Fósturjörðin - 11.05.1914, Síða 1

Fósturjörðin - 11.05.1914, Síða 1
FOSTURJORÐIN MÁLGAGN MENNINGAR OG JAFNRÉTTIS. Nr. r. Reykjavib, 11. mní 1014. 1. <irg. Blaðfyrirtæki þetta er tilelukað niinningn JÓNS SIGURÐSSONA.R forseta ogr föðnrlandavlnar; og var til þeaa atofnað upphnflega á 100 ára afmæliadegl hana þann 17. júní 1911. Hann ávann þjóðinni frelaið. Vér viljum hvetja hana til þeas nð njóta þess alment. ijin kristilega menning. Eitt er það lifsins hnoss sem allir sækjast eftir, eða leitast við að keppa að sameiginlega, þótt leiðirnar sem menn fara til að leita þess séu margar og mjög ó- líkar, og árangur einnig mismun- andi. Það dýrmœta lífsins hnoss er follkomin sæla, eða það sem menn kalla stundum hamingju eða far- sœld. Kirkjan kallar það hnoss réttlœti, frið og fögnuð í heilögum anda. En Jesú Kristur kallar það guðs ríki, og hann komst að þeirri niðurstöðu að þess væri ekki langt að leita, en að menn leituðu þess vanalega langt yfir skamt og findu það því sjaldan. Hann boðaði, að pað vœri hið inra með hverjum manni, »hið innra í yður«, eins og hann komst að orði; — og hann boðaði að það væri fólgið i sálar- friði — guðs friði — sem væri af- leiðing af kærleiksríku, bróðurlegu hugarfari til allra manna og góð- um verkum, og í því, »að afneita sjálfum sér<i, eins og hann komst að orði, — afneita ölium sinum eigingjörnu, dýrslegu kvötum og ástriðum, svo sem nauðsynlegt er til þess, að viðhalda þeim himn- eska sálarfriði, og til þess jafn- framt, að allir aðrir geti líka notið þess friðar og þeirrar sælu sem lífið hefir að bjóða, með jöfuuði, samhug og samlyndi. Og hann lifði og leið og dó fyrir það og til þess, að visa mönnum þessa ör- u M leið og vér væntum þess, að kaupmenn og aðrir uani blaði voru við- skifta sinna að því er birt- ing auglýsinga snertir; með þvi að útbreiðsla blaðs vors mun nú þegar ekki vera mikið minni en annara viku- blaða hér, — þótt vísir kaup- endur þess sé enn færri. Pá viljum vér líka mega treysta þvi, að sá hluti al- mennings sem ann blaðfyrir- tæki voru, geri sér sem mest far um að láta auglýs- endur vora njóta viðskifta sinna, svo sem unt er þeim að skaðlausu. uggustu eða ein áreiðanlegust leið að hinu æðsta markmiði lífsins, — að hinu eina verulega eftirsóknarverða gildi eða hnossi lífsins, — sem auðvitað er hámark endurlausnarinnar. Þessa gullnu reglu, þessa — að þvi er virðist — auðveldu og á- reiðanlegu, en örðugu leið að lind- um hins lifandi vatns, hafa menn nú viðurkent með vörunum i 1900 ár, um allan hinn svokallaða »kristna heim«, sem hina einu réttu; og fórnað henni til sigurs óteljandi miljónum mannlifa, og fleiri þúsunduin miljóna króna en tölum verði aðkomið, — þótt kenn- ingarnar hafi jafnan verið mengað- ar mjög að ýmsu leyti. — Og enn er mörgum miljónuin króna varið árlega til þess að innræta fólkinu þann heilaga frelsunarboðskap í öllum kristnum löndum, og víðar þó. — Eða svo á það að heita. — Og jafnvel hér, á þessu fámenna, fátæka landi, kostar lögskipuð boðun þess boðskapar (kirkju- og kenslumál etc.) 3—4 hundruð þúsund króna árlegan skylduskatt. En hver er svo árangurinn? TSÖLUMENN að blaðinu vantar alstaðar á landinu. — Einn eða fleiri i hyerri einustu sveit og bæ eða þorpi. Ómakslaun 25°/o (eða eftir samningi). Góðir menn gefi sig fram nú þegar. Má vera að sá árangur sé nokk- uð mikill, og meiri en hann virð- ist vera, eftir framferði og lifs- kjörum fólksins yfirleitt að dæma. En víst er þó um það, að hann er svo óskaplega lítill sá árangur, að naumast væri auðið að gera sér skynsamlegar vonir uin al- gerðan sigur þess góða málefnis í framtíðinni, ef að sá frelsunarboð- skapur heíði verið fluttur svo ár- angurslítið með slíkum tilkostnaði í 1900 ár, að jafnaði eins hreinn og einfaldur og ósaurgaður og hann var upphaflega framborinn af höfundinum. Það, sem því hvetur til öruggrar vonar um meiri árangur og enda fullkominn sigur þess himneska málefnis á komandi timum (og sigur hins póða yfirleitt), er það, ef það kynni að lánast, að kristindómur- inn yrði framvegia fluttur fólkinu í hreinna, ómengaðra og aðgengi- legra formi en verið hefir, eins og nú virðast nokkrar líkur til að verði, og með meiri og sannari einlægni og áhuga fyrir andlegri þroskun, betrun og farsæld fólks- ius en tiðkast liefir, og með minni tilhneigingu til að halda fólkinu niðri í hugsunarleysi og blyndni við öllum óskiljanlegar og lífinu óviðkomandi kreddur. Þegar maður nú, i sambandi við það sem að framan er sagt, hugleiðir hið andlega og líkamlega r E R er meira en nóg af blöðum. — Þetta blað hefir því engan rétt á að vera til, nema að þess sé brýn þörf vegna máefnis þess er það berst fyrir. En sé þessa blaðs slík þörf, þá ber að slyðja það og efla öllnm blöðnm freniur; og þá því fremur sem önnur óþarfari blöð eru fleiri fyrir. ástand fólksins, og allar þær margvíslegu leiðir sem menn fara til þess að leita hamingjunnar, þá dylst ekki það, að flestar þeirra leiða eru alt aðrar en sú, sem Kristur taldi hina einu réttu leið, og sumar þeirra henni jafnvel gersamlega gagnstæðar. t stað þess að hafa hið algilda takmark fyrir augum, og keppa að þvi með réttum meðulum hina réttu leið, inn á við, sem útá við, með sjálfsprófun og vöndun hug- arfarsins, þá keppa menn og fálma í allar áttir útá við, eftir einstök- um ytri skilyrðum sannrar far- sældar, og gleyma fyrir það aðal- erindínu, sjálfu markmiðinu. — »Menn glíma um alt sem glepur mest og grípa alt sem þvkir best«, (eins og skáldið segir), og það með þeim alhug og áfergju að flest eða alt annað gleymist. Þann- ig keppa menn með ákefð vana- lega um öll sýnileg tækifæri til fjárafla, metorða og valda yfir ná- unganum, svo sem lög eða venjur frekast leyfa eða líða á hverjum stað og tima, ekki aðeins svo sem sönn þörf hins einstaka manns krefur og réttlátt er, heldur og umfram það, jafnvel alt sem unt er, og líkur eru til að geta slopp- ið með fram hjá lagalegri hegn- ingu, og án alls tillits til þarfa og réttinda naungans, ef svo vill verk- H V E R, sem gerir oss og voru góða málefni þann vinsamlega greiða, að útvega blaði voru áskrifend- ur, og lofar að standa oss skil á fullri borgun frá þeim fyrir-frani eða siðar, — fær þau blöð sér send reglulega, og 25°/o, eða fjórða hvert blað í ómakslaun. ast. Og séu lög eða venjur til hindrunar á þeim leiðum, þá að þvada málið undir einhverju yfir- skyni, hártoga lögin, breyta þeim, eða heimila að semja ný lög, sé þess kostur, sem fara ögn lengra. — Já, svo langt sem maðurkemst. Vitandi þó, að öll þessi eftirsóktustu lífs- ins gæði, (auðlegð völd og metorð), eru hverful, og alveg ónóg skilyrði út af fyrir sig, til sannrar farsæld- ar hins einstaka manns; og auk þess óréttmæt, nema að þau samsvari þörfum og réttindum annara, þó þau séu í sjálfu sér góð og nauð- synleg, réttilega fengin og með hófi meðhöndluð, sér og öðrum til hamingju. Samhliða þessari látlausu lifs- baráttu einstaklinganna innbirðis, hvers gegn öðrum og öllum, þá keppa menn er lík stört stunda, og berjast á likan hátt og i sama augnamiði, í smærri eða stærri hópum eða fjelögum, fyrir aukn- um hagsmunum stéttar þeirrar eða starfsdeildar er þeir tilheyra, og jafnframt gegn hagsmunum allra annara stétta að meira eða minna leyti, með því t. d. að hækka starislaun sin, að þörfu og öþörfu eftir atvikum, og enda til þess ef unt er, að mynda eða lögleiða nýja farvegi fyrir stöðuga peninga- strauma úr vösnm almennings í öðrum stéttum á vissa staði, sjálf- um sér til ávinnings, i einhverju þvi formi eða undir einhverju því yfirskyni, er nægi til þess að ekki sé auðið að sanna, að það varði beinlínis við gildandi lög, og þá umfram alt, ekki við hegningar- lögin, — sem því miður eru ekki fuilkomnari en það, fremur en sum önnur mannanna verk, að þau ná tæplega til sumra af allra stórfenglegustu og voðalegustu af- brotunum. Afleiðingarnar af öllu þessu verða svo þær, — og eru þær — eins og vonlegt er, að aflsmunur- inn eða aflsmeginið sigrar, eins og á fyrri öldum hnefaréttarins og

x

Fósturjörðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fósturjörðin
https://timarit.is/publication/225

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.