Fósturjörðin - 01.07.1911, Blaðsíða 3

Fósturjörðin - 01.07.1911, Blaðsíða 3
FÓSTURJORÐIN O Til þjcðarinnar: 1. Að velja þingmanna eínin sem best, [ og sem allra flesta úr flokki al- þýðunianna, vandaða, skynsama ög sjálfstæða menn, sem vilja fúslega takast á hendur að framfylgja stefnu- skrá vorri einlæglega, innan þings og utan, og öðrum kröfum kjósenda sinna. 2. Að hafna algerlega þeim núverandi þingmönnum, sem hafa gert sig seka í ónauðsynlegri fjárpyðslu eða hálauna- og valdagræðgi á síðustu þingum, hversu fagurlega sem þeir tala. 3. Að kjósendur í kjördæmum landsins, taki sig fram um það, í tíma, að velja sér nýtt þingmannsefni, til sóknar við nærstu kosningar, gegn hverjum þeim manni sem flokkarnir bjóða fram, nema að þeir séu valinkunnir agætismenn, er ekki séu háðir ofstækislegu flokks- fylgi, — enda séu þeir fúsir til að framfylgja sjefnuskrá vorri. og öðrum kröfum kjósenda sinna; — og þeim sérstöku kröfum vorum til þjóðfull- trúa vorra, sem hér fara á eftir: Til fulltrúanna 1. Að, sú regla sé viðtekin, að öll frumvörp til fjárlaga skattalaga og annara mikils varðandi lands- laga, séu birt almenningi til íhugunar og umsagnar, minst þrem mánuðum áður, en heimilt sé að bera þau fram á alþingi. 2. Að, stuðla til þess, að sú venja sé viðtekinn, — og helst lögfest, — að enginn þingmaður geti látið sér sæma, að halda kjöri sínu lengur, en liann brcytir samkvæmt yfirlýstum vilja kjós- enda sinna, eða heldur trausti meiri i hluta þeirra. 3. Að, fresta málinu um skilnað við Dani, og úrslitum samþandslagamálsins, út nærsta kjörtímabil fyrir það fyrsta. 4. Að, fá það lögákveðið, að einginn al- þingismaður í.afi athvæðisrétt um þau mál, sem snerta sérstaklega hans eig- in hagsmuni. 5. Að, sjá framleiðslustofnunum landsins fyrir nægilegu lánsfé, með sem allra aðgengilegustum kjörum, gegn fyrsta veðrétti í fasteignuni landsins (jörð- um etc.), — til alt að 100 ára, og ah að krónu á móti hverri krónu þess verðs, sem fasteignin getur svarað 5 °/0 ársvöxtum af, i meðalárum, auk alls nauðsynlegs reksturskostnaðar. eftir fenginni reynslu í því efni. — Og ennfremur: Að engin útlend peninga- lán megi taka fyrir landssjóðs hönd, nema beinlínis til eflingar framleiðsl- unni, án samþykkis þjóðarinnar. 6. Að, fá þá venju viðtekna (og helst með lögum) að öll meiri háttar laga nýmæli ervarða þjóðina í heild sinni, svo sem, um gjalda álogur, ný lands- lán, láns-ábyrgðir eða fjármunalegar skuldbindingar þjóðinni til handa, svo og fjárveitingar í stórum stíl, t. d. 100 þúsund kr. og þar yfir, séu bor- in undir almenna atkvæðagreiðslu þjóðarinnar til fullnaðarúrslita, oggeti því að eins öðlast lagagildi, að þau hljóti atkvæði einhvers tiltekins meiri hluta (t. d. 2/s) allra alþingiskjósenda landsins, að ógreiddum atkvæðum meðtölduni. 7. Að hlynna að nytsamari framtakssemi í landinu eftir föng,um, með hagkvæm- um lánveitingum, en varast sem mest, stofnun lítt nauðsynlegra embætta og allar fjárgjafir, eða styrkveitingar ístór- um stíl. En gera sér þar á mót, far um, að verðlauna alla framúrskarandi nyt- semdar viðleytni einstakra manna, í hverri grein sem er; i eitt skifti fyrir öll, eða oftar, gegn vissum araugu, en varast að verðlauna yðjuleysið, og alt sem leiðir til spillingar, óhófs og munaðarlífs. 8. Að, fá skattana og önnur almenn gjöld, að sem allra mestu leyti lögð áauðinnog höppinognettoarð- inn, að því leyli sem ekki er unt að leggja þá á,skaðræðið.óhófið og ómenskuna. En varast að leggja gjöld- in nema sem al'.ra minst, á fátæktina, slisin og almennar nauðsynjavörur,— og alls ekki á skuldir eða öreiga,eða þurfamer.n. 9. Að,fá framgengt algerðumaðskilnaði rikis og kirkju. 10. Að, koma í veg fyrir fjölgun ráð- iierra í stjórnarr.'iði lands ns, og ait stm eykur óþörí utgjöld, og altsem eflir vald stjórnarinnar yfir þinginu. 11. Að, fá afnumin öll hin svo kölluöu »eftirlaun«, en fylgja þeirri meg- inreglu, að launa aðeins störfin, — og þá auðvitað aðeins þau nauð- synlegu; — en launa þau vel og sómasamlega, en þó með nokkuru tilliti til efnahags og fjölmennis þjóðarinnar, og almennra vinnulauna í landinu. 12. Að embættismenn þeir, sem hafa fast akveðin ársiaun, af almannafé, hafi engar sérstakar aukatekjur fyrir störf sín. En gæta þess jafnframt, að árslaunin sjeu þá sanngjarnlega og sómasamlega há, eftir ástæðum og atvikum öllum. 13. Að embættismenn þeir, sem vegna stöðu sinnar, gætu gert fólk sér háðara en góðu hófi gegnir, hafi ekki rétt til, sem flokksmenn, að fást við stjórnmál í landinu, — enda sjen þá laun þeirra það há, að þeir geti, þess vegna með hóflegri breytni, lifað áhyggjulausu lifi, og helgað embætlisstöðu sinni allan sinn tíma og alla sína krafta, svo sem slíkum trúnaðarstörfum í þjónustu þjóðfé • lagsins hæfir. 14. Að afnema óþörf enbætti í landinu, og sameina umfangslítil embætti, so sem hæfir meðalmanns starfsþoli; og launa þau þá þeim mun betur, sem sanngirni og þörf krefur. Yanræksla skyldunnar er afsal frelsisins. Flestum er það liklega ljóst, að al- þýðan hafi bæði eðliegan og lagalegan rétt, til að hlutast til um sín eigin al- meunnu mál. Hin Lagalega viðurkenn- ing þess réttar eða þeirra réttinda. ligg- ur í hinum almenna kjör-og kostninga- rétti, meðal annars; og allir finna til þess, liversu slík réttindi eru eðlileg og æskileg, þegar þeir verða að lúta vilja annara, án tillits til eigin vilja, í hverju sem er. Hitt er mönnum alment, ef til víll ekki eins Ijóst, að alþýðan sé skyldug til, að skifta sér af almennu málunum með alhug og einlægni; og því síður, að það sé ein af hennar al 1 ra brýnustu og helgustu skyldum. —- Og þó er því einmitt þannig varið. Sú skylda, er líklega ekki beinlínis iögá- kveðin, vegna þess, að það virðist svo óeðlilegt, að þurfa að þvinga menn eða skylda með lögum, til þess að vilja njóta réttinda sinna. — Slíkt er svo ónáttúr- Iegt, að það tekurengu tali. — En óbein- línis er sú skylda þó lagaleg. að því leyti að öll stjórnarbót, eða eftirgjöf valdsins úr höndum einvaldanna, er vanalega lögleidd, samkvæmt óskum og þörfum fólksins til meira frelsis og sjálfræðis. Og þau réttindi eru ekki veitt og eiga ekki að vera veitt, tii lítils eður einkis gagns, — upp á stáss að eins; heldur til þess að nota þau, sértilmeira gagns og forsældar, en eitiveldiuu er tíðast eiginlegt að veita, En sú skylda, sem hér ræðir um, og sem innifelst í þessutn borgaralegu létt- indum vorum, er ekki aðeins lagaleg og náttúrleg, ems og til er bent hér að framan; heldur er hún hka, þjóð- félagslegs, siðferðislegs og menningar- legs eðlis; ogþvíafdráttarlaust, sjálfsögð og heilög skvlda. Það, að vanrækja þá skyldu, eða að misbeyta henni til voða og ógagns, er sama sem neitun hennar, sama sem ein- veldiskrafa, san a sem afsal, eigin dýrustu réttinda. — Afsal frelsis, menningar og sjálfsstæðis, fyrir alda og óborna, í hend- ur þess manns eða þeirra manna, er næstir standa, til þess að taka við völd- unum. — Og það er aldrei skortur á þeim mönnum í heiminum. — Og ein- hverjir verða að ráða og stjórna, það segir sig sjálft. Þes-> vegna er það gef- inn hlutur, að sá sem hafnar eigin ráð- um og eigin stjórn sinna mála, verður stjórnað af öðrum, hvort sem liann vill eða ekki, og ef til vill, án tillits til vilja hans sjálfs. Kæru landsmemm! virðið því og elsk- ið, yðar sameiginlegu og borgaralegu réttindi, og þeim tilheyrandi borgara- legu skyidur — og 'útið, að öllum rétt- indum tilheyra skyldur, vanalega. — Þér heiðrið og elskið inniiega, minn- ingu þess manns, sem ávann oss, vor þjóðfélagslegu réttindi, öðrum frernur; og það að maklegleikum. Heiðrið því og elskið, þau dýru réttindi yðar, og nennið að hagnýta þau, sjálfum yður og þjóðinni til gagns og sóma. Það er yðar heílaga skylda; og án þess, er sorglegt, ef ekki hlæilegt, að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar með kostn- aðarsömum viðhafnarlátum. Það, að sækja »þingmálafundi« eða kjörfundi, til þess að greiðe þar atkvæði þessum eða hinum flokknum, þessnm eða hinum manninum, eftir tilsögn eða óskum þeirra sjálfra, og í þeirra þágu; uppá yfiriýsingar skoðana þeirra um ein- : tök ágreiningsmál flokkanna, sem lítt eða ekki verðskulda afskifti þjóðarinnar, í því formi eða á þeim tíma; auk nokk- urra minniháttar landsmála er snerta hags- muni hinna einstöku kjördæma sérstak- lega, er í hlut eiga; lýsir ekki borgara- legum þroska, og samsvarar ekki sem best lýðstjórnarkröfum vorum; og allra síst þó, þegar jafnframt er tekið tillit til ástandsins í heild sinni, eins og það er nú. Þar sem fáeinir menn berjast, »uppá hfið« um alræðisvöldin yfir þjóðinni, án skilyrða af hennar hendi, og án nokkurar ákveðinnar stefnu í innlendu malunum; — nema ef vera skyldi, sí- vaxandi óþarfa eyðsla hins almenna fjár. Hafa menn hugleitt, hvernig löggjafar- og fjármálaastand landsins muni verða, að t. d. 10 árum liðnum, með sama á- framhaldi? — Og hvaða trygging er svo fyrir því, að fjáreyðslugræðgin versni ekki um helming á hverju ári hér eftir, umfram það sem verið hefir til þessa; ef þjóðin tekur ekki í taumana nú þegar? — Auðvitað engin. — Og hverjum er svo um að kenna? Þjóðin mun segja að það sé valdhöfunum að kenna, eða flokkunum, þeir munu kenna hvor öðr- um um, og svo þjóðinni í heild sinni. En hverjir, koma svo til að líða fyrir afglöpmr -— Ekki flokkarnir máske, — og ekki valdhafarnir, — heldur alþýð- an. — Hugsum oss t. d., frá sjóiw- miði heimastjórnarmanna, að »sjálfstæðh- flokkurinn« vinni næstu kosningar, eða flokkabrotin þeim megin, öll í samein- ingu; og það auðvitað, af því, hve sjálf- stæðir og frjálslyndir þeir eru, meöal annars : því, að mótstanda sambands- lag 1 frumvarpinu og öllu Dönsku íslandi til handa, svo og höfðingjavaldi heima- stjórnarflokksins, etc. Og setjum svo, að þeir sitji að völdum, máske fleiri ára tugi, þangað til þjóðin hefði komist að annari niðurstöðu í þessum málum; og það mun sá flokkur helst ætla sér, sem eðlilegt er. Hvernig halda heimastjiSrn- armenn, að hagur þjóðarinnar muni verða, í lok þess tímabils, eftir 6—10 eða fleiri tugi ára? Mundu þeir ekki þá fremur kjósa að hafa samið um frið í ár, með því, að fresta sambandsmálinu o. fl.? Eða hvað mundu sjálfstæðismennirnir segja, í vertfðarlokin, ef heimastjórnar- flokkurinn skyldi komast að völdum næst, og sitja að þeim, nokkra áratugi, vegna þess að meiri hluti þjóðarinnar kynni að álíta hann (í ár), hinnum skárri, einlægari, búhyggnari og enda lystar- minni á völd og krónur, en hinn, hvað sem þá sambandslagafrumvarpinu liði; — Mundu þeir ekki einnig, þá fremur kjósa, að hafa farið öðruvísi að, en þeir fara nú, og hafa farið? Sannleikurinn mun vera sá, að þjóðin treystir hvorugum flokknum, og þó enn síður þeim sjálfstæðu, nú sem stendur. En er alvarlega mótfallinn framgangi sambandslagafrumvarpsins nú þegar, í því formi sem það liggur fyrir. Úrslit- in eru því með öllu ófyrirsjáanleg nú að því er flokkana snertir, og hver sem þau verða, er hætt við að þau verði hending ein, og enginn sannur þjóðar- vilji, nema að þjóðin taki þá rögg á sig að setja fulltrúum sínum' þau tak- mörk, af hvaða flokki sem þeir eru, sem hjer er farið fram á. Það, ervilji þjóðarinnar og enginn annar, að því leyti sem hann er annars nokkur. — Það fullyrðum vér. — Þó hún hafi ekki enn, haft lag á að koma honum til framkvæmda, nje einu sinni að nefna hann opinberlega. — Og þó að hún hafi orðið að styðja annan þessara flokka, hinum fremur, til þessa, af því að anu- að betra var ekki í boði. En nú loks- ins er þó betra í boði, og það er, að fylgja stefnu þessa blaðs við næstu kosningar og framvegis, og setja þá valdi þjóðfulltrúanna þau takmörk, sem hjer er krafist, af hvaða flokki sem þelr verða, og hvort sem þeir tilheyra nokkr- um eða engum flokki. En til þess að sú takmörkun fulltrúavaldsins komist til framkvæmda, þá þurfa kröfurnar í því efni að verasanngjarnarog samhljóða í öllum kjördæmum landsins, annars getur verið svo hætt við, að þær kröfur kunni að verða lítils virtar þegar á þing kemur, meðfram af því að lögin heim- ila þingmönnum, að fylgja sannfæringu sinni í þingmálum, hvað sem vilja kjósendanna líður, sem reyndar mun verða að álítast eðlilegt, og jafnvel d- hjákvæmilegt, að því er til einstakra mála og málsatriða kemur. Hins vegar virð- ist þó sjálfsagt að heimta, að þingmenn fylgi fast fram samhuga kröfum og vilja kjósenda sinna, í aðalmálunum, sam- kvæmt ákveðinni stefnu, sem sett hefir verið að skilyrði fyrir kjöri þeirra, og sem þeir hafa tjáð sig samþykka, og tekist á hendur að framfylgja. Þeir þing- menn mundu líka verða fáir, sem leyfðu

x

Fósturjörðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fósturjörðin
https://timarit.is/publication/225

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.