Elding

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Elding - 01.01.1901, Qupperneq 3

Elding - 01.01.1901, Qupperneq 3
ELDINGr. 3 ar farið til ónýtis. Vér höfum orð- ið að fylgja mörgum af okkar kær- ustu og hjartfólgnustu vonum til grafar og staðið hryggir og drúp- andi yfir moldum þeirra. En manns- hjartað örvæntir ekki þrátt fyrir það. Vonauppspretta þess er ótæmandi. Óðar en vér erum húnir að kistu- leggja eina vonina, er önnur ný runnin upp enn fegurri og glæsi- legri. Þar verður aldrei þrot á. Og látum oss ekki vera lengi að velta vöngum yfir þeim, heldur berjumst ótrauðir fyrir að fá þeim framgengt. Ósérdræg barátta í þjónustu frelsis og mannúðar er sá grundvöllur, sem allar framfarir og öll þjóðþrif bygg- jast á, og sá grundvöllur fyrnist aldrei. Það er enn ekki svo kom- ið fyrir oss, þrátt fyrir alla mæðu og öll vonbrigði, að vér getum ekki öruggir lagt út í frainsóknar- baráttuna með það merki í stafni. Og þegar vér að lokum spyrjum sjália oss enn á ný, hvers þjóð vor megi vænt-a af hinni komandi öld, þá verður svarið: Alls eða einkis, — eftir því sem vér sjálfir viljum! Höfuðstaóurinn. (Agrip af sögu Keykjavíkur). Það er algild regla hjá hverri þjóð, sem eitthvað er komin áleiðis I menningu og eitthvað farin að hugsa um annað en munn og maga, að viðskiftalífið og menningin eins og dregst ósjálfrátt saman á einn eða fleiri staði innan þjóðernistakmark- anna, býr þar um sig og hreiðrar sig og breiðir þaðan limarnar víðs- vegar út. Þessir staðir eru bœirnir. Þaðan spretta straumarnir, sem vökva alt landið, og þangað eiga þær hreif- ingar rót sína að rekja, sem ráða mestu í lífi þjóðanna. Þessir bæir hafa venjulegamyndastá þann hátt,að einstakir menn hafa sezt að á þeim stöðum í löndunum, sem af náttúr- unnar hendi voru bezt til fallnir að reka verzlun á, og oft hefur það verið í skjóli víggirtra kastala eða voldugra klaustra, er breiddu verndar- vængi sina yfir þá gegn óaldarflokk- um og ránsmönnum. í skugga þeirra hafa þeir svo dafnað til þess er þeim sj álfum var vaxinn svo fiskur um hrygg, að þeir voru einfærir um að verjast yfirgangi og árásum hinna ásælnu fjandmanna sinna. Af öllum þess- um bæjum, þessum mörgu smáhreiðr- um, hefur svo venjulega einn dafn- að og þroskast öllum öðrum fremur, —• og oft á kostnað hinna —, og þegar stundir liðu tekið sig út úr og vaxið þeim yfir höfuð. Hann hefur dregið til sín rnestan hluta verzlunarinnar, blásið lífi og fjöri í iðnað og atvinnugreina-r, og vísindi og fagrar listir hafa blómgast í skauti hans. Stjórn þjóðarinnar hefur tek- ið sér þar aðsetur, og alt, sem nýti- legt er úr hverjum landshluta fyrir sig, hefur þar hnappað sig saman. Þanuig hafa höfuðstaðirnir myndast, þungamiðjan í lífi hverrar þjóðar fyrir sig. Og sérhver þjóð gjörir sér það að skyldu, að hlynna að þessu óskabarni sínu, ryðja öllum tálmun- um úr braut fyrir því og greiða veg öllum þeim skilyrðum, sem mega styðja að vexti þess og viðgangi. Þær horfa ekki í skildinginn, þegar um þessa staði er að ræða. Þær prýða þá og dekra fyrir þeim, eins og móðir fyrir frumbornum syni, og þær þykjast af þeim engu síður en hún. Það liggur við að það sé eins og drambið og viðkvæmnin tefli um yfirráðin í röddinni, þegar þær nefna ] þá á nafu. Þegar íslendingar árið 930 settu ríki á stofn hjá sér og tóku upp al- þing, varð alþingisstaðurinn á Þing- völlum að sjálfsögðu aðalból og þunga- miðja hins unga þjóðfélags- og menn- ingarlífs. Þangað fiyktust þegar frá unga aldri allir, sem einhver veigur og eitthvert lífsfjör var í, bæði menn og konur. Þar var saman komið alt hið göfugasta, fegursta og skraut- legasta, sem þjóðiu átti í fórum sín- um. Þar þreyttu efnilegustu og beztu menn þjóðarinnar kapp með sér í orðum og athöfnum, og skáld og sagnamenn iðkuðu þar íþrótt sína í viðurvist þeirra maiioa, sem bezt höfðu vit á að meta hana. En það sem stóð blómguninui aðallega fyrir þrifum, það sem girti fýrir að þessi staður hefði að öllu leyti sömu þýð- ingu fyrir þjóðina og höfuðstaðirnir ] í öðrum löndum, var það, að áhrifin ! voru ekki stöðug. Þingið stóð ekki I yfir nema svo örstuttan tíma af ár- . r | mu. I smærri stíl voru aftur hofin og héraðsþingin aðal þungamiðja menningar- og viðskiftalífsins hvert 1 sínu héraði, eins og hinir smærri bæir erlendis. Eftir að kristni var lögtekin og biskupsstólar settir hér á stofn, urðu þeir samhliða alþingi þungamiðja þjóðfólagslífsins, hvor í sínurn lands- hluta, og aðalból hinnar íslenzku menningar. Þangað sóttu menn að úr öllum áttum, leituðu sér þar trausts og fulltingis bæði í líkamlegum efn- um og andlegum, og þangað sendu menn sonu sína til læringar. Þess er get-ið, að á dögum Jóns biskups helga (d. 1121) komu menn hópum saman á sunnudögum og hátíðum heim til Hóla til að hlýða á kenn- ingar hans og klerka hans. Voru stundum um 200—400 inanna að- komandi á helztu hátiðum, bæði kon- ur og karlar. Ýmsir af þessum mönnum gáfu þá fé með sér til stað- arins, svo hann fengi risið undir þessari gestanauð, en sumir gjörðu sér hús umhverfis kirkjugarðinn og fæddu sig sjálfir. Þrátt fyrir aðdráttarafl biskups- stólanna, hélt þó alþingi lengi fram eftir öldum áfram að vera aðal bæki- stöð og þungamiðja hins islenzka þjóðlífs og hinnar íslenzku þjóðmenn- ingar. I meðvitund þjóðarinnar var alþingisstaðurinn nokkurs konar helg- ur, friðlýstur blettur, og við hann voru hinar glæsilegustu og tilkomu- mestu endurminningar þjóðarinnar tengdar. Þegar menn þvi seinna á öldum fóru að velta því fyrir sér, hvort ekki væri vinnandi vegur fyr- ir þjóðina að koma upp hjá sér nokkurs konar allsherjarbæ, er g.æti orðið aðsotur innlends iðnaðar og verzluuar og aðalbói þjóðlegrar menn- ingar, var það engin furða, þótt þeim yrði það fyrst fyrir að renna hug- anum til Þiugvalla, þrátt fyrir alt, sem virtist mæla á móti þvi. Urn miðja 17. öld (1645) skrifar þannig Gísli sýslumaður Magnússon (,,Vísi-Gísli“) á Hlíðarenda (d. 1696) langa ritgjörð á latínu um landsins gagn og nauðsynjar, og er hún stíl- uð til konungs. Meðal annars telur hann það nauðsynlegt, ^að rétta við helztu höiðingjaættirnar á íslandiog veita þeim ýms réttindi, svo þær mættu öðlast aftur sitt forna gengi. Hann kveðst. hafa einsett sér að setja á stofn á Þingvöllum nokkurs konar allsherjarskóla fyrir unga menn af þessum ættum, þar sem þeim gæfist kostur á að afla sér þjóðlegr- ar menningar. Hann vildi láta leggja stund á bóknám og siðprýði, en jafnframt átti æskulýðurinn að temja sér leika og líkamsæfingar, sönglist og ýmsar iðnaðargreinar. Þegar þessi skólastofnuu væri komin vel á legg, bjóst hann við að menn af ýmsum stéttura mundu leita þangað, og að þar mundi smám saman myndast bær, sem svo seinna gæti orðið að höf- uðstað landsins. Oss verður nú ó- sjálfrátt á að brosa að þessum bolla- leggingum Vísa-Gísla og finst það fjarstæða, að liugsa sér Þingvelli sem aðalstöð verzlunar- og menning- arlífsins, en það eru fieiri en hann sem hafa haldið trygð við hinn forna alþingisstað, þegar um þetta mál hefir verið að ræða. Um miðja 19. öld urðu þannig eins og allir vita skoðanirnar mjög skiftar um þing- staðinn, þegar alþing var reist við aftur. Það er svo sem ekki eins dæmi þótt ræktarsemin og tilfiuning- arnar rísi upp á móti skynseminni og beri haua jafnvel ofurliða. Eu í þessu tilfelli varð skynsemin ofan á. Það var Reykjavxk, hið fyrsta bygða

x

Elding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.