Þjóðstefna


Þjóðstefna - 12.04.1917, Side 1

Þjóðstefna - 12.04.1917, Side 1
Enn um bannlögin. Eftir Biekifót. Bannlögin eru „á dagskrá“. Ef einhver hittir kunningja sinn, er umtalsefnið bannlögin; og sé litið í blað, er höfuðefni þess bannlögin; tali einhver »fyrir fólk- ið“, talar hann um bannlögin, sagði einhver við mig fyrir skemstu og það hefir margt öfga- fyllra verið sagt en það. Og það verður að teljast gleðiefni, að al- menningur vissulega er vaknað- ur til meðvitundar um, að bann- lagamálið má eigi lengur við svo búið standa. Annaðhvort verður að nema bannlögin úr gildi eða finna þau ráð, sem einhlít séu til þess að þau verði haldin og í heiðri hötð. Síðan eg síðast tók til máls í „þjóðstefnu* frá 1. marz, hefi eg séð um ræður þeirra Einars H. Kvaran(s?) og Eggerts Claessens, heyrt fyrirlestra Ólafs þorsteins- sonar verkfræðings og Árna sagn- fræðings Pálssonar, og séð aragrúa af ritgerðum annara, sem oflangt yrði upp að telja, enda margar þeirra þannig vaxnar, að hvorki málefninu né mönnunum er til gagns né sóma, að þeim sé á Iofti haldið, né heldur blöðum þeim, sem hafa verið svo ómat- vönd að flytja þær. Má þar eink- um tilnefna grein eftir X, sem „Vísir“ flutti í byrjun marz og „Aðsent* í Höfuðstaðnum frá 20. marz. Greinar þessar hafa þó gert það gagn, þótt það að vísu væri eigi tilgangur höfund- anna, að fleiri hafa lesið greinar mínar en ella hefði verið og er eg höfundunum þakklátur fyrir það, en annars eru þær og þeir svo langt fyrir neðan það að vera svara verðir, að eg fæ eigi seilst svo iangt. Öðru máli er að gegna um ýmsar aðrar ritgerðir, sem birst hafa Irá bannmönnum; eg segi bannmönnum vegna þess, að eg hefi ennþá hvergi rekist á rit eða ræðu frá andbanningi, sem ekki sé fullkomlega hóvær og rökfræðileg, þótt deila megi um stefnur og skoðanir. Hóværlega eru ritaðar greinar þeirra Sæ- mundar Sigurfinnssonar og síra Kristins Daníelssonar í Landinu. En líkur blær er á því, sem Kvaran skrifar og þvt, sem do- cent Tryggvi þórhallsson og cand. phil. Halldór Jónasson hafa látið frá sér fara, og andinn að vísu sá sami, og hann lofar þá og rit- gerðir þeirra og virðist knésetja þær. Fyrirlestrar Ólafs verkfræðings þorsteinssonar og Árna Pálsson- ar sagnfræðings, hafa verið og eru að birtast í ísafold og Lög- réttu. Um þá báða er það að segja, að þeir ráðast mjög ein- dregið á bannlögin, stefnu þá, sem liggur til grundvallar fyrir þeim og aðferðina, hvernig þeim var demt yfir þjóðina. Hökfærsl- ur þeirra ættu allir að kynna sér, bæðl andbanningar, .bannmenn og þeir, sem eru „beggja blands*. Andbanningar vegna þess, að það ávait er örfandi og skemtandi að lesa djarfa og rökfræðilega vörn fyrir áhugamáli stnu, bannmenn til þess að reka þá í vörðurnar — með öðru en hrópyrðum og útúrsnúningum — og hinir til þess að taka afstöðu til málsins, með eða móti eftir því, hvort þeir fallast á rök þeirra eða finna önnur sterkari, er snúi þeim í hina áttina. Eins og þrátt hefir verið tekið fram, er nú þannig ástatt um mál þetta, að hvert einasta mannsbarn á landinu verð- ur heilla og sóma sín og þjóð- félagsins vegna að taka alveg ákveðna afstöðu til þess, enda getur að því rekið bráðara en margan varir að til þess taki, að menn verði krafðir um að segja skrýrt já eða nei. það, sem Kvaran einkum gerði að umtalsefni var það, að honum þótti Eggert Claessen fara með „gífurleg mishermi“ í umtali sínu um bannhreyfinguna hjá ófriðar- þjóðunum og einkum þótti hon- um vítaverð sú hugsun Eggerts Claessens, að mæta bannmönn- um á miðri leið með því að leyfa innflutning léttari vina en halda banninu við, að því er kemur til hinna sterkari drykkja. Eg er nú á sama máli og Kvar- an, að eg vil ekkert kák i bann- málinu. Annaðhvort vil eg hafa aðflutningsbann — en þá verður það að vera annarsstabar en á pappírnum — eða þá ekki. En eg byggi ekki skoðun mína á sömu ástæðum og Kvaran, því að þær eru rangar, sem hann heldur fram. Hann virðist ein- göngu vera mótfallinn miðluninni af því, að það verði ekki aðrir en efnamennirnir, sem kaupi þessi léttu vín, en hinir haldi áfram að brjóta bannlögin eftir sem áður til þess að ná í þau sterku. Fyrir þessu færir hann þá sláandi(!) sönnun, að það hafi mestmegnis verið efnamennirnir, sem fyrir daga bannlaganna keyptu léttu vínin, en hann gengur alveg fram hjá, að geta um orsökina til þess að svo hafi verið. það er þó vitanlegt, að hún var sú, að léttu vínin voru margfalt dýr- ari en hin, en sú ástæða er nú fallin níður síðan sterku vínin komust í 18—20 kr. verð flask- an. Og þó að „grosserarnir* gætu kannske sett verðið eitt- hvað niður, þá er áhættan við verzlunina svo mikil (sbr. „þór") að engin hætta er á því, að léttu vínin löglega innflutt gætu ekki képt við hina ólögmætu sterku drykki. það hefir því eitthvað annað en þessi uppgerðar-jafnað- armenska ráðið því, að Kvaran stýrði penna sínum svona. Bannmenn hafa einatt viljað gera bannhreyfinguna meðal ófrið- arþjóðanna að máttarstólpa mál- efnis síns. Eggert Claessen sýndi i svari sínu til Kvaran fram á nokkurar eðlilegar og, ef til vill eðlilegri ástæður til þess, en þær, sem bannmenn vilja vera láta (kornþurð, notkun áfengisefna og áfengisverksmiðja til skotfæra- gerðar). Og geta má sér þess til, að miklu hafi hér um ráðið þær alveg sérstöku ástæður, sem ófriðnum eru samfara. það er alkunnugt að menn, sem verða fyrir miklu mótlæti grípa einatt til þess að „drekkja sorg sinni í lindum vínsins*. Og þar sem ekki er auðvelt að hugsa sér meiri hörmung en þá, sem her- mennirnir daglega sjá og reyna, er þeir eru keyrðir fram yfir limlesta og tætta ltkami bræðra sinna, vina og kunningja, dauðra og hálfdauðra, og þeir eiga að horfast í augu við það á hverju augnabliki að sæta sömu afdrif- um, þá er undir þeim kringum- stæðum margföld hætta á, að þeir mundu „hallast að flöskunni" til þess að styrkja sig og „drekkja sorg og kvíða“, ef engar skorð- ur væru við því reistar. þetta nær og ekki eiugöngu til þeirra, sem geta verið við því búnir að vera sendir á vígvöllinn og þeirra, sem eftir verða heima, því að fáir eru þeir meðal ófriðarþjóð- anna, sem ekki eiga um sárt að binda og eftir manniegu eðli freist- uðust til að drekkja sorgunum, þótt þeir ella væru hvorki hneigð- ir til víns né ofdrykkju. Tak- mörkun ófriðarþjóðanna á til- búningi og sölu áfengis er þann- ig fullkomlega eðlileg og skilj- anleg, án þess að bannmenn eigi nokkurn rétt til þess að skýra hana svo, að þær telji áfengið í sjálfu sér það böl og skaðræði, sem eigi að uppræta af jörðunni. þótt ritgerð síra Kristins Dant- elssonar sé rituð með stillingu eins og vænta mátti af þeim höf- undi, sem að verðleikum hefir á sér almenningsorð fyrir hógværð og samvizkusemi, þá er hún næsta athugaverð, ef að er gáð og get eg því ekki látið undir höfuð leggjast að gera hana nokkuð nánar að umtalsefni. Mál þetta er orðið svo mikið vandræða- mál, að eg tel það hreint og_ beint ósæmilegt að binda hugtök almennings með órökstuddum staðhæfingum og sleggjudómum, en skyldu hvers og eins, sem um það ræðir eða ritar að vekja eftirtekt og íhugun manna á sem flestum hliðum þess. Með því en ekki öðru móti getur verið að ræða um ákveðinn þjóðarvilja, ef til þess kemur, að málið fyr eða síðar verði lagt undir úrskurð þjóðarinnar. Síra Kristinn virðist eins og allir, sem um málið hafa ritað — að Templars-höfundinum frá 30. sept. undanskildum — óánægð- ur með ástandið eins ug það er Simskeyti frá útlöndum Kauptn.höfn 9. apríl. Þýzkalandskeisari lofar að gefa Prússum demokrafiska stjórnarskrá. Pó verða framkvæmdirnar látnar bíða þar til eftir ófriðinn Cuba hefir sagt Þjóðverjum stríð á herdur. Kaupmannahöfn 10. apríl. Ríkið Panama lofar Bandaríkjunum því, að varðveita Panamaskurðinn. Akafar orustur við Arras. Kaupmannahöfn 11. april Bretar hafa unnið sigur hjá Arras og handtek- IIOOO fanga. og telja nauðsynlegt, að bót verði á því ráðin. En ekki er hann skoðanabræðrum sínum, bann- vinum, lengra á veg kominn með að geta bent á ráð til bóta. það virðist ekki örgrant um, að „bannlagaspillingin* svo kall- aða einnig hafí náð til séra Krist- inns, því að ekkert hef eg lesið eftir hann, sem er eins lítið sam- vizkusamlegt eins og þessi grein hans. Og sumt er þar svo á- takanlegt, að eg trúi því ekki um jafn skýran mann eins og hann er, að hann ekki bæði viti og finni það sjálfur, að máli er hall- að eftir málstað en ekki málsá- stœðum. Hann segir meðal ann- ars, að nauðsynlegt sé „að allar umræður þeirra, sem vilja um- bætur á ástandinu, gangi út frá því, að lögin verði að sjálfsögðu ekki numin úr gildi.“ En þetta er ekki samvizkusemi. Hann veit það, að til eru menn — og þeir eru miklu fleiri en hann og skoðunabræður hans vilja kann- ast við — opinberlega, — sem umfram alt vilja umbætur á á- standinu og sem, bæði sökum þess að bannmenn hafa ekki get- að bent á nokkra leið til bóta og þeir sjá hana ekki sjálfir, vilja nema bannlögin úr gildi. Og margir eru þeir, sem vilja afnema þau af því að þeir telja þau ill og óþörf. Hvers vegna ættu nú þessir menn ekki að ræða um umbætur á ástandinu frá því eina sjónarmiði, sem þeir telja mögu- legt — og æskilegt? Við þeirri spurningu get eg ekki fundið nema eitt svar, að það sé vegna þess, að það er gagnstætt skoð- un bannmanna að tala um afnám bannlaganna. það eru allir á eitt sáttir um það, að bannlögin séu skerðing á persónufrelsinu, en síra Kristinn vill þó ganga feti framar og afnema málfrelsið líka! í grein síra Kristins koma fram sömu eiginteikarnir, sem eg held að komið hafi fram hjá öilum bannmönnum, sem um málið hafa ritað, að staðhæfa að þjóðin vilji viðhald bannlaganna, að mikill meiri hluti hennar yrði því mót- fallinn að nema þau úr gildi, en sami óttinn við að bera málið undir þjóðaratkvæði. það er ekki samvizkusemi að tala svona hátt um „þjóðarviljan.“ Bann- menn þekkja hann ekki betur en andbanningar og einkum er það óviðfeldið af því að hann kemur svo átakanlega í ljós úthverfur í bannlagabrotunum og hilming- um með þeim. Hvers vegna sækja þeir ekki skýlausa yfirlýs- ingu þjóðarinnar eins og andbann- ingar hafa stungið upp á? Er það ekki af þvt, að þeir séu hræddir um að þjóðarviljinn þeirra sé bara þeirra eigin vilji? Eg get ekki að því gert, að mér finnst hljóð þeirra eins og hljóð- ið í tómri tunnu eða, ef þeir vilja heldur, eins og í tómum brenni- vínskút. Eg hef ekki oft séð beinar hugsunarvillur hjá síra Kristni en einnig að því, hefir spillingin gagntekið hann. Hann vísar til tveggja aðilja um þetta mál, þings- ins og þjóðarinnar. Fyrst telur hann ólíklegt, ab nokkurt þing hafi áræði til — án beinnar kröfu frá þjóðinni — að afnema iögin. En svo í næstu málsgrein virðist hann álíta það sjálfsagt, að lög- gjöfin 3: þingið, „sem sjálfkjörin er til að burtrýma öllu, sem þjóð- inni alment er skaðlegt” taki ó- hikað til sinna ráða að þjóðinni fomspurðri „og beiti róttækustu meðulum.“ Setjum nú svo, að þjóðin vildi viðhald bannlaganna, en löggjöfin c: þingið, t. d. þegar

x

Þjóðstefna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.