráðinu ? Og er það of dýrt að
borga fyrir þetta strax í byrjun,
segjum 200 þúsund krónur í
peningum ?
Öllum þessum spurningum
ættu góðir menn að reyna að
svara sér sjálfir, því það eitt er víst
að alt um of dýrt mun það
verða íslendingum ef þeir ganga
blindandi að þeim happadrætti (!)
sem nú er réttur að þeim af
hinum þjóðdyggu föðurlandsfor-
ingjum undanfarandi þinga.
Borgfirðingur.
Trygðin
við fánalitina.
Eitthvert ógeðslegasta viðkvæð-
ið hjá fánaóvinunum gömlu er
staglið um ánægju þá, er menn
eigi nú að hafa af því, að rauða
krossinum var með rógburði,
ósannindum og vanbrúkun á al-
mannafé klínt inn í þjóðliti íslend-
inga.
Sú trygð, sem þjóðin hafði
tekið við íslenzku litina í bláhvíta
krossinum, sem almenningur ósk-
aði heilhuga að héldist óhreyttir,
og Alþingi sjálft lýsti yfir að
landsmenn óskuðu eftir að fá
löggilta, átti samkvæmt fyrirskrift
fánaóvinanna gömlu, að verða að
engu undir eins, þegar rauðkross-
inum hafði verið laumað inn í
fánann. þá átti trygðin við fána-
lit þann (þann rauða) að skapast
á augnabliki, en alt að verða að
engu, sem þjóðin hafði bundið
hug sinn við mörg undanfarin ár
og æska landsins hafði lært að
unna sem ósviknu merki þjóð-
ernis vors og framtíma.
þetta minnir óneitanlega á
gamla slagorðið, sem ósvífinn
valdaflokkur hefir einatt beitt
þegar hann hefir brotist til yfir-
Festalmnguriim.
Á —firði stóðu allir reykir hátt í loft. Jón Vaski
taldi strókana frá austri til vesturs um leið og hann
hallaðist fram og aftur á þóftunni. Já, —fjörður var
að vaxa úr kútnum. Hann mundi eftir bænum með
tvö verzlunarhús og fáeina kofa þegar hann kom þang-
að fyrst sem unglingur. Nú mátti bráðum fara að telja
íbúana í þúsundum.
Jón horfði við og við til þorbjarnar Sveinssonar.
Hann sá vöðvana leika oghnyklastá handleggjunum undir
þunnri skyrtu. Hitinn lagðist um þá og yfir alt. Að-
eins blakti andardráttur hafsins um kænurnar og sval-
aði þeim, þar sem þeir réru berhöfðaðir og snögg-
klæddir til næsta grunnmiðs.
Voldugir fjallgarðar gnæfðu beggja megin við fló-
ann undir glitrandi hásumarssól, en sandarnir breiddust
fyrir auganu í fjarðarbotninum, gráleitir með óglöggum
línum og hurfu ítibrá hafið sem streymdi yfir feiknavíð
láglendi inn til landsins.
Og fyrir utan þá logaði sléttan mikla í allri sinni
hvikulu töfradýrð og hvarf í himininn. þeir þurftu ekki
langt að leita, fiskurinn gekk svo að segja upp í land-
2
steinana. þorbjörn lagði upp árina og ár Jóns Vaska
fylgdi strax á eftir. þeir voru komnir á miðið.
þorbjörn vinnumaður og fóstursonur bóndans í
Hlíð var þungbúinn á svipinn. Hann var herðamikill
og þrekinn á vöxt og ekki ófríður, en brúnin var hörð
og skifti mjög yfirlitum hans eftir því sem honum líkaði.
Hann kippti upp stútungi, fleygði honum í kjalsogið
við fætur Jón Vaska sem keipaði við bitann og sagði
þurlega:
„Eg bjóst ekki við þér í róður með mér í dag,
þúsundþjalsmiður. — Hvaða dutlungar eru nú komn-
ir í þig. Læstu ætla að fara að verða sjómaður ?"
„Eg veit ekki hvað lengi þú hefir sótt sjóinn, svaraði
Jón Vaski,-og glotti til þorbjarnar. En grunur minn
er sá, að eg mundi standast á við þið ef á ætti að reyna.“
„Hér er nú ekki veður til þess að reyna á sjó-
garpa.“
„Á“, svaraði Jón dræmt. „það er einmitt álíka
sjóveður eins og þegar Sigurður heitinn fórst.“
þorbjörn hrökk saman og afardimmur svipur
lagðist yfir hann.
„þegar Sigurður fórst“ segir þú —'tók hann upp
eftir nokkra þögn. „Hver hefir frætt þig á því, flæk-
ingur, að hann Sigurður hafi farist á sjó ?“
Jón svaraði engu strax, en hló í bringuna og kink-
aði kolli til hans. „Almannarómurinn lýgur sjaldan."
Um leið og hann sagði þetta snéri hann bakinu að
þorbirni og fann í svipan tvo járnharða handleggi um
sig miðjan. þorbjörn kastaði honum í miðjan barkann
á kænunni og lagðist ofan á hann.
3
Jón Vaski leit framan í þorbjörn, en sagði ekk-
ert. „Nú gæti eg drepið þig, flækingur,“ sagði hann
milli tannanna.
„Já“ sagði Jón, „enginn mundi vita neitt um það,
þú gætir búndið sökkurnar við lappirnar á mér og
sagt þegar þú kemur í land —“
Lengra komst hann ekki. þorbjörn greip um
kverkarnar á honum, en krepti ekki fast að.
„þú vilt egna mig svo að eg ráði ekki við mig,
en þér skal ekki takast það.“ Orðin komu á stangli
frá þorbirni og hann nötraði af reiði.
„Ég vissi það löngum, já, cg vissi það altaf, frá
því fyrsta" sagði Jón olur rólega. Svo brá hann öör-
um handleggnum undir hökuna á þorbirni og lagði
höfuð hans niður með hinni. Jón vatt sér með einu
bragði á hlið og stóð á fótunum í sama vetfangi, en
þorbjörn strauk sig yfir ennið fölur eins og nár og
hallaði sér að súðinni.
„það sanna er félagi minn, að við flækingarnir
lærum margt“, sagði Jón hægt og stillilega um leið og
hann tók handfærið og lagaði beituna á pilkinum. „það
er ótrúlegt hvað lítið getur lagt svo mikinn mann að
velli. En nú skaltu aldrei reyna afl við mig, þorbjöm.
þú ert altof sterkur og ef eg tek á því sem eg hefi
til, þá er ekki víst að rimman endi svona vel í næsta
sinn“.
þorbjörn stóð hægt upp og sagði ekki neitt, en
Jón Vaski sneri baki að honum og sagði stöku sinni
eitthvert gamansamt orð við hann, sem hinn svaraði
litlu sem engu og svo leið dagurinn. þeir komu heim