Akureyrarpósturinn - 05.08.1886, Qupperneq 2

Akureyrarpósturinn - 05.08.1886, Qupperneq 2
26 Viliam Glartstone. (Brot úr fyrirlestri eptir danskan mann). 1853 varð Gladstone fjármálaráðgjafi í fyrsta sinn. Hann vakti á.kaflef;a mikla eptirtekt pegar hann fram lagði fjárlögin. Opt hjelt hann við þau tækifæri tölur í 4 5 tíma, tölu fulla af tölum. En hann gat talað svo liflega og skemtilega um þessar tölur, að það var sönn ánægja að hlusta á hann. Honura var ávalt umhugað um að spara útgjöldin þá því varð viðkomið án pess að það kæmi i bága við hagsmuni ríkisins og hið sparaða fje hafði hann ann- aðhvort til að borga ríkiskuldir með eða til skattaljettis. Eins og hann bar umhyggju fyrir alþýðunni og vildi eins og hægt var ljetta sköttum á henni, einkum þeim beinu svo hugsaði hann einnig um þá komandi kynslóð, hann hugsaði sem svo: Nú á Englandi ógrynni auðæfa í nýlendunum en þau auðæfi geta gengið upp. J>að er á undan öðrum löndum í verksmiðju-iðnaði, en vel má vera að Ameríka innan lengri eða skemri tíraa verðí fremri og getur svo farið að niðjar vorir verði eigi færir um að bera hinar botnlausu ríkisskuldir. |>ví leitaðist Gladstone við eptir mætti að minnka þær. A meðan hann var ráðgjafi hófst Krim-ófriðurinn, og leitaðist hann við að koma í veg fyrir það, því hann vissi að það mundi kosta mikla peninga og hann yfir vegaði hvaða gagu þeir gætu gjört yrðu þeim varið til annars. En meiri hlutinn varð hjer móti honum. Fje til ófriðarins skyldi nú.fá með nýju ríkisláni. Gladstone var því mótfallinn hann sagði að sú kynslóð er styrjöld vildi heyja yrði sjálf að borga kostnaðinn við það. Ef allir stjórnendur litu svo á mundi fólk varla hefja styrjöld nema í hinni brýnustu nauðsyn. fáófriðn- um var lokið kom fyrirspurn um hvort ráðgjafarir i öllum greinum hefðu farið rjettilega með ófriðarmálið, og þar af leið- andi var valin nefnd til að rannsaka það. Ka;ran var raunar ekki miðuð til Gladstones, en hann sagði þá þegar af sjer hann vildi ekki vera ráðgjafi einum degi lengur enn að harin hefði fullt traust þingsins. 1885 var það mál borið upp hvort Englaud ætti framvegis að vera griðastaður landráðamanna frá öðrum löndum. Spurn- ingin unr það kom frá Frakklandi. J>ar hafði Napoleon keisara verið sýnt banatil- ræði, og franska stjórnin vildi nota tækifær- ið til að þrenga hinn garula frelsisrjett poli- tiskra flóttamanna á Englandi. Palmerston var eigi ófús til þess, en Gladstene sett sig þar þvert í móti. Hann benti á það væri aðeins í fáum löndum álfunnar sem segja mætti að væri sannarlegt frelsi, en það væri á Englandi, og því væri skylt að að varðveita hælisrjett pólitiskra flóttamanna, hann hjelt þvi máli fram svo einarðlega að uppástungan frá Frakklandi fjell. Ari síðar tók Gladstone apturvið fjár- málastjórn og varð nú meiri og meiri frels- ismaður, og fyrir það náði hann ekki lengur kosningu í Oxford, hefir hann síðan verið valinn í 5 stöðum því hann óx frá sínum kjósenduin. Meðan þeir voru á sama stigi varð hann stöðugt frjálslyndari og frjáls- lyndari. J>að þykir opt heiður að þingraað- ur öll sín þingár sje valinn í sama kjördæmi, en þegar breytingin orsakast af mannsins eiein framförum, er hún honum til enn meiri heiðurs. Jpegar hann fjell í Oxford bauð hann sig fram á öðrum stað og sagði: „Hjer er jeg, og án múlbands“ það gladdi hann að bann ekki lengur var bundinn við skoðanir sinna fyrri kjósenda sem hann var vaxinn frá. J>egar 1858 ljet hann í ljós hvað hann áliti að gera þyrfti á írlandi. írska málið hefir gegnum fleiri aldir verið einatt

x

Akureyrarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyrarpósturinn
https://timarit.is/publication/227

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.