Fósturjörðin - 11.05.1914, Qupperneq 2

Fósturjörðin - 11.05.1914, Qupperneq 2
26 FÓSTURJÖRÐIN. á að koma út vikulega, svo fljólt sem hægt er. En á með- an tekjurnar leyfa það ekki, þá kemur hún út sjaldnar. Verð blaðsins er 5 aurar í lausasölu. En 3 kr. árg. (52 blöð) til áskrifenda, — og þó aðeins 2 kr. árg. sé borgað fyrirfram. Til meðlima félags vors kostar blaðið aðeins kr. 1,50 árg., er borgist fyrirfram. Erlendis kostar blaðið 4 kr. árg. (í Ameríku einn dollar), er borgist fyrirfram. Fyrstu númerin af blaðinu geta kaupendur fengið meðan afg. upplagsins endist. Áskrifenda-safnendur og út- sölumenn að blaðinu, vantar alstaðar, gegn riflegum ómaks- launum. Útgefandi blaðsins er Menn- ingarfjelag íslands. Ritstj. og ábyrgðarm. (fyrst um sinn): Stefán B. Jónsson, Reykjavík. víkingsskaparins. Að lítilmagninn verður undir, og altaf vesælli og vesæli eftir því sem lengra líður, eða hann lifir framfaralitlu eða framfaralausu þrældómslifi. En sá meiri máttar verður ofan á, og verður svo altaf voldugri og vold- ugri með hverju árinu sem líður, uns hann hefur einn mest allan arðinn, og ræður einn öllum málum og lífskjörum beggja málsaðila, — allra.------En þessi útkoma veld- ur alls konar spillingu á báðar hliðar, er óhófið framleiðir ann- arsvegar og skorturinn hinsvegar. Og þetta alt kalla menn »Kristi- lega menning« og »frjálsa sam- kepni« vorra tíma. (Framh.) Pjóöreeöi og þingræði. (Framli.) ----- Hér er því ekki, svo séð verði, nema um tvo kosti að velja, með nokkurri hugsun eða viti: Annað- hvort að koma á þjóðræði, í land- inu, eða þá að hajna kosninga- réttinum eða afsala sér honum. — — Eða er það ekki heimskulegt, eða jafnvel auðvirðilegt, að láta hafa sig til þess að rífast og berjast um það upp á lífið, landshornanna á milli, við allar kosningar, hvort Pétri eða Páli — þessum eða hin- um — skuli verða trúað fyrir því að ráða yfir þjóðinni, löggjöf henn- ar og fjármunum næstu árin, eftir sínnm eigin vilja, ábyrgðar- og takmarkalaust, án þess að hafa nokkur tök á þvi, né einu sinni að reyna til að ákveða það svo að dugi, hvað helst þeir skuli gera eða ógert láta. En hvað þýðir það, að afsala sér kosningaréttinum? Hafa menn hugleitt það? — En að vanrækja hann, eða gera hann þýðingar- lausan á þann hátt er nú var á- minst, er litlu eða engu betra en að afsala sér honum að fullu og öllu, og þá helst allri stjórnar- skránni um leið, í hendur ein- veldisins. — En hvar væri þjóðin þá stödd? — Eins og fyrir 1870— 74, í allra besta lagi, en að öllum likindum langtum ver. Þetta ættu menn að reyna til að hugsa um. Hugsaðu þér lesari góður, stór- bónda, er þarf að hafa ráðsmann á búi sínu, vegna þess að hann sjálfur hefir öðrum störfum að gegna á öðrum stað. — Upphaf- lega er gengið að því sem vísu, að ráðsmaðurinn, sem er úrvalsmaður og búfræðingur, muni vel vaxinn starfi sínu, öllum, eða ílestum fremur, og eru honum því engin ströng skilyrði sett fyrir neinu, en veitt ótakmarkað vald til að stjórna búinu og fara með afurðir þess, og bústofninn sjálfan hka, alveg eins og honum sýnist best fara. Svo kemur að því, sem þó ekki var búist við, að hann reynist að ýmsu leyti illa, bruðlar eignum búsins og brallar með þær á ýms- an hátt, svo að fjártjón hlýtst af fyrir eigandann. Eigandinn ákveð- ur því að láta þennan ráðsmann sinn fara sem fyrst hann getur, og fá annan betri; án þess að hafa nokkur tök á því þó, að láta hinn fráfarandi ráðsmann borga skað- ann eður að bera að nokkuru leyti ábyrgð af gerðum sínum né afleiðingum þeirra. Nýi ráðsmaður- inn segist vera miklu meiri maður og betri en hinn, og ætli að fara alt öðruvísi og hyggilegar að ráði sínu en sá fráfarandi; og stór- bóndinn trúir honum líka til þess, og fær honum búið í hendur til skilyrðislausra umráða eins og hinum fyrri. Þegar svo að tímar líða þá kemur það í ljós, að hann fer ef til vill jafnvel enn ver með eigur búsins en hinn fyrri, að áliti bónda og annara; og meðal ann- ars með því, að hann hækkar árslaun sín og auðsveipnustu hjú- anna sinna, umfram það er áður hafði verið um langan tíma, svo að miklu nemur, vegna þess, eftir því sem hann sjálfur segir, að hann og þeir hafi þurfl þess með, og við það verður að sitja, — því að hann hafði vald til þess, hvort sem bónda líkaði betur eða ver. — Og svona gekk það í það óendan- lega. — Bóndagreyið fékk sér alt- af nýa og nýa ráðsmenn, er altaf eyddu og sóuðu fé hans meira og meira, eða meira og minna eftir því er á stóð og þeir voru mennirnir til. — En honum datt aldrei í hug, eða fanst það ekki eiga við, að vera að setja ráðsmönnum sínum fyrir, hvað þeir skyldu gera eða ekki gera. Alt, sem hann gat gert eða fengið sig til að gera, var að skifta um, og fá sér nýja ráðsmenn, er oft og iðulega reyndust hver öðrum ágengari og verri. — Loks gat svo farið, að ráðsmennirnir eignuðust alt búið, en bóndi sæti eftir eigna- laus með sárt ennið, og þakkaði fyrir að geta fengið að vinna fyrir mat sínum sem þræll hjá sínum fyrri þénurum. Hvað mundir þú, lesari minn, hugsa um slíkan stórbónda? Mundir þú álíta hann með öllu ----------Y. B. K.-------------------- hefir landsins mestu birgöii' og úrval við hæfi almennings af öllum "V efnaðaryörum. Ennfremur: Pappír og ritlöng. Málningarvörur. Leður og skinn. Skóflur og þaksaumur. umrhhbu R eykjavík. ■naH ráði, og þvi vaxinn að vera stór- eignamaður eða stórbóndi? Mund- irðu ekki líta svo á, að það hefði þó ef til vill, af tvennu illu, verið skárra og ómaksminna fyrir hann að vera ekki að skifta um ráðs- menn, úr því að hann hafði ekki vit eða tök á þvi, áð setja gerðum þeirra nein þau takmörk, er trygðu honum eignarétt hans og aðalum- ráðarétt hans yfir búinu? — Og samt verður þvi naumast neitað — eftir því sem flestir hugsa — að reynandi var þó það að breyta til, því að fyrirsjáanlegt var það hverj- um manni, að þetta áframhald, eins og það var í hvert sinn, gat ekki staðist lengi. —------Óg því ættu þá líka allir að geta séð, að alræði ráðsmanna vorra á þjóðar- búinu, getur heldur ekki lengi staðist með sama eða líku áfram- haldi, og uú er, og verið hefir, hin síðari árin. Samkvæmt því sem að framan er ávikið, fer alt fram á löggjafar- og valdasviðinu hér, eins og hin- um óháðu og ábyrgðarlausu for- ráðamönnum vorum best líkar, — og svo að segja alveg án tillits til vilja þjóðarinnar, og nálega án allra afskifta af hennar hálfu; en með mynduglegri skírskotun til þess, ef svo ber undir, að þeir miklu menn séu ekki að lögum, bundnir við neitt í því efni nema sína eigin »sannfæringu«; auk þess sé eiginlega enginn Þjóðarvilji hér til, því að sitt vilji hver, eða eng- inn neitt, o. s. frv. Og afleiðingarnar eru nú í þann veginn að byrja að verða aug- ljósar. Með þetta fyrirkomulag, sem á- gætt og óaðfinnanlegt, — sem sé með nokkra tugi af valdaþyrstum, ábyrgðarlausum víkingum, með lagavaldið og landssjóðinn í hönd- unum annarsvegar, og varnarlausa, hugsunarlitla og ráðalitla alþýðu í í mestu árvali og smekklegust eins og fyrrum hjá V. B. K. Haldgóö og lltekta. Verslunin Björn Kristjánsson Reykjavík. nokkrum tugum þúsunda hins- vegar. — Og með efnahagsástand vort eins og þaðj nú er að öðru leyti, þá þykjumst vér nú vera þess albunir, að verða á einhvern hátt stjórnfrjáls, sjálfstæð þjóð, með því að semja (eða látast ætla að semja) á einhvern hátt um samband vort við Dani, annað- hvort um meira frelsi eða minna frelsi oss til handa en vér nú höfum, eftir því sem á stendur þá og þá. — Annaðhvort með nánari og öruggari innlimun í hið danska ríki, eða þá með sérstöku kon- ungssambandi, eða jafnvel skilnaði við Dani í einhverju formi, ef svo vill verkast. Það er eins og svo undarlega mörgum skiljist, að alt sem vér þurfum hér að gera til þess að vera sannir og góðir Islendingar, eða til þess að geta orðið sjálfstæð og farsæl þjóð, sé það að semja eitthvað og um eitthvað við Dani, og þá sem allra tyrst. — Og báðar hinar áminstu stefnur, sem þó virðast vera hvor annari gagnstæð- ar — eiga eindregið að miða til hins sama, eftir því sem þjóðinni er talin trú um, og á þeim®grund- velli er henni ætlað að styðja þær báðar, — með trausti til gamalla væringja frá liðnum öldum. — — Að taka öll völd yfir þjóðinni úr höndum Dana, og inn í Iandið, — og auðvitað í hendur að eins fárra manna hér heima, — annaðhvort með því að skamma Danskinn og skjalla íslendinginn, eða með því að tryggja enn fastara samband vort við Dani, en nú er, með ein- hverskonar nýjum og óþörfum sambandslögum, og það beint gegn yfirlýstum vilja þjóðarinnar, er og hefir hin síðustu árin verið talið þjóðarinnar allra mesta lífs-nauð- synjamál. — Um það óheillamál (og óþarfa uppátæki), er alþýðunni haldið æstri og uppspanaðri árum saman, í þeirri barnalegu villutrú, að með slíku muni oss alt annað gOtt tilleggjast. (Frarah.) Skófatnaður vendaður og fallegur, ódýrastur í skóverslun Jöns Stefánssonar, Laugaveg 14.

x

Fósturjörðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fósturjörðin
https://timarit.is/publication/225

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.