Fósturjörðin - 01.07.1911, Blaðsíða 4

Fósturjörðin - 01.07.1911, Blaðsíða 4
FOSTURJÖRÐIN Ritstjóri og ábyrgðarmaður !• k blaðs þessa er >ti STEFÁN B. JÓNSSON, & á Reykjum. f3 Áritun hanns, er hin sama og áður: $ Hólf15A., Reykjavfk. Öll brjef, og önnur erindi viðvikandi þessu blaði, sendist til ritstjóra þess. *S 53 8 > þar til annað verður urn það ákveðið. $ í^«.^^T<?ssss3ssss®3^^Q«.ssss[3i<,ss4>'í^! sér, að sýna slíkum samfcuga kröfum þjóðarinnar lítilsvirðingu, ef um nokk- urar slíkar alþjóðarkröfur, á viti bygðar, væri að ræða. Með því þá Iíka, að öllum hlýtur að vera Ijóst, að ávalt er »ríkari eign en umboð,« í hverju sem er. Það getur því ekki komið til mála, samkvæmt nokkurum guðs eða manna iögum, að fulltrúar þjóðarinnar, hafi í nokkuru ótakmaðra vald, yfir mál- um hennar og fjármunum, en hún, sjálf- ur umbjóðandinn, veitir þeim; þó að þeir slái ekki hendinni á móti einveld- inu, meðan það er í boði. Sigur þjóðarinnar í þessu máli, er því alveg vís, ef hún aðeins fer rétt að. Ef hún aðeins getur fengið sig til, að vilja. — Og þó pólitíkin sé, frá sjón- armiði almennings, sá óþverri, sem flest- um býður við, í það minsta á aðra hlið- ina, þá er þó þess að gæta, að hún er þó, þrátt fyrir það, vort sameiginlega, heilaga málefni, sem öllum kemur við. Og sé það, vort heilaga málefni, svo afað og svívirt, í meðferðinni, þá er að líta á það, sem saurgun helgidómsins. Og þá á það, jafnvel öllu fremur, að kvetja oss og knýja, til að taka höndum saman, til þess að hreinsa það, og hefja það til þeirrar tignar og þeirrar sæmd- ar, sem því er eiginleg og samboðin. En afskiftaleysi, stefnuleysi og alvöru- leysi alþýðunnar, í hennar eigin málum, og sérstaklega í stjórnmálunum, er ein af stórsyndum þjóðarinnar, ef ekki Iang stærsta syndin. Það er eflaust sú synd, sem framtíðin getur ekki fyrirgefið, nema að þjóðin taki sinnaskiftum í því efni, og það innan lítils tíma. — Til þess, að gera fólki nokkura grein fyrir atvikum þeim, sem orsakað hafa að sínu leyti fireyfingu þessa málefnis, í þessu formi, þá skal hér stuttlega skýrt frá myndun þess félags, sem ráðist.hef- ir í að koma af stað þessu blaði. Það var fyrir nálega þrem (3) árum, eða þann 8. Nóv. 1908, að stofnað var hér sunnanlands svolítið félag, er nefndi sig »Menningarfélagið*. Tilgangur þess félags, eins og hann er framsettur í lögum þess, var og er á þessa leið: 1. »Að, æfa meðlimi sína, í að hugsa skipulega og ræða um almenn mál- efni yfir höfuð, en sér í Iagi þau mál- efni, sem miða til að glæða réttan skilning á eðli hlutanna og ákvörðun mannsins. 2. Að, tryggia meðlimum sínum, og sér í lagi æskulýðnum, holla og öfluga aðstoð í því, að ákveða lífsskoðanir sínar og lífsstefnur, til mikilhæfis og og manndygða; — með þann stöð- uga ásetning fyrir augum, að gera manninn færan um að sigrast á eig- in ástríðum, og örðugleikum lífsins í öllum myndum, með siðlegum og sómasamlegum meðölum. (1—2 ár- um síðar, var un<7tnennafélag' stofnað í þeirri bygð.) 3. Að, sameina og sams i!la vilja og kröfur einsaklinganna, til borgaralegs jafnréttis í landinu innbyrðis, og til þjóðfélagslegra réttinda vorra og sjálfstæðis út á við, — án tillits til hagsmuna einstakra manna og flokka, fyrir sameiginlega nauðsyn borgaranna alment; — eftir þeirrí sjálfsögðu meginreglu, að öllum mönnum beri að ráða yfir sjálfum sér og sínum serstöku málum og sínum sérstöku eignum, að svo mik'u leyti, sem það hindrar ekki né skerðir samskonar réttindi annara manna né stríðir á móti sameiginlegri velferð viðkomandi mannfélags, eða þjóðfélagsheildarinn- ar. — — Ennfremur, skoðar félagið sér viðkomandi ali, sem eflt getur sanna menning, alt sem getur aukið og glætt varanlegan lífsunað, sálar- frið, samhug og eining mcðlima sinna.« — — Tilgangi þessum skal leitast við að ná, á hvern þann hátt sembestávið kringumstæðurnaráhverj- um stað og tíma, og meðal annars með málfundum og fyrirlestrum, og með því að útbreiða félag þetta sem al- mennast um alt ísland, í deilum með sameiginlegri yfírstjórn*. Nauðsyn slíks félagsskapar sem þessa, ætti að vera hverjum manni svo ljós, að frekari skýringa þyrfti ekki með. Þó vil ég Ieyfa mér, að tilfæra hér nokkur orð um meginástæður þær, fyrir nauð- syn slíks félagskapar, sem fluttar voru á stofnunarfundi þessa félags, samkvæmt gjörðabók þess, á þessa leið: »Svona félagsskpur er nauðsynlegur fyrir fólk almennt á öllum sviðum þjóðfélagsins, en sérstaklega þó fyrir unga fólkið, sem hefir alt lífið fyrir framan sig, og er að taka við aðalráðum í landinu. Upp- eldi manna er almennt, mjög ábótavant í þessu efni, og öllu sem lýtur að sannri mentun,í hugsun ogframkvæmd. Hugsun manna er of alment mjög lág og af- vegaleidd, bæði í andlegum og verkleg- um efnum; af því að það er svo margt sem þrykkir og lamar og deyfir, og svo fátt sem lífgar og lyftír og hressir. Mönnum hættir svo mjög við, að gera lítið æðri eða strangari kröfur til lífs- ins eða sjálfra sín, en dýrin, og lifa því ekki svo á beri, fyrir neitt hátt og heilagt, sameginlegt augnamið, — ekk- ert nema kristindóms-nafnið og matinn, eða þá stefnulaust hringl eða féglæfra- brellur, eftir megin-afli sinna eðlishvta, — sinna dýrslegu, viltu hvata, ýmist at ásetn- ingi eða ásetningslaust, án trúar á sig- ur hins góða og sanna og siðferðislega fagra. Félag þetta er lítið enn, enda ekkert gert til þessa, til að iítbreiða það. En það vill ná útbreiðslu um alt þetta land, — og það er líklega þess vert. — Það hefir haldið nokkura tundi árlega, síðan það varð til, þó færri en til var ætlast, er var 2 fundur á mánuði. Þeir fund- ir hafa farið vel fram. og vakið áhuga á máefnmu. Þeir fundir hafa fengist við ýmisleg mál, samkvæmt tilg. fél., en lagt ríka áherslu á gagnríni gildandi venja og skoðana, og verkanir þeirra fyrir lífið. Og árangurinn er nú þegar sá, ?ð áformað hefir verið að stofna alment blað, til þess aðalega, að göfga og hefja stjórnmálastefnu lands vors, upp úr for- æði spillingarinnar og flokks-ofstækinn- ar, til sæmdar og drengskapar að tak- marki sannrar menningar, samkvæmt 3 tilgangsgrein nefnds félags, sem tilfærð * er hér að framan, og að öðru leyti samkvæmt nánar ákveðinni stefnuskrá blaðsins. Reykjum, í júní 1911. Stefán B. Jónsson. (form.) Tilkynning. Þess viljum vér láta getið, að ritstjóri þessa blaðs, vill gefa kost á sér til þing- mensku nærsta haust, í einhverju kjör- dæmi landsins, ef hann fær almenna á- skorun um það nægilega snemma, án frekari eftirgangsmuna, af hanns hendi. Um stefuu hanns f landsmálum þarf ekki að spyrja. Hún er hér fyrirfram ákveðin. Járnbrautamál. Eins og kunnugt er, þá heíur það komið til orða að járnbraut yrði lögð, á landsins kostnað, frá Reykjavík austur að Ölvusárbrú, eðajafnvel len^ra austur. Verkfræðingarnir, hafa talið það mjög mikilsvert framfarafyrirtæki fyrir landið, og hafa tilfært sínar ástæður fyrir því; og aðallega þær sömu ástæður, sem færðar eru vanalega fyrir gildi slíkra fyrir- tækja í útlöndum, þar sem þau sam- göngutæki, eru í sannleika óhjákvæmileg velliðunarskilyrði, En menn ættu alvar- lega að gæta þess, áður en slíkt ofur- efli er tekist í fang til framkvæmda, að þær ástæður geta yfirleitt ekki komið hér til greina, eins og nú stendur. — Það er svo augljóst sem hugsast getur, svo augljóst, að um það ættu allir að geta orðið samma'Ia, eftir að hafaíhugað málið rækilega, óhlutdrægt og ófergju- laust, frá öllum hliðum, ogskal jeghjer leyfa mjer að tilfæra nokkur rök fyrir því, er jeg vona að ekki verði hrakin með gildum ástæðum. í útlöndum, er allskonar iðnaður og framleiðsla rekin í stórum stíl, á víðáttumiklum landsvæðum, Iangar leið- ieiðir frá sjó og skipgengum ám og vötnum, víða hvar. — Sú framleiðsla er ekki vanalega, fáeinir hestburðiraf ferhyrningsmílunni, helduraltað 1200 pund af dagsláttunni, i akurafurðum eingöngu, auk afurða alifénaðarins, námarekstursins og stóriðnaðarins. Slík framleiðsla, erþarvíðahvar, gjörsamlega ómöguleg án járn- brauta. Hér á landi, er svo að segja engin framleiðsla af neinu tagi til, nema afurð- ir alifénaðarins, og fiskurinn tírsjónum. Auk þess, er öll landsbygðin, að heita ( má, strandlengis meðfram hafinu um- hverfis alt landið, svo að flest býli eiga ekki yhr 1—2 dagleiðir til Iöggildra hafna (lestagang); — álíka vegalengdir, og gerast víða erlendis, til járnbrauta- stöðva eða hafna. Erlendis, verða menn á slíkum svæð- um, að sæta því, að flytja vörur sín- ar með járnbrautum, að sér og frá, með þeim afarkostnaði sem því er samfara, af því að annað er ómögu- legt, annaðhvort, eða enndýrara. Hér á landi, geta menn flutt allar vör- ur að sér og frá, á sjónum, til allra hafna landsins, og til útlanda, eins og nú stendur, fyrir það flutningsgjald, er samsvarar, aðeins broti af járnbrauta-flutn- ingsgfjaldi jafnlangar leiðir. — Og þó mætti það flgj. vera talsvert lægra en það er nú, að líkindum. — Það flutn- ingsgjald, sem vér nú borgum, milli heimsmarkaðarins og allra hafna lands- ins, er aðeins lítið hærra, en verið hef- ir milli t. d. Vinnipeg og West Selkirk í Manitoba, sem er 23 enskar mílur, eða sem næst 5 klstu I stagangur, og þó liggur sú járnbraut á jafnlendu svæði alla leið, og flytur meginið af þeim vör- um, sem framleiddar eru á öllu Winni- pegvatni, og þar að liggjandi héröðum, — fisk og timbur, ístórum stíl, ogalls- konar bændavörur. Auk þess sem þau héröð og bæir, þurfa að sér að flytja lengra að; og þó þótti sú járnbraut ekki borga sig betur en það, að þegar vagn- stöðvahúsið í Selkirk brann hér um árið, var gamall flutningavagn »(Car)«, notað í þess stað 2—3 ár, þartil vagnstöðva- húsið var bygt upp aftnr; og gekk þó lest eftir þeirri brautdagl.ga (áfram eða til baka), reglulega, meö fleiri hlöðnum vögnum í hverri ferð. Frh. AUfcxexísta Maðsuts. Þess viljnm vér vinsamiegast biðja alla, konur sem karla, sem fá í hendur þetta, eða nokkurt annað eintak af þessu blaði voru, að lána það til Iesturs sem allra flestum. Því að í hyrjuninni, náum vér til svo alt ot fárra, en ríður mjög á að útbreiða það strax, sem allra mest að unt er. Alíti landsmenn blaðið nokk- urs vert, 'og það með réttu, sem vér efum ekki, þá ályktum vér, að það sé vissulega meira vert en það, að það sé keypt og lesið á hverju einasta heimili landsins, nú þegar. Ennfremur leyfum vér oss (eins og venja er til), að ganga að því sem vísu, að allir þeir, er vér sendum einstöknúmer af blaðinu, verði áskrifendur þess, nema að þeir endursendi það til ritstjóra þess, með næstu eða annari póstferð á eftir, eða sendi skrifleg mótmæli gegn send- ingu þess, að öðrum kosti. Það verður, sem eðlilegt er, undir þjóðinni komið, hvort blað þetta lifir stutt eða lengi; og einnig það, hversu vel það tekst, að gera það svo gott og nytsamt, sem til er ætlast. — Ef að þjóðin vill að blaðið lifi, og fullnægi áformum sínum þá verður það; — og þá kaupa það allir og lesa, eða flest- ir er því kynnast. — En að vilja ekk- ert ákveðið í því efni, er sama sem að vilja það gagnstæða. — — Ef að þjóðin (alþýðan sérstaklega), viður- kennir stefnu blaðs þessa, og styður það og eflir, með alhuga eftir megni, þá sýnir það, að hún vill eitthvað og veit hvað hún vill og dirfist að segja það, og standa við það. Og þá, á hún skilið að verða frjáls og lifa. Og Þ* er henni, að þvf er séð verður, borgið. — En ef hún tekur því fálega eða hirðu- laus lega, þá eru forlög hennar þegar ákveö- in; og þá höfum vér komist að raun um, að vér höfnm misskilið vilja henn- ar, eðli hennar og ákvörðun. — En vér treystum því, að vér skiljum hana rétt, og að lienni sé blað þetta kærkominn gestur. Ants. Blafl þetta.kemur út nokkurum dögum síðar en áformað var. vegna bilunar, sem átti sér stað á prentvélinni, nieðan á prentun þess stóð; og eru lesendur beðnir að afsaka það. PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS-

x

Fósturjörðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fósturjörðin
https://timarit.is/publication/225

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.